Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Brakandi ESB-þurrkur. Gefið okkur tífalt bankahrun.

"Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið “nei” þýðinguna “já” og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum." Tekið úr Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands 
 
 
"Stórkostlegur árangur Lettlands" skv. framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá ESB
 
Efnahagssamdráttur á Íslandi og Lettlandi frá fjórða ársfj. 2007 = 100
Mynd, Paul Krugman; Efnahagssamdráttur á Íslandi og Lettlandi frá fjórða ársfj. 2007 = 100. Því meiri samdráttur því betra, samkvæmt ESB. 
 
Vissuð þið að hjá framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu, (já verið róleg, hann er til, embættið og persónan í embættinu eru til) eru það merki um ótrúlegan árangur ef tæplega einn fjórði hluti af hagkerfi ESB-lands hverfur í samdrætti.   

Samkvæmt þessu línuriti Paul Krugmans hér að ofan, þá er Ísland einfaldlega heimsmeistari í hagvexti í bankahruni. Allir Íslendingar ættu því að geta séð að innganga í Evrópusambandið myndi aðeins þýða það að hagvöxtur yrði miklu betri neikvæður en hann var hér í samdrættinum mikla. Gefið okkur tífalt, nei tuttugufalt bankahrun, og við munum sýna þessum framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu hvar Íslendingar keyptu sér ölið. Atvinnuleysi í Lettlandi er nú um það bil 20 prósent.
 
A few more such successes and Latvia will have no economy at all. 

Hér sjá allir sæmilega frjálsir og hugsandi menn að aðeins um trúarbrögð getur verið að ræða hjá hjá framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu. Þetta líkist mikið frétt frá ESB-DDRÚV. 
 
Færsla Paul Krugmans; They Have Made a Desert 
 
Ég leyfi mér að pósta hér aftur eftirfarandi færslu mína frá 15. febrúar í ár; (merki um mikinn árangur Lettlands skv. framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu) 
 
ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags 
 
Sögulegur samanburður á samdrætti hagkerfa og tímalengd samdráttar
Miðstöð efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landið er í hinu svo kallaða ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er þar af leiðandi bundið fast við evru.
 
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) var kallaður til Lettlands þegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögð hafa krafðist þess að gengi myntar Lettlands yrði ekki fellt. En það er oft eitt af því fyrsta sem AGS krefst, ef þörf krefur, þegar sjóðurinn kemur löndum til aðstoðar. AGS virðist ekki hafa viljað ganga gegn vilja ESB í þessu máli og hefur gengis-bindingunni því verið viðhaldið allan tímann. Sænskir bankar eiga mikið í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsætisráðherra Svíþjóðar hélt á formannsembætti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvæmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuð er af grunnleggjandi fæðingargalla myntbandalagsins - þ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - þá átti svo kölluð "innvortis gengisfelling" (launalækkun og verðhjöðnun) að koma í stað snöggrar hefðbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náð þeirri ótrúlegu tölu að vera 22,8% - og á síðustu tveimur árum hefur raungengi (miðað við laun og innra verðlag í landinu) aðeins lækkað um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram að ein afleiðing gengisbindingarinnar sé að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis síðan sögur hófust, sé nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður nefnilega yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933;
 
 
Vefslóðir: CEPR  | PDF
 
Fyrri færsla
 
 

Hmm, seðlabankar. Eru þeir bara orðnir munkaklaustur nútímans?

"Pabbi, það nennir enginn að hlusta á svona hagfræði í dag, get real maður." Þetta samtal við dóttur mína - þjóðhagfræðing - átti sér stað fyrir einum 5 árum síðan. Á háskólaárum mínum var ég einn þeirra síðustu sem náðu í skottið á því sem hagfræðingurinn John Maynard Keynes stóð fyrir. Stuttu seinna var kenningum og fræðum Keynes skolað út með nýrri hagfræði. Nýja hagfræðin sem kennd var í skólum eftir 1980-1985 gerði grín að öfum okkar og ömmum í kreppunni miklu, og þeim lærdómi sem foreldrar okkar drógu svo af þessari stóru kreppu þeirra, sem varaði árin 1930-194x. Sú hagfræði, sem dró lærdóm af kreppunni miklu, var svo klár til notkunar rétt fyrir 1950 og var kennd og stunduð fram til um það bil 1980-1985.
  
Sýnist ykkur að seðlabanki Evrópusambandsins hafi staðið sig með Austurríska skóla sínum? Hann handjárnaði hagvöxtinn og sprengdi mörg lönd evrusvæðisins í loft upp með einglyrnis vaxtastefnunni frá aðalstöðvum verðbólgunasistanna í Frankensteinfürt. Nú stumra óttaslegnar ríkisstjórnir yfir seðlabankanum sjálfum og myntinni sem ekki er hægt að bjarga, og sem á aðeins 10 árum hefur þegar kostað efnahag Írlands, Grikklands, Portúgals og Spánar lífið næstu áratugina. Eilíf efnahagskreppa bíður alls evrusvæðisins, ellegar kjarnorkusprengju-hrun alls myntsvæðisins, með tortímingu Icesave-eigna Landsbankans sem líklega aukaverkun. Þá mun tortímast bróðurpartur bankakerfis allra evrulanda. Bankakerfin eru nú þegar á nippinu. Rugga eins og Royalbúðingur gerði um hádegið á sunnudögum, eins og þeir voru í þá gömlu góðu daga þegar fábjánar voru fábjánar, eins og þeir sönnu grasasnar sem sömdu og bjuggu til myntbandalag Evrópusambandsins. Þarf ekki að fara að loka skólum einhvers staðar?
  • Intellectual instability
  • Political instability
  • Financial instability 
En hvað ég vildi segja var þetta. Heimurinn væri ekki í svona djúpum skít ef þessi nýja hagfræði hefði virkað. Hún virkaði ekki, því þrátt fyrir hið svo kallaða sjálfstæði seðlabanka heimsins, þá gátu þeir ekki komið í veg fyrir kreppuna. Þeir sáu hana heldur ekki koma því þeir eru kannski orðnir eins og munkaklaustur. Ágætis fræðisetur, en úr tengslum og oft mannaðir munkum. Nema þegar Davíð var í einum þeirra. 

Seðlabankar nútímans eru sumir hverjir (Íslands?) farnir að minna dálítið á banka sem bannað er að stunda fractional banking; þeir verða þá bara stofnanir úr tengslum við hagkerfið. Hver leyfði gengi krónunnar að hækka á ný? Hvaða hagfræði er þetta eiginlega? Þetta er mjög óviturlegt.

En ég hef samt frekar mikla trú á The Federal Reserve. Þar er enginn Már kommúnisti, engin Jóhanna hin ömurlega og enginn Steingrímur J. Hyde. The Fed virðist vera vel jarðtengdur og þora. Hið sama er ekki hægt að segja um ríkisstjórn né stjórnarandstöðu þess lands, sem ættu að vinna með seðlabananum. Hönd í hönd. Jep, þessi seðlabanki Bandaríkjanna virðist vinna í þágu samfélagsins.
 
It’s possible to be both a conservative and a Keynesian; after all, Keynes himself described his work as “moderately conservative in its implications.” 
 
Já. Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur, það vitum við. Það sést á því að hún getur ekki tekið á móti auðæfum úr heilabúi annarra en sinna eigin manna, sem hafa þau engin. Seðlabankinn undir stjórn Davíðs Oddssonar hefði átt að fá Iceasve málið til lausnar. En Samfylkinginni er bara svo hjartanlega sama um Ísland og Íslendinga að það mátti ekki. Það sama má segja um forystu Vinstri grænna, Putin toppinn. En Davíð Oddssyni var hins vegar ekki sama. Og honum er ekki sama ennþá. Gott hjá honum. Ég vona að hann geti notað alla sína krafta til að lúberja fast á þessari ömurlegu ríkisstjórn Íslands, því það á hún svo sannarlega skilið. Myrkraverk hennar eru ömurleg. 

Krugman segir að þetta sé allt saman því að kenna að lærdómur foreldra okkar, sem byggði á reynslu afa okkar og ömmu, fjaraði út í heilabúi nýrrar kynslóðar. Reynslan feidaði út. Þvarr. Það sama er að gerast með sjálfstæði og fullveldi Íslands. Það er að fjara út í heilabúi nýjustu kynslóða og nú notað sem söluvara valdadópista í póltísku hazardspili Steingríms J. Hyde, sem kjósendur höfnuðu í samfleytt 20 ár, eða svo. En nú er hans tími kominn. Það sést bæði og heyrist út um allt. Því miður. Felið ykkur. Ekki var því að undra að ég spyrði sjálfan mig að því hvort ég væri orðinn geðveikur; Er ég geðbilaður? Verndað viðtal við fjármálaráðherra

Tralla lalla la . .
 
Uppfært: Ha? Lánshæfnismat ríkissjóðs Írlands var lækkað rétt í þessu um heil fimm þrep. Hvernig gat þetta gerst? Þeir eru með Evrópuvexti Össurar, evrur Jóhönnu og glatað fullveldi Steingríms. Moody's segir lánshæfnismat ríkissjóðs Írlands vera BAAA1 núna - og horfur neikvæðar. Evrulandið sjálft! 
 
Tralla lalla la . .
 
 
Fyrri færsla

Slóvakar vonsviknir með evru. Bjuggust við gjaldmiðli. Vilja skila henni.

 Slóvakía nokkrar lykiltölur árið 2009
Slóvakía, nokkrar 2009 lykiltölur; atvinnuleysi mældist þar 14,7 prósent í október 2010
 
Það sem átti að vera svo gott á árunum frá 1999 til 2008 er nú orðið svo slæmt að Slóvakar íhuga plan-B. Það var ekki hin stórpólitíska evra dagsins í dag sem Slóvakar tóku upp í byrjun síðasta árs. Þeir álitu, vegna þess að hin pólitíska elítu-stétt ESB sagði þeim það svo oft, að 2008-evra seðlabanka Evrópusambandsins væri fyrsta flokks sannur gjaldmiðill. Og þeim var líka sagt að þessi seðlabanki, sem gefur út evrumyntina, væri svo góður að fýsilegt væri að leggja niður slóvensku korun mynt landsins og taka hennar í stað upp evru ESB.  

Stöðugleiki myntbandalaga
Slóvakar höfðu þá væntanlega skoðað í pakkann, skoðað og metið kosti og galla þess sem ekki er hægt að vita, og myndað sér síðan skoðun, byggða á því sem þeim var alls ekki sagt frá; að evrumynt Evrópusambandsins væri eingöngu pólitískur gjaldmiðill, dulbúinn sem efnahagslegt fyrirbæri en hornsteinninn í myndun Bandaríkja Evrópu. 

Forseti slóvakíska þingsins, Richard Sulik, skrifaði því eftirfarandi í blaðagrein í Hospodarske Noviny: "ESB lofaði okkur stöðugum og traustum gjaldmiðli. Því lögðum við mikið á okkur við að uppfylla skilyrðin fyrir evruupptöku. Okkur hafði verið lofað stöðugum gjaldmiðli byggðum á vönduðu og traustu regluverki. Tveimur árum síðar er hins vegar dapurlegt að sjá að þessar reglur og regluverkið allt er ekki eins fyrir öll löndin, svo maður komi sér nú hjá að þurfa að segja að engar reglur gildi um myntina í þessu myntbandalagi. Tíminn er kominn til að við gerum okkur áætlun-B, hættum að treysta blint á það sem leiðtogar evrusvæðis segja, segjum okkur úr myntbandalaginu og tökum aftur upp okkar eigin mynt."         

Kosningaþátttaka í heild til Evrópuþingsins 2004

Mikil er einfeldni mannanna hér. Slóvakar hefðu átt að stunda þá sönnu upplýstu ESB-umræðu sem hvergi hefur farið fram í Evrópusambandinu nokkurn tíma. Stjórnmálamenn landsins áttu að segja Slóvökum að mynt Evrópusambandsins væri það sem hún er; þ.e.a.s. pólitískur gjaldmiðill sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með efnahagsmál. Þeir hefðu líka átt að upplýsa þjóðina um að engin leið væri út úr myntbandalaginu aftur. Einnig hefðu þeir átt að upplýsa þjóðina um að Slóvakía hafði ekki um neitt að velja, hún var skyldug til að leggja niður sinn eigin gjaldmiðil. Það stendur í sáttmála ESB. Þeir hefðu átt að segja þjóðinni að hún má aldrei aftur gefa út sína eigin mynt. Aldrei! Þetta eru reglur Evrópusambandsins. Þegar þjóðir ganga í ESB þá missa þær fullveldið að fullu og öllu leyti, með smáum sem stórum skrefum, og fá það aldrei aftur - án styrjaldar.   


Öllu hefur alltaf verið logið, meðvitandi sem ómeðvitandi, að þjóðum Evrópusambandsins um Evrópusambandið. Engin upplýst umræða hefur farið fram í neinu landi um Evrópusambandsaðild nokkru sinni, aldrei. Þetta, mínar dömur og herrar, er nefnilega ekki efnahagsbandalag. ESB er einfaldlega stórríki í smíðum. Það er vel hægt að kalla það fyrir hið pólitíska óstöðugleikasamband Evrópu, enda er það einmitt gert í þessari grein í Wall Street JournalThe European Destabilization Mechanism. Mikil möguleg áhætta er hér á ferðum fyrir Evrópu.
 
Þjóðmál : Vetur 2008 Númer 4 2008
Ég bendi einnig á mína eigin grein, Seðlabankinn og þjóðfélagið, sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum 4. hefti 4. árgangi veturinn 2008/9 - og sem kemur einmitt inn á pólitíska mynt Evrópusambandsins og hið óendanlega stóra mikilvægi seðlabanka Íslands sem og annarra seðlabanka fyrir fullveldi virkra þjóðfélaga.
 
Ég mæli einnig með þessari grein dagsins á EvrópuvaktinniEr þetta sú framtíð sem við sækjumst eftir?
 
Ekkert af ofangreindu mun birtast í ESB-DDRÚV. 
 
Krækjur
 
 
Tengt

Fyrri færsla

Mynt Evrópusambandsins skapar fátækt og sundrung. Restin af Brusselveldinu skapar ekkert.

Evrópsambandsfáni 
Lönd evrusvæðis 
Mynd; Evrusvæðið 
 
Í jaðarlöndum evrusvæð . . .  Nei, bíddu aðeins. Hvers vegna tala menn um jaðarlönd myntsvæðis Evrópusambandsins? Er eitthvað við hliðina á Þýskalandi sem kemur í veg fyrir að það falli í jaðarinn? Ekki mér vitanlega. Pólland er hinumegin og Sviss er í neðri kanti. Þýskaland er líka jaðarland myntsvæðisins.

The Irish economy blog (þið munið bréfið frá Dyflinni) bendir á að það er Evrópusambandið (og ekki AGS) undir forystu Olli Rehn sem skipað hefur svo fyrir að lágmarkslaun á Írlandi verði lækkuð. Þetta sést og heyrist hér, um það bil tvær mínútur inni í myndskeiðinu. Yfir þessu gleðst ESB trúuð yfirstjórn Alþýðusambands Íslands. 

Svona fer þegar lönd missa fullveldið. Þá verður viðkvæðið oftast, "því miður, við getum ekkert gert í þessu, þetta er alfarið í höndunum á Brussel. Sorry." 

Nýjasta hagspá Ernest & Young yfir evrusvæðið er komin út. Þar er Írland dæmt til dauða. Landið mun ekki ná hagvexti í gang til að geta glímt við hrikalegan taprekstur ríkissjóð, mikla skuldabyrði og þar af leiðandi ekkert aðgengi að alþjóðlegu lánsfé. Hagvöxtur á Írlandi verður aðeins 0,3 prósent að meðaltali á ári frá 2009 til 2014, eða á fimm árum. Hér má lesa dálítið um forsögu þessa máls: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
 
Mikill fjármagnsflótti er nú í gangi frá Írlandi, Spáni, Portúgal og Grikklandi. Heilir 107 miljarðar evrur flúðu þessi lönd á öðrum fjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum Bank for International Settlements hér
  
Myntbandalag Evrópusambandsins gerir lönd fátæk. 

  • Atvinnuleysi á Spáni verður í kringum 20 prósent öll næstu fjögur árin. Það er yfir 40 prósent hjá ungu fólki.
  • Atvinnuleysi á Írlandi verður í kringum 15 prósent næstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi í Grikklandi verður í kringum 15 prósent næstu fjögur árin.
  • Atvinnuleysi í Portúgal verður í kringum 11 prósent næstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi á öllu evrusvæðinu verður í kringum 10 prósent næstu fjögur árin.
Velkomin í Evrópusamband fátæktar. Þaðan flýr fjármagnið og fólkið til betri haga, eins hratt og komist verður. Bráðum hlýtur að koma nýr múr.  
 
 
Fyrri færsla

Ríkisstjórn myrkraverka sækir um aðild að stærra vandamáli

Fyrst Evrópa hefur átt og á enn við svona mikil vandamál að stríða, að hún - samkvæmt stjórnmála- og embættismannastétt ESB - þarf heilt Evrópusamband með öllu tilheyrandi, til að reyna að lækna vandamálin, af hverju, já af hverju vill þá Samfylkingin og Vinstri grænir ganga inn í þetta vandamál? Af hverju vilja þeir sækja um aðild að vandamálinu? 

Langar stjórnmála- og embættismannastétt sósíalista og kommúnista Samfylkingar Vinstri grænna svona mikið inn í aðild að þessu eilífðarvandamáli Evrópu vegna þess að vandamálin hér heima eru svo smásmuguleg að ekki tekur sig að leysa þau? Þarf að búa til ný risavaxin vandamál handa þessari stétt? Sérferð handa þessum fáu sem fóru á mis við síðasta stóra misfóstur heimsins? Er það þetta sem þeim vantar. Stærri vandamál?    

Evrópusambandið var stofnað sem eins konar hjálpartæki Þýskalands og Frakklands. Það átti að reyna - og einungis bara reyna - að gera þessum tveim löndum kleift að búa í sömu bygginu. Þetta er eins konar hækja handa fötluðum sem þessir tveir krónískt mölbrotnu sjúklingar Evrópu nota í neyð sinni. En því miður. Þrátt fyrir þessar hækjur er Evrópa á góðri leið með að sprengja sig í loft upp aftur. Eina ferðina enn.

Viðhorf marga nágrannaríkja þeirra hefur verið það að fyrst þessi tvö lönd ganga um á báðum mölbrotnum - og með hækjur - þá hljóta hækjur að vera góðar. Alveg burtséð frá eigin heilsufari. 

En viðhorf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er hins vegar svona; "Mamma mamma, ég fór yfir í næsta hverfi og þar ganga allir, já alveg allir, um með hækjur. Ég vil fá hækjur."   

En ríkisstjórn sem gengur erinda annarra ríkja, hundsar algerlega vilja þjóðarinnar og hagsmuni hennar, er þegar orðin hækja og skækja. Hún er orðin verri en engin ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn hefur nú sýnt sig sem verandi þjóðfjandsamleg og stórhættuleg Íslandi. Þessi Icesave ríkisstjórn er Vinstri grænir og Samfylkingin. Hún er lýðveldi og lýðræði okkar hættuleg. Þessi ríkisstjórn er hættuleg öllu heiðarlegu fólki með jarðsamband við rétt og rangt. Hún er börnum Íslands óholl. Þau munu skammast sín fyrir þetta fólk. 

Þetta minnir allt saman - frekar óneitanlega og óþægilega - á myrkraverk í Moskvu.
 
Fyrri færsla

Nokkur vel valin orð um land, fjármálaeftirlit og regluverk í Evrópusambandinu

Aðvörun. Hrjúft málfar. Þarfnast þetta viðtal nánari útskýringa? Eða hvað. . 

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og sitjandi forsætisráðherra Íslands, skilur þú engilsaxnesku?

Ef það væri íslenskur her á Íslandi, þá væri hann líklega búinn að taka völdin af ríkisstjórn Íslands núna.   

Fyrri færsla

Evrópusambandið er 84 milljón fátæklingar og 22 milljón atvinnuleysingjar. 


Evrópusambandið er 84 milljón fátæklingar og 22 milljón atvinnuleysingjar.

Evrópsambandsfáni
Samkvæmt upplýsingum miðstjórnar ráðstjórnarríkis Evrópusambandsins í Brussel, eru nú 84 af 500 milljón íbúum Evrópusambandsins fátæklingar. Og fjöldi atvinnuleysingja í ESB er heilar 22 milljónir manns. Takið eftir að hér er um lifandi mannlegar verur að ræða, ekki evrur. En það er örugglega alger tilviljun að orðin evra og vera eru svona keimlík í munni (þau flækjast dálítið í neðri vörinni). Miklu meiri áhersla er þó lögð á evrur en verur í ráðstjórnarríki Brussel. Það er vegna þess að miðstjórn ESB er illa við fólk, það þvælist svo fyrir. 

Rétt og satt atvinnuleysi í ESB er líklega hátt í tvöfalt hærra en þetta, því svo miklu af fólki Evrópusambandsins hefur verið hent á ruslahaugana á síðustu þremur áratugum. Hent í kassageymslur ríkisins.    
 
ESB vísar okkur veginn 
 
Þetta er mesta fátækt og atvinnuleysi í ESB-löndum frá lokum seinni heimsstyrjaldar Evrópu. En henni, styrjöldinni, lauk með sigri Bandamanna árið 1945. Skyldi þetta mikla framboð af atvinnuleysingjum og fátæku fólki vera árangurinn af Evrópusambandinu sjálfu? En ESB hefur jú evrur og Brussel í Belgíu. Hvernig gat þetta þá gerst? Af hverju er Grikkland gjaldþrota eftir 29 ára veru landsins í Evrópusambandinu? Og eftir 86,4 miljarða evrur í fátæklingaaðstoð frá miðstjórn lands- og mannréttinga í Brussel. Þetta hlýtur að kalla á enn meira og enn sterkara Evrópusamband, og miklu miklu meiri ordnung

Af hverju er hagvöxtur næstum horfinn í Evrópusambandinu og sérstaklega á evrusvæðinu? Af hverju hefur atvinnuleysi í ESB verið á bilinu 8-10 prósent í samfleytt 30 ár? Af hverju er Evrópusambandið að breytast í háborg nútíma eymdar og hnignunar? Hvað er að? Virkar ESB ekki? Er Evrópusambandið kannski á leiðinni að verða hin nýju Sovétríki okkar tíma? Er von að maður spyrji. En svarið er því miður já. Framtíð ESB er mjög svört - og hættuleg.  
 
USSE 
 
Skyldi Steingrími J. Sigfússyni stórkosningasvikara Íslands takast að gera land okkar fátækt á ný? Eigum við að biðja saman, - eða kjósa?

Já, vel á minnst; Eins og þið kannski munið spáði Lars Christensen, æðsti ESB-prestur hjá Danske (over) Bank, að verðbólgan yrði 50 til 75 prósent á Íslandi eftir hrun. Verðbólga er því engin. Líður ykkur ekki annars vel í ekki-verðbólgunni? Nú hafið þið skoðað kosti og galla ekki-verðbólgu. Skoðað í þann pakka. Það er svo gaman að skoða upp í byssuhlaup. 

 
Fyrri færsla
 

Markaðurinn skilur ekki evruna, segir hann

 
Hádegisþáttur DDR-ESB-RÚV; Viðsjáumekkineitt

Þeir skilja ekki evruna, segir hann

Þetta segir fjármálaráðherra Þýskalands. Hann segir að markaðurinn "skilji ekki" evruna. Það evru myntbrandaralag, sem spilað er upp í rúmi Alþjóða Gjaldþrotasjóðsins á bak við evruna, skilur markaðurinn ekki heldur. Þessi evra var búin til á hryllingsverkstæði Evrópu. Það verkstæði starfar enn, þrátt fyrir heilar tvær heimsstyrjaldir á innan við 100 árum. Vilt þú eiga mynt sem enginn skilur?

Evrópa lærir aldrei neitt. Hún er líklega glötuð, að eilífu. Og bráðum verður hún horfin, því svo fáar konur hafa viljað, og vilja ekki enn, fæða þar börn. Þær eru farnar í ævilangt verkfall því þær búa í Evrópu, sem er meginland tapara, segja sumir, e. a continent of loosers.    

Allir skilja krónuna. Hún gefur eftir þegar brotsjóir ríða yfir. Hún beygir sig og brotnar því ekki. Hún er sveigjanleg. Þegar vel gengur á búgörðum þjóðarinnar, þá styrkist krónan, réttir sig við. Íslenska krónan er alvöru gjaldmiðil. Hún er ekta gjaldmiðill. Á bak við krónuna stendur heil þjóð, heilt land, heilt ríki og öll auðæfi þess. Þessi króna er verðmiðaprentari, eða, hún er verðaðlögunarvél íslenska hagkerfisins. Hún sér til þess að við verðleggjum okkur ekki út af landakorti heimsmarkaða (e. the price adjustment mechanism). Það er ákaflega gott að eiga gjaldmiðil sem allir skilja. 

Samfylkingin ein myndi skilja evruna. Hún veit að þegar viðskiptavinir hætta að koma í verslun hennar, þá á hún auðvitað að hækka vöruverðin. Hækka verðin þangað til allir hætta alveg að koma í verslunina. Þá er loksins hægt að loka alveg og leggjast afvelta úr heimsku í kommasófann. Láta svo aðra borga sér fyrir að bora í nefið á meðan eitthvað er til í andskotans kassanum. Svo þegar allir eru orðnir atvinnulausir þá grenjar maður af frekju og kafnar svo úr henni að lokum.   

Enginn skilur evruna. Brussel skilur ekki hvað hún bjó til. Engin evruþjóð skilur evruna. Engin þjóð skilur af hverju gjaldmiðill hennar hækkar í verði gagnvart flestu þegar sem verst gengur heima hjá þeim sjálfum. Engin maður með sæmilega greind skilur af hverju myntin þeirra er svona Sovésk. Þessa vegna er og verður evran alltaf Frankenstein fjármála Evrópu. Vanskapaður krypplingur og ekki af þessum heimi.

Þegar markaðurinn skilur ekki sameiginlegan gjaldmiðil 16 þjóða sem vinna allar í sameiginlegri evrópskri fangabúð, þá er alveg örugglega hægt að ganga út frá því að þessari fangabúð verður lokað. Búðin fer bara á hausinn. Við lifum á sögulegum tímum. Gætið ykkar.
 
Krækjan
 
 
Fyrri færsla
 
 

Írland á engan Davíð Oddsson. Bréf frá Dyflinni.

Hér heima er okkur sagt að Davíð Oddsson hafi skaðað hagsmuni Íslands. Samt var hann einn fárra sem bæði sagði og gerði það sem best var fyrir Ísland. Svona manns er sárlega saknað í höfuðborg Írlands.
 
"Iceland is an obvious model for us. In a referendum, her voters have already rejected a proposal to pay back their banks’ creditors, who will take major losses." 
 
Munurinn á Íslandi og Írlandi er ekki einn bókstafur. Nei, hann er sá að Ísland er fullvalda ríki sem á sína eigin mynt. Það er Írland ekki. Það er ekki fullvalda. Það er berstrípað Evrópusambandsland án myntar og getur ekkert gert sér til sjálfshjálpar. Það á raunar fátt eftir, nema að pakka saman og loka. Því miður.  

Evrópusambandið kom til Dyflinnar í síðustu viku, tók fram fyrir hendur ríkisstjórnar landsins, handjárnaði Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, og stakk skuldum sem nema helmingi þjóðarframleiðslu Írlands ofaní þegar stórskuldugt heimilisbókhald allra landsmanna Írlands. Fyrir þetta ógagn er svo krafist óheyrilegra okurvaxta. Á mannamáli heitir þetta að láta írskan almenning bjarga Brussel frá því sem hlaut að koma að, eftir þriggja áratuga stansausa valdníðslu og pólitískum sem efnahaglegum undangreftri í Evrópu. Fátt skítapakk sögunnar kemst í hálfkvisti Brusselelítuna.   

Reiðin er þvílík að áköfustu Evrópusambands-aðdáendur Írlands eru aðframkomnir af sorg og reiði. Landinu þeirra hefur verið fórnað á altari myntarinnar evru, sem engum hefur gagnast, nema samskonar fjárglæframönnum og komu fjármálakerfi Íslands á kné. Munið ávalt að bankar okkar fóru á hausinn inni í miðju ESB. En Ísland var svo ljónheppið að það átti einn mann sem heitir Davíð Oddsson. Einn góðan, ásamt nokkrum öðrum - og svo Geir H. Haarde.

Brusselveldið og seðlabankinn á snjóþrúgunum frá Frankensteinfurt, gekk um á skítum fótabúnaði sínum í því sem hugsanlega er hægt er að líkja við stjórnaráðið okkar hér heima. Veldið frá Brussel skipaði ríkisstjórn Írlands fyrir verkum með offorsi, gekk svo burt frá öllu sem þeir sönnu drulluháleistar sem ég alltaf hef vitað að þeir væru. Evrópuelítan var komin til Dyflinnar til að bjarga sjálfri sér og myntinni ömurlegu. Til helvítis með smáþjóðina írksu. Við ráðum, þið þegið, þið eruð núll, eruð örsmátt ESB-ríki í okkar veldi. Við eigum ykkur.      

Munið þið ESB-lygina um:

Regluverkið mikla sem átti að vera svo til fyrirmyndar
Bakhjarlinn mikla
Þúsund ára myntina evru 
Að deila fullveldinu með öðrum væri svo gott
Finnsku leiðinni hennar Jóhönnu sem er lygi
Lánstraustið sem átti að aukast við það að sækja um ofaní drullupoll ESB
Vextirnir sem áttu að lækka - og hækka úr öllu samhengi við skynsemina 
Traustið sem átti að aukast við að sækja um 
Lýðræði sem átti að batna við að leggja það niður
 
Listinn er endalaus, en algerlega fullur af ósannindum, falsi og óheiðarleika

Aumingjaveldi ríkisstjórnar Íslands hér heima er ömurlegt. Þessi ríkisstjórn mun fara inn í Íslandssöguna sem örverpi og ónytjungar á launum við að eyðileggja hér sem mest á sem skemmstum tíma. Forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og sérstaklega fjármálaráðherra Íslands (sem pólitísk græðgi bar ofurliði á fimm sekúndum) eru að verða smæstu örverpi nútíma sögu lands okkar. Ekkert mun lagast hér á meðan þessi dragnót rekur um með völdin í forarpytti Samfylkingarinnar og stórkosningasvikara Íslands, mannsins í Vinstri grænum. 
 
Eins og hinn nú reiði ESB-aðdáandi, Barry Eichengreen prófessor við Berkeley í Kaliforníu, skrifaði í Handlesblatt í gær: "John Maynard Keynes, sem þekkti málið um stríðsskaðabætur ákaflega vel, sagði eftirfarandi; að vera leiðtogi krefst þess að sannleikurinn sé sagður miskunnarlaust." Það gerði Davíð Oddsson hér heima. Hann þyrftum við að hafa sem leiðtoga á Íslandi núna. Hans er sárlega saknað.   
 
"As John Maynard Keynes – who knew about matters like reparations – once said, leadership involves “ruthless truth telling.” In Europe today, recent events make clear, leadership is in short supply. | á þýsku: Handelsblatt | á ensku: Irish economy blog 
 
Hér er bréfið frá Dyflinni. Það er eftir hagfræðinginn og (fyrrum?) Evrópusambandsaðdáanda Kevin O'Rourke og birtist á Eurointelligence: Letter from Dublin (ath; vefþjónn Eurointelligence virðist vera niðri (orsök? krækja á blog Paul Krugmans?), því hef ég í leyfisleysi útbúið PDF skrá af bréfi Kevin O'Rourke frá Dyflinni - og viðhengt það sem skjal hér neðst í færslunni)
 
"nothing quite symbolised this State’s loss of sovereignty than the press conference at which the ECB man spoke along with two IMF men and a European Commission official. It was held in the Government press centre beneath the Taoiseach’s office. I am a xenophile and cosmopolitan by nature, but to see foreign technocrats take over the very heart of the apparatus of this State to tell the media how the State will be run into the foreseeable future caused a sickening feeling in the pit of my stomach.
 
 
Og svo er þetta hér til viðbótar. Bein tilvitnun úr borgaralega ESB-falsinu þann 12. janúar 2009.   
 
Allir erlendir álitsgjafar sem fjallað hafa um íslenska vandann - þeirra á meðal Willem Buiter og Richard Portes - hafa kallað eftir brottvikningu seðlabankastjóra. Brottvikning myndi senda fjármálamörkuðum heimsins merki um að Íslandi væri alvara með að koma sér aftur á beinu brautina.
 
Muhahah ha ha ha ha ha hah ha hah hah ha hha! Senda merki!! Ha ha haha ha
 
Verst er að smjörfjallið Willem Buiter er kominn með evru-hatt úr álþynnu og felur sig nú undir skrifborðunum í banka sínum. En hann segir að írska málið sé bara byrjunin á upphafi óperunnar um gjaldþrot ríkja Evrópusambandsins. Senda merki!! Ha ha haha ha
 
   
 

Buiter’s Bombshell

Despite the recent drama, we believe we have only seen the opening act, with the rest of the plot still evolving. Although we have not had a sovereign default in the AEs since the West German sovereign default in 1948, the risk of sovereign default is manifest today in Western Europe, especially in the EA periphery. We expect these concerns to extend soon beyond the EA to encompass Japan and the US.

Accessing external sources of funds will not mark the end of Ireland’s troubles. The reason is that, in our view, the consolidated Irish sovereign and Irish domestic financial system is de facto insolvent. The Irish sovereign cannot from its own resources ‘bail out’ the banks and make its own creditors whole. In addition, a fully-fledged bailout (permanent fiscal transfer) from EA partners or the ECB is most unlikely. Therefore, either the unsecured non-guaranteed creditors of the banks, and/or the creditors of the sovereign may eventually have to accept a restructuring with an NPV haircut, even if it is not a condition for accessing the EFSF or the EFSM at present . . 
 
Irish Economy Buiter’s Bombshell (PDF) 
 
Ekkert af þessu mun koma fram í ESB-DDR-RÚV. 
 
Fyrri færsla
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Geir H. Haarde kemst ekki, - í ríkisréttinn

Ríkisútvarpið greinir frá því að Geir H. Haarde hafi verið varpað í tímabundið leyfi frá pólitískum ofsóknum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrrum forsætis- og fjármálaráðherra Íslands hefur því ekki tíma til að standa skil á því fyrir ríkisrétti Samfylkingar Vinstri grænna af hverju hann bjargaði Íslandi frá þeim hamförum sem nú ríða yfir evru ríkið Írland.

Írska þjóðin vill ráða þennan ríkisákærða íslenska mann til starfa við björgun Írlands. Bjarga á írska lýðveldinu undan þeim nýju Versala-samningum sem fulltrúar írskra banka í ríkisstjórn Írlands lögðu á írsku þjóðina, undir vopnavaldi 26 trúarofstækismanna samfylkingarlausnar Evrópusambandsins. Mest þýskra, belgískra og stórhertoga Lúxemborgardóms.

För Geirs H. Haarde til Írlands verður ekki útvarpað. Umboðsmaður þeirra tekna sem för Geirs H. Haarde mun afla Íslandi, er Atli Gíslason, yfirverkstjóri á pólitísku mannréttingaverkstæði ríkisstjórnarinnar. Hann, ásamt forsætisráðherraínu Íslands, frú Jóhönnu Sigurðardóttur, munu ekki leggja í þessa för með Geir H. Haarde. En í staðinn koma þau bæði fram í ríkisútvarpsþætti ríkisstjórnarinnar; við sem heima sitjum.
    
Paul nokkur Krugman (ekki starfsmaður á RÚV) bendir okkur á eftirfarandi:
 
 

I’ve been reading Kevin O’Rourke at the Irish Economy blog, watching with astonishment and admiration as the mild-mannered economic historian becomes Isaiah, righteously denouncing what has been passing for responsible policy. Now the even more usually mild-mannered Barry Eichengreen weighs in, calling it what it is: reparations imposed on an innocent public.

 

Read the comments, too — especially the ones in sort-of German.

 

Meanwhile, I was remiss in not posting this, from FT Alphaville — originally posted on an Irish property site: 
 
Fyrri færsla
 

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband