Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

10 ára áætlun Evrópusambandsins sem sló ekki einu sinni 5 ára áætlun Sovétríkjanna. Erum við orðin rík í ESB?

Tímafrestur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins rann út þann 1. janúar 2010.

Jæja nú er árið 2010 loksins runnið upp. Þetta er árið þar sem Evrópusambandið átti að vera búið að ná hagsæld Bandaríkjanna samkvæmt síðustu 10 ára áætlun ESB. Núna á þjóðarframleiðsla á hvern mann í Evrópusambandinu að vera orðin sú sama og hjá hverjum íbúa Bandaríkjanna. Ekki nóg með það. Þetta er líka árið þar sem hagkerfi Evrópusambandsins átti að vera orðið jafn samkeppnishæft og hagkerfi Bandaríkjanna.

Bíðið, það er meira. Þetta er líka árið sem ESB átti að eyða hlutfallslega jafn miklu af þjóðartekjum landa sambandsins í hinn mikilvæga lið sem heitir rannsóknir og þróun. En þessi liður er mjög mikilvægur því hann stjórnar miklu um það hvort þú verður ríkari-ríkur eða fátækari-fátækur í framtíðinni. Hve mikið er fjárfest í framtíðinni.

Þetta eru hin svo kölluðu og umtöluðu Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Evrópusambandið setti sér þessi markmið sjálft árið 2000. Ég gerði það því ekki. Þetta gerði valdaklíka Evrópusambandsins  í hinni frægu Lissabonborg í Portúgal. En það er einmitt borgin sem hýsir flesta munnvatns-gosbrunna valdaklíku Brussel. Þar gjósa þessir gosbrunnar með óvissulegu millibili. Engum til gagns, en öllum til ógagns.

Hvernig skyldi Evrópusambandinu hafa gegnið þessi 10 árin? Hver er árangurinn? Kæri lesandi, hér er árangurinn. Skyldum við vera orðin rík hér í ESB? Þetta er mjög spennandi! Hér er svarið: Árangur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins


Gleðilegt nýtt ár og velkomin í áratug kreppu og hruns

Mig langar að þakka ykkur fyrir árið sem leið. Um leið óska ég ykkur öllum hins besta á því nýja ári sem nú er hafið. Við stigum inn í nýjan áratug í dag.

Að mínu mati verður þetta áratugurinn þar sem fjármála- og efnahagskreppa heimsins mun fyrst fyrir alvöru breiða út hinn eyðileggjandi faðm sinn. Allt árið 2009 fór í það að fresta hinni raunverulegu kreppu með því að bæta meira dýnamíti í hriplekar holur hagkerfanna. Núna eru skotfærin búin og enginn máttur getur lengur stöðvað hið óumflýjanlega hrun sem verður á næstu mögrum árum. Sumir halda að við séum stödd í bataferli. En það er enginn raunverulegur bati í gangi neins staðar, heldur aðeins tímabundið stopp hrunferlisins.

Verið því við öllu búin.

Kærar þakkir fyrir samveruna hér á Morgunblaðsblogginu allt árið 2009. Samveran hefur verið gjöful og mun líka verða það áfram.

Gleðilegt nýtt ár - fleira er gull en það sem glitrar.

Hetja ársins 2009 er óumdeilanlega hin íslenska króna.  


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband