Leita í fréttum mbl.is

Er valdataka hersins möguleg í Frakklandi?

Það liggur við að ég opni útdyrahurðina tvisvar, starti bílnum þrisvar, drepi fjórum sinnum á honum, loki húddinu fimm sinnum, hlaupi svo inn, horfi sex sinnum á sjálfan mig í spegli, áður en ég sest og spyr lyklaborð mitt þessarar spurningar: Er valdarán hersins mögulegt í Frakklandi?

Reyndar er þetta kannski ekki alveg galin spurning, því í sjálfu Frakklandi, já innanríkis, er því nú varpað fram í fullri alvöru að Pierre de Villiers ætti að setja sem æðsta mann Frakklands í Élysée forsetahöllina í stað hins réttkjörna Emmanuel Macrons forseta. Villiers sagði af sér sem yfirmaður hersins vegna deilna við niðurskurðarmanninn Macron, sem aðeins ári síðar allt í einu er orðinn svo ríkur að hann vill stofna her í útlöndum (ESB). Ástæðan fyrir fyrir því að setja skuli réttkjörinn Macron af, segja menn, er sú að lýðræði í Frakklandi sé í alvarlegri krísu. Ekki skal mig undra það, bæði vegna langlegu landsins í Evrópusambandinu og svo vegna frönsku byltingarinnar, sem sósíalistinn og úniversalistinn John Locke átti allt allt of mikið í, og gerði þar með allar stjórnarskrár Frakklands að of miklu plaggi um úniversal útópíu sósíalista

Síðustu valdaránstilraunir franska hersins fóru fram 1958 og 1961. Það er að segja í gær

Fréttir frá Frakklandi herma að sumir lögreglumenn hafi gengið til liðs við Gulu vestin og mótmæli með þeim

Þetta með að horfa sex sinnum á sjálfan sig í spegli er hollt fyrir hvern einasta hugsandi mann, því þar sést nákvæmlega sami maðurinn og öll undangengin mörg þúsund ár. Heimirinn hefur ekkert breyst, það vita allir, og mennirnir ekki heldur. Það stendur að vísu annað í dagblöðunum núna en gerði þá. En heimurinn hefur ekki breyst. Allt getur gerst, þrátt fyrir ESB, en þó sérstaklega vegna ESB. Það sáu menn kristaltært í Grikklandi og víðar

Fyrri færsla

Gulu vestin mótmæla innflytjenda-áformum alþjóðaelíta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mótmælin í Frakklandi er athyglisverð í ljósi þess að Macron ætlaði að nota " leiksýningu loftlagsbreytingar" til að auka skattaálögur. ESB ríkin eru í forystu með hæstu skattaprósentuna.

Ef nota má hagvaxtaraukningu til að sjá drifkraftinn er athyglisvert að þjóðaframleiðsla er minnst í ESB ríkjum Evrópu  1-2%. Ríki á jaðrinum eru að sýna um 4% aukningu. Pólland, Ísland, Rúmenía. Undantekning er Írland sem er háskattaland með yfir 10% aukningu þjóðarframleiðslu síðastliðin 3 ár. Mengunarlandið Kína hefur um 7% aukningu síðustu á sama tíma.

Írland hefur notið þess að hafa Google og Apple sem drifkraft þjóðarframleiðslu, en almenningur er skattlagður eins og í ESB. Wow flugfélagið er sambærilegur risi á Íslandi og sýnir að framtak og stuðningur skiptir sköpun. Sem betur fer höfum við haft gæfu til að skattleggja fyrirtækin ekki í botn eins og gert var fyrir aldamót.

Macron er með áform um að hækka skatthlutfallið yfir 70% af þjóðarframleiðslu og ætlaði að nota ís úr Grænlandsjökli og "loftslagsfíllinn" sér til framdráttar. Díselbílar sem vegna hagkvæmni halda verðbólgu í skefjum á að nota sem tekjulind. Almenningur sér í gegnum áformin og krefst breytinga? Gaman verður að fylgjast með skrifum þínum um Frakkland. 

Sigurður Antonsson, 8.12.2018 kl. 09:14

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Gunnar

Það rétta er að áform voru uppi í Frakklandi að skattleggja tekjur þeirra hæstlaunuðu yfir 70%.  Frakkland er forysturíki í Evrópu á ýmsum sviðum og þar er mikill kaupgeta. Allar breytingar á skattstofni hafa því áhrif. Almenningur tekur áform Macron alvarlega og krefst stefnubreytinga. Lýðræði með gulum vestum.

Sigurður Antonsson, 8.12.2018 kl. 09:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigurður.

Mér líst ekki vel á stöðuna í Frakklandi.

Þessar hér myndir af námsmönnum stillt upp við vegg, fóru ekki vel í frönsku þjóðina í gær. Hvað verður eftir nokkra mánuði með þessu áframhaldi, þori ég varla að giska á. Í nágrannalöndunum í norðri er farið að bera á því sama.

Þetta snýst ekki fyrst og fremst um skatta Sigurður. Miklu meira hangir hér á.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2018 kl. 15:16

4 Smámynd: Halldór Jónsson

 Er ekki Gulli að samþykkja þetta núna fyrir okkar hönd? 

Halldór Jónsson, 8.12.2018 kl. 19:31

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á öllum þeim myndum sem ég hef séð frá mótmælum Gulu vestanna Halldór, hef ég hvergi séð Evrópusambandsfánanum haldið á lofti. Hvergi!

Fólkið veit að Evrópusambandið er óvinur þess og verndari valda þess sem það vill losna við.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2018 kl. 20:40

6 Smámynd: Egill Vondi

Stuðningur við Macron er kominn niður í 18%. Stuðningur við mótmælendur kominn upp í 70%. Tólf bryndrekar eru komnir á vettvang í París - mesti viðbúnaður frá fyrri heimstyrjöld. Mótmælendur (sumir að minnsta kosti) hrópa "við viljum Trump". Hér eru nokkur myndskeið varðandi ástandið:

Hið fyrsta er eftir sjálfstæða fréttamannin Tim Pool (sem vert er að fylgjast með almennt), en hann segir að sumir mótmælendanna eru einmitt að krefjast úrsagnar úr ESB:https://www.youtube.com/watch?v=gpDiYQ-fnpo

Næst er Dr. Steve Turley, sem bendir á að Macron er í felum: https://www.youtube.com/watch?v=Uj9cPNeLv8Y

WeAreChange segir ástandið vera mun verra en fjölmiðlar vilja sýna:https://www.youtube.com/watch?v=k0GHWSi_cXY

20 ára stúlka sem tók þátt í mótmælunum missti augað vegna braki úr handsprengju: https://twitter.com/PingouinGJ/status/1071423150779494406

Egill Vondi, 9.12.2018 kl. 01:50

7 Smámynd: Egill Vondi

Mesti viðbúnaður frá síðari heimstyrjöld, átti þetta að vera, augljóslega.

Egill Vondi, 9.12.2018 kl. 01:51

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Egill vondi.

Það lítur út fyrir að sambandsríkisstjórn Belgíu hafi sprungið seint í gærkvöldi því Nýja flæmingjabandalagið, sem er stærsti flokkur Flæmingjalands, neitar allri þátttöku í samningi Sameinuðu þjóðanna um innflytjendur, sem belgíska sambandsríkisstjórnin áformar að undirgangast - og sem Halldór talar um hér að ofan.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.12.2018 kl. 02:54

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Zerohedge er með myndir og myndskeið frá mótmælunum í Frakklandi og Belgíu í gær. Það er hræðilegt að sjá ungan mann missa höndina á einu myndskeiðinu. Samkvæmt textanum á hann að hafa gripið táragassprengju lögreglunnar (aðvörun til lesenda: hræðilegt að sjá).

Rússneska RT fréttastofan er einnig með myndir og myndskeið og sama er að segja um Wall Street Journal, BBC og Breitbart ásamt mörgum öðrum erlendum fjölmiðlum.

Nokkrum dögum áður var 66 ára írskur háskólakennari stunginn til bana fyrir utan háskólann í París vegna þess að hann hafði sýnt teikningu af spámanni múslíma á fyrirlestri í skólanum (National Review).

Það styttist óðum í borgarastyrjöld í Evrópusambandinu, eftir þrotlaust stríð þess á hendur fólkinu, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þess, áratugum saman. Enginn bað nokkru sinni um Evrópusambandið. Skuldadagar nálgast.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.12.2018 kl. 06:23

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,áratugum saman hefur þetta við gengist og maður hafði ekki grænan grun,enda ekkert að pæla í pólitík annara landa.Mér finnst nóg um hvernig pólitíkin hefur þróast hjá okkur þessi 10 ár sem liðin eru frá hruni.ESb,sinnum finnst "skerið" okkar ekki merkilegra en svo að það megi vel nýtast til að viðhalda heimsyfirráðastefnu ESB um sinn. Mér finnst hvíla á okkur sú skylda að stoppa áform ráð villtra græðgisafla,áður en þeir endanlega ræna/eyðileggja auðlindir okkar.  

Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2018 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband