Bloggfærslur mánaðarins, október 2018
Mánudagur, 29. október 2018
Gyðingamorð í Bandaríkjunum - pólitískt hrun í Þýskalandi
Horfa: Sagnfræðingurinn og bóndinn Victor Davis Hanson útskýrir hér í fyrirlestri og svarar spurningum um hvernig eftirstríðs-heimurinn frá og með 1945 er að enda núna, og hvers vegna (YouTube, 1 klst.)
****
BANDARÍKIN
Maður sem hatar Gyðinga, myrti á laugardaginn 11 Gyðinga í bænahúsi þeirra í Pittsburgh í Bandaríkjunum, fyrir það eitt að vera Gyðingar. Áður en maðurinn framdi morðin sagði hann að drepa yrði alla Gyðinga. Það er óþolandi að þetta elsta hatur mannkynssögunnar sé enn að verki og að enn sé kynnt undir því. Þetta er enn óþolandi svartur blettur í samtímanum og Gyðingaandúðin fer versnandi á Vesturlöndum
Það er ekki mikið um Gyðingahatur í Bandaríkjunum miðað við í Evrópu. En það er mest meðal vinstrimanna sem eru með Palestínu á heilanum, og svo í háskólum, segir leiðari Wall Street Journal í dag. Hér á Íslandi má benda á skattafjármagnaða DDRÚV-fjölmiðlamiðstöð vinstrimanna í þessum efnum
Jafnvel áður en lögreglan hafði komist á vettvang, var vinstrisinnaður skríll Demókrata byrjaður að kenna Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna um að hafa knúið á um morðin með einhverju sem hann á að hafa sagt eða látið ósagt. Dóttir Trumps og tengdasonur eru Gyðingar og fáir forsetar Bandaríkjanna hafa notið eins mikillar virðingar meðal Gyðinga og í Ísrael, og einmitt Donald J. Trump. Ásakanir Demókrata lýsa ástandinu í flokki þeirra einkar vel. Engin málefni, bara hatur. Og þá ömurlegu stefnuskrá flokksins sjá of margir af helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna um að framkvæma fyrir flokkinn, og hófst sú barátta með því að reyna að ógilda kjör Trumps með Rússarannsókn strax eftir kjör hans, en sem enginn talar um lengur, þó svo að hún standi yfir og hafi staðið yfir í tvö ár! "Rannsóknin" skilar auðvitað engu og er þá er gripið til nakins haturs ofan í þær pólitísku ofsóknir
Forsetanum er kennt um allt sem miður gerist. Hatrið á honum er það eina sem heldur stjórnmálaflokki Demókrata saman núna. Virðist flokkurinn vera að breytast í vinstriskríl eins og reið húsum hér á landi eftir bankahrunið. Hrun Demókrata felst hins vegar í því að þeir hafa misst næstum öll pólitísk völd í Bandaríkjunum, jafnvel næstu 50 árin. Og ekki nóg með það þá eyðilagði Barack Obama flokkinn svo, að hann passar engum sem á eftir honum koma. Hefur demókrataflokkurinn nú breyst í flokk sem er lengra til vinstri en nokkru sinni fyrr og hann hefur ekki lengur fyrir því að þykjast vera jarðtengdur og dálítið íhaldssamur mið-vinstriflokkur 12 mánuði fyrir kosningar, en er svo allur annar eftir kosningar. Nei, nú ríður hann húsum fyrir opnum tjöldum og fer með öskrum, klórar og ber með hnefunum lýðræðisstofnanir bandaríska lýðveldisins að utan eins og hver annar skríll, og þingmenn hans hvetja til að veist og ráðist sé að kjörnum fulltrúum Repúblikana hvar sem til þeirra næst. Nú þurfa demókratar ekki lengur að fara yfir til Bernie Sanders því þeir eru komnir þar sem hann var sjálfur. Jafnvel Trump er kennt beint og óbeint um heimatilbúnar rörsprengjur sem truflaður einstaklingur, og nú hryðjuverkamaður, sendi til frammámanna í Demókrataflokknum. En þó svo að enginn hafði látið lífið né slasast þá er hér um hryðjuverk að ræða
En lítil var samúðin í bandarísku pressunni, meðal Demókrata og hjá síblótandi elítu Hollywoodleikara, þegar Trump-hatari, skotvopnahatari, ákafur fylgismaður Obama og homma- og lesbíuhreyfinga-aðdáandi, sendi í febrúar síðastliðnum syni og tengdadóttur Donalds Trump hvítt duft í pósti sem helltist yfir tengdadótturina og sem fyrir hana þýddi tvær vikur í einangrun á hörðum fyrirbyggjandi lyfjum. Þá sagðist Vanessa Trump hafa óttast að fá aldrei að líta fimm börn sín augum aftur. Þetta var hryðjuverk
ÞÝSKALAND
Angela Merkel, konan sem AfD segir að hafi eyðilagt Þýskaland, og sem margir af íbúum álfunnar segja að hafði eyðilagt Evrópu, kom ekki vel út sem leiðtogi Kristilega CDU-flokksins er kosið var til þings í Hessen-fylki Þýskalands um helgina. Útreiðin var á pari við útreiðina í Bæjaralandi um daginn. CDU-flokkur hennar fór frá 38,3 prósentum í kosningunum 2013, niður í 27 prósentur núna (-11,36). SPD-sósíaldemókratar fóru úr 30,7 prósentum niður í 19,8 (-10,92). Massíft fylgistap hjá báðum þessum samverkaflokkum á landsvísu. Þeir sem unnu á voru AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) sem fór úr 4,1 prósenti 2013, upp í 13,1 prósent núna (+9,09) - og svo Græningjar sem fóru úr 11,1 prósentum upp í 19,8 prósentur (+8,67). Fleiri tölur hér
Ríkisstjórn Þýskalands á ekki marga lífdaga eftir. Og sérstaklega eru pólitískir lífdagar Angelu Merkel taldir. Hún og Sósíaldemókratar hafa eyðilagt flokka sína báða
Fyrri færsla
"Blaðamaður" í Mið-Austurlöndum eða Rússlandi ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 22. október 2018
"Blaðamaður" í Mið-Austurlöndum eða Rússlandi ?
Nokkuð mikið af því sem menn segja fréttir, hafa verið sagðar af stjórnmála- og blaðamanni sem hét líklega Jamal Khashoggi. Í því sambandi er gott að muna eftirfarandi:
Allir blaðamenn í hvorki Sádi-Arabíu, Tyrklandi né Rússlandi eru ekki dauðir, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, þó svo að nokkuð margir andstæðingar þjóðhöfðingja þessara þriggja ríkja séu það
- Pútín
- Erdogan
- Konungur Sádi-Arabíu
- - og svo er það Kína
Bandaríkin eru eina stórveldi heimsins. Það, Tyrkland og Sádi-Arabía ásamt Ísrael og nokkrum öðrum ríkum, hafa bundist óformlegu bandalagi sem reynir að sporna við mjög svo auknum áhrifum Írans í Mið-Austurlöndum, sem eru heimshluti
Þrjú ríki berjast um sætið sem heimshlutaveldið í þessum heimshluta; (1) Íran, (2) Tyrkland og (3) Sádi-Arabía
Þau ríki sem til greina koma sem ráðandi heimshlutaveldi Mið-Austurlanda eru þó bara Íran og Tyrkland
En þau tvö ríki sem hins vegar segjast vera leiðtogaríki allra Sunni-múslíma í öllum löndum, eru Sádi-Arabía og Tyrkland. Saga Tyrklands sem leiðtogaríkis Sunni-múslíma er nokkuð löng. En hún endaði þegar Tyrkjaveldið féll alveg snemma á 20. öld, og þegar Sádi-Arabía varð formlega til sem konungsríki 1932. Þá tók Sádi við gæslu tveggja helgustu staða múslíma: Mekka og Medina
Tyrkland vill fá þennan titil aftur. Sádi-Arabía vill ekki missa hann. Og í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar tóku Bandaríkin við af Bretum, sem ábyrgðarmaður þjóðaröryggis Sádi-Arabíu
Óformlegt bandalag þessara ofangreindu ríkja gegn útbreiðslu Írans í Mið-Austurlöndum, eftir fall Ríkis Íslam (ISIS), stendur og fellur með þátttöku Bandaríkjanna. Falli þetta bandalag, þá fellur þjóðaröryggi Sádi-Arabíu líka. Og þá fellur heimshlutinn annað hvort til Írans eða Tyrklands, og með vissu inn í spíral upplausnar og stríða. Ef það gerist, þá geta Vesturlönd kannski um leið ýtt á eject-hnappinn fyrir núverandi velsæld og Pútín blaðamannavinur í Moskvu yrði umsvifalaust stórveldi á ný, því olía hans myndi kannski hækka í 300 til 400 dali tunnan á alþjóðlegum mörkuðum, og efnahagslíkan Íslands falla saman um leið og kúnnar þess falla um víða jörð
Blaðamaðurinn (í Sarajevó) svo kallaði, sem var meira stjórnmálamaður en blaðamaður, var andsnúinn stjórnvöldum Sádi-Arabíu. Þangað vildi hann fá sama stjórnmálaform og nú er að vaxa sig trúarlega stórt og sterkt sem íslamistaríki í Tyrklandi. Þess vegna er Tyrklandi svona vel við tilræðið á blaðastjórnmálamanninum, því það hjálpar því við að grafa undan Sádi-Arabíu og koma þar af stað upplausn, uppreisn eða óförum sem leitt geta til þess að það verði Tyrkland en ekki Sádi-Arabía sem stendur eftir sem leiðtogi Sunni-múslíma í öllum löndum
"Lengra" nær þetta ekki
Einu sinni varð mesti þálifandi fjöldamorðingi mannkynssögunar bandamaður Bretlands og Bandaríkjanna; um var að ræða Jósef Stalín. Þá sögðu Bretar og Bandaríkjamenn; "Hitler er verri. Við skulum fyrst ráða niðurlögum hans í bandalagi við Stalín. Þegar Hitler er farinn, þá snúum við okkur að Stalín. Við þurfum ekki að vera fullkomin. Við þurfum einungis að vera nóg góð"
Og nú skrifar nýsjálenskt dagblað að Evrópusambandið sé orðið það sem sambandið sagðist ætla að koma í veg fyrir að gæti gerst í Evrópu. Var Evrópa kannski ekki nógu góð frá 1945 til 1991? Hún er að minnsta kosti miklu verri í dag en þá. Krækja: "EU has become the kind of dictatorship it aimed to defeat"
Ég er að lesa hina nýju þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (PDF). Hún kom út í desember 2017 og heitir: A Strategy of Principled Realism
Bless Útópía
Fyrri færsla
Nú eru það loftslags- og umhverfisvafningar sem seljast
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. október 2018
Nú eru það loftslags- og umhverfisvafningar sem seljast
Í aðdraganda og undir, en ekki eftir, fjármála- og bankabóluna voru það fjármálavafningar sem steiktu heilabú þeirra sérfræðimanna sem vita áttu betur en tvævetur í fjármálageirum veraldar. Vafningarnir voru seldir og keyptir. Sérfróðir kjánar seldu og sérfróðir asnar keyptu. Svo sprungu fjármálavafningarnir í andlitið á öllum þeim sem þá snertu, því innihaldið var rusl
Það sama er að gerast með þá sem vit eiga að hafa í dag. Þeir eru núna að kaupa loftslags- og umhverfismálavafninga sem gerðir eru úr sama rusli og fjármálavafningarnir voru gerðir úr, þ.e. heimsku og sósíalisma. Barack Obama barðist til dæmis lengi fyrir undirmálslánum og fékk þau gerð lögleg með ábyrgð. Svo sprakk heimurinn. Sá sem sagði að alls- og atvinnulaus maður ætti ekki fá húsnæðislán, var stimplaður vondur maður. Í dag er til dæmis ég stimplaður vondur, því ég veit að loftslags- og umhverfismálin eru aðeins nýir vafningar fullir af rusli og drasli sérfræðinga, sem eru meingallaðir menn eins og ég. Vörur þeirra eru loftslags- og umhverfisvafningar, fullir af rusli og drasli. Þeir sem tala fyrir þessum nýju vafningum vita ekkert um hvað þeir eru að segja, þó svo að þeir þykist vita það og eru á háum launum við það
Aðeins veiklundaðir menn kaupa þetta nýja drasl sérfræðinganna. Og síðasti söludagur nálgast
Fyrri færsla
Sósíaldemókratar þurrkaðir út í Bæjaralandi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. október 2018
Sósíaldemókratar þurrkaðir út í Bæjaralandi
Niðurstaða
Bæverskir sósíaldemókratar (SPD) gátu ekki keppt við hinn flokk þýskra sósíaldemókrata, þ.e. flokk Kristilegra (CSU í Bæjaralandi og svo bandalag þeirra með CDU á landsvísu). Þýskir sósíaldemókratar hafa fundið út úr því að hinn flokkur þýskra (Kristilegra) sósíaldemókrata er að minnsta kosti jafn miðvinstri-sinnaður og gamla SPD-vinstrið. Og hver láir þeim það, eftir að þýskir hægrimenn hafa gert svo í buxurnar að fáum í Bæjaralandi datt í hug að að skipta um skoðun á samsulli CDU/CSU og SPD á landsvísu
CSU í Bæjaralandi fékk nálægt því sama fjölda atkvæða og síðast, þökk sé flótta SDP-manna yfir í CSU. En þar sem kjörsókn var meiri núna, þá þýddi hún hlutfallslega verri útkomu fyrir CSU en síðast. SPD hrundi úr 20,6 prósentum niður í 9,7 prósentur. Hann var annar stærsti flokkurinn í kosningunum 2013, en er nú aðeins fimmti stærsti flokkurinn, eða þriðji minnsti flokkurinn á þingi
Mest áberandi niðurstaða kosninganna er því sú, að flokkur SPD-sósíaldemókrata var næstum þurrkaður út. Hann er tómur flokkur núna og hefur hvergi stuðning nema í 101-hverfum borga sem eru að verða rafmangslausar eða geta ekki lengur borgað hið himinháa verð sem er á raforku í Þýskalandi. Landsbyggðin í efri héruðum Bæjaralands í kringum Alpana, hefur algerlega afskrifað SPD-sósíaldemókrata þannig að staða hans í stjórnarandstöðu er nú verri en engin. Þar er bara eitt sósíaldemókratískt dienbienpúff
Græningjar unnu mikið á, sérstaklega á 101-svæðum, þar sem sósíalstríðsmenn SPD hafa misst sig í sósíal-millimetralýðræði, en vanrækt praktíska hluti eins og húsnæðismál. En það verður einmitt í 101-hverfunum sem græningjar munu tortíma sér með sjálfsmorðssprengingum eins og þeirri sem flokksráðkorsett Vinstri grænna á Íslandi sprengdi nýrun úr flokknum með um síðustu helgi. Flokkslíkami Vinstri grænna er því á ný að fyllast af gömlu eitri í grænum umbúðum
Aðrir flokkar eins og AfD og Frjálsir kjósendur munu líklega mynda nýja stjórn með CSU í Bæjaralandi. Hver veit hvað kemur út úr því. Kannski munu þeir saman lýsa yfir nýju Sovétlýðveldi í Bæjaralandi eins og gerðist þegar Þýska heimsveldið hrundi í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þannig átti kommúnistískt Bæjarland að verða óháð hinu nýlega stofnaða Weimar-lýðveldi Þýskalands, sem var fyrsta tilraun Þýskalands með lýðræði sem stjórnarfyrirkomulag. Þjóðhollar leifar þýska hersins tóku svo hið bæverska Sovétlýðveldi af lífi í maí 1919. Önnur tilraun Þýskalands með lýðræði sem stjórnarfyrirkomulag er nú í gangi. Og enn er langt því frá öruggt hver niðurstaða hennar verður. Þetta er jú meginland Evrópu; sjálf vagga, marxisma, kommúnisma, nasisma, fasisma og esbisma. Allt saman alræðisleg öfl sem ráðast að stjórnarskrám til að svipta borgarana frelsinu
Hér má sjá hlutfallsleg úrslit kosninganna í Bæjaralandi, sem fram fóru sunnudaginn 14. október 2018
Fyrri færsla
Vinstri grænir vilja fylgja Angelu Merkel inn í alræðið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2018
Vinstri grænir vilja fylgja Angelu Merkel inn í alræðið
Bardagafáni bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman (CVN-75), sem var hér skammt undan um daginn
****
Angela Merkel er í stefnumótunarvinnu núna. Hún vill að Þýskaland (og þar með Evrópa líka?) reyni að líkjast Kína og öðrum útflutningaháðum Asíuríkjum enn meira en orðið er. Hún vill að Þýskaland, sem í 150 ár hefur ekki fundið neitt nýtt upp til að lifa á, reyni að stækka enn frekar þau stóru og úreltu fyrirtæki Þýskalands sem einkenna staðnaðan einkageira landsins svo mikið að þar geta ný Apple, Google og Microsoft bílskúrksfyrirtæki ekki orðið til, vegna þess að tilvist slíkra fyrirtækja myndi ógna aristókratísku veldi iðnaðarfyrirtækja eins og Siemens (stofnað 1847), Bayer (stofnað 1863) og BASF (stofnað 1865). Emmanuel Macron Frakklandsforseti leit undan og kastaði upp er hann frétti af þessu stefnumóti Angelu Merkel við fortíðina
Sést þarna vel í hversu hroðalegum vandamálum Þýskaland er með viðskiptalíkan landsins. Það krefst að nýlendustefna sé viðhöfð á ESB-ríkin, sem handjárnuð eru við Þýskaland með ESB, og svo krefst það þess að Þýskaland leggist flatt fyrir Kína, sem ekkert nýtt getur skapað heldur. Það sem sameinar þessi ríki er krónískur skortur á innri eftirspurn vegna elítu-kúgunar, hnignunar, sósíalisma og áætlanabúskapar
Eins og ég hef áður sagt þá er að mörgu leyti hægt að segja að Þýskaland sé eins konar kína Evrópu. Núverandi tilraun Þýskalands með lýðræði sem stjórnarfyrirkomulag er að fara út um þúfur. Og nú er Donald J. Trump við það að taka Þýskaland á orði þess. Það sagði honum nefnilega að viðskiptahalli Bandaríkjanna við Þýskaland skipti ekki máli. Og þar sem að hallinn (og gengisfölsun Þýskalans) "skiptir ekki máli" þá ætlar Trump að láta Þýskaland fá hallann, því það hlýtur að vera í lagi fyrst að hann skiptir ekki máli. Það sama á við um kína í Kína. Það Kína fær líka hallann sem engu máli skiptir, því það getur varla skipt þessi lönd neinu máli, þar sem hann skiptir ekki máli. En skyldi viðskiptahallinn þá allt í einu fara skipta máli þegar Þýskaland og Kína hafa fengið hann. Það verður mjög svo fróðlegt að fylgjast með þessu máli næstu mörg árin. Ballið er rétt að byrja og handritið fyrir ombytta roller er að skrifast
Það sem skilur þessi útflutningsháðu ríki frá bandarísku atvinnulífi er það, að vestanhafs snýst hið bandaríska hagkerfi að mestu um lítil og millistór fyrirtæki, sem knýja nýsköpun og framfarir áfram og skapa þá eftirspurn sem útflutningsháð lönd eins og Þýskaland og Kína lifa á, því þau sjálfa skapa ekki eftirspurn heldir sjúga þau hana til sín
Töluverður stormur var á mörkuðum í síðustu viku. Margir segja að þar hafi fjárfestar loksins uppgötvað, eða skilið til fulls, að verðið (vextir) á peningum frá seðlabanka seðlabankanna, the Fed, fari hækkandi. En mín skoðun er hins vegar sú að allt það mál hafi fjárfestar fyrir lögnu skilið til fulls. Það sem gerðist í síðustu viku voru hins vegar fyrstu spurningar markaðarins á endastöð heimsins eins og Bandaríkin sköpuðu hann í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar; Spurt var: "Ert þú og og fyrirtæki þitt í Kína? Ef já, þá hendum við bréfunum í þér á haugana, því Kína er að enda, því eftirstríðsheimurinn er að enda í þeirri mynd sem Bandaríkin skópu hann. Nýr heimur er í smíðum, því sá gamli var misnotaður svo herfilega - á kostnað Bandaríkjanna". Hin spurningin var: "Og þar sem Mussolini er þegar byrjaður að fikta við innrásir inn í Eþíópíur og Sómalíur, afsakið, Georgíur, Krím, Úkraínur og Suður-Kínahöf, þá er Trump forseti byrjaður að endurreisa fælingarmátt Bandaríkjanna áður en Mússóar dagsins í dag fá of margar og rangar nýjar hugmyndir um sjálfa sig, úr einmitt þeirri skúffu sem Vinstri grænir hafa alltaf verið föst vöggudýr í, þ.e. í vöggu alræðisins (gleymið græna litnum, hann er einungis felulitur)
Fyrri færsla
Síðasta skip frá Kína í smíðum [u]
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. október 2018
Síðasta skip frá Kína í smíðum [u]
Uppfært: Tímamótaræða Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna um Kína, hinn 4. október 2018, sem haldin var á meðan leikskólaveldi fjölmiðla voru önnum kafin við slúður og falskar fréttir
****
Nú eru ekki nema örfá ár þar til að Kína kemst aftur á bak við það járntjald sem kínversk stjórnvöld elska svo heitt. Að halda að kommúnistískt Kína geti haldið áfram að vera kommúnistískt Kína nema innan veggja síns eigin múrs, var ávallt svo skrýtin hugsun að í dag er hún farin að virka sem móðgun við skynsemi þeirra sem yfir höfuð höfðu bara smáskammt af slíku í sínum höfðum. Aðeins útópískar nálastungur af 1991-árgangi náðu svo langt inn í heilabú manna á Vesturlöndum að formalínið sem í þeim var, steypti heilabú of margra Vesturlandabúa föst í ólæknandi kratisma eins og sést svo víða á þeim vestrænu stjórnmálaflokkum sem eru hnignandi flokkar í dag, en sem ættu bara alls ekki að vera það, heldur ættu þeir flokkar að vera að styrkjast. Dómgreindarskortur og pólitískt hug- og getuleysi er það sem ræður hnignunarför slíkra flokka inn í smjattpattísk grasker
Kína er því að læsast inni í sjálfu sér eins og náttúrulögmál og Bandaríkin munu varla hleypa því út aftur eins og það er. Ekki verður hlustað á væl bandarískra fyrirtækja, né heldur á vol og væl þeirra bandamanna sem byggja þjóðaröryggi sitt á efnahags- og hernaðarlegu heilsufari Bandaríkjanna
Flokksrústir Demókrata í Bandaríkjunum eru því akkúrat núna að byrja að skríða upp úr gígaröð eigin sjálfskaparvíta og leita hælis hjá þeim sem sem halda höfði. Fyrst að Rússlands-harka var demókratísk dyggð, þá hlýtur ný Kína-stefna Trumps og Pence að þýða nýtt pólitískt himnaríki fyrir sanna Demókrata. En til að komast þangað verða þeir að styðja eða kjósa Repúblikana. Annars er það bara hin gamla gígaröð þeirra sjálfra til helvítis, sem bíður
Nýr kafli í endalokum evrunnar er nú að hefjast. Vaxtaálagið á dauðvona ítalska ríkið er orðið slíkt að ítalskir ríkispappírar eru við það að týna húsbónda sínum fyrir fullt og allt. Beðið er með öndina í hálsinum eftir næstu lækkun lánshæfnismats ítalska ríkisins. Og ef matsfyrirtækin setja mínus fyrir aftan nýtt og lægra mat, sem þýðir neikvæðar horfur, þá er næsta þrep þar fyrir neðan, ruslatunnan sjálf
Á meðan dunda S.þ sér við nýjustu súperstrengja-kenningar þeirra "vísindamanna" sem þá misstu vinnuna - og æruna. Við skulum ekki minnast á alla þá sem misstu vinnuna þegar súperstrengja-kenningar vísindamanna peningamála fuðruðu upp árið 2008 og urðu að loftslagi
****
Svo hér að lokum, eitt gott mix eftir einn Kanadamann, frá sumrinu 2003, eiginlega eina mixið sem ég hef haldið upp á. En þá reyndu ýmsir menn að skapa eitthvað nýtt á tónlistarsviðinu. Þessum tókst það ágætlega
Bein krækja: Crystal Tokyo | Allt með Masaki
Fyrri færsla
Hæstiréttur Bandaríkjanna aftur á réttri leið
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.10.2018 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. október 2018
Hæstiréttur Bandaríkjanna aftur á réttri leið
Mynd, Hæstiréttur Bandaríkjanna: Ashley eiginkona Brett M. Kavanaugh heldur á Biblíunni á meðan eiginmaður hennar sver embættiseið hæstaréttardómara. Dætur þeirra fylgjast með
****
Í fyrsta sinn frá því í Kreppunni miklu 1934, er hæstiréttur Bandaríkjanna nú skipaður íhaldssömum dómurum að meiri hluta til. Allar götur frá því að New Deal stefna Roosevelt forseta var sett, hefur rétturinn að meiri hluta til verið skipaður dómurum sem hölluðu sér meira til vinstri og gerðu ríkinu mögulegt að þenja sig meira og meira út og yfir líf borgaranna. Fyrir Bandaríkin hefur þetta þýtt meiri völd til alríkisstjórnarinnar í til dæmis efnahagsmálum, með þeim afleiðingum að ríkið blés út, skattlagning, opinber eyðsla og skuldasöfnunum jókst, því rétturinn jók völd ríkisins yfir þeim málum. Margir, en samt of fáir, vita að stjórnarskrá Bandaríkjanna gengur að miklu leyti út á að halda ríkisvaldinu í skefjum. Það mun líklega gerast í meira mæli en verið hefur hin síðustu 84 ár, frá og með í gær, þegar efri deild þingsins skipaði Brett Kavanaugh sem nýjan hæstaréttardómara. Þetta mál er ein af ástæðunum fyrir því að Donald J. Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016, þrátt fyrir reynsluleysi í stjórnmálum og opinberum störfum
NATO
Fastafulltrúi Bandaríkjanna í NATO, frú Kay Bailey Hutchison frá Galveston í Texas, sagði að Bandaríkin myndu íhuga með fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðum að granda meðaldrægum eldflaugum Rússlands á jörðu niðri í Rússlandi, haldi Rússar áfram að brjóta 1987-ABM INF-eldflaugasáttmálann með þróun nýrra meðaldrægra eldflauga sem ná til landa Evrópu. En það er það sem Rússar hafa verið að gera. Fyrirbyggjandi hernaðaraðgerð gegn Rússlandi í Rússlandi er því á borðinu. Þarna eru Bandaríkin að segja við NATO-lönd Evrópu og sérstaklega Þýskaland; takið ykkur saman og leysið þetta mál sjálf, eða við sláum til, og þá er úti um viðskiptahagsmuni ykkar og Rússlands
KÍNA
Mynd: Wall Street Journal
Fréttir um að kínverski herinn hafi komið fyrir njósna- og hryðjuverkabúnaði í tölvuvélbúnaði sem framleiddur er í Kína og sem seldur er um allan heim, geisa nú víða um jörð. Hlutabréfin í kínverska Lenovo tölvuframleiðandanum hrundu samstundis um 20 prósent á markaði í Hong Kong. Um er að ræða örgjörva á stærð við hrísgrjón á tölvumóðurborðum og sem er á valdi kínverska hersins, sem nær þannig algerlega valdi yfir tölvubúnaði og stýrikerfum, reynast fréttirnar réttar. Tæknileg forskrift og forsendur nútíma-tölvunar eru fyrir löngu brostnar. Þar hefur lítið tæknilega nýtt gerst síðan 1950 er bandaríski herinn fann tæknina upp. Framtíðin mun ekki byggja á þeirri tölvun sem uppfundin var í Kalda stríðinu
GAMLI HEIMURINN
Allar þrjár meiriháttar pólitísku einingar á landmassa Evrópu-Asíu eru nú runnar inn í óafturkræft upplausnarferli, að Indlandi undanskildu. (1) Rússland sem leystist upp 1918 og 1991 er á ný að leysast upp sem ríki. Því er spáð að Rússland leysist upp á ný sem ríki árið 2025, eða jafnvel fyrr. Hvort að Rússland endar þá lífdaga sína sem misheppnað ríki, er ekki gott að segja, en of margt bendir því miður til þess. (2) Haustrið 2008 afhjúpaði, eins og hendi væri veifað, tilgangs- og getuleysi Evrópusambandsins sem pólitísku yfirríkis- og efnahagslegu misfóstri yfir flestum löndum Evrópu. Sambandið rann þá inn í óafturkræft upplausnarferli og sem er að verki hvern einasta dag ársins í öllum löndum þess núna. Þannig verður ástandið þar áfram, þar til sambandið að mestu leyti er uppleyst. Styttist í að aðvörunarmerki eins og eru á sígarettupökkum prentist á evruseðla í hugum fólksins. (3) Kína fór inn í upplausnarferli sitt í beinni útsendingu á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þar valdi Kommúnistaflokkurinn skilgetið afkvæmi sitt án samráðs við fólkið. Kína er því komið inn í upplausnarferli sem endar með því að landið klofnar í minni einingar. Það ferli er að verkum hvern einasta dag ársins núna og næstu mörg árin. Einkennin eru meðal annarra sívaxandi einræði, kúgun, efnahagsleg eyðni og upplausn, fjármagnsflótti og hersýningar gagnvart nágrannalöndunum. Svo seint sem í síðustu viku var blaðamanni hins evrópska brandarablaðs Financial Times um efnahagsmál, neitað landgöngu í Kína
STRAUMHVÖRF
Bandaríska hagkerfið hefur nú kúplað sig frá þeirri efnahagsþróun sem ríkir á hinum pólitískt misheppnaða landmassa Evrópu-Asíu. Engin vötn Bandaríkjanna renna nú til sjávar þar. Svona klár aðskilnaður hins Nýja heims frá Gamla heiminum í stjórnmála- og efnahagsþróun, hefur ekki sést frá því að Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna. Leita þarf jafnvel enn lengra aftur eftir samanburði. Margt bendir til að krypplandi afturhaldsfjötrar hnattvæðingar hafi nú þegar að töluverðu leyti slitnað. Landmassar hins Gamla og Nýja heims eru því að skiljast að. Gamli heimurinn er brotna upp og er byrjað að rjúka úr honum einu sinni enn. Frámunalega barnaleg stefna íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum, hina síðustu áratugi, liggur því sem ein samfelld og rjúkandi rúst núna
Fyrri færsla
Repúblikanar að vakna upp við 1984-ástand?
Kavanaugh samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. október 2018
Repúblikanar að vakna upp við 1984-ástand?
Mynd: Forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump
****
Flestum þótti sögulega öruggt að þar sem Repúblikanar hafa Hvíta húsið, að þá myndu þeir ekki hafa mikinn áhuga á þingkosningum núna í nóvember. Þetta öryggi virðist nú vera að slettast á vegg og gufa upp. Vegna 1984-legra tilrauna vinstrisinnaðra fjölmiðla og Demókrata til að myrða persónu tilnefnds manns í stöðu hæstaréttarfdómara án dóms og laga, eru Repúblikanar að vakna upp við vondan draum og segjast í mun meira mæli hafa áhuga á að mæta á kjörstað og kjósa til þings í næsta mánuði. Þetta segir ný NPR/PBS NewsHour/Marist könnun sem kom út í gærkvöldi. Full 80 prósent Repúblikana segja nú að kosningarnar séu mikilvægar. Aðeins 68 prósent þeirra sögðu það sama í júlí. Hjá Demókrötum er hlutfallið 82 prósent núna -og munurinn á flokkunum því vel innan fjögurra prósenta skekkjumarka- en það var hins vegar 78 prósent í júlí. Tölfræðilegur munur á flokkunum tveimur er því enginn, samkvæmt könnuninni
Repúblikönum líst sem sagt ekki á blikuna lengur. Þeir sjá stjórnmálaflokk Demókrata í rúst eftir forsetatíð Barack Obama. Og sú rústun hefur reitt næstum alla stærri fjölmiðla í Bandaríkjunum til reiði, því þeir eru flest allir vinstrisinnaðir. Og þar sem flokkur þeirra er getulaus (mamma biluð), þá hafa þeir allar götur frá sumrinu 2015, háð kosningabaráttuna fyrir Demókrataflokkinn, vegna hinna miklu skemmdarverka sem Barack Obama vann á honum. Ekki nóg með það að Obama skilaði flokknum af sér í rúst, heldur var flokkurinn svo kyrfilega eyðilagður undir honum að enginn nema allra lélegasti forsetaframjóðandinn, Hillary Clinton, hafði séns á að sigra, því hún var næstum jafn lélegt forsetaefni og Obama. Flokkurinn og fjölmiðlar hans fyrirlitu hana og allt það sem Obama hafði gert flokknum. Svo það sem við sjáum núna, er vinstrisinnað fjölmiðlaveldi Bandaríkjanna í kosningabaráttu
Það voru sem sagt ekki fjölmiðlar sem bjuggu til kosningasigur Donalds J. Trump, eins og margir hafa haldið fram. Það var Barack Obama sem eyðilagði stjórnmálagrundvöll Demókrata og gerði öllum þeim sem á eftir honum komu ómögulegt að halda merkjum flokksins á lofti meðal bandarísks almennings. Vinstrisinnaðir fjölmiðlar tóku því við keflinu og sú sundrung sem við sjáum í dag, er einmitt kosningaherferð þeirra. Og hún er ekki beint glæsileg, eins og sést. Hún er fullur Obama-pakki pólitískt sundrandi auðkenna
Eini forsetaframbjóðandinn sem skildi allt það fólk Bandaríkjanna sem ekki bjó í þremur glóbalista-stórborgum landsins, var Donald J. Trump. Hann var eini framjóðandinn sem yfir höfuð gat sigrað á landsvísu
Wall Street Journal skrifar í morgun að Hvíta húsið hafi eftir að sjöundu rannsókn FBI á Kavanaugh dómara er lokið, ekki fundið neitt sem styður nýlegar ásakanir á hendur honum. Málið fer því hina réttu boðleið áfram til öldungadeildarinnar
Fyrri færsla
Angela Merkel nálgast fylgi Sjálfstæðisflokksins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 2. október 2018
Angela Merkel nálgast fylgi Sjálfstæðisflokksins
Svona er einnig að verða umhorfs í svo kölluðum "vísindaheimi" umhverfismála. Kukl og meira kukl
****
Nú skilur aðeins ein prósenta á milli fylgis Bjarna Ben og Merkels. Hún hefur lækkað sig úr 32,9 prósentum niður í 26 á tólf mánuðum. Þetta kemur. Já þetta kemur. Fylgi þýskra sósíaldemókrata mælist 16 prósentur í sömu könnun, sem birt var í gær. Í kosningunum fyrir ári, var það 20,5 prósentur. En fylgi AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) er hins vegar komið upp í 18,5 prósentur, samkvæmt sömu könnun. Það reyndist 12,6 prósentur í kosningunum fyrir ári. Tuttugu og sex er rúmlega helmingur af því sem Merkel fékk 2013. En þá fékk hún 41,5 prósent atkvæða. Sem sagt: úr 41,5 niður í 26. Fylgi kommúnista í Austur-Berlín mælist nú 29 prósent. Í Vestur-Berlín mælist það hins vegar 16 prósentur
Fylgi Vinstri grænna mældist 10,3 prósent í Gallupkönnuninni sem birtist í gær. Það er fallið þangað, úr 16,9 prósentum á minna en ári (það er vinstri villa í mynd DDRÚV). Kuklstefnu Vinstri grænna í umhverfismálum er þar með hafnað ásamt Austur-Þýskum biðlistum Svandísar
Okkur Halldóri verkfræðingi og hörðum Hákotsmönnum xD, tókst að leiða þá rafmögnuðu eldingu sem þarna sló niður úr kjósendum, samkvæmt Gallup, burt úr innstungum Sjálfstæðiflokksins og yfir í flokksmaskínu Vinstri grænna, sem okkur sýnist vera að bræða úr sér. Áslaug er þó enn föst í pólitískum sleik við innstunguna sem leiddi eldinguna yfir í Vinstri græna, með kolbrúnan rjúkandi humar í hendi. Og þá er Bjarni í Icesavematinu búinn að létta skýrslu Hannesar af sér í hendur staðgengils Theresu May forsætisráðherra á flokksráðsstefnu breskra Íhaldsmanna í Birmingham. En þar sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra í gær að Evrópusambandið væri að því leytinu eins og Sovétríkin, að enginn mætti þaðan út sleppa. Meginlandinu sló út í bræði
Vinstrimenn þola ekki Hannes vegna þess að honum gæti hafa yfirsést í því efni að handlangarar Stalíns héldu ekki alltaf með hægri hönd um byssuna sem þeir skutu saklaus fórnarlömb sín með til bana, heldur notuðu þeir stundum þá vinstri. Sé þetta atriði ekki rétt með farið, þá skal Hannes felldur allur og sagður Sjibbólet. Annað og meira hafa þeir yfirleitt ekki um stórvirki Hannesar að segja. Áfram Hannes!
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008