Leita í fréttum mbl.is

Miðflokkurinn sá sem allir tala um

MARS 2019: ÁÐUR

Theresa May - gettu hvað

Mynd: Gettu hvað? Meiri þvæla Theresu May

****

Þriðji fasi Orkubandalags Evrópusambandsins

Á meðan einhverskonar Ken og Barbie umskipting hefur verið skurðgerð á þingflokki Sjálfstæðisflokksins, stendur Miðflokkurinn vörð um nýtingarrétt Íslendinga á auðlindum síns eigin lands

Í austri er staðan þannig, að það er rétt svo á hangandi horriminni að kosningar til gúmmíþings Evrópusambandsins heimili þjóðum þess ekki enn að kjósa til sín auðlindir annarra þjóða. En þegar það gerist, þá gera þjóðir einmitt það. Og alveg sérstaklega þegar stjórnmálaflokkar gera sig og flokk sinn að Ken og Barbie gúmmídúkkum stjórnmála

Hollt er að muna að þriðji fasi ERM heitir EMU og evra. Og jafn hollt er að muna að þriðji fasi stjórnmálaflokka heitir hnignun

Það er því ekki skrýtið að Miðflokkurinn sé það stjórnmálaafl sem flestir orkupakka-flokkanna vilja senda kúlu gegnum. Það þekkja menn úr heimi samkeppninnar. Besta manni bransans er hugsuð þegjandi þörfin

Uppistöðulónið í höfðum orkupakkasinna er enn uppþornaðra en það var í höfði Theresu May. Þar inni er allt örfoka nema þykjustuleikurinn einn í þessu máli

MAÍ 2019: EFTIR

Theresa-May segir af sér 24. maí 2019

En nú, tveimur mánuðum síðar, er staða Theresu May hins vegar þessi: NO MORE BULLSHIT !

Fyrri færsla

Hvað segir stærsti flokkurinn í Sviss um EES-samning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Gunnar

þú bendir hér á hið augljósa.

Miðflokkur Sigmundar Davíðs er eini flokkurinn

sem vert er að tala um.  Og eftir því sem fleiri

tala um Miðflokkinn,

þá tala fleiri um mál málanna, sviksemi annarra flokka varðandi 3. orkupakkann.

Miðflokkurinn er eini flokkurinn

sem allir tala nú um. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 14:30

2 identicon

Með málefnalegri vörn gegn innleiðingu 3. orkupakkans

og þar með gegn því erlenda valdi sem þar býr að baki

og þar með gegn leppstjórn þess erlenda valds,

leppstjórn Sjálfstæðis-, Framsóknar og Steingríms Joð,

sem algjör meirihluti þjóðarinnar er andvígur,

þá mun Miðflokkur Sigmundar Davíðs fá gríðarlegt fylgi

í næstu kosningum, sem verða miklu fyrr en síðar,

og verða algjör og afgerandi sigurvegari í þeim.

Ég, sjálfstæðismaðurinn Símon Pétur frá Hákoti,

er nú algjörlega harðákveðinn í að kjósa Miðflokkinn.

Sjálfstætt fólk kýs Miðflokk Sigmundar Davíðs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 16:14

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Gunnar

Heldur daufleg íslensk stjórnmál þessa dagana. Hélt að breytingatillögur ætti að bera fram af hálfu Miðflokks. Sérstaða fámennra eybúa er mikill og allt verður talsvert dýrara vegna orkupakkans. Ef það leggst 25% aukakostnaður við eftirlit hans, er það eitt og sér að minnka samkeppnisaðstöðu okkar.

Stjórnmál á BBC, stóra bróður í fréttamiðlun eru líflegri og nóg af framboðum. Verst hvað þeir græta frú May, eftir að hún hafði áunnið sér elsku og faðmlög í Brussel. Það er fremur regla en hitt að stjórnmálamönnum sé úthýst og hallmælt í Bretlandi eftir dygga þjónustu við flokkinn. Hér er það nánast regla?

Sigurður Antonsson, 29.5.2019 kl. 20:40

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir, Símon Pétur og Sigurður.

Ég horfði aldrei þessu vant á eldhúsdagsumræðurnar. Það er fyrst og fremst frammistaða þingmanna Miðflokksins undanfarið sem fékk mig til þess. Þar fannst mér ræða Þorsteins Sæmundssonar og Karls Gauta Hjaltasonar þingmanna Miðflokksins bera af. Hér er ræða Þorsteins.

Segið svo að deyfð ríki. Það er sannarlega ekki þannig. En það mætti hins vegar vera þannig. Hvað er betra en að þurfa ekki að óttast að þingmenn glutri fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar og lands míns niður.

Feginn væri ég ef málin snérust um kaffi og vínarbrauð. En reyndar geta þannig mál verið tröllríðandi mikilvæg. Það sögðu Danir þegar Bretar komu loks og spörkuðu þýska hernum út úr landi þeirra. Hægt varð nefnilega þá, að komast í bakarið og borða sitt bakkelsi sem frjáls maður á ný. En svo kom ESB, sem Danir þola ekki lengur. En geta bara ekki losnað við, vegna landfræðilega slæmrar legu Danmerkur.

Reyndar hefði maður þegið að þurfa að ekki horfa upp á annað Icesavemál á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hélt satt að segja ekki að slík staða gæti komið upp á ný, svona fljótt. Vonbrigðin eru því mikil. En það sýnir mér að þar hafa of margir menn engu gleymt og ekkert lært. Því miður. Og þá menn þarf að kjósa burt.

Kveðjur   

Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2019 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband