Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk rétttrúarbrögđ: Af hverju er Finnland yfir höfuđ međ í myntbandalagi Evrópusambandsins?

Finnland og Ísland 2008-2009 

Ţegar horft er til ţess efnahagssamdráttar sem nú er í gangi í Finnlandi — hann er ennţá meiri en á Íslandi — er ţá ekki alveg örugglega hćgt ađ fullyrđa ađ hagkerfi Finnlands sé bćđi óhćft og algerlega óhentugt til ađ vera í myntbandalagi Evrópusambandsins? Ađ Finnland sé ađ fremja eins konar efnahaglegt sjálfsmorđ međ ţví ađ vera međ evru sem gjaldmiđil?

Ég spyr vegna ţess ađ seđlabanki Finnlands sagđi nýlega ađ samdráttur í Finnlandi vćri núna sá mesti og versti frá ţví mćlingar hagvaxtar hófust fyrir meira en 50 árum. Spurningin er ţá ţessi. Af hverju er Finnland yfir höfuđ međ í ţessu myntbandalagi?

Ef Finnland hefđi veriđ í myntbandalagi Evrópusambandsins ţegar stóra finnska kreppan kom á árunum 1991-1993, vćri Finnland ţá ennţá velmegunarsamfélag eđa vćri ţađ vanţróađ ríki núna? Í stóru finnsku kreppunni 91-93 varđ Finnland fyrir utanađkomandi áföllum ţegar Sovétríkin og austantjaldslöndin hrundu. Finnland átti mikil viđskipti viđ ţessi lönd. Til ţess ađ verjast áföllunum í ţeirri kreppu gat Finnland fellt gengiđ og gerđi ţađ líka, massíft. En núna hefur Finnland ekkert gengi, enga sjálfstćđa mynt, enga peningastefnu og ekkert stýrivaxtavopn. Landiđ Finnland verđur ţví bara ađ gera sig ánćgt međ ađ ţýsk/franski gjaldmiđill ţess hafđi hćkkađ um 86% í júlí 2008 gagnvart Bandaríkjadal frá ţví í júní áriđ 2001. Sem sagt 86% hćkkun á gengi Finnlands á 7 árum og ekkert hćgt ađ gera. Ţetta er glćsilegt og auđvitađ dásamlegt.

Hefur ţetta eitthvađ međ hagfrćđi ađ gera, eđa eru ţetta bara hin sömu pólitísku rétttrúarbrögđ elítu Finnlands sem virka á nákvćmlega sama hátt og ţau rétttrúarbrögđ sem írski hagfrćđingurinn David McWilliams segir ađ hafi stjórnađ ţví ađ Írland gekk í myntbandalag Evrópusambandsins?

Nú eru viđskipti Finnlands viđ Rússland vćntanlega komin í blóđrauđan sólmyrkva eina ferđina enn. En ţau viđskipti höfđu veriđ ađ jafna sig ađ nokkru aftur á undanförnum árum.

Hvađ nú Finnland?

Hvernig fóruđ ţiđ ađ ţví ađ klúđra málunum svona hrikalega? Á ađ sjóđa óskotna bjarnarsúpu og baka burtflogiđ skógarbrauđ á sjóđandi heitu ruslatunnuloki Evrópusambandsins áfram? Hvítglóandi er ruslakista ESB. Ţađ er kviknađ í Grikkland og eldstungurnar frá Aţenu sleikja burstirnar á afdalabćjum Portúgals og Spánar. Írlandiđ er skokkiđ í hafiđ og tröllum gefin fjármál ţess týnd ofaní logandi ruslatunnu í Brussel. Í EvruVíetnam styrjöldinni fyrir botni Eystrasalts er efnahagslegur ísavetur ađ flytja efnahag ţriggja landa til Síberíu, ţví ţar munu ţćr ţjóđir enda.

Ţeir sem vilja gerast áskrifendur á ruslabandalagi Evrópusambandsins í Brussel rétti upp hönd - og segi um leiđ já og amen viđ frú lafđi barónessu Brussel.

Spurningin var ţessi: Af hverju er Finnland yfir höfuđ međ í ţessu myntbandalagi? Svar: vegna ţess ađ ţađ álpađist ţar inn og kemst aldrei ţađan út aftur. Ţess vegna 

En Olli Rehn í Brussel hefur örugglega engar áhyggju af ţessu. Hans laun koma nefnilega ekki frá Finnlandi, ţau koma frá lafđi barónessu í Brussel. Er ţetta ekki dásamlegt.

Fyrri fćrsla

Papandreou; Efnahagslegt kynţáttahatur í Evrópusambandinu

Glugginn

Oft daglegar fréttir hér í glugganum 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharđsson

Sćll Gunnar.

Ég vill ekkert međ ţessa barónessu hafa, ţeir geta átt hana í Brussel og deilt henni međ ađdáendahóp Samfylkivarinnar og annarra útlendinga.

Ţađ er athyglisvert ađ lesa ţetta, ţví eins og ţú veist var fjölmiđlamađurinn Ómar Ragnarson alltaf ađ segja ađ viđ ćttum ađ taka finna til fyrirmyndar, ekki vera međ álver heldur hátćkni.

En ţađ er međ ţessar greinar Gunnar, eins og margar. Allir Íslendingar ćttu ađ fá ađ lesa ţetta, til ađ uppfrćđast betur um afleiđingar ESB ţráhyggjunnar.

Samt veit ég ekki hvernig ţér myndi ganga ađ fá sambandi viđ íslenska fjölmiđla. Ţeim er mikiđ í nöp viđ skynsama menn af einhverjum ástćđum, kannski vilja ţeir ekki ađ fólk sjái í geng um bulliđ?

Jón Ríkharđsson, 14.1.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sćll Jón og takk fyrir innlitiđ.

Íslendingar hafa sína hátćkni eins og ađrar ţjóđir.

1) Fiskveiđar Íslendinga eru hátćknivćddar. Ţađ er ţess vegna sem 310.000 Íslendingar ţurfa allir allir á sama tíma ađ eltast viđ sama fiskinn í sjónum. Til ţess höfum viđ hátćknivćddan atvinnuveg sem heitir sjávarútvegur. Hann skaffar líka ţá peninga sem eru notađir til ađ búa til restina af hagkerfinu međ. 

2) Orkuframleiđsla Íslands er hátćknivćdd. Ţađ er ekki hćgt ađ segja annađ. Álframleiđslan er líka tćknivćdd.

Ţađ sem hinsvegar er ekki tćknivćtt á Íslandi er ríkisstjórn Íslands. Hún er handsnúin og gengur vonandi af sjálfsdáđum fyrir björg, bráđum.

Hátćkni Finna er svo hátćknivćdd ađ framleiđsla hennar fer ekki fram í Finnlandi, heldur í ţrćlabúđum í Hvarsemódýrasteriztan. Eftirlitsmenn og ţrćlahaldarar vinna ţar á vöktum viđ helv. "hátćknina". Flýtiđ ykkur, viđ borgum ţrjú hrísgrjón á tímann!

Kveđjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir mig á spámenn biblíunnar ţessi texti. Ekki óviđeigandi í ljósi fyrirsagnarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 04:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband