Færsluflokkur: Evrópumál
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Versta verðhjöðnun síðan 1933 hafin í Evrópusambandinu
Langvarandi verðhjöðnun hafin í löndum Evrópusambandsins?


Vísitala neysluverðs á Írlandi heldur áfram fallinu í hinum neikvæða hluta mælistiku verðlags samkæmt fréttum frá hagstofu Írlands í dag. Frá því í maí á síðasta ári mælist verðhjöðnun nú 4,7% á Írlandi á 12 mánaða tímabili. Þetta er mesta fall í öllum löndum ESB og það mesta sem mælst hefur síðan 1933 á Írlandi. Samkvæmt ummælum varaforseta seðlabanka evrusvæðis - Lucas Papademos í janúar 2009 - eru líkurnar á verðhjöðnun á evrusvæði núll. En það sem gerst hefur frá því Papademos talaði þarna í janúar er þetta hér:
- Írland - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
- Spánn - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
- Þýskaland - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
- Belgía - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
Enginn hagvöxtur mun koma á evrusvæði fyrr en í fyrsta lagi á næsta eða þar næsta ári. Sem afsökun fyrir seinagangi, hiki, hægum og litlum vaxtalækkunum í janúar síðastliðnum, sagði seðlabanki evrusvæðis einnig að það kæmi hagvöxtur á evrusvæði núna í sumar eða í haust. En heldur ekki það mun reynast rétt hjá seðlabanka Evrópusambandsins. Raunvextir á Írlandi eru nú mjög háir, mikill óstöðugleiki í verðlagi ríkir þar og einnig í fleiri löndum evrusvæðis. Allt þetta þrátt fyrir síendurtekin stöðugleikaloforð frá ESB og seðlabanka þess í meira en áratug. Ótímabær stýrivaxtahækkun á síðasta ári mun nú standa sem enn eitt kennslubókardæmið í endalausri röð mistaka við hagstjórn evrusvæðis. Evrusvæðið er eitt lélegasta hagvaxtarvæði heimsins
Fyrri færsla
Samdráttur í útflutningi Þýskalands að ná falli íslensku krónunnar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Samdráttur í útflutningi Þýskalands að ná falli íslensku krónunnar
Útflutningur og iðnaðarframleiðsla Þýskalands
Það komu nýjar tölur yfir útflutning og iðnaðarframleiðslu Þýskalands núna áðan. Hrunið heldur bara áfram og hefur útflutningur Þýskalands nú dregist saman um 28,7% frá því í apríl 2008. Fallið í mars mánuði til apríl mánaðar 2009 er 4,8%. Enginn botn virðist vera að myndast undir hruni útflutnings frá Þýskalandi ennþá, fallið heldur bara áfram. Fyrir Þýskaland þýðir þetta að samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands heldur bara áfram því meira en 50% af þjóðartekjum Þýskalands koma frá útflutningi. Þetta hrun útflutnings er þá að verða svipað og gengisfall íslensku krónunnar frá því í apríl 2008. Íslenska krónan hefur fallið um 32% gagnvart Þýskalandi á þessum tíma. Svo kemur hér rúsínan í krónuendanum: útflutningur Íslands hefur aukist um 10,9% á sama tíma. Geri önnur hagkerfi og aðrir gjaldmiðlar betur!
Iðnaðarframleiðsla Þýskalands heldur áfram að hrynja og dróst saman um 1,9% frá því í mars mánuði og um heil 22% frá sama mánuði síðasta ár. Að fall útflutnings og framleiðslu skuli bara halda áfram hefur komið mörgum illilega á óvart. En bara ekki mér. Það er oft sagt að Þýskaland sé sjálf vélin í evrusvæðinu
Íslenska krónan heldur áfram að vinna dag og nótt við að bjarga efnahags Íslands
Hér til sönnunar eru tölurnar frá Hagstofu Íslands sem hægt er að bera saman við hrun hagvaxtar í ýmsum öðrum löndum og sérstaklega miðað við lönd Evrópusambandsins. Hvar værum við stödd án sveigjanleika íslensku krónunnar núna?
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 8. júní 2009
Til ríkisstjórnarinnar á Íslandi: þetta þurfið þið að hafa í huga þegar þið bindið þjóðina í efnahagsleg handjárn
Ekki gera ráð fyrir að kreppan sé búin og að þetta "reddist" innan 5-7 ára. Ekki feta í fótspor bankanna
Heimskreppan er að mínu mati (og margra annarra) ekki einusinni hálfnuð í hrunferli sínu. Ríkisstjórnin verður að skoða Icesave málið í ljósi þessa og gera ráð fyrir hinu allra versta. Hún þarf að hætta að stunda virki sitt sem Ríkisstjórn Evrópusambandsins á Íslandi og sem fótaþurrka Evrópusambandsins þar sem ESB fær að þurrka eigin skít yfir á íslensku þjóðina. Ríkisstjórnin þarf að verða Ríkisstjórn Íslands. Ef það tekst ekki verður að setja á þjóðstjórn. Þessir okurvextir - og að örðu leyti fullkomlega landráðalegir og ábyrgðarlausir bjartsýnis samningar - sem þið ætlið að gera fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, verða aldrei annað en ófyrirgefanleg stórfelld mistök og handvömm. Hin leynda og undirliggjandi ESB-dagskrá Samfylkingarinnar sem undir yfirborðinu hefur gengumsýrt öll stjórnmál á Íslandi hin síðustu tvö til þrjú ár, er að koma Íslandi ofaní hyl sem ekki verður komist uppúr aftur. Samfylkingin: takið ykkur saman! Vinstri Grænir: þið megið ekki svíkja öll kosningaloforðin svona hrikalega lauflétt. Þetta er ekki lýðræði. Þetta eru svik
Minnislisti tekinn í leyfisleysi frá bloggi Hans Haraldssonar:
Þegar Icesavedeilan hófst lá tvennt fyrir
- Annað var að íslenska ríkinu ber ekki skýr lagaleg skylda til þess að leggja innistæðutryggingasjóði til viðbótarfjármagn til þess að hann geti greitt út innistæðutryggingar að fullu.
- Hitt var að Bretum og Evrópusambandinu var mjög í mun að þessi ágalli á Evrópulöggjöfinni yrði ekki ljós í miðri fjármálakreppu voru tilbúin að beita þvingunaraðgerðum til þess að fá Ísland til þess að viðrkenna ábyrgð umfram það sem löggjöfin kveður á um með skýrum hætti.
- Allur minnislistinn er hér: Þorpsglyðran
Mynd 1: þróun hruns í heimsframleiðslu iðnaðar: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 2: þróun hruns hlutabréfamarkaða: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 3: þróun hruns í heimsviðskiptum: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 4: þróun stýrivaxta: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst. Stýrivextir eru lækkaðir hraðrar núna en 1929 svo það gæti gefið okkur von um að bati náist fyrr en 1929. En það sem mælir á móti er að fjármálamarkaðir núna eru vopnvæddir hættulegri vopnum gereyðingar en þá (afleiður/derivatives). Eins er aldursdreifing íbúa hagkerfa hins iðnvædda heims allt örðuvísis núna en þá. Eftirspurn, hvar ertu og hvaðan muntu koma? Vextir voru einnig lægri frá byrjun núna og geta því lækkað minna en 1929. Eina vonin er að sumar aðgerðir seðlabanka í markaði beri árangur (quantitative easing). En þar stendur seðlabanki Evrópusambandsins ekki vel að vígi
Mynd 5: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Frakklands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 6: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Þýskalands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 7: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Bretlands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 8: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Ítalíu: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst
Mynd 9: þróun hruns iðnaðarframleiðslu fjögurra smærri ríkja ESB, Belgía, Tékklands, Póllands og Svíþjóðar: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst.
Mun verðgildi eignasafna bankanna ná sér aftur, eða ekki?
Ef hrunferlið heldur áfram hin næstu tvö ár með bara helmingnum af því afli sem við höfum séð hingað til, þá verður að gera ráð fyrir að eignasöfn Landsbankans og annarra banka verði ekki mikils virði eftir þessi næstu tvö ár. Spurningin er þá hvort eignasöfnin munu yfir höfuð endurheimta verðgildi sitt aftur? Munu þau ná fyrri gildum? Svarið veltur á því hvar í heiminum eignirnar eru. Ef þær eru í hinum svo kölluðu iðnvæddu löndum er svarið mjög neikvætt. Ef eignasöfnin eru í Evrópusambandinu er svarið ennþá meira neikvætt - og samkæmt mínu áliti (og annarra) miklu miklu meira neikvætt.
Sannleikurinn er sá að samfélags- og efnahagslíkan kjarnalanda evrusvæðis eru svo gölluð að þau munu ekki ná sér aftur eftir þessa kreppu, nema að litlu leyti. Það mun ekki koma aftur sá vöxtur í þessum löndum sem gæti lyft eignasöfnunum upp á ný. Til þess eru hinar grunnleggjandi aðstæður í evrulöndunum orðnar varanlega of lélegar. Það er 100% öruggt að húsnæðisverð margra evrulanda mun halda áfram að falla og falla um ca. 30-50%. Atvinnuástand mun verða hræðilegt og skuldir ríkjanna munu veðra hræðilega miklar og fjármögnun þeirra afar erfið. Öldrun þegnana mun svo innsigla þessa lélegu þróun til langframa og verðhjöðnun mun verða vandamál sem ekki verður hægt að leysa. Það er alltaf eftirspurn (og verðbólga) sem lyftir verðum á mörkuðum. Kjarnalönd ervusvæðis munu ekki megna að búa til þá eftirspurn sem gæti lyft verðum aftur, nema að mjög litlu leyti. Utanaðkomandi eftirspurn (í gegnum útflutning) þarf því að vinna stærsta hluta verksins.
En frá og með þessari kreppu munu útflutningsgreinar evrusæðis verða varnalega skaddaðar og ósamkeppnishæfari við hin mörgu nýmarkaðslönd heimsins. Þýski iðnaðurinn er búinn að vera, þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera og sjálf þýska þjóðin sem neytendur er búin að lifa því hún er orðin svo öldruð. Ofan í þetta kemur svo sjáflt Evrópusambandið sem er búið að stórskadda möguleika fyrirtækjarekstrar í ESB. Einungis tilvist ESB er í sjálfu sér stór þáttur þessarar slæmu þróunar. Að ganga í ESB er núna það sama og að ganga í dauðagildru fyrir sköpun velmegunar á Íslandi og að setja á sig handjárn stöðnunar og hrörnunar til langframa
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Minningargrein. Andlát hagvaxtar í Þýskalandi
Minningargrein um hagkerfi Þýskalands. Formáli
Þýskaland er oft kallað vélin sem knýr evrusvæðið. Vegna þess að næstum öll kjarnahagkerfi evrusvæðis virðast smá saman vera að stoppa, fannst mér nærliggjandi að opna vélarrúmið og athuga hvort aðalvélin væri ennþá í gangi. Þegar ofaní vélarrúmið er komið er mjög auðvelt að skilja af hverju evrusvæðið er að stoppa, visna og deyja sem hagvaxtarsvæði. Vélin er nefnilega stopp. Skipið er því að stoppa. Það hefur aðeins liðið áfram þessar síðustu mílurnar. Líðið létt áfram frá aflinu sem síðasta hóst og púst vélarinnar veitti því. Ljósavélarnar keyra þó ennþá svo aðeins fáir um borð taka eftir því að aðalvélin er þögnuð. Til frekari fróðleiks og skilnings má lesa um svipaða vélarbilun hér: engine faliure
Ég hef því verið að rýna í ýmis nytsamleg gögn til að geta skrifað minningargrein um hagkerfi Þýskalands. Undirstöður undir fyrsta hluta þessarar greinar má sjá hér á forsíðunni ásamt lítilli mynd frá sjálfu andlátinu. Ég læt vita þegar öll minningargreinin er tilbúin. Einnig er á sama stað hægt að kíkja á seinustu hagvaxtartölur fyrir ESB, evrusvæði og annarra landa ásamt tölum yfir atvinnuleysi í ESB og evrulöndum síðustu 12 mánuði. Tölurnar komu út í gær og í fyrradag. Margt fleira er þarna á tilverunni hér í esb
Lettland og fleiri lönd ESB að hrynja. Myntráðið peningalaust
Þá er það orðið nokkuð víst að myntráð Lettlands er að verða þurrausið og efnahagur alls landsins að brenna. Landið og þjóðin mun ekki lifa af að vera í meðferð hjá ESB í ERM (The Extended Recession Mechanism). Því er stór gengisfelling ekki lengur spurning um hvort hún kemur, heldur aðeins spurning um hvenær hún kemur (FT og Telegraph). Ég kom inná þetta í síðasta pistli. Hann fjallaði um að hinir "vísu" hagmenn Danmerkur sögðu að það væri enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku
- - - - - - - - - - SÍMSKEYTI - - - - - - - - - -
Lavtivian Government had a failed bond auction yesterday. They had no takers for their short term debt. This is the ultimate end of the road for the Debtor nations. Its a stark date with destiny that, as a nation of debt, youve reached the end of the line. When you cant sell your bonds any longer its game over. That means that your currency is seriously overvalued relative to the rest of the world. You can no longer pay your debts. The world will shut you off. Youre nothing but a bad debt. BOÐBERI
- - - - - - - - - FULLT STOPP - - - - - - - - - -
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 29. maí 2009
Hinir vísu menn Danmerkur: enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku
Skýrsla hinna "vísu manna" efnahagsmála í Danmörku kom út í gær

Hið virta og óháða ráð efnahagsmála í Danmörku (De Økonomiske Råd) kom út með skýrslu sína í gær. Margir hafa beðið eftir þessari skýrslu með óþreyju því spursmálið um hugsanlega evruupptöku í Danmörku var tekið gaumgæfilega fyrir að þessu sinni. Allir hér vita að það er mikið mark tekið á því sem ráðið segir, því það er ekki háð samtökum eða stjórnmálum. Formennska í ráðinu samanstendur af hinum svokölluðu fjórum "vísu mönnum" efnahagsmála Danmerkur (de fire økonomiske vismænd). Í þessari skýrslu var sem sagt sérstaklega tekið fyrir efnið "evra eða króna" (euro eller krone). Spurningin um hvort Danmörk ætti að taka upp evru eða ekki
Niðurstaða ráðsins er sú að það sé enginn sérstakur efnahagslegur ávinningur, sem tekur sig að nefna, við það að taka upp evru í Danmörku. Ráðið telur upp ýmsa smábita af efnahagslegum kostum sem sameiginleg mynt gæti fært landinu. Þessir brauðmolar eru þó ekki nægilega stórir til að sannfæra ráðið um afgerandi kosti þess að gefa eigin mynt upp á bátinn og taka upp mynt Evrópusambandsins, evru
Ráðið bendir á að það hafi skapast ákveðnir kostir fyrir verslun og viðskipti við það að hafa "fast gengi" á milli Danmerkur og evrusvæðis. En viðskiptalegir kostir þess, metnir í peningum, eru þó ekki stærri en sem nemur 0,5% af þjóðarframleiðslu Danmerkur, segir ráðið. Hvað varðar fastgengisstefnuna er þó kannski meira athyglisvert og einnig mikilvægt að nefna að Danmörk hefur alls ekki hefð fyrir því að hafa mynt sína frjálst fljótandi. Danska krónan hefur nefnilega á flestum tímum verið negld föst við eitthvað, segir ráðið.
350 blaðsíður
Ég hef blaðað lauslega yfir skýrsluna, hún er yfir 350 síður. Ég vil segja þetta um það sem mér finnst merkilegast og áberandi nýtt í skýrslunni - og sem ég hef ekki séð þar áður. Það má nefnilega, að mínu mati, lesa út úr skýrslunni talsverðann og raunverulegan ótta, eða áhyggjur, um að öldrun þegna evrusvæðis muni geta skapað vandamál um háls ríkissjóða evrusvæðis í formi mikillar ríkisskuldabyrði, þegar litið er lengra framávið. Þessi byrði gæti grafið undan peningastefnu evrusvæðis og þvingað myntsvæðið út í ógöngur. Þetta nefnir ráðið sérstaklega. Einnig gætu aðstæður hugsanlega þvingað Danmörku til að leita sér nýrra markaða á öðrum heimssvæðum en á sjálfu evrusvæðinu í framtíðinni. Og þá er ekki gott að hafa kastað krónunni fyrir borð því ráðið segir að það sé sáttmálalega bannað að segja sig úr myntbandalaginu, svo ekki sé talað um hina praktísku hlið málsins.
Lokaniðurstaða ráðsins
Lokaniðurstaða ráðsins er þessi: ákvörðunin um hvort taka eigi upp myntina evru í Danmörku er pólitísk spurning. Þetta er ekki efnahagsleg spurning
Viðbrögðin: brauðmolarnir eða gleðin
Viðbrögðin við skýrslunni hér í Danmörku eru bæði edrú og sprenghlægileg á sama tíma. Það er alveg greinilegt að þetta er fyrst og fremst pólitískt efni eins og ráðið svo kristal tært segir að það sé. Danmarks Radio (ríkisútvarpið) hefur greinilega lesið skýrsluna og kom með fréttina matreidda svona: Vismænd: Ingen gevinst ved at skifte til euro (enginn ávinningur við evru). En svo eru það stjórnmálamennirnir, sumir fjölmiðlar og ýmis hagsmunasamtök. Þeir aðilar baða sig ýmist uppúr brauðmolunum og gleyma þessu um pólitíkina, eða þá að þeir eru sigri hrósandi og segja, "hvað sagði ég!"
Sjálfur segi ég: hvað sagði ég!

Það verður einmitt fróðlegt að sjá hvernig seðlabanki Evrópusambandsins ætlar að reyna tryggja hinn fræga "stöðugleika" í mörgum löndum evrusvæðis á næstu árum. Það kallast nefnilega ekki stöðugleiki þegar verðbólgan er neikvæð, þ.e. þegar það ríkir verðhjöðnun eins og gerir í sumum ríkjum evrusvæðis núna. Eða þegar skuldir evruríkja eru að blómstra út eins og nýjar frostrósir. Mínus 2% verðbólga er 100 sinnum verra en +6% verðbólga. Verðbólgumarkmið ECB er 2% jákvæð verðbólga á ári. Því takmarki verður erfitt að viðhalda á elliheimilinu Evrusvæði á næstunni. Ef Þýskaland mun springa í loft upp á næstu árum, eins og ég spái, þá verður ekki gaman að heita evra, eða gera mikið og stórt út á þann markað. Þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera, þýski iðnaðurinn er búinn að vera, þjóðin sjálf er búin að lifa, því hún er orðin svo öldruð. Þetta mun ekki enda vel, því þetta þýðir nefnilega að þýska hagkerfið er búið að vera. Vélin í evrunni er því miður að verða handónýt og því sem næst úrbrædd.
Lausar fregnir úr evru-bið-löndum

Það berast þær fréttir að Lettland sé á leiðinni til þess að fara að gefa út miða. Það er nefnilega komin mikil peningaleg þurrð í myntráði Lettlands og það þarf að borga opinberum starfsmönnum laun og greiða út bætur. Myntráð getur ekki prentað peninga. Þessu glopruðu frammámenn í Lettlandi út úr sér í fyrradag, - að þeir myndu bara prenta "miða" ef alger peningaleg þurrð kemur í ríkissjóð Lettlands, skyldi IMF ekki veita lánin til Lettlands á réttum tíma. Í stað peninga getur myntráðið prentað svona "I owe you" miða eins og gert var undir myntráði Argentínu, þar til vitið kom aftur í kollinn á IMF, ríkisstjórn Argentínu og gengið var fellt. Danske Bank gaf út sterka opinbera aðvörun í gær um að massíf gengisfelling gæti verið í vændum fyrir botni Eystrasalts. Sænski seðlabankinn hefur verið að undirbúa sig gaumgæfilega og Finnar eru á nálum. Danske Bank segir að sænski seðlabankinn og króna hans muni þola gengisfellinguna með ágætum þegar hún kemur. En fyrir þá sem vita það ekki þá er næstum allt bankaerfi Lettlands og Eystrasaltsríkjanna í eigu sænskra banka. Reyndar er stærsti hluti bankakerfis Austur Evrópu einnig í eigu Vestur Evrópskra banka og sem flestir eiga heima - hmm já hvar? - á evrusvæðinu!
RIGBOR viðmiðunarvextir á millibankamarkaði innanlands í Lettlandi voru 13,7% þann 14. maí. Þetta eru lánskjörin á millibankamarkaði í hagkerfi sem sökk um heil 18% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Já, myntráðið er búið að taka ráðin af hagkerfi Lettlands. Það er beðið mjög hart og fast eftir evrunni. Skyldi nokkur verða eftir í landinu þegar hún kemur, eða kemur ekki?
Skýrslan
frá "De økonomiske råds formandskab" sem ber nafnið "Dansk Økonomi, forår 2009" er viðhengd hér neðst við þessa færslu á PDF sniði ásamt glærum sem stytta þetta stóra, langa og leiðinlega mál töluvert. Slóð á heimasíðu: De Økonomiske Råd
Fyrri færsla
Forsíða þessarar bloggsíðu
Evrópumál | Breytt 4.6.2009 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Prófessor: það er búið að þjóðnýta stjórnmál á ný í Evrópusambandinu
Stefan Collignon: "farsi kosninga og lýðræðis í Evrópusambandinu"
Úrdráttur (á ensku) úr grein Stefan Collignon sem birtist í FT Deutschland í gær. Einnig ný síða með tölum yfir kosningaþátttöku í hinum svo kölluðu "kosningum" til "þings" Evrópusambandsins frá upphafi, hér á tilveraniesb.net :: Um lýðræði í ESB: Þátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins frá 1979
Fyrri færsla
Forsíða þessarar bloggsíðu
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Upplagt að nota kreppuna til að sameina skatta, skuldir og fjárlög í Evrópusambandinu
Kreppan er gott tækifæri til að 'samhæfa' skatta og útgjöld ríkissjóða Evrópusambandsins
Jean Quatremer skrifar í Coulisses de Bruxelles að fjármálakreppan, sem er að breytast í verstu efnahagskreppu frá lokum seinni heimsstyrjaldar, sé upplagt tækifæri til að þrýsta á um sameiningu fjárlaga, skatta og skulda í ríkjum Evrópusambandsins
Öll fréttin hér á tilveraniesb.net => Upplagt að nota kreppuna til að sameina skatta, skuldir og fjárlög í ESB
Fyrri færsla
- Forsíða þessarar bloggsíðu
Sunnudagur, 24. maí 2009
Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru. Að læsa sig inni í mynt og tollabandalagi Evrópusambandsins
úr greininni: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Yfirskriftir greinarinnar
Finnar eiga ekki afturkvæmt
Innganga Finnlands í myntbandalag Evrópusambandsins er óafturkallanleg og endanleg, sagði viðskiptaráðherra Finnlands. Það er engin leið fyrir Finnland út úr hvorki ESB né myntbandalaginu aftur. Engin leið. Þessu varaði viðskiptaráðherra Paavo Väyrynen við þegar gengið var inn í myntbandalagið.
Fyrir stuttu lýsti viðskiptaráðherra Finnlands því yfir að sænski skógar- og tréiðnaðurinn hafi varðveitt samkeppnishæfni sína vegna þess að Svíar hafi sænsku krónuna. Hún stillir af samkeppnishæfni iðnaðarins. "Við erum í hinu dýra myntbandalagi og Svíar hlaupa með viðskiptin" . . .
Tímar breytast og burðarstoðir viðskiptahugmynda geta brostið
Markaðurinn fyrir farsíma og handtölvur er að breytast . . .
En hvað með þennan 230.000 ferkílómetra skóg Finnlands?
En þessu er ekki svona farið með vörur úr skógum Finnlands . . .
Finnland 1983-2008
- Finnland og utanríkisviðskipti . . .
- Hlutfallsleg skipting útflutningsgreina . . .
- Viðskiptajöfnuður í tækniiðnaði . . .
- Útflutningur helstu útflutninggreina innan og utan markaða ESB . . .
- Endurútflutningur eftir vörutegundum . . .
- Þróun viðskipta á milli Sovétríkjanna og hins nýja Rússlands . . .
Svíþjóð 1999-2008
- Þróun útflutnings á afurðum úr skógum Svíþjóðar . . .
- Gengi SEK og USD m Gengi SEK og USD miðað við EUR . . .
Skógar- og tréiðnaður Finnlands og Svíþjóðar
- PappírsframleiðslaFramleiðsla á massa til m.a. pappírsiðnaðar . . .
- Framleiðsla á plötum úr tré . . .
- Framleiðsla á tré til iðnaðar . . .
- Skógar Norðurlanda . . .
- Viðskiptajöfnuður skógar og trjáiðnaðar . . .
- Þjóðarframleiðsla og atvinnuleysi. Finnland og Ísland borið saman . . .
- Greiðslur Finnlands til ESB . . .
- Þjóðarframleiðsla Finnlands og Íslands, 30 ár . . .
- Atvinnuleysi í Finnlandi og á Íslandi. 30 ár . . .
- Greiðslur Finnlands til ESB frá upphafi . . .
Evrópufræðingar, hagfræðingar, fræðingar og titlamenn
Þeir sem hafa prófað að stunda viðskipti í Evrópusambandinu - og það hafa hinir svo kölluðu Evrópufræðingar ekki . . .
Tveir ólíkir hlutir
- Velmegun og velferð
- Hvað er velmegun? . . .
- Hvað er velferð? . . .
Forsenda velmegunar er frelsið
Frelsið er vöðvabúnt heilans og þegar það dafnar með ágætum þá eykst velmegun okkar allra . . .
Niðurstaða . . .
Lesist hér
Þetta er allt hægt að skoða og lesa meira um hér á www.tilveraniesb.net í þessari grein => Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Fyrri bloggfærsla
Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum
Hvernig finnst ykkur þetta?
Til hamingju Ísland
Kæru Íslendingar. Nú fáið þið loksins tækiæri á að prófa hvernig það er að vera evruland í ca einn til þrjá mánuði á svona ca síðustu 30 árum. Myndin hér að ofan sýnir okkur atvinnuleysi á Íslandi og í evrulöndum frá 1980 til 2010. Þetta er svona samkvæmt tölum og gögnum frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF). Nú vitið þið bráðum hvernig þetta er. Það góða við stöðuna er þó það, að þið eruð sem betur fer ekki með sjálfa evruna. Þetta ástand mun því læknast aftur eftir nokkra mánuði. Ísland er nefnilega með sinn eigin gjaldmiðil sem hefur megnað að gera Íslendinga að einni ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma. Þátt fyrir stór mistök við hagstjórn landsins
Þau lönd sem hafa ekki svona tryllitæki sjálf, eru háð náð og miskunn hinna peningalegu máttarvalda í Mið & Suður Evrópu. Þessi yfirvöld hafa alltaf reynt að koma á því sem Mið Evrópumenn kalla "stöðugleika". En þetta orð, stöðugleiki, er notað yfir þennan samfellda múr af massífu atvinnuleysi sem sést þarna á myndinni. Engin ríki þola svona atvinnuleysi og sóun. Þau verða alltaf fátækari og fátækari. Ofan í þessar tölur frá IMF kemur svo allt hið falda og leynda atvinnuleysi sem inniheldur allt það fólk sem hýst er í hinum mörgu og stóru kassageymslum ríkja ríkjanna. Þetta fólk verður litið sem ekkert vart við kreppuna núna. Hún er nefnilega alltaf hjá þeim. It just plain works!
Evran virkar
Nýja kreppan, sem hægt og rólega er að bíta sig fasta á evrusvæði núna, mun hafa þau áhrif að íbúar evrusvæðis munu fá sinn týnda japanska áratug (og sennilega tvo) af ALGERRI stöðnun. Nýjustu tölur um ekki-hagvöxt segja okkur nefnilega að meðalhagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið um 0,6% á ári frá árinu 2000. Sem sagt 9 ár af engu. It just plain works!
Meira hér að neðan um stöðugleika (litinn sem engan hagvöxt) og mikið massíft atvinnuleysi
- Evrópusambandið
- Hverjir borga?
- Seinustu hagvaxtartölur fyrir ESB, Evrusvæði og fleira
- Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni
- Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni
- Evrópusambandið og Bandaríkin
- Fjórar húsnæðisbólur og einn dalur
Ein til tvær fyrri bloggfærslur
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 16. maí 2009
Í vikulokin 16. maí 2009 - á tilveran í esb net
Í vikulokin 16. maí 2009 á www.tilveraniesb.net
Nánar um nýjar og eldri hagvaxtartölur hér
- Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni
- Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni
- Virkar peningastefna evrópska seðlabankans á Spáni núna?
- Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!
- Andstaðan gegn evru eykst í Danmörku. Stuðningur við hernaðar og réttarfarsmál ESB hrynur
- Stefna ríkisstjórnarinnar í ESB er stjórnskipulegur óskapnaður
Smella hér til að lesa
Megi helgin og næsta vika verða ykkur góð
Nytt/eldingarfrétt: Evrópusambandið tapaði Eurovision keppninni fyrir EFTA sökum þess að það sér hag sínum best borgið í farvegi einangrunar frá umheiminum. Synd
Evrópumál | Breytt 17.5.2009 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eitthvað sem ekki passar hér [u]
- Kristrún stígur ekki í vitið, svo mikið er nú víst
- Þorgerður mín
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 125
- Frá upphafi: 1404892
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júní 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008