Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju er Evrópusambandið orðið kirkjugarður?

Hvenær skyldi Þýskaland yfirgefa sökkvandi skipið? 
 
Hvar endar þetta? Listinn yfir þau lönd sem eru að geispa golunni inni í Evrópusambandinu lengist bara. Í gærkvöldi hvöttu yfirmenn Írlands í Brussel heimastjórn landsins til að sækja sér ölmusu hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og í ríkisgjaldþrotasjóði evrulanda - á okurvöxtum (1)

G) Evru-Írland er að þrotum komið. AGS bíður eftir faxi frá Dyflinni (2) (atvinnuleysi 14,1%)
 
J) Evru-Grikkland er komið í ESB-þrot og er í umsjá AGS og ríkisfjármálahersveita ESB (atvinnuleysi 12,X%)
 
A) Evru-Portúgal er vel hugsanlega að komst í ESB-þrot. Skuldatryggingaálag landsins er meira en tvöfalt hærra en á íslenska ríkið og vaxtakjör verri. Er þetta evru vörn Samfylkingarinnar? (atvinnuleysi 10,6%)
 
L) ESB-Ungverjaland komst i ESB-þrot og er hjá AGS (atvinnuleysi 10,8%)
 
D) ESB-Lettland komst í ESB-þrot og er hjá AGS (atvinnuleysi 19,5%)
 
Þ) ESB-Rúmenía komst í ESB-þrot og er hjá AGS (atvinnuleysi 7,1%)
 
R) Evru-Spánn er svo stórt að menn þora varla að hugsa hugsunina til enda. En þar eru málin í mikilli gerjun í 21% atvinnuleysi og hríðversnandi skilyrða á fjármálamörkuðum.

Hvað mun gerast nú um helgina og í næstu viku? 

Heimurinn fyrir utan kirkjugarð Evrópusambandsins er góður og stór staður. Þar er best að vera. Frelsið er aðeins fyrir fullvalda ríki.  
 
 
Fyrri færsla
 

Enn þynnist eggjaskurn myntbandalags ESB: lokað á írska bankakerfið

Myntbandalagið sekkur 
 
Saga dagsins er sú að Írland féll í nótt í gegnum næfurþunnt gólf peningamarkaðs þeirra landa sem eru svo óheppin að hafa látið blekkja sig inn í myntbandalag Evrópusambandsins. Bankakerfi Írlands á nú að vera nokkuð lokað og læst úti frá peningamörkuðum alþjóðlegs fjármagns (FT). Mörkuðum er orðið ljóst að í pakkaboði myntbandalagsins eru aðeins tvær tegundir á borðum: niðurskurður, ríkisgjaldþrot eða hvort tveggja. Evran er ekki trygging.   

Nú halda menn að næsta skref Íra sé að afklæðast evru-smokk Samfylkingarinnar og láta skjaldborg Evrópusambandsins ýta sér nöktum í fang Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, sem Bandaríkin hafa ákveðið að aðstoða, og sem einnig veitir ríkisgjaldþrotasjóði ESB aðstoð við skiptaráðin. 

Nota þarf nú enn stærri snjóþrúgur þegar gengið er á næfurþunnri eggjaskurn myntbandalags Evrópusambandsins. Inni í egginu veit enginn hvað er að gerast. Evran gegn dal hefur fallið á mörkuðum síðustu daga, þrátt fyrir peningaprentverki fyrir vestan.
 
Stjóri stærsta gjaldeyriskaupasjóðs heimsins, John Taylor, segir að evran verði álíka mikils virði og ítölsk líra eftir aðeins nokkra mánuði. Það eina sem getur hindrað að þetta gerist er að stofnuð verði Bandaríki Evrópu í einum grænum hvelli. Aðeins þannig geti mýmörg hálf gjaldþrota lönd myntbandalags Evrópusambandsins komist alveg til botns í gullforða og peningakistum Þýskalands.
 
Íslenskir fræðimenn segja að þetta muni bara gleðja þýsku þjóðina, fullveldi Írlands stóraukist og að friður í Evrópu sé þar með gulltryggður. Luck of the Irish
 
Fyrri færsla

ECB Trichet: Sníða þarf 27 lönd ESB að þörfum seðlabanka Evrópusambandsins

ECB's Trichet: "Europe Must Evolve Toward Greater Federalism" 
 
Æðsti stjórnmálaleiðtogi seðlabanka Evrópusambandsins, hinn fyrrverandi franski opinberi starfsmaður, Jean-Claude Trichet frá Lyon, hefur talað. Hann sagði það sem stendur í yfirskriftinni hér að ofan; "Evrópa (hér á hann að sjálfsögðu við ESB) þarf að þróast í enn meira sambandsríki." Ástæðan? Jú, annars dettur þessi mynt hans í sundur og Evrópan verður að engu. Vegna þessarar "hlutlausu" hættu þarf að taka eins og rúmlega 27 ríki niður í kjallara seðlabankans, kippa þar af þeim restinni af fullveldinu, pakka þjóðþingum þeirra saman, leggja niður fánann og troða kjósendum þeirra upp í súgþurrkun ESB-mafíunnar í Brussel. Svo verða gefnir út bæklingar.
 
 

****************

First of all, the existing fiscal rules embodied in the Stability Pact must be "strictly respected," Trichet stressed in a panel discussion on European governance here.


The ECB has fulfilled its mission in guaranteeing price stability, he said with satisfaction, noting that inflation expectations in the Eurozone are better anchored than in any other industrialized country.


Now it is up to governments to construct a kind of federal governance as a counterpart to the monetary federalism, Trichet said, urging them to go "as far as possible" in the direction of a "quasi budgetary and economic federation."


"It is absolutely necessary to change the governance of Europe," Trichet insisted. "We don't know where the march toward European unity will end."


Better governance will also bolster confidence, which is necessary for a return to sustainable growth, he noted.


Surveillance of fiscal policies should be flanked by surveillance of other economic criteria, for example unit labor costs and inflation, he said. Countries that ignore the ECB's price stability benchmark "take considerable risks," he warned.

**************** 

 
Fer þetta ekki að minna dálítið á bókabrennur nasista í Þýskalandi? Hér er það hins vegar ekki ofsahrifinn almenningur í Evrópu sem hendir bókum sínum á bálið. Nei, hér er það ofsahrifin stjórnmálaelíta ESB, sem bíður eftir að geta hent stjórnarskrám rúmlega 27 ríkja á það bál sem brennur svo látlaust af pólitískri græðgi í hallargarði ESB-mafíunnar í Brussel.

Það var eins gott að Jean-Claude Trichet lagði ekki til neina þjóðlega Davíðssálma hér, því þá hefðu aðal gungur & druslur Íslands gengið amokk í fullkomnum takt af bræði. Og það viljum við ekki. 

Þetta er voðalega gott. Þetta passar eitthvað svo vel, tímalega séð, það sem Trésettið frá Lyon segir. Það er um að gera að láta alla halda að þetta sé allt saman ríkisstjórnum ESB að kenna, því þá er hægt að gera margt með svona miklum skömmum á sem skemmstum tíma. Tíminn er það sem Trésettið óttat mest. En hagfræðingurinn Paul de Grauwe hefur séð í gegnum Trésettið frá Lyon. Hann veit að það var sjálfur seðlabanki Evrópusambandsins sem sprengdi myntbandalag ESB í loft upp, og þó nokkuð mörg lönd þess í leiðinni.

Sem sagt; skuldakreppa Evrópusambandsins keyrir á fullu stími. Hún mun birtast okkur sem svartur ísbrjótur á þurru landi og sem stanzar ekki fyrr en hann þrýstir sér á milli augnatófta þeirra sem sitja andvana af skömm við við gluggana í stjórnarráði Íslands - og bíða þar eftir Davíð ennþá.

Munið kæru lesendur: þið lásuð þetta ekki fyrst á DDR-RÚV. En ráðfærið ykkur samt fyrst við aðal-rauðvínshagfræðing stofnunarinnar, Egil hinn helga.
 
Krækjur
 
Fyrri færsla

Evru-Írland; allur tekjuskattur næstu 7 ára fer í bankabjörgun

Skuldatrygginaálag á ríkisskuldir Írlands skaust fram úr Argentínu í gær. Það gerðist vegna þess að Írland er orðið evruríki í ánauð evrubankakerfis. Í tilefni dagsins kom ríkisfjármála-marskálkur Evrópusambandsins í heimsókn til Dyflinar. Sá foringi er kommissarinn Olli Rehn sem stækkaði. Yfirkerling Evrópusambandsins orðaði þetta mjög vel; "látum foringjana um þetta", 

Margot Wallström:
"Let's leave it to the leaders" (hér)

 
Írski hagfræðingurinn Morgan Kelly birti í gær hræðilega niðurstöðu um gang fjármála írska evruríkisins. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að björgun írska bakakerfisins muni kosta ríkissjóð Írlands svo mikið að kostnaðurinn jafngildi öllum þeim tekjuskatti sem Írar munu greiða á næstu 7 árum. Hann segir að verði þetta raunin og á þeim lánskjörum sem björgunarsjóður Evrópusambandsins bjóði í boðhaldinu, þá sé Írland fyrir fullt og allt algerlega ríkisgjaldþrota.
 
As a taxpayer, what does a bailout bill of €70 billion mean? It means that every cent of income tax that you pay for the next two to three years will go to repay Anglo’s losses, every cent for the following two years will go on AIB, and every cent for the next year and a half on the others. In other words, the Irish State is insolvent: its liabilities far exceed any realistic means of repaying them. 

 
Næstum samdægurs segir gerilsneyddur forseti Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, að hann vilji ekki hafa kjósendur. Hann vill bara hafa lesendur. Getur þetta orðið betra? Þetta kom fram í nýrri bók þessa forseta yfir öllum fimm hundruð milljón manns Evrópusambandsins, - sem kusu hann ekki. Kannski veit allt þetta fólk ekki af manninum í Róm ennþá. 

Hér fer föst gengisskráning Þorvalds G. að blikna. Ég hélt eitt augnablik að hann væri sú mannlega vera sem héldi sér fastast í þá einu óumbreytanlegu stærð efnahagsmála sem haldið hefur fullu verðgildi frá upphafi: heimsku manna. Gengi heimskunnar stendur bjargfast á hanafæti með innbyggðri rekkju og þaki. Baba Jaga gullfótargildra Evrópu glansar og myntbrandarinn evra geislar léttum aðhlátri út um allar heimsins jarðir. En yfirstjórn ESB slær Þorvald margfalt út í trú sinni á eldspýtustokk, einn stein og sjö sardínur.   

Ó! - ekki nóg með þetta. Veruleikafirrtur fjármálaráðherra Þýskalands kom akandi á súgþurrkandi dráttarvél Angelu Merkel og fór samdægurs yfir allt með herfi hennar hátignar. Þessi dráttarvél gengur fyrir viðskiptahalla annarra evruríkja og Bandaríkjanna og fékkst í tank hennar með innvortis gengisfellingu Þýskalands á evrusvæðinu og fölsuðu gengi þýska hagkerfisins síðastliðin 12 ár. Fjármálaráðherrann þýski herfaði það ofan í heiminn að þúsund miljarða dala viðskiptahagnaður Þýskalands við nokkur súgþurrkuð evrulönd og ein Bandaríki, hefði fengist í hlöðu með mikilli "samkeppnishæfni" - og ekki með gervi-gengi. "Vaxtarlíkan" bandaríska hagkerfisins væri í djúpri kreppu, sagði hann. Bandaríkin "lifðu á lánum" og að fjármálageiri þess væri ofvaxinn. 

Fjármálaráðherrann veit ekki hverjir það eru sem hafa fjármagnað viðskiptahagnað Þýskalands. Hann veit ekki hvað viðskiptajöfnuður er. Eini móralski jöfnuður sem Þýskaland þekkir er hagnaður þess á kostnað annarra. Sá maður sem fann upp hugtakið "jöfnuður" veit hins vegar að þetta er núll-jafna. Summan er alltaf núll. Schaeuble veit heldur ekki að fjármálageirinn í ESB er stærri hluti af hagkerfinu í ESB en í BNA og að hagvöxtur Þýskalands heyrir sögunni til. Að hrun þýsks hagvaxtar var svo massíft síðasta ár að bara smá bati fær tölurnar til að verða afar þakklátar. En auðvitað er best að lifa á þjófnaði. Það sjá menn hér. 

Þetta er fjármálaráðherrann á evrusvæðinu sem er í faðmi Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. Brandara myntinni hans var bjargað af Bandaríkjunum í maí. Landinu hans var bjargað af Bandaríkjunum áratugum saman. Friðurinn í landi hans var varðveittur af Bandaríkjunum og bankakerfi lands hans var bjargað frá glötun af einmitt seðlabanka Bandaríkjanna, vorið 2009. Restin af evrusvæðinu er nú aftur - og einu sinni enn - komið undir hælinn á þessum vanvitum Evrópu og því einfaldlega komið fyrir á gjaldþrotbekk, sem þeir vesalingar og asnar sem fjármögnuðu þann viðskiptahagnað sem Þýskaland liggur nú á eins og ormur á gulli - sem skiptaráðandi ESB. Hvernig stendur á því að Þýskaland hefur haft tvo fjármálaráðherra í röð sem eru fullkomlega innilokaðir frá raunveruleikanum? Er öldrunarvandamál Þýskalands orðið svona agalega framskriðið? Ég spyr.
 
Bandaríkjamenn tóku þessum fyrirlestri með jafnaðargeði og afsökuðu manninn með skýrskoti til vandamála hans á heimaslóðum. En auðvitað vill Evrópa hér að Bandaríkjamenn afsaki þá abbý-normal löngun að vilja endilega freista þess að bjarga við efnahags lands síns, svo Þýskaland geti nú áfram haft svona heimska viðskiptavini. Hér hefði James Baker þurft að vera.
 
Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 
 

Prófessor Max Otte; evran á 4-6 ár eftir ólifuð. Það verður gott fyrir Evrópu að losna við hana


Prófessor Max Otte var einn fárra manna sem sáu fyrir það fjármálahrun og þá efnahagskreppu sem skall á heiminum á árunum tveimur, 2007-2008.

 
Er þetta þá svona?

Innst inni vita flestir sem hugsa, að dagar evrunnar eru taldir. Hin pólitíska stétt veit þetta þó ekki, ennþá. Fyrir fimm mánuðum vissi stéttin heldur ekki að hún fengi eina helgi til að bjarga evrunni frá upplausn. Þetta gerðist í maí. Financial Times hefur skrifað ágætis þriggja greina seríu um björgunina. 

Það vefst hins vegar dálítið fyrir okkur, sem hugsum, hversu marga daga vil þurfum að telja niður til endaloka evrunnar. Prófessor Max Otte kom með ágætis boð; 4-6 ár. 

Fyrstu viðlagasjóðir til að mæta upplausn evrunnar eru þó komnir á sinn stað, þökk sé Bandaríkjunum.

Síðan vitum við það að Axel Weber seðlabankastjóri Þýskalands vill helst ekki starfið sem nýr bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins. Hann vill ekki starfið.

Þegar mestu og innilegustu áhugamenn og aðdáendur evrunnar, menn eins og Wolfgang Munchau, eru farnir að skrifa opinberlega að þeir sjái þetta gerast, og að þetta sé reyndar að verða óumflýjanlegt, þá er það nokkuð merkilegt. Svo ekki sé meira sagt. Það koma reyndar fram fleiri og fleiri hugsandi menn sem segja að evran VERÐI að fara.
 
Eftir, sem og áður, mun Seðlabanki Íslands og krónan okkar standa.  
 
Tengt efni
 
Fyrri færsla

Írland í dag; hvar eru Lissabon-fjárfestingarnar? Hvar eru Lissabon-atvinnutækifærin?

We want the Lisbon jobs now!
We want the Lisbon jobs now! 
 
Alþýðuhreyfingin á Írlandi (Peoples Movement) stóð fyrir mótmælum gegn samtökum atvinnurekenda í vikunni. Skiltin sem meðlimirnir báru voru mörg hver frá síðustu en endurteknu kosningum um nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins - dulnefnd; Lissabon sáttmálinn

Þegar Írar kusu nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins, þá var ártalið 2008. En því miður; í háborg afskræmingar lýðræðisins, já í Evrópusambandinu, var þetta þjóðaratkvæði Íra ekki tekið gilt.   

Sjá viðtal við eina æðstu kerlingu (takk Kolbrún) þessa sambands hér að neðan. 

En nei. Írar voru pískaðir inn í kosningabúrin á ný því Brussel þurfti á jái að halda. Nei er ekki tekið gilt í ESB. Áður en allt þetta gerðist höfðu Frakkar og Hollendingar fellt frumritið í þjóðaratkvæðagreiðslu heima hjá sér. En svo var sáttmálinn wordaður & vínklaður upp á nýtt í ritvinnslu þeirra sem enginn kaus. Út úr því kom það sem ekki mátti kalla stjórnarskrá lengur, þ.e.a.s. út kom sminkuð marggóð sósíaldemókrataísk metrópólítönsk kerling með dulbúna stjórnarskrá í skjalatöskunni. Það þurfti jú að ljúga þessu í gegn hjá 27 þjóðum Evrópusambandsins. Eins gott var standa sig því stykki. Bjarga þurfti andlitum þeirra sem enginn kaus. Á ESB tungumáli var þetta framferði kallað að "bjarga Evrópu".  

Þessi steypa var svo sett aftur út í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Nú dugðu engin mjúk vettlingatök. Írska þjóðin var hrædd frá sans og viti til að segja já. Atvinnurekendur, þið vitið, sögðu að Írland myndi sökkva ef Írar kysu ekki rétt í þetta skiptið. ESB tók upp pumpuverkið og dældi stolnum peningum úr fölsuðum ársreikningum sambandsins inn í kosningabaráttuna á Írlandi. Mykjan lak og Írlandi var drekkt í þeim ósóma. Engin þjóð í öllu Evrópusambandinu var spurð álits á stjórnarskránni, nema Írar, tvisvar!  

Rauðvínshagfræðingurinn Egill hinn helgi Helgason hefur kannski tekið þetta mál fyrir hjá DDR-RÚV á Íslandi á sínum tíma. En ekki veit ég það, því þá bjó ég í ESB. Þið skuluð samt ráðfæra ykkur við þann mann allan og helst einhvern erlendan gest hans líka.  

Nú vilja Írar fá að sjá þessar fjárfestingar sem óði hattarinn í ESB lofaði þeim. Þeir vilja líka fá atvinnutækifærin sem þeim var lofað. En staðan hins allra írskra vega er sú að Írland siglir harðbyri í ríkisgjaldþrot. Hvorki meira né minna. Enginn vill fjárfesta á Írlandi. Í gær gáfu rússneskir ríkisfjárfestingarsjóðir út blátt bann við því að kaupa skuldabréf írska ríkisins. Þeir bönnuðu evrulandið Írland. Halló! Bankakerfi Íra er allt gjaldþrota og hvílir sem tröllskessa á herðum þjóðarinnar. Fasteignaverð eru fallin um 40-50 prósent og fólkið þarf að yfirgefa heimili sín. Skuldir fólks hafa ekki lækkað þó svo að laun fólks hafi lækkað í niðurskurði og mikilli verðhjöðnun.

Þær "erfiðu" eignir sem írska ríkið yfirtók úr bókum bankanna til að létta undir með þeim (NAMA), eru orðnar lítils virði. Þær voru lýstar  73 prósent ónýtar og vanskila í fyrradag. Atvinnuleysi á Írlandi er meira en tvöfalt hærra en á Íslandi, eða 14,1 prósent . En já, Írar hafa jú þessa svo kölluðu evru með gríska tákninu € prentað á alla seðla og myntir.  

Það átakanlega er að lánshæfnismatsfyrirtækið Moody's notar nú hrun Finnlands árin 1990-1993, löngu áður en það gekk í ESB, til að útskýra hvert Írland, Grikkland, Portúgal og Spánn stefna núna. En staða þessara ríkja er bara mörgum sinnum verri en staða Finnlands var þá, því Finnland hafði það sem skiptir þjóðir mestu máli; sína eigin mynt, sitt eigið gengi og vaxtavopn. Það hafði allt fullveldi þjóðarinnar - og notaði það!  

Blábjánaverk ESB er engu líkt. Árangur þess er einstaklega falleg sovésk þróun í öllu Evrópusambandinu. Evrópusambandið er nú orðið sterkasta sundrungarafl Evrópu. Enda er ekki langt að sækja fyrirmyndina. 
 
Þrátt fyrir björgunarsjóð Evrópusambandsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins er skuldatryggingaálag á 5 ára ríkisbréf Írlands nú á skrifandi stundu 581 punktar - eða tæplega tvöfalt hærra en á skuldabréfum ríkissjóðs Íslands. Mynt Íslands er íslensk króna.
 
Það er meðal annars vegna krónunnar - okkar eigin myntar í fullvalda ríki - sem ríkissjóði Íslendinga bjóðast betri lánskjör en ríkissjóði Evru-Írlands standa til boða.
 
 
 
2008; Margot Wallström kerling 
 
  
Hér fyrir neðan fjallar BBC Hard Talk um stöðuna eins og hún var í síðastliðnum maí mánuði. Talað er við írska hagfræðinginn og fyrrum seðlabankamann, David McWilliams, sem áður hefur lagt til að Írland yfirgefi myntbandalagið og fari "íslensku leiðina". Einnig er talað við evrutrúarmanninn Thomas Mayer úr þýska stórbankanum Deutsche Bank, sem skuldar næstum alla landsframleiðslu Þýskalands. Svitna hér.
 
 Maí 2010 - hluti 1: skuldatryggingaálag Írlands var þá 200p en er núna 581p, eða tæplega þrefalt hærra en í maí. 
 
 
Maí 2010 - hluti 2: skuldatryggingaálag Írlands var þá 200p en er núna 581p, eða tæplega þrefalt hærra en í maí
 
 
Maí 2010 - hluti 3: skuldatryggingaálag Írlands var þá 200p en er núna 581p, eða tæplega þrefalt hærra en í maí 
 
Tengt efni
Fyrri færsla

Evrópusambandið er "sovéskt verkefni einræðisherraríkis miðstýringar og skriffinnsku"

euflag-fewstars
Svei mér þá ef ástandið í Evrópu er ekki farið að minna á ástand millistríðsáranna.

Í ESB eru nú þegar í smíðum nokkuð mörg Weimar lýðveldi; Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland, Belgía, Holland, Þýskaland, Eystrasalt og Austur-Evrópa. Yfirverkstjóri stofnunar Weimar er Evrópusambandið í Brussel.

Þrjátíu ára stanslaust massíft atvinnuleysi í ESB-löndunum hefur grafið um sig djúpt í þjóðfélögum Evrópusambandsins. Allt of margir eru nú þegar komnir fram af brún örvæntingarinnar. Annað hvort flúnir frá ESB, gengnir í öfgahópa, eða geymdir í kassageymslum á mannakjötsfjalli Evrópusambandsins til æviloka. Framtíðin lítur helsvört út hjá ungu fólki í ESB. Báturinn er að sökkva. Svo allt of fátt ungt fólk kýs (þorir) að eignast börn í þessum ráðstjórnaríkjum evrunnar. 
 
The EU is a sovietised operation. It is a dictatorship of bureaucracy. Those unelected, and unelectable, officials who run the EU decide what has to happen: and, even if it takes a lot of time, anguish and grief, it happens. The price of an elected head of government saying “no” is ostracism for him and his country 
 
 
EUs svar på krisen er å foreskrive enda mer overnasjonalitet
Í dag froðufella Bretar af bræði yfir ESB-málunum og segja á síðum virtra dagblaða - og víðar - að Evrópusambandið sé "Sovéskt verkefni og einræðisherraríki miðstýringar og skriffinnsku". Svona mun DDR-RÚV aldrei segja um ESB. Það getum við verið alveg viss um. 

Óh Weimar hvar ert þú?
 
Ég er hér væni minn og ég heiti myntbandalag Evrópusambandsins. Ég er sprengiefni Evrópu. Verið Þýskir allir, skerið niður ellegar skerum við undan ykkur. Núna fer fram uppskeruhátíð myntbandalags Evrópusambandsins.
 
 
Fyrri færsla

Sokknar sænskar raddleysur ESB

Þið hafið eflaust heyrt um þetta. Ef ekki, þá heyrðuð þið það örugglega í dag. Hvað er ég að tala um? Jú, nú finnst svo mörgum sænskum að ríkjasamband Norðurlanda sé svo afskaplega góð hugmynd. Takið vinsamlegast eftir að þetta er sænsk hugmynd. En hún er einmitt sænsk vegna þess að Svíar hafa misst röddina eftir að þeir í tryllingslegu áróðurs- og hræðslukasti álpuðust inn í Evrópusambandið. Þaðan út komast þeir aldrei aftur. Þar sitja þeir týndir og tröllum gengnir. Aldrei heyrist sænskt múkk á alþjóðavettvangi lengur. Svona er að ganga í ESB. Þá missir maður röddina og áhrifin. Svíum langar í ný áhrif. En því miður kæru Svíar; þið eruð í ESB. Er eitthvað að þar? Eruð þið ekki stanslaust í ofboðslegum áhrifum þar? Inni í sjálfum pakkanum? 

Hugmynd Svía um ríkjasamband hefði verið óhugsandi hér áður fyrr. En hvers vegna? Jú, vegna þess að þá var Svíþjóð stórveldi norðursins. En nú eru þeir hins vegar bara próvins í ESB. Þeir þurfa að þola að hýrast í köldum kjallaraholum Brusselgarðs á meðan frau Þýskaland og monsieur Frakkland drekka úr skálum síns einka-fullveldis á hæstu hæðum ESB. Svona er að vera sænskur í dag.

Þegar menn gæla við hugsunina um ríkjasambönd, þá eru hvatarnir alltaf þessir:
  • Hvað get ég látið aðra borga fyrir mig.
  • Hvað fær ég út úr þessu.
Það hvarflar hins vegar aðeins að örfáum að þeir þurfi sjálfir að borga; að eignir þeirra og auðæfi lendi hjá kaupmanninum, eins og yfirleitt gerist þegar fólk shoppar. Að shoppa með fullveldið í vasanum er hættulegt. Það þarf að banna.

Norðmenn hafa kröftuga rödd á alþjóðavettvangi. Hvernig skyldi standa á því? Ísland hefur ofurmannlega rödd og áhrif í heiminum miðað við stærð. Þessu gleyma margir.

Einu sinni var til land sem hét Svíþjóð. . en svo ..
 
Sjálfur er ég í sambandi við landið mitt: Ísland. Takk fyrir fullveldi okkar, kæru elsku forfeður. Takk!
 
Fyrri færsla

Dönitz mynt Evrópusambandsins er hættulegur rekaviður

Evran er alveg laus við allt gagn fyrir öll lönd evrusvæðis nema Þýskaland og kannski Frakkland líka. Með evrunni hefur Þýskalandi tekist að falsa gengi þýska hagkerfisins í heilan áratug og velta miklum samfélagslegum byrðum yfir á Bandaríkin og fleiri lönd. Allir sem hugsa vita að ef Þýskaland væri með sína eigin mynt, þýska markið, væri gengi þess einn á móti tveimur Bandaríkjadölum. En það er bara einn á móti einn komma þremur dölum.  

Ef Bandaríkin myndu endurgjalda þennan þýskalemjandi óheiðarleika í alþjóðlegum viðskiptum, myndu þau strax ganga til þeirra þarfaverka með því að falsa gengi Bandaríkjadals. Það gerðu þau með því að hleypa allri Suður-Ameríku inn í eitt dollarasvæði. Þá myndi gengi Bandaríkjadals lækka mikið, því þá gætu Bandaríkin notið góðs af því að hafa vanefna annars flokks hagkerfi með í myntinni sinni. Þetta er evrusvæðis aðferðin.

Á þessum eina áratug hefur Þýskalandi tekist að raka til sín viðskiptahagnaði sem nemur þúsund miljörðum Bandaríkjadala. Þetta hefur allt gerst á kostnað Bandaríkjanna og þeirra landa evrusvæðis sem heita hvorki Þýskaland né Frakkland. 

Af hverju er þetta svona? Jú vegna þess að Þýskaland og Frakkland sturluðust úr ofsahræðslu þegar járntjaldið féll. Þau óttuðust samkeppni frá Austur-Evrópu. Þau þoldu ekki hina nýju nágranna í austri. Yfir þetta er svo spilað með hjáróma stefi níundu rúgbrauðssymfóníu Evrópusambandsins, sem heitir óðs manns æði til friðarins.   

Nú er svo komið að þessi rekaviður Þýskalands er að eyðileggja Evrópu eina ferðina enn. Myntin sundrar Evrópu. Hún rífur hana í tætlur. Á Íslandi eru ennþá til einn og tveir fjármálaauðvitar með fálmara, sem trúa enn á þennan hjáróma rekavið frá kjarnanum í ESB. 

En þegar upp styttir - já - þá munu þessir ofvirku fálmarar íslenskra fjármála geta týnt sér evrusprek í heimagerða eldhúskolla á rekaviðarfjörum Hornstranda Íslands - og það fyrir ekki neitt. Myntin evra er svartur blettur á Evrópu. Hún sökkti henni. 
 
Ben Bernankie og Mervyn King vita af þessu. Þeir eru ekki alveg áhyggjulausir, en bíða færis. Hefndin verður súrsæt. Best væri þó ef hægt væri að reka Þýskaland úr Evrópu. 

Mundu að þú last þetta kannski fyrst hér.
 
Fyrri færsla

Eini gesturinn á írsku evru-draugahóteli

David McWilliams: hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankamaður á Írlandi
Írski hagfræðingurinn David McWilliams var eini gesturinn á 90 herbergja evru-draugahóteli í Leinster héraði á Írlandi nú um helgina. Ekkert kom heita vatnið fyrr en eftir laaanga bunu. Orðrómur af Ýlfri Egils taginu segir að hótelið hafi verið selt fyrir eina evru - og helling af evruskuldum - inn í NAMA evru-svarthol Írlands.

David segir að verð séu fallandi í flestum geirum samfélagsins, lánveitingar úr bankakerfinu séu fallandi, húsnæðislán (já, í evrum) séu fallandi og að hagkerfið sé að öllu leyti læst í klóm efnahags- og lánsfjárkreppu (já, í evrum). Allir skulda of mikið á Írlandi og enginn vil lána út peninga vegna of mikilla skulda og rotnandi lánasafna (í evrum).

Evra ESB hefur rústað efnahag Írlands. Röng peningastefna seðlabanka Evrópusambandsins sprengdi efnahag Íra í tætlur.

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunnar sem birtist í helgarútgáfu Irish Independent halda 64 prósent írsku þjóðarinnar að Írland skríði með öngvar evrur í vösum í skjól hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, nú þegar fyrir áramótin.

David McWilliams segir að enginn vilji fjárfesta á Írlandi. Landið hans er statt í miðju sjálfsvígi - í evrum.
 
Þess er hægt að geta hér að lánskjör ríkissjóðs Íslands eru nú mun betri en þau sem Írlandi bjóast á alþjóðafjármálamörkuðum og skuldatryggingaálag Íslands er einnig miklu miklu lægra, eða 280 punktar á móti 471 punktum á fjárskuldbindingar ríkissjóðs Írlands.
 
Alþjóðlegir fjárfestar trúa og treysta betur á framtíðarhorfur Íslands en á framtíð evruríkjanna Írlands, Grikklands og Portúgals, þrátt fyrir krampakennd marvaðasundtök björgunarsjóðs evrulanda í faðmi AGS.
 
Á meðan ríkissjóður Þýskalands þarf að greiða 2,47% í vexti á 10 ára lánum ríkissjóðs, þarf ríkissjóður Írlands að punga út með 7,2% í vexti til fjárfesta til að fá þessi sömu lán. Þýskaland og Írland eru með sömu mynt, sömu stýrivexti og sama seðlabanka. Munurinn er sláandi og banvænn.  
 
Atvinnuástand á Íslandi er nú að verða það al besta sem þekkist í 27 löndum Atvinnuleysissambands Evrópu, ESB. Á Írlandi er 14,1% atvinnuleysi en 6,4% á Íslandi. Það er því meira en tvöfalt verra að vera með evru en íslenska krónu. Þetta vita alþjóðlegir fjárfestar ofur vel.     
 
Fólksflótti ungs fólks frá þessu rústaða evrulandi er þegar hafinn. Fararstjóri í þeirri för er væntanlega íslenskur sérfræðingur úr Ýlfri Egils: Andri Geir Arinbjarnarson. Sá maður rekur merkilega einnig leiðsögu ítalskra ungmenna sem eru að flýja burt frá evrulandinu Ítalíu.
 
 
Tengt efni
Fyrri færsla

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband