Leita í fréttum mbl.is

Orkupakkar ESB snúast ekki um hagsmuni íslensks almennings

USS Harry S. Truman battle flag

Mynd: Gunnfáni USS Harry S. Truman, sem vel varđir ráđamenn okkar heimsóttu í fyrra. Um borđ var ein og hálf Kárahnjúkavirkjun undir fótum ţeirra og sem knýr skipiđ áfram. Ćttum viđ íslenskur almenningur ekki bara ađ nota ţennan gunnfána sjálf í baráttu okkar viđ orkupakkaelítur ESB og RVK101?

****

Verđ á rafmagni átti ađ lćkka í kjölfar stćrstu almennings-fjárfestinga Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar, en gerđi ţađ hins vegar ekki. Helsti rekstrarkostnađur vatnsaflsvirkjana er sem betur fer vaxtakostnađur, en ekki innflutt eldsneyti. Og ţegar sá kostnađur minnkađi ţá átti verđiđ ađ ganga niđur. En nei, ţvert á móti; ţá hćkkađi raforkuverđ! Ţađ hćkkađi vegna orkupakka 1+2

Međ orkupökkum 1+2 var mörgum skipum sleppt lausum til ađ elta eina og sama kílóvattiđ í orkulandhelgi Íslands. Ţeir pakkar voru nefnilega fyrst og fremst einkavćđingarpakkar. Ţeir eru algerlega og fullkomlega gagnslaust gerpitrýni embćttismannaađals ESB, á kostnađ íslensks almennings. Alger plága fyrir allan almenning. Algjört ţvađur frá upphafi til enda fyrir okkur hér á Íslandi

Síđan hvenćr varđ ţađ stefna Sjálfstćđisflokksins ađ ţúsund orku(dreifingar, ha ha)fyrirtćki elti sama kílóvattiđ af rafmagni í orkulandhelgi Íslands? Ég spyr. Var ţađ ekki ţetta sem var röksemdin fyrir kvótakerfinu: ađ ţúsund skip eltu ekki sama fiskinn í fiskveiđilandhelgi Íslands? Ađ allir ynnu ekki viđ ađ koma öllum á hausinn og sjálfum sér líka?

En ţriđji orkupakki ESB, svarar hins vegar til ţess ađ fiskimiđ íslenska lýđveldisins séu öll sett undir erlent vald. Hvorki meira né minna. Ţví getur enginn neitađ. Vald er sótt til útlanda til ađ hrifsa eigur ţjóđarinnar úr hennar höndum

Raddir hagsmunasamtaka atvinnulífsins birtust ţví sem brandaragrein í Morgunblađinu í gćr. Ţar kom fram Pezkarlaveldi ţeirra sem um daginn sóttu hart ađ sem minnst "samvinna" vćri um ađ eyđa hagnađi fyrirtćkja međ ţeim sem starfa fyrir ţau. Já, kjarasamningar snúast um "samvinnu" atvinnurekenda og launţega um ađ eyđa hagnađi eđa dekka tap fyrirtćkja, ţegar vel eđa illa árar. Ţađ mál var ţó mjög svo torsótt. En sjá: eldingu laust niđur af fjallinu međ brandaragrein Pezkarlanna. Ţar var skyndilega kominn nýr og holufylltur tónn um "samvinnu". Hvort á mađur ađ kasta upp eđa springa út hlátri?

Og sjá. Já sjá; Allt í einu vilja Pezkarlarnir eiga í "samvinnu" međ útlendingum um ađ eigum íslensks almennings sé ráđstafađ til útlendinga, ásamt til ţessara venjulegu íslensku óligarka, sem gera helst ekki út bara einn vesćlan öngul, nema frá Bern í Sviss, sem eins og kunnugt er, er ekki beint íslenskt sjávarţorp viđ vestfirska alpa, og sem varla má hrófla viđ fyrir bólumarteins-góđafólkinu međ nagladekk á heilanum, úti á ESB-miđunum í miđri Reykjavík Alţjóđadóttur, sjálfrar 101. reglugjörđastöđvar Evrópusambandsins, sem orđinn er ESB-bunkerinn ţađan sem íslenska utanríkisráđuneytiđ kallar eftir hótunum erlendis frá

DDRÚV er krónískt hlynnt öllu sem frá ESB kemur og ţađ er hlynnt öllum orkupökkum ESB, vegna ţess ađ DDRÚV sjálft er efnahagslegt örorkufyrirbćri á borđ viđ Evrópusambandiđ: ţ.e. kumbaldi, sem mjög svo fáir myndu vilja borga fyrir, fengju ţeir ađ ráđa nokkru um ţađ mál sjálfir

Tókuđ ţiđ eftir ţví ađ loksins ţegar eini mađurinn sem allt veit um evruna og hiđ efnahagslega örorkusamband ESB, Mervyn King, mćtti loksins í DDRÚV, ađ ţá var hann ađ sjálfsögđu (af tillitssemi viđ samfylkingarflokka 101 og Benedikt evrusvitabol og Viđreisnargengi hans, sem áđur var til húsa í Valhöll og messađi ţar á sömu nótum og ráđherrar xD messuđu ţar yfir flokksmönnum orkupakkaguđspjall ţrjú) já ţá var hann ekki spurđur ađ neinu sem viđkom evrunni og Evrópusambandinu. Mervyn King var nefnilega bankastjóri breska seđlabankans og sá mađur sem allt veit um myntina evru, sem er ađ rústa meginlandi Evrópu, en sem DDRÚV hefur trúbođađ hér heima árum saman. Ţess vegna mátti ekki minnast á neitt ţađ sem King vissi međ algerri vissu

Og nú á ađ taka eina skattaskjóliđ sem íslenskur almenningur hefur haft, og byggđi reyndar upp sjálfur, raforkuna okkar, og fćra ţađ eina skjól hans, í orkupökkum ESB, yfir á hendur útlendinga og auđmanna sem sérfćđingar eru í ţannig skjólum, en sem hins vegar, og ţví miđur of oft, eru eins og beljur á svelli utan ţeirra

Er ţetta ekki bara yndislegt. Ţingmenn standa ekki međ ţjóđinni lengur og eru sífellt minna fulltrúar kjósenda, eins og sést svo vel í orkupakkamálinu núna og ţar á undan í Icesavemálinu. Enginn kaus ţingmenn Sjálfstćđisflokksins til ţessara eyđileggingastarfa

Tortímandi ţeytivinduafliđ frá formanni flokksins sem snýst eins og skopparakringla, og sem hćtti ađ ţora ađ draga ţjóđarandann af ótta viđ skuggamyndina af sjálfum sér, er ađ rífa flokkinn okkar í tćtlur. Svipađ og ţjóđir rifna í tćtlur og verđa ađ helvítisholum. Forysta xD er ađ gera flokkinn okkar ađ holu međ ţessu máli. Ađ holu!

- Gunnar er Ţjóđaríhaldsmađur í Sjálfstćđisflokknum 

Fyrri fćrsla

ESB/ACER knésetur Ţýskaland og Rússland međ orkupakka3


Bloggfćrslur 9. maí 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband