Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2019

Að velja á milli alls eða einskis

HRUNDANS II

Brandarakarlar dagsins tala um að velja þurfi á milli Kína sem virðir ekki grundvallarmannréttindi 1400 milljón borgara sinna, og hins vegar þeirra sem búa svo vel að geta krafist 16 salerna fyrir 16 ekki-kyn; en sem á sama tíma reyna allt hvað þeir geta til þess að grafa undan því frelsi sem þeir anda að sér á meðan þeir gera þarfir sínar yfir landið okkar á 16 salernum hver

Hér er lokauppgjörið þegar árangur frelsisins er gerður upp á markaðsvirði

WSJ DS 8 okt 2019 - Stock market capitalization
Mynd Wall Street Journal Daily Shot október 2019: markaðsvirði innlendra fyrirtækja í kauphöllum veraldar

****

Og hér er síðan markaðsstærðin sem reynt er að gera þarfir sínar yfir með því að halda kyndli kínverska kommúnistaflokksins á lofti hér heima. Bara einkaneysla bandarískra heimila ein og sér er stærri en allt hagkerfi kínverska fangelsisins, sem 1400 milljón manns í þrúgum reiðinnar munu ganga svo kyrfilega frá, að það mun annað hvort verða nýtt allsherjar gúlag á borð við það sovéska sem 16-salernaliðið í kommahöllum Íslands dáði og dýrkaði þar til það hrundi; eða þá að það mun brotna upp í sjálfstæðar öreindir sínar með sitt hvoru kerfinu; og brjótast innbyrðis um á banaspjótum þar til ekkert er eftir handa Gulla orkupakka-graskeri og EES-klámmyndaframleiðanda Sjálfstæðisflokksins á líknardeild Valhallar í tómum tómati tossa; og sem er orðinn svo afburða lélegur til andlegrar heilsu að hann treystir sér ekki til neins nema að láglaunaþrælar og örmagna yfirríki ESB séu í boði sem vinnuafl. Þrælar eða ESB-einræðisherrapakkar skal það vera

WSJ DS 8 okt 2019 - US household spending

Mynd Wall Street Journal Daily Shot október 2019: Einkaneysla bandarískra heimila miðað við allsherjar stærð kínverskra hagkerfisins og er þá ekki tekið tilliti til þess nettóvirðis (e. net worth) sem ríkin eiga á kistubotninum á markaði, þ.e. stærðina á fyrri myndinni. Bandarísk heimli kaupa 17 af veröldinni á hverju ári. Og ef Trump fær ráðið, mun sú stærð verða 25 prósent eftir fimm ár

****

Athugið: Sovétríkin voru sögð 17 prósent af heimshagkerfinu 1980. Þau reyndust hins vegar aðeins vera 5 prósent þegar þau komu undan kommajöklinum 1992. Japan var sagt vera 16 prósent af heimshagkerfinu þegar herra Allir sögðu að það myndi taka fram úr Bandaríkjunum 1987. En svo hrundi Japan, aðeins þremur árum síðar. Það er 6 prósent í dag. Aldrei hefur annað eins hrun sést nema sem útkoma tapara úr stórstyrjöldum. Þegar Kína kemur undan kommajöklinum verður það kannski enn minna en Japan er í dag. Ekkert er að marka kínverskar hagtölur. Ekkert. Íslenska útrásarliðið með fötluð höfuð sín í EES-sandi, gat aldrei neitt í Bandaríkjunum vegna þess að þar þurfa menn að standa sig. Ætla menn sér kannski ennþá að byggja framtíð Íslands á sovéskum sandi?

Haldið endilega áfram að klikkast og afneita veruleikanum á meðan bæjaróráð Garðabæjar afþakkar jólatrés-vinargjöfina frá vinabæ sínum Asker í Noregi; til þess að geta gert þarfir sínar áfram yfir kjósendur á 16 salernum loftslagskomma. Bíðið bara þar til kjósendur gefa ykkur á kjaftinn næst. Þá gjöf er ekki enn hægt að afþakka vegna skorts á Kína, hversu heitt sem þið óskið þess

Ekkert hefur talandi tossalið Íslands og annarra útópíulanda lært af síðasta allsherjar hruni skynseminnar. Ekkert. Og eru varla 10 ár síðan þá

Donald Trump að snæðingi 500 px

Fyrri færsla

Rangt að tala um Miðausturlönd. Skófla er skófla og spaði er spaði


mbl.is Alþjóðavæðingin á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt að tala um Miðausturlönd. Skófla er skófla og spaði er spaði

Að tala um Miðausturlönd er villandi þegar talað er um þessi vandamál sem Guðlaugur Þór nefnir þarna. Það verður að tala um hinn múslímska heim sem nær frá Marokkó til Filippseyja, og frá Mið-Asíu og til Afríku í suðri. Þarna búa um 1,6 milljarður múslíma og þessi heimur sótti að hinum kristna heimi öldum saman. Valdajafnvægið á milli þessa heims og hins kristna fór síðast að snúast kristnum í hag á 18. öld, og það hafði að sjálfsögðu pólitísk áhrif á heim múslima. En þrátt fyrir að þeim áhrifum hafi fylgt vestræn veraldarhyggja, sem um tíma mótaði að hluta til stjórnarfar í hinum ýmsu pólitísku einingum, sem sín á milli berjast um völdin í hinum múslímska heimi, þá fór hið pólitíska íslam í heimshlutanum aldrei burt og gaf ekki eftir nema á yfirborðinu. Pólitískt íslam er nefnilega hin rétta útgáfa af íslam, hvað svo sem mönnum kann að finnast um það. Eðli trúarinnar krefst guðstjórnar í guðstjórnarríki. Það er staðreynd á jörðu niðri. Henni er ekki hægt að humma sig fram hjá

Hin evrópsku áhrif deyfðu aðeins um tíma réttu útgáfuna af íslam og tvístruðu pólitískum valdaeiningum tímabundið. Valdajafnvægið er nú byrjað að snúast hinum íslamska heimi í hag í takt við hnignun Evrópu... og hér kemur það... og þar er fall Sovétríkjanna gikkurinn sem hleypti því sem Bandaríkin hafa barist við, af stað. Það var innrás Sovétríkjanna í Afganistan sem skapaði hreyfingu Talibana sem var sameiningarafl tvístraðra jiihadista, sem ávallt voru þarna og hurfu aldrei og munu aldrei hverfa. Það afl rak Sovétríkin út og velti um koll stjórn marxista í landinu. Ríki íslams er síðan sprottið af al-Qaida. Að berja niður Ríki íslams hefur engin áhrif á gróðurhúsið sem það spratt úr. Gróðurhúsið er heimur íslams með 1,6 milljarð manna innanborðs

Sovéski múrinn sem féll þegar Sovétríkin féllu; þ.e. múrinn frá Eystrasalti, þvert niður Þýskaland, niður Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu, yfir Svartahaf –þar sem Tyrkland stöðvaði útflæði kommúnismans– að landamærum Írans, Afganistan og að Kína; já þegar þessi múr féll, þá þýddi sá atburður upp allt það sem í næsta nágrenni við hann var. Þess vegna varð til dæmis stríð á Balkanskaga. Þýða leysti frosin öfl úr læðingi. Þetta er hin eiginlega hamfarahlýnun

Ríki íslams mun alltaf spretta upp á ný og taka sér hin ýmsu nöfn; al-Qaida, ISIS, eða nefndu það bara. Þetta þurfa menn að horfast í augu við

Kratisminn gekk ekki upp. Reyndar virðist kratismi hvergi ganga upp því heimurinn er ekki úníversal eins; og maðurinn ekki heldur; nema þeir sem fæðast, lifa lífinu og deyja í matrixu. Kratisminn gerir okkar Guð lítinn, og við það stækkar guð annarra, og ef illa fer, verður stærstur

Þannig er nú það. Meðal annars þess vegna, er Íhaldsstefnan það eina sem borið getur Vesturlönd uppi. Þau deyja hins vegar í kratisma: les. líberalisma. Sýnishorn af einum slíkum dauðvona sjúklingi –hann skrópaði í Gamla testamentinu og kunni ekki Útgönguna– er nú til sýnis á líknardeildinni Valhöll. Aðgangur er ókeypis

Fyrri færsla

Kratisminn gekk ekki upp - heldur ekki í Tyrklandi


mbl.is Raunveruleg hætta á uppgangi ISIS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratisminn gekk ekki upp - heldur ekki í Tyrklandi

Það krefst töluverðra íhugana að melta það sem nú hefur gerst í Tyrklandi. Sögulegir atburðir eru að gerast beint fyrir framan nef okkar, eins og mannkynssagan ávallt veltur fram. Þar sem hvorki þarf að nota viðamiklar græjur og mannskap CIA, NSA né sendiráð og sérfræðinga, heldur aðeins sín eigin augu og nef. Það er að segja ef að menn kunna enn að lesa, sem þeir því miður í sífellt minna mæli gera. Endurreisa þyrfti Barnaskólann

Ný millistétt út um vítt og breitt Tyrkland, og sem varð til fyrir tilstilli veraldarhyggju Kemalista í Istanbúl, sem áður var trúarpólitískt höfuðsæti kristni, hefur nú tekið völdin af Kemalistunum, sem gerðu hana bæði efnaða og valdameiri. Erdogan forseti er maður hennar –millistéttarinnar– og hann þarf því að stjórna Tyrklandi með því að allir óttist hann, því annars springur Tyrkland í loft upp. Þetta er það eina sem hann getur gert. Líki mönnum ekki stjórnarfar hans, þá er valkosturinn enn verri: borgarastyrjöld og síðan klerkaveldi íslams

Veraldarhyggjustjórn í Tyrklandi með aðstoð hersins er lokið. Henni er algerlega lokið. Sá kafli sögunnar er búinn því hann gat ekki gengið lengur, því það er einfaldlega ekki hægt að þurrka rætur þjóða út. Það gengur ekki upp og endar illa. Það sést líka í Rússlandi, sem er kirkjugarður Sovétríkjanna. Kristnar rætur Rússa var ekki hægt að þurrka út með veraldarhyggju sósíalismans, né neinum afbrigðum hans, og heldur ekki með kratisma sem er bjór- og dagdrykkjuútgáfan úr vínkjallara sósíalismans

Þetta veit Donald Trump því hann er fullorðinn og reyndur maður eins og stjórnmálaleiðtogar þurfa að vera. Bandaríkin hafa því, frá og með nú, viðurkennt Tyrkland sem stórveldi í heimshlutanum og jafnframt sem áframhaldandi bandamann síðustu 76 ára, sem betra er að hafa með sér en á móti. Þetta veit Trump vegna þess að hann er Íhaldsmaður; sem í ræðu sinni í stofnun Sameinuðu þjóðanna 2017 sagði eftirfarandi:

"We do not expect diverse countries to share the same cultures, traditions, or even systems of government. But we do expect all nations to uphold these two core sovereign duties: to respect the interests of their own people and the rights of every other sovereign nation."

Þess vegna segir Íhaldsstefnan þetta, sem er kjarni hennar:

1. Sögulegar staðreyndir: sem byggja á reynslu kynslóðanna, er það sem stjórnarskrárbundin ríkisstjórn dregur vald sitt af

2. Þjóðar- og þjóðareinkennisstefna: Hver þjóð sitt. Hver þjóð hefur sína sögu, sem verður að virða, vernda og byggja á. Ísland fyrst

3. Trú: Í okkar tilfelli kristni. Hafa skal í heiðri Guð Bilbílunnar og trúarsiði þjóðarinnar og vernda hana sem stofnun sem ber uppi hið siðferðilega lágmark, eins og barnaskólar okkar kenndu

4. Takmarkað ríkisvald: Lög manna þjóðarinnar takmarka ríkisvaldið, þar innan sem stofnun þjóðkirkjunnar á líka heima og fær vernd

5. Einstaklingsfrelsi: Því frelsi er ekki hægt að viðhalda nema með aðstoð hins takmarkaða ríkisvalds þjóðarinnar sjálfrar í sínu eigin þjóðríki, sem verndar þjóðkirkjuna líka

Hér má lesa ritgerðina: Hvað er Íhaldsstefna?

Kratismi gengur ekki upp, því hann veitist að rótum þjóðfélaganna, sem á Vesturlöndum eru kristnar. Þetta sést sérlega vel á Svíþjóð í dag, sem komin er á endastöð og gengur ekki lengur upp, frekar en Tyrkland undir hverveldi Kemalista gekk heldur ekki upp lengur. Þar stendur slagurinn um annað hvort upplausn eða millileið Erdogans, sem virðir rætur Tyrkja vítt og breitt um landið allt, og hefur þær í heiðri. Annars er það klerkaveldi íslams

Heimurinn er að ganga í sjálfan sig aftur. Í sitt gamla sjálf. Tímabilinu frá 1945 til 2009 er lokið. Milliríkjaviðskipti og bandalög munu þó eiga sér stað áfram, þó svo að heimurinn breytist nú þegar kratisminn er að syngja sitt síðasta vers. Þau verða bara ekki fastur né sjálfvirkur hluti af samskiptum ríkja. Þau verða ekki "réttindi". Þau verða forréttindi, og ber að líta á þau þannig. Það eru til dæmis forréttindi fyrir Ísland að eiga tilvistarlegan bandamann eins og Bandaríkin, því þau heimta ekki af okkur fullveldið í staðinn, eins og Evrópusambandið gerir með heilögum og úr sér bræddum kratisma og alls konar geislavirkum "orkupökkum". Gagnkvæmir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna ráða för

Evrópusambandið er því dautt eins og Tyrkland Kemalista. Það er komið í kistuna sem bíður eftir bálförinni. Hagsmunir Íslands og Evrópusambandsins fara ekki saman og geta aldrei farið saman. Sú útópía var blindgata, sem algerlega óþarft var að kanna. Gámarnir með það samband innanborðs sukku því á leiðinni til Íslands, eins og Davíð Oddsson sagði að myndi gerast

Kúrdar eru varla sérstök þjóð. Þeir tala ekki einu sinni sama tungumálið. Þeir tala mörg tungumál og þau sem töluð eru mest, kurmanji og sorani, eru ekki meira skyld en enska og þýska. En kannski verða þeir þjóð. Það er undir þeim sjálfum komið og engum öðrum - eins og hjá okkur sjálfum

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður 

Fyrri færsla

Biður um her, fær loftsslag


Biður um her, fær loftsslag

Josep Bor­rell, einn helsti andstæðingur þjóðfrelsissinna Katalóníu, vill stofna fjölþjóðlega firrtan ESB-herafla til þess að berja niður þjóðfrelsisbaráttu í Katalóníu, sem er ekki hluti af Spáni, heldur land sem á sínum tíma aðeins gerðist aðili að Spænska heimsveldinu sem nú er gjaldþrota, gufað upp og búið með peningana frá Suður-Ameríku - og lifir á því að sólþurrka barnlaus evrópsk gamalmenni inn í nýja "meginlandsherinn"

Spánn er í NATO en leggur ekkert af mörkum til varnar Austur-Evrópu gegn ásókn Rússa. Þar hafði hann og allt hans ESB-hyski mikið og stórt tækifæri til að sanna samheldnina sem aldrei hefur verið í ESB, þjóða þess á milli. En ekki einu sinni þar, og heldur ekki innan NATO, var hægt að ljá Pólverjum, Ungverjum, Rúmenum og Búlgörum lið, því yfir-hunsarinn í NATO, herr Þýskaland, ræður för og einnig því hvernig þessi maður frá Spáni dregur andann eða ekki

Standa Bandaríkin því vörðinn á pólska múrnum gegn Rússlandi, eins og þau gera á Norður-Atlantshafi og við Svartahaf. Og nú sér Josep Bor­rell nýtt Tyrkjaveldi í smíðum og kvíðir að þurfa að taka við skipunum frá komandi kalífa Erdogan, andlegum leiðtoga allra múslíma veraldar; tala þú, ég skal bukta

Allur komandi her loftkastala-fyrirbæris á borð við Evrópusambandið yrði aðeins lífvörður elítunnar í sambandinu, svipað og kínverski herinn er aðeins lífvörður hins ókjörna systur-kommúnistaflokks þar; stofnaður og bardagaklár til innvortis notkunar - gegn fólkinu

En kannski að nýr og fúll sænskur Adolf, að vísu enn á táningaaldri, komist til manna og bjargi málum með því að "hefna sín" og þurrki þar með restina af þessu hálfdauða esb-hrúgaldi alveg út með nýjum innréttingum. Það er aldrei að vita, sérstaklega nú þegar Trumpinn í vestri hefur svikið burgeisandi loftslags- og ófriðarelítuna um endurkomuna

Fyrri

Fjöl(ó)menningin og "ríki Kúrda"


mbl.is Þarf fleiri hermenn og þarf að nota þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöl(ó)menningin og "ríki Kúrda"

Myndskeið sett inn í þessa bloggfærslu 11. okt. 2019 kl. 02:30

George Friedman stofnandi og stjórnandi Stratfor 1996 til 2015, og síðar eða frá og með 2015 stofnandi og stjórnandi Geopolitical Futures sem hann rekur í dag, talar hér við TRT um samkomulag Trumps og Erdogans

****

Sumir halda því fram að því fleiri þjóðarbrotum sem staflað er inn í sama ríkið, því betra sé lífið fyrir alla. Velkomin til helvítis

Þrjátíu þúsund íbúar á Íslandi eru ekki Íslendingar og verða aldrei Íslendingar í yfirþyrmandi flestum tilfellum. Er það vandamál? Já það er stórkostlegt vandamál sem þegar er byrjað að eyðileggja til dæmis launamyndun á vinnumarkaði og skapa innri ólgu sem ekki var hér áður. Evrópusambandið og EES er nefnilega alls staðar mjög slæm hugmynd, og það sést. Ísland hefði aldrei átt að hoppa á þá firru og það mun hefna sín heldur betur, og er reyndar nú þegar byrjað að gera það

Það er mun auðveldara fyrir Bandaríkin að vera bandamaður Japana en Tyrklands því Japanir eru ein og algerlega samhent þjóð sem þolir áföll án þess að detta í sundur vegna innri ágreinings. Og það var líka auðveld ákvörðun fyrir Bandaríkin að styðja við sjálfstæði Íslands, því að um eina algerlega samstíga þjóð var að ræða í einu landi sem sú þjóð hafði fullkomið vald yfir, þar til EES samningur hóf að minnka vald þjóðarinnar yfir sínum eigin málum

Og svo eru það þeir í samfylkingasamsteypunni sem hata sjálfstæðisbaráttu Breta. Já, þeir hinir sömu láta sér nú allt í einu annt um allt að því fjarstæðukennda sjálfstæðisbaráttu Kúrda. Og er Bretland þó vagga þeirra sjálfra að stórum hluta til. Getur firran orðið meiri og lýðskrumið verra?

Snúum okkur nú að grátkórnum í kringum Tyrkland og Kúrda. Í því dæmi var um tíma haldið að grunnstefna Tyrklands væri að taka sögulega strategískum stakkaskiptum með því að Tyrkland væri á leið út úr NATO og inn í gufuhvolf Rússlands. Voru kaup á eldflaugavörnum frá Rússum notuð því til sönnunar. Enginn minntist hins vegar á þá staðreynd að Tyrkland er líka NATO-bandamaður Grikklands, sem alltaf stendur við NATO-skuldbindingar sínar og gott betur en það. Enginn minntist heldur á það að báðir helmingar Kýpur eru líka í NATO og að annar hlutinn er grískur og kristinn, en hinn er tyrkneskur og íslamstrúar. Gríski þjóðarhlutinn er þó algerlega yfirþyrmandi stærstur og sá tyrkneski því minnihluti. Tyrkland réðst þó inn í Kýpur 1974 og þá skilaði Grikkland NATO-herstjórnaraðild sinni inn til að geta barist við Tyrki, sem eins og Grikkland, hefur verið NATO-meðlimur síðan 1952, og bandamaður Bandaríkjanna frá og með 1945 í baráttunni gegn útbreiðslu kommúnismans. Og það sama gildir um Tyrkland sem gekk í lið Bandamanna árið 1943. Hvorug löndin eru þó 1949-stofnaðilar að NATO eins og Ísland. En bæði komu þó samtímis og samferða inn í NATO árið 1952

Og það vill svo til að Tyrkir hafa sýnt Grikklandi, Kýpur og Ísrael ótrúlegan og Suður-Kínahafslegan yfirgang á hafsvæðinu þar sem orkuauðlindir þeirra liggja undir, og verið er að rannsaka og undirbúa vinnslu á. Þann yfirgang lætur Evrópusambandið sér fátt um finnast vegna hins erfðafræðilega getuleysis þess til að glíma við veruleikann sem allir –nema það sjálft– þurfa að búa við og lifa í. Hér eru það Bandaríkin sem skipt geta sköpum og kannski haldið svæðinu frá því að springa í loft upp eins og áður

Það var alltaf vitað að Tyrkland myndi taka sig af landamærum sínum um leið og stjórnmálaástandið í landinu leyfði það. Og þannig háttar til að Írak er nú þegar orðið hjálenda klerkaveldis Írans, og hún liggur upp að landamærum Tyrklands, sem er í NATO. Allir sjá hvað það þýðir. Sýrland liggur einnig upp að landamærum Tyrklands. Hvað á Tyrkland þá að gera nú þegar menn þurfa að leggja frá sér gamlan róman tískuhugmynda um sjálfstætt ríki Kúrda; þar sem vesturhluti Kúdra er bandamaður, já, hverra annarra en auðvitað Írans; sem spilar með Kúrda þar eins og því sýnist; og gerir þeim þar með ókleyft –já hérna kemur það– að vera þjóð; því Kúrdar í Írak myndu spila sínu spili út á móti Íran. Og hvað myndi landlæst ríki þá gera. Reisa stiga til himna? Draumurinn um sjálfstætt ríki Kúrda mun einfaldlega um langa framtíð ekki hafa samband við veruleikann á jörðu niðri –svipað og hugmyndin um Evrópusambandið– því þeir eiga ekki allsherjarvini, nema á fjarlægum plánetum. Því miður. Færeyjar og Grænland standa mun betur. Þau hafa Ísland, Bandaríkin og Kanada

Frábært: Hér erum við með Sunní- og Shiitamúslíma innan í Kúrdum sem berjast innbyrðis, en segjast þegar við á vera þjóð, og sem óska sér ekki bara eins heldur tveggja nýrra ríkja, þvers á landamæri annarra ríkja. Eða svipað og útlendingar sem kefjast síns eigin ríkis þvers á landamæri Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, og annars ríkis á Vestfjörðum; sem skaffar Reykjavík olíu til að ná sér niðri á Hafnarfirði; og sem bæði þykjast ætla að heita Kúrdistan; á meðan Kúrdar í Kópavogi styðja Hafnarfjörð gegn Vestfjörðum; því þeir deila ekki andanum með Kúrdum í Garðabæ; sem þéna ekki á olíunni til Reykjavíkur

Kúrdar austar í Írak sem skaffa Tyrklandi olíu hafa því mjög gott samband við ríkisstjórnina í Ankara. Og þeir vilja alls ekki trufla hana vegna þess að hún skaffar þeim 90 prósent allra tekna; en á sama tíma hefur hin sama ríkisstjórn í Ankara hins vegar skilgreint Kúrda innan landamæra Tyrklands sem hryðjuverkasamtök fimmtán milljón manna. Þeir olíuseljandi Kúrdar austur í Írak styðja ekki Kúrda í Tyrklandi. Er þetta ekki dásamlegt. Fór ég kannski of langt eða of stutt? Eða passar þetta í dag, en ekki á morgun. En það er meira. Stór hluti þeirra Kúrda sem háðu baráttu með Bandaríkjunum gegn Ríki íslams höfðu þá undirliggjandi dagskrá að gera það til þess að greiða götur klerkaveldis Írans vestur að Miðjarðarhafi og þar með til að berja á Tyrkjum. Ekki ósvipað og sá hluti andspyrnuhreyfinga í hinum hernumdum löndum nasista sem voru kommúnistar, veittu nasistum andspyrnu undir þeim földu formerkjum að bylting kommúnismans tæki við í löndum þeirra eftir fall nasismans. Þeir voru erfiðir og hættulegir bandamenn í mörgum tilfellum, því þeir voru með leynda dagskrá eins og allar fimmtu herdeildir hafa, sbr. ESB og EES

Niðurstaðan er þó augljós. Tugir milljóna manna sem kalla sig Kúrda er ekki þjóð, því annars væri hún nú þegar komin með sitt eigið þjóðríki, búin að innrétta það og komin í fast stjórnmálasamband við bandamenn sína. Þarna er ekki sú samstaða er borið getur uppi ríki þjóðar og fengið það viðurkennt meðal annarra ríkja þjóða, sem þjóð. Þetta er jafnvel ekki eins góð hugmynd og dauðfætt hugarfóstur samfylkingarsorans í borgarstjórn um "borgríkið Reykjavík"

Tyrkland mun ef til vill ná einhverjum árangri í þessu erfiða máli með aðstoð Kúrda í Írak og koma á einhvers konar jafnvægi sem viðhaldið getur sér sjálft. Um það skal ég ekki segja, því dæmið er næstum óleysanlegt og hæpið er að aðkoma Bandaríkjanna að því geri það auðveldara úrlausnar. En þegar og ef Tyrkland finnur nægt magn olíu með því að berja á Kýpur og þar með á Grikkjum og einnig á Ísrael, þá versnar staða Kúrda í Írak. En eitt er víst; margir vilja senda flaugar sínar inn í Tyrkland og þess vegna keyptu Tyrkir varnir gegn þeim frá Rússum, þ.e. á meðan þær fegnust ekki keyptar í vestri

Líklegt er þó að Bandaríkin kæri sig ekki um slíka upplausn hvorki innan NATO né gagnvart Ísrael. Best er því að gefa Tyrkjum aftur gamla skotleyfið á Rússa gegn loforði um betri hegðun gagnvart orkuauðlindum Grikkja og Ísraelsmanna, og láta hið getulausa alþjóðasamfélag og Evrópusambandið –sem er að liðast í sundur– fá eitthvað að fást við, til að halda því uppteknu við rugl og forða því þar með frá að blanda sér í þá hluti sem skipta máli í heiminum

Kúrdar eru ekki þjóð frekar en Evrópusambandið. En þeir eru þó samt meira þjóð en skaðræðið það, og Orkubandalag þess, sem forysta og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vasa EES tróð ofan í kok íslensku þjóðarinnar. Það orkusamband verður eins og orkumálunum er lýst hér að ofan; sundrandi ófreskja!

Auðvitað verður Trump óvinsæll fyrir að vilja ekki samfylkja sér með íbúum Útópíu. Forsetaembættið í höndum Repúblikana er venjulega ekki fegurðarsamkeppni. Það sást á fyrra kjörtímabili Ronalds Reagan og á báðum kjörtímabilum Abrahams Lincoln. Aldrei hafði neinn farið lægra í vinsældum en Reagan, tilkynnti "stórblaðið" New York Times árið 1982

Fyrri færsla

Landnemar Útópíu [u]


Landnemar Útópíu [u]

Pútín færir Merkel blóm 18 maí 2018

Bíður stjórnarsæti í Gazprom og Rosneft hennar líka eins og skrjóðsins Schröders ásamt áheyrnarstöðu fyrrum yfirmanns Stasi þar?

****

Þorsteinn vinstrimaður Pálsson og Þorgerður Katrín, sem engin leið er að treysta fyrir neinu, gætu með samfylkingafélaga sínum Loga ófrelsisins í ESB, beitt sér fyrir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, því þar ógna Rússar ekki tilvistarmálum - á meðan Bandaríkin standa með bandamanni sínum Tyrklandi frá og með 1945 og sem Þorsteinn og Þorgerður segja þess vegna að ekki sé hægt að treysta á. Eru þetta pólitísku eyðimerkurrökin sem opnast hér í undirheimum Viðreisnar, eða er bara um hamfarir heilahlýnunar að ræða?

Málflutningur þessara þjóðþekktu samfylkingaspekúlanta með fjöregg þjóðarinnar, er svo hörmulega ósamrýmanlegur veruleikanum, að þeir hljóta að leggja allt landsvæði Útópíu undir sig á einum og sama deginum og fara létt með það

Það segir sína sögu um erfðabrestina í innviðum Sjálfstæðisflokksins að Þorsteinn og Þorgerður skyldu yfir höfuð geta villt svo á sér heimildir þar, að þau náðu að koma sér í formannsstóla. Án verndar Bandaríkjamanna og þáverandi viðurvistar á þeirra Íslandi hefði það ekki getað gerst, því þá hefðu flokksmenn verið mun betur á verði gegn þannig fólki til pólitískra áhrifastarfa í þjóðríkinu Íslandi. Þessi frétt sýnir landsölufólk Viðreisnar í  Samfylkingarsamsteypunni í réttu ljósi; sjá neðst. Hjá þeim er Ísland til sölu

Þorsteinn, Þorgerður og Benedikt voru aldrei sjálfstæðismenn, eins og ég benti á hér. Ekki er enn vitað hve mikið af skransöluútibúi þessu er eftir í Sjálfstæðisflokknum. En að minnsta kosti er sjálfur núverandi Nnietsroþ formaður Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Kínverska kommúnistaflokksins ekki sjálfstæðismaður, svo vitað sé

George Friedman um Trump Tyrkland og Kúrda 7 október 2019

Horfa hér (opnast í nýjum glugga): George Friedman stofnandi og stjórnandi Stratfor 1996 til 2015 og síðar, eða frá og með 2015, stofnandi og stjórnandi Geopolitical Futures sem hann rekur í dag

KÚRDAR OG VERULEIKINN Á JÖRÐU NIÐRI

Ekkert skotleyfi hefur verið gefið á Kúrda. Og Trump hefur seinkað brottförinni um tvö ár

En málið er náttúrlega ekki einfalt. Þó svo að Kúrdar hafi getað aðstoðað við að ráða niðurlögum Ríkis íslams, þá geta þeir ekki haldið Rússlandi í skák og mát í heimshlutanum. Þeir eru heldur ekki á því landsvæði sem haldið getur Rússlandi frá því að taka Svartahafið alveg yfir. Það er Tyrkland

Bandaríkin geta ekki fórnað sambandi sínu við Tyrki fyrir samband sitt við Kúrda, sem eru ekki ríki. Aðeins Tyrkland getur haldið Rússlandi í skák og mát þarna. Bandaríkjunum er þess utan bannað að hafa fast stjórnmálasamband við samtök sem eru ekki ríki

En það er meira. Kúrdar hafa ekki enn sem komið er getað tekið sig saman og myndað ríki. Það er einfaldlega ekki næg þjóðarsamstaða meðal þeirra. Kannski geta þeir það síðar. En ég efast þó um það, því þeir eru bæði Sunni og Shiita múslímar sem berjast innbyrðis. Þeir eru ekki samstíga eins og við Íslendingar. Og ef það er eitthvað sem er að sprengja þennan heimshluta í loft upp þá er það valdabaráttan á milli Sunni og Shiita. Það geta Bandaríkin ekki læknað

Það eru bara þrjú alvöru ríki í þessum heimshluta: Ísrael, Tyrkland og Íran. Restin er landmassi gerviríkja sem ríkisstjórnir hafa ekki stjórn á. Þetta er púðurtunnan mikla

Þetta þýðir alls ekki að ég hafi ekki samúð með Kúrdum. En þjóðir fæðast ekki af frjálsum vilja án innri samstöðu. Og það er ekki hægt að búa þær til, erlendis frá. Það hefur verið reynt, eins og sést. Þær verða að berjast fyrir sjálfstæði sínu sjálfar og góðir bandamenn eru þá afar mikilvægir

Uppfært kl 03:41

Tyrkland er náttúrulegur bandamaður Bandaríkjanna og NATO (og þar með Íslands) vegna staðsetningar þess. Það er með lykilinn að Svartahafi og lykilinn að Miðjarðarhafinu fyrir Rússland. Án þessa lykils í höndum NATO er allur heimshlutinn og Austur-Evrópa í meiri hættu en ella. Og þá áhættu er ekki hægt að taka og bara henda þeim lykli fyrir borð vegna óljósra hugmynda um ríki Kúrda, sem alls óvíst er að geti yfir höfuð orðið lausn sem þeir sjálfir geta séð um að viðhalda

Þegar horft er til aðgerða Rússa á Azov-innhafi Svartahafs og til aðgerða þeirra á Krímskaga, er auðvelt að sjá hvað Rússar eru að reyna að gera; þ.e. að ná fullum tökum yfir öllu Svartahafinu og þar með þjarma að þeim sem halda á lyklinum inn á Miðjarðarhaf, þar sem herstöðvar Rússlands yrðu settar, héldu þeir á honum. Vert er að minna á ástæður eftirfarandi átaka:

• Tyrkneska stríðsins mikla árin 1683 til 1699
• Stríðsins milli Tyrklands og Rússlands 1735 til 1739
• Krímstríðsins 1853 til 1856
• Rússnesk-Tyrkneska stríðsins 1877 til 1878
• Fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 til 1918
• Tyrkneska NATO-veggsins í Kalda stríðinu
• Hertöku Rússa á Krím 2014

Allt saman átök vegna sömu undirliggjandi ástæðna; ásóknar Rússa. Hér eru hagsmunir tvístraðra Kúrda af sitt hvorri ósamrýmanlegri trúarstefnunni léttvægir fundnir, eins og hagsmunir skransala Viðreisnar í Samfylkingarsamsteypunni eru fundnir líka. Án þessa lykils væri bandaríski flotinn ekki að styðja við bakið á ríkjunum sem liggja á átakalínunni milli lífs og dauða, við og í kringum Svartahaf. En þar er það meðal annars bandaríski flotinn sem er með nýja Keflavíkurflotastöð sem reynir að halda Rússum á mottunni, með aðstoð stöðvar í Rúmeníu, plús auðvitað Incirlik. Já Keflavíkurstöðin var flotastöð (Naval-Air-Base). Vert er að muna það

Áttavilltu grautarhausaveldi Rússadindla í öllum flokkum er hollt að muna þetta, áður en þeir þeyta Íslandi, Austur-Evrópu, Vestur-Evrópu, Miðausturlöndum og þar með Suður-Evrópu upp. Hélduð þið kannski að heilakrampaveldi ESB-tómhyggjunnar væri að gera eitthvað í þessum málum? Nei það er það ekki, því það er stútfullt af bjánum eins og ykkur!

Vonandi tekst Bandaríkjunum að styðja við áframhaldandi uppbyggingu Intermarium stefnu Józefs Pilsudski fyrir heimshlutann, því Rússland er að reyna að rétta út beyglurnar sem Sovétríkin urðu tímabundið fyrir, sé vaktin ekki staðin réttu megin Moggalínunnar, sem meira að segja útópískur Björn Bjarnason ESB-krati ræðst nú á

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður 

Fyrri færsla

Væru öll í vinnunni núna


mbl.is Vill endurskoða samskipti við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væru öll í vinnunni núna

Donald J. Trump

Mynd: Forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump, sem hér sést horfa á nýjustu mýfluguna sem varð úlfaldi í hakkavélum fjölmiðla á borð við New York Times: Trump hyggst nefnilega flytja 50-100 hermenn til í Sýrlandi, og bang: heimsendir (sjá einnig vefsetur Hvíta hússins). Hins vegar segir "orðið við dæluna" í kínverska olíu- og gasbransanum sem Trump er að loka niður í Íran, að allir séu að flýja landið vegna þess að "meiriháttar átök eru í vændum og best er að fela sig niðri í byrgi og koma öllu sem hægt er að koma út úr landinu sem fyrst". Það sagði ráðgjafi kínverska Sinopec í Íran (betur þekkt sem China Petroleum & Chemical Corp) í samtali sem Wall Street Journal sagði frá um helgina

****

FBI, CIA, NSA, DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI - OG FJÖLMIÐLAR

Ef að Donald J. Trump hefði tapað kosningunum 2016, þá væri allt þetta fólk Obama hér að neðan ennþá í vinnunni hjá Hillary Clinton. Það er skuggaleg tilhugsun:

Já, listinn fer að verða ansi langur yfir það sem embættismenn (djúpríkið) hafa lagt á sig til árása á réttkjörinn forseta Bandaríkjanna í viðstöðulausum tilraunum þeirra til að bola honum frá völdum með lygum, óhróðri, svikum og valdníðslu. Þar má nefna þetta hér:

Tuttugu og tvo mánuði af "rannsókn" Roberts Muellers sérstaks saksóknara sem kostaði bandaríska skattgreiðendur meira en 48 milljónir dala og sem út í gegn var þokukennt blaður um þokubakka, sem jafnvel saksóknarinn sjálfur vissi frá byrjun að var bakki fullur af þoku og þvaðri. Þjóðkjörinn Trump hafði ekkert aðhafst sem réttlætti þessa rannsókn. Ekkert. Enda kom ekkert út úr henni, nema ekkert. Niðurstöðum hennar var því hent frá sér í einu hendingskasti og ný "rannsókn" fundin upp í staðinn, því það styttist í nýjar kosningar sem koma þarf í veg fyrir að geti farið fram með Trump í kjöri, eins og reynt var 2016

"Hvíslarinn" sem fékk New York Times til að birta "andspyrnubréfið" 2018, þar sem einhver ónafngreindur átti að vera haldinn "æðri tryggð" við réttlætið. Reyndist bull og þvaður frá sviksömum embættismanni, sem meðvirk blaðurtíska dagsins í dag fegrar með því að kalla "uppljóstrara"

Skátadrengurinn Andy McCabe aðstoðarforstjóri FBI sem "bara neyddist" til að setja af stað bókstaflegt valdarán og njósnaherferð gegn þjóðkjörnum forsetanum í nafni "réttlætis"

Þrennan John Brennan forstjóri CIA, James Clapper forstjóri NSA og Bruce Ohr úr glæpavarnardeild dómsmálaráðuneytisins, sem stigu fram sem handhafar "æðra réttlætis" með upplýsingar sem áttu að koma forsetanum frá völdum. Sviksamir embættismenn sem viðhöfðu tilraun til valdaráns

Starfsmenn Demókrataflokksins og embættismenn alríkisstjórnarinnar sem með aðstoð Fusion GPS sem fjármagnað var úr kosningasjóði Hillary Clintons sem láku alls kyns tilbúnum óhróðri um Trump með aðstoð New York Times, Washington Post og NPR og sem skýrð var "töfrakúlan" sem "taka átti út" réttkjörinn forseta Bandaríkjanna, sem þeir sjálfir lýstu sem "ófreskju". Svikamylla stjórnar Demókrataflokksins og embættismanna

Svo kom aðförin að Brett Kavanaugh dómara sem Demókrataflokkurinn setti af stað og reyndist bara vera gamli Moskvurétturinn frá Sovéttímanum ásamt hinum nýja; MeToo. Útgáfa tvö var meira að segja reynd í síðasta mánuði

Frægt fólk í kvikmyndabransanum sem afhjúpað hefur sig sem verstu óþokkar og sem fælt hefur flesta saklausa aðdáendur sína svo frá, að þeir geta ekki lengur hugsað sér að kaupa miða á bíósýningu með þeim. Hollywood er því hrunin og enginn nennir að horfa á Óskarsverðlaunaafhendingu lengur, miðað við áður

FBI

Svo eru það allir hinir lægra settu í FBI sem hafa verið reknir eða fluttir til í störfum vegna aðfarar þeirra að forsetanum, eða sagt af sér, eða bíða þess að vera saksóttir, dæmdir og jafnvel stungið í fangelsi, ásamt hinum háttsettu hér fyrir ofan:

James Comey forstjóri FBI
Andrew McCabe aðstoðarforstjóri FBI
Peter Strzok gagnnjósnadeild FBI
Lisa Page lögfræðingur FBI
James Rybicki starfsmannastjóri FBI
James Baker yfirlögfræðingur FBI
Mike Kortan aðstoðarupplýsingastjóri FBI
Josh Campbell sérstakur aðstoðarmaður James Comey
James Turgal aðstoðarframkvæmdastjóri FBI
Greg Bower forstjóri þingmálaskrifstofu FBI
Michael Steinbach aðstoðarframkvæmdastjóri í FBI
John Giacalone aðstoðarframkvæmdastjóri í FBI

OG STANDA ENN

Og nú síðast er það "Úkraínumálið" sem þegar er orðið farsi í höndum Adam Schiff formanns upplýsingaþjónustunefndar þingsins, annarra Demókrata og embættismanna, sem ákæra forsetann fyrir að gera það sem þau gerðu sjálf; að rannsaka

Ekkert annað ríki veraldar en Bandaríkin væri starfhæft með svona aðfarir leikandi lausum hala innanborðs og í valdamiðju þess. Stjórnárskrá þeirra, gerð og uppbygging hennar sér fyrir því. Bandaríkin virka á öllum sviðum þó svo að stór hluti stjórnmálamanna, embættismanna og fjölmiðla virki ekki. Enda vissu stofnendur Bandaríkjanna vel frá slæmri reynslu sinni af Evrópu hversu rotin þessi fyrirbæri geta verið. Þeir byggðu því samkvæmt því, og lofuðu engu, nema því að allir hefðu jöfn tækifæri til að leita hamingjunnar

ÁLFATRÚIN

Þeir sem trúa á ókjörna embættismenn trúa á álfa. Glíma Trumps við of oft spillta þá, sem fyrrverandi byggingarmeistari á erfiðustu og dýrustu byggingarreitum veraldar, er bardagi sem hann þekkir og kann vel

Og fyrir þá sem einnig hafa hoppað á loftslags- og umhverfismálaklámvanginn, þá koma aftur tímar á borð við þá þar sem bankamenn, útrásar- og fjármálasnillingar breyttust skyndilega úr "guðum" í "glæpamenn"

Fyrri færsla

Frakkland: Líkaði morðin árið 2015 vel


Frakkland: Líkaði morðin árið 2015 vel

SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2019

Árásir á Bandaríkin 11. september 2001 - Pentagon - We will never forget

****

"Ný-múslíminn" sem myrti fjóra lögreglumenn og særði þann fimmta í aðalstöðvum frönsku lögreglunnar í París, skrapp rétt aðeins úr vinnunni út í búð í hádeginu og keypti tvo hnífa úr stáli til að drepa kollega sína með. Hann starfaði í aðalstöðvum upplýsingaþjónustu frönsku lögreglunnar. Já þú last rétt; hann starfaði í leyniþjónustu frönsku lögreglunnar. Fyrst drap hann tvo yfirmenn lögreglunnar og einn aðstoðarmann, réðst því næst á konur, drap eina og særði aðra. Báðar störfuðu hjá lögreglunni

Sérstakur saksóknari franska ríkisins í hryðjuverkamálum, Jean-Francois Ricard, rannsakar nú morðin sem hryðjuverk. Hann segir að vopnin hafi verið úr málmi, en ekki keramik, eins og sumir fjölmiðlar skrifuðu. Og það vekur stórar spurningar um mikla bresti í öryggismálum frönsku lögreglunnar

Franska ríkisstjórnin –sérstaklega innanríkisráðherrann Cristophe Castaners– er nú ásökuð um að hafa ítrekað reynt að láta málið líta út fyrir að vera ekki hryðjuverk. Afsagnar innanríkisráðherrans er krafist

Saksóknarinn sagði í gær að morðinginn hefði gerst íslamstrúar fyrir heilum 10 árum síðan, eða um það leyti sem hann hóf störf hjá frönsku lögreglunni, og að hann hefði verið sérstaklega ánægður þegar múslímar drápu 12 og særðu 11 starfsmenn franska vikuritsins Charlie Hebdo árið 2015, í því sem þeir sjálfir kalla "heilagt stríð"

Fyrsta heilaga stríð múslíma var háð árið 636. Það kallast orrustan um Yarmuk sem nú er í Sýrlandi. Innan næstu 73 ára höfðu múslímar lagt undir sig 3/4 af öllu hinu upphaflega landsvæði kristninnar. Næstu 13 aldirnar voru svo meira eða minna blóðbað í nafni trúar múslíma. Það tók Spánverja og Portúgali nærri 800 ár að kasta oki þessu af sér á bara Íberíuskaganum einum og sér. Þeir héldu því upp á sigurinn í því Reconquista-stríði næstu nokkur hundruð árin, eða þar til Annað-Vatíkanráðið lagði hátíðarhöldin af, sem greinilega var ótímabært

Kristnir tóku sig fyrst saman í vörnum árið 1095 og riðu þúsundir kílómetra til að taka upp bardagann við íslam á landsvæði þess hinumegin Miðjarðarhafs. Krossfarar heita þeir. Og her þeirra var langtum og yfirburðarbetri en her múslíma. En svo kom að því að kristnir þreyttust á "fjarlægu stríði" gegn íslam, mörg þúsund kílómetrum í burtu, svipað og sumir kjánar eru þreyttir í dag. Hinn öflugi Krossfaraher í Palestínu fór því heim. Það var óþarfi og miður, því alla leið upp að Vín í Austurríki komst óvinurinn á næstu öldum

Restin af því landsvæði sem múslímar tóku ekki frá kristnum með heilögum hernaði, kallast Vesturlönd í dag. Það er að segja; litla hornið þarna uppi í vestri á skaganum sem stingst óvart út úr meginlandi Rússlands og kallast Evrópa; það er "Vesturlönd". Það svæði borast greinilega best út innan frá í dag, en þó alveg sérstaklega best með aðstoð evrópsku esb-kjánanna sjálfra sem vilja helst að það sé gert með kjarnorkuvopnum í höndum klerkaveldis íslams

Frakkar hafa kannski nú þegar gleymt orrustunni við íslam við Tours, 240 kílómetrum suður af París, árið 732. Líberalisminn í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða og fimmta misheppnaða lýðveldi Frakklands, plús næstum óendanlega margar og misheppnaðar stjórnarskrár sósíalistans John Locke í Frakklandi, virka kannski svona vel að líberalisminn hefur jafnvel skaffað þeim sjálft vatnið til að ganga á

Kjánaveldi Vesturlanda væri ofboðslega stórt, ef Ameríka gæti talist með. En hún spilar ekki með í dauðadansi Evrópu. Sem betur fer

En hvernig skyldi annars "mannauðs"-stjórninni hjá frönsku lögreglunni líka "fjölbreytileikinn" núna. Því samkvæmt forystu Sjálfstæðisflokksins eru 50 flokkar á þingi mun betra en fjórir; Allt fyrir fjölbreytileikann. Valhöll á sínum bráðnandi ísjaka gæti jafnvel kennt frönsku lögreglunni allt um vandaðar mannaráðningar í framtíðinni, þ.e. skyldi einhver vilja vinna þar. Eða þarf kannski að kalla herinn til. En hvað með hann? Er hann kannski líka jafn "ríkur" af fjölbreytni og lögreglan. Og hvað þá? Stjórnlaust ríki - eða bara misheppnað ríki? Hvort viltu, því ekkert annað er í boði á hlaðborði fjölmenningarinnar

Hér er bókardómurinn um hina nýju bók Raymond Ibrahim; Sword and Scimitar: Fourteen Centuries of War Between Islam and the West. Þaðan hef ég sumt af þessu hér að ofan - plús Wall Street Journal og Le Figaro um blóðbaðið í aðalstöðvum lögreglunnar í Frakklandi núna. Raymond Ibrahim er ekki hver sem er

Fyrri færsla

Banna ætti þingmönnum að hafa aðstöðu á Alþingi


mbl.is Árásarmaðurinn öfgafullur múslími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banna ætti þingmönnum að hafa aðstöðu á Alþingi

Frá hinu útópíska loftkommaliði sem stendur að ríkisstjórn Íslands, heyrast raddir þess efnis, að á meðan það selur landið undan þjóðinni, er því illa við að sá sem gætir þjóðaröryggis okkar sé með aðstöðu hér á landi til að geta það og gera það. Þarna á ég við bandaríska herinn sem er eini herinn í heiminum sem gætt getur þjóðaröryggis okkar án þess að kála okkur eða rífa af okkur allt, eins og krónískt gjaldþrota Evrópusambandið rífur allt af öllum þjóðum í nágrenni þess, bara fyrir það eitt að vilja ekki rýma lönd sín og leggja þau niður, og fyrir að vera að flækjast fyrir nýja nýlenduherraliðinu sem xD virðist draga andann í gegnum

Þetta er ríkisstjórnarliðið sem treður hér inn fjórheilögum beljum frá Evrópusambandinu í endalausum bunum –og sem þess vegna gæti verið herbeljuhlutinn að þeim sex þúsund stríðsglæpamönnum sem komu inn í Þýskaland án þess að hirt væri um að einráði nýlendu-keisarinn af ESB vissi hvað hún væri að gera– á meðan þetta sama lið lokaði hins vegar nær fullkominn og fyrirmyndar kurteisan verndara lands okkar inni í girðingu á Miðnesheiði. Á sama tíma heimtar þetta loftlið að gjörvalt glæpalið ESB fái að æða óhindrað hér um allt land og láta greipar sópa, í öllum skilningi þess orðs

Þetta er liðið sem lemur orkufullveldið úr höndum þjóðarinnar án þess svo mikið sem að roðna og án nokkurrar ástæðu annarrar en aumingjaskapar. Og þetta er sama loftliðið og ræðst á stjórnarskrá Íslands með berum hnefunum hvern einasta dag árum saman. Þessu liði er greinilega illa við að lögregla, sjúkrabílar og björgunarsveitir fái að aka á vegum landsins. En það er það sem þetta lið er að segja með útópísku ýlfri sínu um að bandaríski herinn sem gætir þjóðaröryggis okkar fái að gera það eins og hann á að gera

Af hverju ekki bara að banna þessum þurrhausa þingmönnum að hafa aðstöðu á Alþingi. Sparka þeim út. Hvernig væri það; Ísland úr Alþingi og þingmenn burt; því ekki verjið þið landið okkar, svo mikið er víst. Enda virðist einungis um útópíska lofttegund vera að ræða á Alþingi, sem varla treystir sér til að halda uppi landhelgisgæslu, vegna "fjárskorts" sökum þess að skattfé Íslendinga er sprautað í loftpólitískt-, útópískt,- og sósíal sukk, á meðan það bókstaflega er kveikt í peningum skattgreiðenda á götum Kristjaníu Reykjavíkurborgar, og monthallir reistar til tapreksturs til eilífðarnóns

Fyrri færsla

Hneyksli: Alls ekkert að því að borða rautt kjöt!


Hneyksli: Alls ekkert að því að borða rautt kjöt!

"ÉG VINN FYRIR FÓLKIÐ"

Ég vinn fyrir fólkið 450

Síðasta þvælan? Nei nei..

Lið... [maður þorir nú varla að nefna þá, en jú, hér eru þeir]... lið vísindamanna frá mörgum löndum hefur rannsakað þær rannsóknir og klínísk próf sem tengja át á rauðu kjöti við sjúkdóma og krabbamein. Ástæðan fyrir því að manni er orðið illa við að taka sér orðið "vísindamaður" í munn, er auðvitað það fárviðri af hundrað prósent þvælu og hugarburði sem ræður ríkjum í svo kölluðum loftslagsmálum og umhverfismálum. Þar er í gangi enn eitt fjölþjóðlega klámið af allra verstu sort sem sést hefur um aldir. Þeim trúa aðeins sannir fáráðlingar sem sýnt og sannað hafa að trúa öllu nema náttúrlega á Guð

Þessi hópur vísindamanna frá mörgum löndum fór í gegnum 130 rannsóknir og tugi af prófunum sem valdar voru af handahófi og áttu allar að sýna fram á að rautt kjöt væri sjúkdómsvaldandi; og útkoman er sú að ekkert nema eitthvað sem getur verið hvað sem er annað, tengir neyslu á rauðu kjöti við sjúkdóma og krabbamein. Leiðari Wall Street Journal er með þetta í dag; The Red Meat Rethink. Það sem hins vegar gæti valdið alls konar sjúkdómum er neysla á illa steiktum og illa soðnum rannsóknum af því tagi sem þarna voru krufnar til mergjar

"The medical-academic complex is experiencing a bad case of indigestion over new research this week in the Annals of Internal Medicine that rescinds the longtime recommendation to eat less red meat. Climate politics is now infecting even nutritional science.

Governments and health bodies such as the American Heart Association and American Cancer Society have echoed claims that red meat is bad for heart health and is linked to a host of diseases. But a team of international researchers who reviewed more than 130 articles and a dozen randomized trials has concluded that the evidence linking red meat to cancer, heart disease and mortality is flimsy."

Brandarinn sem flygir með í leiðaranum –en sem því miður er ekki brandari– er að lið frjálslyndra lækna sem segjast vera "Nefnd lækna fyrir ábyrgum læknavísindum" (The Physicians Committee for Responsible Medicine) hefur kært tímaritið sem birti niðurstöðurnar til Viðskiptanefndar Bandaríkjanna, því þeir vita að rannsóknin er rétt, en hafa í staðin gert málið að loftslagsmáli gegn kjöti, og þannig flúið úr einni þvælunni yfir aðra enn stærri

Hah ha ha ha ha ha haha ha ha ha ha. Ha ha ha haha ha ha ha. Hah ha ha ha ha ha haha. Ha ha haha ha ha ha ha. Hah ha ha ha ha haha ha ha. Ha ha ha ha ha ha haha ha ha ha ha. Ha ha ha ha ha haha ha ha. Þetta er ábyrgur hlátur

Þetta lið frjálslyndra lækna gæti eins vel verið Valhöll í kommakofa Vinstri grænna. Þeir eru að minnsta kosti jafn geggjaðir og forysta beggja flokka til samans

Það fylgir líka í leiðaranum í Wall Street Journal að niðurstaða Bandaríkjamanna er að verða sú, að þeir eru hættir að trúa á "sérfræðinga" og "vísindi". Fyrst var það fitan, sem reyndist fullkomin þvæla. Svo kom kartaflan, sem líka var þvæla. Og nú er það kjötið, sem sennilega er mesta og stærsta þvælan af þessu öllu. En hún nær þó ekki með tærnar þar sem yfirþvæla allra þvæla hefur hælana: þ.e. þvælan um loftslagsmál og umhverfismál. Sú þvæla er að minnsta kosti jafn stór og sjálf þvælan um Sovétríkin, Marxisma og íslam. Þrjár kenningar sem einhverra hluta vegna (auðvitað pólitískra) þóttu hafnar yfir og með fasta undanþágu frá því að þurfa að fara í gegnum greiningardeild rökhyggju Vesturlanda, og hafa það því miður enn, því þetta er sögulega banvæn þrenna fyrir öll þau lönd

Bjarni Ben og Valhallarliðið er orðið sovétlið úr nýrri (loft)tegund. En Vinstri kommar grænir eru bara rauðir kommar eins og síðast. Ekkert hefur breyst, nema það að Sjálfstæðisflokkurinn er fallinn í hendur þvottheldra bjána

Fyrri færsla

Farsinn um "Úkraínu-samtalið" [u]


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband