Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019
Fimmtudagur, 29. ágúst 2019
Úrbeinaðir smáfuglar Valhallar komnir í trekt
ÖRORKUPAKKI XD NÚMER ÞRJÚ
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn ófær um að stunda þjóðlega samvinnu, þ.e. að vinna með sinni eigin þjóð og fyrir hana. Hann hefur því fundið sér nýja þjóð, eða réttara sagt brot úr öðrum brotnum þjóðum til að vinna fyrir, og kallar það "al-þjóðlega samvinnu". Svona fer ávallt fyrir þeim sem misst hafa getuna á heimavelli. Þeir leita sér að stuðningshópum sem afkomu sína eiga undir því sem valdið hefur klofningi annarra þjóða
Þetta er gamla sagan: Alþjóðastefna (Internationalism) gegn Þjóðarstefnu (Nationalism)
En þetta mun rífa restina af flokknum á hol, því með Orkubandalagi Evrópusambandsins mun orkuverð margfaldast á Íslandi, eins og nótt fylgir degi, og búa til risavaxna fallöxi almennings sem tekur flokkinn endanlega af lífi. Þá verður ekki aftur snúið, nema enn dýpra niður í líkkistu flokksins
Forystan skynjar ekki þær vitsmunalegu pólitísku breytingar sem geopólitískar staðreyndir á jörðu niðri eru að valda, með fullum og óstöðvandi skriðþunga nauðsynjar
Hagsmunir Íslands, íslensku þjóðarinnar og hins vegar forystu Sjálfstæðisflokksins, fara ekki lengur saman
Í Valhöll sitja núna eins konar úrbeinaðir smáfuglar í trekt ofan á hakkavél sem halda vilja fast í gulfótinn gamla, og jafnvel fórna sér fyrir hann. En hann er farinn og kemur ekki aftur. Staðreynd mun svo koma þjótandi hjá og ýta á hnappinn. Eins er það með þær utanríkisstefnur sem urðu til í kjölfar þeirra nauðsynja sem útkoman úr Síðari heimsstyrjöldinni kallaði fram
Þær aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi og heimurinn er því kominn í nýjan enduruppsetningar-fasa. Staðreyndir nauðsynja sjá fyrir því (e. imperatives). Þeim verða allar þjóðir að hlýða því annars farast þær og ríki þeirra hætta að vera til
Fyrri færsla
Hringurinn þrengist um Orkupakkamenn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. ágúst 2019
Hringurinn þrengist um Orkupakkamenn
Björn Bjarnason virðist hafa orðið "sérfóður" um samsæriskenningaheiminn allan undir leiðsögn Roberts Mueller saksóknara Demókrata. Þar staglaðist Björn sífellt á "hringurinn þrengist um Trump" og álíka fjölmiðlaþvælu, sökum inngróinnar meðvirkni með krötum, umboðslausum embættismönnum og að því er virðist andúðar á sjálfstæðum mönnum. Í dag er Björn aftur kominn á vettvang með allsherjar visku sína um heim samsæriskenninga. Að þessu sinni eru það þeir sem vara við Orkusambandi ESB sem eru að sverja sig saman gegn skoðunum Björns og áttavilltum frænda hans Bjarna Benediktssyni. Og ég sem lengi vel hélt að eitthvað verulegt væri að marka það sem Björn lætur frá sér fara:
Þvæla: Mueller hreinsar pyttinn (hann er pytturinn)
Þvæla: Lygavefurinn gliðnar hjá Trump
Þvæla: Rússa-rannsóknin í Washington er komin á nýtt stig
Spuni: Rússnesk nettröll gegn Hillary
Þvæla: Rússa-tengslin í innsta hring Trumps
Þvæla: Trump sigri hrósandi - skýrendur á öðru máli
Lygi: Trump flokksvæðir öryggisvottun
Þvæla: Trump og endalok diplómatíunnar
Þvæla: Trump afvegaleiðir álitsgjafa
Fyrst að Björn trúði þessu, þá trúir hann hverju sem er, eins og Bjarni og Benedikt frændi. En auðvitað var hér bara um áróður að ræða, eins og þann sem Björn viðhefur um yfirríkislöggjöf Orkusambands ESB í dag
Þetta minnir einna helst á ritstjórn hins þýska Der Spiegel, sem birti í blaði sínu endalausar og hreinar lygasögur blaðamanns þess í Bandaríkjunum, um núverandi forseta Bandaríkjanna, kjör hans, um landið sjálft og bandarísku þjóðina. Er upp komst var blaðamaðurinn rekinn úr starfi með skömm. En eftir sat ritstjórn blaðsins, sem gagnrýnislaust hafði birt lygasögur blaðamanns síns, vegna þess að þær féllu hundrað prósent að bandaríkjahatri ritstjórnarinnar sjálfrar. Þar kom því allt heim og saman í einni allsherjar klámútgáfu blaðsins um Bandaríkin í vestri. Bandaríkjahatur mælist einna mest í Þýskalandi og hefur gert svo áratugum saman
Máflutningur Björns er farinn að minna á málflutning íslenskra ESB-sinna sem sögðu (1) að ekkert mál væri að ganga í Evrópusambandið, því líkaði Íslendingum ekki vistin, gætu þeir bara hætt í ESB. Hið sama (2) var sagt um evruna. Henni væri bara hægt að skila. Enginn þessara manna tekur því eftir að peningaskömmtun ríkir enn á evrusvæðinu í Grikklandi í dag, heilum tíu árum! eftir hrun. Þar er grísku þjóðinni skammtaðir peningar í sinni eigin mynt. Og það sama (3) var sagt um eðli Evrópusambandsins. Jafnvel sambandinu sjálfu og eðli þess væri hægt að afneita og hafna er inn væri komið, sögðu menn. Svipað (5) og reynt er að halda því fram að hægt sé að hafna og afneita eðli Orkusambands ESB í dag. Sagt var líka (4) að hægt væri að "semja" við Brussel um inngönguna. En einmitt inngangan er það sem Gamla testamentið varar þjóðir jarðar við, með því að leggja ógnarþunga á sjálfa útgönguna. Hún er svo erfið að henni er líkt við verstu plágur jarðar. Þar er ekki um ýkjur að ræða
Síðustu daga hef ég ferðast um Norðurland, en hvergi hitt einn einasta mann sem bölvar ekki landráðalegum áformum ríkisstjórnar Íslands, vegna Orkusambands Evrópusambandsins. Reiðiský var yfir Skagafirði, vegna ríkisstjórnarinnar. Sama ský virðist einnig hanga yfir tapstöðvum xD í Garðabæ, Keflavík og Selfossi
Þessi ríkisstjórn er ekki ríkisstjórn Íslands. Meina þyrfti henni aðgang að Alþingi Íslendinga, svo komið verði í veg fyrir óbætanlegan skaða á lýðveldi okkar. Hún er algjörlega umboðslaus í þessu máli. Bukner-stemming ræður för ríkisstjórnarinnar
Fyrri færsla
Skólastúlkan Mette Absurdsen og hin súra skólamjólk Trumps
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 23. ágúst 2019
Skólastúlkan Mette Absurdsen og hin súra skólamjólk Trumps
SAMSTÖÐUFUNDIR Á VEGUM MIÐFLOKKSINS: SELFOSS Í GÆRKVÖLDI
Nú eru tæplega fimm þúsundir Íslendinga búnir að horfa á samstöðufund Orkunnar Okkar gegn orkupakka-3 á vegum Miðflokksins í Keflavík í fyrrakvöld, og um 2500 manns hafa nú þegar horft á fundinn á Selfossi í gærkvöldi. Troðfull hús voru á báðum þessum stöðum
Hér má horfa á fundinn á Selfossi og hér er Keflavík (opnast í nýjum glugga). Hattur ofan fyrir þessu fólki
METTE ABSURDSEN NÝLENDUHERRA
Allt í einu þykjast Danir skilja tvö prósent tungumáls Trumps og eru komnir í draumóraseríu númer 205 um Grænland -í Berlingske- og segjast hafa "sofið í tímunum"
"Varnargeta danska hersins á Grænlandi er nánast bara landhelgisgæslan (d. kystvagt). Við erum með nákvæmlega enga loftvarnargetu í landinu, núll þar, og við erum með engan landher á Grænlandi," bendir Peter Viggó lektor í akademíu danska hersins á:
"Forsvarets kapacitet i Grønland er nærmest kun en kystvagt. Der er ikke noget luftforsvar overhovedet. Det er ikke noget landmilitær," påpeger lektor Peter Viggo Jakobsen fra Forsvarsakademiet."| Berlingske í gær
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: "Við vitum ekki hvað er að gerast á Grænlandi og við eigum ekki einu sinni til landakort af því," eins og Martin Lidegaard fyrrum utanríkisráðherra Dana (og þar með Grænlendinga líka) bendir á:
"Vi har i årevis kæmpet for flere penge til kortlægning af Grønland. Hvis vi kan gøre det med satellit og et civilt formål, vil det samtidig have et sikkerhedsmæssigt formål, uden at det ansporer Rusland til yderligere oprustning," siger Martin Lidegaard. | Berlingske í gær
JA HÉRNA
Þetta er farið að minna óþyrmilega á nýlendustöðu Íslands hér fyrr á tímum, og sem sótsvört og bölvuð ríkisstjórn Íslands hyggst á ný kalla yfir þjóð okkar og land með orkubandalagslöggjöf Evrópusambandsins. Dýr er fiskurinn okkar að verða fyrir þá sem þangað ætluðu að selja hann tollfrjálst, en sem sætir tollum þar enn. Hvar, hvar í ósköpunum kaupir forysta Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnin kvalarlostaefnin sín. Hvar? Það væri fróðlegt að vita. Þau fást að minnsta kosti ekki í Hönnubúð. Eru þau nokkuð úr kjallaranum í Brussel þar sem Grikkland var krossfest?
Já, kannski er danska og gjörtapaða staðan á Grænlandi eins og í Belgíu, þar sem ég held (þ.e. ég er ekki viss) að 85 prósent af útgjöldum til varnarmála fari í lífeyrisgreiðslur. Restin af NATO-löndum meginlands Evrópu, fyrir utan þrjár undantekningar, er í flestum tilfellum kvöldverðir í Brussel, og er íslenski föndurklúbburinn á sérsviði Heklunála þá talinn með. Hið raunverulega NATO á meginlandi Evrópu í dag eru Bandaríkin og Pólland, þar sem Bandaríkin eru í viðbragðstöðu - og vel á minnst - bæði við austur og vestur landamæri þess, því Þjóðverjar hafa jú tilkynnt Pólverjum að þeir geti þolað Rússland upp að landamærum þeirra, en gleymdu að segja hvoru megin sú samþykkt gildir. Bandaríski herinn gætir því landamæra Póllands, Rúmeníu og Búlgaríu í austri en Trump gætir pólsku landamæranna á Twitter í vestri. Tíst nægir þar í bili, eins og sést
Merkel mús og Mette skolepige gætu bjargað þessu með því að smíða 12 stykki flugmóðurskip sem knúin væru vindmyllum með endalaust úthald þar sem vindurinn blæs hve hvassast úr afturenda ESB. Danir myndu ekki þora að reisa svo mikið sem einn snúrustaur á Grænlandi af ótta við Rússa á Eystrasalti
Talandi um sæstreng, þá er hvert nýlegt bandarískt flugmóðurskip með tvær Kárahnjúkavirkjanir um borð. Að vísu eru þau ekki skemmtiferðaskip á borð við Queen Mary 2, en þau framleiða hvert fyrir sig 17 sinnum meiri orku en til dæmis það fallega skip sem sótti Ísland heim í júlí. Eitt þannig flugmóðurskip er með 22-falda núverandi vatnsafls-raforkuframleiðslugetu Grænlands og 11-falda allsherjar raforkuframleiðslu Grænlands, sem að helmingi til er framleidd með bruna. Þetta nægir ekki til neins sem Bandaríkin þurfa á að halda til að verja Grænland. Þeir sem eru með sæstreng á heilanum hér á landi, ættu frekar að beina sjónum sínum norður en niður, til að svala snúru-fetisma sínum þar. Það er nefnilega ekki svo langt til Grænlands. Eða bara aðstoða þá við að byggja sitt eigið. Við eigum meira sameiginlegt með Grænlendingum, Bandaríkjunum, Kanada og Nýfundalendingum en úrkynjuðu kóngapakki ESB-veldisins á hausnum
GÚRKUSNEIÐIN CARL BILDT
Það var ansi merkilegt að lesa hér hjá Styrmi Gunnarssyni, sem berst kröftuglega gegn því að ríkisstjórn okkar selji fullveldi Íslands í orkumálum og öllum málum til Brussel, að ESB-Svíinn Carl Bildt sem var forsætisráðherra Svíþjóðar, sem á sínum tíma seldi sig til Hitlers, og sem Carl Bildt seldi síðan í hendur Brussels, skuli þykjast hafa eitthvað að segja um Grænland, Svalbarða og Ísland. Hvað er þessi maður að tala á okkar vegum. Hvað er þessi esb-gúrkusneið að ybba gogg um okkar land. Honum koma okkar málefni ekkert við
Þetta er hið merkilegasta mál fyrir þær sakir að það eru aðeins Bandaríkin sem tryggja að Grænland sé á höndum Dana. Annars væri það á höndum annarra. Og ef Bandaríkin slaka á þar, þá rennur Grænland með sinni grænlensku þjóð á hendur þið vitið hverra
Þegar svo forseti Bandaríkjanna imprar á því að þetta sé ekki nógu gott og talar mál sitt á þann hátt sem hann alltaf hefur gert sem byggingarmeistarinn frá Manhattan, er glímt hefur alla sína ævi við gerspillta embættismenn, verkalýðsfélög og hvatt steypugengi og iðnaðarmenn sína áfram, en sem er ekki nógu fínt mál fyrir Snobbhill-úrkynjaðan herra Carl Bildt ESB-Gúrkusneið von sænskri Klessu, að þá eru menn ekki einu sinni tilbúnir til að ræða málið og kalla það bara absúrd
Forsetinn talar það mál sem hann hefur alltaf talað og sem bandaríska þjóðin skilur, og sem í stuttu máli er það, að þetta er "A BAD DEAL", sem þýðir hættið að níðast á okkur, baktala okkur og notfæra ykkur velvild Bandaríkjanna sem bera hagkerfi, varnarmál og þjóðaröryggi ykkar uppi
Við erum á fullu á Grænlandi og þurfum að vaða í gegnum reglu- og lagafrumskóg fullkominna vesalinga í Kaupmannahöfn, sem ekkert geta og ekkert vita hvað þarna er að gerast, á meðan þið rífið fullveldið af þjóðum Evrópu og hendið þeim í gasvasa Rússa og yfirþýsks-ESB sem þið síðan heimtið að við verjum ykkur fyrir fyrir ekki neitt
Það eru 70 ár liðin frá því að við fórnuðum okkur fyrir ykkur og það í þrígang - og þið eruð aumingjar enn. Okkur langar ekkert til að þurfa að koma aftur til að bjarga vesalingunum ykkur úr úr því nýja helvíti sem þið eruð með í ESB-smíðum núna
Fyrri færsla
Svarandi til sex prósenta kjósenda Sjálfstæðisflokks eru búnir að horfa á fundinn í gærkvöldi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Svarandi til sex prósenta kjósenda Sjálfstæðisflokks eru búnir að horfa á fundinn í gærkvöldi
FUNDURINN Í KEFLAVÍK
Í gærkvöldi var Miðflokkurinn með opinn fund um orkupakka 3 í Duushúsinu í Keflavík. Salur hússins fylltist og frummælendum var ákaft fagnað. Færri komust að með spurningar á eftir en vildu
Frummælendur voru þessir:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
Frosti Sigurjónsson fv. þingmaður Framsóknarflokksins
Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins
Ingibjörg Sverrisdóttir ferðamálafrömuður
Ögmundur Jónasson fv. innanríkisráðherra og formaður BSRB
Ég var einn þeirra sem kveikti á útsendingunni í miðjum fundi. Er honum var lokið tók ég mér pásu og kom aftur nokkru síðar og horfði á útsendinguna frá byrjun. Þá voru um það bil þúsund manns að gera það sama og ég; að horfa á fundinn. En núna í morgunsárið er áhorfendafjöldinn kominn í rúmlega þrjú þúsund manns. Það finnst mér mikið. Væru áhorfendur allir úr þeim hópi 49.543 manna sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast, þá væru um sex prósent þeirra að ræða. Ég er að minnsta kosti einn þeirra og ég veit að áhorfendur koma flestir úr sömu átt: þeir eru annað hvort kjósendur Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, að miklu leyti: þorri þjóðar, núna og áratugum saman
Þegar hlustað er á málflutning Frosta Sigurjónssonar rann loks upp fyrir mér í hverju neytendaverndarmálflutningur þingmanna Sjálfstæðisflokksins er fólginn: Hann er fólginn í því að koma í veg fyrir að visst fólk noti rafmagn. Að vernda til dæmis kjósendur sína gegn eldavél og þurrkara, með því að þeir sem eru efnaðir, til dæmis læknarnir sem Bjarni samdi við og eru þeir hæst launuðu í heimi, hafi einir efni á að elda sér mat á matmálstímum. Þeir sem vinna hins vegar hjá ekki-hinu-æðra-opinbera og eru á meðallaunum, þeim skal forðað frá notkun rafmangs, á meðan þeir sem efnaðir eru, elda sinn mat og þvo sinn þvott eins og uppréttum mönnum sæmir. Þarna hefur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins tekist að gæta hagsmuna Þýskalands mjög og best í Orkusambandi Evrópusambandsins, þannig að helst Þjóðverjar einir geti notað rafmagn eins og það var notað áður en Bjarni Benediktsson og félagar komust með klærnar í Sjálfstæðisflokkinn. Svona er að ganga í Orkusamband Evrópusambandsins. Það kemur í veg fyrir að ríki geti gætt sinna eigin hagsmuna. Til þess var það stofnað
HORFA HÉR
En sjón er sögu ríkari svo ég ráðlegg mönnum að horfa á allan fundinn hér (opnast í nýjum glugga)
Ég segi þetta og hef sagt þetta vegna þess að ég stundaði beina markaðsfærslu á tískufatnaði í eigin fyrirtæki í Skandinavíu árum saman, þar sem auglýsingaverð var himinhátt og prent- og sendingarkostnaður var langsamlega stærsti kostnaðurinn. Ein lítil mistök í markaðsfræðslunni gátu kostað okkur tugi milljóna króna
Þegar ég hugsa um stöðu Sjálfstæðisflokksins í dag, sé ég að Valhöll hefur í 10 ár sent kaldan póst til allra með mynd af Erich Honecker og Walter Ulbricht í sokkabuxum á forsíðunni, þar sem efst trónir búmerki Sjálfstæðisflokksins í rauðum lit. Baksíðuna prýða svo Jóhanna Sigurðardóttir og Herman Van Rompuy. Og þegar innihaldinu er flett, blasir búmerki Evrópusambandsins við á hverri einustu síðu, sem reglugerðarnúmer í stað blaðsíðunúmers. Sem sagt; kjósið mig ekki. Kjósið mig aldrei. Þetta er katalógurinn úr Valhöll
Þetta er það sem mér dettur í hug eftir að hafa fylgst með núverandi Valhallarliði Sjálfstæðisflokksins í 10 ár. Um hreint skemmdarverk er að ræða. Það er staðreynd. Það eina sem ég veit ekki, er hvort að skemmdarverkið er vísvitandi gert eða ekki, eða hvort að það sé bara heimska og plebbaháttur, þar sem bruðlað er með fjöregg flokksins [pabbi borgar] og þar með Íslands líka. Verri frammistöðu með efniviðinn Íslenska Þjóðin er ekki hægt að finna nema hjá Samfylkingu
GRÆNLAND: NÝLENDAN Í NÆSTA NÁGRENNI OKKAR
Danmörk sem fer með utanríkismál Grænlands og varnarmál þess, hefur afvísað tilboði forseta Bandaríkjanna um að kaupa Grænland út úr danska konungsdæminu. Þetta gerði Danmörk án þess að ráðfæra sig við grænlensku þjóðina. Danmörk þykist eiga Grænland á meðan Evrópusambandið og sérstaklega Þýskaland er með stóran hluta fullveldis Danmerkur undir sér. Danmörk, sem alls ófær er um að verja Grænland, getur heldur ekki varið sjálfa sig. Fárveik staða Danmerkur í höndum Evrópusambandsins kemur í veg fyrir sjálfstæði grænlensku þjóðarinnar. Enginn myndi viðurkenna sjálfstæði Grænlands undir gersamlega vanhæfri varnargetu Danmerkur, sem hvergi nándar nærri uppfyllir sáttmálaskuldbindingar sínar við NATO. Danmörk hefur ekki minnstu hugmynd um hvað er að gerast á Grænlandi eða ekki, og hún hefur ekki efni á að vita það. Og ef hún vissi það þá hefur hún enn síður getu og efni á að gera neitt í því. Danska ríkisstjórnin starir því á póstkort af drottningunni á Grænlandi til komast hjá því að horfast í augu við landakortið. Bandaríkjunum myndi aldrei detta í hug að neita Grænlandi um sjálfstæði. Þau myndu beinlínis hvetja það til þess og taka síðan að sér vernd þess með yfirþyrmandi varnargetu. Sameiginlegir hagsmunir landanna, sem rynnu algerlega saman, myndu sjá fyrir því. Kína yrði sparkað þaðan út. Þetta mál er á byrjunarstigi og hefur gríðarlegar geópólitískar afleiðingar. Búast má við því að þjóðþing Dana fari nú í niðurbráðnun og öngþveiti vegna óðagots danska forsætisráðherrans. Hún á ekki Grænland og Danmörk á ekki Grænland, sem Vilhjálmur Eyþórsson bendir á að sé hluti af Norður-Ameríku. Morgunblaðið var með einkar fróðlega grein um Grænlandsmálið í gær
Hobbý-snobb nýlendutímabil 20. og 21. aldar er á enda runnið. Hið sama gildir um allt getulaust Evrópusambandið og nýlendur þess líka. Og þó svo að Bandaríkin reki sig óvart í Eiffelturninn á flugleið þeirra yfir Danmörku til austurvígstöðva Póllands, þá verður bara að hafa það. Hvorki Danmörk né Frakkland myndu hreyfa legg né lið réðist Rússland inn á veikasta hlekk Austur-Evrópu. Þau myndu bara horfa á hana brenna og Grænland líka. Þannig er eðli Evrópusambands nýlenduherra. Sjá febrúar-pistil minn um Grænland hér - og hlustið fyrir alla muni ekki á glórulausan utanríkisráðherra okkar um nokkuð sem helst, og allra síst um veðrið (á heila forsætisráðherrans). Ekkert af því sem hér er að gerast hefur hið minnsta með veðurfar að gera
Lars Seier Christensen vandar ekki danska nýlendu-hobbý-snobb klapphatta-félaginu um Grænland kveðjur sínar, hvers "skólastúlkan" Mette stendur skráð sem forsætisráðherra fyrir:
"Så Trump udskyder sit besøg til Danmark. Egentlig kan jeg godt forstå ham - vores politikere opfører sig som en flok provinsielle klaphatte ved at afvise alt uden fjerneste overvejelse, omtanke eller blot viden, om hvad der egentlig bliver foreslået. Et land, hvor der istedet tales i en uendelighed om det storslåede initiativ at leje en infantil ballon i London eller latterlige stråmænd om at sælge Lolland, sin bedstemor eller byde ind på Manhattan.
Ingen respekt for hvorfor det lige er, at USA - der er vores eneste reelle beskytter i en stor og farlig verden og de facto i vidt omfang betaler for vores sikkerhed - er bekymrede over Grønland, som Danmark slet, slet ikke har styrke til at forsvare i en krisesituation. Det gad jeg sgu nok heller ikke stille op til, hvis jeg var ham.
Og se disse reaktioner - det er som at se en flok skolepiger, der ikke er blevet budt op til afdansningsballet. Vi har også travlt med alt mulig andet, æv-bæv....
Jeg græmmes.... men du skal være velkommen en anden gang, Mr President."
Nú er bara að bíða eftir því að Asger Aamund komi og hlaði fleiri perlum á hálsfesti skólastúlkna danska konungsdæmisins, - og så er den hjemme
Fyrri færsla
SDG: Hvers vegna við eigum ekki að samþykkja orkupakka 3
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. ágúst 2019
SDG: Hvers vegna við eigum ekki að samþykkja orkupakka 3
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ræðir við Bylgjuna þann 20. ágúst 2019, um þriðja löggjafarpakka Orkubandalags Evrópusambandsins, sem er yfirríkislöggjöf sambandsins yfir nýtingu auðlinda í orkulandhelgi þess
****
Orkubandalag Evrópusambandsins, eins og myntbandalag þess, er fyrst og fremst pólitískt bandalag sem ætlað er að dæla til sín fullveldi ríkja í orkumálum. Um er að ræða enn eina umboðslausu yfirríkis-ryksuguna ofan í þjóðareigur annarra landa. Ofan í auðæfi annarra landa sem kjósendum annarra og óviðkomandi landa hefur ekki enn verið heimilað að kjósa til sín. En það kemur líka. Og alls staðar þar sem kjósendum landa er gefinn kostur á að kjósa til sín auðæfi annarra þjóða, þá gera þeir einmitt það
YFIRRÍKISLÖGGJÖF
Um yfirríkislöggjöf sem hafin er yfir íslensk lög er hér að ræða. Löggjöf sem tekur yfir orkuinnviði landa og býr til úr þeim enn sterkari rimla sem lönd sambandsins eru sett á bak við, svo að þau séu ekki að gæta hagsmuna sinna og komi þannig í veg fyrir samruna. Orkubandalagið er skrúfað þannig saman að ekki er hægt að losna úr því aftur. Í tilfelli Íslands yrði ekki hægt að losna við það aftur nema með því að segja öllum EES samningunum upp, eins og hann leggur sig. En þar sætir Ísland enn tollum á fiskafurðum, 30 árum eftir að ESS samningurinn var samþykktur til þess að flytja einmitt út og selja fisk tollfrjálst inn á lögsögu Evrópusambandsins. Orkubandalagið tekur fullveldið þ.e. sjálfsákvörðunarréttinn í orkumálum frá þjóðum, eins og EMU-myntbandalag sambandsins tekur sjálfsákvörðunarréttinn í peningamálaum og ríkisfjármálum frá þeim löndum sem þar létu handjárna sig föst inni um aldur og ævi. Það er þetta sem er í orkupakka 3. Hann er allt önnur skepna en orkupakkar 1 og 2. Hann er yfirríkispakki sem setur Ísland í stöðu nýlendu
EKKERT UMBOÐ
Samþykki þjóðkjörnir Alþingismenn þjóðarinnar þessa yfirríkislöggjöf hins erlenda yfirvalds, er verið að taka úr sambandi stóran hluta þess sem samþykkt var með 99,5 og 98,5 prósentu samþykki þjóðarinnar í maí og sem viðtekið var á Þingvöllum þann 17. júní 1944, tæpum mánuði síðar. Þar setti íslenska þjóðin heimsmet í kosningaþátttöku, sem var 98,6 prósent. Til þessara voðaverka hefur enginn þingmanna þjóðarinnar hlotið kosningu, né fengið snefil af umboði fyrir. Enginn þeirra. Þeir væru að ræna þjóðina
Samþykki Alþingi þriðju orkubandalagslöggjöf Evrópusambandsins, sem er æðri íslenskum lögum, verður Ísland mergsogið og tæmt eins og að um nýlendu sé að ræða. Allt það sem þjóðin hefur fjárfesti í framtíð sinni og tilvist á þessu frumtilvistarsviði sem velmegandi þjóð í eigin landi, verður frá henni tekið og flutt úr landi. Það mun gerast í skrefum eins og alltaf, því annars væri um skyndiáhlaup og eins konar hernám að ræða og þjóðin myndi skynja slíkt samstundis. En þarna mun hún skynja það of seint. Orkupakki þrjú er því eins og þriðji og síðasti fasi EMU-myntbandalags Evrópusambandsins, þ.e. lýðskrums-evran, óafturkræfur gjörningur um aldur og ævi og partur af stjórnarskrá Evrópusambandsins. Það voru orkulöggjafarpakkar eitt og tvö ekki, því þeir voru slæmt innanríkismál, mjög slæmt, sem skaðaði Ísland. Pakki þrjú er hins vegar einnig utanríkis og milliríkjamál eins og evran (þ.e. ERM-III) er þvers á landamæri þjóða, og efnahagslegt misfóstur af næstum verstu sort sem hugsast getur
ORKULANDHELGI ESB
Þetta jafngildir því að í landhelgi Íslands væru næstum aðeins erlend skip með erlendum áhöfnum að veiðum og sókn og aflamarki stjórnað frá Brussel, þar sem Hafrannsóknarstofnun að yrði skúffa í skrifborði í Brussels. Skipin kæmu aldrei hingað í land og myndu alfarið landa afla sínum erlendis, þar sem vinnuafl er ódýrara, löggjöf rotin og mafíur eru til aðstoðar ryðhrúgudallaútgerðum á matvælasviðinu, sem að stórum hluta til er í höndum og undir vernd mafía. Þannig væri Ísland sprengt aftur á nýlendustig og auðlindum þess stjórnað erlendis frá og allur afrakstur þeirra fluttur úr landi. Fáeinir þjóðsvikakaupmenn myndu samkvæmt gamalli venju fá hér sporslur, en sem þeir einnig myndu flytja úr landi og helst ekki lenda hér, nema til að mjólka landann. Er þetta það sem þjóðin vill? Nei þetta er ekki það sem hún vill. Engan veginn. Það er verið að svíkja hana
Mynd: Dauðastríð Sjálfstæðisflokksins. Aðeins 6,1 prósenta skilja að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Heimild: MMR
DAUÐASTRÍÐ
Þetta er það sem raðbiluð og forhert forysta Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir núna, þvert á vilja okkar flokksmanna og það sama gildir um forystu Framsóknarflokksins og að mestu um Vinstri græna. Þrjár raðbilaðar forystur ofnar inn í innbyrðis vandamál hvor annarrar; sem er hörmuleg frammistaða þeirra gagnvart kjósendum. Þessar forystur eru orðnar samskonar FL-grúppuflón og sturtuðu hér bönkunum á hausinn. Það er enginn munur á því liði og þessu liði núna. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins er búin að kippa flokknum úr sambandi við sjálfan stofntilgang hans og stinga hann í bakið með rýtingi í samfellt 10 ár. Aðförin sést hér á mynd að ofan. Líklegt er að flokkurinn sé búinn að vera um aldur og ævi. Flokkar fæðast og flokkar deyja
ANDSPYRNA
Aðeins Miðflokkurinn hefur veitt andspyrnu. Restin af stjórnarandstöðu-flokkunum á alþingi er með Evrópusambandið á heilanum og gera ekkert sem unnið getur landi okkar gagn og gjörvileika sem fullvalda ríki til frambúðar. Engin forysta þeirra flokka hefur bjarta framtíð fullvalda Íslands að sínu leiðarljósi, þó svo að margir flokksmanna þeirra hafi fengið meira en nóg, - sennilega meira en þriðjungur í tilfelli Samfylkingar, og allt að helmingur Pírata. En flokkarnir eru í höndum nýlendusinna, sem yfirleitt eru nytsamir kjánar, illa að sér í flestu og þekkja ekki muninn á réttu og röngu. Í höndum fólks sem hefur ekki tíma til neins annars en að láta kjósa sig á sem lágkúrulegastan hátt á ný. Þetta er því miður stjórnmálastéttin okkar í dag, og sem þess utan, að miklu leyti er í höndum embættismanna sem fyrst og fremst hugsa einungis um eigin hag og orðin er eins konar ósýnileg valdamafía
Allir sáu hvers konar þjóðsvikamenn voru innanborðs í vinstristjórninni vondu. Lítið betra er innanborðs í þeirri ríkisstjórn sem hyggst varpa fullveldi þjóðarinnar í orkumálum fyrir róða núna. Þessu fólki þarf að refsa af ýtrasta þoli og úthaldsgrimmd, þar til það hefur iðrast, beðist fyrirgefningar og sagt af sér
Alþingi Íslendinga var ekki endurreist til að það yrði gert að aumingjadómi. Sama gildir um mikilvægustu stofnanir lýðveldis okkar Íslendinga. Ræsa þarf því út embættismannamýrina svo að um muni. Þetta gengur ekki lengur. Samsæri embættis,- stjórnmálamanna,- og alþingis gegn íslensku þjóðinni verður að hætta
Orkupakkar 1 og 2 eru tvö síðustu skrefin sem tekin eru fyrir hrap. Það þekkja þeir sem hafa hrapað og mölvast. Síðasta skrefið sem tekið er fyrir hrap, er ávallt það síðasta. Sjálft hrapið er hins vegar óafturkallanlegt. Það er ekki hægt að taka til baka, því þá eru menn þegar hrapaðir
Uppfært kl. 09:25 og 23:30
NÝLENDAN Í OKKAR NÆSTA NÁGRENNI: GRÆNLNAD
Danmörk sem fer með utanríkismál Grænlands og varnarmál þess, hefur afvísað tilboði forseta Bandaríkjanna um að kaupa Grænland út úr danska konungsdæminu. Þetta gerði Danmörk án þess að ráðfæra sig við grænlensku þjóðina. Danmörk þykist eiga Grænland á meðan Evrópusambandið og sérstaklega Þýskaland er með stóran hluta fullveldis Danmerkur undir sér. Danmörk, sem alls ófær er um að verja Grænland, getur heldur ekki varið sjálfa sig. Fárveik staða Danmerkur í höndum Evrópusambandsins kemur í veg fyrir sjálfstæði grænlensku þjóðarinnar. Enginn myndi viðurkenna sjálfstæði Grænlands undir gersamlega vanhæfri varnargetu Danmerkur sem hvergi nándar nærri uppfyllir sáttmálaskuldbindingar sínar við NATO. Danmörk hefur ekki minnstu hugmynd um hvað er að gerast á Grænlandi eða ekki, og hún hefur ekki efni á að vita það. Og ef hún vissi það þá hefur hún enn síður getu og efni á að gera neitt í því. Danska ríkisstjórnin starir því á póstkort af drottningunni á Grænlandi til komast hjá því að horfast í augu við landakortið. Bandaríkjunum myndi aldrei detta í hug að neita Grænlandi um sjálfstæði. Þau myndu beinlínis hvetja það til þess og taka síðan að sér vernd þess með yfirþyrmandi getu til þess. Sameiginlegir hagsmunir landanna, sem rynnu algerlega saman, myndu sjá fyrir því. Kína yrði sparkað þaðan út. Þetta mál er á byrjunarstigi og hefur gríðarlegar geópólitískar afleiðingar. Búast má við því að þjóðþing Dana fari nú í niðurbráðnun og öngþveiti vegna óðagots danska forsætisráðherrans. Hún á ekki Grænland og Danmörk á ekki Grænland, sem Vilhjálmur Eyþórsson bendir á að sé hluti af Norður-Ameríku. Morgunblaðið var með einkar fróðlega grein um Grænlandsmálið í gær
Hobbý-snobb nýlendutímabil 20. og 21. aldar er á enda runnið. Hið sama gildir um allt getulaust Evrópusambandið og nýlendur þess líka. Og þó svo að Bandaríkin reki sig óvart í Eiffelturninn á flugleið þeirra yfir Danmörku til austurvígstöðva Póllands, þá verður bara að hafa það. Hvorki Danmörk né Frakkland myndu hreyfa legg né lið réðist Rússland inn á veikasta hlekk Austur-Evrópu. Þau myndu bara horfa á hana brenna og Grænland líka. Þannig er eðli Evrópusambands nýlenduherra. Sjá febrúar-pistil minn um Grænland hér - og hlustið fyrir alla muni ekki á glórulausan utanríkisráðherra okkar um nokkuð sem helst, og allra síst um veðrið (á heila forsætisráðherrans). Ekkert af því sem hér er að gerast hefur hið minnsta með veðurfar að gera
Uppfært kl 23:30
Lars Seier Christensen vandar ekki danska nýlendu-hobbý-snobb klapphatta-félaginu um Grænland kveðjur sínar, hvers "skólastúlkan" Mette stendur skráð sem forsætisráðherra fyrir:
"Så Trump udskyder sit besøg til Danmark. Egentlig kan jeg godt forstå ham - vores politikere opfører sig som en flok provinsielle klaphatte ved at afvise alt uden fjerneste overvejelse, omtanke eller blot viden, om hvad der egentlig bliver foreslået. Et land, hvor der istedet tales i en uendelighed om det storslåede initiativ at leje en infantil ballon i London eller latterlige stråmænd om at sælge Lolland, sin bedstemor eller byde ind på Manhattan.
Ingen respekt for hvorfor det lige er, at USA - der er vores eneste reelle beskytter i en stor og farlig verden og de facto i vidt omfang betaler for vores sikkerhed - er bekymrede over Grønland, som Danmark slet, slet ikke har styrke til at forsvare i en krisesituation. Det gad jeg sgu nok heller ikke stille op til, hvis jeg var ham.
Og se disse reaktioner - det er som at se en flok skolepiger, der ikke er blevet budt op til afdansningsballet. Vi har også travlt med alt mulig andet, æv-bæv....
Jeg græmmes.... men du skal være velkommen en anden gang, Mr President."
Nú er bara að bíða eftir því að Asger Aamund komi og hlaði fleiri perlum upp á hálsfesti skólastúlknanna
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2019 kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Svikráðasveitin á Alþingi
Forsætisráðherrann, yfirlýstur siðferðilegur pervert, hyggst flýja til útlanda til að þurfa ekki að hitta varaforseta Bandaríkjanna, sem styður ljós lífsins í stað myrkurs hins svarta kommúnisma Katrínar. Hún er kommúnisti. Hann er ljósvörðurinn, og sitjandi landverndari Íslands. Hún yfirgaf aldrei útópíu Sovétríkjanna. Hann yfirgaf aldrei ljósavélina sem drap á guðlausum Sovétríkjunum og gengur því enn
Utanríkisráðherrann, kannski guðlaus Þór, er styður sótsvartar skoðanir forsætisráðherrans hálfa leið, keppist við útúrsnúninga 24/7 á Alþingi Íslendinga, svo að erlent vald megi sem auðveldast fá völd yfir okkur Íslendingum á ný, sem yfirdrottnari eins og síðast. Hann er nýlendusinni og í stjórnarandstöðu við sjálfan sig
Formaður Sjálfstæðisflokksins, léttkeyptur, drabbandi og nýlendusinni líka, og sem nítt hefur niður flokk sinn í samfellt tíu ár, níðir nú niður það sem tók aldir að byggja upp: lýðveldið Ísland. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja hann í stjórnarandstöðunni við sjálfan sig
Innflutt kjöt Framsóknarmanna úldið og ormétið er. Gamla nýlenduherrakjötið, sömu gerðar og síðast, pakkað inn sem uppgjöf hans fyrir stjórnarandstöðunni við sjálfan sig
Það eina sem upp úr stendur á Alþingi Íslendinga virðist vera Miðflokkurinn. Þangað leita því margir í skjól Sigmundar Davíðs
Ekki þarf að lesa langt í Konungabók Gamla testamentisins til þess að sjá hvar í sögunni við erum stödd á eftir Davíð. Viðurstyggð umrótsmanna blasir við augum þeirra er hafa þau opin og skilja
Fyrri færsla
Kudlow: Engin kreppa á leiðinni, heldur nýjar skattalækkanir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 19. ágúst 2019
Kudlow: Engin kreppa á leiðinni, heldur nýjar skattalækkanir
Bandaríkin - Ísland - Grænland - Taívan
ENGIN KREPPA Á LEIÐINNI, HELDUR NÝJAR SKATTALÆKKANIR
Larry Kudlow forstjóri efnahagsráðunauta Hvíta-húss-ríkisstjórnar Trumps, sagði í gær að engin kreppa sé á leiðinni í Bandaríkjunum (e. no recession) og kynnir um leið áform um enn frekari skattalækkanir sem fjármagnaðar verða meðal annars með því sem kemur inn í tollum á innflutningi frá meðal annars Kína. Allir eru í vinnu sem aldrei fyrr, allir eru á hærri launum, allir kaupa meira og allir hafa það betra; engin kreppa er í aðsigi, segir hann, þvert á móti eru enn frekari skattalækkanir í vændum. Enda rauk smásöluverslun í Bandaríkjunum upp, samkvæmt nýjustu tölum fyrir helgi. Flestum að óvörum
Njáll Ferguson sagnfræðingur segir að enginn hlusti lengur á munkaklaustursmenn seðlabanka og viðurkennir jafnframt að hann sjálfur hafi haft rangt fyrir sér um næstum allt frá og með fyrir brexit --jafnvel frá og með 2008-- og viðurkennir snilli Trumps. Aðeins vitibornir menn kunna að viðurkenna mistök sín
Þegar Ronald Reagan varð forseti Bandaríkjanna árið 1981, þá varð hann strax hrikalega óvinsæll, og var það fyrstu þrjú ár sín á fyrra kjörtímabilinu. Svo óvinsæll var Reagan að New York Times --þá dagblað sæmilega geðhelbrigðra vinstrimanna-- sagði að enginn hefði mælst óvinsælli í Gallupkönnun en Ronald Reagan 1982. Þarna var Reagan að hefja glímuna við Sovétríkin. En svo sprakk hagvöxtur út eins og blóm og fór upp í 8-9 prósentur síðari hluta þriðja árs Reagans sem forseta og hélt áfram á fjórða árinu, kosningaárinu 1984. Þá gáfust margir kjósendur Demókrataflokksins upp og sögðu að þeim væri nákvæmlega sama um hvort Reagan sprengdi heiminn í tætlur eða ekki, þeir myndu þó að minnsta kosti deyja ríkir, og kusu manninn. Fengu þeir nafnið Reagan-demókratar
EN HVAÐ HÖFUM VIÐ HÉR HEIMA!
Hér heima höfum við hins vegar kven- og karlkerlingar öslandi um á sjálfspyntingarkeðjum í suðupotti svartra galdra, sem kalla má ok loftslagsklámiðnaðar eins konar nýs miðstýrðs sovétisma. Svo langt gengur ruglið í þessu sjálfspyntingarliði að það þykist hafa fundið steintöflur sannleikans uppi á Oki hér í Borgarfirði. En þegar betur var að gáð, þá reyndist steintafla sannleika þeirra vera skothelt eintak af Morgunblaðinu frá 1960, (PDF hér). Það verður væntanlega kynnt í bráðnandi Valhöll hálfkommanna þar, sem Moggalygi. Já, Mogginn bráðnar ekki eins létt og Bjarni Ben Icesave-formaður Sjálfstæðisflokksins. Svona er næstum allt þetta lið, blaffrandi og bráðnandi, norður og niður. Og bráðnandi Bjarni Benediktsson, úr sömu Valhöll og Benedikt frændi hans var, hið evra, er bara orðinn aftanívagn án vits og jarðsambands í ríkisstjórn með bjánum. Þetta fólk á íslensku þjóðina alls ekki skilið, ekki frekar en einokunarkompa "Verslunar-þjónustusamtaka" um innflutt esbrusl á hana skilið. Eiga hana ekki skilið sem bestu neytendur í heimi
Það lið dreymir nú blauta drauma um að geta loksins flutt inn sérhönnuð ruslmatvæli frá ESB og selt þjóðinni sem gersemar á uppsprengdu verði. Matvælarusl hefur nefnilega alltaf verið ófáanlegt hér á Íslandi, það hefur alltaf þurft að flytja það inn, því Ísland býður ekki upp á rusl. Hér vex einfaldlega ekki rusl. Ónýtar innfluttar kartöflur sem voru svínafóður voru seldar hér sem mannamatur í vor. Einokunarliðið keypti það sennilega af öskuhaugahaldara í ESB fyrir ekki neitt. Þetta er sama vandamálið í löndum Austur-Evrópu, sem kjarnalönd esb fóðra á þýsku rusli, sem sérhannað er til útflutnings til ESB-landa sem í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi eru við það. Þýskt nautakjöt úr gúmmíi var selt hér sem mannamatur um daginn. Það var ekki einu sinni hæft í hakk. Svo lélegt var það að það gat ekki einu sinni brunnið við, svo sérhannað var það. Konan mín keypti það fyrir mistök og gerir það ekki aftur
Á meðan Trump kýlir skattana niður, en hagvöxt, atvinnu og tollana á misnotendur alþjóðakerfisins upp, þá situr okkar góða þjóð hér heima uppi með ríkisstjórn með allt niður um sig. Þjóðin situr varnarlaus og föst í EES-samningi, sem kýlir skattana upp sökum þess að hingað upp flæðir innflutt skattbyrðin inn frá Evrópusambandinu, sem er á hausnum og búið að vera sem lífvænlegur bústaður manna. Enda er Bretland að fara þaðan út. Hingað inn flæða ESB-mjaltavélar sem mjólka íslenska skattgreiðendur, eyðileggja landbúnað okkar og hvers Schengen-vottaður glæðalýður sturtast stjórnlaust hingað inn. Og ofan í allt þetta hyggst ríkisstjórn botnfallsins í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri grænum, henda fullveldi þjóðarinnar fyrir róða og margfalda hér raforkuverð. Íslensku hitaveiturnar munu fara sömu leið. Enginn kaus þetta fólk til þessara gjörða. Um hrein óheillindi og skemmdarverk er hér að ræða
GRÆNLAND KEYPT ÚT ÚR DÖNSKU ÞROTABÚI?
Donald J. Trump forseti staðfestir nú að Grænland hafi verið rætt í ríkisstjórn hans. Það eitt og sér staðfestir álit mitt sem ég lýsti hér í febrúar, að Bandaríkin vilja að Grænlendingar verði loksins sjálfstæð þjóð í sínu eigin landi og í öruggum höndum. Hve mikið það mun kosta Bandaríkin að kaupa Grænlandi frelsi frá nýlenduherrum þess, er ekki vitað enn. Í þau tæp 30 ár sem ég bjó í Danmörku og fylgdist mjög vel með dönskum stjórnmálum, var Grænland ávallt álitið byrði á Danmörku og talað niður til þess nema á tyllidögum. Það sama gilti um Færeyjar, sem Danske bank þurrkaði tapi sínu á í Færeyjamálinu
Danmörk veldur ekki hlutverki sínu sem nýlenduherra, hvorki á Grænlandi né í Færeyjum. Engan vegin, og sjálf hún Danmörk er heldur ekki fullvalda ríki lengur. Brussel er með fullveldi hennar læst inn í skáp hjá sér. Grænland er því rekald í veraldarhafinu og létt bráð uppkaupsveldis Kínverska kommúnistaflokksins og félaga hans. Hversu hátt Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er kominn upp í áliti þar sem nytsamur kjáni, í gegnum bankaráð kommúnistaflokksins í AIIB, er ekki vitað enn og allra síst veit hann það sjálfur. En þaðan er lítillar aðstoðar að vænta til handa Grænlendingum, því Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er orðinn nýlendusinni sjálfur, ófær um að standa með sinni eigin þjóð í grundvallarmálum og búinn að rústa Sjálfstæðisflokknum
Grænlendingar virðast því miður ekki hafa neitt á borð við hið þjóðbernska afl íslensku þjóðarinnar, sem reif Ísland úr klóm danskra nýlenduhaldara. Þeir þurfa því aðstoð. Hér getum við aðstoðað Bandaríkin við að aðstoða Grænlendinga til fullveldis og sjálfstæðis í sínu eigin landi
ORRUSTUÞOTUR TIL TAÍVAN
Bandaríska forsetaembættið hefur samþykkt sölu á 66 Lockheed Martin F-16V orrustuþotum til ríkisstjórnar Taívans. Varnarmálafréttir segir að þverpólitísk samstaða sé um söluna í bandaríska þinginu og að mánuður sé í að afhendingar geti hafist eftir samþykki beggja málstofa þess. Þar í báðum málstofum eru menn enn harðari gagnvart Kína en Trump forseti. Flestir í heiminum nema í Valhöll eru sammála því sem Trump er að gera þar. En enginn þorði samt að vera fyrstur til að segja það. Valhöll fattar allt síðast, enda á eins konar listamannalaunum hjá íslensku þjóðinni í utanríkismálaranefnd, sem nytsamir kjánar. Varla neinn í þeirri plebbahöll á íslensku þjóðina lengur skilið. Svo mikið er víst
Ísland ætti fyrir löngu að hafa komið sér upp Lofthelgisgæslu með vopnuðum orrustuþotum íslensks varnarliðs, sem gætt gæti loftrýmis okkar í óbilandi bandalagsstreng við Bandaríkin. Allar afsakanir í þeim efnum eru lélegar afsakanir. Slíkt yrði landi okkar öllu mikil lyftistöng og íslensk ungmenni myndu flykkjast þar inn til þjálfunar, lærdóms og starfa. Færri myndu komast að en vildu, svo mikil yrði ásóknin í að fá að þjóna Lýðveldi Íslendinga og ættjörð sinni
- Gunnar er þjóðaríhaldsmaður
Fyrri færsla
Sovésk miðaldastemming í utanríkis-málanefnd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. ágúst 2019
Sovésk miðaldastemming í utanríkis-málanefnd
Mynd: Fulltrúar stórveldanna rétta í Nýlendunefnd yfir Arnari Þór Jónssyni í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar. Athugið: myndin er umskorin. Á veggmyndina vantar nefnilega Bjarna Benediktsson við hlið fyrirmyndar hans, sem stökk úr 21,7 prósentum niður í 10,9 prósentur á aðeins fjórum árum, og rústaði flokki sínum enn hraðar en Bjarna hefur tekist að rústa sínum. Öll skemmdarverkavon, um að steypa Sjálfstæðisflokknum alveg, er þó ekki úti enn. Bjarni situr þessa dagana útifund AIIB-bankaráðs Kínverska Kommúnistaflokksins. Á myndinni sést Jean-Claude Juncker benda fulltrúum sínum á Miðflokksmanninn
****
Úr frétt Morgunblaðsins: ""Mér finnst mjög alvarlegt að dómari við Héraðsdóm komi og beri á borð fyrir utanríkismálanefnd viðlíka vantraust á löggjafarvaldi þjóðarinnar eins og þú [kjósandi] ert að gera hér. Mér finnst þetta móðgun við okkur í þessari nefnd, móðgun við kjörna fulltrúa þjóðarinnar og ég verð að segja, að ásaka okkur kjörna fulltrúa um að við séum að fara að framselja vald okkar í hendur erlendra stofnana, að leggja af stað í ferðalag án fyrirheits, um trúnaðarbrest við þjóðina, gervirök, útúrsnúning, ógn við borgaralegt frelsi og háskalega uppgjöf gagnvart lögunum sem valdbeitingartóli," sagði Rósa Björk og vísaði þar í minnisblað sem Arnar Þór lagði fram fyrir fundinn."
Mynd: Hinn seki, Arnar Þór Jónsson, íslenskur ríkisborgari
****
Tengt eftirmál
Mynd: Þegar flugvél forsætisráðherra tók joðsótt. Icesave-braggarnir, gjöf fulltrúa stórveldanna til þjóðarinnar, sjást í bakgrunni. Vélin sem er 12 hreyfla, er af gerðinni Brussel Flying Fortress
Fyrri færsla
Stærsta viðskiptablokk veraldar að fæðast (ekki leynifjélag)
Þetta er bara mjög móðgandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2019 kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 15. ágúst 2019
Stærsta viðskiptablokk veraldar að fæðast (ekki leynifjélag)
Myndi "markaðsbúskapur" henta Lögreglunni? Nei auðvitað ekki. Og fullvalda ríki lætur heldur ekki raforkumál sín í hendur leynifélags valdamanna annarra ríkja. Lætur þau mál ekki í hendur OPEC leynifélags (Table Ronde) sem á góðri leið er með að myrkva heilt meginland Evrópu á ný. Og heldur ekki Lögregluna, og því síður Landhelgisgæsluna, og alls ekki stjórnmálin, eins og þau því miður á mjög slæmri leið eru með að verða:
Alls ekki stjórnmálin
Alls ekki Lögregluna
Alls ekki Landhelgisgæsluna
Og alls ekki orkumálin, því þau lúta fyrst og fremst tilvistar-strategískum og geópólitískum lögmálum
Bara alls ekki. Kemur ekki til greina!
****
STÓRA-BRETLAND OG BANDARÍKIN
Boris Johnson forætisráðherra Stóra-Bretlands, fjármálaráðherra hans og John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta, funduðu saman í Lundúnum í fyrradag um bráðabirgðasamkomulag um frjáls viðskipti landanna á milli. Það er sagt taka gildi þann 1. nóvember 2019, eða daginn eftir að Stóra-Bretland yfirgefur Evrópusambandið, og ná til allra viðskipta landanna á milli. Gefið er til kynna að þetta komandi samstarf Bretlands og Bandaríkjanna verði kynnt á G7-fundi sjö stærstu efnahagsvelda heimsins í Frakklandi, dagana 24.-26. ágúst næstkomandi
Viðskiptablokkin Bandaríkin + Stóra Bretland + Kanada + Mexíkó yrði þar með yfirþyrmandi sú stærsta í veröldinni, með landsframleiðslu er svarar til 24,7 billjónum dala, eða nálægt tvöfalt stærri en Evrópusambandið, eftir að Bretland yfirgefur það. Kína er í dag aðeins þriðja stærsta viðskiptaland Bandaríkjanna á eftir Mexíkó, en færist í fjórða sætið þegar Stóra-Bretland kemur inn sem stærsta einstaka viðskiptaland Bandaríkjanna
Vinsamlegast athugið: Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hoppandi á, situr nú í bankaráði banka Kínverska Kommúnistaflokksins, svo ótrúlega 180-gráðulega sem það hljómar fyrir þá sem ekki eru í leynifélagi hans. En 180-gráður virðast sérgrein leynifélags hans í Sjálfstæðisflokknum: Sjá hér
Ekkert þessara landa hefur þurft að gefa millimetra af fullveldi og sjálfstæði sínu eftir til þess að geta átt viðskipti við hvort annað. Öflugasta þjóðríki mannkynssögunnar, Bandaríkjum Norður-Ameríku, dytti slíkt þjóðníðandi fyrirkomulag aldrei í hug. Það er aðeins á meginlandi taparanna í Evrópu og í Sovétríkjum sem að slíkt tíðkast
Landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,1 prósent á 2.fj. þessa árs. Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,2 prósent á sama tímabili. Hann er nú 10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum. Hlutabréfin í Deutsche Bank hríðfalla og nálgast núll. Þau standa í 5,90 evrum og hafa fallið úr 112 evrum í maí 2007, eða um 97 prósentur
LEIÐARI MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGINN 26. MAÍ 1944
"Í orðsendingu forseta Bandaríkjanna segir svo:
"Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Íslands, og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamningunum, að loknum núverandi ófriði, til þess að friðarsamningarnir viðurkenni einnig algert frelsi og fullveldi Íslands".
Og í orðsendingu sendiherra Breta í Reykjavík, er hann gaf í fullu umboði bresku ríkisstjórnarinnar, segir svo:
"Bretland lofar að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Íslands og að sjá til þess, að ekki verði gengið á rjett þess í friðarsamningunum, nje á nokkurn annan hátt að ófriðnum loknum".
Íslenska þjóðin lítur svo á, að þar sem hún hefir í höndum slíka yfirlýsingu tveggja stærstu og voldugustu stórvelda heims, sje hennar hlutur vel trygður í nútíð og framtíð. Því að áreiðanlega er ekki til sá Íslendingur, sem vantreystir orðum þessara stórvelda." | Krækja (leiðrétt)
Þetta var ómetanlegt fyrir Ísland. Fullveldi og sjálfstæði Íslands varð þar með verjanlegt (e. defensible) vegna bandamanna okkar. Aðeins ömurlegt leynifélag fullt óheillinda varpar slíkri ófáanlegri gersemi okkar fyrir róða. Fullveldi okkar og sjálfstæði er verjanlegt. Við erum þar með ekki bóla á rassi tveggja ríkja meginlands Evrópu, eins og til dæmis Danmörk því miður er núna. Hún er því ekki eins vel sett og Ísland. Stjórnmál lýðveldis okkar sogast því ekki sjálfkrafa inn á hið pólitíska kauphallargólf leynifélags ESB, því við erum ekki þar. Við erum hjér! Aðeins vísvitandi óheillindi gætu gert slíkt mögulegt
Ein mikilvæg breyting var þó gerð. Enga friðarsamninga var sæst á því að Bandaríkin, Bretland og Frakkland höfðu lært sína hörðu lexíu af Fyrri heimsstyrjöldinni. Friðarsamningar komu því ekki til greina. Það eina sem til greina kom var SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF að hætti Ulysses S. Grants, hvers spakmæli Mark Twain ávallt bar í sínum vösum - og sem oft var nefndur skilyrðislaus Grant (e. Unconditional Grant). Heillaóskum Grants, var hlegið að í Berlín árið 1871, eins og meistari Gordon A. Craig bendir þarna á
Take that!, leynifélag!
Fyrri færsla
Orkupakkagengi! Hvað með að byrja á þjóðlegu samstarfi [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.8.2019 kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 14. ágúst 2019
Orkupakkagengi! Hvað með að byrja á þjóðlegu samstarfi [u]
Allt hjal stuðningsmanna Orkubandalags Evrópusambandsins hér á okkar Íslandi um svo kallaða "alþjóðlega samvinnu" -stöðluð klisja yfir getuleysi á heimavelli- virkar eins og hlátursgas á þá sem horfa til þessa sama fólks þegar að þjóðlegri samvinnu kemur. Já þjóðleg samvinna þar sem kommapartýið AL gildir sem betur fer ekki. En þar, í al-kommapartýinu, átti allt að vera alþjóða-þetta og alþjóða-hitt undir al-þjóðakommúnismanum, sem drepa átti í þjóðum jarðar undir al-þjóðasöng einhvers sem kallað var hinn "al-þjóðlegi verkalýður", en sem hvergi var til. Finna þurfti hann upp. Það mistókst sem betur fer
Þetta al-fólk hefur fundið sér nýjan al-vettvang: EvrópuALsambandið, sem er sambandslaust við þjóðir þess. Þetta fólk sem þykist allt vita best, en gerðir það ekki, er algjörlega ófært um að vinna fyrir og með sinni eigin þjóð. Já bara einni þjóð. Vinna fyrir og með sinni eigin þjóð! Það brestur því á sjálfskiptingu sinni yfir í al-þjóðlegan barnaskap, þegar þeirra eigin þjóð neitar að veita því umboð til að hneppa hana sjálfa í ánauð umboðslauss fjölþjóðlegs yfirríkisvalds. Þetta fólk er nýlendusinnar nútímans. Það vill gera Ísland að nýlendu á ný
Það er enginn munur á Orkubandalagi Evrópusambandsins og á myntbandalagi þess. Bæði krefjast þess að fullveldi sé tekið frá þjóðinni og því dælt yfir til umboðslauss erlends valds. Öll bitastæð vopn þjóðar í báðum málaflokkum hverfa úr landi. Og það sem fyrir er af orkuinnviðum í landinu, verður sett í hendurnar á þið vitið hverjum
Hvað höfum við mátt þola af þvaðri frá þessu fólki í þessu máli núna? Jú þetta hér:
1. Orkupakka-nýlendulið þetta reyndi til að byrja með að selja íslenskum almenningi það að orkupakkar 1+2 hefðu lækkað raforkuverð, sem þeir gerðu ekki. Þvert á móti, þeir hækkuðu raforkuverð og gerðu þjóðinni lífið erfiðara og flóknara. Þeir pakkar minnkuðu skilvirkni og framleiðni og drógu úr hagvexti með því að stafla upp þvaðurfyrirtækjum sem öll eltu eina og sama kílóvattið í kerfinu. Engar framfarir, aðeins afturför. Meiri skriffinnska, meiri þvæla á pari við undirmálslánasölu- og þvæluvafninga bankabólutímabilsins, enda smyglað inn á þjóðina á þeim heilaþvegna galdratíma
Þessir fyrstu tveir pakkar Orkubandalags Evrópusambandsins hafa hvergi gengið upp. Svo illa gekk með þá að esb-elítan sagði til dæmis að danska þjóðin passaði ekki inn í pakkana tvo, vegna þess að sú þjóð neitaði að skipta um gerviveitufyrirtæki nógu oft á hverju ári, og væri því lélegur pakki. Þess vegna eru eru fleiri pakkar, til að kenna þannig pakki loksins á pakkana
Þriðji pakki Orkubandalagsins er hins vegar allt önnur og svæsnari skepna. Hann er yfirríkispakki og gengur sem yfirríkislög þvers og samtengd á landamæri þjóða og breytir því trójanska sem áður var inn komið í nýtt yfirríkisskrímsli, sem tekur völdin og fullveldið í orkumálum af þjóðum, eins og evran tekur fullveldið í peningamálum af þeim þjóðum sem í því bandalagi eru. Markmiðið er að koma í veg fyrir að ríki geti gætt sinna eigin hagsmuna: þau verða nýlendur
2. Svo komu "fyrirvarar" úr eins konar sérfræddu skvettvatni fyrir bjána, sem hellt var yfir og fyrir borð Alþings Íslendinga, þar sem Bjarni Benediktsson hafði flutt þessa hér ræðu sína fyrir ári. Þetta skvettvatn varð til eftir fund með norskum utanríkisráðherra um Orkubandalag Evrópusambandsins, gegn norskri og íslenskri þjóð, vafið inn í heyrúllur
3. Síðan kom "Neytendavernd" í anda Kínverska kommúnistaflokksins, plús "Al-þjóða samvinna". Hreint lágkúrulegt klám
4. Svo kom "Ekkert afsal fullveldis". Enn meira klám úr sömu skúffu
5. Og aðeins fjórum vikum síðar er "Ekkert afsal fullveldis" endurútgefið og skilgreint sem "Takmarkað afsal fullveldis"
- en sem í reynd er ótakmarkað og fyrirvaralaust afsal á fullveldi íslensku þjóðarinnar, um aldur og ævi, nema að EES sé öllu sagt upp, eins og það leggur sig. Sá samningur hefði aldrei fengist staðfestur af okkar hálfu, hefðu þessi vinnubrögð verið kynnt þjóðinni þá. Ætlast var til að hann yrði notaður eins og hann var gerður til að hafna svona alræði; senda það til baka til föðurhúsanna
Maður hefur aldrei séð aðra eins lygaherferð vesalinga, nema þá helst í icesavemálinu. Þetta lið hefur engu gleymt og ekkert lært
Fumskyldur íslenskra stjórnmálamanna eru þessar:
1. Að verja stjórnarskrá Íslands
2. Að verja eigur þjóðarinnar
3. Að verja líf, limi og eigur borgaranna
Þjóðin á allt það sem þið eru að reyna að svíkja úr hennar höndum. Hún á það allt. Hún og forfeður hennar byggðu það upp, með berum höndum
Uppfært, miðvikudagur, 14. ágúst 2019 kl. 16:41
STÓRA-BRETLAND OG BANDARÍKIN
Boris Johnson forætisráðherra Stóra-Bretlands, fjármálaráðherra hans og John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta, funduðu saman í Lundúnum í gær um bráðabirgðasamkomulag um frjáls viðskipti landanna á milli. Það er sagt taka gildi þann 1. nóvember eða daginn eftir að Stóra-Bretland yfirgefur Evrópusambandið, og ná til allra viðskipta landanna á milli. Gefið er til kynna að þetta komandi samstarf Bretlands og Bandaríkjanna verði kynnt á G7-fundi sjö stærstu efnahagsvelda heimsins í Frakklandi, dagana 24.-26. ágúst næstkomandi
Viðskiptablokkin Bandaríkin + Stóra Bretland + Kanada + Mexíkó yrði þar með yfirþyrmandi sú stærsta í veröldinni, með landsframleiðslu er svarar til 24,7 billjón dala, eða nálægt tvöfalt stærra en Evrópusambandið eftir að Bretland yfirgefur það. Kína er í dag aðeins þriðja stærsta viðskiptaland Bandaríkjanna á eftir Mexíkó og færist í fjórða sætið þegar Stóra-Bretland kemur inn sem stærsta einstaka viðskiptaland Bandaríkjanna. Ekkert þessara landa hefur þurft að gefa millimetra af fullveldi og sjálfstæði sínu eftir til þess að geta átt viðskipti við hvort annað. Öflugasta þjóðríki mannkynssögunnar, Bandaríkjum Norður-Ameríku, dytti slíkt þjóðníðandi fyrirkomulag aldrei í hug. Það er aðeins á meginlandi taparanna í Evrópu og í Sovétríkjum sem slíkt tíðkast
Landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,1 prósent á 2.fj. þessa árs. Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 0,2 prósent á sama tímabili. Hann er nú 10,5 sinnum minni en í Bandaríkjunum. Hlutabréfin í Deutsche Bank hríðfalla og nálgast núll. Þau standa í 6,04 evrum og hafa fallið úr 112 evrum í maí 2007, eða um 96 prósentur
Fyrri færsla
Alkunna er.. Ljóst er.. segir Björn Bjarna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 1390860
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008