Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Evrópusamband í lokuðu öngstræti

Hallarekstur ríkissjóða Ítalíu og Frakklands síðustu 10 árin

Mynd WSJ: Hallarekstur ríkissjóða Ítalíu og Frakklands síðustu 10 árin

****

Nú er það forseti Frakklands en ekki Ítali sem sagður er "popúlisti" ausandi út fé úr ríkissjóði. En það sem Frakklandsforseti hefur lofað mótmælendum á hins vegar allt að fjármagna með sköttum á launþegum sem eru að mótmæla háum sköttum. Og sú hækkun lágmarkslauna sem forsetinn lofaði var hvort sem er á leiðinni, segir Mediapart. Og Les Échos segir að 11-14 milljarða evra vanti í ríkisfjárlögin fyrir næsta ár vegna hvarfs skatta á eldsneyti. Hallaresktur þ.e. lántökurekstur ríkissjóðs Frakklands verður því sennilega meiri en -3 prósent og ríkisskuldir fara þar með yfir 100 prósent af landsframleiðslu

Gulu vestin hafa boðað ný mótmæli komandi helgi. Flest það sem franski forsetinn hefur stefnt að varðandi -að hans mati- "lagfæringar" á Evrópusambandinu og myntbandalaginu (óskalisti fedrealista) er hér með fokið út um gluggann, segja þýskir óbeint. Franskur hagfræðiprófessor við breskan háskóla segir að sé franska þjóðin reitt of mikið til reiði og pólitíska staðan fari þar með mikið meira úr böndunum, þá geti það auðveldlega þýtt endalok evrunnar. Það er Frakkland en ekki Grikkland sem er hættulegast fyrir tilvist evrunnar, segir hún. Atvinnuleysi í Frakklandi hefur verið um 10 prósent áratugum saman. Áratugum saman eins og í svo mörgum löndum sambandsins, sem fyrst og fremst er atvinnuleysissamband til hagsbóta fyrir elítur

Spánn er einnig að byrja að hitna upp. Ríkisstjórnin þar mun ekki hafa nægan stuðning til að koma fjárlögum í gegnum þingið. Talið er víst að boðað verði til kosninga snemma á næsta ári. Nýr VOX hægriflokkur stormar þar fram. Og svo er það Katalónía. Leiðari Morgunblaðsins í dag fjallar um það skammarlega mál

Svíþjóð er stjórnlaus vegna aðildar landsins að Evrópusambandinu og Schengen. Hún er að kafna innvortis í aðkomufólki, glæpum og ólgu vegna þess. Danir eru að grípa til örþrifaráða í sínu landi vegna sömu mála. Reiðin kraumar. Holland berst við að halda uppi ríkisstjórn og borgarafriði, en þar sjást eldglæringar vegna hins sama. Belgíska ríkisstjórnin tapaði meirihlutanum um helgina vegna innflytjendamála. Þýskaland henti rétt í þessu Angelu Merkel og flokki sósíaldemókrata á öskuhaugana vegna innflytjendamála. Hún situr samt enn og þumbast, en landið er þrúgað af reiði vegna innflytjendamála. Þegar þýskt atvinnuleysi eykst á ný má búast við hinu allra versta. Pólitíski strúktúr landsins er í upplausn. Og Bretland á á hættu að fuðra upp vegna Evrópusambandsins og tilrauna forsætisráðherrans til að svíkja kosninganiðurstöðu þjóðarinnar um útgöngu úr ESB

Ítalía er aðframkomin vegna aðildar að sambandinu, upptöku evru og innflytjendamálum. Grikkland hefur verið lagt í rúst af Evrópusambandinu og Kýpur er í evrufangelsi. Finnlandi eins og það var hefur verið komið varnalega fyrir á sex feta dýpi í grafreit evrunnar. Aðeins á eftir að moka yfir

Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Þýskaland, Kýpur, Holland, Belgía, Grikkland og Bretland eru samtals 11 lönd. En fleiri lönd esb má samt telja til

Fyrri færsla

Árásir vinstrimanna á stjórnarskrá og fullveldi - og Brexit


Árásir vinstrimanna á stjórnarskrá og fullveldi - og Brexit

NÝJA GAMLA VINSTRIÐ

Árásir á stjórnarskránna eru beinar afleiðingar hins langvarandi pólitíska gjaldþrots vinstriflokkanna. Fyrst að sjálf hin stjórnmálalega pólitík þeirra er að mestu gjaldþrota og búin að vera það frá því að tímar Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers voru hér á jörð, og sem nýtur engan vegin stuðnings þjóðarinnar né neinna annarra þjóða á Vesturlöndum, þá er nýr neyðarvettvangur fundinn fram fyrir vinstrimen til að fróa sér á á kostnað almennings; og það er sjálf stjórnarskráin, fullveldið og lýðveldið. Þessu þrennu er kennt um pólitískt gjaldþrot vinstrisins. Það eina sem vinstrimenn hafa gert frá því að þeir urðu pólitísk hreyfing frá og með sósíalistanum John Locke, er að kollvarpa en ekki uppfylla. Síðasta helvíti þeirra fór í pólitískt þrot árið 1989. Í kringum 1968 var það vestræna "establissimentið" sem samkvæmt vinstrinu þurfti bara alveg endilega að kollvarpa og kollvarpa strax. Nú er það hins vegar ekki nóg lengur -bensínið búið og tankurinn tómur- þannig að hippahausar hins nýja gamla vinstris og nýmarxistarnir í háskólunum, tala í dag um eitthvað sem þeir kalla "feðraveldið". Útlifað og pólitískt gjaldþrota vinstrið með sósíalistavísindi Marx, nú skattafjármögnuð í heiðnikirkjuveldi háskólanna, er að herpast saman yfir pólitísku gjaldþroti sínu og grípur aftur fyrir sig í hvað sem hendi er næst; venjulega í litla manninn á götunni, sem ekkert kemst lengur um vegna gjaldþrots vinstrisins og umhverfisútópíu þess, beint úr Ponzy-vísindabókhaldi Marx

BREXIT OG FRÚ MAY

Þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu sumarið 2016, var það gert með þeirri vissu að ekki kæmi til greina að flokksforysta Íhaldsflokksins myndi verða eins og flokksforysta Sjálfstæðisflokksins á Íslandi varð frá og með Icesave. Breska þjóðin og fyrirtæki landsins voru sannfærð um stjórnmálaforysta Íhaldsflokksins myndi búa landið undir útgönguna með því að viðhafa pólitískar aðferðir, stefnur og hugsjónir Margrétar Thatcher og nýta sér vöðvabúnt frelsisins úr hennar nýopnuðu gömlu hirslum, til að útfæra útgönguna út af þrúgandi og kúgandi lögleysusögu Evrópusambandsins. Margrét Thatcher hefði daginn eftir Brexit-þjóðaratkvæðið hrært í nýtt efnahagsprógramm fyrir Stóra-Bretland og skotist með landið sitt upp á stjörnuhiminn heimsins sem hin nýja pólstjarna frjálsra ríkja. En nei, þannig hefur þessi einfalda aðgerð heldur betur ekki gengið fyrir sig. Bókhaldarinn frú Theresa May situr pent og yddar blýanta sem ekkert bit hafa í hennar höndum og mundar togleðrið við hvert hikandi bandstrik sem hún kemur á blað, utan um núll komma núll, lömuð af ótta við að allir sjái að þar er ekkert plús ekkert. Hún er að reynast þjóð sinni mjög svo illa. Hún sólundar silfri, tíma og tækifærum Bretlands og flokksins

AFLVÉLIN Í ESB

Allt fernt stórt í Evrópusambandinu er í svo gott sem algeru pólitísku uppnámi. Orsökin er fyrst og fremst sjálf tilvist Evrópusambandsins í Evrópu. 1) Þjóðaratkvæði Breta er í uppnámi vegna ESB. 2) Kanslara Þýskalands er búið að kasta á öskuhaugana vegna Evrópusambandsins og Schengen. Litlu munaði að and-Merkelisti tæki við flokknum. 3) Frakkaland er á öðrum endanum þrátt fyrir sterkan pólitískan meirihluta nýkjörins forseta þess. Hann er að sýna sig sem bara enn einn ESB-hólistinn sem vanrækir þjóð sína og getur ekkert fyrir hana gert, vegna þess að hann er aðeins annar af tveimur fangabúðavörðum Evrópusambandsins. Hann er fastur í afskiptum af fyrst og fremst öðrum þjóðum á kostnað sinnar eigin þjóðar. Enginn má sleppa. Auki hann ríkisútgjöld í Frakklandi vefst Ítalía samdægurs um háls hans og púpur Deutsche Bank, BNP og Soc vefja hann og Merkel föst undir fallandi öxina og kippa um leið þýska evrumarkinu undan Frökkum. 4) Ítalía er að verða búin að vera vegna aðildar landsins að Evrópusambandinu og upptöku evrumarks Þýskalands. Landið varð 30 ára efnahagslegur steingervingur á því að ganga í ESB. Þetta, að Bretlandi undanskildu, er hryggsúlan í hinum nýja her Evrópuöryrkjasambandsins

Fyrri færsla

Heimurinn lætur ekki "upplifa" sig


Heimurinn lætur ekki "upplifa" sig

VERÖLDIN

"Upplifðu heiminn og ferðastu", var slagorðið áratugum saman. En þetta gekk ekki upp. Fólk upplifði ekki heiminn eins og hann er, því að hann er svo stór og flókinn að einn maður getur ekki náð því að setja sig inn í bara eitt land og líf þjóðar þess, nema með því að búa í því að minnsta kosti í 25 ár og deila kjörum með þjóðinni og þar með að greiða þá skatta og skyldur sem hún þarf að búa við. Þetta þýðir að hver maður getur í mesta lagi náð að "upplifa" tvö til þrjú lönd heimsins á ævinni. Og ef hann nær ekki tökum á fæðingarlandi sínu fyrst, þ.e.a.s. á fyrstu 35 árum ævinnar, þá fer hann fótalaus út í hinn stóra heim og glatast. Skammtafræði Niels Bohrs sagði að það væri ekki hægt að mæla smæstu einingar heimsins, því þær létu ekki mæla sig, upplifa sig, eins og þær eru, heldur myndi mælingin hafa áhrif á þær og gefa ranga mynd af veruleikanum. Sé ævinni eytt í mælingar á heiminum með ferðalögum í til dæmis flugvél eða skipi og á hótelum, þá glatast það sem hann gefur manni í vöggugjöf: þjóðarheimilið, sveitin fagra, bærinn góði, nágrannar og þjóðfélag. Þannig virkar glóbaliseringin á alla. Þeir missta allt og stjórnmálamenn sína líka; algerlega úr böndunum. Við erum að horfa á það núna, um víðan völl. Stjórnmálamennirnir hafa klofnað og firrst. Þeim er ekki treyst lengur

SAMBANDSRÍKIÐ BELGÍA

Belgíska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn um helgina vegna þess að Nýja Flæmingjabandalagið neitar að hafa nokkuð með samkomulag Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga og innflytjendur að gera

SVÍÞJÓÐ

Svíar mótmæltu hressilega því sama um helgina, og margir hverjir í gulum vestum, þ.e.a.s áformum sænsku ríkisstjórnarinnar um að skrifa undir þennan samning. Hér má sjá mótmæli þeirra

DANMÖRK

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er einnig kominn í vandræði vegna þessa S.þ.-samnings. Hann fær enga ráðherra til að fara og skrifa undir fyrir hönd dönsku þjóðarinnar. Sjálfur innflytjendaráðherrann og flokkssystir hans í Venstre, Inger Støjberg, hefur skipt algerlega um skoðun í málinu og neitar að fara til Marokkó til að skrifa undir. Hún tók þá ákvörðun sjálf, án samráðs við Lars Løkke, enda ekki hámenntuð. Enginn annar ráðherra í ríkisstjórninni vill heldur fara, því þeir hafa fengið nóg af alþjóðlegum ferðatöskupyntingum á dönsku þjóðinni, á sálfum sér og á stjórnmálaflokki sínum. Lars Løkke, sem er búinn að vera, neyðist því til að fara dómgreindarlaus sjálfur. Flokkur hans Venstre, sem er á niðurleið, er kominn niður í 17 prósent í könnunum um þessar mundir, eftir að hafa hrunið frá 31 prósentum í kosningunum 2001 og niður í 19,5 prósentur þegar kosið var síðast í júní 2015. Í komandi þingkosningum í Danmörku, sem fara eiga í síðasta lagi fram næsta sumar, gæti Danski þjóðarflokkurinn auðveldlega tekið fram úr Venstre, því hann mælist með sama fylgi um þessar mundir

ÞÝSKALAND

Úr flokki Angelu Merkel og hinnar nýju teknókratísku Kramp-Karrenbauer framlengingarsnúru hennar yfir þýska CDU-flokknum, heyrðust þær raddir á landsfundi flokksins í Hamborg um helgina, að Merkel og lærlingur hennar myndu gera sig sekar um landráð með því að skrifa undir S.þ.-samninginn í Marokkó. Hér má hlýða á þá ræðu Eugen Abler á landsfundinum

FRAKKLAND

Myndir sýna að brynvarin ökutæki merkt Evrópusambandinu voru notuð gegn mótmælendum í Frakklandi um helgina. Myndirnar af þeim munu kannski framkallast í skærum gulum litum meðal almennings í vikunni. Hver í þeim var, veit að sjálfstöðu enginn, með vissu. En Frakkar hafa næstum örugglega gengið út frá því að þar færu Frakkar. En jafnvel það er varla öruggt lengur. Er það? Kannski var það Parísarsamkomulag glóbal elíta sem ók þar brynvarið gegn fólkinu. Aðstoðarmaður forsetan byrjaði hins vegar bara með hjálm til að hylja sig þegar hann barði á mótmælendum, þannig að um stórstíga framför gegn fólkinu má kannski segja að hér sé um að ræða - á örskömmum tíma. Jafnvel heilt afrek?

Fyrri færsla

Er valdataka hersins möguleg í Frakklandi?


Er valdataka hersins möguleg í Frakklandi?

Það liggur við að ég opni útdyrahurðina tvisvar, starti bílnum þrisvar, drepi fjórum sinnum á honum, loki húddinu fimm sinnum, hlaupi svo inn, horfi sex sinnum á sjálfan mig í spegli, áður en ég sest og spyr lyklaborð mitt þessarar spurningar: Er valdarán hersins mögulegt í Frakklandi?

Reyndar er þetta kannski ekki alveg galin spurning, því í sjálfu Frakklandi, já innanríkis, er því nú varpað fram í fullri alvöru að Pierre de Villiers ætti að setja sem æðsta mann Frakklands í Élysée forsetahöllina í stað hins réttkjörna Emmanuel Macrons forseta. Villiers sagði af sér sem yfirmaður hersins vegna deilna við niðurskurðarmanninn Macron, sem aðeins ári síðar allt í einu er orðinn svo ríkur að hann vill stofna her í útlöndum (ESB). Ástæðan fyrir fyrir því að setja skuli réttkjörinn Macron af, segja menn, er sú að lýðræði í Frakklandi sé í alvarlegri krísu. Ekki skal mig undra það, bæði vegna langlegu landsins í Evrópusambandinu og svo vegna frönsku byltingarinnar, sem sósíalistinn og úniversalistinn John Locke átti allt allt of mikið í, og gerði þar með allar stjórnarskrár Frakklands að of miklu plaggi um úniversal útópíu sósíalista

Síðustu valdaránstilraunir franska hersins fóru fram 1958 og 1961. Það er að segja í gær

Fréttir frá Frakklandi herma að sumir lögreglumenn hafi gengið til liðs við Gulu vestin og mótmæli með þeim

Þetta með að horfa sex sinnum á sjálfan sig í spegli er hollt fyrir hvern einasta hugsandi mann, því þar sést nákvæmlega sami maðurinn og öll undangengin mörg þúsund ár. Heimirinn hefur ekkert breyst, það vita allir, og mennirnir ekki heldur. Það stendur að vísu annað í dagblöðunum núna en gerði þá. En heimurinn hefur ekki breyst. Allt getur gerst, þrátt fyrir ESB, en þó sérstaklega vegna ESB. Það sáu menn kristaltært í Grikklandi og víðar

Fyrri færsla

Gulu vestin mótmæla innflytjenda-áformum alþjóðaelíta


Gulu vestin mótmæla innflytjenda-áformum alþjóðaelíta

****

Screen Shot 2017-02-03 at 16-40-37

Mynd, Paul Romer (PDF bls. 15): Fyrst voru það kjarneðlisfræðingarnir sem fengu þessa falleinkunnar-greiningu, svo voru það hagfræðingarnir - og næst verða það svo kölluð loftslags"vísindi" sem fá þessa sömu falleinkunnar-greiningu þegar þvæla þeirra hrynur. Romer er aðalhagfræðingur Alþjóðabankans sem stofnaður var til að reisa heiminn úr síðustu rústum imperíal glóbalista 1945

****

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, á von á nýrri heimsókn um helgina. Um er að ræða þá sem svo oft er um getið í skoðanakönnunum og kosningum sem; minna menntað fólk, minna þénandi fólk búandi á röngum stöðum og fólk með rangar skoðanir sem stangast á við hin yfirþyrmandi mikilvægu atkvæði alþjóðaelíta með réttar skoðanir úr heiðnikirkjuveldum háskólanna, sem dýrka Icesave-þrælakistur og fórna vilja lífi þjóðar sinnar með því að láta hana um að borga svo kallaðan "skít" eftir aðrar þjóðir í heiminum, með til dæmis Parísarsamkomulögum og Davos einkaþotusamkomum

Um er að ræða fólk í gulum vestum sem alþjóðaelítur vilja helst svipa kosningarétti vegna þess að það kýs með landinu sínu en ekki á móti því og það kýs meira að segja með þjóð sinni en ekki á móti henni. Þetta eru sem sagt "hinir fyrirlitlegu" í Frakklandi (eins og Hillary Clinton kallaði þann helming Bandaríkjamanna sem studdi hana ekki) sem í gulum vestum ætla að heimsækja forseta Frakklands nú um helgina; til að mótmæla áformum hans um að skrifa á þeirra vegum undir samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um fólks­flutn­inga (sjá hér), sem er hreinræktuð elítugeðbilun á hæsta stigi

Mikill meirihluti Frakka álítur samkvæmt rannsóknum að innflytjendur hafi skaðað landið þeirra og enn stærri meirihluti þeirra segir að innflytjendur hafði skaðað þjóðarsamheldnina og þjóðarsamstöðuna í Frakklandi

Í fyrradag neyddist franski forsetinn Macron að draga til baka boðaðar skattahækkanir á orku sem rekja má til svo kallaðs Parísarsamkomulags alþjóðaelíta gegn frönsku þjóðinni og öðrum þjóðum Vesturlanda. Hvað gerist eftir komandi helgi, er ekki vitað enn

Halda á enn eina hindurvitna samkundu hinna fljúgandi elíta í Katowice í Silesiahéraði í Póllandi næstu dagana. En á hinu gamla svæði Silesia búa hins vegar 30 þúsund kolaverkamenn, eða helmingur þeirra sem vinna kol í ESB. Hvað þeir hafa að segja, er loftslagselítum nýmarxismans náttúrlega óviðkomandi, eins og var í gömlu Sovétríkjunum. En þau voru fyrsta alþjóða-sjálftektar poppskál vinstrimanna á kostnað verkalýðs þjóðanna. Þar var Alþjóða-nallinn popplagið sem kyrjað var með steyttum hnefa, löðrandi í blóði hinna fyrirlitlegu. Í þessa nýju poppskál nýmarxismans er forysta Sjálfstæðisflokksins nú fallin sem eitt lítið popp og metoo humar

Á ári hverju, þessi árin, er jarðarbúum drekkt í tveimur og hálfri milljón svo kallaðra vísindarannsókna og vísindaniðurstaða (e. scientific papers). Prófanir sýna hins vegar að aðeins 30-40 prósent þeirra er hægt að endurtaka með sömu niðurstöðum og þeir vísindamenn sem gerðu þær fengu. Með öðrum orðum: 60 til 70 prósent svo kallaðra vísindatilrauna er ekki hægt að endurtaka með sömu niðurstöðum og skýrslur vísindamanna segjast fá. Verst er staðan í svo kölluðum félagsvísundum (e. social science) því í reynd er í mjög mörgum tilfellum um sósíalistavísindi að ræða (e. bullshit). Sovétríkin voru full af þannig "vísindum". Og Vesturlönd eru að fyllast af þannig vísindum í dag, eins og sést til dæmis á mjög mörgum Alþingismönnum og embættismönnum þeirra. En það versta er samt, að á sviði svo kallaðra raunvísinda er staðan í mjög mörgum tilfellum að verða sama tóma þvælan og kjarneðlisfræðingar unnu áratugum saman við, undir heitinu súperstrengir. Öll sú kenning og rannsóknir voru tóm þvæla og hún kostaði heilan foss af fé skattgreiðenda. Kenningin um loftslagsmál verður eins. Tóm þvæla, eins og "nýja hagkerfið" í banka-hagfræðibólunni var, með foss af fé almennings sér til uppihalds. En sá sem fyrir alvöru var fyrstur til að græða stórfé á þessu öllu var trúðurinn Al Gore. Og svo koma allir hinir - og vilja það sama. En svo klárast poppið

Fyrri færsla

Sigmundur Davíð greinilega besti maðurinn í bransanum


Sigmundur Davíð greinilega besti maðurinn í bransanum

ÍSLAND

Myndin af besta manninum í bransanum er nú að verða flestum ljós. Fyrst að svo margir vilja fyrir alla muni koma Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og flokki hans fyrir pólitískt kattarnef, þá er varla hægt að komast hjá því að álykta sem svo að þar fari mesti stjórnmálamaður Íslands þessi árin. Framskriðin móðursýkin vegna glasaglaums er nú svo of-stæk, að boðað er nunnu- og munkaklausturhald á staðnum þar sem landráðaleg svikin fóru fram af hálfu vinstristjórnarinnar síðast. Bara að Vinstri nýgrænahreyfingin og Samfylkingin hefðu verið fullar þá, en það voru þær ekki - og heldur ekki forysta Sjálfstæðisflokksins þegar hún gerði í Icesave metrópólítan-buxurnar í já-já jó-jó kannski-klúbbunum þá

FRAKKLAND

Franski bankaforsetinn Emmanuel Macron er að missa hanastélstökin sem hann hafði aldrei nema að embættisnafninu til á frönsku þjóðinni sem býr til Frakklandið sem hann á að taka sig af, en sem hann hefur bara ekki gert. Macron lendir stundum í Frakklandi ofan úr græna lofthjúpnum ógurlega sem er að reynast eitt stærsta áróðurs- og lygaáhlaupið í sögu mannkyns. Sá hjúpur er nú á barmi svo mikillar örvæntingar að eitt barn sem fannst í barnlausri og steingeldri Evrópu var látið vitna þar - og líka í DDRÚV hér. Næst verður líklega eyddum fóstrum veifað á hinu græna altari nýmarxismans, því nóg er af þeim. Fyrst rak franska og þýska ESB-elítan áróður fyrir dísil með aðstoð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er útibú þýska iðnaðarins í Brussel. Svo hrundi Evrópusambandið við fyrsta vindhanagal haustið 2008 og bönkunum í formi ESB var sigað á þjóðir þess til að bjarga sambandinu og þeim umboðslausu sem þéna stórt á því skattfrjálst. Atvinnuleysi í Frakklandi hefur verið krónískt þetta tíu prósentin eða svo, frá því að elítur landsins hófu fullveldisfórnirnar í efnahagsmálum Frakklands með stofnun Evrópusambandsins. Nýjasta firran til að flýja tóm glösin heima, er að stofna her hér og þar. Hafa námsmenn og hjúkrunarfólk nú boðað þátttöku sína í gulum vestum um næstu helgi. Þetta mál snýst ekki bara um skattaokur á dísli eða bensíni í miðjum lofthjúp grænna veruleikafirrtra elíta. Það snýst um hið fullkomna sambandsleysi imperíal glóbalista við þær þjóðir sem halda þeim uppi

RÚSSLAND

Rússland gæti nú verið að búa sig undir að taka allt Svartahafið yfir. Það hefur lagt hald á herskip Úkraínu og neitar að skila þeim aftur. Olíuverð er hrunið og Pútín er óvinsæll heima og efnahagur landsins er afar slæmur. Bandaríkin eru að koma sér fyrir í Rúmeníu með herstöð fyrir flugherinn og árásargrúppa USS Harry S. Truman er komin úr norðri inn í Miðjarðarhaf. Nálægt botni þess er áttavillt Tyrkland rambeltandi með lykilinn inn og út úr Svartahafi og fyrir botni þess er Ísrael að undirbúa fyrirbyggjandi aðgerðir á þá sem sitja um landið á tvennum eða jafnvel fleiri vígstöðvum. Það gæti farið að draga til tíðinda. Það var jú á jóladag sem Rússland réðst inn í Afganistan. Verða þetta friðarjól eða ekki. Það veit ég ekki

VOPNAHLÉ

Markaðsmenn létu blekkjast í einn dag vegna þriggja mánaða vopnahlés í viðskiptahallastríði Bandaríkjanna og Kína. Gosið í þeirri flösku var ekki meira en svo. Og ESB er ekki skemmt þessa dagana, því Íranmálið er að vefjast um háls þess eins og snara

Fyrri færsla

Til hamingju með fullveldið íslenska þjóð


Trump aflýsir G20-fundi með Pútín. Lögregla stormar Deutsche Bank. Merkel nauðlendir. Öld Asíu að enda

Eftir að hafa lýst því yfir að fyrirhugaður fundur með forseta Rússlands myndi eiga sér stað á G20-toppfundinum sem hefst í Argentínu í dag, þrátt fyrir aðgerðir Vladímírs Pútín á innhafinu á milli Úkraínu og Rússlands, uppi í hafkrikanum á milli Krímskaga og Rússlands, þar sem Pútín lagði hald á þrjú skip Úkraínu, þá tilkynnti Donald J. Trump eftir fund með utanríkisráðherra og þjóðaröryggisráðgjafa sínum í forsetaflugvélinni á leið þeirra til Argentínu, að hætt væri við fundinn með Pútín

Vinsældir Vladímírs Pútíns á heimavelli eru hratt fallandi, nú stuttu eftir kosningar. Svo seint sem í október höfðu þær fallið niður í 66 prósent úr 82 prósentum í apríl. Hlutfall þeirra sem treysta Pútín féll úr 59 prósentum niður í 39 prósentur á sama tíma, og hlutfall þeirra sem vantreysta honum tvöfaldaðist. Aðeins 40 prósent kjósenda segjast myndu kjósa Pútín á ný og 81 prósent segja hann ábyrgan fyrir slæmum gangi mála í Rússlandi

Aðgerðir Pútíns Rússlandsforseta gegn Úkraínu eru að margra mati tilraun rússneska forsetans til að reyna að bæta úr óvinsældum hans á heimavelli. Bæði Vladímír Pútín og Evrópusambandið berjast nú við kjósendur sem þola varla meira af imperíalisma þeirra, og bæði fyrirbærin eru að mestu umboðslaus í sessi. Líta bæði fyrirbærin fullveldi þjóð-ríkja afar illum augum og bæði fyrirbærin líta á almenna kjósendur sem nytsaman úrgang til að smyrjast ofan á brauð elíta

Aðgerðir Rússlands gegn Úkraínu núna minna mjög svo á aðdraganda innrásarinnar í Georgíu. En þar sem Donald J. Trump hefur verið mun harðari gegn imperíal-látum Rússlands -og Evrópusambandsins líka með hið lamandi Þýskaland sem fordæmisgefandi skemmdarvarg innanborðs í NATO- þá standa ríkin í jaðri Rússlands betur að vígi núna, en þegar Barack Omaba var við völd. Trump hefur rétt Úkraínu sterkari hjálparhönd en Obama og beitt Rússland harðari þvingunaraðgerðum en Obama og stóraukið við bein hernaðarútgjöld Bandaríkjanna til styrktar ríkjum Austur-Evrópu og við Eystrasalt. En þrátt fyrir þetta skrifa veruleikafirrt dagblöð á Vesturlöndum allt annað en sannleikann í því máli

James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í kynningu sinnu á nýrri þjóðaröryggisstefnu í fyrra að Bandaríkin vilja alls ekki, ég endurtek: vilja bara alls ekki, sjá Rússland falla saman sem ríki, en sú hætta er fyrir hendi og hún kemur innan frá úr sjálfu Rússlandi. Hættan á að Evrópusambandið falli saman hefur einnig stóraukist frá og með þeim degi er veruleikinn reyndi í fyrsta skiptið á það árið 2008. Sambandið er að falla saman enda er það ekki þjóð-ríki heldur sáttmálapokaílát ókjörinna elíta gegn fólkinu í ríkjum þess

Og fyrst við erum að þessu, þá má einnig geta þess hér að hin svo kallaða öld Asíulanda er nú að renna sitt síðasta skeið, þar sem Asía er að enda sem misheppnaðar byltingar, einsflokks lýðræðisafskræmingar, skortsvæði fyrir þjóðfélagslega samheldni í löndum hennar, stríðshættusvæði og misheppnaður efnahagur. Misheppnuð efnahagslíkön ráða þar för ásamt miðstýrðri óðaöldrun, elítuspilling ríkir, skortur á einstaklingsfrelsi er krónískt, takmarkað siglinga- og ferðafrelsi er reglan, tölvurárásir og persónunjósnir alla daga ársins, draugaborgir rísa, ávísanaheftastjórn er útbeidd, ríkisrekstur er krónískur og tollamúrar hafa gert það að verkum að álfan Asía er að hníga niður í sólarlag sitt sem geld heimsálfa áður en hún náði að efnast og er því líða undir lok sem heimsálfa fátæktar. Þessi stappa gamla heimsins mun hins vegar ekki stappast í komandi mús þegjandi og hljóðalaust

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sagði í vikunni að 1/4 hluti landsframleiðslu Japans muni hverfa á næstu fjórum áratugum vegna óðaöldrunar Japana, nema að til stórkostlegrar framleiðniaukningar komi. En vandamálið við þannig framleiðniaukningar er hins vegar það að þær tortíma restinni af áhuga þjóðarinnar á að taka þátt í lífinu í landinu. Kína og restin af útflutningafíklum Asíu, ásamt Þýskalandi og Rússlandi, munu svo fylgja Asíu til grafar, því þar er ástandið síst skárra

Angela Merkel kemst ekki á réttum tíma á þennan svo kallaða G20-fund vegna flugvélabilunar. Þýski herinn annast viðhald flugvélar hennar og þurfti hún því að snúa við og nauðlenda í Köln

Aðalstöðvar hins þýska fjármálaflaggskips, Deutsche Bank, var í gær stormað af lögreglu í Frankfurt, skammt frá Köln þar sem Angela Merkel var nauðlent, og lögreglan lagði hald á gögn bankans. Hann er tengdur við peningaþvættis-rúllettu Danske Bank. Það mál er að vinda uppá sig sem eitt stærsta mál sinnar tegundar í heiminum. Danska fjármálaráðuneytið hefur sætt sundurlemjandi gagnrýni í því máli og stjórn Danske Bank er ekki stætt

Fyrri færsla

ESB-leitin að stað fyrir greiðslukerfi [u]


ESB-leitin að stað fyrir greiðslukerfi [u]

Viðtal við James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í tilefni þess að ráðuneyti hans lauk við gerð nýrrar varnarstefnu fyrir Bandaríkin á síðasta ári. En Bandaríkin eru það ríki frjálsra manna sem lifað hefur lengst í allri sögu mannkyns sem frjálst land frjálsra manna er stjórna sér sjálfir án kónga, keisara og einræðisherra. Bandaríkin eru eina landið í mannkynssögunni sem bæði er frjálst og öruggt samtímis. Þau eru eina ríkið í mannkynssögunni sem státað getur af slíkum árangri

****

NÝ VARNARSTEFNA

Ný varnarstefna Bandaríkjanna gengur út á að verjast árásum á það ríkja-kerfi heimsins sem meðal annars Evrópusambandið er að reyna að tortíma. Í stuttu máli gengur ný varnarstefna Bandaríkjanna út á að verjast árásum á fullveldi sjálfstæðra ríkja. Þetta er endurskilgreining á þeim hættum sem steðja að Bandaríkjunum og þeim mörgu löndum sem þau hafa skuldbundið sig til að verja. Síðasta og nú 10 ára gömul varnarstefna Bandaríkjanna, var með aðaláherslurnar á hryðjuverkasamtök og hryðjuverkaríki. James Mattis segir að varnarstefnan verði að taka mið af veröldinni eins og hún er, en ekki eins og við viljum hafa hana. Stefnan á prenti snýst að miklu leyti um fjórar helstu hættur: Rússland, Kína, Íran og Norður-Kóreu. En í praxís snýst hún þó fyrst og fremst um að verja og varðveita sjálfsákvörðunarrétt Bandaríkjanna og þeirra þjóða sem fylgja þeim að málum

Íran er í reynd ekki land, þegar minnst er á þá sem stjórna landinu. Þegar talað er um Íran verða menn að ákveða hvort þeir eiga við byltingarklíkuna sem hrifsaði til sín völdin og sem ræður yfir landinu með því að ráðast að þjóðinni, eða þá að menn verða að ákveða hvort þeir eiga við írönsku þjóðina sem byltingarklíkan er með í gíslingu. Þessi byltingarklíka í Íran er með kjarnorkuvopnaprógramm í gangi. Klíkan er ekki með kjarnorkuprógramm í gangi, heldur kjarnorkuvopnaprógramm. Og þeir eru með eldflaugaprógramm í gangi fyrir kjarnorkuvopnaprógrammið. Þeir eru með virkt tölvuárásarlið að störfum og þeir eru með árásarkerfi á skipaferðir í gangi. Og þeir eru með aftökusveitakerfi í gangi erlendis. Byltingarklíkan reyndi til dæmis að taka sendiherra Sádi-Arabíu af lífi "hér í Bandaríkjunum, í minna en fjögurra kílómetra fjarlægð frá þessum stað sem við erum að tala saman á núna", sagði Mattis. Stutt er síðan að Danmörk var á öðrum endanum vegna morðsveita Írans í Danmörku. Það gæti eins verið að störfum hér á Íslandi vegna Schengen fyrirkomulagsins, sem sum ríki þess kerfis nota til að selja hryðjuverkagengjum og glæpasamtökum -með nægt fé frá til dæmis Íran- aðgang að fyrir peninga, með því að selja þeim borgararéttindi fyrir fé vegna þess að þeirra eigin efnahagur í Evrópusambandinu er að þrotum kominn vegna aðildar þeirra að Evrópusambandinu og vegna þess að landamæri þeirra eru orðin loftið, lygar og lofið tómt, vegna ESB

EN HVAÐ GERIR UMBOÐSLAUST EVRÓPUSAMBAND

Evrópusambandið er nú að reyna að þróa greiðslukerfi sem gerir Evrópusambandsríkjum mögulegt að eiga viðskipti við Íran og Bandaríkin á sama tíma. Bandaríkin hafa sagt að ekkert ríki geti átt viðskipti við þau ef það hyggst eiga viðskipti við Íran á sama tíma. Hið kerfislega fullveldistortímandi Evrópusamband vill ekki fylgja Bandaríkjunum hér að málum, því það lítur ekki á sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem þá heilögu stofnun sem ber frið og manngæsku í heiminum uppi. Það vinnur því að uppsetningu greiðslukerfis sem Bandaríkin hafa ekki möguleika á að fylgjast með, til þess að geta átt viðskipti við bæði byltingarklíkuna í Íran og Bandaríkin á sama tíma. Fyrst reyndu Þýskaland og Frakkland að fá Austurríki til að hýsa greiðslukerfið. En þá áhættu vildi Austurríki ekki taka, af ótta við refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Síðan var reynt að fá Lúxemborg til að taka að sér hýsinguna, en það vildi stórhertogadæmið ekki, vegna bankakerfisins. Ferlið er nú náð það langt í að reyna að komast fram hjá varnarstefnu Bandaríkjanna, að Þýskaland og Frakkland eru með fyrirætlanir um að hýsa kerfið með þeim hætti að ef það er til húsa í Þýskalandi, að þá fer yfirstjórn þess fram í Frakklandi og öfugt. Með þessum hætti reyna þau að búa til það stóra og víðtæka einingu að ógerlegt sé fyrir Bandaríkin að grípa til aðgerða gegn þeim, nema með því að setja svo stóran hluta hins alþjóðlega greiðslukerfis í það mikla hættu að áhrifanna myndu gæta um allan heim. Og svo ótrúlegt sem það kann að hljóma þá segja talsmenn þessa verks að mögulegt sé að Bretland verði með í þessu plotti

WSJ í gær: France and Germany Step In to Circumvent Iran Sanctions

Þýskaland var þegar árið 1933 byrjað að þróa fangabúðakerfi fyrir óæskilegar þjóðfélagseiningar. Þá þegar voru 110 fangabúðir teknar til starfa í landinu. Þegar yfir lauk spannaði fanga- og úrrýmingabúðakerfi Þýskalands 42 þúsund búðir í Þýskalandi og hinum hernumdu löndum. Svo segja sumir að þýska þjóðin hafi ekki vitað neitt. En það er ekki rétt. Hún vissi vel hvað var að gerast. Bandaríkin vita vel hvað er að gerast í Íran, Mið-Austurlöndum, Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi. Og einmitt þessi árin vita þau vel hvað gæti orðið næstu skrefin í Evrópusambandinu, nú þegar sambandið með tilskipunum er að hirða sjálfsákvörðunarréttinn af þeim þjóðum sem álpuðust þar inn

Uppfært kl. 15: Donald J. Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið að það líti út fyrir að Bretlandi verði fyrir tilstuðlan ESB ekki heimilt að gera sína eigin viðskiptasamninga við Bandaríkin, vegna hins svo kallaða "útgöngusamkomulags" sem Theresa May forsætisráðherra hefur gert við Evrópusambandið, en sem breska þingið hefur ekki samþykkt enn. Uppreisnarástand ríkir í bresku stjórnmálalífi vegna þessa samnings Theresu May og kalla margir hann svikráðabrugg ESBsinna við bresku þjóðina í kjölfar þjóðaratkvæðis hennar um úrsögn Bretlands úr ESB (bein krækja á vef Hvíta hússins á YouTube)

****

ESB reynir nú, á árinu 2018, að leita að stað fyrir greiðsluerfi sem leynt getur sannleikanum fyrir því ríki sem reisti Evrópu úr rústum síðasta impeíal-stjórnskipulags álfunnar. Ekkert dæmi er til í allri mannkynssögunni um takmarkað ríkisvald í imperíal fyrirbærum á borð við Evrópusambandið. Þannig veldi verða alltaf og undantekningalaust ofríki yfir borgurunum og enda alltaf í blóðbaði. Þjóðarbandalagið aðhafðist ekkert þegar Þýskaland hóf kerfislega að rað- og mölbrjóta Versalasamninginn. Það aðhafðist ekkert þegar Japan gleypti stóran hluta Kína í sig og það aðhafðist ekkert þegar Ítalía sendi her sinn um Súesskurðurinn inn í Abbesíníu til að brytja þar íbúana niðir og gasa þá með efnavopnum. Og Sameinuðu þjóðirnar munu heldur ekkert aðhafast þegar leitin að stað fyrir greiðslukerfi breytist í leit að stöðum fyrir nýjar fangabúðir í Evrópu. Fjölþjóðaisminn er ekki það sem bjargað hefur mestu hér í þessum heimi, heldur er það þjóðerniskenndin sem bjargað hefur mestu. Aðeins samvinna fullvalda þjóða gat bjargað Evrópu á 20. öldinni úr samrunaklóm þeirra isma sem þá stóðu fyrir dauða 200 milljón manna. Fjölþjóðaisminn er því miður oftar er en ekki aðeins hraðbraut inn í alræðið. Og enginn getur lengur mótmælt því að umboðslaust Evrópusamband er sú braut sem er að flytja Evrópu einmitt þangað

Fyrri færsla

Bilað Frakkland mótmælir. Lýðskrum ESB-elíta [u]


Bilað Frakkland mótmælir. Lýðskrum ESB-elíta [u]

yahoo com news vote trump appears french election posters

Mynd: AFP-Yahoo: Ný kosningaplaköt fyrir ESB-þingkosningum næsta sumar eru komin upp í Strassborg, heimabæ ESB-lýðskrumsþings Norður-ESB-Kórreku. "Kjóstu, annars færð þú Trump yfir þig". Með þessu lýðskrumi esb-elítanna á að pumpa upp kosningaþátttökuna til ESB-þingsins sem í sumum löndum sambandsins er 13 prósent. Fleiri útgáfur ESB-plakatsins má sjá hér og hér. Hvílík viðurstyggð!

****

FRANSKA ÞJÓÐIN FER Í NEYÐAR-VESTIN

(Sjá tengda frétt Morgunblaðsins að neðan) Vestin eru gul og gefa til kynna að Frakkland sé bilað. Allir eru skyldaðir að hafa svona vesti í bílnum sínum og að klæðast þeim ef bíllinn bilar á vegum úti. Þetta eru einu mómælin í Frakklandi sem ekki eru skipulögð af pólitískum hreyfingum, verkalýðsbossum eða rauðum námsmönnum. Þess vegna álítur ESB-bankaforsetinn Macron að um sérstaka hættu sé að ræða og notar táragas án ástæðu. Hann gæti eins reynt að reka þjóðina. En þetta er sem sagt þjóðin að reyna að reka hann - og ESB-liðið sem er að hefja norðurkóreanska kosningabaráttu fyrir ESB ponzy-þinginu næsta sumar

Allir vita að Frakkland er bilað. Landið er núna á fimmtándu stjórnarskrá sinni og fimmta lýðveldinu frá því í byltingunni. Úniversalismi byltingarinnar reyndist ekki vera lækning, heldur útópía. Ekkert þýðir að kjósa. Maður fær bara það sem maður vill ekki fá og meira ESB. Bjarni-bráðnandi og Guðni-grænabylting gætu lært ýmislegt hér. Kommunum í VG er hins vegar ekki hægt að kenna neitt. Þeir kunna rauða sovétríkið í græna búningunum enn. Þessi mótmæli í Frakklandi snúast minnst um bensín og dísilverð. Þau snúast um elítuna gegn þjóðinni. ESB-lýðskrums-kosningaplakatið fyrir stofnun Evrópusambandsins árið 1992, úr sömu skúffu, var svona

Parísarsamkomulag fljúgandi elíta, var ekki samkomulag við neina þjóð né neitt fólk. Hið sama gildir um það eins og um stofnun Evrópusambandsins 1992; bæði eru lýðskrumsverk fljúgandi glóbal-elíta, sem aðeins lenda til að mjólka landann

Uppfært 26.11.2018 kl. 07:10

Eftir að hafa í morgunsárið hlustað á Jón Baldvin Hannibalsson úr þokulúðrasveitarstöðvum DDRÚV í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar, þar sem gengið er á gullfæti í bræddu ríkissilfri Egils, þá ætti öllum að vera það ljóst, að Jón Baldvin hlýtur að flokkast sem yfirmaður lýðskrumsflokka um ESB á Íslandi. Áratugum saman mærði hann hinn lýðskrumspólitíska myntbandalags-bastarð Evrópusambandsins út og inn alla daga og nætur. Hann vissi auðvitað minna en ekkert um hvað hann var að tala, allan þann tíma. Hann lýðskrumaðist bara áfram með það mál á meðan allir menn með fullu viti sögðu alveg frá byrjun, að myntbandalag Evrópusambandsins væri fullkomin tortímandi efnahagsleg og pólitísk geðbilun, ofan í ERM (e. extended recession mechanism) sem líka var tortímandi útópía hins framlengjandi kreppufyrirkomulags EEC. Stofnun Evrópusambandsins var því fyrst og fremst geðbilun og lýðskrumsverk verstu lýðskrumara álfunnar í 500 ár, því með Maastrichtsáttmálanum var það og Evrópusambandið stofnað árið 1992

Allir með bara eina baun í heilastað vissu frá upphafi að evran var geðbilun. Allir með eina baun í toppstykkinu vissu líka að hinn svo kallaði "innri markaður" ESB var einnig geðbilun og firrt útópía. Hann er einungis stuðarasvæði Þýskalands (e. buffer zone) og er að sprengja Evrópu í tætlur með þeytivinduaflinu sem Þýskaland ávallt stendur fyrir í álfunni. Þetta á Jón Baldvin þó enn eftir að skilja. En það kemur vonandi

Allt Samfylkingarbatteríið í kringum Jón Baldvin er eitt samfellt lýðskrum, því allt batteríið um hið svo kallaða Evrópusamband er fyrst og fremst tært lýðskrum. Enginn bað um sambandið og enginn hefur haft hið minnsta gagn af því og það var minna en engin þörf á því. Þvert á móti þá hefur það rústað álfunni efnahagslega, félagslega og pólitískt, og hún stendur því nú á barmi nýs kerfislægs ófriðar vegna einmitt sjálfrar tilvistar Evrópusambandsins. Verstu ófriðarbál mannkynssögunnar eru kerfislæg. Tilvist ESB er slíkt misfóstur. Það er Kína Evrópu

Om igen, om igen Jón Baldvin og svo væri ágætt ef þú reyndir að tala óútsletta íslensku, því þá skilur fólkið þig betur. Þú sem hafðir svo skemmtilegt vald á íslenskunni. En hafðu samt þakkir fyrir að hafa náð þetta langt í þessum byrjanda-áfangabekk um ESB. Næsti áfangabekkur fjallar um Perustrokk og Gallanostur ESB, þar sem þuklað verður á miðstýrðri ESB-ljósaperu, nostrað um galla misfóstursins og Adolf Hitler heiðrarður, eins og Petain, fyrir frammistöðuna fram til ársins 1939

Fyrri færsla

Snúið Ameríku-bak þetta. En er það svo?


mbl.is 42 handteknir í mótmælum í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúið Ameríku-bak þetta. En er það svo?

Wall Street Journal 2018-11-06 - special US defence outlay Europe

Mynd, WSJ: Þróun sérstakra beinna útgjalda Bandaríkjanna til varnar Evrópu, ofan í allt annað, frá því að Donald J. Trump tók við forsetaembætti. Eins og sést snýr hann baki við, ekki Evrópu, heldur stefnu Barack Obama

****

CAESAR, NAPÓLEON, HITLER ... BRUSSEL

Í fyrradag héldu Bandaríkin upp á og minntust þess að vera það ríki frjálsra manna sem lifað hefur lengst í allri sögu mannkyns sem frjálst land frjálsra manna er stjórna sér sjálfir án kónga, keisara og einræðisherra. Bandaríkin eru eina landið í mannkynssögunni sem bæði er frjálst og öruggt samtímis. Þau eru eina ríkið í heiminum sem státað getur af slíkum árangri. "Við fólkið", eins og fyrstu tvö orð bandarísku stjórnarskrárinnar segja, treystum til dæmis á Guð, því hin heilaga ritning Vesturlanda, Biblían, er að mjög mörgu leyti hornsteinn Bandaríkjanna

Þegar gerðar eru kröfur til tveggja stærstu ESB-ríkjanna í Evrópu um að standa loksins við NATO-sáttmálaskuldbindingar sínar, þá rís í þýska kansleríinu dulbúin gáfumenna-deild Angelu Merkels upp með rassaköstum og hótar heiminum að smíða kjarnorkuvopn. Hvorki meira né minna. Þannig hefur Þýskaland ávallt hagað sér þegar aðrir krefja það um að uppfylla lágmarksskyldur sínar. Það tryllist. Á sama tíma mergsýgur það önnur lönd og fer með þau eins og nýlendur. Þessi sér-evrópski andaður andi smitar svo um sig í nýja ESB-keisaradæminu og kallar forseta Frakklands fram á svalirnar þar sem lýst er yfir smíði hers sem verja á hina ESB-aðframkomnu sukkstofnun Evrópu gegn Bandaríkjunum - á sama tíma og Frakkland gjaldfellur í NATO og neitar að borga. Er þetta ekki geðsjúkt og geðvillt! Verja Evrópusambandið gegn Bandaríkjunum. Þvílíkt lýðskrum af allra verstu sort! En við nánari athugun er að sjálfsögðu átt við að Evrópusambandið þurfi að verjast frelsi og fullveldi sjálfstæðra ríkja með stofnun nýs terror-yfirríkis, sem að sjálfsögðu verður nýmóðins Sovétríki - og er nú þegar á góðri leið með að verða það. Þýski kanslarinn frá DDR, heimtaði því í gær á fundi í Konrad Adenauer stofnuninni, að ESB-ríkin yrðu að vera reiðbúin að láta fullveldi sitt af hendi. Enginn kjósandi í neinu ESB-landi hefur verið spurður að neinu

"Það voru þjóðernissinnar sem björguðu Evrópu í tvígang," segir sagnfræðingurinn og bóndinn Victor Davis Hanson í grein sinni: The Mad, Mad Meditations of Monsieur Macron

Ísland verður aldrei frjálst OG öruggt svo lengi sem það er með annan fót sinn fastan í Evrópu. Við erum minna frjáls og minna fullvalda núna en við vorum áður en við gerðum samning við hið ömurlega Evrópusamband um EES. Og við erum minna örugg núna en þá, vegna EES-samningsins, þrátt fyrir Kalda-stríðs sigur Bandaríkjanna yfir Sovétríkjunum! Við höfum ekki haldið nógu vel á spilunum. Við þurfum að brenna EES-bátana sem fyrst. Þeir bátar eru vondir bátar. Við verðum að halda fyrst og fremst tryggð okkar við það eina frjálsa og örugga ríki sem til er í þessum heimi: Bandaríki Norður-Ameríku. Nýja heiminn! Annað er tálsýn og ömurleiki

Fyrri færsla

Orkupakki ESB: Beinlaus og bitlaus Sjálfstæðisflokkur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband