Leita í fréttum mbl.is

Ingólfi svarað

Ingólfur Sigurðsson varpaði fram spurningum í athugasemd við þar síðustu færslu og sem ég svara hér

Þakka þér fyrir Ingólfur - og ég þakka þér einnig fyrir pistlana þína, sem ég les og kann að meta. Einkum kann ég vel að meta dýpt þína

Það er erfitt að átta sig á stöðunni í Stóra-Bretlandi. Það gengur illa að finna rétta pólitíska landsliðið sem unnið getur af viti úr Brexit. Heimskingjar veltast eins og síld í tunnu um borð í báðum flokkum þar. Íhaldsflokkurinn er á alveg hroðalegum stað núna, bæði undir túrbanmanninum Sunak og konu hans sem búið hafa sérskattalega í Bretlandi með það fyrir augum að búa þar ekki áfram, Maríu Elísabet Truss og einnig Boris Johnson. Mér líst einkar illa á stöðuna í þeim flokki. En þar sem Bretland er með sinn eigin gjaldmiðil þá mun það ekki fara eins illa út úr málunum og meginland Evrópu og Evrópusambandið

Ljóst er nú að Rússland hélt meginlandi Evrópusambandsins ásamt Bretlandi að miklu leyti á floti síðustu 30 árin. Vel getur hugsast að Rússlandi gangi betur að blæða Evrópu og Bandaríkjunum út á næstu árum en þeim að blæða því út. Það kostar vesturríkin til dæmis 5 milljarða dala á mánuði í beinum yfirfærslum og lánum að halda ríkisstjórn Úkraínu á floti. Enginn veit þó enn hvað verður um fjármunina sem vesturlenskir stjórnmálamenn eru að taka frá sínum almenningi og senda til leppstjórnarinnar í Kænugarði

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að enginn viti né geti fengið staðfest hvað um peningana verður og í hvað þeir fara. Um 35 milljarða dala svarthol í Úkraínu er því nú þegar um að ræða. Síðasta skýrsla sjóðsins um málið er ekki beint glæsileg lesning. En frá 2014 til 2021 voru 15 þúsund manns þegar látnir af völdum árása Kænugarðsmanna á sitt eigið fólk í austurhlutum landsins og 1,5 milljón manns þaðan flúðu til Rússlands og Hvítarússlands á því tímabili. Þá þegar braut Kænugarðsstjórnin reglur AGS sem segja að sjóðurinn megi ekki koma nálægt löndum sem eiga í borgarastyrjöld

Já Kína er miðju vaði sem vel getur farið á sama veg og Japanska kraftaverkið fór frá og með 1989 (komst fyrst á forsíður vestrænna fjölmiðla 1991) og hefur hrun þess varla jafnað sig enn. En þar sem Japanir eru samheldin þjóð og heil að innan, með svo gott sem engar innfluttar geimverur um borð í þjóðarskútunni, þá hafa þeir haldið saman og tekist á við vandann á samheldinn hátt. Þessu er ekki þannig farið með Kína, sem er samsteypa fólks sem býr ekki á sömu plánetunni, heldur á mörgum og eru þær ekki einu sinni á sporbraut um sömu sólina. Um gríðarlegt innvortis pólitískt vandamál er þar að ræða. Efnahagsvandamálin blikna í samanburði við pólitíska vandamálið í landinu, en þau er hægt að leysa á pólitískan hátt, en lausnin krefst hins vegar pólitískrar byltingar. Auðveldasta leiðin fyrir Kommúnistaflokkinn er að herða einræðið til að halda landinu saman og er það sú leið sem farin verður og vont gert verra

Öll lönd sem fallið hafa fyrir hinu græna pólitíska eitri á vesturlöndum munu fara illa út úr næsta áratug. Það kostar að hlusta á og taka mark á hinum hrikalega græna og eitraða þvættingi vinstrimanna. Og hefur alltaf gert. Rússar skemmta sér því konunglega núna (Google þýðing)

Fyrri færslur

Byrjar ekki vel

Engin haldbær rök gegn Guðlaugi Þór og enn færri með Bjarna. Stríðið í austri (og vestri)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Rétt og rétt.

Guðjón E. Hreinberg, 16.11.2022 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband