Leita í fréttum mbl.is

Ferðaþjónusta á krossgötum

Það sem kom Íslandi fyrir alvöru á landakort ferðamanna, var fjármálahrunið. Alþjóðlegir "hrægammar" lágs verðlags í hinum almenna heimilisgeira erlendra ríkja, lyktuðu blóð. Þannig tala menn venjulega um "spákaupmenn" þegar þeir geta ekki borgað þeim, en þegar þeim hins vegar vantar peninga þeirra þá eru þeir kallaðir "fjárfestar". Og þegar blóðið flýtur þá kaupa menn. Lækkun gjaldmiðilsins í kjölfar bankahrunsins var hið íslenska hagkerfi að segja: komið hingað og gerið góð kaup á meðan birgðir endast. Og þetta virkaði. Gjaldmiðillinn virkaði og Ísland er uppselt

Ef Grikkland færi úr evrunni þá myndi hið sama gerast þar. Pantanakerfin myndu brasa saman og allt seljast upp sem hendi væri veifað og hagvöxtur kæmist í gang á ný og skattatekjur ríkissjóðs myndu þar af leiðandi ekki þorna upp og skera lánshæfnismatið undan honum. Þetta er hið mannlega eðli. Allir vilja gera góð kaup, ef það mögulega er hægt

Fjármálahrunið varð sem sagt góð landkynning. Ísland er algerlega uppselt. Og þegar allt er uppselt þá þarf að hækka verðið til að hármarka gróðann á meðan það er hægt. Neyta á meðan nefi okkar stendur. Og þar með talinn er virðisaukaskattur á greinina

Segja má að kominn sé tími á væga og hefðbundna kreppu á Íslandi (e. recession, þ.e. samdráttur í minnst tvo ársfjórðunga í röð). Kreppur eru nauðsynlegar því þær taka til í hagkerfinu og henda illa reknum einingum út, lagfæra lélega framleiðni og binda enda á taprekstur. Of mikið af of mörgu er rekið með tapi í þessum nýja geira hagkerfisins. Smá kreppa myndi hreinsa út

Að sjálfsögðu á að herða ferðamannabransann eins og aðra bransa. Burðarvirki hans getur og má aldrei tengjast verðlagi. Menn eiga ekki að fylla gagnagrunna íslenskrar ferðaþjónustu upp með nöfnum og heimilisföngum á verðviðkvæmum viðskiptavinum, því þannig verður hann lítils virði og bara enn eitt blóðrauða hafið í samkeppninni. Okkar haf á að vera blátt. Slá þarf á þennan gorkúluskóg svo að upp rísi geiri í hagkerfinu sem þolir áföll

Erlendir ferðamenn sem skila íslenskum frímerkjum er þeir sjá hvað þau kosta í erlendri mynt, eru með hundrað prósent öryggi staðsettir á röngum stað á plánetunni. Þeir eiga að fara til ESB-Rúmeníu, þaðan sem þeir hafa efni á að senda póstkort sín heim í evruþrælaríkið, þar sem raun-launahækkanir, sökum gengisbindingar, koma til launþega á 18 ára fresti

Ég vissi að krónan okkar myndi gera sitt til að hrista lúsina af bransanum. Takk íslensk króna. Þú vinnur verk þín vel. Komi og dugi náttúruleg kreppa ekki eins og vera ber, þá þarf að hækka stýrivexti til að koma henni af stað

Nálgast nú sumarfrí þingmanna. Komast þeir þá heim í garðinn sinn til að reyta þann arfa sem kominn er. Og heit efnalaugin bíður fjármálaráðherrans, sem orðinn er allsber

Fyrri færsla

Bandaríkin búa sig undir styrjöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband