Leita í fréttum mbl.is

Er ég geðbilaður? Verndað viðtal við fjármálaráðherra

Kastljósviðtalið við fjármálaráðherrann var fyrir neðan allar hellur.

Fjármálaráðherrann er nýbúinn að flytja stefnuræðu og leggja þar fram framvirkt hrunfrumvarp (fjárlagafrumvarpið). Þar sker ríki fjármálaráðherrans hyldjúpt niður í stað þess að sýna Davíð (örugglega Oddssyni) hvar hann keypti ölið. Hér bauðst fjármálaráðherranum kærkomið tækifæri til að sýna okkur fram á það sem yfir höfuð getur réttlætt hið stóra og máttuga ríki eftirstríðsára Keynes, - ríkis sem nú læsir klóm sínum í allt að helming þjóðarköku þegnana, og jafnvel meira. Fyrir 80 árum þóttust ríkisstjórnir vesturlanda heppnar ef þær gátu kreist fimm prósent af þjóðarkökunni út úr höndum þegnanna. Nú sitja þær margar með miklu stærri hlut þjóðarkökunnar en knúði styrjaldarhagkerfi Winston Churchill's til sigurs í seinni heimsstyrjöld Evrópu Össurar. 

Hér hefði verið hægt að koma og segja: sjáið nú vinir mínir, þetta er okkar styrkur núna. Við látum ríkið okkar máttuga sækja fastar á gjöful miðin í þessum stórsjó, því við þessar aðstæður þorir einkaframtakið ekki að fjárfesta og sækja fast á miðin. Þar ríkir svo mikil óvissa núna. Einkafjármagnið er nefnilega ennþá í hræðslukasti eftir síðasta brotsjó. Við ætlum því að búa til öruggan stað þar sem hið risastóra fjármagn einkaframtaksins getur með ró í sinni parkerað peningum sínum í fárviðri. Við sýnum hér í verki styrk þess að hafa stóran opinberan geira sem krefst svona mikillar skattheimtu. Því búum við hér með til öruggt bílastæði fyrir peninga einkageirans í þágu þjóðarinnar allrar. Þar getur það fengið lága en örugga ávöxtun við erfiðar aðstæður í kjölfar fjármálakreppu veraldar. Svona virkjum við auðæfi samfélagsins. Komið því og fjárfestið í verkefnum okkar, kæru vinir. Svona vinnum við okkur út úr þessu. Við vöxum út úr vandanum. Við kýlum á þetta. Svo mun ríkið draga sig til hlés þegar einkafjármagnið er fært um að axla þetta forystuhlutverk á ný.

Í stað alls þessa velur fjármálaráðherrann að lúberja þjóðina og senda skilvirk flóttamerki til einkafjármagnsins (sem nóg er til af).
 
En nei
 
Steingrímur byrjar á því að ávarpa þjóðina með þessum orðum; "Ég ætla að tala um ástandið á Íslandi í dag en ekki um stjórnarandstöðuna." What?

Hvað var það sem fékk fjármálaráðherrann til að skipta um skoðun í þetta fimm hundraðasta skipti á 20 mánuðum? Voru það átta þúsund mótmælendur fyrir utan þinghúsið? Ef þeir hefðu ekki verið þarna, hefðum við þá þurft að hlusta á Steingrím J. Sigfússon tala um stjórnarandstöðuna í tíu þúsundasta skiptið á 20 mánuðum? Já það getum við verið alveg viss um, því flestir kraftar þessa manns hafa farið í það að rústa til langframa því samfélagi sem stjórnarandstaðan byggði upp. Fjárlagafrumvarpið er framlag hans til þeirra mála. Og svo er það Icesave. Og ESB.

Samsæri við djöfulinn? Hin leynda dagskrá. 

Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar. En sú hugsun hefur ekki getað annað en læðst að mér að hjá ríkisstjórninni á Íslandi sé í gangi einskonar samsæri djöfulsins. Samsærið felst í því að á milli fjármálaráðherrans og utanríkisráðherrans sé í gangi staðfastur gagnkvæmur vilji um að koma ríkisfjármálum Íslands endanlega fyrir kattarnef og þar með samfélaginu öllu, svo inn á sviðið geti utanríkisráðherrann stigið sem töframaður með Evrópusambandið í pokahorninu. Þegar Íslendingar verði loksins orðnir svo vonlitlir, vonsviknir, illa farnir og fláðir, að þá muni þeir hrifsa til sín hinn eitraða poka utanríkisráðherrans og éta með græðgi úr honum maðkað músakorn Evrópusambandsins. Þetta er eina leiðin til að kýla ESB ofaní þjóðina. En mikið er reynt í þá veru - og í fullkomnu umboðsleysi kjósenda. Með ofbeldi!

Við vitum að það var ekkert að marka það sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fyrir kosningar. Þar laug hann með mikilli virkni upp í opið geðið á hræddri þjóð og fór létt með það. Þetta kom honum inn í ríkisstjórn eftir 20 ára höfnun kjósenda. Svo gekk hann í heilagt hjónaband með Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, sem er hagsmunagæslu líkami ríkisstjórna Evrópu frá upphafi. 

Nú kvartar hann skyndilega yfir því að vaxtakostnaður ríkisins sé svo mikill að það verði að binda járnbenta skattasteypuklossa um háls launþega, rústa landsbyggðinni og gera sparnað gamla fólksins upptækann. Þá spyr ég: hvernig ætti þá þjóðin að þola Icesave álögur Steingríms? Hvernig? Þetta sem Steingrímur kynnir þjóðinni núna er eins og 38 gráðu heitt sturtubað miðað við alkul Icesave klyfjanna sem hann svo innilega langar að koma yfir á herðar almennings. Hvað á maður að segja? Leyfist mér að spyrja hvort maðurinn sé nokkuð geðbilaður? Eða er það ég sem er geðbilaður? Heiladauður? Á meðan niðurskurður Steingríms ógleður almenning þá fossa peningar okkar úr ríkissjóði þjóðarinnar í Evrópusambandsmálið. Þetta er því nú þegar orðið að helför í 100% umboðsleysi þjóðarinnar. Í lygavef ríkisstjórnarinnar - í aðlögunarferlinu - Össurar og Steingríms.  

Ég er hræddur. Ég er innilega hræddur um að hér séu afar ill öfl að verki. Heiðarleiki er ekki það sem Steingrímur J. Sigfússon er þekktur fyrir núna. Hann er orðinn þekktur sem ofstopamaður og kosningasvikari. Mér dettur aðeins Lenín í hug í þessu sambandi. En hann var sannarlega geðbilaður. Það vita menn núna.  
 
Hvað hefur Steingrímur yfir höfuð með ríkissjóð Íslendinga að gera? Þjóðin býr til þennan sjóð með vinnu sinni. Það er fólkið í landinu sem sem býr til greiðslugetu og lánstraust ríkissjóðs. En Steingrímur virkjar sjóðinn helst ekki í þágu samfélags Íslendinga. En hann vill ólmur virkja hann í þágu annarra. Og mest í þágu Evrópusambandsins og handlangara þess. Hann hefur hér einungis sýnt Davíð hvar hann hellti ölinu niður. Því mótmælir fólkið svona kröftuglega. Fólkið vill ekki láta hella sér niður. 

Sjálfur er ég að verða sannfærður um að ríkisstjórnin ætlar með okkur til helvítis. Hún er staðfastlega að rústa samfélagi Íslendinga. Ef ég ætti peninga til fjárfestinga myndi ég ekki fjárfesta einni krónu á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að allir séu ekki eins skelfingu lostnir og ég. En staðföst sundrungarstefna ríkisstjórnarinnar er að kljúfa þjóðina í herðar niður, skapa öngþveiti og örvæntingu. Þessu þurftum við ekki á að halda eftir öll áföllin. 

Á meðan; - hins djúpa hafs eystri Atlantsála

Eins og þýski blaðamaðurinn sagði við írska hagfræðinginn David McWilliams hér: "auðvitað spyr ég þig ekki um stjórnmálaástandið á Írlandi, því það er ekkert að spyrja um. Við í Þýskalandi eigum ykkur núna, þið getið ekkert gert. Ekkert. Það skiptir því engu máli hver er við völdin á Írlandi. Þið eru á okkar dópi: evrumElite is preparing to sell country down the river.
 
Er David McWillimas líka geðbilaður? Hann sagði: Förum íslensku leið Geirs H. Haarde 
 
Hér er líka hægt að lesa: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Góður pistill og eins og talaður úr mínu hjarta. Ef ekkert fer að gerast þarf maður að fara að huga að gámi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.10.2010 kl. 06:21

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég er ekki vanur að lesa svona langa pistla - EN það var þess virði að lesa þennann -

niðurstaða þín um niðurstefnu stjórnarinnar er augljós - ég ætlaað horfa á allt viðtalið - sá hluta - var þá orðið flökurt og tók hvíld -

kosningar verða að fara fram - það er rangt hjá jóhönnu og steingrími að hávaðinn á Austurvelli séu fagnaðarlæti til stuðnings stjórninni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.10.2010 kl. 06:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eftir mínum gáfum og grannskoðun þá ert þú ekki geðveikur Gunnar.

Halldór Jónsson, 7.10.2010 kl. 08:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar eldklerkur. 

Efnið er grafalvarlegt en brosið sem myndaðist við fyrstu málsgrein, er komið hringinn, takk fyrir það.

Orðið sem þig vantar er geðvillingur, það er sú skilgreining sem geðlæknar nota yfir svona hegðun.  Steingríms vegna vona ég að hún sé áunnin, og rjátli af honum.  

Jafnvel að einhver hafi lagt á hann gjörning.  

En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af evrunni, hún verður Hrunin áður en Össur kemur okkur inn, jafnvel þó hann fái flýtimeðferð.

Það er okkar eigin glöp sem við þurfum að hafa áhyggjur af.  Eins og þetta er allt rétt, þá er samt margir sem sjá núverandi fáráð, og telja lausnina vera álfáráð ættuð úr smiðju ríkiskapítalisma Stalíns.

Það er eins og enginn skilji hvatningarorð þín góðu sem þú settir í innslag til mín snemma árs 2009, og ég hef geymt innan um gull og gersema, þar sem þú vegsamar gildi framtaks og frjálsræðis hins smáa, það er einstaklingsins og fyrirtækja hans.  Það er hinn póllinn gagnvart ríkis og auðmannakapítalismanum.

Falli þessi stjórn þá þurfa þessi orð aftur að komast í loftið.  Ég bíð eftir rétta tækifærinu til að birta þau á bloggi mínu, þegar sá tími kemur að alvöru umræða hefst um hina leiðina, leiðina sem er ekki mörkuð af óráðum AGS.  

Vonandi munu menn þá hlusta því álvirkjanirnar munu verða hin endanlegu endalok ef þau ganga eftir.  En stórvirkjanir á sköpunarkraft einstaklingsins munu bjarga þessu landi.  

Því hvað er þjóðin annað en við sjálf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 09:32

5 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Verandi nokkuð skólaður í fræðum Hippókratesar er því miður fátt sem bendir til geðveiki ritarans Gunnars Rögnvaldssonar.

Ég vildi að svo væri þó.  Því það væri svo miklu, miklu skárra en slík einkenni kæmu fram hjá helsta ráðafólki ríkisins.  

Mikið er ég fegin að ég sá ekki þetta viðtal.

Ég hef verulegar áhyggjur af fagmennsku RÚV.

Jón Ásgeir Bjarnason, 7.10.2010 kl. 10:52

6 identicon

Gunnar, minn gamli, góði vinur....ef þú ert geðveikur, þá segi ég bara "VELKOMINN Í HÓPINN"

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 11:10

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hefðir ekki geta sagt sannari orð, Gunnar, en:

"staðföst sundrungarstefna ríkisstjórnarinnar er að kljúfa þjóðina í herðar niður"

Steingrímur, allur stjórnarmeirihlutinn og hlaupasveinar hans missa ekkert tækifæri til að gera stjórnarandstöðuna samseka. Fólk er farið að trúa síbyljunni og tala um að þingið sé óstarfhæft, hreinsa þurfi út og kjósa alveg "nýtt" þing. Stjórnarandstöðuna verður að svara þessu rugli og koma fólki í skilning um að hér er MEIRIHLUTA STJÓRN. Ábyrgðin á aðgerðaleysinu er öll hennar.

Hitt er óhugnalegra ef hugboð þitt um samsæri stjórnarinnar gegn þjóðinni reyndist rétt

Ragnhildur Kolka, 7.10.2010 kl. 11:22

8 identicon

Erum við ekki öll geggjuð? Mér finnst það.

Hólímólí (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:41

9 Smámynd: Gunnar Waage

ó kæri nafni, ef þú ert geðveikur þá erum við öll kolgeðveik!

Frábær pistill að vanda!

Gunnar Waage, 7.10.2010 kl. 16:50

10 identicon

Ég held að ég sé búinn að læra að skilja þennan Steingrím.  Já merkir Nei og Nei þýðir já, þangað til hann skiptir aftur um skoðunn.

Jóhannes (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 19:49

11 identicon

Svo Kvartar fólk um Ofbeldi í mótmælum í formi eggjakasts

Ef ofangreind grein er ekki lýsing á hrottalega ofbeldi gegn Þjóðinni

Þá er ég líka geðveikur

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 20:10

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

He he - Steingrímur er búinn að vera kjaftapólitíkus í mörg ár og kann ekkert annað. Núna þegar virkilega þarf að taka á málum öðruvísi en að kjafta sig í gegnum þau - þá er hann eiginlega ekki að gera sig.

Hann talar um skattamál í Morgunblaðinu - og sú umfjöllun hans var svo fáránlega langt fjarri sanni að manni sveið - býð ykkur að skoða grein á svipan.is sem heitir: Má ég leiðrétti þig aðeins Steingrímur. Þetta er nefninlega grein frá aðila sem er í þeirri nefnd sem okkar ágæti fjármálaráðherra talar svo fjálglega um.

Er til of mikils mælst að fá eitthvað annað og betra en gamlan jarðfræðimenntaðan  kjaftaatvinnupólitíkus til að stjórna fjármálum landsins. Eða telst það frekt?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2010 kl. 20:53

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gleymum ekki að ríkið hagnast á hæstu raunvöxtum almennt í heimi og sem þeim kallast áhættu vextir utan Íslands, þessi áhættuvextir tryggja að þeir sem lána Steingrími leggja samsvarandi áhættu vexti gagnvart Íslenska Ríkinu.  Vinstri fjármálahugmyndfræði ræður greinlega öllu í Islenskum fjámálum í dag, látum almenning borga brúsann okkur í hag.     Þeir sem vilja eignast allt einir vinna vel með þeim sem vilja fækka ríkum.

Júlíus Björnsson, 8.10.2010 kl. 04:32

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir öll fyrir innlit og innlegg

Maður ætti kannski að fara að tína rekavið í stefnuvirkar níðstangir sem hægt er að skjóta upp . . .

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.10.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband