Leita í fréttum mbl.is

Ójarðtengd samanburðarárátta háir Íslendingum

Ég verð að lýsa mig sem verandi á algerlega öndverðri skoðun við sumt það sem Pétur Gunnarsson rithöfundur segir í þessu viðtali. Þ.e.a.s ef ég les viðtalið rétt og sé ekki að misskilja það sem ég bendi á hér fyrir neðan.

Það var einmitt samanburðarárátta Íslendinga sem bjó til banka- og útrásarbóluhrunið hér. Þar báru toppfígúrur innlensku senunnar sig saman við það sem þeir sáu í útlöndum. Og án þess að gera sér grein fyrir eðli samanburðarins og eðli þeirra hvata sem samanburðurinn hafði þrýst þeim út í.

Bólur eru í eðli sínu samanburðar-vopnakapphlaup um að verða ekki álitinn heimskari, minna ríkur og að minnsta kosti jafn mikið vouge-horuð eða svart-sólbrúnni en nágranninn. Þetta er "hedging your self against stupidity". Ótrúlega margir hoppa á þennan vagn þegar honum er ekið inn götuna. Þegar það gersit þá verður til bóluferli og eins konar innvortis samanburðar styrjöld. En sjálfur hvatinn er oftast samanburðurinn við það sem stuttlega hugsandi gestir fá nasaþefinn af á of stuttum ferðum sínum erlendis.

Stundum finnst mér að Íslendingar séu samanburðaróðir í eina átt þ.e. inn_á_við þegar þeir eru heima hjá sér, en hins vegar þveröfugt þegar þeir eru á erlendri grundu. Þetta er þó skárra en að vera danskur, sænskur, þýskur eða franskur, þar sem allt er alltaf best heima — alveg sama hvað — séð jafnt utan frá sem innan.

Tímaritin og blöðin; hér vandast málið að sumu leyti nokkuð. Vönduð umfjöllun um vitleysu er varhugaverð, datt mér í hug, þegar einn virtasti prófessor danskrar þjóðhagfræði lét kandídatsritgerð dóttur minnar bíða dóms og laga, með þeirri afsökun að hann væri að ljúka við vandaða blaðagrein í Berlingske, um að Danir ættu að taka upp evruna, korter í hrun hennar. Það væri greinilega ekki lengur nóg að upplýsa efasemdarmenn með vandaðri blaðagrein í ny og næ í Information. Sem annað og einfaldara dæmi um evrópska útgáfuvöndun má nefna horrenglu tímaritið Vogue. Það selst í um það bil í 2-3 þúsund eintökum (sem er kannski upplag hins eftirlifandi aðals) í allri Evrópu. Kaupendur eru næstum alfarið auglýsingastofur sem nota blaðið til að klippa í það og herma eftir því í sínum blöðum. En sannleikurinn er sá að tímarit og dagblöð koma hvergi út í stórum upplögum í Evrópu, nema einmitt á Íslandi. Sannleikurinn er einnig sá að almenningur í Evrópu les hvorki tímarit né dagblöð. Hann les heldur ekki bækur. Hann er illa upplýstur, óvitandi og ótrúlega alltaf án náins jarðsambands við það sem er að gerast í elítuvæddu samfélagi flestra ríkja gömlu Evrópu. Stærsta prentaða tímaritið sem kemur út á hverjum degi í Evrópu er þýska s___ritið Bild.

Miðað við mannfjölda, aðstæður og forsendur er Vikan líklega stærsta, besta og vandaðasta tímarit í allri Evrópu. Hægt er að nefna fleiri dæmi.

Á velmektar árum Morgunblaðsins kom blaðið út í jafn mörgum eintökum og stærstu blöð á Norðurlöndum gera nú. Og nú er blaðið einnig lesið á tölvuskjám í stýrikerfum og á interneti því sem Ameríka skaffaði gömlu Evrópu, sem því miður enn er að lesa niður um sjálfa sig í Vouge.

Þetta er mín skoðun: Ég bjó í 25 ár í Evrópu og þrautreyndi þar áhrifamátt margra tímarita og dagblaða með því að kaupa af þeim hundrað sinnum of hátt verðlagt auglýsingapláss, undir beina markaðsfærslu. Ýmislegt er hægt að læra um það fólk sem les evrópsku pressuna með því að tala við fólkið sjálft og þjónusta það. Að tala persónulega við 25.000 manns var ansi lærdómsríkt.

Þessar tvær skoðanir um ofangreind atriði í ágætisviðtalinu við Pétur, finnst mér nokkuð góð dæmi um það sem ég vil kalla "vanhugsaða sveitamennsku". Afsakið. Mesta sveitamennskan á Íslandi á enn þá heima í Reykjavík. En ekta, upprunaleg og vel gróin íslensk sveitamennska er einn af hinum duldu fjársjóðum okkar lands. Ekkert jafnast á við "the real thing". Það var einmitt þessi "real sveita thing" sem kom í veg fyrir að við gengum í Sovétríkin á sínum tíma og að við fengum loksins fast slegnar okkar eigin 200 sjómílur. Reykjavík hefði þó sennilega gengið í Sovétið sjálft, hefði hún ráðið, en Ísland þó ekki. Landið ekki.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort Sovétríkin væru ekki ennþá lifandi hefði viljað svo illa til að Margaret Thatcher og Ronald Reagan hefðu ekki verið á sínum stað á einmitt réttum tíma. Rétt fólk sem hafði rétt fyrir sér á réttum tíma. Eiginlega er ég nokkuð viss um að Sovétríkin væru enn lifandi og þá með aðstoð samburðarmanna þess í Vestri. Og einmitt vegna ótta burðarmanna þeirra við hrunið. Nú er það evran og esb sem mega ekki falla. Það verður að hindra hrunið. 

Ekki var skrítið að Pelle skyldi fara til Ameríku í kringum 1900, tæpum tveim öldum eftir að átthagafjötrakerfið og bændaánauðin voru tekin upp í Evrópu

Fyrri færsla
 

mbl.is Samanburðarleysi háir Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Heimska og "forheimska" eru endilega ekki það sama, þó áhrifin og útkoman sé svipuð, blöð og tímarit, ásamt öðrum áróðursmiðlum, geta svo sannarlega "forheimskað" annars sæmilega vel gefið fólk, sérstaklega í seinni tíð þar sem enginn má vera lengur að því að lesa "undir fyrirsögnunum", það er oftar en ekki óhugnalegt að sjá hve samhengið þar á milli er lítið.

Þú Gunnar ! upplifðir "Evrópu" (átt líklega við meginlandið+skandinavíu), þar sem Ísland er jú í Evrópu) og íbúa þar á þinn hátt og frá þínu sjónarhorni, berð svo saman við Ísland og íslendinga, ekki það að munurinn ef einhver er eiginlega, komi svo skýrt fram endilega hjá þér, þá ýjar þú að vissum gáfnamun, skil ég þig rétt ?

Frá mínu sjónarhorni séð, eftir 27 ár, reyndar búsettur í Noregi, en vegna starfa minna verið meir og minna í sambandi við flesta íbúa Evrópu, (hef ekki talið hversu marga ég hef verið "persónulega" í sambandi við, en það eru margir) tek ég mér bessaleyfi og mynda mér mína eigin skoðun á fólkinu svona almennt, sé engann afgerandi gáfnamun, en eins og ég sagði í upphafi þá, er til að mínu mati nokkuð sem kalla má "forheimsku".

Og þar er ég ekki svo viss um að íslendingar komi svo alltof vel út í samanburði við restina af Evrópu, svona almennt, það sýnir kannski best dæmið um það hvernig þetta auðuga land fór útúr bankakrísunni og kreppunni, það var spilað hátt og djarft, eða öllu heldur vegna  áhrifa utanfrá, drauminn um að "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint" ?

Ég er handviss um að á venjulegu gáfnaprófi, myndu íslendingar skora vel yfir meðallaginu í Evrópu annars, en svo var það þetta með "forheimskuna" meðan maður sér yfir alla Evrópu, til og með hinum norðurlöndunum, að fólk flest (alltaf undantekningar frá öllum reglum samt) er sátt við sinn stað í samfélaginu, er þar sem það er vegna menntunnar, eða skorts á menntun þessvegna, er í starfi eða stöðu sem það er sátt við og þar með sátt við tekjurnar af starfi sínu og þeim lifistandard sem það veitir, meðan á Íslandi reyna allir að vera "kóngar allir hreint", með "mastergráðu" og helst meiri tekjur en nágranninn.

Það þarf jafnvel að fara alla leið til Dubai til að finna hliðstæðu, þar er svo til enginn innfæddur í "verkamannastarfi".

Ástæðan fyrir þessu kann að vera stærð, eða öllu heldur smæð samfélagsins, það gengur ekki upp í stórum samfélögum að allir séu kóngar, nema þá flytja inn "þegna" eins og Sameinuðu Furstadæmin gera, af rúmum 5 milljónum íbúa, eru aðeins 20% innfæddir !!

Líst annars vel á þetta með "Sveitamennskuna" Gunnar ! þar liggur kannski grunnurinn að betra lífi og afkomu fyrir landa okkar, "Back to Basic" möguleikarnir eru óteljandi, bara ef sátt næst og einbeitingin sett á það sem máli skiftir, hætta að dreyma um "Riddarann" á hvíta ESB hestinum, t.d. láta bæði ESB og Noreg (með Rússa bak við tjöldin) bara gnísta tönnum vegna makríldeilunnar, tíminn vinnur með Íslandi (og Færeyjum) í því máli, bretta upp ermar og fara að vinna "ALVÖRU" verkin, þá gufar "forheimskan" upp eins og dögg fyrir sólu, meðan venjuleg heimska, yfirgefur mann aldrei.

Takk fyrir (að mörgu leyti) fróðlegann pistil Gunnar.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 30.4.2012 kl. 11:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kristján

"Gáfur" hafa ekkert með þetta mál að gera. 

Hvað getum við sagt okkur um þá sem "standa sig vel á gáfnaprófum"? Jú, lítið annað en það að þeir eru góðir í að taka gáfnapróf.

Hvað er hægt að nota svoleiðs fólk í? Jú til dæmis til að hlýða enn "gáfaðra" fólki við reikna sig fram til glæsilegra niðurstaðna í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni.

Vel hugsuð sveitamennska er náttúrugjöf sem meðal annars inniheldur náttúrulegt hugrekki. Hana eiga menn að nota og hætta að hugsa um gáfnafars-vopnakapphlaupið.

Til dæmis væri hægt að byrja á því draga sendiherra ESB upp að Þingvöllum og nudda nefinu á honum niður í jörðina! 

Norski sveitadrengurinn kom sér til dæmis upp olíuiðnaði. Og gerði það bara ansi vel. Þar var ekkert sjálfgefið frá upphafi.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 30.4.2012 kl. 14:39

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Til dæmis væri hægt að byrja á því draga sendiherra ESB upp að Þingvöllum og nudda nefinu á honum niður í jörðina! "

Big "Like" á þetta Gunnar !

Heyrumst

Kveðja

KH

Kristján Hilmarsson, 30.4.2012 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband