Leita í fréttum mbl.is

Byrjar ekki vel

Hvers vegna í ósköpunum þurfa svo kallaðir fréttamenn að byrja nær öll viðtöl við stjórnmálamenn á því að stilla þeim upp sem eins konar sakborningum á sakamannabekk. Það er ekki til neins orðið að hlusta á nein viðtöl við fulltrúa okkar fólksins í landinu því að klessukeyrð stétt fréttamanna sem ekkert sérstakt umboð hefur frá neinum, nema stjórnarskránni sem við öll höfum, hafa gert þau svo annarleg að ekkert er á þeim að græða nema grillsósuslettur upp um veggi. Takið ykkur vinsamlegast saman. Enginn nennir að hlusta á ykkur lengur

Ég vona að restin af viðtalinu sé betri en þetta. Betri en grunsemdarfærslur um af hverju stjórnmálamenn skuli tala saman. Bjarni og Guðlaugur mega tala saman eins og þeim sýnist. Ég efast samt um að ég nenni að horfa á restina

Hvað mig sjálfan varðar þá stendur hugur munn til þessara tveggja frambjóðenda til formennsku í Sjálfstæðisflokknum þannig:

Bjarni Benediktsson: Hann er fyrst og fremst tæknikrati á borð við til dæmis Lars Løkke Rasmussen í Danmörku. Góður í hvaða seðlabanka sem er. Situr við mælaborð og stillir mæla kerfisins. Það er hans ást og það eina sem hann hefur meðfæddan áhuga á og hugur hans stendur til

Guðlaugur Þór Þórðarson: Hann er að eðlisfari óþekkur, og finnst að aðrir eigi að sitja við mælaborðið, því hann sjálfur ætlar út á miðin að ná í fisk. Því hann veit sem er að sé enginn fiskur í trollinu að þá er ekkert mælaborð, því þá er ekkert sem þarf að mæla og skammta því ekkert er til skiptanna

Fyrir mína parta bind ég vonir við óþekktarorminn og skaffarann. Þetta er ekki last á Bjarna. Svona er þetta bara. Ég vil flokkinn minn öflugan á ný því annars fá hinir aflann og ég get ekki borgað á gjalddögum og fer í þrot þegar talið er upp úr kössunum

Fyrri færsla

Engin haldbær rök gegn Guðlaugi Þór og enn færri með Bjarna. Stríðið í austri (og vestri)


mbl.is Hik á Bjarna um fund hans og Guðlaugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband