Leita í fréttum mbl.is

Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu

Stöðugleiki myntbandalaga 

Miklar vangaveltur.

Grikkland; nú eru góð ráð dýr, eins og venjulega. En slæm ráð geta líka verið alveg eins kostnaðarsöm. Forsætisráðherra Grikklands segir að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. Fjármálaráðherra Grikklands segir að landið þurfi ekki hjálp. Seðlabankastjóri Grikklands er einnig sendur út með skriflega tilkynningu í FT - sem sennilega að mestu er stíluð á forsætisráðherra Grikklands. Seðlabankastjórinn er einnig á sama tíma fulltrúi Grikklands í stjórn seðlabanka ESB. Óvíst er hvort markaðirnir trúi á orð grísku ríkisstjórnarinnar.

En hvað nú? Fyrir það fyrsta, ef ég væri forsætisráðherra Grikklands, myndi ég hafa sagt nákvæmlega það sama og haldið áfram að segja þetta sama á meðan ég auðvitað gerði eitthvað allt annað. Íbúar Grikklands eru um 11,3 milljónir. Þessir íbúar eru nýlega búnir að kjósa þessa ríkisstjórn Grikklands til valda. Hún var kosin vegna þess að hún lofaði betri opinberri þjónustu og meiri velferð. Ef Grikkland er sent í það erfiða ferðalag að skera niður stóran hluta opinberra útgjalda, lækka laun stórkostlega og þrengja að almenningi, ungmennum, börnum og gamalmennum, frá öllum hliðum, þá held ég að það ferðalag muni reynast hvaða grísku ríkisstjórn sem er ákaflega erfitt - og jafnvel ómögulegt. Nema menn vilji aftur fá her- og/eða einræðisstjórn til valda í Grikklandi.

Flestir sem hafa vit á efnahagsmálum segja að það sé óðs manns æði að ætla að reyna að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á krepputímum án þess samtímis að hafa fulla möguleika á að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og þar með láta stóraukinn útflutning um að vinna stóran hluta þess erfiða verks. Það getur Grikkland ekki gert með evru sem gjaldmiðil landsins. Grikkland virðist því sitja fast. En mun Grikkland gera það? Mun það láta setja sig fast?

********************

If a country left the eurozone abruptly, it would need to find temporary ways to separate its share of the euros from the rest. In the early 1990s, the Czech Republic and Slovakia chose to stick distinguishing stamps on their banknotes. We had thousands of people working day and night, putting tiny stamps on nearly 80 million old Czechoslovak banknotes, Mathes said. The Czechs affixed different stamps to their portion of the old notes and the currency was thus divided. Each side eventually printed its own currency, and the stamped notes were withdrawn and destroyed.

********************

 

Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldin var í Grikklandi var haldin árið 1974. Þá ákvað þjóðin að leggja niður konungsembættið. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1973, var ákveðið að leggja konungsveldið niður og stofna lýðveldi. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1968, samþykktu 92% kjósenda nýju stjórnarskrá herstjórnar Grikklands. Síðan 1974 hafa ekki verið haldnar neinar þjóðaratkvæðagreiðslur í Grikklandi. Ekki ein einasta um ESB eða evru. Ekki um svoleiðis smámál. Því auðvitað er bæði ESB-aðild og evra smámál miðað við stofnun gríska lýðveldisins.

Því segi ég aftur og aftur eins og forsætisráðherra Grikklands segir núna, að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. En svo kemur nýr dagur á morgun. Ef menn eru duglegir á milli daga, þ.e. á nótunni, þá er hægt að gera ýmislegt á einni nóttu - og hvað þá yfir eina heilaga helgi. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að spyrja þjóðina um neitt í sambandi við ESB. Svo hér höfum við alveg frjálsar hendur á heimavelli. Það er algerlega það mikilvægasta, að hafa fulla stjórn í eigin húsi. Það mun því koma sér vel að hafa aldrei spurt þjóðina að neinu í sambandi við ESB. Það gerir þetta allt miklu auðveldara.

********************

The value of the currency of the country leaving the eurozone is certain to plunge vis-à-vis the euro, so its citizens would remove stamps en masse, thus converting them to the more valuable original euros. Another physical solution, Mathes says, it to laser-engrave distinguishing marks onto the portion of the euros, which would have been allocated to the country departing the eurozone. This can be done relatively quickly and would make the currencies irreversibly different, said Mathes, adding “but I suspect that the European Central Bank will not look kindly on a state burning holes in its currency.

******************** 


Líklega myndu engin lagaleg atriði flækjast fyrir úrsögn Grikklands úr ESB á einni nóttu. ESB hefur varla hirt um að búa til nein sérstök lög þar að lútandi því engum var ætlað að komast þaðan út aftur. Það er svo margt sem ESB hefur aldrei dottið í hug að myndi koma og því síður hefur ESB hlustað á þá sem vöruðu við einmitt þessari stöðu. 

Nei, stærstu vanamálin yrðu peningamálin og fjármálamarkaðirnir. Hvernig getum við lagt niður evruna á einni nóttu eða á einni helgi. Það er aðal málið. Er það yfir höfuð hægt? Ég spyr. Við vitum að eftirleikurinn yrði líklega hryllingur. En hann myndi þó ganga yfir. Grikkland á líka her og er í NATO. Auðvitað yrði erfitt að fela þann undirbúning sem einnar náttar úrsögn krefðist. Sennilega mun erfiðara en að fela 10% fjárlagahalla í 10 ár fyrir Brussel. Bankar, hraðbankar, sjálfsalar, stöðumælar, bílastæði, leigubílar, búðarkassar - og svo að koma nýjum seðlum og mynt í umferð strax. Ekkert smá mál, en þó kannski ekki óviðráðanlegt. Grikkland er ekki öfundsvert. Aðstaða landsins ómöguleg í alla staði.

Ég rakst á 11 ára gamla ritgerð um þetta efni og datt í huga að áhugavert væri að skoða hana. Þetta er ritgerð um upplausn ríkja- og myntbandalags þeirra tveggja ríkja sem áður mynduðu ríkið Tékkóslóvakíu. Ritgerðin heitir "Stability of Monetary Unions: Lessons from the Break-up of Czechoslovakia". Hún er eftir Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc. Hér er einnig slóð á bloggfræslu Tomas Valasek sem ræðir við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993; Ritgerðin PDF | Bloggsíðan

Já. Fleiri svona og oft daglegar fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Evran að verða Lehmansbræðra mynt Evrópu. Aðalritarar miðstjórnar ESB undirbúa nýja 10 ára áætlun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"lofa betri opinberri þjónustu og meiri velferð",  

það er eins og við könnumst við þessi loforð hér á Fróni. Sumum veitist auðveldara en öðrum að lofa upp í ermina á sér. En eiga Grikkir ekki enn drökmurnar sínar undir koddanum, Gunnar? Það er eins og mig minni að þú hafir einhvern tímann frætt okkur um það. Er nokkuð annað að gera fyrir þá en dusta rúmfötin duglega?

Þeir hafa þó kannski einhvern gálgafrest, því samkvæmt Rubini er Spánn meira áhyggjuefni fyrir ECB en Grikkland.

Best er að flækja sig ldrei í þetta bévítans evru-net.

Ragnhildur Kolka, 27.1.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Ragnhildur og takk fyrir innlit. 

Já, Grikkir hafa skilað óvenjulega lágu hlutfalli inn af gömlu myntinni sinni. Man ekki hvenær tími innlausnar rennur út hjá þeim. Held það sé 2012.

Já Roubini hefur mestar áhyggjur af Spáni því það er 3. eða 4. stærsta hagkerfið á evrusvæði. Hann á víst að hafa sagt í dag að evrulandið Grikkland væri augljóslega gjaldþrota nú þegar. Done is done. 

Já - og takk kærlega fyrir pilstil þinn um Bandaríkin Ragnhildur. Ég hafði mikla ánægju af að lesa hann en gleymdi að þakka fyrir þessa stórgóðu grein þína: Á gömlum pallbíl til Washington 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 27.1.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband