Mánudagur, 21. desember 2020
Jólagjöfin: Kórónuveiran breytist í EES-veiruna
SAMSTAÐA ESB og EES UM FLEIRI DAUÐSFÖLL OG MEIRA HRUN
"Frá og með nú verða Wuhanveiru-dauðsföllin kannski ESB-dauðsföllin"
"From now onwards, Covid deaths may be EU deaths"
Eurointelligence 21. desember 2020
Þetta skrifar teymi Wolfgangs Munchau á Eurointelligence í dag. Þar segir að svo virðist sem Evrópusambandið hafi fórnað lífi og heilsu íbúa ESB- og EES-ríkja á altari vangetu fyrirtækja sem þurfa á vernd ESB að halda gegn framförum frá Bandaríkjunum. Bóluefni voru ekki pöntuð hjá þeim sem hafa þau og eru best, heldur var ákveðið að bíða eftir því sem kannski kemur eða kemur ekki, og virkar kannski eða kannski ekki. Ákveðið var að enginn mætti vera bestur í bóluefnum gegn Wuhanveirunni og að bíða yrði eftir að franska fyrirtækinu Sanofi tækist að koma með sitt efni til að jafna út það sem þýska fyrirtækið Biontech í samstarfi við bandaríska Pfizer er að gera, og sem þess vegna var ekki hægt að panta því þar kemur einstakur árangur ljóshraða-áætlunar Trumps inn og það gengur ekki. Drepist fólkið frekar undir kvótakerfi okkar um ESB-dauðsföll
"We and others have already questioned why the EU is so late with the approval of the two vaccines that are ready to roll out: one is the German-developed vaccine by BioNTech. The other is a US-developed vaccine by Moderna. The UK started vaccinations on December 8. The first EU vaccine will not be deployed until December 28, almost three weeks later. Considering current infection and death rates, thousands of people could die because of this delay alone.
But, as Spiegel reports, the situation is even worse. The EU did not buy adequate supplies of the two vaccines currently ready for roll-out. Under the EU distribution key (sbr. að Bandamenn hefðu átt að bíða eftir að vanþróuðu ríkin hæfu vopnaframleiðslu svo að þau gætu verið með í því að frelsa heiminn undan oki nasisma og kommúnisma, GR), Germany will receive only 55.8m doses of the BioNTech vaccine. You need two doses per person. For Germany, with a population of over 80m, the estimate is that you need some 140m doses to reach herd immunity. But as Spiegel reports, there will not be enough vaccines unless governments start to go rogue, decouple from the EU, and buy their own supplies. This is something Germany had studiously hoped to avoid in order to preserve solidarity among member states.
Why is there a vaccine shortage? The reason, according to Spiegel, is that the European Commission wanted to achieve parity between the German BioNTech and the French firm Sanofi. We want to point that we have no means to ascertain the veracity of that accusation. Sanofi is also developing a vaccine, but its trial has not gone well. So, the article is making the serious accusation that the European Commission is risking the lives of people for the commercial benefit of a French company. The article also says that the Commission denied that it had been under pressure from Paris on this issue.
The publication of this story has already had one effect: As Bild reports this morning, the Germans are now starting to secure their own national supplies, bypassing the EU."
Grein Eurointelligence um hið nú banvæna bóluefnamál ESB og EES lýkur hins vegar á þessum orðum um svipað banvænt og umboðslaust fyrirbæri ESB:
"If the EU is less effective in a particular field than national governments, it is best to forgo European integration in that particular field. Especially if people die as a consequence. This is the reason why we are warning against ill-thought-through concepts of a European army. From now onwards, Covid deaths may be EU deaths." - Eurointelligence
Ríkisstjórn Íslands friðar veiruna og fórnar þjóðinni á EES-altarinu. Hún hefur ákveðið að sýna samstöðu með veirunni. Hún er hætt að gæta hagsmuna Íslands en gætir í staðinn hagsmuna togstreitufélags ESB, þar sem heilsu manna er fórnað fyrir hagsmuni hinna fáu og vonlausu - því með öryggi má segja að útópían um ESB hafi sannað sig sem vonlaust og illkynja nýsovéskt fyrirbæri, og sem versta efnahagssvæði sögunnar í hinum þróaða hluta veraldar, miðað við forsendur
Nú má líklega með öryggi segja að nær allir íslenskir stjórnmálaflokkar og flestir alþingismenn nema þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins séu slæmur félagsskapur manna. Við höfum ávallt vitað að vinstriflokkarnir byggja pólitík sína á slæmum kenningum slæmra manna, en nú virðist svo komið að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, minn flokkur, sé orðin slæmur félagsskapur í sjálfu sér, og þoli ekki lengur að umgangast sjálfan sig vegna vinstrimennsku þingmanna hans, sem hver á fætur öðrum sýna sig sem verandi nytsamir kjánar
EES-samningurinn mun á endanum murka lífið úr þjóðinni og standa einn eftir sem pestarkarlar Brussels. Þingmenn okkar þoldu ekki að umgangast þá umboðslausu mafíu og urðu sjálfir að hálaunuðum vesalingum undir Brussel, eins og raunin varð á nýlendutíma Íslands hinum svarta, undir erlendu valdi og ofríki
Þetta er nú meiri hryllingurinn. Evrópusambandið og tenging Íslands við það (EES) er að breytast í þriðja heims fyrirbæri eins og Sovétríkin voru, og skýrir það auðvitað áhuga vinstrimanna á Evrópusambandinu frá og með 1991. Þeir sáu náttúrlega strax að hið gamla EEC/EB-tollabanalag breyttist þá í nýtt yfirríkis-sovét þegar það varð að ESB með Maastrichtsáttmálanum það árið. Þá fyrst hoppuðu vinstrimenn um borð og tóku Evrópusambandið yfir og gerðu það að framhaldsríki hinna nýföllnu Sovétríkja kommúnista. En nytsamir kjánar hoppuðu auðvitað með þeim um borð í nýja sovétið, eins gerst hefur í sögu allra sovétríkja mannkyns
Við erum í virkilega vondum félagsskap með EES-samningnum. Þeir sem segja annað eru einungis nytsamir kjánar - og sannir bjánar
Tengt
Bænaskjal til nefndar um bóluefni í Brussel
Ísland í ESB-klúðrinu (staðfest)
Fyrri færsla
Já. Bandaríkjahatur ESB kostar mannslíf og hefur ávallt gert [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 19. desember 2020
Já. Bandaríkjahatur ESB kostar mannslíf og hefur ávallt gert [u]
MBL: EVRÓPUSAMBANDIÐ MISSTI AF BÓLUEFNALESTINNI
Mynd, Donald J. Trump. Eini maðurinn sem kunni og gat. Og afhenti vöruna í réttu ásigkomulagi á réttum tíma, og sennilega undir fjárhagsáætlun eins og hans er von og vísa. Hann stóð við sitt
****
ESB-HRYLLINGURINN HELDUR ÁFRAM
..."og sló ESB meira að segja hendinni á móti mörg hundruð milljónum skammta frá Biontech og Moderna." - Mbl
Hinn sanni tilgangur með stofnun Evrópusambandsins sýnir sig. Sjálf stofnun og þróun sambandsins snérist aldrei um annað en að skaffa töpurum meginlandsins fjarvistarsönnun og sótthreinsunarmiðstöð frá eigin gjaldþrota fortíð, pólitískri úrkynjun og áhrifamissi á heimsvísu, og svo um að ná sér niðri á þeim sem komu meginlandi Evrópu fjórum sinnum til tilvistarlegrar björgunar 1917, 1942, 1949-1990 og síðar 2008-2015. Það þoldi Evrópuaðallinn ekki. Hann varð að hefna sín með stofnun Evrópusambands sem enginn vildi fá nema elítan, því engin þörf var nokkru sinni fyrir það. Þekur nú sovétjökull sambandsins allt meginlandið og ófriðarskýin hrannast upp yfir Evrópu
- uppfært
Innbyrðis valdabarátta ESB-ríkjanna er nú að hvell-herðast eftir að Bretland fór og einbeita ríkin sem eftir sitja sér að því að kúga og henda hvort öðru sem mest um koll og nauðga nýliðum. Valdabaráttan nú er svo hörð eftir að Bretland fór, að meira að segja Frakkland og Þýskaland tilheyra ekki lengur sömu landaklíkum innan bölvunarsambands ESB, því nú hafa Frakkland og Miðjarðarhafslöndin bundist bandalagi um að kúga foss fjár út úr norðrinu fyrir það eitt að vera áfram með nýlendumyntina evru, enda hefur hún lagt efnahag þessara ríkja í rúst og varpað þeim í skuldafangelsi. Styttist því í að skuldafangarnir kveiki í evruseðlum Þýskalands til að kynda upp kalda kofana í orkuskortsbandalagi ESB, sem virkar eins og bóluefnaskortsbandalagið. Bretland mun síðan á einn eða annan hátt viljandi eða óviljandi sjá til þess að fleiri ESB-lönd komi sér út úr kuldanum sem nú ríkir bak við járntjald Evrópusambandsins
Norðrið lemur á suðrinu sem reynir að lemja til baka. Tvö öndverð bandalög þar. Vestrið lemur svo á austrinu sem reynir að verjast, en á erfiðara með það eftir að Bretland fór. Önnur tvö öndverð bandalög þar. Innan norðursins eru síðan tvö öndverð undirbandalög þegar hentar og sem berja á hvort öðru. Og innan kjarna ESB er samstaða Þýskalands og Frakklands fallin í sundur og þau komin í tvær öndverðar afstöður til grunnleggjandi mála, og eru því tvö bandalög við lýði þar með tilheyrandi fjölda dagskráa. Ekkert þessara banda-banda-bandalaga hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta, nema þá þeirra að reyna að kúga sem mest af auðæfum og völdum út úr hvort öðru áður en allt hrynur og brennur til grunna. Enginn í Róm, París eða Berlín ætlar að koma Póllandi til aðstoðar ráðist Rússar þar inn, því löndin eiga ekki sameiginlegra hagsmuna að gæta. Og nýlendumyntin evra hentar að sjálfsögðu engu landanna því hún endurspeglar ekkert nema þá helst verð hrísgrjóna hinumegin á plánetunni í höndum spákaupmanna kínverska kommúnismans, sem nú eiga stóran hluta fyrirtækja meginlands Evrópu
Ekkert hefur breyst í Evrópu þrátt fyrir þá potemkim-fjarvistarsönnun og sótthreinsunarmiðstöð fyrir genetískan komma-nasisma sem sett var upp með sjálfri tilvist Evrópusambandsins, svo að stærstu ríkin gætu á auðveldari hátt kúgað þau minni án fjárfestinga í hergögnum og setuliðum. Land Þjóðverja sem ekkert þóttust sjá né vita er enn Þýskaland í felum og Frakkland er enn Frakkland, að eilífu 1789-sjóðandi að innan og á barmi upplausnar. Hafa stjórnmálin í öllu ESB því þegar verið þjóðnýtt. Þau mega aðeins snúast um samruna og nýlendustefnuna, sem eru uníversal-imperíal pappírspólitískur kommanasismi ESB
En eins og lesendur vita voru stjórnmálin í Sovétríkjum kommúnista og í Þýskalandi nasista þjóðnýtt í báðum ríkjum: þau máttu aðeins snúast um kommúnisma og nasisma og dómstólar þeirra dæmdu samkvæmt því. Í ESB dæmir æðsti dómstóll sambandsins samkvæmt hugmyndagloríunni um samruna. Ekkert má stangast á við hann og stjórnarskrá ESB sem snýst um samruna
Lou Dobbs ræðir við Brett P. Giroir hershöfðingja, einn af stjórnendum Ljóshraðaáætlunar Trumps um Bóluefni-strax, prófanir og dreifingu (e. Operation Warp Speed, Bandaríska varnarmálaráðuneytið)
****
Svona er að vera beintengdur við pólitíska úrgangsveitu hálfsovéskra ESB-komma og svokallaða "alþjóðlega samvinnu" um að ná sér niðri á Bandaríkjunum. Þarna finnur fólkið hvernig lyktin er í þeim tanki. Alþjóðleg samvinna snýst næstum alltaf um að ná sér niðri á öðrum og hafa ESB-kommar og SÞ-kommar hálaunaða atvinnu af því. Við byggjum enn í grjóthellum ef "alþjóðleg samvinna" hefði átt að sjá um framfarir mannkynsins. Allir væru enn að bíða eftir öllum
Ef við á Íslandi erum að lenda í þessu ESB-ógeði um bóluefni þá þarf að leysa alla ríkisstjórn okkar upp í hennar eigin óefnum og urða hana sem þjóðhættulegt efni. Kosningar strax, séum við að lenda í þessu þriðjaheims-kartelsukki Evrópusambandsins líka
Hvað er þessi tenging okkar við þetta ógeðslega Evrópusamband ekki búin að kosta Ísland. Jú: 1) Bankabrandara-bandalag sem leiddi til fjármálahruns. 2) Eitrunar stjórnmála á Íslandi. 3) Óheft innflæði ósjálfbjarga aumingja. 4) Markaði okkar í Rússlandi. 5) Innleiðingu á viðurstyggilegri, Guðlausri og þjóðtortímandi sovéskri löggjöf sambandsins. 6) Fullveldi okkar í orkumálum og fleiri málum. 7) Eurosclerosis og úrkynjun. Listinn er endalaus...
Þessu öllu þarf að segja upp! Samleið okkar er með Bandaríkjunum, Kanada og Stóra-Bretlandi. Við verðum að hafa beint samband við okkar eina tilvistarlega bandamann: Bandaríki Norður-Ameríku. Beint samband strax um bóluefni!
Það er algjörlega óþolandi að við séum hangandi föst aftan í nómenklattúru-misfóstri Evrópusambandsins
****
Skjáskot: Breska Telegaph kom þegar þann 5. desember 2020 auga á toppinn á bóluefna-borgarískjaka ESB. En hann virðist þó miklu verri, stærri og lífshættulegri en þar er getið
Fyrri færsla
![]() |
ESB missti af bóluefnislestinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2020 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 17. desember 2020
Svíþjóð misheppnuð. xD líka?
Úttekt á veiru-viðbrögðum sænska ríkisstjórnarhermisins í ESB kom út fyrr í þessari viku. Þar segir að Svíþjóð hafi mistekist að glíma við einu frumskyldur sérhverrar ríkisstjórnar í mannheimum; sem eru þær að vernda líf, limi og eigur borgaranna. Allt annað geta borgararnir sjálfir séð um sé út í það farið, nema dómsmálin og löggæsluna
Allt hefur mistekist í glímu ESB-ríkisstjórnarhermis Svíþjóðar við kínversku Wuhanveiruna: 1) smitvarnir, 2) meðferð sjúklinga, 3) rekstur sjúkrahúsa og 4) hvíldar- og hjúkrunarheimila. Sem sagt fullt sovét þar
Síðar í vikunni kom svo hugrakkur Karl Gústaf Svíakonungur fram og sagði hið sama, eftir að hafa ráðfært sig við pappírsbunka rannsóknarinnar, sem er rúmlega 300 blaðsíður, því aldrei bregðast Svíar pappírnum, þó svo að þeir bregðist á öðrum sviðum. Vilji maður losna við Svía þá hendir maður pappírsbunka fyrir hann og er hann þá úr sögunni. Ekkert þarf samt að standa í þeim og eru þeir þá sænsk tré, eins og Danir segja
Eftir að Sovétríkin féllu er Svíþjóð eina land heimsins þar sem hugtakið borgari vekur sjálfvirkar og genetískar grunsemdir um svik við alræði kommúnismans. Það eru því engir borgarar í Svíþjóð lengur, eins og sést
Á meðan hefur stór hluti þingamanna Sjálfstæðisflokksins gert sig að eins konar viðrinum þegar að kínversku Wuhanveirunni kemur. Bjarni Benediktsson formaður flokksins og stjórnarmaður í imperíal AIIB-banka Kínverska kommúnistaflokksins, hoppaði sem sannur ESB-vinstrimaður upp úr grunni sjálfstæðisstefnunnar er Donald J. Trump forseti lokaði á alla Schengen-stalínveituna, eins og hún hafði þá lagt sig sem stjórn,- ábyrgðar,- og umboðslaust viðrini Evrópusambandselíta, og mörgum sinnum verri en ekkert
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og fóstureyðingarfrömuður hinna hálfsovésku vinstrimanna pantaði í samskonar vitstola ESB-kommakasti símafund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna og gerði sig að allsherjar gerpitrýni sem æðsti diplómat Íslands, ásamt fullkomlega clueless ferðamálaráðherra xD sem hafði mestar áhyggjur af komum ferðamanna þess ríkis sem flutti Wuhanveiruna út yfir heimsbyggðina á meðan öllu var skellt í lás heima og fólk logsoðið fast inni í híbýlum sínum eða sett í gúlag
Það er heldur betur munur á honum og Gunnari nafna mínum Braga, sem sá um að höggva af landinu okkar hina gerspilltu og ógeðslega illa fengnu umsókn Vinstri grænna og Samfylkingar inn í Evrópusambandið. Takk SDG og Gunnar Bragi! En Gunnar Bragi var æðsti diplómat Íslands og þar með Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sjálfstæðismanns er þá var æðsta pólitíska höfuð Íslands sem forsætisráðherra. Eins og menn eiga að vita þá dílar Evrópusambandið ekki við þjóðþing landa heldur aðeins við pólitísk yfirhöfuð ríkja (e. heads of States)
Aldrei hefðu Bjarni Ben og Guðlaugur Þór afrekað slíkt. Það er öruggt. Hundrað prósent öruggt. Þeir hefðu hummað allt fram af sér því um viðreisnarsjúkdóm kratismans er hjá þeim að ræða. Er hann smitsamur vinstrisjúkdómur í báðum flokkum xD-kratismans
Síðan koma Sigríður Á. Andersen og LoL-frístundastjórnmálarinn Brynjar Enn, sem ofan í Bjarna og Guðlaug hafa opinberað sig sem verandi álíka jarðsambandslaus viðrini og þeir. Það gerðu þau með því að afneita því eina sem hægt er að gera í veirumálinu, vilji menn koma í veg fyrir byltingar og stjórnlausan tréballaisma sem leiðir til myndunar nýrra sovétríkja
Winston hefði sennilega neyðst til að stinga þessu xD-fólki inn á stríðstímum, þar sem það gæti starfrækt kenningardeild eða leshring um einstaklingsfrelsi í Maófötum í friði
Hefði þetta fólk nú eytt bara einu grammi af orku sinni í það að koma í veg fyrir að fullveldi Íslands í orkumálum væri sent til útlanda, í stað þess að eyða henni í ofangreindar grasbjánasyrpur, þá hefði kannski verið hægt að kjósa þau næst. En nei; það gerðu þau ekki, enda er ekkert þessa fólks sjálfstæðismenn. Þau eru öll pólitísk viðrini og dómgreindarskertir allaballar í eins konar Mí Tú Plebbahöll
Enginn þessara þingmanna Sjálfstæðisflokksins veit hvað né hvar Íhaldsstefnan er, enda er flokkurinn okkar að sökkva sem botnlaust rekald undir þeim. xD er því orðinn botnlaus, raðdómgreindarskertur og fullveldistortímandi miðstöð viðrina. Sný ég mér því annað næst, eða að minnsta kosti á meðan sökk xD heldur áfram á vakt þessa vinstrisinnaða ESB-tvíburafólks í xD og Viðreisn
Fyrri færsla
Hver verður næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna undir Trump?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2020 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 14. desember 2020
Hver verður næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna undir Trump?
SÍÐASTA FRÉTT FYRIR LAG
Bill Barr hættir sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Trumps. Sú frétt brast á rétt áðan og fer Barr í kveðjubréfi mjög svo lofsamlegum orðum um Trump forseta
Kosningateymi Trumps segist ætla að berjast í réttarsölum landsins hvern einasta dag fram til 20. janúar, fyrir því að meint kosningasvik verði sönnuð, viðurkennd og núverandi úrslit leiðrétt. Að minnsta kosti nítján ríki Bandaríkjanna eru á sama máli
Hver tekur við af Bill Barr það sem eftir er kjörtímabilsins? Verður það bróðir Trumps eins og John F. Kennedy gerði þegar hann skipaði Róbert bróður sinn sem dómsmálaráðherra? Eða verður það einkalögfræðingur Trumps eins og Rögnvaldur Reagan gerði?
Kjörmenn Repúblikana í meintum kosningasvikaríkjum hafa í dag kosið Donald J. Trump sem valkost og halda þar með lagalegum leiðum fyrir kjöri Trumps opnum, skyldu málin fara þannig að þau ríki gefi út nýjar staðfestingar á kosningaúrslitunum, eins og gerðist 1960
Hver tekur við af Bill Barr - og hvað gerist næst, því þetta er ekki búið
****
UM "FJÖLMIÐLA"
"All entities that are not explicitly right-wing will become left-wing over time."
John OSullivan
- Fóðrið ekki tröllin
Fyrri færsla
Nítján ríki Bandaríkjanna kæra forsetakosningarnar í fjórum ríkum landsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2020 kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 10. desember 2020
Nítján ríki Bandaríkjanna kæra forsetakosningarnar í fjórum ríkum landsins
Kosningasamkoma Trumps og 47 þúsund stuðningsmanna hans í Butler í Pennsylvaníu nokkrum dögum fyrir kosningar og kjallarauppgöngu Bidens
****
Nú hafa 18 ríki Bandaríkjanna tilkynnt að þau standa að kæru Texasríkis til hæstaréttar landsins, þar sem forsetakosningarnar í Georgíuríki, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin eru kærðar
Forsetaembættið er eina landskjörna embættið sem öll ríkin eiga sameiginlega, og segja átján þeirra að þau sætti sig ekki við að stjórnarskrár að minnsta kosti fjögurra ríkja hafi verið brotnar til þess að gera kosningasvik möguleg
Um er þá að ræða bæði kosningakerfissvik og atkvæðamisferli. Ríkin 19 sætta sig ekki við að atkvæði kjörmanna að minnsta kosti fjögurra ríkja séu látin hafa annað gildi en þeirra eigin. Það eina sem virðist vanta upp á í Georgíuríki, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin er að búfénaður hafi á 14 mánuðum fyrir kjördag smám saman fengið kosningarétt og atkvæðum frá honum hent í pottinn - og vissir kjörstaðir í vissum sýslum þessara ríkja hafðir opnir nógu lengi fram yfir kjördag, eða þar til nóg væri komið í hús til að ná sér loksins niðri á Trump, fyrst að hann náðist ekki með viðstöðulausum pólitískum ofsóknum Demókrata, alríkisstarfsmanna og fjölmiðla þeirra í Washington á meira en fjórum árum
Það er gott að þetta er komið fram. Vonlaust er að hægt sé að láta þessi kosningaúrslit standa. Það getur ekki gengið upp og ætti ekki að líðast í neinu lýðræðisríki. Massíf stórvirk og skipulögð kerfissvik og gerræðisleg atkvæðasvik hafa átt sér stað og þau verður að leiðrétta. Arizona bættist í hópinn seint í gær og síðan Ohio og eru það því 19 ríki sem standa að kærunni
Og nú er komið fram að kæran sem hæstiréttur hafnaði í fyrradag og mbl.is sagði að væri frá Trump forseta, var ekki frá honum komin. Reyndar hefur næstum allt sem fjölmiðlar hafa birt um Trump forseta síðastliðin fimm ár verið úr lausu lofti gripinn áróður vinstrimanna. En án Trumps væru þessir fjölmiðlar og sumir félagsmiðlar sennilega komnir í þrot í dag
Í Aþenu hinni fornu gengu róttækir Lýðræðissinnar svo langt að borga fólki fyrir að kjósa. Það líkaði frjálshuga Lýðveldissinnum illa. Reyndar er kosningalöggjöfin eina löggjöfin fyrir utan fóstureyðingar sem róttækir Reykjavíkur-Lýðræðissinnar vilja hafa hve allra frjálslegustu. Flest annað vilja þeir banna
Hér er því ekkert nýtt á ferðinni, þó svo að fyrrverandi þrælahaldandi vinstrimenn Demókrataflokksins reyni að láta líta svo út í fjölmiðlum sínum í dag, eins og lesa má hér
Reyndust það vera fjölmiðlar og Demókratar sem eru "nýr Hitler" hér, en ekki Donald J. Trump forseti. Enginn þekktur einræðisherra lendir í því að verða undir með kosningasvikum gegn sér
Nei væni minn, Pútín sér um sínar kosningar sjálfur og Evrópusambandið lætur bara kjósa aftur þar til "rétt niðurstaða" fæst - eða sendir hvítan reyk bakdyramegin út af hóteli
Ekkert hefur verið að marka fjölmiðla síðastliðin fimm ár. Nákvæmlega ekkert! Betra hefði verið að lesa og horfa á salernispappír en þá, að minnsta kosti þegar að Trump forseta Bandaríkjanna kemur. "Segðu Sjibbólet" er það eina sem fjölmiðlar og embættismenn höfðu um Trump forseta að segja í fimm ár
En Trump dró hins vegar tjaldið frá, svo allir gætu séð hvernig næstum allir fjölmiðlar okkar á Vesturlöndum líta í raun og veru út að innan. Fávitatrúarveldi barnaþroskaðra smámenna blasti þar við. Því miður næstum alls staðar, en þó mest því virtari og frægari sem fjölmiðillinn þóttist vera
Þau 19 ríki sem þá standa að kærunni á kosningunum í Georgíuríki, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin, eru þessi:
Texas
Alabama
Arizona
Arkansas
Flórída
Indiana
Kansas
Louisiana
Mississippi
Montana
Nebraska
Norður-Dakóta
Ohio
Oklahoma
Suður-Karólína
Suður-Dakóta
Tennessee
Utah
Vestur-Virginía
Fyrri færsla
Texas kærir bandarísku forsetakosningarnar. Louisiana og Alabama bætast í hópinn [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2020 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Þriðjudagur, 8. desember 2020
Texas kærir bandarísku forsetakosningarnar. Louisiana og Alabama bætast í hópinn [u]
Upptaka: Þáttur Mark Levin þann 5. desember 2020 (Life, liberty and Levin) um meint stjórnarskrárbrot Pennsylvaníu - og Patrick Basham fer yfir ómöguleika tölfræðinnar í forsetakosningunum í nóvember - og sögulegt samhengi talnanna. Lesa má grein Basham á Spectator hér. Grein J.B. Shurk á Federealist um hið sama er einnig mjög svo áhugaverð
****
TEXAS KÆRIR FORSETAKOSNINGARNAR FYRIR HÆSTARÉTTI
Texasríki sendi seint í gærkvöldi kæru beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem ríkið kærir lög, reglur og framkvæmd forsetakosninganna í Georgíuríki, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin
Ég beið bara eftir því að eitthvert meiriháttar ríki Bandaríkjanna myndi kæra kosningarnar í þessum ríkjum, því hvaða ríki Bandaríkjanna sættir sig við að önnur ríki þeirra ætli að koma að borðinu til að kjósa forseta Bandaríkjanna allra með að því er virðist svikinni vöru, eða að minnsta kosti vöru sem lítur út fyrir að vera svikin og miklar deilur standa um. Um næsta forseta allra ríkja Bandaríkjanna er hér að ræða. Helmingur bandarísku þjóðarinnar segist viss um að kosningaúrslitin eins og þau standa núna séu ólögleg og fölsk vara. Samt er enn ekki búið að telja atkvæðin í öllum ríkjum
Texas segir að þessi ríki hafi brotið stjórnarskrár sínar, með því að láta dómstóla breyta reglunum um kosningar. En það er löggjafinn sem setur lög og reglur um kosningar. Ekki dómarar og embættismenn
Texas segir líka að innan ríkjanna hafi ekki gilt sömu reglur um framkvæmd kosninganna. Þannig hafi sumar sýslur innan ríkjanna haft hentisemi dómara að leiðarljósi, en ekki lög og reglur ríkisins, á meðan aðrar sýslur gerðu það ekki
Já Demókratar hófu þessar útvatnanir á lögum og reglum um kosningar fyrir 14 mánuðum, og þá var engin veira sem hægt var að kenna um. Þeir vissu að þeir gætu ekki sigrað Trump nema með svindli og misferli. Síðan var frambjóðandi flokksins sendur niður í kjallara og beðinn um að láta ekki sjá sig á opinberum vettvangi sem hann gerði ekki og ef hann gerði það þá kom enginn á meðan lögfræðingar flokksins sæju um að smygla honum í mark með meira en 300 kærum, hver svo sem frambjóðandinn yrði, því þeir voru allir fyrirfram vonlausir. Algjörlega vonlausir
Demókrataflokkurinn er nú orðinn flokkur ríka fólksins í Bandaríkjunum og sést það langa vegu að - eins og allir ESB-flokkar í löndum meginlands Evrópu eru líka flokkar hinna ríku og banka- og fjármálageirans
Texas segir að kosningamisferli hafi orðið í þessum ríkjum vegna þessa. Texas fer því fram á að löggjafar þessara ríkja tilnefni kjörmenn þeirra
Ted Cruz öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Texas hefur boðist til fara fyrir máli Texas fyrir hæstarétti Bandaríkjanna
Ef það er ekki skollin á stofnanakreppa í Bandaríkjunum, þá veit ég ekki hvað (e. institutional crisis). Er hugsanlegt að hún verði að stjórnaskrárkreppu í þessum ríkjum - eða Bandaríkjunum öllum? Ekki skal ég segja til um það. En það er stór frétt að Texas höfði mál á hendur þessum ríkjum fyrir kosningamisferli og stjórnarskrárbrot
Upptaka: Hin risavaxna og barmafulla salernisskál Trumphatandi fjölmiðla og félagsmiðla notaði allt sitt fé, tíma og orku til að koma í veg fyrir að neitt gott væri að frétta af verkum forsetans. Réðu þessir fjölmiðlar og embættismenn þeirra veröldinni, byggjum við enn í hellum með sovéskar gardínur fyrir munnanum. Meira að segja reyndi einn af forstjórum Pfizer að ljúga því að þessum auðtrúa fjölmiðlum að fyrirtækið, sem nú stendur klárt til að móttaka risavaxnar summur fjár frá bandarískum skattgreiðendum, hafi ekki verið hluti af Warp-Speed prógrammi Trumps forseta. Þessir miðlar og lagsmenn þeirra eru haldnir krónísku ofnæmi fyrir heiðarleika og sanngirni. Þeir eru að megninu til í reynd vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur í dulargervi fjölmiðla. Hafa þeir flestir á hinn grófasta máta brugðist trausti almennings
Uppfært að morgni 9. desember 2020
LOUISIANA OG ALABAMA BÆTAST Í HÓPINN
Með því að standa upp og sýna manndóm hefur Texas sett allt á annan endann hjá þeim sem ætluðust til að bandaríska þjóðin kyngdi þegjandi og hlóðalaust því sem allir vitibornir menn vita að enga skoðun stenst: Að Joe Biden hafi úr kjallara sigrað Donald Trump og líka gert Barack Obama að smámenni í vinsældum meðal kjósenda viss en útreiknaðs smáhluta Bandaríkjanna. Öll þjóðin veit að það er útilokað, en annar helmingur hennar kýs að trúa því sem óskhyggjan segir honum að trúa. En með því að Texas hefur staðið upp og sagt að það sem ríki ætli ekki að una því að hlutur þess í sambandsríki Bandaríkjanna sé fyrir borð borinn með því að kosningar í nokkrum ríkjum og þar með atkvæði þaðan séu hafin yfir lög og reglur lýðveldisins, er Texas að segja stóra sannleikann: Að með því að láta slíkt viðgangast sé alveg eins hægt að láta kosningareglur lýðveldisins fyrirskipa að "aðeins Demókrötum er heimlit að vinna kosningar"
Og ekki nóg með það þá hafa ríkin Louisiana og Alabama slegist í för með Texas og búist er við að minnst sjö önnur ríki Bandaríkjanna geri það líka. Ef svo verður mun kæra Texas þá verða að kæru tíu ríkja fyrir hæstarétti. Málið sem mbl.is gat um í gær er eðlileg framvinda í ljósi þess að ný kæra Texas, Louisiana og Alabama inniheldir það sama. Vitsmunalega barnalegt er að mbl.is segi lesendum að hæstiréttur hafi "hafnað sjónarmiðum Trumps". Rétturinn sagði:
"The application for injunctive relief presented to Justice Alito and by him referred to the Court is denied"
Rétturinn hafnaði engum sjónarmiðum, aðeins því að taka málið fyrir og gerði hann það með einni setningu. Hann einfaldlega hafnaði beiðninni um að taka málið fyrir því það er hluti af máli Texas, sem rétturinn hefur þegar staðfest að komið sé á dagsrká hans
Í upptökunni hér fyrir neðan ræðir Steve Bannon á 34. mínútu þáttarins við Alan West formann Repúblikanaflokksins í Texas, sem útskýrir afstöðu Texas til upplausnarástandsins í kosningunum í Pennsylvaníu, Georgíu, Michigan og Wisconsin. Þess má geta að DDRÚV-Ríkisútvarp vinstrimanna sýndi sérstakan níðþátt um Steve Bannon 2017 vegna þess að hann og Donald J. Trump, og helmingur bandarísku þjóðarinnar, bera ekki orðið Sjibbólet fram eins og vinstrimönnum þóknast
VERÐA ÞAÐ 10 RÍKI EÐA FLEIRI SEM KÆRA KOSNINGARNAR?
Telja sumir að röðin af ríkjunum sem standa munu að baki kæru Texas, Louisiana og Alabama verði: Arkansas, Flórída, Kentucky, Mississippi, Suður-Karólína og Suður-Dakóta
Þar með er málið ekki lengur bara lögfræði- og réttarfarslegt, heldur er það orðið pólitískt stórmál og sem stjórnmálamenn neyðast til að taka afstöðu til. Allar pólitískar reiknivélar Repúblikana eru nú við það að bræða úr sér og fingur þeirra standa þráðbeint upp í loftið og nef þeirra líka, því þeir eru að þefa eftir því hvort að pólitískt líf þeirra taki hér með enda, sláist þeir ekki í för með kjarna flokksins og framtíðar hans í Bandaríkjunum. Og þeir vita líklega nú þegar að fólkið stendur með þeim, því fólkið trúir ekki að úrslit kosninganna eins og þau standa núna séu rétt né hvað þá lögleg
Margir vita að framtíð Bandaríkjanna er talin liggja í Texas og Flórída og þar um kring, enda pakkaði Tesla saman og tilkynnti í gær um flutning fyrirtækisins til Texas frá Kaliforníu sem Demókratar hafa breytt í þriðja heims ríki. Sömu sögu má segja um norðaustrið. Enginn mun koma og opna á ný það sem Demókratahvattur skríll brenndi þar niður og rændi í sumar. Fólk mun ekki getað verslað í matinn þar á ný því enginn mun opna aftur það sem brennt bara er niður fari fólk þar í fýlu, enda er fólksflóttinn frá stórborgunum hreint ótrúlegur eftir lögleysuna í ríkjum Demókrata og kínversku Wuhanveiruna
Fyrri færsla
"Moggalygi": vinsamlegast ekki sanna það falska fyrirbæri [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2020 kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 6. desember 2020
"Moggalygi": vinsamlegast ekki sanna það falska fyrirbæri [u]
Upptaka: Trump-samkoma að að kvöldi 5. desember 2020 í Valdosta í Georgíuríki Bandaríkjanna. Tilefnið var fyrirstandandi kosning þingmanna Georgíuríkis til öldungadeildar Bandaríkjanna í janúar næstkomandi
****
KOSNINGASVIK Í BANDARÍSKU FORSETAKOSNINGUNUM ERU Á LEIÐ Í RÉTTINN
Mál um að minnsta kosti mörg hundruð þúsund svikin atkvæði í bandarísku forsetakosningunum hafa nú verið kynnt fyrir réttarkerfinu og dómstólar eru rétt að byrja að átta sig á stöðunni og að beina málunum til réttra staða. En fjölmiðlar reyna að þagga málið niður
Það má heita grátbroslegt að í frétt Moggans á netinu sé það kallað að "fara á svig við lýðæðisleg gildi" að reyna að fá sannreynt hvort að svindlað hafði verið í þeim ríkjum þar sem yfirþyrmandi rökstuddur grunur og eiðsvarinn framburður vitna liggur fyrir, og það svo þungt að forseti Mexíkó vill ekki óska neinum til hamingju með sigur, því hann sjálfur lenti í því að reynt var að stela sigrinum frá honum 2006. Það eru ekki enn komnar niðurstöður úr þessum kosningum sagði hann
Samkvæmt þessari furðulegu (og til háborinnar sammar) kremlarlógíu, voru endurkosningarnar í austurrísku forsetakosningunum fyrir nokkrum árum og sem fram fóru vegna athugasemda um utankjörstaðaatkvæði "bara svigganga við lýðræði" eða hvað? - og hvað þá með endurtalninguna í Póllandi um daginn? Lönd hafa réttarkerfi til að leiða svona mál til lykta, til þess eru þau. Og í sambandsríkjum með 50 sjálfstæð kosningakerfi er réttargangurinn í þannig málum ekkert smámál
Hvað er að? Er persónulegt hatur fréttaskrifarans á Trump að ræna ærunni frá Mogganum á netinu, eins og gerst hefur á flestum meiriháttar svo kölluðum "fjölmiðlum" í Bandaríkjunum og víðar? Ég hef áður þurft að leiðrétta firruskrif mbl-netmiðilsins um "Trump í neðanjarðarbyrgi". Vinsamlegast ekki leggjast svona lágt. Það fer ykkur afar illa. Nóg er af ruslmiðlum fyrir hér á landi, önnum köfnum í miðju harakiri
Í leiðinni er hægt að geta þess að fiskisaga svokallaðra "fjölmiðla" um það sem Bill Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna átti að hafa sagt í síðustu viku, en sagði ekki, um að engar vísbendingar um útbeidd kosningasvik hefðu fundist, var líklega "fölsk frétt" sem of margir svo kallaðir "fjölmiðlar" vildu að væri sönn
Samkvæmt Catherine Herridge hjá CBS sagði ráðuneytið þvert á móti að "dómsmálaráðuneytið haldi áfram að taka á móti og af fullum þunga sækja öll þau einstöku trúverðugu mál um kosningasvik eins hratt og auðið er og hefur dómsmálaráðherrann ítrekað sagt að enginn ætti að bíða eftir því til að hefja sínar eigin rannsóknir
From a DOJ spokesperson: Some media outlets have incorrectly reported that the Department has concluded its investigation of election fraud and announced an affirmative finding of no fraud in the election. That is not what the Associated Press reported nor what the Attorney General stated. The Department will continue to receive and vigorously pursue all specific and credible allegations of fraud as expeditiously as possible.
Kjörmenn Bandaríkjanna koma saman til að kjósa forsetann síðar í þessum mánuði. Um leið og þeir hafa gert það og kosning þeirra er kunn, þá fær sá kjörni titilinn "kjörinn forseti" og ekki fyrr (e. president elect). Bandaríska þingið kemur svo saman í janúar til að ákveða hvort þingið samþykki að hinn kjörni fái embætti forsetans, og verði einnig settur í það. Fjölmiðlar kjósa ekki forsetann
Hér á sennilega mikið og margt óvænt eftir að gerast, sýnist mér. Þessar kosningar eiga líklega eftir að renna í sögubækurnar sem óvenjulegustu forsetakosningar Bandaríkjanna nokkru sinni, þó ekki sé nema fyrir tuttugu- og fimmfaldan fjölda póstgreiddra atkvæða, svo ekki sé notað hugtakið "utankjörstaðaatkvæði" sem í augum okkar Íslendinga er allt annað en það klám sem virðist hafa verið liðið með eins konar fimmta flokks póstverslun atkvæða í boði Demókrataflokksins, sem meira að segja virðist hafa sett lög um að bannað sé að krefja kjósendur um skilríki. Allt hitt læt ég bíða þar til síðar, meðal annars tölfræðilegan og sagnfræðilegan ómöguleika kosningaútslitanna, - sem nú eru véfengd
Það var að venju massífur mannfjöldi kominn saman í Valdosta í Georgíuríki í gærkvöldi til að hlýða á orð Donalds J. Trump, sem er vinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna meðal fólksins (en ekki fjölmiðla) sem mynda Bandaríkin. Enginn sitjandi forseti hefur fengið eins mörg atkvæði í kosningum og Trump. Sem merki um það horfðu 49 sinnum fleiri Bandaríkjamenn á kosningaútsendingar Trumps miðað við Biden fyrir kjördag, og í gærkvöldi er talið að um hálf milljón manna hafi horft á samkomuna á netinu, og líklegt má telja að um 40 þúsund manns hafði komið á hana í eigin persónu, til að hlýða á Trump-forseta fólksins. Sá fjöldi sem fylgdist með samkomunni á netinu gæti verið 500 sinnum meiri en sá fjöldi sem hafði fyrir því að hýða á þakkargjörðarávarp Joe Bidens um daginn
Tilefni samkomunnar í gærkvöldi er fyrirstandandi kosning þingmanna Georgíuríkis til öldungadeildar Bandaríkjanna í janúar næstkomandi
Uppfært:
Uppfært að morgni 7. desember 2020, þ.e. á þeim degi er Apollo 17 árið 1972 hélt af stað til Tunglsins með enn fleiri Bandaríkjamenn innanborðs til sumarfrís frá Jörðinni á Tunglinu, en þar lentu þau mönnum sínum 51 ári áður en Kínverski kommúnistaflokkurinn lenti ómönnuðu geimfari á sama hnetti, - já þá hafa rúmlega tvær milljónir manna horft á upptökuna frá Trump-samkomunni hér fyrir ofan - og er hún bara ein af mörgum slíkum
Á þessum degi í Bandaríkjunum eða þann 7. desember 1972: Apollo 17 leggur í hann með Bandaríkjamenn til dvalar á tunglinu. Fimmtíu og eitt ár er liðið síðan að Bandaríkjamenn stigu fyrstir manna fæti og gengu um á tunglinu. Enn sem komið er hefur engin önnur þjóð jarðar verið fær um hið sama
Fyrri færsla
Orkuskortur í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar og ekkert sérstaklega kalt
![]() |
Sýndi engin merki um uppgjöf á fjöldafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2020 kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 3. desember 2020
Orkuskortur í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar og ekkert sérstaklega kalt
DER NAGELDEKK-INSTITUT am SWIFRYKK Hmpf!
Manni hryllir við hvernig komið er fyrir svo kallaðri "höfuðborg" Íslands þar sem orkufyrirtækið Vetur virðist vera eins konar útibú Austur-Berlínar í Reykjavíkurborg. Nær hefði verið að ráðstjórnarmenn Veturs Oháeff hefðu bara farið í sínar eigin austur-þýsku skúffur, og dregið fram rannsókn um að þetta sé allt saman kapítalisma á Vesturlöndum að kenna -og nagladekkjum hjólaheimskautsmanna. Af hverju að flytja inn skýrslu frá kommúnistastjórninni í Kína sem dreifði Wuhanveirunni, nú þegar hin fimm rauðstjörnu heimatök alræðisins eru svona hæg hjá Reykjavíkurborg
Það er ekki einu sinni kalt úti og ekkert nálægt því sem Danir kalla frostavetur, þar sem mínus 10-25 gráður eru viku eftir viku og Eystrasaltið frýs. Nei, það rétt marrar í mínus fimm til sjö núna, en hin græna Barþelóna gorgonsólaðra ráðamanna Reykjavíkurborgar virðist þegar frosin föst við ostaskerann. Mínus 10-20 gráðu-veður er mjög hentugt til hlaupa úti, en verra er þó ef staðan inni er þannig að hvíta skeggið sem myndast nær ekki að þiðna af mönnum fyrr en næsta vor í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar, með Hakkapeliitta á heilanum
Ráðlegg ég gíslum Borgarinnar að fá sér trékögglakyndingu, eða enn betra; fá sér öfluga hráolíumiðstöð, því þar kostar orkan næstum ekkert og afhendingaröryggið er svo gott sem fullkomið, enda ekki um rauða einokunarvöru að ræða. Styttist nú í gjaldþrot borgarinnar og stakkels borgara hennar í "borgríki" Samfylkinga, þar sem græna trúarbylgjan hefst ávallt með orkuskorti en endar með fangelsun. Velkomin til DDR
Landsbyggðin
Fyrri færsla
Tvö komma sex prósent hagvöxtur á Íslandi núna
![]() |
Segir heitavatnsskortinn tengdan faraldrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2020 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 30. nóvember 2020
Tvö komma sex prósent hagvöxtur á Íslandi núna
Mynd, Hagstofa Íslands. Landsframleiðslan á þriðja fjórðungi 2020
****
Þegar þjóðhagsreikningauppgjör Hagstofunnar yfir þriðja fjórðung ársins er skoðað, stendur þrennt upp úr:
1. Hagvöxtur fjórðungsins varð minni en hann hefði þurft að vera vegna ótímabærrar landamæraopnunar þrýstihóps sem eyðilagði fyrir einkaneyslu í landinu öllu. Heil þjóð þurfti að skríða inn í skelina til þess að nokkrir erlendir ferðamenn, þrælar og flökkulýður hins glataða sovétjökuls Evrópusambandsins gæti náð að komast hingað inn til að eyðileggja fyrir hinum 93 prósentum hagkerfisins. Annars hefði einkaneyslan verið sterkari og lyft landsframleiðslunni meira upp, dregið úr áföllunum og bætt varnarstöðu ríkissjóðs þjóðarinnar
Leirdúfurnar við stjórnvölinn framlengdu framboðskreppunni með því að koma í veg fyrir staðfasta og pottþétta sótthreinsun við landamærin, og gott ef þeir hafa ekki eyðilagt jólafjórðunginn líka. Ekki er hægt að hafa mjöl í munni og blása á sama tíma. Einkaneyslan hefði átt að getað lyft sér um 20-30 prósentur og vöruskiptin væru mun betri ef leirdúfur stjórnmálanna hefðu ekki látið höfuð sín sogast inn í svarthol Schengen og EES-samningsins. Enginn eftirspurnarkreppa ríkir, heldur aðeins framboðskreppa stjórnmálamanna
2. Óheft flæði af innfluttum matvælum eyðileggur fyrir innlendri framleiðslu. Þeirri umræðu hafa fríverslunar-hagfræðingar um allan heim tapað og gert sig sjálfa og fag sitt að bergmálshelli fyrir 0,1 prósentu mannkyns. Enginn tekur mark á því fólki framar þegar að trúarbrögðum þeirra um "frjálsa verslun" milli landa kemur. Við erum að glíma við stórkostlegt innflæði frá sovét-styrktum láglaunalöndum Evrópusambandsins og sem aldrei verða annað en einmitt stálfátæk og strategísk láglaunalönd. Þetta verður að stöðva áður en EES-samningur Íslands við svarthol sem sogar allt til sín nær að eyðileggja okkur enn meira að innan en orðið er. Núll komma eitt prósentuliðið verður að loka inni í eins konar akademískum munkaklaustrum þar sem það getur talað innbyrðis um "fríverslunarkenningar" á himnum uppi án þess að eyðileggja efnahag þjóðarinnar sem býr í raunheimum
Mynd: Skjáskot af Eurointelligence 27. nóvember 2020. Hvernig hagfræðingar töpuðu umræðunni um "frjáls viðskipti". Þau eru aldrei "frjáls", nema í bergmálshellum. En svo koma leðurblökurnar og þá...
****
Verndartollar eru komnir til að vera. Þið 0,1 töpuðuð gegn okkur 99,9. Og enginn hefur áhuga á innfluttum hagfræðingum, heldur ekki niðurgreiddum og allra síst trúarpólitískum - ófærum um að greina sjálfa sig sem dauðvona viðrini á langlegudeildum kratismans
3. Lækka verður skatta á fyrirtækum og einstaklingum, og það er meðal annars hægt með því að skattleggja til dæmis innflutta rafbíla til jafns við aðra bíla. Þeirri viðurstyggilegu og trúarpólitísku sovétstrategíu græna hálmmánans verður að linna áður en hún gerir landið okkar gjaldþrota, ekki bara fjárhagslega heldur andlega líka. Græn mygla í þjóðarhag og í höfðum manna er mygla, jafnvel þó svo að hún sé græn. Grænt er orðið hinn nýi litur alræðis-sovétríkja nútímans. Rautt að innan en grænn að utan. Enginn munur miðað við síðast, sama gamla sovétið og ávallt áður, en nú sem afturganga fáránleikans
Fyrri færsla
"We the People": Endurtalning ólögleg í Georgíu?
![]() |
Samdrátturinn miklu meiri á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2020
"We the People": Endurtalning ólögleg í Georgíu?
Lin Wood lögfræðingur hélt blaðamannafund í Georgíuríki þann 6. nóvember 2020. Það er gott að "við fólkið" er enn til, ásamt Jr
****
Þetta gerist varla betra, hafi maður á annað borð áhuga og álit á We the People eða "okkur fólkinu" sem gert er ráð fyrir að sitji við stjórnvölinn og stjórni í reynd lýðræðisríkjum. Að fólkið ráði og stjórni ríkjum sínum sjálft, en ekki elítur embættismanna, fjölmiðlar og erlendar "alþjóðastofnanir" eða ESB-helvítið
Lin eða L. Lincoln Wood Jr er lögmaður einn frá Georgíu sem margir kannast við úr Vestrum og bandarískum kvikmyndum með Jimmy Stewart og félögum, nema það að Lin Wood er ekki bíómynd. Hann er alvöru, og gott betur en það, eins og sést hér á myndbandinu fyrir ofan, þegar hann samþykkir að "hjálpa" kosningateymi Donalds J. Trump í glímu þess við kosningasvik
Og hér fyrir neðan er síðan upptaka þar sem Lin Wood ræðir við Jeanine-dómara Pirro í síma um málið. Og viti menn; nokkrum dögum eftir að hann og Jeanine-dómari töluðu saman, hefur áfrýjunardómstóll (11) tekið undir lögmæti málflutning Woods um að kosningarnar í Georgíu séu ólöglegar og að allar endurtalningar atkvæða hafði þar með verið ólöglegar líka
Lin Wood ræðir við Jeanine-dómara í síma þann 22. nóvember 2020. Aðvörun: bæði Helvíti og húsbóndi þess Djöfullinn koma við sögu hjá Lin Wood Jr
****
Á meðan á þessu stóð hafa þingmenn og fulltrúar að minnsta kosti þriggja "swing" ríkja Bandaríkjanna samþykkt að taka málin fyrir og hlusta á eiðsvarin vitni og sönnunargögn lögfræðiteymis Rudy Giuliani, sem fer fyrir lögfræðiteymi Trump-framboðsins. Hér má sjá það sem fram fór Gettysburg í Pennsylvaníu í gær. Eiðsvarinn vitnisburður rúmlega áttræðrar konu um ferð hennar á kjörstað er átakanlegur áheyrnar fyrir þau yfirvöld sem standa að kosningunum þar vestra, svo ekki sé meira sagt
Málshöfðun Giuliani í Pennsylvaníu: Framsögn, áheyrn og vitnaleiðslur í Gettysburg í Pennsylvaníu í gær
****
Og svo síðar sama dag sendi Sidney Powell lögfræðingur tvær stórar bombur af ákærum inn til réttarins í Georgíu og Michigan, þar sem tekin eru fyrir kosningamisferli og sjálfar kosningavélarnar sem notaðar voru við forsetakosninguna, ásamt hugbúnaði þeirra
Þarna er sem sagt allt á fullu, og eru málin vegna kosninganna heldur betur farin að vinda upp á sig. Stóru smámenna-fjölmiðlarnir keppast þó enn sem komið er við að þegja, og það svo mikið að súr svitinn lekur af þeim og ritskoðunarfulltrúum þeirra, ásamt hálf-sovésku netrisunum sem einnig hamast við sín sprenghlægilegu ritskoðunarborð, eftir að svo gott sem allt internetið í vasa þeirra rann
****
En hvað sem öllu þessu líður, þá þýða svo kallaðar "staðfestingar" ríkjanna á kosningunum (e. certification) ekki neitt endanlega sérstakt, eins og sjá mátti til dæmis í bandarísku forsetakosningunum 1960. En þá þóttust menn vissir um að Hawaiieyjar hefðu fallið í hlut Nixons og staðfesti ríkið þá kosningu og kjörmenn þess líka, nema það að kjörmenn Demókrataflokksins kusu Kennedy þó svo að þáverandi "staðreyndir" sögu að Nixon hefði sigrað. En svo var endurtalið og í ljós kom þann 28. desember að Kennedy hafði sigrað með 115 atkvæðum. Neyddist Hawaiiríkið þá til að staðfesta þau úrslit, og þar með að ógilda hin fyrri, og senda nýju staðfestinguna inn til Bandaríkjaþings sem samþykkti úrslitin er það kom saman í janúar, þrátt fyrir áðurgengna kosningu kjörmanna Repúblikana. Sendu Hawaiieyjar því tvær staðfestingar á sömu kosningunum, innihaldandi tvær ólíkar niðurstöður kjörmanna. Þannig að þegar Trump forseti segir við fréttamann að hann lúti auðvitað dómi kjörmanna, þá á hann að sjálfsögðu við hinn endalega dóm þeirra og Bandaríkjaþings. Slíkt ætti jafnvel hvert fréttamannabarn að geta lesið út úr orðum forsetans
Þetta er sem sagt langt því frá búið þarna í Bandaríkjunum núna. Donald J. Trump getur enn hlotið kosningu sem réttkjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Þeir sem segja annað, gera það gegn betri vitund. Og í þetta skiptið er ekki bara um eitt ríki að ræða, heldur að minnsta kosti sex - ásamt fossi af póstgreiddum atkvæðum sem ekki voru til þá, en eru mun stærri stafli en heilt, himinhátt og torgreinanlegt fjall Machiavellis núna
Fyrri færsla
Ný endurtalning í Georgíuríki. Kröfur um að Pólland og Ungverjaland séu rekin úr ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2020 kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Nýjustu færslur
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
- Á Ísraelsríki þá líka að leggja kosningar af?
- Njótið: Evrópa loksins home alone
- Þorgerður Katrín styður Pútín
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 6
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 165
- Frá upphafi: 1402327
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008