Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin búa sig undir styrjöld

CVN-70, USS Carl Vinson og árásarhópur þess flugmóðurskips (carrier strike group; CSG) er nú staðsett undan Kóreusaga. Heimahöfn CVN-70 er San Diego, Kaliforníu

CVN-76, USS Ronald Reagan og CSG þess flugmóðurskips er einnig staðsett undan Kóreuskaga. Heimahöfn CVN-76 er Yokosuka í Japan

CVN-71, USS Theodore Roosevelt er nýkomið úr þjálfunarleiðangri til heimahafnar í San Diego og hafa flotayfirvöld sagt að flugmóðurskipinu og komandi CSG þess verði sett ný verkefni á næstunni, en áfangastaður var ekki gefinn upp

Hundrað F-16 orrustuþotur Bandaríkjahers eru staðsettar í Suður-Kóreu

Andersen flugstöð bandaríska flughersins er á eyjunni Guam, þrjú þúsund kílómetra suðsuðaustur af Pyongyang, sem er höfuðborg Norður-Kóreu. Þar eru strategíaskar sprengjuflugsveitir bandaríska flughersins staðsettar. Þær sem eru lítt sýnilegar á ratsjám - ásamt þungavinnuvélunum B-52. Flotastöð sjóhersins er einnig á Guam

Lítt ratsjár-sýnilegar F-35 flugvélar Bandaríkjanna hafa frá því í janúar verið staðsettar í Japan

Hvar eldflaugakafbátar Bandaríkjanna eru staðsettir veit enginn, nema þeir sem stjórna aðgerðum þeirra

Almannavarnir og þjóðaröryggisstofnun halda kynningu á fundi á vegum viðskiptaráðs Guam-eyju á miðvikudaginn í næstu viku, þar sem borgaralegar öryggisvarnir verða kynntar vegna stöðunnar á Kóreuskaga. Eyjan er hluti af Bandaríkjunum og þar búa um 160 þúsund manns

Engar tilraunir hafa verið gerðar til að fela neitt. Mikil uppbygging hernaðarmáttar Bandaríkjanna fer nú fram fyrir opnum tjöldum undan Kóreuskaga

Bandaríkjaforseti er á ferðalagi erlendis til 27. maí. Gera má og gera má ekki ráð fyrir að beðið verði með aðgerðir þar til hann er kominn heim. En það veit enginn fyrr en þá

Sagt er að forsetar skapi ekki söguna, heldur að það sé sagan sem skapi þá

Bandaríkin hafa fyrir langa löngu dregið rautt strik sem Norður-Kóreu verður ekki liðið að stíga yfir. Því striki er líklega náð. Og samt veit það enginn með vissu. En þá áhættu er varla hægt að taka mikið lengur, það er greinilegt

Donald Trump sagðist ælta að senda heila armöðu til Norður-Kóreu. Og það er hann að gera. Hann gerir allt sem hann segir. Stefna hans er gagnsæ. Blindingjar veraldar eru hins vegar flestir

Fyrri færsla

Verður Ungverjaland sett í poka og sent til Brussel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það hlýtur alltaf að vera aðal spurningin hvort að guli kóngurinn í kína muni valda litla bróður sinn í N-kóreu; ef að USA mun slá á puttana á forsetanum í N-kóreu?

Ef NEI; er þá ekki allt í lagi að lama  allt hernaðarbrölt        í N-Kóreu?

Ef JÁ; Er þá ekki hætta á heimsstyrjöld?

Jón Þórhallsson, 23.5.2017 kl. 21:14

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott samantekt. Trump tekur ákvarðanir á fluginu heim en eitt verður hann að gera það er að minnka rostann í Kóreumönnum. Það þarf ekki mikið og best að byrja Nyrst með því að koma honum að óvörum láta hann beina öllu sínu herafli þangað.   

Valdimar Samúelsson, 23.5.2017 kl. 21:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Jón og Valdimar.

Það ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hversu erfitt það er orðið að ráða niðurlögum þess brjálæðis sem fram fer í Norður-Kóreu, Valdimar.

Fyrsta vandamálið er stórskotalið NK nálægt landamærunum. Það er fært um að láta 350 tonnum af sprengiefnum dynja á 10 milljón manna Seoul höfuðborg Suður-Kóreu á aðeins einni hleðslu. Þetta samsvarar farmi ellefu B-52 sprengjuflugvéla.

Að taka þetta kerfi út áður en það nær að breyta um staðsetningu og hlaða á ný, þarf öfluga ofurtölvu til að gera nákvæmt skotmarkaplan yfir, og sem gert getur Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreu kleift að taka stöðvarnar út áður en þær geta miðað á ný og skotið aftur frá nýrri en breyttri stöðu. Þetta þarf að gerast á sekúndum. Gereyðandi viðbrögðum verður að rigna yfir stöður óvinarins algerlega strax og taka hann út með sem fæstum hryðjum. Annars verður staða höfuðborgarinnar Seoul óþolandi og borgaralegt mannfall algerlega óviðunandi.

Svo er það hálofta SAM-flaugar NK sem gera notkun B-52 næstum of áhættusama. B-52 er ekki ósýnileg á ratsjá. Ef hægt er að losna við þessar hálofta SAM-flaugar þá er hægt að beita B-52 og láta þær jafna 30 km breitt belti við landamærin við jörðu á nokkrum mánuðum 24/7.

En fyrst yrðu menn að tryggja Seoul, einnig gegn mögulegu innrásar- og hryðjuverkaliði sem oft væri dulbúið sem óbreyttir borgarar.

Svo eru það efnavopnin sem hægt er að senda á Suður-Kóreu. Og svo eru það kjarnorkuvopnin. Og svo er það kafbátafloti NK sem skotið getur upp eldflaugum - með efnavopnum.

Til að byrja með held ég að massíf hernaðaruppbygging verði látin fara fram fyrst og Norður-Kórea og Kína látin svitna svo óþyrmilega í sætum sínum, að hún ein geti hent þeim úr því jafnvægi sem þeir þykjast sitja í.

Hvað gerist næst skiptir ekki öllu máli úr því sem þá væri komið, því eitthvað verður að gerast, og eitthvað mun hvor sem er gerast ef ekkert er að gert. Þetta er það erfiða.

NK mun bregðast vil öllum árásum, sama hvar þær eru gerðar, með því að láta öllu illu rigna yfir Suður-Kóreu - og yfir Japan ef þeir ná þá þangað. 

Umsátur er ein leið til að reyna að svæla menn út til að byrja með. En hvað veit ég sveitamaðurinn. Ekki er ég fær um að sjá fyrir hvernig þetta mun fara fram. Og vonandi er svartsýni mín of mikil.

En Bandaríkin eru að búa sig undir styrjöld. Þeir eru með öðrum orðum ekki klárir í slaginn enn.

Eins og menn muna þá tók það sinn tíma að undirbúa "Desert Storm". Flytja þurfti 12 milljón tonn af hergögnum og öðru frá vesturhveli jarðar til austurhvels jarðar. Frá nýja heiminum og yfir í þann gamla. Þetta er bara eitt ríki á jörðinni fært um að framkvæma: Bandaríki Norður-Ameríku.

Engar aðstæður eru þó eins, en umfangið verður þó í þessu tilfelli mjög mikið. Gera verður ráð fyrir því að visst landgöngulið verði sett inn, um leið og það er hægt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 01:34

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sefur rúv-sjónvarp bara á verðinum eða eiga þeir eitthvert sérhæft fólk sem að getur túlkað stöðuna í rauntíma                        og spáð í framtíðina á kóreu-skagangum í ró og næði?

(Allar æsifréttir á 1 mínútu  eru til ills).

Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 10:01

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

DDRÚV er bara Norðurkór ESB, Jón, og það er og verður ávallt staðsett í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar, svo lengi sem það er til. Þeir eru enn uppteknir við að ganga í Evrópusambandið, sem er ekki lengur til.

Einu sinni var Norður-Kórea hressingarhæli fyrir vinstrisinnaða skjólstæðinga DDRÚV-stöðva í Evrópu. Þangað fóru til dæmis vinstrisinnaðir forsætisráðherrar á hressingahæli með ríkisleyndarmál þjóðar sinnar í skjalatöskunni, til aflestrar á hvíldarhælum kommúnismans þar í landi svo seint sem 1980. Þeir sluppu þó allir við að vera kallaðir "vinstrisinnaðir öfgamenn, lýðskrumarar og popúlistar".

Kjarnorkuvopnaprógramm Norður-Kóreu var hins vegar sett á laggirnar í kringum 1954. Landið er skilgetið afkvæmi Sovétríkja ríkisútvarpsmanna.

Þetta er mitt mat á því sem fyrir augu ber og því sem blasir við. Ég get haft rangt fyrir mér. En mat mitt er þetta: Bandaríkin eru að búa sig undir styrjöld

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 12:16

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar ég held að þú sért ansi nálægt raunveruleikanum. Trump hefir sagt sjálfur að hann deili ekki hernaðaraðgerðum við medíuna.Það er örugglega ekki langt í þetta og líklega er hann að brugga ráðinn með hernum á þessari stundu. 

Valdimar Samúelsson, 24.5.2017 kl. 12:39

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningunni í fyrstu færslunni er ósvarað.

Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 14:14

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað þá spurningu varðar þá Jón, er ávallt hægt að spyrja hennar í hvert skipti sem hernaðarátök verða í heiminum. Sum þeirra eru eins eðlis og önnur þeirra eru annars eðlis. Hvort að kerfislæg stórstyrjöld brjótist út vegna þess sem er að gerast í Norður-Kóreu en ekki vegna þess sem er að gerast annarsstaðar í veröldinni, veit enginn fyrir víst nokkru sinni. Þetta er eitt af því sem er ekki hægt að vita. Og óþarfi er að hugsa of mikið um það sem ekki er vitanlegt.

En hvort að Bandaríkin samþykki mögulegar kjarnorkuvopnaárásir vitfirringa á stórborgir sínar á vesturströnd frekar frekar en grjónagraut Kínverska hersins, er hins vegar spurning sem auðvelt er að svara: það munu þeir ekki gera.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 18:11

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er  sitthvort hvort að USA muni bara tefla við N-kóreu eða hvort að þeir þurfi líka að tefla við kína á sama tíma.

Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 18:28

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón, ef í ljós kemur að Norður-Kórea er helsti-maður og viðskiptavinur Kínverska kommúnistaflokksins, þá þýðir það að allur trúverðugleiki Kína er rokinn út í veður og vind og bandaríska hagkerfið mun lokast á þá. Það þolir Kína ekki.

Kína er þriðjaheims land og sárfátækt og kínverski herinn er innvortis lífvarðarsveit kommúnistaflokksins gegn kínverska fólkinu. Sem herafli er hann álitlegur, við skulum ekki gera of lítið úr honum, en lofther Japans er samt öflugri og það er þrátt fyrir allt Japan en ekki Kína sem er eina stórveldi Asíu. Japan er ekki með einn milljarð sárfátæks fólks hangandi um háls sér.

Kína er ekki stórveldi og getur aldrei orðið það sem ein heild. Það er álitleg veldi í sínum heimshluta en svo ekki meir. Bandaríski flotinn gæti sett allt Kína í herkví sýnist honum svo. Það er lítil ástæða til að halda að Kína muni fórna of miklum hagsmunum sínum fyrir hönd Norður-Kóreu. Og eins og áður er sagt, þá myndi það einungis þýða að Kína hefur áratugum saman spilað falskt lag gagnvart Bandaríkjunum. Og það myndi ekki boða neitt gott fyrir Kína.

Ef Kína aðstoðar ekki við að fjarlæga þessa ógn þá mun sameinuð Kórea undir vernd Bandaríkjanna standa á tröppum þeirra og kjarnorkuvopnavætt Japan anda niður hnakka kínverskra stjórnvalda.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2017 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband