Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu hagvaxtartölur: leiðréttar og nýjar hagvaxtartölur ESB og EEA

Nýjustu hagvaxtartölur

Í gær birtust nýjar og leiðréttar hagvaxtartölur fyrir lönd ESB, EEA og fleiri lönd. Þetta eru tölur fyrir 4. ársfj. 2008. Samdráttur í þjóðarframleiðslu evrulanda reyndist verri en fyrri tölur hagstofu ESB höfðu sýnt. Fyrstu hagspár fyrir 1. ársfj. 2009 sem gera ráð fyrir 7% samdrætti í þjóðarframleiðslu evrusvæðis fyrir allt árið 2009, eru nú farnar að birtast frá efnahags- og greiningastofnunum. Þær mun ég fjalla um seinna. Fyrir fjórum mánuðum hljóðuðu þessar sömu spár uppá jákvæðan hagvöxt fyrir árið 2009.  

Fjórði ársfjórðungur 2008 Hagvöxtur miðað við fyrri ársfjórðung thmbFjórði ársfjórðungur 2008  Hagvöxtur miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári thmb

Skoða nánar hér >>  Nýjustu hagvaxtartölur 

 

Fyrri færsla

The Last European: yfirráðin yfir Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum IMF breytast 

Forsíða þessarar bloggsíðu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Mér finnst nú eiginlega magnaðast að sjá súluritið þitt um mikilvægi sjávarútvegs. Það er varla hægt að sýna betur með einni mynd hvers vegna Ísland passar ekki inn í Evrópusambandið.

Haraldur Hansson, 8.4.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnar; Þetta graf sem þú sýnir um mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarhag Íslending segir allt sem þarf. Sá sem ekki áttar sig á merkingu þess er blindur.

Hvernig skyldi Samfylkingin réttlæta skilyrðislausa inngöngu í ESB með hliðsjón af þessum tölum? Við þurfum kannski ekki að bíða lengi eftir svari, því glaðbeittur Jón Frímann, sem vaktar færslur þínar haukfránum augum, mun fljótlega leiða okkur í allan sannleikann.

Ragnhildur Kolka, 8.4.2009 kl. 19:23

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið.

Já mér svelgdist á þegar ég var að rýna í tölurnar og setja þær í samhengi við hagsmuni Íslands. Það lá við að ég dytti niður af stólnum þegar myndin varð manni ljós. Aðeins forhertir landráðamenn vilja gefa gullforða Íslenku þjóðarinnar frá sér, eða svo mikið sem eiga á hættu að hann hverfi til annarra ríkja, smá saman einhverntíma inni í framtíðinni. Biðjið Bandaríkjamenn að deila Fort Knox forðanum með umheiminum og gáið að hverju þeir myndu svara.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða einnig tölurnar geta séð þær á þessari síðu og einnig fengið myndina á PDF formi: Mikilvægi sjávarútvegs í mynd og tölum

Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband