Leita í fréttum mbl.is

Nokkur vel valin orð um land, fjármálaeftirlit og regluverk í Evrópusambandinu

Aðvörun. Hrjúft málfar. Þarfnast þetta viðtal nánari útskýringa? Eða hvað. . 

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og sitjandi forsætisráðherra Íslands, skilur þú engilsaxnesku?

Ef það væri íslenskur her á Íslandi, þá væri hann líklega búinn að taka völdin af ríkisstjórn Íslands núna.   

Fyrri færsla

Evrópusambandið er 84 milljón fátæklingar og 22 milljón atvinnuleysingjar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugavert að krýsan í S-Ameríku á 9. áratugnum, virðist eiga umtalsvert sameiginlegt með þeirri í dag.

Áhugavert einnig að skoða dæmi Argentínu, sem þá eins og Írl./Grikkl. gat ekki fellt gengið, lenti í klónum á AGS, og fyrir rest kaus þjóðin ríkisstj. sem lofaði að hætta í AGS pakkanum, taka að nýju upp sjálfstæðan gjaldmiðil, láta peningaeignir verðfalla stórt o.s.frv. Þá hafði víst þjóðarframleiðsla Argentínu fallið um heilann fjórðung. En, þó var AGS prógramm þeirra ekki eins harkalegt og AGS prógramm Íra og Grikkja.

Ætli að Írar, Grikkir og aðrir muni á endanum, einnig gera svipaða uppreisn?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2010 kl. 01:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tekið úr þessari grein - undirkafla.

Desmond Lachman: Can the Euro Survive?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru.

Ragnhildur Kolka, 12.12.2010 kl. 10:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo segja menn að við séum kjaftforir.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið

Já, Einar Björn, ég hafði einmitt lesið skýrslu Lachman.

Þriðjudaginn 12. janúar 2010 skrifaði Desmond Lachman á þessa leið í Financial Times:

“Eftir að hafa eytt mestu af starfsæfi minni hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og á Wall Street í að rannsaka nýmarkaðslönd, hef ég séð meira en hollt er af hinum svo kölluðu föstu gengisfyrirkomulögum ásamt svo kölluðu skotheldu föstu gengi gjaldmiðla við aðra gjaldmiðla ásamt alls konar tilraunum til að festa gengi eins lands við gjaldmiðil annarra landa. Ég get því sagt með vissu að Grikkland er í þann veginn að yfirgefa það myntfyrirkomulag sem landið hefur núna (evruaðild) á sama hátt og Argentína yfirgaf fastgengi argentínska pesó við Bandaríkjadal.

Much like Argentina a decade ago, Greece is approaching the final stages of its currency arrangement. There is every prospect that its euro membership will end with a bang

Það sem er þó enn verra er það að Grikkland gékk í myntbandalag Evrópusambandsins sem var sett á laggirnar án nokkurra útgönguleiða. Grikklandi hefur farnast enn ver í þessu myntfyrirkomulagi en Argentínu farnaðist í fastgengisfyrirkomulaginu við Bandaríkjadal. Á aðeins nokkrum árum hefur Grikklandi tekist að glata 30% af samkeppnishæfni landsins því laun og verðhækkanir hafa verið þar miklu meiri en í viðskiptalöndunum. Til að leiðrétta þetta þarf Grikkland að fella gengið, en getur það ekki.

Eins og í tilfelli Argentínu þá voru það utanaðkomandi stuðningsaðilar sem fjármögnuðu vitleysuna. Í Argentínu var það AGS en í Grikklandi er það seðlabanki Evrópusambandsins sem fjármagnar hið óumflýjanlega hrun sem mun koma. Með því að halda stuðningnum áfram er aðeins verið að seinka því óumflýjanlega og gera allt verra en það er nú þegar. Grikkland verður að yfirgefa myntbandalag Evrópusambandsins. Því fyrr sem það gerist því betra fyrir Grikkland." FT | Bloomberg

Mín skoðun: Ef Ísland væri með evru þá væri staðan á Íslandi ennþá verri en í Grikklandi. Ísland hefði þá verðlagt sig út úr heiminum á helmingi styttri tíma en Grikkland hefur gert. Það myndi þýða að ekki einn einasti sporður af fiski frá Íslandsmiðum væri lengur samkeppnishæfur á erlendum mörkuðum. Þá myndi öll landhelgi Íslands þurfa að nýtast af útlendingum á meðan ríkið Ísland færi fyrir fullt og allt í upplausn og á brotajárnahaug sögunnar. Ísland þolir ekki að missa myntina, íslensku krónuna, því þá mun landið ekki getað stillt af samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs svo það sé fært um að keppa á erlendum mörkuðum áfram. Það er jafn öruggt eins og sólaruppkoman. Íslenska krónan er órjúfanlegur hluti af sjálfstæði og fullveldi Íslands. Hún styður undir sjálfstæði og fullveldi landsins og færir Íslandi velmegun.

Tveim dögum seinna skrifaði svo Írinn David McWilliams eftirfarandi;

Like those Catholic fundamentalists who suggested that divorce would threaten the fabric of our society, the euro fundamentalists who run policy in Ireland suggest that, to leave the euro, would undermine the fabric of our economy. Like all fundamentalists, the thing they hate most is a sceptic. Lets hear it for the sceptics.

Eins og ofsatrúarmenn,  hata ervutrúarmenn efasemdamennina. Írski hagfræðingurinn David McWiliams segir að eruaðild Írlands byggist á ótta og sé hjónaband sem gengur ekki. Írland verði að losa sig út úr myntbandalaginu sem fyrst. Það voru mikil mistök að Írland skyldi taka upp evru og það er pólitískum rétttrúnaði að kenna; David McWiliams

 .

Þann 30. mars 2010 skrifar Lechman aftur;

Hanna þarf skipulagt upplausnarferli myntbandalagsins

Desmond Lachman sem er fyrrverandi stjórnandi hjá AGS og prófessor við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum segir að nú sé komið að endalokum myntbandalags Evrópusambandsins (EMU) í núverandi mynd þess. Aðstaða Grikklands í myntbandalaginu er aðeins toppurinn á borgarísjakanum og ekki er hægt að koma landinu á réttan kjöl á meðan það er áfram í EMU. Það yrði of erfið barátta.

Svipað er ástandið í allri Suður-Evrópu og á Írlandi. Eftir að tilvera Suður-Evrópulanda hefur verið eyðilögð með verunni í myntbandalaginu sé það aðeins tímaspursmál hvenær markaðurinn muni þrýsta löndunum mölbrotnum út úr myntbandalaginu. Þetta verður ESB að koma í veg fyrir. ESB þarf sem fyrst að gera sér grein fyrir því að EMU var útópía sem er hrunin og bjarga þarf því sem hægt er að bjarga. 

The sad reality is that Greece's domestic and external imbalances have reached such a dimension that their correction within the straightjacket of eurozone membership will necessarily involve many years of painful deflation and deep economic recession

Það verður að koma á útgönguleið fyrir þessi lönd út úr EMU áður en markaðsöflin kýla þeim þaðan út á hinn örkumlandi máta. Afneitun frammámanna ESB sé þó svo mikil að nú séu þeir jafnvel komnir út á það hliðarspor að koma sér upp sameiginlegum gjaldþrotasjóði svo hægt verði að halda EMU gangandi eitthvað áfram - vel vitandi að svoleiðis fyrirbæri sé fyrirfram dauðadæmt, því það myndi krefjast fimm ára vinnu með nýja sáttmála sem engin vill í raun og veru; AEI 

Ekkert af þessu kom fram í DDR-ESB-RÚV og mun aldrei koma þar fram. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband