Þriðjudagur, 18. febrúar 2020
Kínverski einræðisherrann, xD-fráherrann, og Brexit
KÍNA
Einræðisherra kínverska veiruveldisins reyndi í ræðu um helgina að ljúga sig frá verustað sínum sem abtraksjón í málum þjóðar sinnar. Hann sagðist þvert ofan í útkomnar opinberar flokksyfirlýsingar hafa tekið kórónuveirumálið yfir þann 7. janúar í stað 20. janúar, eins og fréttamiðlar kommúnistaflokksins höfðu áður tilgreint, á meðan "allt er í stakasta lagi" merkið blakti við hún flokksins, sem einnig er veira. Þar með er einræðisherrann orðinn bæði hluti og hraðall vandamálsins sem hann nú reynir að kenna öðrum og lægra settum um. Þeim í landinu sem gagnrýna einræðisherrann í veirumálinu er miskunnarlaust þaggað niður í með því að kommúnistaflokkurinn kemur þeim fyrir í einangrun, sem orðin er svo víðtæk að 760 milljón Kínverjar hafa nú verið settir í farbann og einangrun. Þar hírast þeir á meðan kórónuveira kommúnistaflokksins sótthreinsar landið af þið vitið hverju. Heimildum til eignaupptöku hefur einnig verið komið fyrir hjá flokksapparatinu
EKKERT-LANDIÐ
Þetta er hið margrómaða millistéttarfélag Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra. Stjórnmálamanns sem áunnið hefur sér réttindi sem verkalýðurinn í utanríkisráðuneyti í málefnum Kína en ekki Íslands. Frú Mannbjörg á loftinu í ráðuneytinu tekur sig af ástandi Filippseyja á meðan Guðlaugur Þór laugar sig í kínversku millistéttinni
Það virðist koma svona sérfróðu kínafólki ráðuneyta afskaplega á óvart að það vilji svo til að einræðisríki kommúnismans í Kína hafi verið og er enn einn helsti óvinur hins frjálsa hluta veraldar. Það kemur Trump Bandaríkjaforseta hins vegar ekki á óvart, því nú hyggst hann leggja sölu á örgjörvum og þotuhreyflum til Kína á ís og jafnvel banna slíkt
ÍSLAND
Á meðan var Miðflokknum hér heima kennt um hot-lips varaafl ráðherra Ósálfstæðisflokksins í orkumálum. Hinn ráðherra flokksins þornar nú sem strekkt skinn á sundurskotinni barhurð flokksins í abstrakt hælismálum. Strekkist hún þar í takt við leðurblak kommissars herra Ímat Úrmat í Brussel. Þannig hefur allur EES-samningurinn þornað upp líka. Og öll skotin í barhurð ósjálfstæða flokksins hafa því miður komið innan frá
HUGSIÐ YKKUR!
"It is central to our vision that we must have the ability to set laws that suit us," Frost said. "To think that we might accept EU supervision on so-called level playing field issues simply fails to see the point of what we are doing." David Frost 17. febrúar 2020 | Reuters
Svo virðist sem að kaldur hrollur sé að byrja að hríslast um skilningsvana ráðamenn Evrópusambandsins vegna Brexit. Þeir eru byrjaðir gera sér ljóst að skilningarvit þeirra hafa aldrei virkað. Svo er nefnilega í Brexit pottinn búið að aðalsamningamaður Bretlands í útgöngumálum, David Frost, kveikti á einni einfaldri ljósaperu í hinum lokaða esb-heimi gær. Það gerði hann með því að segja efnislega að Bretland fór út úr Evrópusambandinu vegna þess að það er vont fyrir ríki að vera þar. Það er vont fyrir ríki að missa fullveldi sitt og það er vont fyrir ríki að missa sjálfstæðið. En það sem er allra verst er að þurfa að kyngja lögum sem við Bretar sjálfir höfum ekki að fullu samið sjálfir og sem gilda bara fyrir okkur í okkar eigin landi. Það er með öðrum orðum algerlega óásættanlegt að missa löggjafarvaldið úr landi
Við erum að yfirgefa Evrópusambandið til þess að aðeins okkar eigin lög gildi í okkar eigin landi. Við þolum ekki að lög Evrópusambandsins gildi í Bretlandi. Við erum því ekki að fara úr Evrópusambandinu til að fá neinn "annan samning" við það um eitt né neitt. Við erum að fara þaðan út til þess að við sjálfir ráðum því hvernig viðskipti við eigum við önnur lönd. Það kemur aldrei til greina að við gerum viðskiptasamning við Evrópusambandið á þeim forsendum að við þurfum að samþykkja lög þess og reglur. Þeir sem skilja þetta ekki, skilja ekki neitt. Við erum farin. Og þegar við erum farin þá gerum við á ný viðskiptasamninga við önnur lönd án þess að gangast undir lög þeirra og reglur. Viðskipti eru bara viðskipti. Þeir sem vilja ekki eiga viðskipti við okkur á þeim forsendum sem við viljum semja um, þeir geta þá gert það undir skilmálum WTO. Takk fyrir þetta Frost. Svona frost líkar mér!
Bretland getur þar með náð sínu samningsmarkmiði sjálft á eigin spýtur, á meðan Evrópusambandið getur ekki náð sínu samningsmarkmiði, nema með aðstoð Bretlands. Mikilvægt er að hafa þetta í huga
Ekkert land í Evrópusambandinu né Brusselelítan getur stöðvað innflutning landa sambandsins frá Bretlandi á WTO skilmálum (WTO er Alþjóðaviðskiptastofnunin). Og vert er að geta þess að Bretland er stærsti einstaki útflutningsmakaður Þýskalands
Samningsmarkmið Bretlands er einfalt og á bak við það er fullur pólitískur vilji landsins. Það gengur ekki út á að viðhalda nú þegar orðnu flæði viðskipta á milli þess og Evrópusambandsins. Það gengur út á að bresk lög, breskar reglur og fullveldi komi ofar milliríkjaviðskiptum. Ef með þarf, er Bretland viljugt að fara út án nokkurs sérstaks samnings við Evrópusambandið um eitt né neitt; þ.e. fara í svo kallað hart Brexit
Við fullveldismenn Íslands gerum sömu kröfur. EES gengur ekki lengur fyrir lýðveldi vort. Það sjá allir sem augu hafa. Það fyrirbæri er að enda í algjörum og óásættanlegum óförum - fyrir okkur Íslendinga!
Fyrri færsla
Loftslagsmálin eru trúarbragðastríð nútímans
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2020 kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 15. febrúar 2020
Loftslagsmálin eru trúarbragðastríð nútímans
ÓÁÞREIFANLEGT LOFT
Sjálfstæðisflokkurinn ýtir kristinni trú frá sér og þjóðríkinu sem hún byggði upp, og tekur nýja trú sem hann heyir nú trúarbragðastríð fyrir. Þar með gerist flokkurinn fánaberi og gangandi sönnunargagn fyrir tilgangsleysi hans sjálfs og þeirrar menntunar sem skattgreiðendur á Íslandi hafa greitt fyrir til handa forystu flokksins og þingmönnum. Flokkurinn hefur þar með sagt skilið við nútíma (e. modernity) sem er afrakstur kristni, og gert sjálfan sig að stjórnmálaafli ríkis-sértrúar á borð við isma 20. aldar (kommúnisma, sósíalisma, nasisma og samrunaisma esb+ees). Sést það nú langa vegu að á ferli flokksins síðustu ellefu árin
Hvar skyldu næstu nothæfu hindurvitni opinbera sig. Skyldi ný lægð eða hæð vera á leiðinni. Koma þær ekki í DDRÚV. Hvar skyldi kvikna í heilögu tré næst. Hefurðu séð nýju hitamælana. Fæ ég ekki styrk út á þetta. Hér geta allir verið með og fengið peninga út á það. Stofnum nýja loftslagstrúardeild
Hægfara vinstrimennska* lofslagstrúarbragða, sem í daglegu felutali er kölluð "frjálslyndi" eða "jafnaðarmennska", passa því orðið best við hraðfara vinstrimennsku ofsatrúarhrópsins sem Vinstri grænir standa fyrir, sem æðstu loftslagsmálaprestar. Trúarbragðastríð er það sem venjulegt fólk þolir ekki við hámenntaða stjórnmálamenn. Sjálfstæðisflokkurinn ætti því að taka lokaskrefið og skilja sig alveg frá íslenska ríkinu og ganga í ríkislaust loftslagsríki Sameinuðu þjóðanna á himnum uppi. Ekki mun jarðsamband flokksins minnka við það, því í dag er það ekkert, enda er flokkurinn ekki kosinn. Hann er stiginn upp af kjörseðlinum
* (© Matthías Johannessen)
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 14. febrúar 2020
Er Eitt-Kína hrunið?
MANNKYNSSAGA
Mynd: Rauði dauði kynntur fyrir Rússum 1917
****
Sá mannfjöldi í bæjum og borgum sem samkvæmt Fitch Solutions lokaður er af á sóttkvíasvæðum kommúnistaflokksins í Kína (þvert á það sem ráðlagt er á Vesturlöndum, því að sóttkví eða "lockdown" hræðir veikt fólk til að fela sjúkdóminn og leita sér EKKI hjálpar), svarar til þess mannfjölda sem stendur fyrir framleiðslu tæplega helmings landsframleiðslunnar í landinu. Sem sagt; þau 33 prósent af íbúum landsins sem framleiða næstum helming landsframleiðslunnar, eru í sóttkví. Um 90 borgir er að ræða og þeim fjölgar. Þetta eru tryllingslegar tölur
Mynd: Wall Street Journal/DS 13. febrúar 2020
Ekkert gengur þarna í landinu nema á afturfótum kommúnistískra miðalda, samkvæmt hefðum þess konar banvæns stjórnarfars. Enda ekki nema von, því að um kommúnistaríki er að ræða. Kommúnismi þýðir alræði, plágur, fátækt og örbyrgð til frambúðar. Fasteignasala er aðeins einn tíundi af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Og ef fólkið veikist ekki eða drepst ekki úr kommúnistaveirunni, þá er til dæmis loftmengun fyrirtækja kommúnistaflokksins tilbúin að taka restina að sér, því hún hefur bara versnað og versnað
Mun hlutur Kína í landsframleiðslu veraldar helmingast á þessum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra? Við það stækkar hlutur og vægi annarra ríkja heimsins og áherslur og hugsun manna breytist til frambúðar. Fókus skerpist á önnur ríki heimsins og nýr veruleiki sest að
Og nú kennir elítan í Peking samkvæmt hefð tveimur kommúnistum í Hubei fyrir að hafa leynt tölum um fjölda smitaðra. Pekingelítan er þar með að reyna að klína 16 þúsund nýju tilfellunum sem sprengdu línuritið í loft upp í gær, á þær tvær stakkels persónur. Já 16 þúsund ný tilfelli komu á 12 tímum í gær. Wall Street Journal er með þá sögu undir yfirskriftinni:
China Ousts Senior Officials as Beijing Seeks Distance From Outbreak.
Firings of the Communist Party secretaries of Hubei province and Wuhan signal Beijings disapproval of their handling of Covid-19 epidemic | WSJ
Ég er orðinn sannfærður um að flest vestræn fyrirtæki munu í kjölfar þessa fíaskós hægt og rólega loka flestu því niður sem þau hafa í gangi í Kína. Þau munu frá og með nú aðeins mæta á staðinn til að klára það sem hægt er að klára, humma sig um tíma, hætta að verpa eggjum, og loka síðan niður og aldrei koma aftur. Þau vita af eigin reynslu, frá og með nú, að þessi þjóð sem er ekki ein þjóð heldur margar, mun aldrei breyta um þá banvænu lifnaðarhætti sem unga út hverri drepsóttinni á fætur annarri, ár eftir ár, öld eftir öld, og árþúsund eftir árþúsund, því að engin ein ríkisstjórnun mun nokkru sinni ná tökum á landinu, alveg sama hversu miklum kommúnisma og alræði er beitt. Eina vongóða framtíðin fyrir Kína er að landið brotni upp í smærri lönd sem samsvara fólkinu og hefðum þess betur, og sem keppa munu innbyrðis um hvert þeirra getur orðið betra land fyrir fólkið sem í þeim býr. Í löndum fólks sem hefur sameiginlegra hagsmuna að gæta
Eitt-Kína kommúnistaflokks er liðin saga sem gekk ekki upp. Nú er bara að bíða eftir hruninu, borgarastyrjöldinni og svo koll af kolli. Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við Eitt-Kína kommúnistaflokks mikið lengur. Atburðarrásin verður þó líklega mun erfiðari en þetta. Ókjörin byltingar-glæpaelíta landsins mun loka landinu af og þjarma að fólkinu fyrst, og reyna í leiðinni að breiða yfir innvortis hrunið með hertu valdabrölti erlendis, sem þjappa á þjóðinni saman að baki einræðisherrans. Það mun náttúrlega ekki ganga upp frekar en áður
Bara það eitt að Xi Jinping forseti landsins skyldi þurfa á stórfellt auknum einræðisherravöldum að halda á flokksráðstefnunni í október 2017, segir sína sögu. Það voru sterkustu merkin um að flest væri á leið til fjandans í Kína. Og ég held að stór hluti Kínverja hafi þá þegar skilið að komið væri í nágrenni næstu leiðarloka í sögu landsins. Ding er búið, nú er það dong
Þau Vesturlönd sem liggja hve dýpst í kínversku súpunni, eru hin útflutningsháðustu ríki þeirra. Þar eru Þýskaland, Rússland, Suður-Kórea og OPEC-ríkin fremst í hrunflokki
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 13. febrúar 2020
Veðurstofan fokin um koll
Vefur Veðurstofu Íslands er búinn að vera í steik það sem af er degi. Ekki bara aðal-html-vefur stofnunarinnar, heldur einnig hinn einfaldi og notadrjúgi farsímavefur hennar, og í annað skiptið á tveimur árum. Ekki fer mikið fyrir öryggishugsun þarna. Edge-léttur gagnavefur á einföldu html-máli ætti alltaf að geta keyrt, sama hvað á gengur, og hann ætti að vera á sjálfstæðum þjóni. Honum ætti ekki að hrúga á þjón sem hýsir glingurvef stofnunarinnar. En þar sem um 50 ára gamla stafræna tækni er að ræða, þá geri ég ráð fyrir að hún sé dauð úr elli
Stafræn tækni byggð á örgjörvum og hálfleiðurunum er nefnilega orðin gömul og þreytt tækni. Hún er ekki "high tech" lengur. Hún er eins "ný" og bíllinn var árið 1965. Aðeins þarf einn mann með kaffibolla glápandi út um glugga og sem óvart smellir á einn eitraðan tölvupóst, til að taka niður allt fyrirtækið, bankann, landið, flugumferð, og sennilega miðin líka. Arion banki var læstur niðri í stafrænni líkkistu í morgun og í gær hætti nýi ljósleiðarinn minn að komast í samband við símafélagið sem ég er internet-kúnni hjá, því þar á bæ voru allir steinsofandi á meðan öll internetþjónusta til margra kúnna félagsins lá niðri í fimm klukkustundir
Og eins og að þetta sé ekki nóg þá, virkar stafrænt útvarp bara fyrir hina útvöldu í landinu og langbylgjan er rekin með rasshendinni. Þetta drasl er maður skyldaður að borga fyrir. Og við skulum ekki minnast á póstþjónustuna í dag, því hún var betri árið 1870. Örlítið betri en í Danmörku í dag, þar sem hún er komin aftur til ársins 1700
Er þetta ekki yndislegt. Þetta er "fimmta iðnbyltingin". Byltingin þar sem ekkert apótek neins staðar í öllu landinu er opið á nóttunni í "þjónustuhagkerfinu", eins og það ranglega er kallað
Við skulum vona að rafmagnið hangi inni. Annars eru það bara tólgarkertin. Þau virka alltaf, þ.e. fáist sæmilegar eldspýtur í landinu, sem þær gera ekki
Og svo fjölgaði kínversku kommúnistaveirutilfellunum um fimmtán þúsund á hálfum degi í gær. Kúrvan sem menn héldu að væri byrjuð að halla sér, þeyttist bara beint upp í loftið á ný. Þar gengur allt eins og á miðöldum
Þetta var útfjólublá viðvörun og lýsi ég hér með vasaljósi yfir allskonar ástandi
Best að taka saman það sem fokið getur - á meðan það er "ófokið"
Fyrri færsla
AfD er hinn nýi hægriflokkur Þýskalands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 12. febrúar 2020
AfD er hinn nýi hægriflokkur Þýskalands
Óhætt er að segja að flokkur Angelu Merkels sé orðinn eins og klukka sem stoppaði fyrir 20 árum. Og í þessu tilfelli er þetta klukkan sem sagt er að ESB gangi fyrir. Klukka hrakfara og afturfara í 20 ár fyrir Þýskaland og 30 ára fyrir Evrópusambandið
En það er annar flokkur sem sættir sig ekki eins vel við að vera uppstoppuð klukka sem sló síðast fyrir 20 árum, og þá sjálfa sig í stopp. Það er bæverski CSU-flokkurinn, sem verið hefur bandalagsparturinn frá Bæjarlandi í framboðsbandalagi með CDU-flokki Merkels
Hann er hoppandi núna, yfir hrakförum mini-Merkels og AKK-míkró-Merkels, því Þjóðverjar vita að Merkel stendur fyrir ekkert eins og Bjarni Ben hér heima og að AfD er hinn nýi hægriflokkur landsins, því Merkel hefur auglýst hann svo vel frá því að hún stofnaði hann, án þess að vera í honum og gaf honum meira að segja nafn
Það verður fróðlegt að sjá hvað CSU-flokkurinn gerir. Hann þarf nefnilega að bíða eftir því að fornleifafræðingar CDU-flokks Merkels finni fyrirfram ákveðinn nýjan steingerving niðri á plattlandinu til að taka við brunarústum hennar, því sá steingervingur verður þá um leið kanslaraefnið sem CSU þarf að búa við. Nema að CSU heimti póstinn fyrirfram í skiptum fyrir að bjóða ekki.. tja.. fram í bandalagi með AfD
Vestanhafs hefur Donald J. Trump sameinað flokk Repúblikana á ný undir hinum gömlu gildum þess flokks. Og menn sáu í desember hvað stórsigrandi Boris gerði við Íhaldsflokkinn í Bretlandi; þ.e. hann sameinaði hann. Lítil hætta er á að neitt slíkt gerist í Þýskalandi. Þar er nefnilega minnst sjö stórsmáflokka Weimar v2.0 lýðveldi í smíðum, ásamt öllum hinum smáflokkunum. Á áttatíu ára fresti fer Þýskaland nefnilega í nýtt rassakast. Sú klukka er alls ekki stopp
Fyrri færsla
Bandaríkjamenn næstum ofsaánægðir með efnahaginn undir Trump - AKK segir af sér [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. febrúar 2020
Bandaríkjamenn næstum ofsaánægðir með efnahaginn undir Trump - AKK segir af sér [u]
Upptaka frá síðasta fimmtudegi: Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna þakkar starfsliði og þingmönnum fyrir vel unnið starf við að verjast og sigra gerræðislegar pólitískar ofsa-ofsóknir á hendur honum sem forseta Bandaríkjanna, dulbúnar sem stjórnmál, en sem reyndust einungis vera samsæri trylltra stjórnmálamanna, rotinna embættismanna og fjölmiðla
****
1) Rússar, Rússar, Rússar undir hverju rúmi! 2) Mueller, Mueller, Mueller "rannsóknin" á Rússaruglinu og 3) Úkraína, Úkraína, Úkraína bla bla var hin fullkomna þvæla Demókrataflokksins sem Barack Obama eyðilagði með því að enginn maður með fullu viti gat samsvarað sér með þeim flokki lengur, nema hann sjálfur og 35-ára löng Clinton samsteypa fjármála- og bankamanna. Elítuklíka sem hendir pappírum um loftin blá á milli landa og byggir lönd sín niður en ekki upp. Þrjú og hálft ár af ofsóknum á hendur Donald J. Trump eru nú liðin. Og þar með líka gegn kjósendum hans sem Obama-Clinton-FBI-gengið sagði á bankamannafundi með Wall Street að væru fyrirlitlegt fólk
Þessar ofsóknir sýna að Demókratar eru of heimskir til að vera í stjórnmálum lengur, þökk sé þvælustjórnmálum Obama sem Trump hefur að miklu leyti rúllað til baka. Spyrjir þú Bandaríkjamann að því í dag hvað hann sé, þá segir hann fyrst að hann sé Bandaríkjamaður, en ekki kyn, kynþáttur, hommi, lesbía eða prófessional fórnarlamb sjálfs síns. Slíkt auðkennarugl kemur í síðasta sætið ef það þá yfir höfuð er til lengur. Það var þetta metoo-auðkennarugl sem Obama og Clintonkonan stögluðust á og opnuðu þar með landamærin inn í helvíti til að hengja sig í. Donald J. Trump er nú að loka þeim landamærum. Hvort að Demókratar lokist inni í sínu eigin helvíti, er orðið frekar líklegt, sé horft til galematís frambjóðenda hans, sem eru einn olígarki, nokkrir marxískir kjánar (hraðfara vinstrimenn) og einn líberalisti (hægfara vinstrimenn, kallaðir frjálslyndir eða jafnaðarmenn)
Mynd: Gallup
Aldrei áður hefur ánægja Bandaríkjamanna með efnahag sinn mælst eins mikil og núna. Tæplega 60 prósent þeirra segjast hafa það efnahagslega betra en fyrir ári síðan. Aðeins 20 prósent segja hið gagnstæða. Þessi mæling Gallup var framkvæmd á tímabilinu 2. til 15. janúar 2020
Mynd: Gallup
Um það bil 75 prósent Bandaríkjamanna vænta þess að efnahagur þeirra á þessu ári verði enn betri. Þessar mælingar Gallup hófust árið 1977. Aldrei áður frá upphafi þeirra hafa Bandaríkjamenn verið eins bjartsýnir á efnahag sinn. Aðeins 12 prósent gera ráð fyrir að staða þeirra versni
uppfært mánudagur, 10. febrúar 2020 kl. 18:41:48
AKK SEGIR AF SÉR Á MEGINLANDI TAPARANNA
Á meginlandi taparanna í Evrópu sagði frú skynlaus Annegret Kramp-Karrenbauer arftakaafkvæmi Merkels af sér sem (ókjörinn) erfingi hennar sem kanslaraefni CDU-flokksins í komandi kosningum í Þýskalandi. Fyrir tilstilli Angelu Merkels varð AKK gerð komandi arftaki hennar er Merkel í fyrra tilkynnti að hún myndi ekki gefa kost á sér á ný. Útbreitt óskynbragð á stjórnmál, kjark,- getu,- og hæfileikaleysi ásamt málinu í Thuringia í síðustu viku, eru helstu orsakavaldar ákvörðunar AKK. Það eina sem AKK hafði til brunns að bera var að kunna tilskipunina Segðu sjibbólet!
En með tilskipun (diktati) Merkels í Thuringia í síðustu viku, þar sem réttkjörinn og AfD-studdur forseti þess sambandsríkis sagði fyrir hennar tilstilli af sér eftir aðeins einn dag í embættinu, opnaði Merkel nýja braut fyrir þýska SPD-sósíaldemókrata, og fyrir stórflótta hægrimanna úr flokki hennar sjálfrar yfir í AfD. Og sjá; opnaðist þar líkkista þýskra græningja líka
Vikublaðið og vefútgáfan Junge Freiheit, þar sem rithöfundurinn Frederick Forsyth stingur stundum niður penna, er ekki hrifið og enn síður er Alexander Mitsch þingmaður CDU ánægður með "Linkskurs" DDR-vinstripólitískt daður Merkels. Greinin "Kurs in den Untergang" um CDU-flokks-brunarústir Merkels er einnig fróðleg lesning
Þarna í Thuringia urðu kaflaskil í þýskum stjórnmálum og Angela Merkel hlaut sama örlagadóm og AKK; sem frú clueless. Það er því afar passandi að AKK vilji samt halda áfram sem varnarleysismálaráðherra Þýskalands á meginlandi taparanna
Fyrri færsla
Pólitískar ofsóknir góða fólksins og drepsóttir kommúnismans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 8. febrúar 2020
Pólitískar ofsóknir góða fólksins og drepsóttir kommúnismans
Á sama tíma og pólitísku ofsóknirnar á hendur Donald J. Trump fyrir að vera Trump og tala eins og Trump náðu hámarki, eru af sama "góða fólki" engar spurningar settar við það, að erfiðara er að fá réttar og gagnlegar upplýsingar um krónískar útflutningsdrepsóttir Kína, en það var að fá réttar upplýsingar um bráðdrepandi hungursneyðar hins sama alblóðuga kommúnisma í Sovétríkjunum og hjálendum þeirra á sínum tíma
Enginn þorði að setja fingur á Kína, nema Donald J. Trump. En nú eru allir menn með heila sammála honum þar - og í Miðausturlöndum líka þar sem Vesturbakkinn og sendiráð í Jerúsalem reyndust á engan hátt mikilvæg atriði fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna þar. Sleggja í óhlutfallslegri stærð bíður Írans haldi það sér ekki á mottunni, og það veit Íran núna. Hið sama gildir um Evrópu sem áður en Trump kom, sá og sagði heimtaði að Bandaríkin hefðu meiri og dýpri frumskyldum að gegna þar, en Evrópa hefði gagnvart sjálfri sér. Þar reif hann í eyru manna, öskraði þetta er bullshit í þau, og allir eru sammála um að þess var fyllilega þörf
Það kostar mikið að vera hugrakkur eins og Trump. Þess vegna eru svo fáir sem eru það. Borgaralegt hugleysi er því næstum allsráðandi. Huglaust fólk ofsækir þá hugrökku fyrir það eitt að vera hugrakkir
Lögmálið um hugleysi er þannig að fólk sem er huglaust þolir ekki fólk sem er hugrakkt, því að hugrakkir menn fá hugleysi þess sjálfs til að skera sig úr í augum þess sjálfs, og annarra. Þannig fólk virðist enn fremur hafa tilhneigingu til að verða auðveldara háð andúð og jafnvel hatri á hugrökkum mönnum en það verður háð eiturlyfjum
Það mun aldrei renna af þannig fólki varðandi Donald J. Trump, ekki frekar en það rann aldrei af mönnum hér heima varðandi Davíð Oddsson. Þeir menn eru fullir og tapaðir enn
Fyrri færsla
Á meðan ESB leysist upp, styrkist stjórnarfar Engilsaxa [u]
![]() |
Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. febrúar 2020
Á meðan ESB leysist upp, styrkist stjórnarfar Engilsaxa [u]
Þjóðaríhaldsmaðurinn: Hefur gert það sem hann lofaði kjósendum
****
BANDARÍKIN
Styrkustu og þar með virkustu ríkisstjórnir Vesturlanda er nú að finna í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í gær lýsti stjórnarfar Bandaríkjanna heiminn upp með því að pakka meinfýsi og geðbilun úr-sér-brædds og afbakaðs fólks á þingi niður í pappakassa, sem sendir voru á ruslahauga sögunnar. Firrt ákæra þeirra sem árið 2008 ætluðu sér að umbylta Bandaríkjunum með kjöri Obama, á hendur þess forseta sem rúllað hefur auðkenna- og skriðdýrs-stjórnarfari hans til baka, var á öskuhauga varpað með niðurstöðu öldungadeildar Bandaríkjanna, þar sem atkvæðin féllu þannig, að 2/3 meiri hluti var hvergi nándar nærri fyrir því að forngrískur múgsúgur hins einfalda meirihluta í geggjunarástandi næði að ákæra og fjarlægja réttkjörinn forseta landsins úr embætti
Sérhönnuð sér-sjálfsmorðsbelti forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins munu nú sjá um að sprengja þann flokk svo í harðlínutætlur að innan, að Bernie Sanders insider þungaviktarmaður í 30-ára pólitískri þaulsetu á kostnað skattgreiðenda, og þriggja húsa kapítalisti með rauðan auðkennismiða limosínu-sósíalista á skallanum, til að líta vel út í augum góða fólksins, er eina von þeirra kjósenda flokksins sem enn hafa ekki kastað upp og varpað voninni sömu leið fyrir borð. Tímabili Demókrataflokksins sem hófst árið 1933 með Franklin D. Roosevelt lauk árið 2016 með kjöri Donalds J. Trump, sem sameinað hefur flokk Repúblikana á ný undir upphaflegum gildum hans
Bandaríkin eru ekki að fara neitt. Stjórnarfarið þar er svo öruggt og sterkt að öll ríkisstjórnin virkaði á öllum stigum alltaf, þrátt fyrir geðsýkisástandið hjá einföldum bonk-gonk ding-dong meirihlutans á þingi. Donald J. Trump forseti var sýknaður af upplognum áskökunum ding-dong fólksins sem aldrei hefur þolað hann, og ófært er um að virða niðurstöðu kosninga sem óhjákvæmilega fóru á þann veg, að Obamalandi framskriðinnar limósínu-vinstrimennsku skyldi rúllað til baka, og á öskuhaugana sett. Til hamingju með þetta Bandaríki Norður Ameríku. Til hamingju landið sem aldrei ætlar að endurtaka dragúldið stjórnarfar meginlands Evrópu, þar sem allar pólitískar drepsóttir Vesturlanda hafa átt uppruna sinn
BRETLAND
Svipað er að að segja frá Bretlandi. Þar var óvinum lýðræðisins og áhangendum ESB-einræðis pakkað saman með tröllauknum kosningasigri þjóðaríhaldsmannsins Borisar Johnsons, sem um leið hreinsaði flokk sinn út af þannig svikahröppum sem þingmönnum
ÞÝSKALAND
Á meðan þetta gerist í landi hinna frjálsu og hugrökku, var ný ríkisstjórn í landi Thuringia í sambandsríki Þýskalands sett saman fyrir tilstilli AfD-flokksins í gær. Stjórnmálaflokks sem var sigurvegari kosninganna þar, þann 27. október 2019. Hún er fyrsta ríkisstjórnin í enduruppsettu og á ný enduruppsettu Þýskalandi, sem sett er saman fyrir tilstilli þess flokks. Forseti Thuringia verður þó ekki frá neinum þeim flokki sem sigraði í kosningunum, heldur verður hann frá þeim sem töpuðu þeim og fengu fimm prósent atkvæða. Það verður því FDP-flokkur svo kallaðra "frjálsra demókrata", þ.e. gufutegund, sem leiða mun sambandsríkið með fjarstýringu annarra - eins og í Berlín
Ríkisstjórnun í Þýskalandi er þar með orðin sjö-flokka-kerfi, þar sem stjórnleysið er að verða ofan á sem stjórnarform krúnk-samsteypustjórna, þar sem fimm prósentin eru handhafar fis-valdajafnvægis sem er að steypa Þýskalandi í enn eina glötunina og sem framkalla mun ákallið um næsta "sterka leiðtogann". Leiðtoga sem taka mun landið úr úr Weimar 2.0 og bakka því inn í pólitíska pendúl-brjálæði þess lands á 80 ára sveiflufresti. Fimm prósent stjórnarfari hefur hér með verið komið fyrir sem fyrirmynd á tröppum kanslerísins í Berlín, þar sem endalausrar samsteypustjórnir pólitískra andstæðinga án snefils af pólitísku umboði, sitja sem samansúrraðar sovéskar Zíl-limósínur á kostnað almennings og lýðræðis í landinu
Stjórnarfarið og pólitíska ástandið í Þýskalandi er meira að segja orðið svo þrúgandi slæmt, að limósínufirrt verkalýðshreyfingin hefur nú boðist til að leggja sig sem rauðan dregil í götuna sem samsteyptir stjórnmálamenn landsins aka Zíl sínum eftir. IG-Metall hefur nefnilega hvatt til þess að engar launahækkanir verði í landinu og þannig snúist tvöfalt gegn sjálfri sér, og þeim launþegum sem hreyfingin þykist tala fyrir. Þar með verður Hartz-þrælastefna þýskra SPD-sósíaldemókrata fest enn frekar í sessi í Þýskalandi og sennilega tvöfölduð, og sem dý-fleyta mun evrusvæðis-viðrininu áfram til heljar, með því að stækka þýska svartholið í miðju þess enn frekar. Því að sjálfsögðu er þýska landið á barmi efnahagshruns eftir þrælabúðahagkerfi Gerhards Schröders, sem nú er innsti ventill í gasbúri Pútíns. Engar framfarir verða í svona löndum hins pólitíska samsæris limósína. Við þjóðaríhaldsmenn Íslands ættum því að hugsa okkur tvisvar um áður en við fordæmum íslensku verkalýðshreyfinguna fyrir virkni hennar, áræðni og þor
Uppfært 6. febrúar 2020 kl. 18:58:45
Leiðtogi FDP, Thomas Kemmerich, sem valinn var landsforseti Thuringen í gær, hefur eftir einn dag í embættinu sagt af sér eftir að Angela Merkel kanslari í Berlín sagði að myndun landsstjórnar með og fyrir tilstilli AfD út frá kjördómi kjósenda þar í landi, séu "ófyrirgefanleg mistök". Hún á þar með við að kjósendur AfD í Thuringen séu óhreint fólk með engan rétt til pólitískra áhrifa á lífið í landi þess. Kannski verður það næsta, að hún neitar að þiggja skattgreiðslur þess. Hvað haldið þið, kæru lesendur
Toto 1988: "Land hinna hugrökku" af plötunni The Seventh One
"Who sings the song of the people
You dont hear it anymore
I heard it late last summer
To the beat of a different drummer
It never sounded quite like this before"
Fyrri færsla
Beinlaus Áslaug Arna fésbókhaldari
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2020 kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 4. febrúar 2020
Beinlaus Áslaug Arna fésbókhaldari
Dómsmálaráðherra án vits. Dómsmálaráðherra án laga
Metoo-drottningin af Orkupakka-Valhöll tekin sem gísl á erlendu Inc. spjallborði á Nasdaq og pakkað saman sem sitjandi viðrini í stöðu dómsmálaráðherra íslenska lýðveldisins
Hún þurfti ekki langan tíma til að afsanna til fulls nafn flokksins. Hugtakið "sjálfstæði" er orðið háðsheiti um flokkinn sem hún þykist vera fulltrúi fyrir, en er það ekki, nema að nafninu til. Eins og flest annað sem á borð flokksins kom eftir að hann rann á hendur hinna fótalausu
Hvað með undirskriftir okkar flokksmanna og annarra Íslendinga vegna Orkupakka þrjú? þar sem krafist var þess að farið væri að lögum og forsendum um hið nú hlálega, niðurnídda og algerlega óþarfa EES-bákn
Áslaug Arna sér-popúlisti er ekki fulltrúi íslenska lýðveldisins. Hún er fyrst og fremst fulltrúi erlends valds og áhrifa. Hún skapar fordæmi sem koma munu sér afar illa fyrir landið okkar Ísland
Réttarríki spjallborðs á klíkumiðli sér-popúlista er næsti bær við sharíalagabálk og metoo skrílræðið
Fyrri færsla
Kínverska drepsóttin: Hvar er Trump? spyrja Kínverjar
![]() |
Gagnrýnivert að breyta reglum undir þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 2. febrúar 2020
Kínverska drepsóttin: Hvar er Trump? spyrja Kínverjar
Hlaðvarp: Hvar er Trump?
****
Á bak við múra ritskoðunar og internetlögreglu, kúgunar, heilaþvotta-gúlaga, banvænna útflutnings-smitsjúkdóma, fastfrosinna leðurblökumiðalda kommúnismans og allsherjar fátæktar nær allra nema þeirra sem tilheyra kommúnistaflokkselítunni, spyrja Kínverjar á ritskoðuðum félagsmiðlum, sem 60 prósent af landsbyggðinni með ekkert internet getur ekki séð, hvar Donald Trump sé. Hvar er Trump? Hvar er Trump? er síðasta setningin í póstum fólksins á ritskoðuðum "félagsmiðlum" landsins, á bak við múrana gegn hinum frjálsa hluta heimsins. Í þessum lokaða og örfoka villimannaheimi kommúnismans, þá þýðir þessi spurning; Hvar er Xi Jinping forseti fátæktarheimsveldis okkar í Kína? Hvar er forsetinn okkar!
Svar: Hann er í felum. Og þær góða-fólks-atvinnugungur í örvitabúðum græntáninga Vesturlanda, með burðargetu nýfallins snjókorns, sem hugleysis þeirra vegna ráðast viðstöðulaust á Vesturlönd sjálf, sökum þess að þar er þeim ekki svarað í sömu mynt, já þær gungur spyrja einskis um Kína, né neins staðar til 100-ára viðurstyggðar Tjernobyl-stjórnarfars kommúnismans. En ef að Trump, Johnson, Macron eða Merkel væru í felum á meðan drepsótt með svipaða dánartíðni og Spænsku veikinnar geisaði í landi þeirra, þá væru dagar þeirra taldir og gott betur en það
Í Kínakolakjallara Valhallar er sérstök raðbjánadeild þeirra sem hentu Íslandi inn í AIIB-"fjárfestingarbanka" Kínverska kommúnistaflokksins, og sitja meira að segja rotaðir í banka(ó)ráði þar. Það pólitískt vanvita fólk með burðargetu tóms pappakassa, hafði ekki bara snefils vit á því sem það var að gera þá. Það fór bara eftir því sem úr gúlagi kommúnismans kom. Sóma stjórnmálamanna-stéttarinnar vegna, ætti það fólk að sjá sóma sinn í því að losa Ísland undan þeirri firru. Út með þá firru strax! Nema að það fólk vilji áfram vera abstratktion í augum kjósenda, eins og forsetinn af Kína sannarlega er. Hann er abstraktion
Kjósendur á vesturlöndum eru ekki mikið fyrir stjórnmálamenn sem eru abstraktion. Það sást greinilega í Bretlandi og Bandaríkjunum 2016! Á Kínakolakjallara Sjálfstæðisflokksins sést, að sá flokkur er því miður orðin abstraktion sem kjósendur í smitsnertingu við veruleikann hafa "afbókað". Greinilegt er að abstrakt ráðherra flokksins þarf ekki sjálf að vinna við að afgreiða kínverska ferðamenn
Fyrri færsla
Hátíð: Breskir þingmenn yfirgáfu gúmmíþingið í Brussel og Stóra-Bretland Evrópusambandið. Skál!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Þorgerður mín
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
- Á Ísraelsríki þá líka að leggja kosningar af?
- Njótið: Evrópa loksins home alone
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 73
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 247
- Frá upphafi: 1402493
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008