Leita í fréttum mbl.is

Upplagt að nota kreppuna til að sameina skatta, skuldir og fjárlög í Evrópusambandinu

Kreppan er gott tækifæri til að 'samhæfa' skatta og útgjöld ríkissjóða Evrópusambandsins

Jean Quatremer skrifar í Coulisses de Bruxelles að fjármálakreppan, sem er að breytast í verstu efnahagskreppu frá lokum seinni heimsstyrjaldar, sé upplagt tækifæri til að þrýsta á um sameiningu fjárlaga, skatta og skulda í ríkjum Evrópusambandsins

Öll fréttin hér á tilveraniesb.net => Upplagt að nota kreppuna til að sameina skatta, skuldir og fjárlög í ESB 

 

Fyrri færsla

Forsíða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Nákvæmlega...fólk verður að átta sig á því að það er ekki um aðildarviðræður inn í ESB að ræða...ESB mun nefnilega breytast í Bandaríki Evrópu. Ein stjórn, einn vilji, ein þjóð, einn foringi......

Haraldur Baldursson, 27.5.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

ES:EU stefnir á sameiginleg neðri skattamörk allra meðlimaríka, í samræmi við markmið samninga um samþættingu, augljóst hvað gerist ef sum meðlimaríki í kreppunni fara að undirbjóða skatta og drag til sín alla alþjóðaauðhringastarfsemi. Þetta stjórarskrárbundna vaxtaskattaskrímsli :

Système européen de banques centrales

er það ekki alveg spes fyrir skrifræðis og lénskerfis [menningar] fjármálaarf gömlu heimsveldanna? 

Júlíus Björnsson, 27.5.2009 kl. 18:03

3 identicon

Jean Quatremer er franskur bloggari. Ertu að blogga um blogg? Vel gert. Ætli hann bloggi um að þú bloggir um bloggið hans næst?

Maður spyr sig.

Með kveðju úr EU!

Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk kærlega fyrir innlitið Haraldur og Júlíus

Þakka þér, Uni Gíslason, fyrir að deila með okkur þinni góðu þekkingu á ESB og því fólki sem þar býr og starfar. Ef þú veist ekki hver maðurinn er sem ég vitna í þá er hér smá upplýsing. En það er þannig að oft er vintað í Jean Quatremer í evrópskum dagblöðum og í sérfræði um málefni ESB og myntbandalagsins:

Um Jean Quatremer

á bloggsíðu hans: Jean Quatremer

á Wikipedia: Jean Quatremer

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég ætti að taka það fram Uni að ég skil þig mæta vel. Mjög vel.

Fæstir sem búa í ESB vita nefnilega hvað er að gerast í ESB og hafa því síður áhuga á því sem þar er að gerast í heild, þó svo að það varði líf og limi þeirra og barna þeirra einnig

En þó er það þannig að það eru einmitt viðhorf og skoðanir manna í fararbroddi hins viðtekna opinbera sannleika (opinion makers a la RUV-MBL-FB-SA-ASÍ) sem verða svo oft að reglum og lögum fyrir þig og mig niðri í þingi Evrópusambandsins í ljóta bæ, því flestir sem þar sitja eru komnir þagnað fyrir tilstilli engra: Sjá nánar: Kosningaþátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins frá 1979

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2009 kl. 00:36

6 Smámynd: Jón Lárusson

Fólk verður að átta sig á því að þegar tekin er ákvörðun um inngöngu í ESB, þá er ekki hægt að horfa til þess hvað sambandið er í dag. Það er enn síður hægt að líta á þetta sem eitthvað tolla- og viðskiptabandalag eins og það var fyrir einhverjum tuttugu árum síðan. Innganga er eitthvað varanlegt og því verður að skoða fyrirbærið út frá framtíðarsýn þeirra sem ráða.

Lissabon sáttmálinn er mjög skemmtilegt dæmi um framtíð ESB. Þarna er um að ræða stofnun alríkissambands í anda BNA þar sem völdin færast öll til Brussel. En það sem er áhugaverðast við Lissabon sáttmálan er tilkoma hans. Sáttmálinn er gerður til þess að koma í veg fyrir að lýðræðið geti hamlað "réttum" ákvörðunum báknsins.

Með inngöngu í ESB er verið að ganga í ríkjasamband þar sem alræðisvaldið liggur í Brussel og lýðræðið er fótum troðið. Spurning hversu heillandi heimur það sé.

Jón Lárusson, 28.5.2009 kl. 10:07

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Jón Lárusson

Já þetta er einmitt það sem hefur gerst, er að gerast og mun gerast áfram. Gamla EF breyttist hratt en ESB breytist enn hraðar. Samkæmt frægum ummælum forsætisráðherra Danmerkur árið 1986, þá var Evrópusambandið steindautt sem hugmynd árið 1986. En nei. Það reyndist ekki dautt. Alls ekki. Danski forsætisráðherrann réði bara engu um það. Ég skrifaði blogggrein um þessi frægu mistök Poul Schluters

Danmörk 1986: Evrópusambandið er steindautt

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband