Leita í fréttum mbl.is

Evrópumennin frá Mars. Flytjast ađalstöđvar AGS til Kína? - eftir evrusvađiđ?

Vekiđ forsetann, segir Simon Johnson 
Frá ţví í apríl 2010 - skömmu áđur en Bandaríkin rifu evruna upp á hársverđi 16 landa myntbandalagsins
 
Simon Johnson, - hver er hann? Jú hann var áđur einn helsti hagfrćđingur AGS, en kennir nú viđ MIT og Peterson stofnunina í Bandaríkjunum. Hann á einnig sćti í ráđgjafahópi fjárlaganefndar ţess lands.

Já. Bandaríkin eru alvöru land, Ísland líka, en ţađ er Evrópusambandiđ ekki, ađ minnsta kosti ekki ennţá, sama hversu margir kunna ađ óska sér ţess, einmitt núna. En ţetta veit ESB ekki ennţá. Kannski vita sumir hér ađ tćp 30 prósent af árlegri landsframleiđslu Bandaríkjanna eru sett í sameiginlegan ríkissjóđ ţess lands. Ţegar Texas rís og eftirspurn eykst ţar mikiđ, ţá flytur vinnuafliđ ţangađ. Ţetta forđar Texas frá ţví ađ springa í loft upp eins og Írland, Spánn, Grikkland og Portúgal eru ađ gera núna.
 
En skyldi nú, samt sem áđur, allt fara á versta veg í Texas, ţá munu fjármunir úr ţessum 30 prósenta sjóđi streyma til Texas, svo lćkna megi ţar tekjutap fylkisins. Létta undir međ fylkiskassanum og bćta upp ţau áföll sem ţar verđa í formi til dćmis atvinnuleysisbóta og sjúkratrygginga. Ţetta er hćgt ţví Bandaríkin og Ísland eru alvöru ekta fullvalda ríki - sem einnig geta gefiđ út ekta myntir. 

Ţetta er ekki hćgt á evrusvćđi Evrópusambandsins og ţess vegna er ţetta svćđi ţess sambands nú á hrađleiđ niđur lyftuhús Heklufjalls, međ tilheyrandi braki og brestum. Ţar mun ţađ bráđna og verđa ađ engu, ţví ekki einu sinni Jean-Claude Trichet - trésettiđ í toppi ESB - veit ţetta sem stendur hér fyrir ofan, en sem allir ćttu samt ađ vita. Trésettiđ í toppi ESB heldur áfram ađ krefjast ţess ađ ESB sé eins og alvöru ríki sem geti gefiđ út alvöru mynt. Jean-Claude Trichet er ţví miđur heilaţveginn eins og flestir sem hafa velkst nógu lengi um í heilaţvottavél Brussels.

En hvađ um ţađ. Simon Johnson segir ađ um miklu stćrra tafl sé ađ rćđa í málum Evrópusambandsins en mönnum kann ađ virđast viđ fyrstu sýn. Stóra spurningin sé ţessi: Hver á ađ bjarga Alţjóđa Gjaldeyrissjóđnum ţegar hann er búinn ađ gjaldţrjóta sig í evrusvađinu?
 
Bandaríkin eru í engu skapi til frekari björgunarađgerđa. Ţeir einu sem eftir eru - og eru nógu stórir - til ađ endurfjármagna Alţjóđa Gjaldţrotasjóđinn, eru líklega Kínverjar. En af hverju leita til ţeirra? Ţeir eiga jú öngva mynt sem nokkur mađur tekur mark á. Jú bíddu ađeins; ţeir eiga heilt hlass af Bandaríkjadölum. Alvöru peningum. En ef Kínverjar tíma ekki ađ eyđa sínum alvöru peningum í ađ bjarga Evrópusambandinu, sem hvor sem er er plat, ţá eru ţađ bara mennirnir á Mars sem eru eftir.
 
Ef hins vegar Kínverjar segja já, ţá munu ađalstöđvar AGS sjálfkrafa flytjast til Peking. Ţví ţá yrđi Kína stćrsti hluthafinn í Gjaldţrotasjóđnum. How about that
 
Steingrímur getur ţá dílađ beint viđ skođanabrćđslu sína í paradís komma. Og loksins, loksins kemst Már ţá heim. 
 
 
Ýmislegt frá Simon Johnson
Fyrri fćrsla

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband