Leita í fréttum mbl.is

Minningargrein. Andlát hagvaxtar í Þýskalandi

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár 

Minningargrein um hagkerfi Þýskalands. Formáli

Þýskaland er oft kallað vélin sem knýr evrusvæðið. Vegna þess að næstum öll kjarnahagkerfi evrusvæðis virðast smá saman vera að stoppa, fannst mér nærliggjandi að opna vélarrúmið og athuga hvort aðalvélin væri ennþá í gangi. Þegar ofaní vélarrúmið er komið er mjög auðvelt að skilja af hverju evrusvæðið er að stoppa, visna og deyja sem hagvaxtarsvæði. Vélin er nefnilega stopp. Skipið er því að stoppa. Það hefur aðeins liðið áfram þessar síðustu mílurnar. Líðið létt áfram frá aflinu sem síðasta hóst og púst vélarinnar veitti því. Ljósavélarnar keyra þó ennþá svo aðeins fáir um borð taka eftir því að aðalvélin er þögnuð. Til frekari fróðleiks og skilnings má lesa um svipaða vélarbilun hér: engine faliure

Ég hef því verið að rýna í ýmis nytsamleg gögn til að geta skrifað minningargrein um hagkerfi Þýskalands. Undirstöður undir fyrsta hluta þessarar greinar má sjá hér á forsíðunni ásamt lítilli mynd frá sjálfu andlátinu. Ég læt vita þegar öll minningargreinin er tilbúin. Einnig er á sama stað hægt að kíkja á seinustu hagvaxtartölur fyrir ESB, evrusvæði og annarra landa ásamt tölum yfir atvinnuleysi í ESB og evrulöndum síðustu 12 mánuði. Tölurnar komu út í gær og í fyrradag. Margt fleira er þarna á tilverunni hér í esb

Lettland og fleiri lönd ESB að hrynja. Myntráðið peningalaust

Þá er það orðið nokkuð víst að myntráð Lettlands er að verða þurrausið og efnahagur alls landsins að brenna. Landið og þjóðin mun ekki lifa af að vera í meðferð hjá ESB í ERM (The Extended Recession Mechanism). Því er stór gengisfelling ekki lengur spurning um hvort hún kemur, heldur aðeins spurning um hvenær hún kemur (FT og Telegraph). Ég kom inná þetta í síðasta pistli. Hann fjallaði um að hinir "vísu" hagmenn Danmerkur sögðu að það væri enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku

 

- - - - - - - - - - SÍMSKEYTI - - - - - - - - - -

Lavtivian Government had a failed bond auction yesterday. They had no takers for their short term debt. This is the ultimate end of the road for the Debtor nations. It’s a stark date with destiny that, as a nation of debt, you’ve reached the end of the line. When you can’t sell your bonds any longer it’s game over. That means that your currency is seriously overvalued relative to the rest of the world. You can no longer pay your debts. The world will shut you off. You’re nothing but a bad debt. BOÐBERI

- - - - - - - - - FULLT STOPP - - - - - - - - - - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Historiker

Það væri nú líka eitthvað skrítið ef samdráttur á heimsvísu myndi engin áhrif hafa á Þýskaland, er það ekki? Þetta er aðeins tímabundið vélarhökkt. Þýska vélin verður farin að malla fyrr en varir, og ESB með. Berlin bleibt der Mittelpunkt der Welt.

Historiker, 4.6.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Sá sem kallar sig Historiker hlýtur að hafa áhuga á sögu. Tímaskynið verður kannski annað þegar menn skoða söguna aldir og árþúsund aftur í tímann. En þó 50 ár séu ekki langur tími í lífi þjóðar er minn skilningur sá að hnignun sem staðið hefur samfellt í hálfa öld sé ekki "aðeins tímabundið vélarhökt".

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Historiker

Hagvöxtur efnahagsundursins er náttúrulega óeðlilegt viðmið þar sem landið var í rúst, á efnahagslegum núllpunkti. Síðan er annað mál að það er hvorki æskilegt né mögulegt að hafa slíkan hagvöxt lengi.

Historiker, 4.6.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þess vegna sagði ég 50 ár, 1960-2010, til að telja ekki eftirstríðsárin með. Jafnvel þó aðeins sé tekinn aldarfjórðungur 1985-2010 verður það að teljast meira en tímabundið hökt. Tíminn leiðir svo í ljós hvernig tekst að fá vélina til að malla aftur.

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innleggin.

Athugið að áratugurinn með sameiningu Þýskalands og sem einnig var upphaf hnattvæðingar (1991-2001) var einstakt tækifæri til að búa til vöxt, velmegun og velgengni. En það kom næstum enginn vöxtur.

Svo kom næsti áratugur með blómstrun hinnar stóru hnattvæðingar (2001-2010) og allt var eins steindautt og getur orðið án þess að bókstaflega hrynja saman í einum allherjar samdrætti. Frá 2005-2008 fækkaði Þjóðverjum um ca. 350.000 manns og marka þessi ár upphaf hinnar stóru hrörnunar þjóðfélags Þýskalands og flestra annarra hagkerfa á evrusvæði. Stóran hluta tímans hefur einkaneysla dregist saman og launaframgangur verið 0,0% í Þýskalandi.

En þetta var sem sagt einungis formálinn að minningargreininni

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2009 kl. 06:55

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Er ekki eðlilegt að hagvöxtur sé nokkuð í fasa við fólksfjölgun, kannski 15- 20 árum á eftir. Þá þýðir þetta ekki endilega að hagstjórn hafi verið slæm heldur bara að fólkiði hætti að fjölga sér. Ég held reyndar að hagstjórn í þýskalendi hafi verið með ágætum, minnsta kosti á fyrrihluta þessa tímabils. það sem virðist hafa skort á var að bregðast við fólksfækuninni ef vilji hafi þá verið fyrir því en fólksfjölgun er jú líka vandamál. Djúpi samrátturinn á líðandi ári er aðalega vegna alheimskerpunar sem ekki er þjóðverjunm einum að kenna eða hvað.

Takk fyrir allar greinarnar og ekki síst gagnavinnuna Gunnar. Þú hefur haldið mér betur upplýstum um ástandið í ebé.

Guðmundur Jónsson, 5.6.2009 kl. 09:07

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Guðmundur Jónsson
Hvar byrjar og endar hagstjórn ? Þýskaland hefur ekki lukkast að skapa sínu samfélagi þann ramma sem tryggir eðlilega endurnýjun. Það er eitthvað í þeirra samfélagi sem hvetur ekki nægjanlega til barnsfæðinga. Reglugerðabákn, flókið ferli við að stofna fyrirtæki, einhver flóknasta skattakerfi í byggðu bóli, of þétt byggð (??? þvæla), of mikil lífsgæði (það stoppar ekki Dani), of mikil áherlsa á einstaklingin og hans þarfir (?), stórborgir einangri einstaklinga of mikið,.... undir strikið er þetta ekki að skila sér í endurnýjun.
Og það sem meira er, þetta á við all flest ESB löndin ! Þetta á ekki við Ísland og þetta á ekki við USA, eða Kanada. Kannski er þetta ESB vírus sem ræðst á verkfærin sem notuð eru til endurnýjunar ???

Haraldur Baldursson, 5.6.2009 kl. 10:09

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Leigjum vinnsluréttinn á Drekanum til 99 ára, gegn skuldum ríkisins, fyritækjanna og heimilana....sjá hér. Og gleymum þessu ESB aðildarbullinu, okkur mun til framtíðar alltaf líða betur utan þess. Drífum okkur frekar inn í helgina og fjölgum okkur

Haraldur Baldursson, 5.6.2009 kl. 10:16

9 Smámynd: Historiker

Þetta eru nú barasta ósköp eðlilegar fólksfjölda sveiflur og voðalega lítið við þær að athuga. Málið er nú einu sinni þannig að eftir stöðnun og lítils háttar fólksfækkun fer fólkinu aftur að fjölga. Þetta er allt hluti af ákveðnu jafnvægi sem hefur verið vel rannsakað og er nánast lögmál í fólksfjöldafræðunum.

Historiker, 5.6.2009 kl. 15:32

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sá sem kallar sig historiker virðist alls ekki vera veruleikatengdur.

Að þjóðir fækki sér, svona eins og þær eru að byrja að gera og munu gera á næstum öllu evrusvæðinu næstu mörg mörg árin, er hvorki meira né minna en alger katastrófa fyrir þá sem þurfa að búa, vinna og greiða skatta þar í framtíðinni.

Það er ekkert eðlilegt við það að þjóðir útrými sér sjálfar. Það er í hæsta máta óeðlilegt og perverst. Þetta gerðist undir kommúnismanum og er einnig að gerast á evrusvæðinu og víðar í ESB og í allri Austur Evrópu.

Þessi samfélagslega þróun þýðir að allt efnahagslíf, efirspurn, fjárfestingar, verðlagsþróun, kaupmáttarþróun, launasamningar, skattabyrði, velmegun og velferð mun versna næstu 40 árin - og EKKI byrja að lagst fyrr en í besta falli eftir að minnsta kosti næstu 50 ár.

Þetta veður eitt lélegasta efnahagssvæði heimsins fyrir þá sem eru að leita að tækifærum og bjartri framtíð. En það gerir einmitt ungt fólk sem vill stofna heimili, eignast börn og byggja hreiður. Af hverju í ósköpunum heldur þú að t.d. Evrópubúar hafi á sínum tíma flutt frá Evrópu og til Ameríku. Jú, í leit að nýjum tækifærum.

Svo geta menn hugsað það þeir vilja um hið svokallaða Þýskaland. Það er löngu steindautt. Þegnar þess eru orðnir velferðarfíklar og hættir að geta hugsað sjálfir.

Það eru kosningar í Þýskalandi núna í sumar. Það skemmtilega við þær kosningar er einmitt sú staðreynd að helmingur kjósenda veða orðnir sextugir og eldri. Ungt fólk í Þýskalandi mun eiga í vök að verjast í þessum kosningum. Sérstaklega mun ungt fólk með börn eiga í mikla vök að verjast

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2009 kl. 16:18

11 Smámynd: Historiker

Skondin þessi árátta að vera sífellt með einhverjar heimsendaspár. Reyndar er þetta hálfgerð þráhyggja hjá þér gagnvart ESB. Framtíðin í ESB er björt og full af tækifærum, og munum að heimsendaspámenn hafa iðulega kolrangt fyrir sér.

Historiker, 5.6.2009 kl. 20:20

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

í ESB búa minna en tíundi hluti jarðarbúa Historiker svo þó allt fari á versta veg þar og ESB útrími sér með gæludýraeldi og kynvillu þá þarft þú ekki að hafa neinar áhyggjur af heimsendi. Reyndar held ég að heimurinn gæti jafn vel bara verið betri án ebé.

Guðmundur Jónsson, 5.6.2009 kl. 22:39

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er hárrétt hjá Guðmundi að enginn heimsendir verður við það að Þýskaland og evrusvæðið dragist saman og falli niður í economic slump.

Peningar til fjárfestinga fara bara annað og þeir fara einmitt alltaf þangað sem þeir hafa það gott, - jafnvel á heimsenda. Það var þessvegna sem svona miklir peningar voru lánaðir til fyrirtækja og banka á íslandi. Fjárfestar vissu að framtíðarhorfur Íslands voru og eru góðar. Sérstaklega ef Ísland heldur sig áfram utan við lömun og mæðuveiki frá eiturgufum Elliheimilis ESB.

Það yrði uppi fótur og fit á Íslandi ef framtíðarhorfur Íslands væru svona lélegar eins og Þýskalands, Spánar, Ítalíu, Portúgals, Belgíu, Hollands, Grikklands og Austur Evrópu. Ef 30-35% af núverandi Íslendingum á vinnualdri (skattgreiðendur) hyrfu af vinnumarkaði og settust ofan á börnin sín, sem væru þó aðeins örfá og með aldeilis of skattpínd barin bök til að bera það hlass.

Fjármálamarkaður fyrir skuldabréf til reksturs elliheimilis án tekjugrundvallar verður alltaf lélegur fjármálamarkaður. Þess vegna þarf að leita til betri markaða og þeir verða ekki í ESB frekar en þeir eru í Japan í dag.

Frábært tilboð: við bjóðum þér 1% ávöxtun á fjárfestingum þínum hér næstu 100 árin. Gríptu tækifærið og keyptu hlut í Elliheimilinu ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband