Leita í fréttum mbl.is

Evrópusamband í lokuðu öngstræti

Hallarekstur ríkissjóða Ítalíu og Frakklands síðustu 10 árin

Mynd WSJ: Hallarekstur ríkissjóða Ítalíu og Frakklands síðustu 10 árin

****

Nú er það forseti Frakklands en ekki Ítali sem sagður er "popúlisti" ausandi út fé úr ríkissjóði. En það sem Frakklandsforseti hefur lofað mótmælendum á hins vegar allt að fjármagna með sköttum á launþegum sem eru að mótmæla háum sköttum. Og sú hækkun lágmarkslauna sem forsetinn lofaði var hvort sem er á leiðinni, segir Mediapart. Og Les Échos segir að 11-14 milljarða evra vanti í ríkisfjárlögin fyrir næsta ár vegna hvarfs skatta á eldsneyti. Hallaresktur þ.e. lántökurekstur ríkissjóðs Frakklands verður því sennilega meiri en -3 prósent og ríkisskuldir fara þar með yfir 100 prósent af landsframleiðslu

Gulu vestin hafa boðað ný mótmæli komandi helgi. Flest það sem franski forsetinn hefur stefnt að varðandi -að hans mati- "lagfæringar" á Evrópusambandinu og myntbandalaginu (óskalisti fedrealista) er hér með fokið út um gluggann, segja þýskir óbeint. Franskur hagfræðiprófessor við breskan háskóla segir að sé franska þjóðin reitt of mikið til reiði og pólitíska staðan fari þar með mikið meira úr böndunum, þá geti það auðveldlega þýtt endalok evrunnar. Það er Frakkland en ekki Grikkland sem er hættulegast fyrir tilvist evrunnar, segir hún. Atvinnuleysi í Frakklandi hefur verið um 10 prósent áratugum saman. Áratugum saman eins og í svo mörgum löndum sambandsins, sem fyrst og fremst er atvinnuleysissamband til hagsbóta fyrir elítur

Spánn er einnig að byrja að hitna upp. Ríkisstjórnin þar mun ekki hafa nægan stuðning til að koma fjárlögum í gegnum þingið. Talið er víst að boðað verði til kosninga snemma á næsta ári. Nýr VOX hægriflokkur stormar þar fram. Og svo er það Katalónía. Leiðari Morgunblaðsins í dag fjallar um það skammarlega mál

Svíþjóð er stjórnlaus vegna aðildar landsins að Evrópusambandinu og Schengen. Hún er að kafna innvortis í aðkomufólki, glæpum og ólgu vegna þess. Danir eru að grípa til örþrifaráða í sínu landi vegna sömu mála. Reiðin kraumar. Holland berst við að halda uppi ríkisstjórn og borgarafriði, en þar sjást eldglæringar vegna hins sama. Belgíska ríkisstjórnin tapaði meirihlutanum um helgina vegna innflytjendamála. Þýskaland henti rétt í þessu Angelu Merkel og flokki sósíaldemókrata á öskuhaugana vegna innflytjendamála. Hún situr samt enn og þumbast, en landið er þrúgað af reiði vegna innflytjendamála. Þegar þýskt atvinnuleysi eykst á ný má búast við hinu allra versta. Pólitíski strúktúr landsins er í upplausn. Og Bretland á á hættu að fuðra upp vegna Evrópusambandsins og tilrauna forsætisráðherrans til að svíkja kosninganiðurstöðu þjóðarinnar um útgöngu úr ESB

Ítalía er aðframkomin vegna aðildar að sambandinu, upptöku evru og innflytjendamálum. Grikkland hefur verið lagt í rúst af Evrópusambandinu og Kýpur er í evrufangelsi. Finnlandi eins og það var hefur verið komið varnalega fyrir á sex feta dýpi í grafreit evrunnar. Aðeins á eftir að moka yfir

Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Þýskaland, Kýpur, Holland, Belgía, Grikkland og Bretland eru samtals 11 lönd. En fleiri lönd esb má samt telja til

Fyrri færsla

Árásir vinstrimanna á stjórnarskrá og fullveldi - og Brexit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband