Leita í fréttum mbl.is

Moody's: Írland þarf brátt meira blátt blóð

Rauða blóðið í æðakerfi írska hagkerfisins á í vök að verjast, því þessum áfallasjúklingi evrumyntar hefur verið gefið mikið blátt blóð frá Brussel. Sú blóðgjöf er reyndar ekki gjöf, heldur blóðtaka.

Blóðinu er dælt með dælum í Brussel frá írskum almenningi og yfir í banka landsins, sem allir eru í þroti. Þeir eru svo kallaðir evrubankar og þeim er látnum haldið í öndunarvélum svo spasmar útlima þeirra nái ekki alla leið til bankakerfis megnlands Evrópusambandsins á meginlandi tapara taparabandalagsins. Hingað til hefur 67,5 miljörðum verið dælt úr almenningi, litað blátt og sprautað aftur inn í líkin sem eru í Blaupunkt öndunarvélum.

Moody's segir að nú sé ljóst að bláa blóðið sé ekki í nægilegu mangi í dauðum bankalíkama Írlands. Yfirvofandi hætta sé á nýjum evruspösmum og spörkum yfir til peningaútfararstofnana meginlandsins.

Hættan á því að bankakerfi Írlands lifni við fer sem betur fer minnkandi, því banakerfið er það dautt, lamað og dáið að það getur ekki gegnt hlutverki sínu af neinni þýðingu. Þýðingarleysi þess fyrir írska hagkerfið er orðið samdráttarafrek samkvæmt nýjustu mælingum á útlánum úr bankakerfum allra evrulanda. Þetta hefur þær heppilegu esb-orsaka og evruafleiðingar að svo að segja vonlaust er fyrir minni og millistór fyrirtæki að fá neina fyrirgreiðslu (lán) hjá hinu blaupúnkterða bankakerfi Írlands, þó svo að fyrirtækin skuldi ekki eina evru fyrir. 

“I am aware that we have many SMEs in trouble, unable to repay existent debts. But we also have loads of new companies – start-ups and existent enterprises – that can’t even get trade finance against clean balance sheets,”

Hvað mun hið fræga ESB-lýðhræslu lýðræði á Írlandi gera nú? Verður uppreisn? Eða verður Írum skipað að kjósa og kjósa og kjósa þar til eitthvað annað en nei heyrist út úr kosningafangabúðum Evrópusambandsins á Írlandi. 

Í gær höfðum við steiktan ORA fiskbúðing með íslenskum kartöflum og smásósu sem ég þori ekki að segja frá hér. Skyndimat. All made in Iceland - og keypt fyrir krónur. Ætti að kíkja á lambalifur næst. Það er orðið ansi langt síðan síðast. 
 
PS; Í Sovétríkjunum höfðu þeir það gott sem voru í æðstu opinberum stöðum eða höfðu aðgang að dollurum. Á Írlandi er evru-ástandið í landinu orðið þannig að þeir einir sem hafa bestu og tryggustu stöður hjá hinu opinbera — eða eru að öðrum kosti í vinnu hjá erlendum stórfyrirtækjum — geta fengið lán til húsnæðiskaupa. Og þá fá þeir ekki meira en sem svarar til 60 prósentum af kaupverði (bls. 14).
 
Krækjur
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband