Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Myntbandalagið: "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti"

Gírkassi Evrópusambandsins: allir gírar eru þar aftur á bak 

Boom-bust-dead peningastefna myntbandalagsins

Grikkland færist óþægilega nær því að sogast ofaní skuldaniðurfall í botni Evrópusambandsins. Evrulandið Grikkland er fyrsta þróaða ríki beggja megin Atlantsála sem hefur náð það langt í ófjármagnaðri eyðslusemi ríkisins að þolinmæði fjármálamarkaða í garð ríkisfjármála landsins er nú þrotin. Allt er í hers höndum, eins og svo oft áður í Grikklandi, en nú vegna inngöngu landsins í myntbandalag Evrópusambandsins

Sjálf evruaðild Grikklands lokar á allar hugsanlegar leiðir út úr vandamálunum - nema þá einu, auðvitað - að hefja langa stranga betligöngu innan í hinu trójanska hesthúsi Evrópusambandsins. Svona fer þegar auðtrúa pólitísk elíta fávísra stjórnmálamanna gengur í myntbandalag sökum glysgirni hrafnaþingmanna. Gróðavonin bar þá örvita í glingurdái inn í faðmlag furstaklúbbs Evrópu; inn í sjálfan myntbandorminn. Núna er njálgurinn að gera útaf við Grikkland. Ekki er hægt að losna við kláðann og lyfin eru læst inni í apóteki gaukshreiðursins í Brusselgarði. Þaðan sem hvítur reykurinn steig upp frá í síðustu viku

Lars Christensen hjá Danske Bank segir að Grikkland skilji ekki hvað sé að gerast. Að þeir geri sér alls ekki grein fyrir þeim mikla niðurskurði sem verður að framkvæma á fjárlögum landsins. Yfirmaður Abwehr dulmálsdeildar seðlabanka Evrópusambandsins, herra Jean-Claude Vigilant Trichet, skammar Grikkland opinberlega með orðunum um að "útkjálka fjárlagagap Grikklands í myntbandalaginu sé að rýja landið öllu trausti". Á vægu dulmáli: certain sinners on the edges of the eurozone were "very close to losing their credibility"

Lars segir ennfremur að nútíma hagkerfi hafi áður staðið frammi fyrir svipuðum vandamálum og leyst þau. En þau hafa bara aldrei staðið í sporum Grikklands. "Þeir geta ekki prentað peninga og þeir geta ekki fellt gengið"

Kommúnistar og stjórnleysingjar Grikklands eru nú þegar komnir út á Austurvelli Aþenu. Afrek þeirra í síðustu viku var að brenna bíla og koma 200 manns úr þeirra eigin hópi í steininn

Eftir að hafa lofað aukinni og bættri opinberri þjónustu í nýafstöðnum þingkosningum í Grikklandi segir Geórgios Papandréou að gatið í peningakassa gríska ríkisins sé fjórfalt stærra en gert var ráð fyrir. Markaðurinn kvittar fyrir með því senda skuldaálag gríska ríkisins upp í himinhæðir skjaldborga. Því munu kosninga loforðin enda í hinu algerlega gagnstæða, þ.e. í miklum og erfiðum niðurskurði. "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti" segir Papandréou

Svona er lífið á botni myntbandalagsins. Samfylkingarskýrislífið í glingurgarði hrafnaþingmanna er ömurlegt fyrir Grikkland. Hér myndu jafnvel armbandsúrin á höndum íslensku trjókunnar svitna eins og þau gerðu í barnabókum Maxíms í Gorkúlum. Léleg barnæska og ónýtir háskólar eru engin afsökun fyrir áframhaldandi fíflagangi trjóku Íslands 

Greece tests the limit of sovereign debt as it grinds towards ...

Tengt efni

Seðlabankinn og þjóðfélagið 

Fyrri færsla:

Nýir skattgreiðendur óskast: við bjóðum lélega framtíð, hækkandi skatta og fátt ungt fólk


Nýir skattgreiðendur óskast: við bjóðum lélega framtíð, hækkandi skatta og fátt ungt fólk

Ísland eða Samfylkingin. Valið er þitt. 

Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins, fólkið í ESB

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár

Þýska hagstofan tilkynnti í fyrradag að þýsku þjóðinni muni geta fækkað úr 82 milljón þegnum í dag og niður í 65 milljón manns á næstu 40 árum. Í dag eru 16 af 82 milljón Þjóðverjum eldri en 65 ára (20%). Árið 2060 verður þetta hlutfall 33%. Í dag eru 100 persónur á vinnualdri til að styðja undir samfélagslega velferð síns sjálfra og 34 annarra persóna sem eru 65 ára og eldri (við skulum ekki tala hér um allan þann massa sem líka er atvinnulaus og undir 65 ára). Árið 2030 (eftir 20 ár) þurfa þessar 100 persónur að standa undir meira en 50 manns sem verða þá 65 ára og eldri.

Fólk á atvinnumarkaði í Þýskalandi

Hver kýs undan sér peningakassann? 

Reynsan sýnir að þessar spár standast næstum aldrei því frjósemishlutfall framtíðarinnar er alltaf ofmetið. Raunveruleikinn verður nær undantekningarlaust verri (low fertility trap). Þau börn sem fæðast inn í barnfáar fjölskyldur munu alltaf eingast ennþá færri börn en foreldrar sínir þegar frjósemishlutfall fer undir ca 1,5 fætt barn á hverja konu. Menn geta einnig ímyndað sér hvernig skattar og launamyndun verður í svona þjóðfélagi. Þrýstingurinn niður, niður og enn neðar verður mikill. Lífið fyrir ungt fólk verður ekki skemmtilegt í svona ellisamfélögum og innflytjendur sækast ekki eftir að koma. Þeir fara bara annað. Þegar flestir kjósendur verða gamalmenni er varla hægt að tala um lýðræði lengur. Hver kýs undan sér kassa hins opinbera? Í ESB er ellin að mestu skattafjármögnuð. Lífeyrissjóði, eins og þá íslensku, eiga þeir ekki. Öllum peningunum hefur verið eytt í atvinnuleysisbætur og eymdarhjálp síðastliðin 30 ár. Í kosningunum í Þýskalandi núna í haust var helmingur kjósenda orðinn 60 ára og eldri.

Atvinnuþátttaka kvenna í ýmsum löndum árið 2007

Góðar framtíðarhorfur og erlendir fjárfestar óskast. Þeir innlendu eru því miður útdauðir 

Konur á frjósemisaldri munu ekki láta bjóða sér að fæða börn inn í svona vonlaus samfélög. Þær munu kjósa með fótunum og flýja til betri og sjálfbærari samfélaga í takt við að gamlir kjósendur fá meiri og meiri völd til að kjósa mannsæmandi líf undan ungu fólki. Þýska þjóðfélagið, eins og flest þjóðfélög Evrópusambandsins, er ekki sjálfbært. Vinnuafl Þýskalands mun sennilega minnka frá 50 milljón manns árið 2005 niður í 35 milljón manns árið 2050. Hagvöxtur mun ekki sjást þar næstu margar kynslóðir. Neytendurnir urðu útdauðir og gamalmenni finna mun síður upp mikilvægar nýjungar sem eru svo lífsnauðsynlegar í samkeppninni við öll önnur lönd heimsins. Frá árinu 2004 til og með ársins 2007 fækkaði Þjóðverjum um tæplega 350.000 manns. Það er bara byrjunin á hnignun Þýskalands; hagstofa Þýskalands

Hint: hægt er að skoða dæmi um framskriðið öldrunarhagkerfi í raun-tíma (live) með því að horfa á Japan. Það er stórt land á leiðinni beint í ríkisgjaldþrot innan örfárra ára. Ekkert gefur afkast í Japan. Hvorki fólk, eignir né peningar. Enda er sparnaður Japana að verða uppurinn. Þá mun enginn kaupa ríkisskuldabréfin af þeim svo hægt sé að fjármagna hallarekstur japanska ríkisins áfram og því mun japanska ríkið verða bust. Japanskar konur eru í æfilögnu verkfalli. Nútíminn kom aldrei til þeirra, því miður.

Sama verður reyndin hjá svo kölluðum "afdala-mönnum" Evrópusambandsins í mið, suður og (fjár)austur Evrópu. En þá mun Evrópusambandið auðvitað heita the European Debt Union; Evrópuskuldasambandið, EDU.

 

Fyrri færsla


Vaira Vike-Freiberga um Evrópusambandið; "minnir mest á þegar valinn var nýr maður í embætti aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna"

Ekkert umboð frá þjóðum ESB

 Útnefning í Brusselgarði 

Frambjóðandi Lettlands, til nýja forsetaembættis Evrópusambandsins, Vaira Vike-Freiberga, segir að útnefning til embættisins sé framkvæmd á sovéskan máta og minni mest á þegar valinn var nýr maður til að gegna embætti aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Sá flokkur þjóðnýtti stjórnmál í Sovétríkjunum öllum. Hún segir að leynimakk og fyrirlitning á áliti almennings ráði ferðinni.

Fjölskylda Vaira Vike flúði frá Lettlandi árið 1944 þegar Sovétríkin hernumdu land hennar í annað sinn. Hún er eina manneskjan sem hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til embættisins. Vaira Vike varð forseti lettneska lýðveldisins árið 1999; TelegraphTengt efni: "æðsta ráð ESB stendur fyrir þjóðnýtingu stjórnmála í Evrópu á ný"

Fleiri stuttar fréttir í glugganum

Fyrri færsla


Í dag er beðið eftir að hvítur reykur stigi upp úr aðalstöðvum lýðræðisins í Brussel

Þar eru nefnilega samankomnir 27 æðstu valdamenn 27 ríkja Evrópusambandsins til að velja nýjan og fyrsta forseta þess. Nú er það heill forseti sem á að stýra því sem sumir á Íslandi halda ennþá að sé efnahagsbandalag. Þetta verður erfitt því bæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy verða að finna minni persónu en þau eru hvort fyrir sig. Persónan má ekki vera það stór að hún varpi skugga - á þau. Öðru máli gegnir með hin 25 peðin sem hýrast í kjallara ESB-garðs. 

Fleiri stuttar fréttir í glugganum  

 

<><><><> SÍMSKEYTI <><><><>

 

atvinnuleysi og kosningafylgi nasista

Þá voru þó kosningar - Wall Street Journal 16. september 1930; Dow vísitalan er 236.62 -3.72 (1.5%). Kosningaúrslit eru komin frá Þýskalandi. Flokkur þjóðarsósíalista (nasistar) fékk 107 þingsæti miðað við 12 þingsæti í síðustu kosningum. Kommúnistar fengu 76 þingsæti miðað við 54 áður. Sósíaldemókratar fengu 143 þingsæti. Þeir sem fylgdust með kosningunum eru að sögn ánægðir með að kommúnistar fengu ekki fleiri þingsæti. Róttækir flokkar virðast hafa unnið á vegna efnahagskreppunnar. Kommúnistar eru í slagtogi með Moskvu á meðan þjóðarsósíalistar eru and-lýðveldissinnar, and-þingræðislega sinnaðir, and-samfélag-þjóða sinnaðir, and-Gyðinga sinnaðir, and-kapítalistískir og aðhyllast myndun öfgafulls einræðis með sósíalistískum eiginleikum; news from 1930 blog. | Mynd; atvinnuleysi og kosningafylgi nasista Brad DeLong | Músik Julian Fuhs Orchester - Tango from Berlin 1930

 

<><><><> FULLT STOPP <><><><> 

 

Fyrri færsla: 


Nýir beinir ESB-skattar í löndum Evrópusambandsins, að ósk Brussel?

Beðið er um að fá beinan aðgang að skattgreiðendum í 27 löndum ESB 

Nú biður Brussel um að fá að innheimta beina ESB-skatta í löndum sambandsins.

Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins í Brussel leggur til að innleiddir verði alveg nýjir og beinir ESB-skattar sem sambandið innheimtir sjálft í löndum sambandsins, en ekki úr ríkissjóðum aðildarlandanna eins og gert er núna. Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins fer einnig fram á að afnumdir verði ýmsir afslættir (e. rebate) sem sum lönd sambandsins hafa samið um á undanförnum áratugum. Verði þetta reyndin munum við ekki lengur geta séð hver er nettó-greiðandi eða nettó-móttakandi fjármuna í ESB-samsteypunni. Það yrði innanhússmál framkvæmdanefndarinnar (ríkisstjórnarinnar?) í Brussel. Þá munum við ekki lengur geta birt svona tölur eins og hér að neðan. | Frankfurter Allgemeine

Er Evrópusambandið í Brussel gjaldþrota?  

Nettó greiðslujöfnuður 27 landa við Brussel árið 2008. Hver fær og hver borgar.

Það veit enginn ennþá, nema kannski þeir sem sjá um peningakassa ESB. Kannski er ESB rekið eins og íslenskur banki í höndum há menntaðs fólks. Eða eins og jörð í sparisjóði? Hver veit. Børsen skrifar að núna sé fimmtánda árið sem endurskoðendur kveikja á rauða ljósinu yfir ársreikningum Evrópusambandsins. Þeir neita að skrifa undir ársreikninga sambandsins, einu sinni enn. Það eru ennþá vandamál með greiðslur úr vissum sjóðum ESB. Endurskoðendurnir sögðu að það væru stórar villur í greiðslum úr peningasjóðum eins og til dæmis “structural funds”. Þar var að minnsta kosti greitt 11% of mikið út sjóðnum. Þessi 11% eru um 720 miljarðar íslenskar krónur. Þau lönd sem voru nettó-greiðendur til ESB á síðasta ári - og sem borga þetta - sjást hér á myndinni til hægri. Það er fyrrverandi efnahagsráðunautur Vaclav Klaus forseta Tékklands, hann Petr Mach, sem hefur tekið tölurnar saman: sjá hér nánar um þetta afrek Petr Mach. | Hverir fá og hverjir þurfa að borga

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu í september 2009 

Uppfærðar hafa verið tölur vefseturs míns yfir atvinnuleysi í ESB síðustu 12 mánuðina og svo einnig tölur yfir landa- og héraðsatvinnuleysi í ESB og nýlendum þess, ásamt tölum úr EES-löndunum. Tölurnar ná frá árinu 1999 til og með ársins 2008. |  Atvinnuleysi í ESB núna

Fleiri stuttar fréttir í glugganum

Fyrri færsla


Þýska markið, Deutsche Mark, stjórnar ennþá öllu hér í Evrópu.

10 árum seinna 

Vestur þýskt mark

Heilum áratug eftir að evran kom í stað þýska marksins er útflutningsknúinn efnahagsbati og efnahagsstefna Þýskalands enn að vinna gegn efnahagsbata 15 annarra landa evrusvæðis. En að þessu sinni er þetta gert undir bankastjórn evrópska seðlabankans (ECB). Gengi evrunnar hækkar bara og hækkar, þvert á þarfir flestra hagkerfa evrusvæðis. En Þýskalandi er nokkuð sama. Spákaupmenn gjaldeyrismarkaða veðja nú á að alltof hátt gengi evru muni hækka ennþá meira en orðið er. Þetta gerist vegna þess að markaðurinn veit að það er Þýskaland sem ræður öllu um þennan gjaldmiðil 16 landa Evrópusambandsins. Eitt land ræður yfir gjaldmiðli 15 annarra landa.

Þýskaland ræður

Þessi gjaldmiðill átti að sameina. En hann sundrar kannski meira en hann sameinar. Núna skaðar hann efnahagsbata í þeim löndum sem eru ekki eins samkeppnishæf og eins ónæm fyrir of háu gengi og Þýskaland er. Þessi einkenni þýska hagkerfisins ráða mestu um hvert og hvernig gengi evru mun þróast. Þetta er bagalegt fyrir öll lönd sem eru með þessa evru, nema náttúrlega fyrir Þýskaland. Efnahagsráðherra Þýskalands segir að þetta sé "ekkert til að hafa áhyggjur af". Á sama tíma hefur seðlabankastjóri ECB ítrekað ósk sína um “sterkan Bandaríkjadal”, sem myndi þýða lægra gengi evru gagnvart dollar. Hans ósk er því lægri evra. Það sama hafa frönsk stjórnvöld gefið til kynna. En Þjóðverjar segja að þeir séu ekki háðir gengi evru gangvart Bandaríkjadal. Þess vegna er auðvitað ekkert að óttast. Hægri hönd Frakklandsforseta, Henri Guaino, segir að evra á 1,5 dollara sé "stórslys" fyrir Frkakkland (e. disaster).

Hagstjórnartæki fyrir ný nýlenduveldi? 

Svona er upplagt að koma í veg fyrir hagvöxt og velmegun í 15 löndum myntbandalagsins. Maður fjarstýrir gengi gjaldmiðils þeirra. Svona heldur maður hinum evrulöndunum í járngreipum og sem sínum einka-útflutningsmarkaði. Ekki er að furða þó hagvöxtur Evrusvæðis frá stofnun þess sé einn sá lélegasti í OECD. Væri ekki hreinskilnislegra að láta AGS um þetta? Að hafa AGS bara alltaf inn á gafli hjá sér? Fréttastofa Bloomberg hefur sennilega ekki þorað öðru en að breyta fyrirsögn fréttarinnar. Fyrst hljóðaði hún svona - "Deutsche Mark Rules Again as Germany Undercuts Trichet Call to Weaken Euro" - en núna er hún svona - "German Exports Undercut Trichet’s Weaker Euro Push (Update3)". Einhver hefur kvartað; Bloomberg

Fleiri stuttar fréttir í glugganum 

Fyrri færsla


Hugleiðing um raun-stýrivexti: Raunstýrivextir = verðbólga mínus stýrivextir

Það er mikið  í húfi 

Mér datt í hug að það væri gaman að sjá hvernig verðbólga (CPI eða vísitala verðlags) í þeim löndum sem núna eru hvað verst sett í kreppunni, hefur verið undanfarin ár miðað við raun-stýrivexti í þessum löndum. Til dæmis í evrulöndunum Spáni og Írlandi. 

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum 

En ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið. 

Allur pistillinn er hér: Hugleiðing um raun-stýrivexti 

 

Fyrri færsla 


Landa- og héraðsatvinnuleysi í Evrópusambandinu og nýlendum þess frá 1999 til 2008

10 ár í ESB?

eða á Íslandi, Noregi, Lichtenstein og Sviss?

Sýnishorn: héraðsatvinnuleysi í ESB 1999-2008 

Talnaefni úr 1700 héruðum Evrópusambandsins 

Hægt er að skoða 10 ára tölur yfir landa- og héraðsatvinnuleysi í Evrópusambandinu og nýlendum þess frá 1999 til 2008. Um er að ræða ca. 17.000 tölur úr ca. 1700 héruðum Evrópusambandsins á síðasta 10 ára tímabili. Neðst á vefsíðunni er einnig PDF-útgáfa af þessum tölum sem hægt er að hlaða niður, geyma og skoða seinna þegar tími gefst. Bakgrunnur talnaefnis er litaður eftir þunga atvinnuleysis; yfir 5% atvinnuleysi, yfir 10% , yfir 15% yfir 20% og verra. Ekki láta ykkur bregða. Vinsamlegast athugið að síðan er nokkrar - já jafnvel þó nokkrar - sekúndur að lesast inn í varfann hjá þér, enda eru þetta mörg héruð, fleiri en 77.  Heimild: hagstofa ESB

Slóð: Atvinna og atvinnuleysi 

Allir vilja hafa atvinnu, ekki satt?

Villa - uppfært; ég biðst velvirðingar. Mér yfirsást. Ísland er víst þarna með í þessum 1700 héruðum. Ég tók bara ekki eftir því. En það liggur á milli Írlands og Ítalíu í tölunum. En tölur Íslands eru sem betur fer ALLAR hvítar. Enginn skuggi fellur á atvinnuleysistölur Íslands síðastliðin 10 ár. Enginn. Forritið reiknar út litina eftir formúlu, svo hér er ekki svindlað neitt.

Ég mun laga PDF skránna, þegar tími gefst. En nú vitið þið af þessum "bummert" mínum. Síðast þegar ég gáði í þessa skrá frá hagstofu ESB var Ísland ekki sett þar inn sem land heldur bara sem eitt hérað. 

Uppfært 1: PDF-skráin er uppfærð. Ísland er á blaðsíðu 19, merkt með gulum miða.

Uppfært 2: (12. nóvember kl. 17:38) Ný PDF skrá sem hægt er að leita í. Nú með bókarmerkjum og nú aðeins 1,6 Mb í stað 12,4 Mb. 

Fyrri færsla


Hvað er eiginlega að gerast í Finnlandi?

Finnland á að vera gott, skv. vinsældalistum

Hagvöxtur í Finnlandi

Ýmsir eru farnir að velta því fyrir sér hvað sé eiginlega á seyði í evrulandinu Finnlandi. Þar er mikill samdráttur í gangi, atvinnuleysi mjög hátt og landsframleiðsla fellur ennþá, mánuð fyrir mánuð og fellur einnig mjög stórt á milli ára. Þetta gerst þrátt fyrir að Finnland skorar mjög hátt á ýmsum listum yfir samkeppnishæfni og gæði innviða landa. En því miður virðast aðeins fáir hafa skoðað nákvæmlega hvernig þessir vinsældalistar búa til lista sína yfir samkeppnishæfni hagkerfa heimsins. Douglas Muir hjá Hnefafylli af Evrum gerði athugasemd við þessa vinsældalistagerð fyrir stuttu í bloggfærslu sem ber nafnið: allir hljóta að vera að flytja til Finnlands núna

Mikill samdráttur sem heldur áfram 

Hagstofa Finnlands tilkynnti á föstudaginn að landsframleiðsla Finnlands heldur áfram að dragast saman á milli mánaða. Þannig féll landsframleiðsla Finnlands um 0,5% á milli júlí og ágúst. Á milli ára er landsframleiðslan nú fallin um heil 8,4% miðað við í ágúst í fyrra. Vert er að hafa í huga að landsframleiðsla á Íslandi féll um 5,5% á milli ára á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Það sem er áberandi í Finnlandi er það að landsframleiðsla grunnatvinnuvega s.s. landbúnaðar og skógarhöggs óx um 3% á meðan landsframleiðsla atvinnuþátta eins og iðnaðar og mannvirkjagerðar féll um 17% og þjónustugeirinn dóst saman um 6% á milli ára.

Stór fyrirtæki flýja evru Finnlands 

Finnland

Í síðustu viku sagði forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen að myntin evra væri að valda efnahag Finnlands miklum erfiðleikum. “Evran er ekki eina vandamálið en samt stór hluti vandamálsins” sagði Vanhanen. Burtséð frá örvunarpakka ríkisins, getur ríkisstjórnin lítið annað gert til að auka útflutning en að horfa á aðgerðarlaus á meðan fyrirtæki á borð við Stora Enso Oyj, sem er stærsti pappírsframleiðandi í Evrópu, er að flytja framleiðslu sína frá Finnlandi til Svíþjóðar til þess að geta notið kosta sænsku krónunnar. En sænska krónan er sjálfstæð fljótandi mynt og hefur fallið töluvert gagnvart evru. Sænska krónan er á engan hátt tengd mynt Evrópusambandsins, evru. Stýrivextir sænsku krónunnar eru miklu lægri en stýrivextir evru, eða aðeins 0,25% á móti 1%. Stora Enso á að hafa lokað tveim verksmiðjum í Finnlandi í ágúst því eftirspurn er minni og rekstrarkostnaður hár.

Mikið atvinnuleysi

Atvinnuleysi í Finnlandi mældist 8,6% í september. Helsinki Times skrifaði um 40% atvinnuleysi hjá innflytjendum í Karelia héraði í blaðið á föstudaginn. Seðlabanki Finnlands spáir um 7,2% samdrætti á þessu ári. En bankinn lækkaði hagspá sína fyrir Finnland fyrir skömmu. Spáir seðlabankinn engum vexti í Finnlandi á næsta ári en 1,6% hagvexti árið 2011. Hagfræðingurinn Edward Hugh er undrandi yfir ástandinu í Finnlandi og hefur í því tilefni ritað greinina; Hvað er eiginlega að gerast í Finnlandi? Mynd; fréttatilkynning hagstofu Finnlands


Evrópusambandssinninn Baldur Kristjánsson lofar himnaríki og bannfærir villutrúarmenn

Þetta gerðist bara allt í einu. Eins og elding að himnum ofan

Saklaus var ég, Evrópusambandsbúinn sjálfur, að vafra um Moggabloggið. Upp í vafrann minn sprettur þá þetta

 

Kjörin munu batna, alveg sama hvað

 

Ég verð harla undrandi. Þetta er eitthvað grín, hugsa ég, eða þá einhver sem er ekki alveg kominn niður á jörðina á þessum sunnudögum sem alltaf koma á eftir laugardögum. Því spyr ég viðkomandi hvort hann sé drukkinn. Ertu Drukkinn séra Baldur? Nema náttúrlega að maðurinn sé að villast á himnaríkjum?

 

 

Ertu drukkinn?

 

Það sem gerðist næst gerðist líka mjög hratt. Úti er ég lokaður & læs og athugasemdir okkar Sigurðar eru þurrkaðar út. Vúptí! Svona eins og ýjað hefur verið að hér í ESB að helst þyrfti að gera við þá sem blogga illa um Evrópusambandið. Sumir þingmenn hér hafa líka sagt opinberlega að þeir vilji frekar ræða við nasista en við okkur Evrópusambandsandstæðinga.

Hann góði maður okkar Sigurður Þórðarson hefur ritað um þetta bloggfærslu hjá sér, Hjá Sigurði er líka hægt að lesa allar athugasemdirnar sem ekki eru lengur til á bloggi Baldurs. Þar er líka að finna útskrift á PDF formi. Þetta er úr bókhaldi mínu og alfarið mér um að kenna ef læti verða útaf einhverju seinna. Maður veit aldrei. 

Blogg Sigurðar: "Gjafir eru yður gefnar" (ábending um furðulega bloggfærslu)

 

Mér datt þessi gamla auglýsing svona í hug þegar delete delete delete takkinn glóði hjá Baldri 

Helmingur pappírsins var bara horfinn!!! Bíbb bíbb bíbb!

 

Bloggfærsla Baldurs: ESB - kjör almennings munu batna ! 

 

Það sem mér lá á hjarta - svona á meðan skriftastóll Baldurs er lokaður

En það sem mér lá á hjarta við guðsmanninn hann Baldur í sambandi við bloggfærslu hans um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum (Bandarískt heilbrigðiskerfi og það íslenska!) en sem ég get auðvitað ekki skrifað hjá honum því nú er ég bannfærður, er þetta hér:

Baldur Kristjánsson skrifar: 

"Tugmilljónir Bandaríkjamanna eru án heilbrigðistrygginga."

Svar mitt til Baldurs er þetta: 

Þetta er ekki allskostar rétt Baldur: US Census segir að um 15% af Bandaríkjamönnum hafi verið án sjúkratryggingar á árinu 2007. En það er bara einn stór hængur hér. Þessi tala telur alla sem hafa verið án sjúkratrygginga í t.d. 4 daga á meðan þeir eru t.d. að skipta um vinnu - þ.e. á meðan pappírsvinnan er að ganga í gegnum þegar þeir skipta um atvinnurekanda.

Þeir sem hafa verið permament (alveg) án sjúkratryggingar í BNA í t.d 4 ár samfleytt eru ca. 3.3% af íbúum í Bandaríkjunum. Og stór hluti þeirra eru ólöglegir innflytjendur. En ofaní þær sjúkratryggingar sem Bandaríkjamenn hafa og nota þá gefa velgjörðarsamtök mikið af verðmætum til heilbrigðismála í BNA.

Nokkur dæmi:Partnership for Prescription Assistance veitir til dæmis aðgang að 2500 lyfjategundum í gengum 450 stuðningsprógrömm.

Þau 400 háskólasjúkrahús sem eru í COTH samtökunum í BNA gefa aðgerðir fyrir ca. 6 miljarða dollara á hverju ári til þeirra sem hafa enga tryggingu og til samans gefa öll sjúkrahús í Bandaríkjunum um 12 miljarða dollara til aðgerða á hverju ári til þessa hóps. Þetta eru meiri peningar en eru notaðir í allt heilbrigðiskerfið hér í Danmörku á hverju ári.

Schriners Hospitals for Children reka um 20 sjúkrahús í BNA og um 8.000 manns vinna t.d. hjá St. Jude&#39;s Children Research Hospitals í Memphis sem þessi samtök eiga og reka. Kaþólsk velgjörðarsamtök veita einnig mikla aðstoð til ólöglegra innflytjenda.

En það sem er náttúrlega áberandi þegar borin eru saman heilbrigðiskerfi er að dauðsfallahlutfall í meðferðum við alvarlegum sjúkdómum er miklu lægra í Bandaríkjunum en víða í Evrópu og á Norðurlöndunum. Miklu betri árangur í meðferð sjúkdóma svo sem brjósta- lífmóðurs- ristilkrabbameins.

Tækjakostur er miklu betri í BNA. T.d eru 62 DTX skannar á hverja 1. miljón íbúa í BNA á meðan það eru bara 8-10 stykki á hverja 1 milljón íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Sama gildir um MRI og CT skannara.

Maður fær ekki það sem maður borgar fyrir víða hér í Evrópu, svo mikið er víst. En sum lönd eru þó verri en önnur. Sennilega eru sum Norðurlöndin að verða hér einna verst og lélegust. Sérstaklega þau Norðurlönd sem eru í Evrópusambandinu. Svo er annað: þeir sem eru á biðlistum í Evrópu; er hægt að segja þeir hafi heilbrigðisþjónustu á meðan þeir þurfa að bíða nokkur ár eftir að komast að? Biðlistar eru að mestu sérevrópskt fyrirbæri. Norðurlanda-fyrirbæri mest. 

Góðar kveðjur til þín Baldur, en megi þér þó ganga svona trúboð sem allra verst. Þetta er þér ósæmilegt. 

Fyrri færsla

 
Viðhengt PDF skrá af bloggfærslu Baldurs 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband