Leita í fréttum mbl.is

Rússlandi komiđ fyrir á byrjunarreit

Séđ frá ţilfari USS Eisenhower: Átta ţúsund tonna tundurspilli bandaríska sjóhersins snúiđ viđ á títuprjónshaus

****

Ţeir sem fylgjast međ vita hvers vegna refsiađgerđir voru settar á Rússland. Ţađ var vegna formlegrar yfirtöku landsins á Krím, sem tilheyrt hafđi Úkraínu og gerir ţađ enn

Stuttu síđar setti Rússland í gang hinar hefđbundnu áróđurs- og svimaađgerđir í sovéskum stíl. Ţeim var ćtlađ ađ koma vestrćnum andstćđingum landsins úr jafnvćgi og skapa innbyrđis deilur. Ţetta tókst um tíma í Bandaríkjunum ţar sem rifist hefur veriđ um "ţátttöku" Rússlands í forsetakosningunum. Ţátttaka Rússlands í ţeim var náttúrlega engin, ţví ţeir höfđu ekki kosningarétt í ţeim. En allskyns reyk- og speglaađgerđir Rússlands hafa hins vegar valdiđ deilum innan Bandaríkjanna og á vissan hátt lamađ ţau og valdiđ sundrung

En ţeim kafla lauk í gćr ţegar bandaríska ţingiđ ákvađ ađ herđa refsiađgerđirnar gegn Rússlandi svo um munar. Frá og međ nú verđa ţćr ekki mjúkar eins og ţćr hafa veriđ, heldur harđari og víđtćkari. Rússland hefur ţar međ skotiđ sig í báđa fćtur međ gamaldags sovétađferđum sínum. Og sá sem látinn verđur blćđa fyrir hina misheppnuđu herferđ áróđurs- og svimaađgerđa, verđur vćntanlega sá sem stjórnađi ţeim, ţ.e. forsetinn Pútín. Ţetta var ţađ eina sem Rússland hafđi efni á: ţ.e. lyklaborđsađgerđir

Ţađ er skođun bandaríska ţingsins ađ Vestur-Evrópa sé einn af orsakavöldunum fyrir ţví hvernig málum er komiđ. Vestur-Evrópa hefur markvisst unniđ ađ ţví ađ veikja varnir Úkraínu og landa Austur-Evrópu međ ţví ađ aftengja sérstaklega Úkraínu frá strategísku mikilvćgi hennar fyrir alla Evrópu. Vestur-Evrópa hefur saman međ Rússlandi unniđ ađ ţví dag og nótt ađ orka frá Rússlandi til Vestur-Evrópu ţurfi ekki lengur ađ fara um Úkraínu, heldur sé henni veitt framhjá henni til Vestur-Evrópu. Ráđist Rússland inn í Úkraínu og inn í Pólland, ţá muni ţađ ekki lengur kosta lönd Vestur-Evrópu neitt ţví orkan frá Rússlandi fljóti áfram til hennar ţó svo ađ allt sé í báli og bruna á austurvígstöđvunum, sem Bandaríki Norđur-Ameríku hafa skuldbundiđ sig til ađ verja. Ţannig ađ á međan bandaríski herinn og hermenn Austur-Evrópuríkja ţyrftu ađ berjast fyrir lífi sínu og landa sinna, ţá gćtu lönd Vestur-Evrópu, sérstaklega Ţýskaland, haft ţađ gott í sófanum á međan upplýstur himinn í austri er bađađur í blóđi annarra landa, sem ţar međ vćru einnig ađ verja sjálfa Vestur-Evrópu. Vestur-Evrópa myndi ţá hafa auđveldađ Rússlandi ađ ná Úkraínu á sitt vald

Ţađ er ţessa vegna sem bandaríska ţingiđ ákvađ ađ láta einnig ţá gjalda sem eiga í beinum orkuviđskiptum viđ Rússland. Og ţar međ erum viđ komin ađ Ţýskalandi, sem er yfir-nurlari Evrópu. Í stjórn dótturfélaga rússneskra orkufyrirtćkja situr sósíalistinn Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Ţýskalands

Svo ţá er hringum lokađ og Rússland er komiđ á byrjunarreit á ný. Engin útţensla ţess hefur borgađ sig og allar ađgerđir ţess hafa misheppnast. Mest vegna klaufaskapar og dugleysis öryggisţjónusta landsins, sem ađeins hafa náđ ţeim árangri ađ reita Bandaríkjamenn enn frekar til reiđi. En ţađ eru fyrst og fremst Bandaríkin sem bera hitann og ţungann í vörnum Austur-Evrópu gegn Rússlandi og ef til vill einnig gegn Ţýskalandi. Ţetta ţvingar Ţýskaland til ađ hugsa sig um og melda hreint út um hvar og međ hverjum ţađ stendur. Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ útreikningum Ţýskalands. Ţeir eru samkvćmt venju óúreinkanlegir ţví Ţýskaland er óútreiknanlegt gerviland ofiđ umhverfis pening. Sem sjálfbćrt land á ţađ ákaflega litla framtíđ fyrir sér, vegna ţess ađ stofnun ţess áriđ 1871 snérist fyrst og fremst um ađ ţýsk ţjóđ vćri ađ mestu efnahagsleg hugmynd, eins og Evrópusambandiđ er í dag, eins og sést langa vegu ađ

****

Í stórfurđulega sérkennilegum sumarafleysinga-leiđara Morgunblađsins í dag er fjallađ um svo kallađa "upplýsingatćkni". Já, sú tćkni er öll komin frá bandaríska hernum. Apple fann upp ţó nokkuđ. Microsoft fann upp ekkert. Facebook fann upp minna en ekkert, og eldgamla stafrófiđ kemst ekki einu sinni fyrir á Twitter. Morgunblađiđ varđ upplýsingatćknilegur "samfélagsmiđill" um leiđ og ţađ var stofnađ og byrjađi ađ koma út áriđ 1913. Hrađinn var bara annar. Í dag hafa svo kallađir "samfélagsmiđlar" minna samfélagslegt gildi en einn vatnsdropi hefur í miđju Ţingvallavatni. Hrađi ţvćlu bćtir ekki ţvćlu og gerir hana ekki ađ upplýsingum međ ađstođ tćkni. Upplýst ţvćla er og verđur áfram ţvćla. Hún minnkar velmegun ţví hún tefur fyrir landsframleiđslunni međ ţvćlu

1. Bandaríski herinn fann upp örgjörvann til ađ stýra kjarnorkuvopna-eldflaugum sínum á nákvćmlega rétta stađi í Sovétríkjunum

2. Bandaríski herinn fann upp farsímann til samskipta í herleiđöngrum

3. Bandaríski herinn fann upp GPS til ađ stađsetja sig í herleiđöngrum

4. Bandaríski herinn fann upp stafrćnu myndavélina til ađ geta hćtt ađ henda Kodak-filmupökkum frá njósnagervihnöttum til jarđar

5. Bandaríski herinn fann upp ţađ sem varđ DOS

6. Bandaríski herinn fann upp Internetiđ til ađ flytja vísindaleg kjarnorkuvopnagögn á milli rannsóknarstöđva

7. Og bandaríski herinn lét gera fyrir sig gagnagrunninn sem er Oracle í dag

En bandaríski herinn má ekki hafa einkaleyfi á neinu. Ţađ er honum óheimilt. En séu hins vegar uppfinningar bandaríska hersins ekki ríkisleyndarmál lengur, ţá eru uppfinningar hans látnar renna til almennings. Úr ţessu hefur einkafyrirtćkjum ţó ekki enn tekist ađ bćta einum eyri viđ landsframleiđsluna né framleiđni síđustu marga áratugina. Ţađ gerđi hins vegar bandaríski herinn. Ţađ er engin lítil nýsköpun í gangi í dag. Bara blađur. Nema í bandaríska hernum

Fyrri fćrsla

Frakkland ađ falla?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Sćll Gunnar.

Voru Rússar ekki ađ sprengja skotfćrabirgđastöđ í Úkrainu međ dróna ( birgđir uppá eina biljón dollara )í gćr ?

Björn Jónsson, 28.7.2017 kl. 17:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ţér fyrir innlit og skrif Björn.

Ţetta veit ég bara ekki.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2017 kl. 13:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "samfélags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband