Leita í fréttum mbl.is

Írskur blaðamaður gengur í skrokk á Iresave seðlabanka Evópusambandsins

Skyldi myndskeiðið ekki virka, þá er hér bein krækja.

Klaus Masuch fulltrúi ECB-seðlabanka Evrópusambandsins kemur til Írlands og reynir að tala sig frá raunveruleikanum á Írlandi, þar sem skattgreiðendur hafa verið settir inn á vörslureikning ECB og eru þar sem gíslar gangandi gjaldþrota bankakerfis evrulanda. Þetta eru spurningarnar sem RÚV hefði átt að spyrja frá byrjun, en gerði ekki, því RÚV virðist vera í eins konar hlutverki ECB, sem gerandi fulltrúi brusselveldis hér á landi. 

Blaðamaðurinn spyr: Af hverju eru írskir skattgreiðendur látnir borga fyrir banka sem eru gjaldþrota og verða aldrei annað en gjaldþrota? Af hverju? Þýskur fulltrúi þessa erlenda peningayfirvalds Írlands getur ekki svarað. Hann getur ekki svarað, því hið rétta svar er þetta: írskir skattgreiðendur eru látnir borga út áhættusækna lánadrottna sem fjárfestu í glæfrabankafyrirtækjum sem nú eru gjaldþrota og urðu það undir umsjá- og meðal annars fyrir tilstilli ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Tapinu er öllu þurrkað yfir á írska skattgreiðendur, svo halda megi tímabundið lífinu í restinni af evrunni. Írlandi er fórnað, eins og fleiri evruríkjum. Er enginn Davíð, enginn Geir og enginn Ólafur á Írlandi?

Þetta er það sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar reyndi í þrígang að hella yfir á herðar íslenskra skattgreiðenda. Það var þetta sem Ólafur Ragnar Grímsson stöðvaði. Og það var einmitt þetta sem neyðarlög ríkisstjórnar Geirs Haarde komu upphaflega í veg fyrir, en sem núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar reyndi að annúllera í þrígang og koma yfir á herðar íslenskra skattgreiðenda. "Við ætlum ekki að greiða skuldir óreiðumanna!" Hver sagði þetta?

Ólafi forseta tókst síðar að koma í veg fyrir að Jóhanna, Steingrímur og Össur kæmust upp með það sem ECB-seðlabanki Evrópusambandsins kemst upp með á Írlandi. Þau vildu skríða í duftið fyrir Evrópusambandinu. Koma íslenskum þegnum í hættulega ánauð, því þau hafa sótt um ESB-inngöngu þar fyrir sig sjálf, í trássi við einlægan staðfastan vilja þjóðarinnar og í umboðsleysi, því Vinstri grænir sóttu ekki neitt umboð fyrir þessum gjörðum sínum til kjósenda. Þetta er einkaumsókn þessa fólks og þau ætlast til að hún sé fjármögnuð með því að íslenska þjóðin afsali sér fullveldinu í þeirra þágu. Umsókn hinna útvöldu á kostnað almúgans. Hér eru svik í tafli. 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég legg til að HÍ leggi niður kennslu í fjölmiðlafræði og geri samning við háskólann í Dublin um að koma íslenskum fjölmiðlamönnum í gírinn. Þar kunna menn enn að spyrja spurninga og fylgja þeim eftir. 

Íslenskir fréttamenn myndu þá ekki standa með eggjahræruna á andlitinu þegar ráðherrar ljúga upp í opið geðið á þeim.

Flott hjá karlinum að minna á "írsku hefðina". 

Ragnhildur Kolka, 6.3.2012 kl. 09:31

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þetta Gunnar.

Það er afar athyglisvert að fylgjast með Klaus Masuch, ég vorkenni blessuðum manninum að vera í þeirri stöðu sem hann var í þarna á Írlandi, hann gat ekki svarað blaðamanninum sem kunni að spyrja og lét ekki snúa út úr fyrir sér. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.3.2012 kl. 09:59

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

"Erfiða staða" ECB-seðlabanka mannsins er sú að hann hefur góð laun, mikil fríðindi og þarf ekki að fara frá húsi og heimili á meðan írksi leigubílstjórnn þarf að sætta sig við það að evruaðild landsins undir yfirstjórn ECB-mannsins og seðlabanka hans hefur lagt land hans í rúst.

Jean-Claude Trichet kom til Írlands þann 31. maí 2004 í boði írksa fjármálaeftirlitsins og seðlabankans og hélt ræðu þar sem hann lýsti "undraverkinu á Írlandi" sem "kraftaverki evrunnar" og Evrópusambandsins.

En einmitt þá voru írskir bankar að troða dýnamít stönglunum undir hagkerfi landsins og sem líklega þegar voru orðnar sprengjuklárar þegar Jean-Claude Trichet kom þarna og lagði blessun sína yfir hleðslunrar.

Þær sprungu svo ein af annarri í samfelldri allsherjar keðjusprenginu sem var svo öflug að það tók ECB-seðlabankann og írska fjármálaeftirlitið um það bil þrjú ár ná heyrn og sjón á ný til að geta skoðað verksummerki evrunnar og bankakerfisins á Írlandi, sem nú er einn stór allsherjar gígur.

Ofan í þessum gíg liggur einnig útrásarþvæla Danske Bank sem er, ásamt allri útrás hans til Lettlands, eitt allsherjar 100 prósent tap sem komið er á herðar danskra skattgreiðenda í formi

  1. Bankpakke nummer et
  2. Bankpakke nummer to
  3. Bankpakke nummer tre
  4. Bankpakke nummer fire
  5. Bankpakke nummer fem kominn í hönnun

Svo kemur þetta fól og talar um leigubílstjóra. Maðurinn er 100 prósent clueless og veruleikafirrtur.

=================

Keynote address by Jean-Claude Trichet, 

President of the European Central Bank,
delivered at the Whitaker lecture organised by the Central Bank and Financial Services Authority of Ireland, 
Dublin, 31 May 2004.

"Rather the process of transformation that you began over four decades ago has become a model for the millions of new citizens of the European Union. The new Member States of the EU have had to confront economic challenges whose magnitude and long-term importance are similar to those that faced Ireland when you began your work. Thanks to Ireland’s economic success, to which you devoted your life, we can be confident that economic reform works."

(og nú því sem næst gjaldþrota í evrum)

 

"The Irish Presidency of the European Union is working to stimulate progress in structural reform through its prioritisation of the Lisbon Agenda." (sem er og hefur alltaf verið fullkomið fiaskó). 

 

"Together with the great events of European Union enlargement and the progress being made in other areas, this should be a source of pride for Ireland."

(allir bankar annað hvort gjaldþrota eða komnir á framfærslu skattgreiðenda) 

 

"Speaking about Ireland’s EU Presidency, and noting that the outgoing President of the European Parliament, Pat Cox, is also Irish, I cannot resist mentioning with pride my own Celtic roots as a native “Breton”!"

(leigubílstjóri kannski?)

================= 

Jean-Claude Trichet, sama ræða þann 31. maí 2004:

“no design flaw in the euro project” 

The Irish Economy

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2012 kl. 15:39

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

  • Fasteignaverð á Írlandi er fallið um 50-60 prósent
  • Lóða og jarðaverð er fallið um 90 prósent
  • Allir bankar landsins eru komnir í þrot
  • Enginn getur fengið húsnæðislán nema að vera í bestu stöðum hjá hinu opinbera eða að vinna hjá erlendum fyrirtækjum. Og þá fá þeir aðeins 60 prósent lán. 
  • Atvinnuleysi er 15 prósent
  • 15 prósent af hagkerfinu er horfið
  • Skuldabyrði þjóðarinnar er orðin geigvænleg
  • Landið er einangrað frá alþjóðelgum fjármálamörkuðum. Fryst úti.
  • Engum banka landsins er treyst fyrir einni evru yfir svo mikið sem eina nótt.
  • Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Írlands er þrisvar sinnum hærra en á ríkissjóð Íslands
 
Velkomin í evruna
 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2012 kl. 16:04

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

 
Og svo skilst manni að öryggisráð Ingibjargar Sólrúnar hafi verið það að sprengja Ísland til botns með 30 til 40 miljarða evruláni til bjargar bönkunum svo landið stæði nú ekki ofansjávar í vegi fyrir siglingum Evrópusambandsins yfir breiddargráðu okkar í hafinu. 

Hér hefðu ECB og Brussel klappað fyrir Samfylkingunni. Þetta er hreint stórkostlegt. 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband