Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grćnir vilja fylgja Angelu Merkel inn í alrćđiđ

USS Harry S. Truman battle flag

Bardagafáni bandaríska flugmóđurskipsins USS Harry S. Truman (CVN-75), sem var hér skammt undan um daginn

****

Angela Merkel er í stefnumótunarvinnu núna. Hún vill ađ Ţýskaland (og ţar međ Evrópa líka?) reyni ađ líkjast Kína og öđrum útflutningaháđum Asíuríkjum enn meira en orđiđ er. Hún vill ađ Ţýskaland, sem í 150 ár hefur ekki fundiđ neitt nýtt upp til ađ lifa á, reyni ađ stćkka enn frekar ţau stóru og úreltu fyrirtćki Ţýskalands sem einkenna stađnađan einkageira landsins svo mikiđ ađ ţar geta ný Apple, Google og Microsoft bílskúrksfyrirtćki ekki orđiđ til, vegna ţess ađ tilvist slíkra fyrirtćkja myndi ógna aristókratísku veldi iđnađarfyrirtćkja eins og Siemens (stofnađ 1847), Bayer (stofnađ 1863) og BASF (stofnađ 1865). Emmanuel Macron Frakklandsforseti leit undan og kastađi upp er hann frétti af ţessu stefnumóti Angelu Merkel viđ fortíđina

Sést ţarna vel í hversu hrođalegum vandamálum Ţýskaland er međ viđskiptalíkan landsins. Ţađ krefst ađ nýlendustefna sé viđhöfđ á ESB-ríkin, sem handjárnuđ eru viđ Ţýskaland međ ESB, og svo krefst ţađ ţess ađ Ţýskaland leggist flatt fyrir Kína, sem ekkert nýtt getur skapađ heldur. Ţađ sem sameinar ţessi ríki er krónískur skortur á innri eftirspurn vegna elítu-kúgunar, hnignunar, sósíalisma og áćtlanabúskapar

Eins og ég hef áđur sagt ţá er ađ mörgu leyti hćgt ađ segja ađ Ţýskaland sé eins konar kína Evrópu. Núverandi tilraun Ţýskalands međ lýđrćđi sem stjórnarfyrirkomulag er ađ fara út um ţúfur. Og nú er Donald J. Trump viđ ţađ ađ taka Ţýskaland á orđi ţess. Ţađ sagđi honum nefnilega ađ viđskiptahalli Bandaríkjanna viđ Ţýskaland skipti ekki máli. Og ţar sem ađ hallinn (og gengisfölsun Ţýskalans) "skiptir ekki máli" ţá ćtlar Trump ađ láta Ţýskaland fá hallann, ţví ţađ hlýtur ađ vera í lagi fyrst ađ hann skiptir ekki máli. Ţađ sama á viđ um kína í Kína. Ţađ Kína fćr líka hallann sem engu máli skiptir, ţví ţađ getur varla skipt ţessi lönd neinu máli, ţar sem hann skiptir ekki máli. En skyldi viđskiptahallinn ţá allt í einu fara skipta máli ţegar Ţýskaland og Kína hafa fengiđ hann. Ţađ verđur mjög svo fróđlegt ađ fylgjast međ ţessu máli nćstu mörg árin. Balliđ er rétt ađ byrja og handritiđ fyrir ombytta roller er ađ skrifast

Ţađ sem skilur ţessi útflutningsháđu ríki frá bandarísku atvinnulífi er ţađ, ađ vestanhafs snýst hiđ bandaríska hagkerfi ađ mestu um lítil og millistór fyrirtćki, sem knýja nýsköpun og framfarir áfram og skapa ţá eftirspurn sem útflutningsháđ lönd eins og Ţýskaland og Kína lifa á, ţví ţau sjálfa skapa ekki eftirspurn heldir sjúga ţau hana til sín

Töluverđur stormur var á mörkuđum í síđustu viku. Margir segja ađ ţar hafi fjárfestar loksins uppgötvađ, eđa skiliđ til fulls, ađ verđiđ (vextir) á peningum frá seđlabanka seđlabankanna, the Fed, fari hćkkandi. En mín skođun er hins vegar sú ađ allt ţađ mál hafi fjárfestar fyrir lögnu skiliđ til fulls. Ţađ sem gerđist í síđustu viku voru hins vegar fyrstu spurningar markađarins á endastöđ heimsins eins og Bandaríkin sköpuđu hann í kjölfar Síđari heimsstyrjaldarinnar; Spurt var: "Ert ţú og og fyrirtćki ţitt í Kína? Ef já, ţá hendum viđ bréfunum í ţér á haugana, ţví Kína er ađ enda, ţví eftirstríđsheimurinn er ađ enda í ţeirri mynd sem Bandaríkin skópu hann. Nýr heimur er í smíđum, ţví sá gamli var misnotađur svo herfilega - á kostnađ Bandaríkjanna". Hin spurningin var: "Og ţar sem Mussolini er ţegar byrjađur ađ fikta viđ innrásir inn í Eţíópíur og Sómalíur, afsakiđ, Georgíur, Krím, Úkraínur og Suđur-Kínahöf, ţá er Trump forseti byrjađur ađ endurreisa fćlingarmátt Bandaríkjanna áđur en Mússóar dagsins í dag fá of margar og rangar nýjar hugmyndir um sjálfa sig, úr einmitt ţeirri skúffu sem Vinstri grćnir hafa alltaf veriđ föst vöggudýr í, ţ.e. í vöggu alrćđisins (gleymiđ grćna litnum, hann er einungis felulitur)

Fyrri fćrsla

Síđasta skip frá Kína í smíđum [u]


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband