Leita í fréttum mbl.is

Ójarđtengd samanburđarárátta háir Íslendingum

Ég verđ ađ lýsa mig sem verandi á algerlega öndverđri skođun viđ sumt ţađ sem Pétur Gunnarsson rithöfundur segir í ţessu viđtali. Ţ.e.a.s ef ég les viđtaliđ rétt og sé ekki ađ misskilja ţađ sem ég bendi á hér fyrir neđan.

Ţađ var einmitt samanburđarárátta Íslendinga sem bjó til banka- og útrásarbóluhruniđ hér. Ţar báru toppfígúrur innlensku senunnar sig saman viđ ţađ sem ţeir sáu í útlöndum. Og án ţess ađ gera sér grein fyrir eđli samanburđarins og eđli ţeirra hvata sem samanburđurinn hafđi ţrýst ţeim út í.

Bólur eru í eđli sínu samanburđar-vopnakapphlaup um ađ verđa ekki álitinn heimskari, minna ríkur og ađ minnsta kosti jafn mikiđ vouge-horuđ eđa svart-sólbrúnni en nágranninn. Ţetta er "hedging your self against stupidity". Ótrúlega margir hoppa á ţennan vagn ţegar honum er ekiđ inn götuna. Ţegar ţađ gersit ţá verđur til bóluferli og eins konar innvortis samanburđar styrjöld. En sjálfur hvatinn er oftast samanburđurinn viđ ţađ sem stuttlega hugsandi gestir fá nasaţefinn af á of stuttum ferđum sínum erlendis.

Stundum finnst mér ađ Íslendingar séu samanburđaróđir í eina átt ţ.e. inn_á_viđ ţegar ţeir eru heima hjá sér, en hins vegar ţveröfugt ţegar ţeir eru á erlendri grundu. Ţetta er ţó skárra en ađ vera danskur, sćnskur, ţýskur eđa franskur, ţar sem allt er alltaf best heima — alveg sama hvađ — séđ jafnt utan frá sem innan.

Tímaritin og blöđin; hér vandast máliđ ađ sumu leyti nokkuđ. Vönduđ umfjöllun um vitleysu er varhugaverđ, datt mér í hug, ţegar einn virtasti prófessor danskrar ţjóđhagfrćđi lét kandídatsritgerđ dóttur minnar bíđa dóms og laga, međ ţeirri afsökun ađ hann vćri ađ ljúka viđ vandađa blađagrein í Berlingske, um ađ Danir ćttu ađ taka upp evruna, korter í hrun hennar. Ţađ vćri greinilega ekki lengur nóg ađ upplýsa efasemdarmenn međ vandađri blađagrein í ny og nć í Information. Sem annađ og einfaldara dćmi um evrópska útgáfuvöndun má nefna horrenglu tímaritiđ Vogue. Ţađ selst í um ţađ bil í 2-3 ţúsund eintökum (sem er kannski upplag hins eftirlifandi ađals) í allri Evrópu. Kaupendur eru nćstum alfariđ auglýsingastofur sem nota blađiđ til ađ klippa í ţađ og herma eftir ţví í sínum blöđum. En sannleikurinn er sá ađ tímarit og dagblöđ koma hvergi út í stórum upplögum í Evrópu, nema einmitt á Íslandi. Sannleikurinn er einnig sá ađ almenningur í Evrópu les hvorki tímarit né dagblöđ. Hann les heldur ekki bćkur. Hann er illa upplýstur, óvitandi og ótrúlega alltaf án náins jarđsambands viđ ţađ sem er ađ gerast í elítuvćddu samfélagi flestra ríkja gömlu Evrópu. Stćrsta prentađa tímaritiđ sem kemur út á hverjum degi í Evrópu er ţýska s___ritiđ Bild.

Miđađ viđ mannfjölda, ađstćđur og forsendur er Vikan líklega stćrsta, besta og vandađasta tímarit í allri Evrópu. Hćgt er ađ nefna fleiri dćmi.

Á velmektar árum Morgunblađsins kom blađiđ út í jafn mörgum eintökum og stćrstu blöđ á Norđurlöndum gera nú. Og nú er blađiđ einnig lesiđ á tölvuskjám í stýrikerfum og á interneti ţví sem Ameríka skaffađi gömlu Evrópu, sem ţví miđur enn er ađ lesa niđur um sjálfa sig í Vouge.

Ţetta er mín skođun: Ég bjó í 25 ár í Evrópu og ţrautreyndi ţar áhrifamátt margra tímarita og dagblađa međ ţví ađ kaupa af ţeim hundrađ sinnum of hátt verđlagt auglýsingapláss, undir beina markađsfćrslu. Ýmislegt er hćgt ađ lćra um ţađ fólk sem les evrópsku pressuna međ ţví ađ tala viđ fólkiđ sjálft og ţjónusta ţađ. Ađ tala persónulega viđ 25.000 manns var ansi lćrdómsríkt.

Ţessar tvćr skođanir um ofangreind atriđi í ágćtisviđtalinu viđ Pétur, finnst mér nokkuđ góđ dćmi um ţađ sem ég vil kalla "vanhugsađa sveitamennsku". Afsakiđ. Mesta sveitamennskan á Íslandi á enn ţá heima í Reykjavík. En ekta, upprunaleg og vel gróin íslensk sveitamennska er einn af hinum duldu fjársjóđum okkar lands. Ekkert jafnast á viđ "the real thing". Ţađ var einmitt ţessi "real sveita thing" sem kom í veg fyrir ađ viđ gengum í Sovétríkin á sínum tíma og ađ viđ fengum loksins fast slegnar okkar eigin 200 sjómílur. Reykjavík hefđi ţó sennilega gengiđ í Sovétiđ sjálft, hefđi hún ráđiđ, en Ísland ţó ekki. Landiđ ekki.

Stundum velti ég ţví fyrir mér hvort Sovétríkin vćru ekki ennţá lifandi hefđi viljađ svo illa til ađ Margaret Thatcher og Ronald Reagan hefđu ekki veriđ á sínum stađ á einmitt réttum tíma. Rétt fólk sem hafđi rétt fyrir sér á réttum tíma. Eiginlega er ég nokkuđ viss um ađ Sovétríkin vćru enn lifandi og ţá međ ađstođ samburđarmanna ţess í Vestri. Og einmitt vegna ótta burđarmanna ţeirra viđ hruniđ. Nú er ţađ evran og esb sem mega ekki falla. Ţađ verđur ađ hindra hruniđ. 

Ekki var skrítiđ ađ Pelle skyldi fara til Ameríku í kringum 1900, tćpum tveim öldum eftir ađ átthagafjötrakerfiđ og bćndaánauđin voru tekin upp í Evrópu

Fyrri fćrsla
 

mbl.is Samanburđarleysi háir Íslendingum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Heimska og "forheimska" eru endilega ekki ţađ sama, ţó áhrifin og útkoman sé svipuđ, blöđ og tímarit, ásamt öđrum áróđursmiđlum, geta svo sannarlega "forheimskađ" annars sćmilega vel gefiđ fólk, sérstaklega í seinni tíđ ţar sem enginn má vera lengur ađ ţví ađ lesa "undir fyrirsögnunum", ţađ er oftar en ekki óhugnalegt ađ sjá hve samhengiđ ţar á milli er lítiđ.

Ţú Gunnar ! upplifđir "Evrópu" (átt líklega viđ meginlandiđ+skandinavíu), ţar sem Ísland er jú í Evrópu) og íbúa ţar á ţinn hátt og frá ţínu sjónarhorni, berđ svo saman viđ Ísland og íslendinga, ekki ţađ ađ munurinn ef einhver er eiginlega, komi svo skýrt fram endilega hjá ţér, ţá ýjar ţú ađ vissum gáfnamun, skil ég ţig rétt ?

Frá mínu sjónarhorni séđ, eftir 27 ár, reyndar búsettur í Noregi, en vegna starfa minna veriđ meir og minna í sambandi viđ flesta íbúa Evrópu, (hef ekki taliđ hversu marga ég hef veriđ "persónulega" í sambandi viđ, en ţađ eru margir) tek ég mér bessaleyfi og mynda mér mína eigin skođun á fólkinu svona almennt, sé engann afgerandi gáfnamun, en eins og ég sagđi í upphafi ţá, er til ađ mínu mati nokkuđ sem kalla má "forheimsku".

Og ţar er ég ekki svo viss um ađ íslendingar komi svo alltof vel út í samanburđi viđ restina af Evrópu, svona almennt, ţađ sýnir kannski best dćmiđ um ţađ hvernig ţetta auđuga land fór útúr bankakrísunni og kreppunni, ţađ var spilađ hátt og djarft, eđa öllu heldur vegna  áhrifa utanfrá, drauminn um ađ "Á Íslandi viđ getum veriđ kóngar allir hreint" ?

Ég er handviss um ađ á venjulegu gáfnaprófi, myndu íslendingar skora vel yfir međallaginu í Evrópu annars, en svo var ţađ ţetta međ "forheimskuna" međan mađur sér yfir alla Evrópu, til og međ hinum norđurlöndunum, ađ fólk flest (alltaf undantekningar frá öllum reglum samt) er sátt viđ sinn stađ í samfélaginu, er ţar sem ţađ er vegna menntunnar, eđa skorts á menntun ţessvegna, er í starfi eđa stöđu sem ţađ er sátt viđ og ţar međ sátt viđ tekjurnar af starfi sínu og ţeim lifistandard sem ţađ veitir, međan á Íslandi reyna allir ađ vera "kóngar allir hreint", međ "mastergráđu" og helst meiri tekjur en nágranninn.

Ţađ ţarf jafnvel ađ fara alla leiđ til Dubai til ađ finna hliđstćđu, ţar er svo til enginn innfćddur í "verkamannastarfi".

Ástćđan fyrir ţessu kann ađ vera stćrđ, eđa öllu heldur smćđ samfélagsins, ţađ gengur ekki upp í stórum samfélögum ađ allir séu kóngar, nema ţá flytja inn "ţegna" eins og Sameinuđu Furstadćmin gera, af rúmum 5 milljónum íbúa, eru ađeins 20% innfćddir !!

Líst annars vel á ţetta međ "Sveitamennskuna" Gunnar ! ţar liggur kannski grunnurinn ađ betra lífi og afkomu fyrir landa okkar, "Back to Basic" möguleikarnir eru óteljandi, bara ef sátt nćst og einbeitingin sett á ţađ sem máli skiftir, hćtta ađ dreyma um "Riddarann" á hvíta ESB hestinum, t.d. láta bćđi ESB og Noreg (međ Rússa bak viđ tjöldin) bara gnísta tönnum vegna makríldeilunnar, tíminn vinnur međ Íslandi (og Fćreyjum) í ţví máli, bretta upp ermar og fara ađ vinna "ALVÖRU" verkin, ţá gufar "forheimskan" upp eins og dögg fyrir sólu, međan venjuleg heimska, yfirgefur mann aldrei.

Takk fyrir (ađ mörgu leyti) fróđlegann pistil Gunnar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 30.4.2012 kl. 11:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ţér Kristján

"Gáfur" hafa ekkert međ ţetta mál ađ gera. 

Hvađ getum viđ sagt okkur um ţá sem "standa sig vel á gáfnaprófum"? Jú, lítiđ annađ en ţađ ađ ţeir eru góđir í ađ taka gáfnapróf.

Hvađ er hćgt ađ nota svoleiđs fólk í? Jú til dćmis til ađ hlýđa enn "gáfađra" fólki viđ reikna sig fram til glćsilegra niđurstađna í alţjóđlegu fjármálamiđstöđinni.

Vel hugsuđ sveitamennska er náttúrugjöf sem međal annars inniheldur náttúrulegt hugrekki. Hana eiga menn ađ nota og hćtta ađ hugsa um gáfnafars-vopnakapphlaupiđ.

Til dćmis vćri hćgt ađ byrja á ţví draga sendiherra ESB upp ađ Ţingvöllum og nudda nefinu á honum niđur í jörđina! 

Norski sveitadrengurinn kom sér til dćmis upp olíuiđnađi. Og gerđi ţađ bara ansi vel. Ţar var ekkert sjálfgefiđ frá upphafi.

Kveđja

Gunnar Rögnvaldsson, 30.4.2012 kl. 14:39

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Til dćmis vćri hćgt ađ byrja á ţví draga sendiherra ESB upp ađ Ţingvöllum og nudda nefinu á honum niđur í jörđina! "

Big "Like" á ţetta Gunnar !

Heyrumst

Kveđja

KH

Kristján Hilmarsson, 30.4.2012 kl. 21:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband