Leita í fréttum mbl.is

Sovésk teknókrata-heimspeki ESB

Þegar Sovétríkin féllu, þá féllu þau óvænt og fyrirvaralaust. Háskólaðir fyrirvarar og kremlarlógía héldu þeim ekki einu sinni á lífi. En þá þegar hafði Evrópusambandið tekið upp stjórnmálastefnu þeirra og sem heitir teknókratíkst embættismannaveldi, eða ráðstjórn. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur tekið þessa stefnu upp núna, og lokað sig af inni í höll

Teknóktatismi, sem upphaflega átti að vera tæknileg lausn, er orðinn pólitísk hugsjón. Og sú hugsjón er orðin hugsjón forystu Sjálfstæðisflokksins líka. Hún hefur látið sig smitast. Það benti til dæmis Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins okkur á síðasta laugardag, þegar hann sagði:

Alþingi: laugardagur, 25. maí 2019 kl. 02:07:03
Þorsteinn Sæmundsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gefa flokksmönnum pakka í afmælisgjöf í dag: Orkupakka3. Segir að hann átti ekki von á því að dagurinn myndi marka samruna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna yfir í Samfylkingu eins og hún var fyrir 10 árum

Það sem haldið hefur teknókrataveldi Evrópusambandsins við lýði, eru ríkin sem í því eru. En nú eru, og hafa, ríkin sem í því eru misst þau völd sem aðeins fólkið getur veitt þeim. Fólkið í ríkjunum styður ekki lengur þá stjórnmálamenn sem styðja eiga ríki borgaranna en hafa ekki gert það. Fólkið styður ekki lengur stjórnmálamann sem veitt hafa teknókrataveldi ESB skotleyfi á borgarana. Eins og Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn eru að veita ESB með orkupakka3, hér heima

Það eru fyrst og fremst miðjuflokkarnir sem veitt hafa ESB þau völd sem það hefur. Í kosningunum til gúmmíþings ESB síðustu helgi, misstu miðjuflokkarnir enn meira af áhrifavöldum sínum. Enginn hlustar lengur á miðjuflokkana í löndum ESB, vegna þess að þeir eru búnir að svíkja þjóðir sínar svo lengi og því orðnir öfgamiðjuflokkar. Ekkert hefur orðið úr því sem þeir lofuðu borgrunum. Hvorki hagsæld né friður ríkir á þeirri gjörgæsludeild sem Evrópa varð eftir Síðari heimsstyrjöldina. Og sérstaklega ekki eftir að barnapían Bandaríkin fóru heim

Þeir sem geta ekki einu sinni varðveitt frið á gjörgæsludeild þar sem meðvitundarlaus ríki Evrópu hafa legið frá og með 1945, og svo síðar frá 1990, eiga ekki mikla framtíð fyrir sér á neinum sviðum, nema á sviðinni jörð

Sem sagt: það tvennt sem sjálf tilvist ESB lofaði borgunum; var hagsæld og friður. Hvorugt hefur ESB getað skaffað. Og nú eru borgararnir að draga umboð sitt til baka. En svo virðist sem að fálkinn heyri ekki lengur skipanir fálkarans. Ráðstjórn Evrópu flýgur því laus; og er með skotleyfi á borgarana. Þetta endar að sjálfsögðu ekki vel

Turning and turning in the widening gyre..

Fyrri færsla

Miðflokkurinn sá sem allir tala um


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill hjá þér Gunnar, sem ætíð.

Og tilvitnuð orð í Þorstein eru tær snilld:

Alþing: laugardagur, 25. maí 2019 kl. 02:07:03
Þorsteinn Sæmundsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gefa flokksmönnum pakka í afmælisgjöf í dag: Orkupakka3. Segir að hann átti ekki von á því að dagurinn myndi marka samruna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna yfir í Samfylkingu eins og hún var fyrir 10 árum

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 23:28

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel sagt/skrifað Gunnar og satt, líka Yeates. 

Umhverfisérfræðingur sagði í morgun....blaði einhverju Bændur væru sökudólgarnir.

Masai í Kenya neituðu Kenetta klaninu um landbúnaðarvörur þangað til þeir gerðu það sem þeir Masai vildu.

þetta var pólitík sem virkaði. Væri þetta ekki aðferðin? 

Valdimar Samúelsson, 31.5.2019 kl. 10:16

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Ekki skal ég segja um það Valdimar. En hitt veit ég að:

- Hátt í þriggja áratuga líf Ítalíu án nokkurs hagvaxtar, sökum aðildar þess að ESB, og tveggja áratuga fjarvera framleiðniaukningar á Ítalíu vegna upptöku evru, og 135 prósent skuldasúpa Ítalíu vegna ESB-aðildar, er að kalla fram hinar ótrúlegustu myndir í stjórnmálalífi innan gaddavírsgirðinga Evrópusambandsins.

Þar inni logar allt stafnanna á milli og flokkar eru farnir að leita sér að bandamönnum á hinum ótrúlegustu stöðum. Þar styttist í að gamlir uppvakningar taki völdin á ný og stilli elítum ESB upp við vegg og skjóti þær.

Hefnd kjósenda á Ítalíu vegna valdatöku Brussel þar með innsetningu umboðslausrar ríkisstjórnar teknókrata frá Brussel og fjárkúgunar ECB-seðlabankans, verður afar sæt, þegar Salvini með 2/3-auknum meirihluta, í báðum deildum ítalska þingsins, breytir stjórnarskrá landsins og þurrkar fingraför Renzi af henni og teppasprengir leiðtogaráð ESB að innan, á meðan gúmmíþing ESB heldur að allt sé bara í góðu lagi, svo lengi sem launin berast þangað skattfrjáls.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2019 kl. 10:47

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Umpólun Sjálfstæðisflokksins hefur staðið yfir síðan vingullinn Bjarni Ben tók við formennsku í honum og þegar sú falska Þorgerður Katrín yfir gaf flokkinn, öllum sönnum sjálfstæðismönnum til léttis, þá lávið að Bjarni gréti úrsér augun af söknuði, og hvar var Bjarni þegar orkupökkum 1. Og 2. Var laumað í gegn um þingið án vitneskju fólksins í landinu? 

Komið er í ljós að Bjarni, Gulli og líkast til helmingur af þingflokki Sjálfstæðisfokksins hefur verið vaskaður í sömu heilaþvottavél og þorgerður Katrín.   

Svik Bjarna við landsfundar samþykktir og feluleikur hans gagnvart umbjóðendum sínum sem hann framkvæmir með því að þegja, eða gaspra valdmannslega um mál sem hann ætlar ekki að standavið, er hreinræktuð ráðstjórn og Bjarni og Gulli ættu því að stofna Ráðstjórnarflokk sér til virðisauka, þar sem að þeir Bjarni Ben og Guðlaugur Þór verða að hreinni skrípamynd við að baðasig í ljósi flokks með nafni Sjálfstæðis.    

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2019 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband