Leita í fréttum mbl.is

Ágrip sögu Íslands: Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944

Aldrei aftur 

Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944 

Þar með höfðu Íslendingar öðlast full yfirráð yfir eigin málum og slitu öll pólitísk tengsl við danska konungsríkið sem Ísland hafði þá verið hluti af síðan 1397 en þar áður norska konungsríkinu frá 1262. Áður en Íslendingar komust undir erlend yfirráð höfðu þeir verið sjálfstætt ríki frá landnámi um 870. Áður en Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu höfðu ýmsir valdahafar í Noregi gert sér vonir um að leggja landið undir sig og jafnvel ráðgert innrásir með hervaldi en ekki látið verða af því . . . . 

 

Lesið alla greinina hér: Ágrip sögu Íslands

 

Fyrri færsla:

ESB: Segir Austurríki vera á leiðinni á hausinn

Forsíða þessarar bloggsíðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918 en lýðveldi 1944.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Sigurður

.

Já Sigurður. Það er víst einnig það sem þarna stendur "Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944" - þ.e. fullvalda ríki.

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ísland varð sjálfstætt árið 1944 en fullvalda árið 1918.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nema Sigurður telji að sjálfstæð ríki sætti sig við að utanríkismál þeirra séu á forræði annarra ríkja?

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 23:16

5 identicon

Sú sjálfstjórn sem Ísland fékk 1918 var kölluð fullveldi en Danir höfðu enn með höndum stjórn utanríkis- og varnarmála.

Síðan hafa menn tamið sér að þýða orðið enska orið "sovereignty" og samsvarandi orð í öðrum málum með orðinu fullveldi.

Þetta leiðir til þess að margir fá það út að Ísland hafi orðið "soverieign state" árið 1918 og þetta stendur í mörgum söguágripum á erlendum málum.

Svona geta orðin þvælt hugsunina. Eftir svipuðum villuleiðum hafa margir ratað að þeirri niðurstöðu að land sem ekki hefur forræði yfir eigin tollamálum, fiskveiðimálum, landbúnaðarmálum, orkumálum skattamálum, peningamálum, utanríkis- og varnarmálum búi samt sem áður yfir nær óskertu fullveldi, soverignty, souveranitat og souveraineté! 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 01:17

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Þetta er úrelt söguskoðun. 

Ísland var náttúrulega aldrei sjálfstæt ríki í nútímaskilningi  fyrir Gamla Sáttmála.  Innbyggjarar litu ekki á sig einu inni sem sérstaka þjóð.  Miklu frekar hérað norðmanna eða norrænna manna.

Þjóðernisvitund í nútímaskilningi varð ekki til fyrr en seint og síðarmeir.  Þannig séð nýtilkomin.

Svo blómstraði allt á Íslandi eftir Gamla Sáttmála.  Versnandi lífsskilyrði komu seinna í kjölfar versnandi veðurfars og svo fór að spila smá saman inní ótrúlegur þvergirðingsháttur íslenskra ráðamanna sem réðu öllu sem þeir vildu ráða auðvitað.

Þetta "vondir útlendingar" er algjörlega úrelt og allir alvöru fræðimenn um sögu íslendinga hlægja að þessari vúdú söguskýringu í dag. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 11:39

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur innlitið

Söguskoðun verður náttúrlega aldrei úrelt. En það eru hinsvegar hugmyndir um það liðna sem verða stundum úreltar, en þó aðeins í hugsun mannanna. Vangaveltur koma í tísku og fara úr tísku aftur. Eftir stendur sagan.

Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki núna og það er ekkert úrelt við það. Það var frelsishvötin sem færði Íslandi sjálfstæðið og fullveldið sem við búum við í dag.

En hið dýrmæta frelsi og sjálfstæði er vöðvabúnt heila mannsins. Heili okkar virkar ekki og getur ekki búið til verðmæti, velmegun og snilld ef hann býr við ófrelsi og ánauð. Þess vegna varð Ísland ríkt land. Það varð ríkt vegna frelsi og sjálfstæðis Íslands og Íslendinga.

Án frelsis, sjálfstæðis, fullveldis, sjálfsábyrgðar og sjálfbjargarviðleitni mun Ísland verða fátækt land aftur. Þá visnar vöðvabúnt heilans vegna þess að það er ekki hægt að nota það í ófrelsi og ánauð. Þess vegna ber að halda fast og af öllu alefli í fullveldið og sjálfstæðið, sama hvernig viðrar. Halda FAST. Alltaf.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2009 kl. 17:42

8 identicon

Fjarlæg stjórn, illa upplýst um málefni landsins og áhugalaus um þau hafði vitaskuld ekkert að gera með hnignun Íslands undir erlendum konungum. Ekki heldur verslunarhöft og gríðarlegt fjármagnsflæði úr landi (sérstaklega eftir siðaskipti). Það er bara úreldur afdalahugsunarháttur að halda því fram að ofangreint geti mögulega haft neikvæðar afleiðingar.

Þetta var allt andskotans veðrinu að kenna!

Það vita sko allir alvöru fræðimenn sem eru ekki úreltir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband