Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Ónýta þýska skipafélagið sekkur. Þarf Þýskaland að leita til IMF?
Þér eruð vitni að stofnun hins nýja evrópska skuldabandalags. Það mun eiga að heita Evrópuskuldasambandið - skref II - The European Debt Union (EDU)
Er þetta ekki dásamlegt. Að vera sjálf vélin í Evrópusambandinu og ætla að fá sér hinn versta niðurtúr meiriháttar lands í hinum vestræna heimi, síðan 1930. Þýskaland, mínar dömur og herrar, ætlar að skera burt heil 6% af þjóðarframleiðslu Þýskalands á þessu ári. En þetta er ekki nóg. Þeir ætla að skera burt meira á næsta ári. Þýska ónýta skipafélagið mun þá skreppa saman um 7-8% á 24 mánuðum. En bíðum bara. Það mun koma meira. Það mun koma meira því skipstjórar þýska skipafélagsins eru haldnir sjúklegri afneitun. Þeir eru fyrst að viðurkenna núna að það er til heimur
Ætla að bíða eftir að heimurinn togi þá upp úr svaðinu
En hvað ætlar þessi aflvana vél hins dauðadæmda Evrópusambands að gera í málunum? Ekkert mínar dömur og herrar, ekkert. Þeir eru nefnilega í myntbandalagi. Ha ha ha
"Economy minister Karl-Theodor zu Guttenberg said the slump was almost entirely due to the collapse of exports, insisting that a "global revival" will restore growth next year"
Pathetic pathetic pathetic pathetic
Þeir ætla að bíða eftir að heimurinn togi þá í gang aftur. Auðvitað, auðvitað. Bíða og bíða. Þetta er alveg 100% í anda Evrópusambandins. Lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins og hið verðandi stærsta elliheimili í heiminum, ever. (Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB)
Plús - peningaleg þýsk þurrkví ECB á evrusvæði
Innistæður fyrirtækja á evrusvæði eru að þorna upp, hverfa!
Eurozone bank deposits fall at fastest rate since Depression. Professor Tim Congdon from International Monetary Research said company bank deposits in the eurozone have begun to contract at rates not seen since the early 1930s, threatening severe damage in coming months unless the European Central Bank shifts gears fast
Öll fréttin: Germany contracts 6pc as eurozone bank deposits fall at fastest rate since Depression
Tengt efni
- Bankakerfi evrusvæðis verr statt en Bandaríkjanna
- Nýja Argentína er í ESB og heitir að minnsta kosti Lettland
- Ónýtir gjaldmiðlar
- Gengið á gullfótum yfir silfur Egils
Fyrri færsla
Forsíða þessarar bloggsíðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2009 kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Alþýðuhreyfingin gegn ESB-aðild Danmerkur krefst rannsóknar
Vilja að löggjafahlutverk Evrópusambandsins verði rannsakað
Eftir að nýleg athugun í Þýskalandi hefur leitt í ljós að 84 prósent af þeim lögum sem sett voru í Þýskalandi frá 1999 til 2004 komu frá Evrópusambandinu, krefst danska Folkebevægelsen mod EU at rannsakað verði hve mikið Evrópusambandið ráði yfir lagasmíði Danmerkur. "Eins og við upplifum þetta þá hefur ESB fyrir löngu farið yfir strikið. Við sjáum hvað eftir annað að ESB og EF-dómstóll þess hefur krafist að lög danska þingsins séu ógild og lög og reglur ESB séu sett í staðinn og yfir dönsk lög - að ósk Brussel".
Það þóttu talsverð tíðindi í Danmörku þegar aðalforstjóri hins árangursríka danska og alþjóðlega fjárfestingarbanka Saxo-Bank gékk í Folkebevægelsen mod EU. Hann sagðist leggja "mannorð sitt að veði" í baráttunni gegn því að Danmörk taki upp mynt Evrópusambandsins, evru . "Við viljum ekki að "afdalamenn" í mið og suður Evrópu stýri peningamálum dönsku þjóðarinnar. Þau mál eru of mikilvæg til að setja í vald annarra en okkar sjálfra". Í efnahagsspá Saxo Bank fyrir árið 2009 gerir bankinn ráð fyrr að Ítalía geri alvöru úr hótunum sínum og yfirgefi myntbandalagið
Fyrir nokkru gerði breska Bruges Group úttekt á því hvort Bretland gæti ennþá talist sjálfsætt og fullvalda ríki (sjá: mynd). Útkoman var neikvæð
Sjá einnig:Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?
Eistland kemst ekki með í myntbandalag ESB fyrr en 2013
Þetta segir lánshæfnismatsfyrirtækið Fitch's rating. Eistland gékk í ESB fyrir 5 árum síðan þ.e. árið 2004. Gangi spá Fitch's eftir mun það taka Eistland 10 ár að komast inn í myntbandalag ESB. Lánstraust Eystrasaltsríkjanna þriggja - Lettland, Litháen, Eistland - er nú svipað og lánstraust íslenska ríkisins, sem þó stendur með hrunið bankakerfi í maga sínum. Ekki eru þó bankakerfi þessara ríkja hrunin, ennþá. En munurinn er sá að íslenska ríkið er að tæma magann og þá mun magapína íslenska ríkisins hætta
Fitch's rating heldur því fram að Evrópusambandið muni standa fast á öllum inntökuskilyrðum inn í myntbandalagið því sambandið sé hrætt við að hleypa þar inn nýjum löndum sem eiga á hættu að brotna niður undan hinum efnahagslega og pólitíska sársauka sem því fylgir að uppfylla skilyrðin. Þetta gæti leitt til þess að löndin vilji yfirgefa myntbandalagið aftur og það gæti haft þær afleiðingar að önnur lönd taki uppá því sama
Fitch believes that the EU authorities remain disinclined to "premature" euro adoption for fear that a country might subsequently find itself unwilling or unable to bear the economic and political cost of adjustment within the euro area, and even possibly seek to leave it, triggering contagion to other countries within the single currency (sjá einnig: Nýja Argentína er í ESB og heitir að minnsta kosti Lettland)
Á mannamáli myndi þetta þýða að ESB óttist hrun myntbandalagsins ef svona aðstæður skyldu koma upp. Þegar myntbandalagið var stofnað uppfyllti aðeins eitt land öll inntökuskilyrðin, svo núna er Evrópusambandið hugsanlega orðið reynslunni ríkara
Öll undirbúningsvinnan við evru var hastverk og lítið sem ekkert var farið eftir skoðunum akademískra hagfræðinga og sérfræðinga á forsendum og skilyrðum fyrir því að svona myntsamstarf gæti heppnast vel. Werneráætlunin frá 1970 var því tekin fram aftur, eftir að hafa verið kistulögð árum saman, stílfærð og sett í framkvæmd. Aðeins eitt land af ellefu uppfyllti öll upptökuskilyrðin þegar ákveðið var hvaða lönd gætu tekið upp evru, nefnilega Lúxemburg, en Werneráætlunin er verk Pierre Werner fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemburgar (sjá: Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru)
Forstjóri Jyske Bank sammála Saxo Bank um ókosti evru
Forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, hefur einnig lýst yfir að hann telji Danmörku best borgið utan myntbandalags Evrópusambandsins. Jyske Bank er næst stærsti banki Danmerkur. Í ræðu sinni fyrir framan evru-nefnd danska þingsins hellti forstjórinn sér yfir röksemdafræslu forsætisráðherra Danmerkur. Hann benti á að fjármálakreppan væri yfirvöldum á evrusvæðinu sjálfum að kenna. Hann benti á að sænska ríkið, sem stendur alveg fyrir utan myntbandalagið, nýtur mun betri og lægri vaxtakjara á lánsfjármörkuðum en öll þau lönd sem eru í myntbandalaginu, þar með talið Þýskaland sjálft (neikvæður vaxtamunur/spread við Þýskaland). "Það kæmi mér ekki á óvart að markaðurinn álykti sem svo að sænska ríkið sé betri skuldari, til legnri tíma litið, en löndin í myntbandalaginu vegna þess að Svíþjóð hefur sína eigin mynt". Þessi mynt Svía, segir Anders, gerir það að verkum að Svíar hafa betri verkfæri til að tryggja að skattatekjur - og þar með greiðslugeta sænska ríkisins - þorni ekki upp í takt við að atvinnuástand versni og útflutningur stoppi vegna lélegrar samkeppnishæfni sem kemur þegar lönd ráða engu um gengi og vaxtastefnu gjaldmiðla sinna.
Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki Allir ". Hér er myndbandið með ræðu Anders Dam: Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring
- Evruþátttaka lækkar lánshæfni Slóvakíu
- Evruaðild mun ekki bjarga efnahag Eistlands
- Evra: Frankenstein fjármála
Fjölmiðlarnir unnu Alþingiskosningar á Íslandi: sigur RÚV
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Fjölmiðlarnir unnu Alþingiskosningar á Íslandi: sigur RÚV
Þá er kosningabaráttu fjölmiðlafólks Íslands lokið. Lýðræðið tapaði.
Rúmlega 71% kjósenda kusu ekki ESB-Samfylkinguna
- eina flokkinn sem hafði ESB sem aðalmál á stefnuskrá sinni. Greinilegt er að þjóðin vill ekki ganga í ESB
Sjálfstæðisflokknum refsað hrikalega fyrir svik við sjálfstæðisstefnuna
Sjálfstæðisflokkurinn lét Samfylkinguna teyma sig burt frá sjálfstæðisstefnunni á asnaeyrunum. Hin nýja forusta flokksins verður að taka til og endurbyggja strekan flokk á upphaflegum grunni sjálfstæðisstefnunnar. Ég treysti því
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn settu fullveldi Íslands í hættu með því að stoppa ekki skuldsetnignu banka og fjármálageirans
Eftirlit með fjármála- og bankakerfi Íslands brást algerlega í höndum Samfylkingarinnar.
Samfylkingin brást algerlega sem samstarfsaðili í ríkisstjórn á örlagastundu. Leynd dagskrá flokksins hefur hrúgað miklum skuldum á þegna Íslands - miklum skuldum. Samfylkingin er núna skuldugasti stjórnmálaflokkur í sögu Íslands. ESB þráhyggja Samfylkingarinnar hefur kostað íslenksa skattgreiðendur offjár og sóað dýrmætum tíma í miðju björgunarstarfi í ekki neitt - með stuðningi Framsókarnflokksins
Vinstri Grænir eru sigurvegarar
Það eru Vinstri Grænir sem standa sem sigurvegarar. Ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Vinsamlegast farið vel með valdið og takið það alvarlega. Afstýrið að Ísland verði selt. Afstýrið nýútrásar landsöluáformum Samfylkingarinnar
Krónan mun bjarga efnahag Íslands, - ekki ríkisstjórn
Gjaldmiðill Íslands mun bjarga efnahag þjóðarinnar með sínum stóra sveigjanleika. Hann mun tryggja líf og samkeppnisaðstöðu útflutnings- og verðmætasköpunar og halda skipinu gangandi. Krónan vinnur nú dag og nótt við að afrugla hagkerfi Íslands eftir hræðilega misnotkun. Þetta VERÐA menn að skilja. Enginn gjaldmiðill þolir svona meðferð án áfalla. Óhóflega skuldsettum fyrirtækjum verður refsað hræðilega fyrir lélega stjórnum og stefnumörkun. Þau munu fara á hausinn eins og bankarnir því þau þola ekki mótbyr. Eftir mun standa skógur með sterkum trjám sem þola storm. Svo mun vaxa nýr og heilbrigður skógur, sem gefur arð
Það er kreppa um víða veröld
Hagnaður fyrirtækja mun almennt bíða afhroð um allan heim. Þó munu þau fyrirtæki sem lærðu vel og vandlega í fyrri kreppum standast raunina. Þau eiga oft sand af peningum til að verjast dauða og skulda ekki einn einasta aur í mörgum tilfellum. Þau geta því tekið þátt í næstu uppsveiflu og malað gull. Dæmi: mörg tæknifyrirtæki sem lærðu mikið í dot.com hruninu. Myndin sýnir hagnað fyrirtækja í hinum ýmsu kreppum. Þykka línan sem teigir sig niður þarna lengst til vinstri á myndinni, sýnir hrun hagnaðar fyrirtækja í S&P vísitölu BNA núna, - miðað við fyrri stórar kreppur. Búið ykkur undir það sama
Fyrri færsla:
Ég skora á alla sjálfstæðismenn Íslands að kjósa
Tegnt efni:
Jón Baldur Lorange
Frost kyrrstöðunnar færist yfir þjóðfélagið
ESB-frétt dagsins
Spánn: atvinnuleysi mælist nú 17,4%
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2009 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Ég skora á alla sjálfstæðismenn Íslands að kjósa
Kæru Íslendingar
Núna er runninn upp sá tími sem kemur yfirleitt ekki þegar kosið er um málefni hér í Evrópusambandinu. Þú skalt fara út í dag og kasta atkvæði þínu á íslenskan stjórnmálaflokk. Á flokk sem ber hag Íslands fyrir brjósti sér
Sjáðu kæri lesandi. Málin eru nefnilega þannig að þú átt ekki landið Ísland. Það er landið sem á þig. Þannig er það að vera Íslendingur. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég eftir 25 ára dvöl í ríki Samfylkingarinnar í ESB var uppi í Hvalfirði að tína bláber í fyrra. En eiginlega var það systir mín sem benti mér á þetta. En ég vissi að þetta var rétt þegar hún sagði þetta við mig.
Í dag skaltu fara út og kjósa Ísland. Þér verður ekki boðið uppá að kjósa aftur líki þér ekki úrslitin. Ísland er sem betur fer ekki í Evrópusambandinu þar sem kosið er aftur og aftur þangað til það kemur "rétt" út úr kosningum
Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd. En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta
Njóttu kosta Íslands
Njóttu þess að á milli Íslands og Evrópusambandsins er hálft Atlantshaf og heill Norðursjór sem verndar Ísland. Þetta hefur oft komið sér afskaplega vel og aldrei háð Íslandi. Njóttu þess að þurfa ekki að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar og 60 milljón Frakkar, ásamt öllu því lausa sem fylgir í túnfæti margra landa gömlu og þreyttu Evrópu. Sérstaða Íslands er mikill kostur. En Íslandi fór fyrst að vegna vel eftir að landið varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Vöðvar frelsisins þola ekki spennitreyjur á borð við Evrópusambandið. Þá visna þeir og hverfa
Þetta er ekki svona hér hjá okkur í Evrópusambandinu. Ef löndin hefðu notið þessara kosta einstakrar landlegu Íslands, hefðu margar þjóðir Evrópu aldrei gengið í Evrópusambandið. Ekki gengið í ESB til þess eins að láta reka kosningaúrslit ofan í sig aftur og aftur þangað það til það kemur rétt út úr þeim fyrir suma
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn
Kjóstu því landið þitt. Þú vilt ekki að aðrir eignist landið þitt, því þá eignast þeir þig í leiðinni. Sjálfur kaus ég Sjálfstæðisflokkinn. Ég gerði það eftir að vinur minn á Íslandi hafði tekið persónulegt loforð af nýjum formanni flokksins um að flokkurinn myndi ávalt halda áfram að vaka yfir sjálfstæði og fullveldi Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn er og verður sjálfstæðisflokkur Íslands. Skyldi þér ekki hugnast að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá bendi ég á Frjálslynda flokkinn og Vinstri Græna sem eru ekki landsölu flokkar. Ég hef að minnsta kosti valið að trúa því. En það er trú Íslendinga á landinu okkar sem hefur alltaf flutt fjöll þegar á þarf að halda. Núna er sá tími
En menn ættu þó alltaf að muna að blessuð mannskepnan er þannig innréttuð að hún vaknar á morgnana og fer fram úr rúminu í þeirri von að henni vegni aðeins betur í dag heldur en í gær. Að uppskeran verði ekki minni í dag en í gær - og jafnvel meiri. Þetta er eðli mannsins. Ef manninum finnst hver dagur enda á því að honum ávannst aðeins minna í dag en í gær, þá mun maðurinn halda sig í rúminu (sjá ESB). Sem víti til mikils varnaðar eru flest ríki með of mikilli og ráðandi vinstrimennsku, - og Evrópusambandið. Þau eru víti til vanraðar því þau vinna oftast á móti þessari frumþörf mannsins
Ég vona svo sannarlega að við þurfum ekki öll að breiða upp fyrir haus eftir þennan kosningadag. Ég er alls ekki viss um að allir stjórnmálamenn og því síður kjósendur þeirra skilji þetta. Skilji þetta ekki fyrr en eftir langa rúmlegu
Gefðu þjóðríki Íslands atkvæði þitt
Þjóðríki er fyrirkomulag sem er best. Það er staðreynd. Ég hvet því alla sjálfstæðismenn til að kjósa. Ekki kasta frá þér atkvæði á myllu niðurbrots þjóða
Blómin munu vaxa í garði Íslands á ný, sannaðu til. Ekki gefast upp þó á móti blási um stundarsakir
ESB-frétt dagsins:
Spánn: atvinnuleysi mælist nú 17,4%
Fyrri færsla:
WSJ: Afturganga vandamála þýska Weimar lýðveldisins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2009 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 24. apríl 2009
WSJ: Afturganga vandamála þýska Weimar lýðveldisins?
Wall Street Journal skrifar í dag um það sem þeir kalla
"The Weimar Complex"
Nánar á heimasíðu minni. Einnig síðustu tölur yfir nýjar pantanir til iðnaðarins í ESB. Þær komu út í gær og líta alls ekki vel út: Afturganga vandamála þýska Weimar lýðveldisins?
Hugrenning
Myndin hér að ofan er frá: The Illustrated Road to Serfdom
Eftir: Friedrich A. Hayek
Fyrri færsla
Evra: Frankenstein peninga og fjármála Evrópu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Evra: Frankenstein peninga og fjármála Evrópu?
Stjórnmálamennirnir hafa búið til fjármálalegan Frankenstein í Evrópusambandinu, segir fransmaðurinn Chrarles Gave
Lesið nánar hér á heimasíðu minni: Evra: Frankenstein fjármála?
Fyrri færsla
20 sammála Írskir hagfræðingar
Forsíða þessarar bloggsíðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 20. apríl 2009
20 sammála Írskir hagfræðingar
20 sammála Írskir hagfræðingar - gegn - 32 sammála hagfræðingum á Íslandi
Við höfum á undanförnum mánuðum hlýtt á stutta lagstúfa 32 sammála íslenskra hagfræðinga í þokulúðrasveit Samfylkingarinnar á Íslandi. Lúðrasveit þessi segir samhljóma að Ísland bjargist alveg sjálfkrafa frá afleiðingum frekar illa rekinna bankastofnana á Íslandi og frá dauðadái Fjármálaeftirlitsins, ef það aðeins afsali sér fullveldi og auðlindum Íslands yfir til Evrópusambandsins. Margir þessara 32 hagfræðinga unnu þó sjálfir í þessum hrundu fjármálastofnunum á meðan Fjármálaeftirlit Samfylkingarinnar hélt verndarhendi yfir þeim og gerði þeim kleift að koma fjármálum Íslands á hliðina
Það sem er þó nýtt í málefnum lúðrasveita hagfræðinga er það að nú hafa 20 sammála Írskir hagfræðingar stofnað með sér lúðrasveit á Írlandi. En Írland þjáist af þeim kosti, samkvæmt áliti 32 sammála íslenska hagfræðinga, að vera í Evrópusambandinu og einnig í sjálfu myntbandalagi Evrópusambandsins. En lagaval þessarar írsku lúðrasveitar er samt alveg öndvert við lagaval 32SH á Íslandi. Tóntegundin er einnig önnur. Á Írlandi segja nefnilega 20SH að það þurfi að þjóðnýta alla stærstu banka Írlands og það geti ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Þessir 20SH segja að núverandi mynt landsins (evra) - og allar þær ríkisábyrgðir sem búið er að gefa út til handa írskum bönkum - nægi alls ekki til að bjarga landinu. En eins og sumir vita þá skall efnahagslegt fárviðri á ströndum Írlands síðasta haust. Þetta fárviðri var þó að mestu leyti írsk framleiðsla. Framleidd með miklum stuðningi frá sjálfum Lykla Pétri í ESB og einnig borið undir álit 32SH og Banka-Samfylkingarinnar á Íslandi. Hér á ég auðvitað við seðlabanka Evrópusambandsins, aðalstöðvar Evrópusambandsins, myntbandalag Evrópusambandsins og hinn innri markað Evrópusambandsins. En þetta virðast vera stofnanir og fyrirbæri sem virka hvergi nema í ímynduðum heimi 32SH og Banka-Samfylkingar Íslands. Ekkert af þessu hefur a.m.k. virkað á sjálfu Írlandi.
Það verður að þjóðnýta bankakerfi Írlands til að auka trúverðugleika þess
20SH á Írlandi segja í stuttu máli að bankakerfi Írlands sé læst fast niðri í frystikistu og gjaldþrota í praxís. "Við álítum að það sé sama hvað gert er. Markaðurinn álítur að bankakerfi Írlands sér frosið. Það sé því mikilvægt að bankakerfið sé afþýtt með því að ríki skattgreiðenda á Írlandi (ekki Brussel) taki allt bankakerfið yfir, þjóðnýti það og komi að minnsta kosti þeim hluta þess í gang aftur sem hefur brýna samfélagslega þýðingu".
Einnig segja 20SH að "það verði að þjóðnýta bankana til þess að vernda þær mörgu evrur írskra skattgreiðenda sem eru inni á reikningum í írskum bönkum. Það verði að auka trúverðugleika írskra banka því annars flýr þetta fjármagn".
Já það var nefnilega það. Akkúrat. Írska ríkið, skattgreiðendur, þurfa nú að gangast í ábyrgð fyrir þeim myntbandalagsvasapeningana sem þeir eiga og skulda í írskum bönkum. Já, auðvitað. Hvað annað? Þetta er þrautarganga, ekki þrautarvarnir. Írskir skattgreiðendur þurfa sem sagt núna einnig að gegna því seðlabankahlutverki sem þeim var talið trú um að væri þeim ávalt til handa í borginni Frankfürt á meginlandi Evrópu. Lofað af ESB "sérfræðingum" þegar þeir á sínum tíma voru lokkaðir inn í þetta myntbandalag Evrópusambandsins. Núna komast þeir ekki út úr þessu bandalagi aftur. Reyndar komast Írar aldrei út aftur. Aldrei.
Ertu dauður banki eða ekki?
Kæri lesandi. Næst þegar þú ferð í göngutúr og rekst á banka sem virðist vera að dauða kominn, þá skaltu spyrja bankann um þetta: "ertu dauður banki?" Ef bankinn svarar: "nei nei, ég er ekki daður, ég er bara með erlenda mynt í magnum og fastur í myntbandalagi sem önnur lönd stýra. Ríki skattgreiðenda mun koma og lífga mig við". En hér skaltu vara þig. Þetta er nefnilega merki þess að bankinn veit ekki að hann er dauður. Þetta er hættulegur banki því þú getur átt á hættu að hann ráðist á þig og plati út úr þér peningana í gegnum bakdyrnar. En ef bankinn svarar spurningunni hinsvegar á þessa leið: "já ég er dauður banki, steindauður. Ég fór á hausinn því ég datt ofaní tunnu sem var full af eitruðu áfengi. Tréspíritus sem gerði mig fyrst blindan og svo dauðan". Þarna þarftu ekki að vara þig á neinu sérstöku. Bankinn er heiðarlega á hausnum. Hann veit að hann er dauður og mun ekki plata peninga út úr þér til þess eins að láta þig halda að hann sé lifandi.
Afturgengi 32SH hljómplatna, eða hvað?
En þetta er bara ekki það lag sem 32SH og Banka-Samfylkingin flytur okkur á Íslandi. Reyndar er lag þeirra alveg öfugt við það sem 20SH spilar á Írlandi. Kanski gengur hljómplatan afturábak á Íslandi?
Kæru Íslendingar. Gangið endilega og endanlega í Evrópusamband Banka-Samfylkingarinnar. Þá getur þetta nefnilega ekki orðið verra nema að því leyti að þú kemst aldrei út úr Samfylkingunni aftur. Evrópusambandið er nefnilega eins flokka kerfi alveg eins og í gömlu Sovétríkjunum. En Sovétríkin tilheyrðu fyrstu kynslóð áætlunarbúskaparsamfélaga - og eru eiginlega úrelt núna. Nýtt er komið í stað þess. Að vera á hausnum innan í Evrópusambandinu er svo gaman. Þá þarf ekkert að hugsa eða gera. Ekkert annað en að drepast. Lærið nú af Írum, Lettum, Litháum, Eistlendingum, Spánverjum, Ítölum, Portúgölum og Grikkjum. Lærið.
Gengi evru er ekki gott fyrir alla. Það gegnir ekki
Evran fellur og fellur, en bara ekki nógu mikið. Evra Evrópusambandsins er núna fallin um tæp 20% gagnvart dollar á síðustu 12 mánuðum og um tæp 5 á síðasta mánuði. En það er bara ekki nóg. Þetta gengi evru gagnvart öðrum mikilvægum gjaldmiðlum er ennþá 50-60% of hátt fyrir Lettland, Eistland, Litháen, Spán, Ítalíu, Portúgal og Grikkland. En þá segi ég. Af hverju fella þau þá bara ekki gengið til að bjarga sér út úr þeim stórkostlegu vandamálum sem löndin eru í? Fyrst gengi evrunnar er svona alltof hátt fyrir þessar þjóðir, af hverju gera þær þá ekkert í málunum? Kæru lesendur, þetta er víst ekki svona einfalt. Kjáninn sem ég er, ætti ekki að segja svona því þetta er nefnilega mjög viðkvæmt mál. Þetta má ekki segja. Má ekki segja á vissum stöðum á Íslandi og heldur hvergi í ESB. En jú. Lettland mun fella gegnið. Það sama mun Eistland og Litháen gera. Þessi lönd munu fella gengið um ca 50-60% í sumar eða haust. Þetta er einnig nýleg ályktun sérfræðinga stærsta banka Bretlands.
<><><> SÍMSKEYTI AÐ HANDAN <><><>
HUGLEIÐING DAGSINS
Argentina
1) Since 1991, the peso has been fixed to the dollar at a one-to-one rate under a currency board system. Þökk sé slæmum ráðum IMF
1 Peso = 1 Dollar
<><><>
2) "All of our economy ministers have gone to Harvard -- to learn what? To rob the country?" said one frustrated woman, voicing widespread anger at a political class seen as corrupt and inept.(FT)
<><><>
3) With Argentina devaluing its peso over the weekend,
the conventional economic wisdom finally got its way.
Wall Street Journal, editorial, 2002-01-08
<><><> SÍMSKEYTI ENDAR <><><>
Eitthvað verður að brotna. Á gegnið að brotna eða vilt þú brotna? Hvort viltu?
Ef gengið fær ekki leyfi til þess að gefa eftir eða brotna, þá verður eitthvað annað að gefa eftir eða brotna í staðinn. Ef það er gegnið sem fær leyfi til þess að gefa eftir eða brotna þá bjargar það yfirleitt útflutningsatvinnuvegunum. Þá geta þessir atvinnuvegir betur keppt við vörur sem framleiddar eru undir gengi annarra mynta og kanski mynta landa sem engu ráða um peningamál sín.
Þetta þýðir að þú munt betur geta haldið þínu lífi áfram, því það munu peningar halda áfram að koma inn í samfélag þitt. Kanski af skornari skammti en áður, en koma þó. En það mikilvægasta er þó að útflutningsatvinnuvegirnir þurfa ekki að brotna niður og fara á hausinn. Þeir munu ekki tapa þeirri markaðshlutdeild og mörkuðum sem þau hafa keypt dýrum dómi með mikilli vinnu og dýrum fjárfestingum áratugum saman. Þau munu ennþá verða til staðar í þjóðfélaginu þegar kreppunni lýkur. Þá munu þessir atvinnuvegir dæla peningum inn í samfélagið í formi aukinna og verðmætari útflutningstekna, hærri launa, fleirri starfa og afleiddra starfa, meiri og betri hagnaðar sem svo er hægt að fjárfesta á ný. Þeir munu standa sterkt að vígi og koma efnahag landsins á hraðferð upp á við á ný. Algveg eins og lyf sem virka.
Annars brotnar samfélagið
En fái gengið ekki að gefa eftir þá mun útflutningsatvinnuvegunum ekki vegna vel, því gengið fyrir kostnaðargrundvöll þeirra er alltof hátt, eins og í tilfelli Írlands og fleirri landa sem ekkert gengi hafa. Þá verður það þú, efnahagur þinn, atvinna þín, lífskjör þín og samfélags þíns sem mun þurfa að brotna niður. Þá verður margt slæmt ennþá verra. Mun verra. En það versta er þó að langtíma atvinnuleysi sest að í þjóðfélagi þínu og mun smá saman grafa undan öllu samfélagi þínu. Fyrirtækin fara úr landi, til svæða sem bjóða betra og samkeppnishæfra gengi, skattar hækka því skatttekjur minnka. En það sem er enn verra er að fólkið sem knýr verðmætasköpunina mun einnig fara. Það fer nefnilega þangað sem betri og meiri atvinna býðst og þar sem hæfileikar þeirra eru betur umbunaðir - til lengri tíma litið.
Núna er rétti tíminn til að halda fögnuð
Þessvegna er full ástæða til að allir Íslendingar haldi fögnuð núna. Þeir geta nefnilega sturtað niður í klósettinu núna. Það geta Írar alls ekki. Núna ætti því að halda uppá að bankanir eru raunverulega dauðir. Alveg steindauðir. Sturtaðir niður og nýjir eru á leiðinni. Það ætti því að efna til erfidrykkju fyrir alla landsmenn Íslands. Það er allt í lagi að bjóða 32SH með, því þeir eru hvort sem er hálffullir ennþá, eða hálftómir. Stúta því næst nokkrum góðum lítrum af vökva, éta slátur, harðfisk, svið, súran hval, SS pylsur, lambahryggi og lærvöðva. Halda uppá þetta og dansa. "Bankarnir eru dauðir, steindauðir, dauðir eins og sauðir".
Svo kemur nýr dagur og þá á að fara í gömlu vinnufötin aftur og hamast. Vinna, vinna, byggja og bæta. Bras, as, þys og gustur. Þetta hefur alltaf verið einmitt svona og verður aldrei örðuvísi. Aldrei á meðan Íslendingar hafa ennþá sál sína. Á meðan 20SH á Írlandi eru að koma bönkum Íra niður í langtíma, aflvana og mynt-bandorma hrjáðu meltingarfæri írskra skattgreiðenda til þess að auka á trúverðugleika galdrabandalagsins, þá eru Íslendingar löngu komnir yfir timburmennina og fyrir löngu búnir að byggja nýjan bát. Skip sem kemur drekkhlaðið að landi. Áhöfnin verður svo ánægð og gamlir og góðir söngvar munu hljóma á ný
Børsen: Tyve økonomer: Nationaliser bankerne
Irish Times: opinion piece
Fyrri færsla
Ágrip sögu Íslands: Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944
Forsíða þessarar bloggsíðu
<><><><>
Annað símskeyti að handan hefur borist
Viðauki 20SH - 20 sammála írskir hagfræðingar
<><><><><><><><>
- Karl Whelan, professor of economics, dept of economics, UCD
- John Cotter, associate professor of finance, Smurfit School, UCD
- Don Bredin, senior lecturer in finance, Smurfit School, UCD
- Elaine Hutson, lecturer in finance, Smurfit School, UCD
- Cal Muckley, lecturer in finance, Smurfit School, UCD
- Shane Whelan, senior lecturer in actuarial studies, school of mathematics, UCD
- Kevin ORourke, professor of economics, Trinity College Dublin
- Frank Barry, professor of international business and development, school of business, Trinity College Dublin
- Pearse Colbert, professor of accounting, school of business, Trinity College Dublin
- Brian Lucey, associate professor of finance, school of business, Trinity College Dublin
- Patrick McCabe, senior lecturer in accounting, school of business, Trinity College Dublin
- Alex Sevic, lecturer in finance, school of business, Trinity College Dublin
- Constantin Gurdgiev, lecturer in finance, school of business, Trinity College Dublin
- Valerio Poti, lecturer in finance, DCU business school
- Jennifer Berrill, lecturer in finance, DCU business school
- Ciarán Mac an Bhaird, lecturer in finance, Fiontar, DCU
- Gregory Connor, professor of finance, department of economics, finance and accounting, NUI Maynooth
- Rowena Pecchenino, professor of economics, department of economics, finance and accounting, NUI Maynooth
- James Deegan, professor of economics, Kemmy School of Business, Limerick
- Cormac Ó Gráda, professor of economics, UCD
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2009 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Ágrip sögu Íslands: Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944
Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944
Þar með höfðu Íslendingar öðlast full yfirráð yfir eigin málum og slitu öll pólitísk tengsl við danska konungsríkið sem Ísland hafði þá verið hluti af síðan 1397 en þar áður norska konungsríkinu frá 1262. Áður en Íslendingar komust undir erlend yfirráð höfðu þeir verið sjálfstætt ríki frá landnámi um 870. Áður en Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu höfðu ýmsir valdahafar í Noregi gert sér vonir um að leggja landið undir sig og jafnvel ráðgert innrásir með hervaldi en ekki látið verða af því . . . .
Lesið alla greinina hér: Ágrip sögu Íslands
Fyrri færsla:
ESB: Segir Austurríki vera á leiðinni á hausinn
Forsíða þessarar bloggsíðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
ESB: Segir Austurríki vera á leiðinni á . . . . á . . . . á hausinn
Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Paul Krugman segir að Evrópusambandsríkið Austurríki sé að fara á hliðina á eftir Íslandi og Írlandi. Krugman segir að bankakerfi Austurríkis sé núna í svo mikilli hættu vegna útrásarherferðar til Austur Evrópu að búið sé að veðsetja stóran hluta af þjóðarframleiðslu Austurríkis. Auðvitað fyrir skuldbindingum bankanna á þessum slóðum
Ekki er hægt að segja að Austurríkismenn séu ánægðir með þessar vangaveltur hagfræðingsins í Nýju Jórvík. Reyndar segir viðskiptaráðherra Austurríkis, Björgvin G. Sigurðsson, . . . (hlé) . . . afsakið . . .
Reyndar segir fjármálaráðherra Austurríkis, Josef Pröll, að vangaveltur Nóbelsverðlaunahagfræðingsins séu byggðar á vanþekkingu hans á málefnum og bankakerfi Austurríkis. Einnig segir fjármálaráðherra Josef Pröll að þessi gagnrýni byggist á öfundsýki yfir velheppnaðri útrás austurrískra banka til Austur Evrópu, þar sem þeir hafa náð verulegri markaðshlutdeild
Réttum 7 vikum áður en bankakerfi Íslands hrynur til grunna var eftirfarandi sagt á íslensku
Þann 5. ágúst 2008 sagði bankamálaráðherra Íslands, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, eftirfarandi um bankakerfi Íslands:
"Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma".
Hvar liggja Austurríkismenn á ósýnilegu banka-landakorti Fjármálaeftirlits Íslands og frambjóðenda Samfylkingarinnar? Hvergi.
Simon Johnson tók saman eftirfarandi banka-landakort síðasta haust. Þetta er banka-landakort sem nær allar greiningadeildir íslenskra banka, banka-hagfræðingar þeirra, háskólahagfræðingar og 32 sammála hagspekingar á íslandi töluðu sjaldan eða aldrei um á opinberum vettvangi á Íslandi. Ekki heldur kom þetta bankalandakort úr í morgunkornum eða Íslandsálagskortum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Kortið kom aldrei til umræðu á þessum auglýsingadeildum bankanna. Aðeins einn maður talaði um þetta kort og varaði við þessari þróun, ítrekað og á tungumáli sem allir haglærðir menn hefðu átt að skilja betur en allir aðrir. Þessi eini maður var Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri.
Stjórnmálaflokkurinn sem bar ábyrgð á bankamálum Íslands gerði það því að fyrsta forgangsverkefni sínu að koma Davíð Oddssyni út úr Seðlabanka Íslands. En vegna alls þessa getur bankamála- og viðskiptaráðherra Íslands 2007-2009, yfirmaður Fjármála-eftirlits Íslands árið 2008 og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar árið 2009, sagt með alveg hreinni samvisku að hann hafi aldrei vitað eitt né neitt. Því sé hann í framboði á ný, fyrir Samfylkinguna. Þvílík hörmung.
Hvar er þjóðstjórnin sem ætti að vera við full störf á Íslandi núna?
Bara ef Davíð Oddsson væri leiðtogi þjóðarinnar núna. Hann er einn af fáum góðum mönnum Íslands sem getur tekist á við svona risastór og erfið verkefni sem bíða Íslands og Íslendinga á næstu árum. Leiðtogi sem alltaf er trúr sinni sannfæringu. Hann er ekki lufsa. Og af hverju í ósköpunum er ekki þjóðstjórn við full störf á Íslandi núna og ekki þessi Óstjórn sem núna situr. Af hverju? Svar: vegna þess að þá getur Samfylkingin ekki keyrt hina einu og svo lengi leyndu dagskrá sína í friði. Þetta er eina málefnið á dagskrá Samfylkingarinnar, nefnilega, að gefa útlendingum Ísland. Að koma Íslandi og auðæfum þess undir Evrópusambandið. Gefa Ísland burt. Jarða og gefa Ísland eins og við höfum þekkt landið okkar svo lengi. Í 1000 ár. Þetta er eina málefni Samfylkingarinnar og það getur ekki beðið á meðan þjóðin er hædd og örvæntingarfull. Því án ótta Íslendinga á Samfylkingin ekki séns. Ekki séns. Það er nefnilega eðli Evrópusambandsins að auðgast og vaxa í óttanum. Í óttaköstum þjóða stækkar það.
Mynd: Skuldbindingar ýmissa bankakerfa miðað við landsframleiðslu landa þeirra 2007
Tengt efni
- Tilvitnun: Til varnar stórfyrirtækjum
- Tilvitnun: Náðarfaðmur jafnaðarmanna
- Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi okkar
- Samfylkingin og Jóhanna Sigurðardóttir krefst brottreksturs bankastjórnar seðlabanka Evrópusambandsins
Fyrri færsla
Forsíða þessarar bloggsíðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2009 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Vélarbilun í gerfihjarta ESB: spáir 12% samdrætti í þjóðarframleiðslu Þýzkalands
Frohe Ostern!
Á blogg sínum - "eðlishvöt hjarðarinnar" - kemur fyrrverandi aðalhagfræðingur Citibank, Dieter Wermuth með páskaopinberun sem mörgum ætti að vera orðin ljós fyrir all nokkru. Hann spáir að þjóðarframleiðsla Þýskalands muni dragast saman um hvorki meira né minna en 11,5% á þessu herrans ári 2009. Verði þetta raunin mun eldum og brennisteinum rigna yfir stóran hluta Evrópusambandsins og alls evrusvæðisins á næstu árum. Dieter gefur ekki mikið fyrir hagspár seðlabanka Evrópusambandsins. Hann segir þær misvísandi, alltaf eftirá og að þær reyni stöðugt að fegra útlitið með því að gefa okkur falskar vonir um að þetta verði allt saman miklu betra í "næsta skipti" (sjá hér nánar um hagvaxtargildru Evrópusambandsins: Lestu mig )
Eurointelligence fjallar um spá Dieter Wermuth með þessum orðum
The German blog Herdentrief extrapolated from some recent data to conclude that German GDP could have fallen by some 11.5% annualised during Q1. This estimate is based on the available data for January and February, and the data for employment and inflation for February, which he explains in a very detailed calcuation. Q2 will start with a huge inventory overhang. The recession, he concludes, is on the verge of turning into a depression (Could German GDP have declined by 11.5% annualised during Q1?)
Bloggsíða Dieter Wermuth á Zeit Online: Herdentrieb » Frohe Ostern - reales BIP könnte um 11,5%
Við skulum vona, en þó vera við öllu búin
Okkar allra vegna skulum við vona að þessi hagspá fyrir Þýskaland gangi alls ekki eftir. En ég er samt ansi bjartsýnn á að spáin muni þó ná að rætast - og vel það
Mynd: Iðnaðarframleiðsla Þýskalands, Indlands og Malaysia
Takk til RGE Monitor og Rebecca Wilder (World economic reports (April 8-15)
Fyrri færsla
Nýjustu hagvaxtartölur: leiðréttar og nýjar hagvaxtartölur ESB og EEA
Forsíða þessarar bloggsíðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008