Leita í fréttum mbl.is

Rússneski seðlabankastjórinn segir frá

Upptaka frá matvöruverslun í Rússlandi

****

RÚSSNESKI SEÐLABANKASTJÓRINN SEGIR FRÁ

Elvira Nabiullina seðlabankastjóri Rússlands kom fyrir neðri deild þingsins í morgun og gerði þingmönnum og ríkisstjórn grein fyrir stöðu rússneska hagkerfisins. Hún sagði litlar hindranir fyrir því að aflétta enn frekar þeim gjaldeyrishöftum sem sett voru á sem vörn gegn mestu refsiaðgerðum gagnvart einu ríki sem sögur fara af hér á jörð

Rússneska hagkerfið er að taka miklum grunnleggjandi hagkerfislægum breytingum sagði hún (e. structural transformation). Þetta eru breytingar sem voru nauðsynlegar, sagði Nabiullina, og þær munu taka tíma. Þó nokkuð veltur á að ekki verði heimskreppa, en hvað sem öllu líður er um flókið breytingaferli að ræða og breytingarnar eru margvíslegar og mismunandi allt eftir því um hvaða geira hagkerfisins er að ræða. Sumir geirar sem gera út á erlenda markaði þurfa að finna nýja, eða aðra valkosti við fyrri birgja eða snúna sér að innanlandsmarkaði og aukinni fullvinnslu innanlands. Allt saman mjög flókið mál en við munum taka tillit til þess í stefnu okkar, bæði hvað varðar hina ýmsu geira og landshluta. Það er mat okkar að þessar hagkerfislægu breytingar haldi áfram allt næsta ár og nokkur ár í viðbót. Útkoman fyrir hvern geira fyrir sig er háð mörgum breytum, og heimskreppa mun ekki auðvelda þetta mál, en því miður vísar nálin meira og meira í þá átt erlendis, sagði Elvira Nabiullina

En það er nauðsynlegt að hraða sem mest þessum breytingum á rússneska hagkerfinu og eftir engu er að bíða, allra síst útlöndum. Hraðinn er málið og það er skoðun okkar að ekki sé hægt að stóla alfarið á bankakerfið þegar um langtíma fjármögnunarþarfir eins og þessar er að ræða. Bankar geta og ættu ekki að vera eina uppspretta langtímakapítals því slíkt myndi einungis leiða til fjármálakreppu. Þetta sagði rússneski seðlabankastjórinn - sem klerkaveldi gólbalista hélt um tíma að það hefði í vösum sínum í vestri

EFTIRMÁL

Þegar ég skoðaði nýjustu heimshagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kom út í síðasta mánuði, voru einu jákvæðu tölurnar í þeirri spá miklu minni kreppa í Rússlandi en AGS hafði gert ráð fyrir. Miklu minni. Ég efast um að samdrátturinn í Rússlandi verði meiri en þar sem hann verður verstur á vesturlöndum

Verst að IKEA mun ekki lengur geta notað ódýra rússneska orku og timbur við einnota kvalarlosta-framleiðslu sína, og sem áður fyrr notaði ódýrt Austur-þýskt vinnuafl kommúnismans ásamt pólitískum föngum, en stólar nú á svo kölluð þjónustuhagkerfi vesturlanda sem hafa hvorki efni á þjónustu né gæðum, hvað þá fermetraplássi

Stærstu snyrtivörufyrirtæki vesturlanda geta greinilega ekki án Rússlands verið lengur því þau eru að snúa til baka til landsins því innflutningur af ilmvötnum og snyrtivörum til Rússlands nam 257 þúsund tonnum 2019. En þá verður það líklega að sumu leyti of seint, því ný rússnesk vörumerki á því sviði hafa tekið við sér og inn í landið streyma einnig vörumerki frá þeim hlutum heimsins sem ekki hafa lokað á Rússland, þannig að Rússar hafa úr ýmsu að velja. Það er sennilega þess vegna sem evrópsku fyrirtækin Lancome, Yves Saint Laurent og Giorgio Armani snúa aftur, því ekki er orðið beint rafmagnsbjart við þýsku verslunargöturnar - og komandi núlljólin í Evrópu verða sennilega engu lík með fyrst og fremst orkureikninga og vindmyllubarning í jólagjöf

Við skulum ekki minnast á rússneska hugbúnaðargeirann, því hjá honum eru dýrðardagar í Rússlandi. Hamast er allan sólarhringinn við að koma innbrotatryggða fákeppnisdraslinu að vestan sem fjaraði út fyrir kattarnef. Það reyndist ekki til að stóla á

Af öllu þessu missa íslensk fyrirtæki fyrir minna en ekki neitt. Svona innilega heimsk og í svona langan tíma hafa íslensk stjórnvöld aldrei áður verið. Um Íslandsmet er að ræða

Fyrri færsla

Ingólfi svarað


mbl.is Biðin eftir IKEA gæti skipt máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband