Færsluflokkur: Evrópumál
Föstudagur, 11. desember 2009
Er evran landgönguprammi? Mikil spilling í Evrópusambandinu og í Brussel segja þegnarnir.
Bloomberg: Ireland, Greece May Leave Euro, Standard Bank Says.
Er evran landgönguprammi?
Spilling er tískuorð á að minnsta kosti á tveimur eyjum og heilu meginlandi. Þetta á ekki bara við núna heldur næstum alltaf. Inn á tölvuskjá minn rataði írska bloggsíðan Sinn Féin Keep Left. Ástæðan var sú að ég var að "Googla" Finnland. Jahá svona gerist þetta. Þessi írska bloggsíða fjallar ekki um Finnland heldur um Írland. Þar var verið að vitna í bókadóm í blaðinu Guardian. Bókin heitir: Fullfermi af fíflum - hvernig heimska og spilling sökkti hinum keltneska tígur
Irish GDP is now shrinking faster than in any other advanced economy, and the country's gross indebtedness is larger than Japan's
Mín reynsla er sú að það fyrsta sem manni dettur í hug er yfirleitt það rétta. Þegar ég sá mynd bókarkápunnar af þrífóta evrunni þarna á kafi í höfninni í Dyflinni, þá datt mér strax í hug sokkinn landgönguprammi. Búið er að losa og tæma djásnið. Upp er svo sprottinn skógur byggingakrana. Afleiður byggingakrana eru yfirleitt byggingar - og skuldir, miklar skuldir.
En byggjendur eru nú flestir lagstir í rúmið inni í svefnálmunni sem NAMA-ríkisstjórn Írlands er að leigja undir alla þá sem byggðu þessa risastóru svefnálmu - og sem seinna urðu atvinnulausir eftir að þeir voru búnir að losa, tæma og byggja úr prammanum. Það er sem sagt komið að útborgunardegi. Ekki fyrir Íra heldur fyrir þá sem sendu þeim evruna með neikvæðum stýrivöxtum árum saman. Það er að segja, stýrivextirnir voru neikvæðir á Írlandi því þar var verðbólgan miklu hærri en heima á þýska stýri-vaxtaheimilinu í Frankfurt. Þessir þýsku vextir stýra svo vel.
Perhaps its best hope now is to revert as soon as possible to third world status and qualify for a loan from the IMF.
Það er eiginlega ekki hægt að hafa eftir það sem stendur um það sem stendur í bókinni. Best er að lesa það í hljóði. En þarna á bloggsíðunni er nefnt að Írar verði að byrja þjóðfélag sitt uppá nýtt, því það sé svo spillt. Þetta hefur maður kannski heyrt áður? En maður, var þetta ekki paradísin sjálf? Var þetta ekki í ESB? Var evran þá sem Trójuhryssa Landgönguprammadóttir fyrir Íra? Já það var hún, greinilega; Bloggsíðan Sinn Féin Keep Left; Time for mutiny on this ship of fools
Svo er það meginlandið sjálft - og Brussel
Þar er ástandið víst ekki mikið betra ef marka má skoðanakannanir. Niðurstöður Eurobarometer um spillingu í ESB eru eftirfarandi:
Þrír af hverjum fjórum 500 milljón manns Evrópusambandsins segja að það sé mikil spilling í samfélagi þeirra. Þetta eru þá 375 milljón manns sem segja að þeir búi í spilltu samfélagi. Þeir segja að spillingin sé fólgin í samspillingu stjórnmála- og viðskiptalífs. Þetta er ekki nýtt því þetta er það sama og fólk sagði í flestum löndunum árið 2007.
Nema í Finnlandi, því þar segja tvöfalt fleiri Finnar að það sé spilling í finnska samfélaginu núna en árið 2007 - eða 51% Finna í dag á móti 25% Finna árið 2007. Það eru fjármál stjórnmálaflokka og einstök skandalamál einstaklinga í fjölmiðlum sem valda þessari breytingu í Finnlandi.
Svipuð en þó verri er sagan í Austurríki. Þar álíta 61% að það sé spilling í þjóðfélagi þeirra á móti 47% á árinu 2007. Austurríkismönnum finnst vera spilling í dómskerfinu, lögreglu og stjórnmálum. Mútur eru þar líka nefndar.
Einna verst er ástandið á Möltu. Þar finnst næstum öllum íbúum þessarar eyju að spilling ríki í samfélagi þeirra, eða 95% á móti 84% árið 2007. Lengi getur vont versnað.
Í Bretlandi álitu 74% land sitt vera spillt. Þetta er 9 prósentustigum verra en árið 2007. Næstum allir Búlgarar álitu samfélag sitt vera spillt, eða 97% þjóðarinnar. Einungis 22% Dana finnst danska samfélagið vera spillt. Margir Íslendingar vita ennþá að Danmörk er eitt af fimm Norðurlöndum.
Svo kemur rúsínan í ESB-endanum: Yfir 75% af 500 milljónum íbúum ESB álíta að Evrópusambandið sjálft og stofnanir þess séu spilltar; EU Observer; Europeans see corruption as major problem
Þetta er allt saman frekar "valla valla bing bang"
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Gríski harmleikur gærdagsins
úr glugganum
70 ára L-laga efnahagskreppa myntbandalags Evrópusambandsins.
Gríski harmleikur gærdagsins, þegar Fitch lækkaði lánshæfnismat gríska ríkisins niður í BBB+ var svo umfangsríkur, yfirgnæfandi og ógnvekjandi að ég hef ekki náð að melta þetta ennþá. Þetta gerðist mun hraðar en ég átti von á (mjög swift eins og herra Obama segir svo títt). En þetta er meiriháttar áfall fyrir Grikkland, gríska banka, gríska fjármálamarkaðinn og svo einnig fyrir allt myntbandalagið og fyrir Íra. Eins og vandamál Íra væru ekki nóg fyrir. Núna er hætta á smitunar áhrifum fyrir þau lönd sem standa illa á evrusvæði og fyrir allt bankakerfi evrusvæðis. Ég læt mér nægja í bili að benda á nokkrar vefslóðir sem birtust í gærkvöldi í kjölfar þessarar lækkunar Fitch á lánshæfni gríska ríkisins. Ekki geta Grikkir prentað sína eigin peninga, svo mikið er víst. A- er lægsta lánshæfnismat sem seðlabanki Evrópusambandsins samþykkir sem tryggingu (e. collateral) gegn fyrirgreiðslu. Spurning er því hvort bankar Grikklands muni getað notað skuldabréf gríska ríkisins sem tryggingu (veð) þegar þeir reyna að sækja sér nauðsynlega fyrirgreiðslu hjá seðlabanka ESB þegar seðlabankinn byrjar að loka lúgu bráðavaktar? Þetta gerðist mjög óvænt og það sem er verst er að Fitch setti Grikkland á neikvæða listann sem þýðir að þeir munu líklega fella lánshæfnismatið ennþá meira á næstunni. Hvað gerist næst?
- Bloomberg: Greece Downgrades May Pose Problem for Banks Getting ECB Loans
- WSJ: Countries' Woes Pose Risk to Upturn
- Business Week: Greek Debt Threatens the Euro
- Børsen: Konkursfrygt i Grækenland tager tigerspring
- Børsen: EU advarer om Grækenlands økonomi
- BI: Time Bomb For The Euro: Greek Debt Poses Threat To The Common Currency
- Irish Economy blog: Who Blinks First? Ireland, Greece, the ECB, and the Bank Guarantee
- Mitt eigið blog: 0,00 BANDALAGIÐ
- Edward Hugh: Its All Greek To Me
Evrópumál | Breytt 10.12.2009 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Þegar svarti dauði komst aftur á í afdölum Evrópusambandsins: fyrsti hluti
Fréttir um eins konar blá-svarta dauða í lendum Evrópusambandsins virðast ennþá ekki hafa borist til Íslands. Þetta er skiljanlegt því menn á Íslandi eru ennþá að jafna sig eftir allar seinu en sönnu fréttirnar um rauða dauðann sem ríkti svo lengi í Evrópu. En þar - á Íslandi - ganga ennþá flestir með þá hugmynd í báðum rassvösum að Evrópusambandið sé ennþá efnahagsbandalag. Já þið vitið kæru lesendur, svona smá efnahagsbandalag með smá forseta, utanríkisráðherra, stjórnarskrá, eigin mynt, skattheimtu, dómstóli, lögreglu, seðlabanka, komandi herafla, þjóðsöng og fleiru. Sem sagt; smá efnahagsbandalag.
Margir Evrópusambandssjúkir neita að velta fyrir sér áhrifum þeirrar staðreyndar að yfirgnæfandi meirihluti Evrópusambandsins er ennþá afdalir handa frum- og ósjálfstæðum sveitamönnum í Brussel-buxum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er ennþá að mestu einangraðir afdalir þar sem menn geyma konur inni í íbúðarskápum með gægjugati. Þó eru konur helmingur mannkyns þessara afdala mannanna í Bursselbuxunum. Mennirnir vilja hafa þetta svona í ESB. Þeir vilja hafa konurnar inni í skápum. En það sama er líka gert við stóran hluta beggja kynja sem geymdur er í kassageymslum hins opinbera í óteljandi afdölum Brusselveldisins, því svo lítil atvinna hefur verið í þessum hyldjúpu dölum Evrópusambands hin síðustu 30 ár eða meira. Atvinnan hefur hreinlega ekki náð inn í dalina því þeir eru svo djúpir.
Á vefsetrinu mínu er að finna uppfærðar atvinnuleysistölur fyrir síðustu 12 mánuði í ESB og víðar. Það er líka hægt að nefna það hér í leiðinni að atvinnuleysi ungmenna á Spáni er nú komið í 43% og er því farið að harðna illilega í afdalnum þeirra sem þar eru lokaðir inni - og sem eru svo óheppnir að vera ungir eða undir 25 ára aldri. Hér eru tölurnar: (þó ekki fyrir ungmennin) - Atvinnuleysi í ESB núna. Þarna er einnig hægt að sjá atvinnuleysið síðustu 28 árin á evrusvæðinu og svo landa- og héraðsatvinnuleysi í ESB hin síðustu 10 ár.
Þetta er allt hið undarlegasta mál því strandlengja Noregs er 25.148 kílómetrar að lengd - nær hálfa leiðina um hnöttinn - og gæti það eitt bent til þess að þar séu mjög margir svo kallaðir af-dalir. Samt er atvinnuástand best í Noregi í allri Evrópu. Svona er þetta líka í Sviss og það er sennilega vegna þess að Sviss er svo vel einangrað frá ESB (smitast ekki). Það er einnig hægt að fræðast smávegis nánar um 19 miljón víkinga í Skandinavíu - sem er jú í Norðurlendum okkar - á þessu sama vefsetri; Danir-Svíar-Norðmenn
En víkjum aftur að Svarta Dauða
Þegar svarti dauði réði yfir ríkjum hins gamla Evrópusambands fursta á 14. öld, þá féll allt að helmingur allra manna fyrir þessum bráðdrepandi og sorglega sjúkdómi. Þetta tók sinn tíma og gerðist ekki á einu ári. Þetta tók langan tíma. Marga marga áratugi á samtals nokkur hundruð árum, því pestin kom og fór aftur og aftur. Spurning; hvað var þáverandi Evrópusamband fursta lengi að jafna sig eftir þessar hörmungar? Svar; sumir hlutar Evrópu hafa ekki jafnað sig að fullu ennþá og munu sennilega aldrei jafna sig. En fyrir stóran hluta meginlands Evrópu þá var það ekki fyrr en á 18. og 19. öldinni að fólksfjöldi var komin í það horf sem hann var áður en svarti dauði hóf herferð sína um Evrópu á 14. öld.
Næstu hlutar munu fjalla um hinn nýja blá-svarta dauða í Evrópusambandinu. Þennan sem mun ríkja hér í ESB næstu 250-500 árin eða svo. Ég mun ekki birta þá yfir jólin. Kannski fyrir og kannski eftir.
Fyrri færsla
ECB: Heimskulegasti seðlabanki mannkynssögunnar?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 5. desember 2009
ECB: Heimskulegasti seðlabanki mannkynssögunnar?
ECB => seðlabanki Evrópusambandsins og myntin fræga
Vaxtahækkun seðlabanka Evrópusambandsins í byrjun haustsins 2008 - þegar heimurinn rambaði á brún hyldýpis - er sennilega heimskulegasta og ábyrgðarlausasta vaxtaákvörðun allra tíma í meiriháttar hagkerfum heimsins. En einmitt þá - klukkan tvær mínútur í hrun - hækkaði seðlabanki Evrópusambandsins stýrivexti á öllu Evrusvæðinu - því það er auðvitað bara til einn gír í gírkassa ECB fyrir 16 hagkerfi - og þá þverbraut þessi seðlabanki bakið á mörgum hagkerfum evrusvæðis á einum og sama deginum. Hann lagði hér grunninn að mestu niðursveiflu í heiminum. Ekkert meiriháttar hagkerfi mun fara eins illa út úr þessari kreppu eins og evrusvæðið og alveg sérstaklega Þýskaland
Það var í raun eingöngu verið að taka stýrivaxtaákvörðun fyrir Þýskaland. Hin löndin fylgdu bara með því þau hafa engan annan seðlabanka lengur. Þau réðu þessu ekki. Hverjir aðrir en þýskir verðbólgunasistar og stöðugleika-fethisistar taka svona hræðilega rangar ákvarðanir? Hver? Svar: það gerir enginn nema plat-seðlabanki í hræðslukasti. Enda gerði það heldur enginn annar seðlabanki. Ekkert í kjarnaverðbólgutölum benti til að það væri þörf á þessari vaxtahækkun. Hverjir aðrir en jarðsambandslausir Evrópukratar taka svona innheimska ákvörðun saman í hópvinnu í embættismannaskólum Brussels? Enginn. Þetta var heimskulegasta vaxtaákvörðun efnahagssögunnar
Nýi seðlabanki Þýskalands og Frakklands; nýlendubankinn
Seðlabanki Evrópusambandsins er seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á peningagólfi heimsins. Það sem stýrir ECB er ótti. Þar er aldrei hægt að gera neitt sem þarf nauðsynlega að gera af ótta við að myntbandalagið springi í loft upp og að myntin fræga verði að gjalli. Enda er hagvöxtur evrusvæðis einn sá allra lélegasti í heiminum. Hagvexti hefur þegar verið fórnað svo myntbandalagið hrynji ekki. Núna er það velmegun og velferð sem er verið að fórna svo myntbandalagið hrynji ekki. Þið kannist við þetta þegar þið byggið snjóhús. Annað hvort er allt frosið fast eða þá að allt er byrjað að hrynja. Snjóhús eru best í frosti
Sjálft myntbandalagið er sennilegasta heimskulegasta peningafyrirbæri sem glysgjarnir stjórnmálamenn Evrópu hafa látið hafa sig út í. Þeir gerðu það vegna þess að þeim finnst svo gaman að koma í fjölmiðla og sýna að þeir eru með í Brussel. Þeir eru vinsældafíklar og þeim er alveg húrrandi sama um það sem þeir allra mest ættu að hugsa um á hverjum degi ársins, nefnilega um ÞJÓÐARHAG! Einn angi af svona fyrirbæri er til á Íslandi núna. Hann heitir Samfylking. Því fyrirbæri er 100% húrrandi sama um þjóðarhag Íslands
Efnahagslíkan Þýskalands er svo aumt og þungt að það þolir ekki bara smá verðbólgu án þess að hrikalega stór og þung ríkisútgjöld þess elliheimilis fari í offitukast. Fari í þunglyndiskast undan helþungri verðtryggðri framfærslubyrði hinnar botnlausu hítar öldrunarhagkerfis þessa stærsta lands myntbandalagsins. Það er raunverulega þessi ótti Þýskalands sem stýrir öllu innanborðs í seðlabanka Evrópusambandsins (í plati). Auðvitað er þetta ekki seðlabanki alls Evrópusambandsins. Þetta er bara nýi seðlabanki Þýskalands og Frakklands. Seðlabankinn fyrir Þýsk-Franka-markið og nýlendur þeirra á nýja evru-nýlendusvæðinu
Þessi seðlabanki stendur fyrir afskræmingu, bólugreftri og hruni margra hagkerfa Evrusvæðis. Listinn er langur
- FINNLAND
- SPÁNN
- ÍRLAND
- GRIKKLAND
- ÍTALÍA
- PORTÚGAL
- LETTLAND
- LITHÁEN
- EISTLAND
Annað hvort eru raunstýrivextir neikvæðir árum saman - eða þá að þeir eru of háir árum saman - eða þá að þeim er breytt á röngum tímapunkti. Svo er það gengið sem alltaf er kolvitlaust fyrir helminginn af löndunum helminginn af tímanum. Allt er hér eins heimskulegt og hugsast getur. Enda er þetta óskabarn embættismanna. Næstum engir þegnar landana voru spurðir hvort þeir vildu fá þennan þýsk/franska seðlabanka heim til sín. Embættismenn og stjórnmálamenn þorðu ekki að spyrja fólkið. Þeir vildu ekki taka sig illa út í Brussel. En þegar fólkið var spurt þá sagði það yfirleitt nei. Núna geta löndin ekki komist út úr þessu snjóhúsi ESB aftur. Aldrei. Þau eru frosin föst þarna inni í jökli ESB. Þangað inn á maður aldrei að stíga fæti sínum, því þá hættir velmegun og velferð ykkar alveg af sjálfu sér
Gamla Evrópa er búin að vera fyrir fullt og allt. Þar er framtíðin ekki björt og öfundsverð. Hún er reyndar kolsvört. Ísland þarf bráðnauðsynlega að endurskoða vegakort sitt gaumgæfilega. Ekkert ætti að vera sjálfsagðara. Við skulum ekki taka fanga á leið okkar
EKKERT ICESAVE EKKERT ESB. Við höfum séð svona snjóhús áður. Þau eru öll bráðnuð núna. Öll bara pollar á gólfi sögunnar
Fyrri færsla
Munchausen Íslands, herra Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, talaði á Alþingi
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 4. desember 2009
Munchausen Íslands, herra Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, talaði á Alþingi
Stjórnarandstaðan gegn Munchausen-ríkisstjórn Íslands
Í umræðu ábyrgrar stjórnarandstöðu Íslands gegn aðilum óábyrgrar ríkisstjórnar Munchausens Íslands, sem er utanríkisráðherra Íslands herra Össur Skarphéðinsson, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að þessi Munchausen Íslendinga hefði miklu sterkara ímyndunarafl en hinn upprunalegi Munchausen Evrópusambandsins. Ég gef Þorgerði Katrínu hárrétt í ummælum hennar. Því þegar ég sjálfur hlustaði á þennan Munchausen Íslands tala þarna í ræðustól Alþingis Íslands, datt mér strax í hug að það væri einungis fyrir tilstilli aumingjagóðra manna að þessi Munchausen fengi að tala áfram þarna á hinu háa Alþingi Íslendinga. Þetta væri svona því hann væri búinn að segja svo margar lygasögur á Alþingi og í fjölmiðlum landsins að engum dytti lengur í hug að taka hann alvarlega. Hann væri orðinn eins konar húsgagn til heimabrúks.
Hvað var rætt um? Kannski smáræði?
Nei, ekki var um neitt smáræði rætt þarna á Alþingi Íslands. Jafnvel þó svo næstum enginn úr ríkisstjórnarliði Munchausen væri þar til staðar. Það var nefnilega verið að ræða um Icesave. Það var verið ræða um byggingu stærstu peningabræðslu Íslandssögunnar. Því segi ég þetta? Jú. Aldrei hefur nein ríkisstjórn neins staðar í heiminum öllum barist fyrir því með kjafti og klóm að sturtað verði hálfri til heillri ársframleiðslu lands síns niður í klósettið. Þetta hefur aldrei gerst áður í heiminum. Aldrei. En þessi martröð er samt að gerast á Íslandi núna. Það er sjálf Munchausen ríkisstjórn Íslands sem mun skaffa öll klósettin til sturta peningunum þínum niður í. Þau munu verða á öllum heimilum landsins. Öllum heimilum. Þið, þ.e.a.s. þið mjólkurbúfénaður ríkissjóðs, eigið að skaffa peningana sem þessi ríkisstjórn Munchausens ætlar að bræða. Ríkisstjórn Íslands þarf bráðnauðsynlega að bræða alla landsframleiðslu þjóðarinnar til að halda á sér hita. Því annars króknar hún nefnilega strax úr kulda. Það er svo þægilegt fyrir hana að vera þarna við ofnana. Hún getur ekki verið án ofnanna, því þá deyr hún.
Þetta gengur svona fyrir sig
Þið farið í vinnuna og komið svo þreytt heim á kvöldin eftir langan vinnudag. Þegar þið eruð komin úr skónum þá farið þið inn á baðherbergið og hellið öllum vinnulaunum ykkar fyrir skatt ofaní klósettið. Þetta gerið þið alla 365 daga ársins. Já, hvern einasta dag í heilt ár. En verið alveg óhrædd. Munchausen ríkisstjórnin mun nefnilega skaffa ykkur klósettin, það ekkert er að óttast hér. Þau kosta ykkur "ekki neitt". Þau koma nefnilega frá útlöndum, þaðan sem allt kemur, samkvæmt sögum Munchausens.
En þá spyrjið þið ef til vill um hvað þið munið fá í staðinn? Svarið er þetta: þið fáið ekki neitt. Ekkert! Þetta er ekki fjárfesting, þetta er ekki neysla, þetta er ekki sparnaður. Þetta er bara einföld peningabræðsla. Kveikt verður í allri þjóðarframleiðslu Íslands. Ekkert fæst fyrir peningana. Ekkert. Ekki einn eyrir. Þetta er 100 sinnum verra en 100% taprekstur.
Mikið var nú gott að þetta komst ekki í Munchausen ríkisútvarp Íslands. Það hefði nú verið aldeilis skelfilegt ef þeim fjölmiðli hefði ratast eitthvað annað á varir en kommúnistaávörp Munchausens ríkisstjórar Íslands. Gott að RÚV þurfti ekki leggjast svo lágt að koma fréttum af Alþingi Íslands til lágmúgans á klósettunum. Þar er það ennþá Moskvulínan sem gildir, enda eru þeir jú opinberir starfsmenn, ekki satt? Starfsmenn hins opin bera.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra Munchausens voru upptekinn
Fjármálaráðherra ríkisstjórar Íslands gat ekki verið til staðar þegar Munchausen ávarpaði þingið. Hann var nefnilega önnum kafinn við að senda út pantanir til ESB á 310.000 nýjum klósettum handa ykkur öllum. Hann vonar að ábyrgðin gildi margar kynslóðir svo börnin ykkar geti haldið áfram að henda öllum fjármunum þjóðarinnar ofaní klósettin. Forsætisráðherra Munchausen ríkisstjórar Íslands gat heldur ekki verið viðstödd því hún var upptekin við að baka pönnukökur handa Munchausen og fjármálaráðherra Íslands, doktor Jekyll eða herra Hyde. Hún var ekki viss um hvor þeirra myndi birtast í tevatnsboðinu svo hún bakar bara á þeim báðum pönnunum, svona til að vera vel í skjóli skjaldborga sinna.
Það var gott að þetta gerðist ekki í Evrópusambandinu
Það var eins gott að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður var ekki stödd í Evrópusambandinu því þá hefði hún kannski verið handtekin og örugglega þurft að sæta lögsókn því þar er fólk lögsótt fyrir svona lagað. Það er nefnilega búið að ákæra lettneska Diena blaðamaðurinn hann Gunta Sloga fyrir að kalla Evrópusambandsþingmanninn Aleksandrs Mirskis fyrir Barón Munchhausen. Já þetta gerist þarna í Evrópusambandinu sjálfu, þar sem allt er jú svo gott.
Þetta er sennilega skilgetið afkvæmi handtöku og fangelsun lettneska hagfræðingsins Dmitrijs Smirnovs. Öryggislögregla Evrópusambandslandsins Lettlands handtók nefnilega þennan hættulega mann og varpaði honum í fangelsi fyrir að hafa talað illa um gjaldmiðil Lettlands sem heitir lat. Það er þetta fangelsi sem Munchausen Íslands, herra Össur M. Skarphéðinsson, vill koma öllum Íslendingum í fyrir fullt og allt. Það er þetta sem peningabræðsla ríkisstjórnar Íslands gengur út á. Að bræða Ísland inn í fangelsi Evrópusambandsins. Þið borgið og þrjótarnir hlægja alla leiðina í bankann með peningana ykkar.
Það versta fyrir Ísland er þó það að Össur Skarphéðinsson er því miður ekki í Lettlandi, því þá værum við laus við hann fyrir fullt og allt. Þar hefði þessi Munchausen sennilega verið sendur til Síberíu og látið þar lífið úr kulda. Eða að minnsta kosti og alveg örugglega sætt ævilangri fangelsun fyrir að hafa talað eins illa um mynt landsins eins og hann og félagar hans í peningabræðslu ríkisstjórnarinnar hafa talað um íslensku krónuna. Sovétríki Síberíu voru eitt sinn draumalendur Össurar Munchausens og Hyde J. Sigfússonar. Þetta eru því miður brunaverðir Íslands núna. Brennuvargar og hugleysingjar!
Fyrri fræsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 1. desember 2009
0,00 BANDALAGIÐ
Engar evru-gjafir frá myntbandalaginu til Grikkja
Grikkland verður látið sigla sinn sjó skrifaði Wolfgang Münchau í grein sinni í Financial Times í gær. Í dag eru það skuldir Dubai sem brenna á vörum þeirra fjárfesta sem hafa fjármagnað nokkrar píramídabyggingar Dubai. En hvað með Grikkland og þá sem hafa keypt skuldir gríska ríkisins? Í byrjun þessa árs skaust skuldaálag á skuldabréfum gríska ríkisins upp á loft himna. Ef gríska ríkið ætlaði að selja skuldabréf á fjármálamörkuðum þá þýddi þessi himnaför skuldaálagsins að gríska ríkið varð að greiða miklu hærri vexti - áhættuþóknun - svo fjárfestar væru viljugur til að kaupa skuldir af gríska ríkinu. Þessu hafði gríska ríkið varla efni á. En þá kom einn fjármálaráðherra Þýskalands fram á sjónarsviðið og sagði eina setningu. Hann sagði að evrusvæðið myndi koma ríkjum þess til hjálpar í neyð. Markaðurinn trúði þá á orð þýska fjármálaráðherrans. Himnaför skuldaálagsins hægði á sér
Engar raunverulegar ráðstafanir voru þó gerðar til að láta gjörðir fylgja máli og ræðu herrans frá Þýskalandi. Engir samningar voru gerðir, engum sáttmálum var breytt, ekkert var gert annað en talað. Núna er enn verri staða komin upp. Fjárlagahalli í Grikklandi reyndist vera fjórum sinnum verri en Grikkir höfðu sagt umheiminum
En í þetta skiptið eru aðrar blikur á lofti segir Münchau. Evrusvæðið mun ekki koma Grikklandi til hjálpar því evrusvæðið er líka í miklum vandræðum. Trúverðugleiki þess er í húfi. Það mun fyrst og fremst reyna að hugsa um sig sjálft og bjarga sjálfu sér. Það mun fórna Grikklandi. Ekkert mun látið ógert til að bjarga myntbandalaginu frá því að lenda í þeirri sömu aðstöðu sem Grikkland er í núna, þ.e. með allt niðrum sig hvað varðar fjármálin. En átti þetta að geta gerst? Átti ekki allt að vera svo fullkomið hjá þeim ríkjum sem eru í myntbandalaginu?
Samkeppnislega séð er Grikkland komið útaf landakortinu því virkt gengi landsins hefur hækkað svo mikið sökum innri hækkana, eða rétta sagt, sökum bættrar samkeppnisaðstöðu Þýskalands gagnvart Grikklandi. Það er jú í kringum Þýskaland sem allt snýst og miðast við í hinu svo kallaða myntbandalagi ESB. Grikkland getur ekki fellt gengið til að leiðrétta samkeppnishæfni landsins útávið og innávið í myntbandalaginu. Því mun þetta háa og virka gengi þvinga Grikkland ennþá nær ríkisgjaldþroti því tekjur (skattalindir) ríkisins eru að þorna upp. M.ö.o greiðslugeta Grikklands fer ört þverrandi
Hvað mun gerast næst? Jú forráðamenn evrusvæðis munu þvinga Grikkland inn í arma Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, segir Münchau í greiningu sinni. Þá verður nefnilega auðveldara að fá Grikki til að samþykkja fullkomna Brusselvæna umturnun á samfélagi þeirra. Samþykkja djúpan og grunnleggjandi uppskurð á fjármálum ríksins. Heiftarlegan niðurskurð, mölvun, brot og svo endurhæfingu með Brussel-hækjur á öllum fjórum fótum Grikklands á eftir
Skyldu Grikkir ekki vera farnir að sjá eftir gömlu grísku drachma myntinni sinni? Sú mynt hafði gagnast þeim frá árinu 1100 fyrir Krists burð og fram til ársins 2001 eftir fæðingu Krists. Í heil þrjú þúsund eitt hundrað og eitt ár. Núna hafa Grikkir haft evru í heil 0,008 þúsund ár og þetta er árangurinn? Yfirvofandi ríkisgjaldþrot? Þýskir verðbólguöfgamenn vaðandi á stígvélunum yfir Grikki? Ja hérna
Gríska þjóðin er alls ekki undirbúin undir þær hamfarir sem verða þvingaðar uppá þjóðina í gegnum leppstofnun ESB, þ.e. í gegnum kröfur AGS via ESB. Því þannig verður þetta matreitt ofan í grísku þjóðina þegar að þessu kemur. Þjóðinni hafði nefnilega verið lofað hinu algerlega gagnstæða í nýafstöðnum þingkosningum. Þjóðinni var lofað bættri opinberri þjónustu og bættri velferð. Því mun "AGS segir, AGS krefst, AGS mælir með" fara afskaplega illa í þjóðina og stilla stjórnvöldum á milli steins og sleggju. En það er einmitt það sem ESB óskar eftir segir greinarhöfundurinn. ESB sér gjarnan að það komi til stjórnmálakreppu, því þá mun AGS nefnilega renna betur ofaní alla
Það fer að verða spurning hvort ekki sé kominn tími til að stofna nýtt ráð eða jafnvel ráðuneyti í ESB-samsteypunni; þ.e. nýlenduráðuneyti Evrópusambandsins! En þá vaknar auðvitað upp sú áhugaverða spurning - og auðvitað aðeins fyrir embættismenn ESB í Brussel - hver á að verða fyrsti nýlendumálaráðherra Evrópusambandsins? Þetta myndi kalla á nýjan lokaðan hádegisverðarfund með greifum, furstum, barónessum og herra von And. Allt að gerast hér
Ef þetta reynist rétt - og ég er sannfærður um að ekkert verður látið ógert til að reyna bjarga kjarna myntbandalagsins frá þeim hremmingum sem bíða Grikklands - þá er með réttu hægt að segja að minna en ekkert gagn hafi verið í myntbandalaginu fyrir Grikki. Minna en ekki neitt. Ekkert gengi, ekkert hægt að gera til að koma sér á flot aftur. Fullkomið strand. Fullkomið núll. Grikkur við Grikki. Miklu verra en bjölluat; FT
Fyrri færsla
Svörin við efnahags- og stjórnmálagetraun síðustu helgar: Rétt svar er Írland (uppfært)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Svörin við efnahags- og stjórnmálagetraun síðustu helgar: Rétt svar er Írland (uppfært)
Efnahags-getraun síðustu helgar var þessi.
rétt svar er: Írland
spurningarnar voru þessar
Efnahags- og stjórnmálagetraun helgarinnar: Hvar er eftirfarandi að gerast núna? Í hvaða landi?
- Verðmæti húsnæðismassa landsins hefur fallið um 26,3 miljarða krónur á hverjum einasta degi frá árinu 2007
- Verðmæti húsnæðismassa landsins var 102 þúsund miljarðar krónur árið 2007
- Verðmæti húsnæðismassa landsins í dag er 76 þúsund miljarðar krónur
- Verðmæti húsnæðismassa landsins hefur fallið um 25% á tveim árum
- Verðmæti leigutekna frá húsnæðismassa landsins hefur verðið sprengt til baka til ársins 1999 á tveim árum
- Verðmæti leigutekna frá húsnæðismassa landsins hefur verðið flutt til baka í tíma um 10 ár á aðeins tveim árum
- Það hafa veðskuldirnar hins vegar ekki gert
- Allir bankar landsins eru komnir í faðm ríkisins. Ríkið heldur í þeim lífinu
- Atvinnuhúsnæði og tengd lán þess að andvirði 50% af þjóðarframleiðslu landsins hafa verið sett í vörslu hins opinbera (já, er núna í eigu ríkisins)
- Um 20-25% hluta atvinnuhúsnæðisins stendur tómt
- Atvinnuleysi landsins er komið í 13% og hækkar hvern mánuð
- Enginn bankanna getur lánað peninga út til fyrirtækja því verðmæti fyrirtækjanna og veð lánanna falla svo hratt í verði
- Flestar eignir bankanna eru með veði í húsnæðismassa landsins
- Verðgildi bankanna þekkir því enginn
- Nýir hluthafar vilja ekki snerta á svona brennandi bankakerfi
- Útlánavextir bankanna eru 5,5% til 9,6%
- Verðhjöðnun er 6% á ári
- Allt sem þú kaupir af eignum er 6% minna virði en það var fyrir 12 mánuðum
- Þetta þýðir að það eru 11% til 16% raunvextir á lánum þínum
- Greiðslubyrðin þyngist og þyngist því laun lækka og lækka en það gera lánin ekki
- Afkast peninga er 6% minna en fyrir 12 mánuðum síðan
- Hver vill taka lán á 11% til 16% raunvöxtum til að kaupa eitthvað í dag sem verður ódýrara á morgun
Það eina sem getur bjargað landinu er að prenta peninga til að reyna að stöðva verðhjöðnun og reyna að búa til verðbólgu á ný. Þetta bjargaði Bandaríkjunum í apríl árið 1932. Þá henti forseti Bandaríkjanna ráðum efnahagsráðgjafa sinna út um gluggann. Hann tók Bandaríkjadal af gullfætinum og heimilaði seðlabanka Bandaríkjanna, The Federal Reserve System, að hefja prentun peninga. Prentun nýrra Bandaríkjadala. Á einum degi hækkaði vísitala hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum um 15% og innan mánaða tók landsframleiðsla og við sér.
- Hvaða land er um að ræða?
- Hvaða mynt notar landið og af hverju?
- Af hverju er ekki hafin peningaprentun í landinu?
Af hverju er allt of hátt gengi myntar landsins ekki fellt svo hægt sé að bæta samkeppnishæfni, atvinnuástand og lánstraust landsins innan sem utanlands? Ríkið yrði þá strax betri og trúverðugri skuldari því tekjulind - og þar með greiðslugeta þess - myndi þá síður þorna upp. Atvinna og viðskipti búa til skattatekjur ríkisins. Búa til greiðslugetu ríkisins. Þá yrði ríkið ekki atvinnu- og tekjulaust. Atvinnuleysisbætur fyrir ríki og ríkisstjórnir eru nefnilega ekki til. Þá myndi landið njóta meira og betra lánstrausts innan sem utanlands - og svo lægri vaxta, eins og til dæmis Svíþjóð hefur gert
- Af hverju virkar peningakerfið ekki í landinu?
- Af hverju horfa menn aðgerðarlausir á?
- Hvað olli þessum óförum landsins?
- Af hveru eru stýrivextir ekki lækkaðir?
- Er hér um fullvalda ríki að ræða, nýlendu eða hvorugt?
Svörin (merkt: heilbrigð skynsemi: oft er hægt að vera ákaflega stoltur af því sem maður gerði aldrei) ætti að senda í Forsætisráðuneytið - Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg - 150 Reykjavík, Ísland. Verðlaunin fyrir rétt svör eru áframhaldandi bjartar og öfundsverðar framtíðarhorfur fyrir lýðveldið Ísland og þegna þess. Afrit, ef menn vilja, er hægt að senda í fjármálaráðuneyti Íslands. Bent skal á að ekki er ráðlegt að senda svörin til utanríkisráðuneytis Íslands. Það er nefnilega allt upptekið við annan, miklu lengri og kostnaðarsamari spurningaleik. Spurningaleik sem upphaflega kom landinu hér að ofan í öll vandræðin
Svörin við spurningunum
Landið heitir Írland
Mynt Írlands er evra
Írska evran hefur ekkert gengi. Því er ekkert hægt að gera í gengis og peningamálum Írlands

(uppfært, gleymdist)
Peningakerfið á evrusvæði virkar ekki því millibankamarkaður evrusæðis hefur ekki virkað síðan kreppan skall á. Hann virkar einungis innan hvers evrulands fyrir sig en ekki á milli þeirra. Ástæðan er sú að um er að ræða peningakerfi með 14 seðlabönkum með 14 ríkissjóði og ríkisfjárlög þeirra á bak við sig. Lánveitendur vilja helst vita hvort skuldunautar þeirra verið á lífi þegar greiða á lán til baka. Þeir treysta ekki bönkum annarra ríkja og sérstaklega ekki ríkja sem stefna í greiðsluþrot. Næsta skref er því að sameina ríkisfjárlög allra landa myntsvæðisins. Það er eina leiðin til að fá myntbandalagið til að virka. En fyrst þarf að leggja ríkin niður í smá skömmtum. Þetta er stefna "federalista" innan ESB. Allt er þetta gert til að bjarga myntsvæðinu frá hruni. Núna er búið að smygla áhættutöku einkageirans á evrusvæði (bankana) yfir á ríkissjóði landa myntbandalagsins. Þetta gerðist þrátt fyrir Maastricht sáttmálann og er algerlega bannað samkvæmt honum. Núna er því myntbandalagið kol ólöglegt og hefur í reynd brugðist þegnum þess algerlega. Það er krypplingur núna og virkar sem steinn um háls hagkerfa myntbandalagsins
Írar meiga ekki prenta peninga lengur. Það er þeim bannað. Þeir misstu réttin til peningaútgáfu þegar þeir hentu írska pundinu fyrir borð og fengu evrur sendar frá Þýskalandi í staðinn.
Írar tóku upp evru því þeim var sagt að hún væri svo góð. Hún var í tísku þá. En núna er ekki hægt að losna við hana. Aldrei.
Írar horfa aðgerðalausir á hamfarirnar vegna þess að þeir geta ekkert gert. Sumir hagfræðingar hafa lagt til að Írland fari íslensku leiðina. Hendum evrunni
Það sem olli þessum ósköpum var peningastefna seðlabanka Evrópusambandsins á Írlandi. Sú stefna bjó til grunn og farveg ófara Írlands með neikvæðum raun-stýrivöxtum á Írlandi í mörg ár. Nánar um þetta hér: Hugleiðing um raun-stýrivexti
Írland getur ekki lækkað stýrivexti á Írlandi því stýrivöxtum Íra er stjórnað í Frankfürt í Þýskalandi. Þeim er stjórnað af Þjóðverjum og Frökkum og alveg gersamlega án tillits til þarfa Írlands. Þegar stýrivextir þurfa að hækka í Þýskalandi og Frakklandi á næstunni munu þeir bráðnauðsynlega þurfa að lækka á Írlandi. En, því miður, ekkert geta Írar gert í þessu, annað en drepist.
Nei, hér er ekki um fullvalda ríki að ræða. Hér er um lands-hérað í stórríki Evrópusambandsins að ræða. Hérað sem er að missa fullveldi sitt í smá skömmtum. Írland er á leiðinni til að verða nýlenda aftur.
Tengt efni
Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs
Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland
Hætta í ESB eða verða gjaldþrota segir írskur hagfræðingur
Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil
Það hjálpar Írum ekki að hafa evru núna, þvert á móti
Það sem fer fram innan í sjálfum hagkerfunum er hins vegar miklu og óendanlega mikilvægara en sjálf spurningin um hvaða mynt sé notuð innvortis í hagkerfinu
Þetta vita Írar mjög vel núna, því þeir eru nefnilega fastir um alla eilífð inni í sameiginlegum seðlabanka Þýskalands og Frakklands - og með alltof fáar evrur í rassvasanum. Þeir geta því miður ekki prentað fleiri svona evrur til að hafa í vösunum. Þeir hafa ekki lengur neinar peningaprentvélar, þeir meiga heldur ekki skaffa sér neinar peningaprentvélar. Þeir meiga ekki neitt. En þeir hafa jafnvel ennþá færri fjárfesta sem vilja snerta á þeim fasteignum sem eru til sölu í landinu þeirra
Til þess að lokka fjárfesta til að festa fé sitt í húsnæði á Írlandi núna, þurfa annað hvort sjálf verð fasteigna að falla um helming, eða þá að húsaleigan sem þeir innheimta af leigutökum þarf að tvöfaldast - og þá í þessum evrum talið. Hvort er líklegra að muni gerast í 6,5% verðhjöðnun, 13% atvinnuleysinu og hrikalegum samdrætti landsframleiðslu á Írlandi núna? Er líklegt að laun hækki svo mikið á Írlandi núna að hægt sé að innheimta tvöfalt hærri húsaleigu af leigutökum? Að kaupmáttur Íra aukist svona mikið í hruninu?
Er hitt ekki frekar líklegra? Að það séu verð fasteigna sem þurfi að falla um helming svo fólk hafi efni á að greiða þá leigu sem fjárfestar þurfa að fá inn svo leigutekjur geti staðið undir fjárfestingum þeirra í þessu sama húsnæði? Independent
Brennuvargurinn á Írlandi: Seðlabanki Evrópusambandsins
Hvaða seðlabanki skyldi það nú hafa verið sem bjó til farveginn fyrir þá fasteignabólu sem myndaðist á Írlandi á undanförnum árum? Var það kannski seðlabanki Írlands? Eða var það sjálfur seðlabanki Evrópusambandsins (himnabankinn) sem bólugróf efnahag Íra með neikvæðum raun-stýrivöxtum í mörg ár? | Hugleiðing um raun-stýrivexti
Millibankamarkaður evrusvæðis hefur ekki virkað á neinum tíma frá því kreppan hófst
Miguel Angel Fernandez Ordonez formaður seðlabanka Spánar, þann 28. nóvember 2009
Tengt efni
Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni
Fyrri færsla
Beðið eftir Bandaríkjunum, bindi IV
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Beðið eftir Bandaríkjunum, bindi IV

Þetta ætti að geta orðið jólabók fjármálaráðherra flestra landa heimsins þessi jólin, þ.e.a.s. ef einhver myndi skrifa bókina. Ef einhver tæki að sér að skrifa þessa bók yrði hann að byrja á bindi fjögur því fyrstu þrjú bindin hefðu átt að koma út á milli ca. 1860 og 1999.
Japan er til dæmis núna að bíða eftir Bandaríkjunum. Skattatekjur japanska ríkisins munu falla um hálfa billjón dollara á þessu fjárlagaári. Skuldir hins opinbera í Japan eru um 200% af landsframleiðslu og vaxa hratt. Skuldatryggingaálag á skuldum japanska ríkisins þýtur upp á flugeldahraða. Japan er mjög líklega á leiðinni í ríkisgjaldþrot innan bara fárra ára. Núna er sparnaður japanskra sparifjáreigenda að verða uppurinn því svo örfáir nýjir skattgreiðendur fæðast þar - og þá verður ekki lengur hægt að fjármagna hallarekstur japanska ríkisins með peningum þessara sparifjáreigenda. Þeir þurfa nefnilega sjálfir að nota peninga, auðvitað í ellinni.
Þeir sem hafa áhyggjur af Bandaríkjunum ættu að kaupa sér bók, japanska bankabók, vaxtalaus inn í hið óendanlega núll komma ekki neitt - og hratt fallandi; Bloomberg I og II
Japan er á leiðinni á hausinn

Við ættum ekki að hafa áhyggjur af Bandaríkjunum, heldur af Japan. Þetta var þema greinar Ambrose Evans-Pritchard í breska blaðinu Telegraph fyrir skömmu
Skuldatrygginaálag japanska ríkisins hefur nú mölvað bryggjupollana og fullt strand & sökk í japönsku höfninni er yfirvofandi fyrir kyrrsettan efnahag Japans. Þessi efnahagur er hættur er að vaxa fyrir langa löngu og er nú að brasa saman innan sem utanfrá. Gjaldþrot japanska ríkisins er yfirvofandi. Skuldatrygginaálag japanska ríkisins er nú þrefalt hærra en Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands og mun hærra en ríkissjóðs Bretlands sem margir hafa áhyggjur af
Markaðirnir hafa áhyggjur af að Japan sem að komast í þrot. Skuldir ríkisins eru svo óstjórnlega ofboðslegar, segir Albert Edwards hjá Société Générale
Fyrrverandi yfirhagfræðingur hjá AGS, Simon Johnson, sagði frá því í bandaríska þinginu að skuldaþróun Japans sé nú komin úr böndunum og hætta sé á að Japan lendi í hörmulegu ríkisgjaldþroti

AGS býst við að skuldir ríkissjóðs Japans muni ná 218% hlutfalli af landsframleiðslu á þessu ári, 227% á því næsta og 246% á árinu 2014. Japan hefur aðeins getað ráðið við þetta vegna þess að japanskir sparifjáreigendur hafa nauðugir viljugir lánað ríkinu peninga sína fyrir næstum ekki neitt. Ávöxtun ríkisskuldabréfakaupa þeirra hefur verið ömurleg eða um 1,3% á 10 ára bréfum. Þetta hlutfall skaust svo upp í 1,45% í síðustu viku. Japanska ríkið hefur svo séð um að sólunda peningum þeirra. Alveg eins og flestar ríkisstjórnir gera alltaf þegar þær fá einn túkall með gati frá borgunum til að skalka & valka með.
Svona hafa sparifjáreigendur gleypt skuldir hallareksturs japanska ríkisins. Þeir hafa getað fjármagnað þessa skuldasöfnun því þeir áttu sparifé til að skjóta inn í framtíð Japans. En nú er nýtt vélarhljóð að taka sig upp í japanska undraverkinu. Öldrun þegnana er nú svo hröð að sparifé þeirra er á góðri leið með að verða upp étið; Telegraph
Fyrri færsla
Góðir skjaldborgarar, ágætu félagar . . .
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. nóvember 2009
Góðir skjaldborgarar, ágætu félagar . . .
Dapurleg tíðindi hafa borist
Góðir sérfélagar, samálfar og ungir skuldarar framtíðar samfylkis okkar.
Númer eitt: Finnland er fallið
Númer tvö: Skjólið er fokið og amma er komin aftur
Númer þrjú:
Eins og ég sagði á fundi í álfheimum í síðustu viku - þar sem ég mælti svo fyrir að ferlegt ferkílómetraverð skyldi notað til að reikna út á hvaða verði ætti að selja Ísland til Evrópusambandsins - þá er hér um brýnt hagsmunamál að ræða. En nú hafa komið upp viss vandamál sem krefjast úrlausnar í farvegi hins virka skjóls svartra nátta.
Mynd; koss ömmu: jafngott og jafnvel betra er að vera ríkissjóður fyrrverandi hálfkaraðs kommúnistaríkis en að vera ríkissjóður evrulandsins Grikklands í "skjóli" seðlabanka ESB. Ályktun; evran virkar. Afleiður skuldatrygginga eða e. credit default swaps. Skuldatryggingaálag á 5 ára ríkisskuldabréfum Grikklands og hinsvegar Póllands, Ungverjalands, Rúmeníu og Tékklands (CEE); FT
Finnland er fallið og amma er komin aftur
Finnland er ekki sú skjaldborg sem við héldum. Það verður því að finna nýtt Finnland.
Hjálp, bráðum fer að verða best að vera bara Ísland
Góðir félagar. Amma andskotans er komin aftur og nú til að kyssa evruna okkar. Hún er með rauðan varalit og glundroða í kinnum. Finna þarf nýtt viðmiðunarmark - og gera nýjar áætlanir. Óráðlegt að að minnast frekar á sardínur. Við þurfum nýtt plan. Æðra plan.
========== SÍMSKEYTI =========
BNP Paribas now believe CEE spreads will inevitably have to follow. As they noted:
The central bank of Greece created a wave of volatility when it revealed that it had invited domestic lenders to outline potential funding sources in the coming months just as the ECB begins limiting its liquidity provision to the European banking system. Discrimination between poorer credits will inevitably follow and this is currently being reflected in the widening of spreads with the recently downgraded Greece. We believe that it is only a matter of time before this move feeds through into local CEE, markets where funding issues are similarly important.
========== FULLT STOPP =========
Félagar, Finnland er fallið
Evrópusambandstilveran er verri fyrr landsframleiðslu Finnlands en hrun Sovétríkjanna var fyrir landið. Evran er hrunin ofan á efnahag Finnlands og ekkert hægt að gera annað en horfa aðgerðarlaust á hamfarirnar.
Samdráttur í landsframleiðslu Finnlands (hagvöxtur) er núna ennþá meiri og verri en hann var í kreppunni miklu í byrjun 10. áratugs síðustu aldar. Þegar Sovétríkin hrundu ofan á Finnland og gerðu efnahagskreppu landsins ennþá verri fyrir vikið. Sú kreppa hefur jú alltaf verið notuð til að útskýra hversu slæmt það var að vera ekki í ESB. Enginn minnist á þetta. Enginn talar um að Evrópusambandið og gjaldmiðill þess sé hruninn ofan á Finnland í dag - og hefur reyndar verið að smá-hrynja ofan á landið allar götur frá árinu 2000.
Það hefur kostað Finnland meira en 3000 miljón evrur að vera í ESB. Hvernig gat þetta gerst?
Finnland hefur ekki fengið eina krónu nettó frá ESB. Aðeins árið 2000 fengu Finnar fjármuni frá ESB. Greiðslujöfnuður Finnlands við Evrópusambandið (peningar sendir til ESB mínus peningar fengnir frá ESB) er algerlega neikvæður. Þessir peningar hefðu að hluta til getað notast til að hjálpa landbúnaði og dreifbýli í Finnlandi. Ríkisstjórn Finnlands hefði getað ákveðið þetta sjálf ef hún hefði ekki álpast inn í Evrópusambandið í augnabliks geðveiki. En núna kemst Finnland ekki út úr ESB aftur. Aldrei, því miður. Svíþjóð hefur heldur aldrei fengið eina krónu frá ESB og núna er fátækasta lén Svíþjóðar, Norrbotten, orðið nettógreiðandi til ESB. (Hverjir fá og hverjir þurfa að borga)
Fyrri færsla
Myntbandalagið: "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti"
Tengt efni
Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Ferkílómetrar peninga
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands í ræðu: Ræða Jóhönnu í heild
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- Eitthvað sem ekki passar hér [u]
- Kristrún stígur ekki í vitið, svo mikið er nú víst
- Þorgerður mín
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 123
- Frá upphafi: 1404859
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júní 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008