Leita í fréttum mbl.is

Spánn missir langtíma lánshæfnismat og einkunn. Evran virkar ekki

Fjármálakerfi evrusvæðis virka ekki. Tröllaukið 24,4 prósent atvinnuleysi ríkir á Spáni og skattatekjur ríkissjóðs féllu um 2,5 prósent á fyrsta fjórðungi ársins í þessu 12. stærsta hagkerfi heimsins.
 
Í gærkvöldi lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's langtíma lánshæfnismat evruríkissjóðs Spánar um tvö þrep; niður í BBB+ flokk. Þarna missti ríkissjóður Spánar sitt síðasta A. Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Spánar var 473 punktar í gær — 212 punktum hærra en á ríkissjóð íslensku krónunnar — og hver veit hvar það verður á morgun eftir tilkynningu gærkvöldsins.  

Sagði Standard & Poor's að horfurnar á því að ríkissjóður Spánar muni halda þessari nýju BBB+ einkunn áfram, væru neikvæðar, sem getur þýtt að lánshæfnismat ríkissjóðs landsins verði innan skamms lækkað enn frekar en fimm sinnum orðið er, frá 2008.

Helsta undirliggjandi orsök vandamála Spánar er sú að Spánn tók upp evru og situr fast undir skuldafjalli vanvita evrubankakerfis sem landið reis aldrei undir. Skuldirnar urðu til í stærstu byggingarbólu sögunnar — frá því pýramídar Egyptalands risu — þegar fjármálabóla evrunnar sprakk vorið 2009, eftir tíu ára peningastjórn ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Raunstýrivextir voru neikvæðir í langan tíma og peningar í landinu rangt verðlagðir. Fyrir þetta geldur nú varnarlaus spænska þjóðin með yfirvofandi ríkisgjaldþroti, tröllauknu atvinnuleysi, vaxandi óróleika, niðurbrotnu samfélagi og glötuðu fullveldi í peninga- og stjórnmálum.

Áður en þessi risavaxna fjármálabóla evrusvæðis sprakk, þá var ríkissjóður Spánar mun minna skuldsettur en ríkissjóður Þýskalands, þ.e.a.s hann skuldaði árið 2007 um það bil 35 prósent landsframleiðslu sinnar á meðan þýska ríkið skuldaði næstum tvöfalt hærra hlutfall sinnar landsframleiðslu. Skuldum einkageirans var síðan undir áföllum laumað yfir á ríkissjóð Spánar — skattgreiðendur — fyrir tilstuðlan og þrýsting yfirvalda evrusvæðis í örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að bjarga myntbandalagi Evrópusambandsins frá óumflýjanlegri tortímingu. Yfirvöld evrusvæðis heita þýskir bankar í Þýskalandi og franskir bankar í Frakklandi. Svo getur farið að Spánverjar verði þjóðargjaldþrota eins og aðrar evruþjóðir eru nú þegar að verða í evrum og verði, evrunnar vegna, smá saman innlimaðir í nýtt ríki Evrópusambandsins, sem er í smíðum.

Össur Skarphéðinsson Samfylkingarráðherra er líklega fyrsta Evrópumennið í sögunni sem lýsir því opinberlega yfir að hin endanlega langtímalausn allra hagsmuna og vandamála þeirra, sé að finna í Evrópu. Ólíklegt er að nokkur annar í sögunni hafi áður þorað að stíga fram og segja þetta opinberlega. Krefst þessi vandamálagreining Össurar áður útgefinnar yfirlýsingar um hundsvit hans á banka- og peningamálum þjóðar?

Mikið hrun hefur verið og er nú í lánveitingum úr brotnum banakerfum evrusvæðis. Svo virðist sem bankakerfin séu að skrúfa evrusvæðið í sundur svo þau geti passað sig á því að verða ekki sá hluti þess sem lendir í langtímalausn Össurar. Þau draga til baka skuldbindingar sínar yfir landamæri evruríkja. Koma sér út úr öðrum evruríkjum eins hratt og þau geta. Þau eru að leysa evrusvæðið upp í reynd. Og ECB-seðlabanki Evrópusambandsins er búinn með peningana, einu sinni enn, segir FT

Sex vikna tímabili framtíðarlausnar evrunnar er nú lokið. Í millitíðinni hefur ECB notað tímann vel og gefið út margar neyðarskýrslur. Seðlabanki þessi án ríkis er að reyna að fylkja eftirlifandi mönnum á bak við þá seðla sína sem eftir eru, þ.e.a.s. áður en þeir stökkva fyrir borð og seðlabankinn glatar pólitískri viðskiptavild sinni meðal öxulvelda evrusvæðis. Ágætt er þá að rifja upp hið liðna;

Fimmtudagur, 15. mars 2012; Nýlegt "trilljón" evru upplausnar-neyðarlán ECB-seðlabankans til vissra bankakerfa evrulanda mun á móti upphaflegum væntingum aðeins hjálpa bönkunum og hvetja þá til að grafa sig enn dýpra niður í byrgi sín. Aðstoða þá við að einangra sig enn pottþéttar frá öðrum bankakerfum á millibankamarkaði evrusvæðis (loka landamærum) og undirbúa þá undir það sem koma skal. Þ.e.a.s lánin munu frekar leysa peningasvæði evrunnar upp en hitt. Ekkert af peningunum fer í útlán til fyrirtækja né heimila.
 
Veruleikafirrtur ECB-seðlabanki Evrópusambandsins ræður engu um hvað bankar gera við peninga sína. Hann veit að 3 ára LTRO-neyðarlánin hér fyrir ofan hafa mistekist. En kennir lélegri eftirspurn í hagkerfunum um að bankarnir noti peningana í annað en þeir áttu að fara í á sama tíma og hann og öxulyfirvöld evrulanda fyrirskipa enn meiri niðurskurð í þessum sömu hagkerfum sem eru hvort sem er að krypplast saman og þverra norður og niður skattagrunn sinn. Þetta er eins og Storm P. vélin í ríkisstjórnun Össurar á Helguvíkur Heidi í kofa Steingríms á Fjöllum með varalit Jóhönnu. Hér þarf greinilega að gefa út nýtt DIKTAT!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband