Leita í fréttum mbl.is

Já, breytingar ganga ekki þegjandi fyrir sig

Þeir sem héldu að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna myndi sitja sem punt- og föndurdrengur í embættinu við að breyta Bandaríkjunum, vaða villur vega. Það er einmitt svona sem breytinga-stjórnmál ganga fyrir sig. Það er ekki hægt að breyta neinu nema með því að henda því fyrst í loft upp. Þannig ganga stórar breytingar fyrir sig. Varla óskar góða fólkið sér blóðuga byltingu? - því þetta sem fyrir augu ber er þrátt fyrir allt hinn friðsami máti við að framkvæma breytingar, innan ramma hins lýðræðislega stjórnarfars

Þeir sem segja að ekki sé hægt að treysta Bandaríkjunum sem leiðtoga hins frjálsa heims á meðan þeir í næstu setningu heimta að honum sé bolað frá völdum, eru ekki lýðræðislega sinnaðir. Þeir menn vilja engar breytingar, heldur vilja þeir punt- og föndurforseta áfram við völd

Heimurinn hefur aldrei treyst Bandaríkjunum. Heimurinn hefur ávallt unnið gegn Bandaríkjunum, einfaldlega af því að heimurinn hefur viljað halda í sín eigin völd, hvert ríki fyrir sig. Og helst þannig að Bandaríkin borgi brúsann fyrir þau. Sá tími er nú liðinn

Þýskaland og Frakkland brugðust Bandaríkjunum hrapallega þegar til þeirra var leitað. Bæði ríkin fögnuðu því kjöri Obama, en komu samt nákvæmlega eins fram við hann eins og Bush. Gerðu ekkert, sérstaklega af því að það var auðveldara fyrir þau að bregðast Obama heldur en Bush. Af því að Obama var meiri drusla en Bush. Það kostaði þau ekkert

En nú er það ekki drusla sem situr í Hvíta húsinu. Þessi tvö skjálfa því og Þýskaland heldur örvæntingarfullt um illa fenginn peningapoka sinn. Ekki nóg með það að Þýskaland borgaði aldrei skaðabætur til fjölskyldna fórnarlamba Nasismans (þeir greiddu aðeins þeim sem lifðu Helförina af), heldur bíður nú nýtt skaðabótamál (réttmætt eður ei) á hendur Þýskalandi fyrir fyrstu Helför landsins og sem fram fór í Namibíu undir þýska keisaranum um aldamótin 1900. Þeir sem halda að það ríki, og næsti nágranni þess í vestri, geti leitt hinn frjálsa heim, hljóta að vera á afar sterkum lyfjum

En nú er sem sagt kominn nýr forseti í Hvíta húsið og hann hefur í höndum sér umboð frá þjóðinni til að kála multilateral ófreskjunni (fjölþjóðaismanum) sem er að ganga frá veröldinni með samsærum þess isma gegn þjóðunum. Því meiri læti því nær kjarna málsins er Trump kominn með öxi sína

Ef menn vilja fylgjast með málunum þá ættu þeir að horfa á það sem Trump gerir, en ekki það sem hann segir. En öllum má hins vegar vera orðið ljóst að Demókratar eru að verða jafnbrjálaðir út í forsetann sinn og þeir voru þegar Lincoln ætlaði að taka þrælana af þeim. Í dag er það mulitlateral-isminn sem þeir vilja ekki missa, þ.e. hið alþjóðlega þrælahald. Þeir óttast um veldi sitt 

Þetta er bara rétt að byrja

Fyrri færsla

Rússlandi komið fyrir á byrjunarreit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið rétt! Ef fjölmiðlar hefðu ekki skítlegið fyrir Obama, þegar hann var að breyta ríkjandi viðhorfum með sínum framkvæmdavalds skipunum,hefði hávaðinn ekki verið minni en nú í valdatíð hans. En fjölmiðlar brugðust og því fór sem fór. Fólkið sem fékk sig full satt af ráðsmennsku Obama kaus loforð um gömul gild. Það kaus Trump.

Ragnhildur Kolka, 30.7.2017 kl. 13:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur - fyrir eins og venjulega, að hitta naglann á höfuðið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2017 kl. 21:33

3 identicon

Sæll Gunnar.  Hverniog brugðust Þýskaland og Frakkland USA.  Var það með því að taka ekki þátt í Íraksstríðinu ?  Ef það er það sem þú ert að meina að þá finnst mér það stórskrítin skoðun hjá þér. 

Brynjar (IP-tala skráð) 1.8.2017 kl. 10:10

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Brynjar.

Það eru tvær skoðanir hvað þetta mál varðar. Þú gefur hér til kynna að þú styðjir skoðun Þýskalands og Frakklands. Sú skoðun er lögmæt en einnig óréttmæt, séð frá sjónarhorni Bandaríkjanna.

Þegar árásirnar á Bandaríkin voru gerðar í september 2001, þá var fimmta grein NATO sáttmálans virkjuð í fyrsta skiptið. NATO aðstoðaði Bandaríkin við að lögga himininn yfir Bandaríkjunum, sem var lokað. Þá var gefið að framhaldið yrði einnig undir merkjum NATO. En svo varð ekki.

Í 15 ár hafa Bandaríkin svo gott sem einsömul háð sitt lengsta stríð í sögu landsins. Það ríkti viss stuðningur Þýskalands og Frakklands við herleiðangurinn í byrjun, en þegar taka þurfti afgerandi ákvarðanir í leiðangrinum miðjum, þá völdu NATO ríkin Þýskaland og Frakkland að snúa baki við helsta bandamanni sínum og margföldum bjargvætti.

Þó svo að þau væru ósammala Bandaríkjunum um framhaldið, þá er það nú einu sinni þannig að tryggð (loyalty) telur aðeins sem tryggð þegar allt í veröldinni segir þér að þú eigir ekki að vera trúr og tryggur núna, en þú ert það samt. Það er tryggð og sú eina tryggð sem rís undir nafni.

Þarna brugðust Þýskaland og Frakkland Bandaríkjunum, að mati Bandaríkjanna sjálfra og einnig að mati margra annarra sem studdu eins og þau gátu við bakið á Bandaríkjunum.

Það var enginn vafi í mínum huga um að herleiðangur Bandaríkjanna var réttmætur. Það var hins vegar óréttmætt að láta þau standa svo gott sem ein í þessari baráttu í 15 ár.

Stríðið gegn Bandaríkjunum hófst um leið og Lýðveldi íslams náði völdum í Íran 1978. Þar hófu þau öfl þessa heimshluta styrjöld gegn Bandaríkjunum og hún stendur enn. Bein árás þessara afla á bandaríska fósturjörð kom svo árið 2001.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.8.2017 kl. 15:39

5 identicon

Þakka þér svarið Gunnar.  Ég er ósammála þér með Írakstríðið. Bandaríkjamenn hefðu betur láið það ógert enda er þar allt í kalda koli í dag.  Írak hafði ekkert með 9/11 að gera.

Síðan fer Trump í sigur för til Saudi Arabíu til að selja þeim hátækni vopn, en bæði mannskapurinn og fjármögnun al qaeda er að stórm hluta frá því landi.

Eins og kaninn hagar sér í mið austurlöndum að þá er hann að framleiða " trrorista " frekar en að eyða þeim.  Af hverju í ósköpunum ætti einhver að styðja þessa vitleysu.

Brynjar (IP-tala skráð) 2.8.2017 kl. 13:29

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athugaðu Byrjar að hluti Íraks er nú á valdi Ríkis íslam.

Hafði Ísland eitthvað með síðari heimsstyrjöldina að gera, Brynjar? Við vorum samt hernumin.

Það vissi enginn hvernig bregðast átti við árás íslamista á Bandaríkin. Hvorki forsetinn sjálfur og heldur ekki neinir gagnrýnendur hans. Enginn hafði áður háð styrjöld gegn ekki-ríkja her. Skilgreina þurfti allar stefnur upp á nýtt. Þeir sem svo koma eftir á og segja að þetta eða hitt hafi verið gert rangt, ættu að hugsa sig aðeins um. Það er ekki langt síðan að Bandaríkin og Bretland neyddust til að gera Stalín að bandamanni sínum. Hverjum hefði dottið slíkt í hug. En það gerðist samt.

Þegar breska heimsveldið hrundi og neyddist til að yfirgefa Mið-Austurlönd þá höfðu Bandaríkin engan annan valkost en að taka yfir hlutverk breska flotans. Annars fengi enginn í Asíu og víðar olíuna sína og án hennar hefði ekki verið hægt að sigra í Kalda-stríðinu.

Saddam Hussein hafði ráðist á fjögur nágrannaríki Írans. Svo það eitt var næg ástæða útaf fyrir sig. Þar sem er orka eins og olía verða ávallt stríð og átök nema að einhver sé til staðar til að lögga umhverfið. Að halda siglingaleiðum opnum fyrir útflutning þessara olíuríkja og einnig ríkja Evrópu, er meiriháttar mál. Það geta engin lönd í veröldinni gert nema Bandaríkin.

Þökk sé Bandaríkjunum gátum við Íslendingar flutt vörur út og inn eftir að breski flotinn hætti að vera lögga heimshafanna. Og við notuðum Bandaríkin sem gísl og vogarstangarafl í þorska stríðinu. Og við urðum sjálstæð þjóð með vernd þeirra og við uðrum fullvalda þjóð á verndarsvæði breska flotans. 

Viltu heldur að Rússland og Kína selji Saudi vopnin Brynjar? Saudi reyndist tryggur bandamaður Bandaríkjanna, en Frakkland og Þýskaland ekki, svo þeim er sýnd hollusta, þó með æluna í hálsinum, eins og með Stalín.

Nú neyðast Þýskaland og Frakkland að lifa með ákvarðanir sínar. Þeim verður ekki breytt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2017 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband