Leita í fréttum mbl.is

Kosiđ var í Weimar um helgina

"German political centre is melting"

- Wolfgang Münchau, Eurointelligence í gćr

KJÓSENDUR FRÁ HĆGRI OG VINSTRI FLYTJA SIG UM SET

Stóru fréttirnar frá Ţýskalandi ţessa dagana –fyrir utan niđurhúrrandi efnahag– eru kosningarnar í sambandsríki ţess Thuringia um helgina. Fréttirnar ţykja stórar vegna ţess ađ ţar var ţađ Die Linke flokkurinn, arftaki SED Marxista- og Lenínistaflokks Austur-Ţýskalands, sem sigrađi kosningarnar međ ţví ađ fá 31 prósent atkvćđanna í stađ 28,2 prósenta sem hann fékk 2014. Thuringia var áđur í Austur-Ţýskalandi (DDR) en ţá sem ţrjú umdćmi

Hvar sótti Die Linke fylgi sitt núna? Jú 51 prósent af fylginu núna eru ţeir sem kusu flokkinn síđast. Restin kom úr ţessum flokkum: Heil 8 prósent af fylginu kom úr stórtapara-CDU-flokki Angelu Merkels og önnur átta prósent komu úr tapara-SPD-flokki sósíaldemókrata. Ađfluttir voru ţrjú prósent og nýir kjósendur voru rúmlega 17 prósent fylgisins. Ţađ sem á vantar kom úr hinum og ţessum smáflokkum

Í öđru sćtinu kom AfD flokkurinn (Valkostur fyrir Ţýskaland) sem fékk 23,4 prósent atkvćđa. Hann stökk úr 10,6 prósentum sem hann fékk í kosningunum 2014. Ţađ er meira en tvöföldun

Hvar sótti AfD fylgi sitt? Jú vegna ţess hve fylgisaukningin er mikil ţá kom ekki nema 30 prósent af fylginu frá ţeim sem kusu flokkinn síđast. Restin kom úr ţessum flokkum: Heil 14 prósent komu úr CDU-taparaflokki Merkels og ţrjú prósent komu úr SPD-taparaflokki sósíaldemókrata. Ađfluttir voru tćplega ţrjú prósent og nýir kjósendur voru rúmlega 31 prósent fylgisins. Ţađ sem vantar upp á kom úr hinum og ţessum smáflokkum. Kosningaţátttaka ţótti góđ ţví hún var 65 prósent og mun betri en síđast, sem vćntanlega sýnir aukinn áhuga kjósenda - eđa aukna fyrirlitningu og reiđi, sem er mun líklegri skýring heldur en hitt. Innflytjendamálin vega ţar afar ţungt og jafnvel ţyngst

Í kosningunum til ţýska sambandsţingsins 2017 fékk AfD flokkurinn 12,6 prósent atkvćđa á landsvísu. Hann vann á um 7,9 prósentur eđa nćstum ţrefaldađi fylgiđ, sem var 4,7 prósentur í kosningunum 2013. Ţarna í kosningunum 2017 fékk AfD flokkurinn ţannig 980 ţúsund nýja kjósendur frá CDU/CSU flokksbandalagi Angelu Merkels. Hann fékk líka tćpa hálfa milljón nýja kjósendur frá SPD-flokki ţýskra sósíaldemókrata og 400 ţúsund nýja kjósendur frá Die Linke (ţ.e. arftaka Austur-Ţýska kommúnistaflokksins). Sem sagt, AfD fékk jafn mikiđ frá hćgri og vinstri, plús ţađ ađ hann fékk 700 ţúsund nýja kjósendur sem ekki kusu síđast

Getraun: Er AfD-flokkurinn ţá hćgri öfgaflokkur? Ef já, eru ţađ ţá kjósendur Angelu Merkels sem gera hann ađ hćgri-öfgaflokki? Eđa er AfD flokkurinn nokkuđ vinstri-öfgaflokkur? Ég spyr vegna ţess ađ Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei var svo sannarlega ekki hćgri-flokkur. Hann var flokkur sósíalista. Gvöööđ minn góđur! Efnahagsprógramm hans var ţar af leiđandi tífaldur Keynes á sterum og seđlabankinn var ţjóđnýttur og "innviđa-fjárfestingar" ríkisins voru á hundrađföldum sovéskum geđlyfjum. Engin ţörf var fyrir ţćr. En ţađ orđ, "innviđa-fjárfestingar", er fínt mál yfir hinn Ţýska ţjóđarsósíalistaflokk verkamanna (nasistaflokkinn), Kínverska kommúnistaflokkinn, Sovéska kommúnistaflokkinn og Fasistaflokkinn á Ítalíu. Nćstum allt heila alrćđisklabbiđ

Fólk pissar venjulega í buxurnar er ţađ heyrir orđiđ "innviđa-fjárfestingar" - nema náttúrlega í Bandaríkjunum. Ţar er orđiđ "innviđa-fjárfestingar" hálfgert bannorđ og tabú. Ţar eru ţađ fyrirtćkin sem fjárfesta, og ef ţeim finnst ekki ađ ţađ eigi né borgi sig ađ byggja harđlest eđa "borgarlínu inn á Ný-Klepp", engum til gagns, ţá er ţađ ekki gert. Punktur. Ţađ er helst ţegar ađ ţjóđaröryggi kemur (les. herinn) ađ bandaríska alríkiđ er til viđrćđu um "innviđa-fjárfestingar". Ţess vegna pissa menn í buxurnar ţegar ţeir koma til Kína ţessi árin. Sama pissuverkiđ heltók menn er ţeir sáu "hrađbrautir" Hitlers og allar "hrađlestirnar" sem Mussolini var ađ byggja. Í Sovétríkjunum voru ţađ neđanjarđarlestir í Moskvu og skipaskurđir viđ Hvítahaf, engum til gagns, plús járnbrautir og allt annađ, ţví ríkiđ ţar var allt í kommaríkinu ţví

Ţađ gerđist lítiđ međ fylgi Die Linke á landsvísu 2017. Ţeir unnu á um 0,6 prósent og fengu 9,2 prósent. En einhvernvegin voru ţađ ekki taldar fréttir ađ arftaki austurţýska kommúnistaflokksins fengi nćstum tíu prósent atkvćđa í Ţýskalandi. En hvernig má vera ađ ţađ skuli ekki vera frétt? Mér finnst ţađ meira ađ segja stórfrétt ađ ţessi flokkur skuli enn vera til, eftir billjón evra yfirfćrslur frá Vestur-Ţýskalandi til Austur-Ţýskalands frá ţví ađ múrinn féll (e. trillion). Ţađ finnst mér heldur betur vera fréttir

Ţeir flokkar sem mynda ríkisstjórn í Ţýskalandi í dag, ţ.e. flokksbandalag Merkels og svo SPD, mćlast nú međ 39,5 prósentu fylgi. Ţeir gćtu ţví ekki myndađ ríkisstjórn. Og ţađ sem meira er, ţeir gćtu ekki einu sinni myndađ ríkisstjórn međ ţriđja flokkunum, flokki frjálsra demókrata (FDP). Engir tveir flokkar gćtu myndađ ríkisstjórn og enn síđur gćtu tveir skyldir flokkar ţađ heldur. Stóru flokkarnir tveir hafa eyđilagt stjórnmálin í Ţýskalandi. Ţađ tók ţá ađeins 70 ár ađ leggja stjórnmálin í Ţýskalandi í rúst á ný

Ţeir menn í gaukshreiđrum sínum hér og ţar í Sjálfstćđisflokknum, sem enn halda ađ eftir einhverju sé ađ sćkjast úr Ţýskalandi fyrir Ísland, verđa heldur betur ađ taka höfuđ sitt af herđunum og snúa ţví viđ í VESTUR. Immed! Ţarna í Ţýskalandi er nefnilega ekkert sem nokkurn tíma mun verđa ríkisstjórn fólksins í landinu. Ţađ er ađ segja e. government of the people by the people for the people. Ţýski ađallinn kemur í veg fyrir ţađ og hann kann ađ notfćra sér svona stigvaxandi ástand út í ystu ćsar, og Evrópusambandiđ er snillingur í ţví líka, eins og sést á sögu ţess

Utanríkisstefna Die Linke er; ađ leysa NATO upp og stofna varnarbandalag međ Rússlandi. Heyrđuđ ţiđ ţetta. Halló. Eyru, einhver

Nýfundnaland hćtti ađ vera til sem sjálfstćtt og fullvalda ríki áriđ 1949 vegna ţess ađ ţví var bannađ ađ viđhafa ríkisstjórn fólksins. Krafist var góđrar/ábyrgrar ríkisstjórnar (ţ. Ordnung eđa d. kćft, trit og retning). Og ţađ er ţađ sem gengiđ hefur á í Ţýskalandi í 70 ár. Ţýska fólkiđ kom ţar hvergi nćrri og mun aldrei koma ţar nćrri og ţannig er nú ţađ. Og ţetta land er meira ađ segja kallađ "vélin í ESB". Hvílík firra

Weimar er 65 ţúsund manna borg í Thuringia og Gordon A. Craig hafđi rétt fyrir sér: Fćđing Ţýskalands 1871 var misheppnađ fyrirbćri. Ţađ er nefnilega slćm hugmynd ađ stofna til ríkis og reka ţađ fyrst og fremst sem eins konar OPEC-samkeppnis-kartel. En ţađ er ţađ sem Ţýskaland er, og ţađ verđur aldrei neitt annađ. Ţess vegna fór eins og fór 1914-1945. Meira ađ segja endursameining ţess 1990 er svona misheppnuđ eins og sést hér ađ ofan. Hvađ gerist nćst?

Hvenćr skyldu Bandaríkin byrja ađ huga ađ flutningi á kjarnorkuvopnum sínum frá Ţýskalandi yfir í öruggt land á meginlandi Evrópu. Ţýskaland er ekki neitt venjulegt land. Ţar geta hlutirnir gerast hreint ótrúlega hratt, eđa frá verđhjöđnun yfir í 400 prósent verđbólgu á innan viđ ári. Ţetta dćmi um viđbrögđ ţýskra neytenda, sem líka eru kjósendur, er einungis nefnt hér til ađ benda á hrađann. Ţýskaland er nefnilega ekki venjulegt land; ţađ er kartel 

Evrópusambandiđ er líka kartel. Heldur virkilega einhver ennţá ađ ţetta muni fara vel?

Fyrri fćrsla

Angela Merkel: fjölmenning algerlega misheppnađ fyrirbćri. Stríđ í Evrópu?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guđmundsson

Usa er búiđ ađ vera , fariđ ađ sćtta ykkur viđ ţetta. Usa er hćgt og bítandi ađ verđa eins og bárujárns drasl, međ kynslóđ sem ađ er ađ koma upp sem ađ er gríđarlega ţjáđ af ,, OFFITU ,, enda öll fćribönd horfin horfin út um buskan, ţar sem ađ offitu kynslóđ Usa getur ekki orđiđ hreyft sig, gagnvart hinum stćltu Rússum, sem ađ svo sannanlega getađ hnyklađ vöđvanna gegn Bandarísku offitu kynslóđinni og eiga ekki í neinum vandrćđum međ, en Usa offitu kynslóđin, tapar og tapar og tapar, hvert sem ađ litiđ er og á eftir ađ versna og kemur ţađ í hlut Usa offitu kynslóđarinnar, ađ fara ađ lappa upp á illa fariđ Vatnsveitukerfi Usa og illa farnar Brýr sem ađ flestar eru út um öll Bandaríkin orđnar ađ ryđhrugu, ekki i hondum offitu kynslóđarinnar sjálfrar, heldur foreldra ţeirra kynslóđar sem ađ hefur ekki ađhafst neitt annađ en ađ horfa upp á hlutabréfin í Apple hćkka og hćkka, og hagnađurinn af ţeim viđskiptum tekin í gegnum skattskjól, svo ađ ţađ ţurfti ekki ađ borgar skatta heima fyrir, og ţađ er offitu kynslóđin, sem ađ erfir ŢESSA APPLE PENINGA !!!!

ţá vaknar spurningin, ef ađ folk heldur ađ sú sú offitu kynslóđ i Usa sé í góđum málum og Usa sem ţjóđfelag i heild ? 

Svariđ er nefnilega annađ en fólk heldur. 

OFfitu kynslóđin Í Uas eru orđnir ERFINGJAR af skattlausu fé.

Hver saga erfingja ??

Svar, I stórum hluta tilfella, ţá KLÚĐRA ŢEIR MÁLUM !!

Augljóslega gott fyrir Russland !! 

Svo ég segi nú bara afram ,, Russland, Kína og Innland  og megi Afrika lifa. 

Húrra , Húrra , Húra , megi kammerater vor fylla huga okkar af eldóđi til nćstu ára og áratuga. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guđmundsson, 29.10.2019 kl. 12:23

2 identicon

Sćll Gunnar.

Ţyringjaland; Weimar-ţríhyrningurinn
hefur ţakkađ pent fyrir góđgerđirnar
sem tilreiddar hafa veriđ á síđustu
árum.

Beiskur ósigur ţađ og niđurlćgjandi
en í fullu samrćmi viđ lögmál orsaka
og afleiđingar.

AfD leysti snilldarlega alla orđaleiki
ţar sem orđin volk eđa national komu
fyrir.

Ţeir gerđu sér grein fyrir ađ allar myndir
ţessara orđa vćru ígildi verstu skammaryrđa.

Fyrir ţína tilstilli er síđuhald ţitt orđiđ
einhver stćrsti og eftirtektarverđasti gagnagrunnur
sem fyrirfinnst ekki einasta um Ţýzkaland heldur
sjórnmál almennt og yfirleitt.

Bestu ţökk fyrir ţađ.

Húsari. (IP-tala skráđ) 29.10.2019 kl. 13:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ţér Húsari fyrir góđar kveđjur.

Eins og Hans-Werner Sinn í CES-stofnun sinni hefur bent á í nú tja.. sennilega ţúsund ár, ţá er hugmyndin um "transfer-union" algjörlega dauđfćdd líka. Steindauđ fćdd, glötuđ og til skađa

1. Virkar ekki í Evrópusambandinu milli 27 landa og mun aldrei virka. Aldrei. ESB virkar ţví sem tundurspillir.

2. Virkar ekki í Ţýskalandi á milli austurs og vesturs. Landsframleiđslan á mann í austri er enn eftir billjón evru yfirfćrslur einungis 65-75 prósent af ţví sem hún er á hvern mann í Vestur-Ţýskalandi. Ţýskaland er varla eitt land. Ţađ er mörg lönd.

3. Virkar ekki milli Suđur- og Norđur-Ítalíu af ţví ađ Suđur-Ítalía er meira hluti af Norđur-Afríku en Norđur-Ítalíu.

Sem betur fer fékk Ísland engar yfirfćrslur frá Danmörku ţó svo ađ hún hefđi mergsogiđ og tćmt Ísland öldum saman. Viđ fórum í hart exit. Grjóthart!

Ţjóđarsamstađan, ţ.e. ÍSLENSKA ŢJÓĐIN sem manngćskuberandi stofnun bar okkur áfram. Ekkert annađ dugar ţegar á reynir.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 14:55

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvađ nafniđ á AfD-flokknum varđar Húsari, ţá er tilurđ ţess lýst vel og af kunnáttu í leiđara Morgunblađsins í dag:

"Nafniđ Valkostur fyrir Ţýskaland er ţannig til komiđ ađ ţegar ţessi flokkur var í burđarliđnum sagđi Merkel kanslari ađ annar eins flokkur og hann gćti aldrei orđiđ valkostur fyrir Ţýskaland. Nýi flokkurinn gerđi orđ Merkel hins vegar ađ sínum og ađ heiti flokksins sjálfs."

Ţarna hafiđ ţiđ ţađ. Ţessi nýi ekki-valkostur Merkels mćlist nú međ meira en helming 26 prósentu fylgis CDU/CSU-flokksbandalags Merkels á landsvísu. Ţađ er: fylgi AfD mćlist 15,5 prósentur á landsvísu núna. Segja má ađ Merkel hafi sjálf stofnađ flokkinn sem afleiđu sína.

Ţess utan mćlist AfD nú međ stórfylgi ţ.e. sem annar og ţriđji stćrsti flokkurinn í 7 af 16 sambandsríkjum Ţýskalands. Og eru ţó sumar mćlingar jafnvel meira en árs gamlar. Ţađ er eins og ađ í ţeim ríkjum ţar sem ekki er kosiđ nćst fyrr en eftir 2-3 ár ađ ţar ţori menn varla ađ mćla fylgiđ, eđa álíti ţađ tilgangslaust.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 15:59

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og eftir kosningarnar í Úmbríu á Ítalíu um helgina er líklegt ađ ríkisstjórn Ítalíu sé ţegar liđiđ lík.

5stjörnu hreyfingin hrundi úr 27% niđur í 5,7%. Nćstum ţurrkuđ út!

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 16:21

6 identicon

Viđ, ţjóđlegir íhaldsmenn, gleđjumst.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 29.10.2019 kl. 16:53

7 identicon

Sćll Gunnar.

Eins og ţú bendir svo réttilega
á ţá vörđust AfD fimlega og međ
ţjóđarhagsmuni ađ leiđarljósi og ţeir
stefna hrađbyri ađ ennfrekari sigrum.

Húsari. (IP-tala skráđ) 29.10.2019 kl. 17:46

8 identicon

Ţađ er kannski táknrćnt fyrir tímana ađ efnahagsráđherra Ţýskalands hafi falliđ af sínu háa sviđi og ţađ hafi veriđ talsverđ bylta.

DDRÚV greinir frá ţessu í dag.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráđ) 29.10.2019 kl. 18:58

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ţér Símon Pétur.

Ţýskir Íhaldsmenn eru ekki eins og viđ hinir sem flygjum engilsaxnesku hefđinni. Svo ţađ er afar erfitt ađ vita í hvorn fótinn mađur á ađ stíga varđandi ţessa ţróun í Ţýskalandi. Ţýskaland er svo afar sérstakt land. Reyndar einstakt.

Kveđja

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 20:02

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka aftur Húsari.

Ţađ er erfitt ţetta mál međ "ţjóđarhagsmuni" Ţýskalands og sérstaklega öryggishagsmuni ţess. 

Ţýskaland er ađ ţví leytinu eins og Rússland ađ ţađ hefur gćtt ţjóđarhagsmuna sinna á kostnađ nágrannalanda sinna á sviđi efnahagsmála, og nú er svo komiđ fyrir löndum meginlands Evrópu ađ ekki verđur lengur viđ ţađ búiđ, frá ţeirra hendi séđ.

Ţýskaland notar Evrópusambandiđ, í efnahagslegum skilningi, eins og Rússland reynir ađ nota nágrannalönd sín sem stuđpúđavćđi í öryggislegum skilningi. Má ţar nefna Úkraínu, Eystrasaltslöndin ţrjú, Svarahafslöndin í vestri og Há-Kákasus í suđri.

Hvađ varđar öryggishagsmuni Ţýskalands, ţá fćr landiđ erlenda hjálparađstođ eins og ţriđja heims land í ţeim efnum -en sem ţađ neitar hins vegar ađ sinna og greiđa fyrir- frá Bandaríkjunum. Ţau lönd sem svo fylgja Ţýskalandi ađ málun apa ţá hegđun upp eftir ţví, og er sú hegđun viđ ţađ ađ taka tappa ţolinmćđinnar úr NATO, sem Bandaríkin bera nćstum ein uppi.

Eina leiđin til ađ Evrópa geti yfir höfuđ lifađ međ sameinađ Ţýskaland innanborđs á meginlandinu, er ađ eins konar Pax-Americana-stađa ríki ţar og ađ Ţýskaland sćtti sig viđ hana. En ţađ gerir ţađ auđvitađ ekki til lengdar, og er reyndar hćtt ađ gera ţađ. Nćsta skerf hjá Ţýskalandi er ţví međ hundrađ prósent öryggi ađ ţađ beini efnahagslegu vöđvaafli sínu inn á sviđ eigin öryggismála, ţ.e. hernađarmála, og fari jafnvel í nucelar break-out.

Ţegar ţađ ferli hefst ţá mun ţađ svo kveikja í Evrópu á ný og helvíti á jörđ verđa endurreist ţar á ný. Svona mun ţetta ganga svo lengi sem Ţýskaland er eitt ríki.

Ţađ var ţví fatal error og ófyrirgefanleg mistök ađ heimila endursameiningu Ţýskaland 1990. Um er sennilega ađ rćđa stćrstu geopólitísku mistök álfunnar í ţúsund ár. Enda var Margrét Thatcher á móti sameiningunni og kallađi hún ţá Gordon A. Craig til sín sem ráđgjafa á ţví sviđi.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 20:07

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hollt er ađ muna til hvers NATO var stofnađ. Ţađ var, eins og Ismay lávarđur orđađi ţađ, stofnađ til ađ: 

1. Halda Rússlandi úti úr Evrópu

2. Halda Ţýskalandi niđri (á jörđinni)

3. Halda Bandaríkjunum inni í Evrópu

Stađan í dag er hins vegar ţessi:

1. Rússland er komiđ til baka inn í Evrópu

2. Ţýskaland er á leiđinni upp

3. Bandaríkin eru ađ mestu farin út, nema kannski frá Póllandi og Rúmeníu.

Hvađ gerist nćst?

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 20:16

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţađ er athyglisvert ađ Erika Steinbach sem var ţingmađur CDU frá 1990 til 2017 og fyrrverandi forseti samtaka brottvísađra Ţjóđverja, hefur stutt AfD í kosningabaráttu flokksins. Hún yfirgaf CDU á sambandsţinginu vegna andstöđu hennar viđ innflytjendastefnu Merkels, og sat síđan sem óháđur ţingmađur fram til ţingloka 2017, en gaf síđan ekki kost á sér eftir ţađ.

En máliđ er ţađ ađ 14 milljónir Ţjóđverja máttu sćta ţeim erfiđu örlögum ađ ţurfa ađ yfirgefa heimili og fćđingarstađ sinn viđ stríđslokin 1945, og ganga langa vegu inn fyrir ný-sett landamćri Ţýskalands, sem flóttamenn.

AfD hefur sinnt málefnum ţessa fólks, sem samkvćmt eđli málsins er í austurhlutum Ţýskalands. Ţessu fólki og afkomendum ţess virđast ţýsk stjórnvöld ekki hafa sinnt, á sama tíma og mokađ er undir útlendinga frá fjarlćgum löndum.

Ţetta mál á bara eftir ađ stćkka og stćkka og landamćramálefni landsins verđa tekin upp á ný í ţýskum stjórnmálum. Sanniđ ţiđ til. Ţetta er ekki búiđ. Ţetta er ađ byrja.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2019 kl. 01:13

13 identicon

Sćll Gunnar.

Ţakka ţér fyrir svörin.

Ţađ er fróđlegt ađ sjá ađ báđir komumst
viđ ađ sömu niđurstöđu varđandi sameiningu
Ţýzkalands.

Hún reyndist sérstaklega Austur-Ţjóđverjum
ţung í skauti og birtist í stórfelldu
atvinnuleysi og skertum lífskjörum ađ öllu leyti
og endar nú sem stórslys í ljósi vendinga er fylgdu í
kjölfar prelátaparsins frá sama landi.
Erfurt, höfuđborg Ţyringjalands, skilađi 
okkur ţó Marteini Lúther fullmektugum presti(!)

Ţú hefur í nokkur skipti skrifađ um DDRÚV.

Margur sér ţessa stofnun fyrir sér sem hálfgerđan
umskipting vegna ofuráherslu á loftslagsmál
nánast ađ megi jafna til viđ trúbođ.

Blasir ţađ ef til vill viđ ađ sjórnvöld hafi
sjálf sett stofnuninni
sérstaka tilskipun um húsaga í ţessum málum?!

Húsari. (IP-tala skráđ) 31.10.2019 kl. 08:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband