Leita í fréttum mbl.is

Smjörfjöll Evrópusambandsins vega nú 2,5 milljón tonn. Danskir bændur á félagsmálastofnun og á leið í gjaldþrot

Kornið. Gott er það en þó engum til gagns 

Smjörfjöll Evrópusambandsins hækka

Hvort sem menn eru vanir að tala um smjörfjöll, kornfjöll eða kjötfjöll þá eru þessi fjöll oft nefnd einu nafni hér í ESB, þ.e. einungis smjörfjall. Nú er svo komið að þetta smjörfjall ESB vegur 2,5 milljón tonn og þar af er korn 2,4 milljón tonn af fjallinu. Mest af fjallinu er ræktað í landbúnaðargeira Þýskalands (850.000 tonn), Frakklandi (390.000 tonn), Póllandi (230.000 tonn) og í Finnlandi (216.000 tonn). Það er landbúnaðarframleiðsla bænda í Evrópusambandinu sem fer í að byggja þetta fjall embættismanna ESB í Brussel. Þessa framleiðslu geta bændur ekki selt og því er það hin sameiginlega landbúnaðarstefna ESB sem kaupir framleiðsluna og býr til úr henni fjall. Skattgreiðendur í löndum ESB borga; Land

Bændur á félagsmálastofnun

Sem dæmi um eyðileggingu þessarar stefnu má nefna að landbúnaður í Danmörku er núna, samkeppnislega séð, orðinn svo illa staddur að 62% af tekjum bænda koma frá því að vera á bótum hjá félagsmálastofnun ESB, þ.e. frá styrkjum; Børsen

Kveikja í dýra korninu - gjaldþrot bænda blasir við

Smjörfjall ESB hefur lengi verið tákn fyrir sóun á auðæfum Evrópusambandslanda. Sóunin er víða. Í Danmörku nota bændur t.d. kornið sem þeir rækta til að kynda upp með því. Hveiti, hafrar og bygg eru í svo lágu verði að það borgar sig betur að kveikja í því en að selja það. Reiknað er með að 3500 danskir bændur muni verða gjaldþrota á þessu ári og um 25% af öllum 13.000 dönskum bændum muni hætta búskap innan næstu fárra ára. Að meðaltali skuldaði hver danskur bóndi 27 milljón danskar krónur á síðasta ári. Núna er matur dýrastur í Danmörku af öllum 27 ríkjum ESB og enn dýrari en á Íslandi; BB | Land | Børsen | DST

Fleiri og oft daglegar fréttir hér í glugganum 

Fyrri færsla

Pólitísk rétttrúarbrögð: Af hverju er Finnland yfir höfuð með í myntbandalagi Evrópusambandsins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir á sambandsárin hér og haftastefnuna. Frábært að fá þennan samanburð.

Þeim fækkar óðum hér, sem hafa sig frammi um kosti evrópusambandsaðildar og að sama skapi  fjölgar þeim röddum, sem leggja til að umsóknin verði dregin til baka hið snarasta, enda hefur hún verið notuð óspart sem þumalskrúfa í IceSave kúguninni. 

Raunar er þessi umsókn það sem hefur helst tafið framgang réttlætis í málinu og er sennilegast alstæsta pólitíska klúður íslenskrar stjórnmálasögu í þessu samhengi.

Þetta sjá allir nema Þeir sem hafa stungið hausnum í steypufötu og leyft henni að harðna. Ergó: Össur Jóhanna og Steingleymur.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 05:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég undrast oft grímulausan áróður og skrumskælingu staðreynda frá "sérfræðingum" Háskólans í Reykjavík og á Bifröst. Þessar Evrópumoskur og Mullar þeirra og Imamar fara hér með yfirnáttúrulegar möntrur í föstum slottum á RUV m.a. (spegillinn) og hafa gert ansi lengi.

Mér er spurn í því sambandi hvort þessir skólar og prófessorar þeirra njóti einhverra feitra styrkja frá Evrópusambandinu og séu í raun aðeins að verja eigin hagsmuni þvert ofan í öll rök.  Ég fæ ekki annað séð.  Allavega erþetta verðugt rannsóknarefni.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 06:02

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta held ég að fái vita um það er hinn verðstýrða samkeppnigrunni EU þótt hann hafi markað upphafið að lokum öllum hinum frægu uppboðsmörkuðum Evrópu ég komið árið eftir til Parísar en þessir markaðir voru á fullu í Portugal.

Grunnurinn, sameiginlegt flutningakerfi: vegir,brýr, göng,teinar fljótaprammar til að tengja miðlægar stórborgir. Kostnaður fyrir okkur. Getum heldur ekki nýtt Umboð  Valdhafanna sem eiga tryggja lámarks flutningskostnað á þessi neti með útboðum.

Svo eru það lágmarks verðkröfur um orku og orkunet til miðlægra stórborga.

Hráefni og hentistefnu skilgreiningar hvað er fyrsta 1 stig vinnslu.

Þetta er aðalatrið til að lækka framfærslukostnað [laun] fjöldans í EU.      

Allt sem sagt eru landbúnað gildir líka um sjávarfang, alltaf gleymst að minnast á það.

Þessu er svo skipað heimakvóta og skipta miðað fornar hefðir svo sem umfram innflutta magnið utan EU.

Við fáum að halda því sem getum í okkar látið enda ekki búin að vinna okkur inn fullvinnslu  kvóta á sameiginlega markaðinum.

Lissabon markar lok landvinninga og upphaf fullkomnunar eða lykta innrimarkaðar.

EU þarf ekki að halda aðildar fyrirgreiðslum áfram þegar skuldaklafarnir eru festir sessi.

Þá eigum við fara inn sem óþverrarnir sem lögðumst á líknarfélög og almenning í EU. 

Þegar fullkomnun þessar viðfangsefna Umboðsins eru staðreynd  þá eigum við að reyna fara  inn.

Virðing í EU er hlýðni það er að hlusta á sér æðri eða jafna. Virðingin er ekkert keypt þar aftur 1.2 og 3.

Við fáum ósýnileg gjaldeyris höft helmingi færri evrur á haus en Danir samkvæmt opinberu mati IMF  fyrir 2014.

Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Það er búið heilaþvo stóran hluta þjóðarinnar og þar með mig líka áður en ég las stjórnaskrá EU, í fyrra. Um uppspuna þeirra sem kunna ekki að lesa reglur EU með yfirstéttarréttum skilningi.

Þjóð eða heimili sem er skammtað tekjur er ekki sjálfstæð eða fær um að taka þátt í samkeppni.

Hvað ætli Bretar hafi þurft að svara mörgum tossa spurningum fyrir inngöngu í EU. 

Hver verður svo auka gjaldeyris kostnaðurinn við að taka þátt í hinum 350 ráðgefandi nefndum og fulltrúanna sem eiga að samþykkja lifandi stjórnarskrá á Evrópuþinginu alltaf í endurskoðum.

Við erum komin niður fyrir EU hlutfallið í sjávarútvegi og landbúnaði.

Samkvæmt EU stjórnarskránni á að kaup alla út á EU mannsæmandi kjörum sem hætta í grunninum til æviloka. Flutninga aðila bændur og sjómenn.

Þess vegna verða allar undanþágur fljótt úreltar eftir innlimun sem er fullkomnunar viðfangsefni Umboðsins.

Commission nú ranglega uppnefnt framkvæmdanefndin var áður uppnefnt Ráðstjórnin í hinum Sameinuðu Ráðum Sósíal Lýðvelda: USSR botnað á þýskum hagstjórnarfræðum og frönskum. 

Hlutir breyst ekki við nafnabreytingar þótt sumar manneskjur umturnist af uppnefnum. Svo sem þessir nútíma stjórnaliðar Íslands.

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 07:04

4 identicon

Þetta eru nú engin ósköp, ekki nema kannski innan við 10 kg af mjöli á hvert mannsbarn. Úr því mætti framleiða hið besta 2 kg af fleski.

Hins vegar vigtar ESB sjálft meira á hvert mansbarn, og "vandamálið" við þessa slettu sem dygði kjarnafjölskyldunni bara í örfáa daga í hallæri er mest fólgið í skrifræði og vandræðum með birgðastefnu.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 11:08

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Hvaða kjarnafjölskylda gæti neitað sér um að eiga 50 kíló af smjöri í kæliskápnum Jón Logi?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband