Leita í fréttum mbl.is

Svörin við efnahags- og stjórnmálagetraun síðustu helgar: Rétt svar er Írland (uppfært)

Efnahags-getraun síðustu helgar var þessi.

rétt svar er: Írland

spurningarnar voru þessar 

Írland 

Efnahags- og stjórnmálagetraun helgarinnar: Hvar er eftirfarandi að gerast núna? Í hvaða landi?

  • Verðmæti húsnæðismassa landsins hefur fallið um 26,3 miljarða krónur á hverjum einasta degi frá árinu 2007
  • Verðmæti húsnæðismassa landsins var 102 þúsund miljarðar krónur árið 2007
  • Verðmæti húsnæðismassa landsins í dag er 76 þúsund miljarðar krónur
  • Verðmæti húsnæðismassa landsins hefur fallið um 25% á tveim árum
  • Verðmæti leigutekna frá húsnæðismassa landsins hefur verðið sprengt til baka til ársins 1999 á tveim árum
  • Verðmæti leigutekna frá húsnæðismassa landsins hefur verðið flutt til baka í tíma um 10 ár á aðeins tveim árum
  • Það hafa veðskuldirnar hins vegar ekki gert
  • Allir bankar landsins eru komnir í faðm ríkisins. Ríkið heldur í þeim lífinu
  • Atvinnuhúsnæði og tengd lán þess að andvirði 50% af þjóðarframleiðslu landsins hafa verið sett í vörslu hins opinbera (já, er núna í eigu ríkisins)
  • Um 20-25% hluta atvinnuhúsnæðisins stendur tómt
  • Atvinnuleysi landsins er komið í 13% og hækkar hvern mánuð
  • Enginn bankanna getur lánað peninga út til fyrirtækja því verðmæti fyrirtækjanna og veð lánanna falla svo hratt í verði
  • Flestar eignir bankanna eru með veði í húsnæðismassa landsins
  • Verðgildi bankanna þekkir því enginn
  • Nýir hluthafar vilja ekki snerta á svona brennandi bankakerfi
  • Útlánavextir bankanna eru 5,5% til 9,6%
  • Verðhjöðnun er 6% á ári
  • Allt sem þú kaupir af eignum er 6% minna virði en það var fyrir 12 mánuðum
  • Þetta þýðir að það eru 11% til 16% raunvextir á lánum þínum
  • Greiðslubyrðin þyngist og þyngist því laun lækka og lækka en það gera lánin ekki
  • Afkast peninga er 6% minna en fyrir 12 mánuðum síðan
  • Hver vill taka lán á 11% til 16% raunvöxtum til að kaupa eitthvað í dag sem verður ódýrara á morgun  

Það eina sem getur bjargað landinu er að prenta peninga til að reyna að stöðva verðhjöðnun og reyna að búa til verðbólgu á ný. Þetta bjargaði Bandaríkjunum í apríl árið 1932. Þá henti forseti Bandaríkjanna ráðum efnahagsráðgjafa sinna út um gluggann. Hann tók Bandaríkjadal af gullfætinum og heimilaði seðlabanka Bandaríkjanna, The Federal Reserve System, að hefja prentun peninga. Prentun nýrra Bandaríkjadala. Á einum degi hækkaði vísitala hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum um 15% og innan mánaða tók landsframleiðsla og við sér.

  • Hvaða land er um að ræða?
  • Hvaða mynt notar landið og af hverju?
  • Af hverju er ekki hafin peningaprentun í landinu?

Af hverju er allt of hátt gengi myntar landsins ekki fellt svo hægt sé að bæta samkeppnishæfni, atvinnuástand og lánstraust landsins innan sem utanlands? Ríkið yrði þá strax betri og trúverðugri skuldari því tekjulind - og þar með greiðslugeta þess - myndi þá síður þorna upp. Atvinna og viðskipti búa til skattatekjur ríkisins. Búa til greiðslugetu ríkisins. Þá yrði ríkið ekki atvinnu- og tekjulaust. Atvinnuleysisbætur fyrir ríki og ríkisstjórnir eru nefnilega ekki til. Þá myndi landið njóta meira og betra lánstrausts innan sem utanlands - og svo lægri vaxta, eins og til dæmis Svíþjóð hefur gert

  • Af hverju virkar peningakerfið ekki í landinu?
  • Af hverju horfa menn aðgerðarlausir á?
  • Hvað olli þessum óförum landsins?
  • Af hveru eru stýrivextir ekki lækkaðir?
  • Er hér um fullvalda ríki að ræða, nýlendu eða hvorugt? 

Svörin (merkt: heilbrigð skynsemi: „oft er hægt að vera ákaflega stoltur af því sem maður gerði aldrei“) ætti að senda í Forsætisráðuneytið - Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg - 150 Reykjavík, Ísland. Verðlaunin fyrir rétt svör eru áframhaldandi bjartar og öfundsverðar framtíðarhorfur fyrir lýðveldið Ísland og þegna þess. Afrit, ef menn vilja, er hægt að senda í fjármálaráðuneyti Íslands. Bent skal á að ekki er ráðlegt að senda svörin til utanríkisráðuneytis Íslands. Það er nefnilega allt upptekið við annan, miklu lengri og kostnaðarsamari spurningaleik. Spurningaleik sem upphaflega kom landinu hér að ofan í öll vandræðin

Svörin við spurningunum

Landið heitir Írland

Mynt Írlands er evra

Írska evran hefur ekkert gengi. Því er ekkert hægt að gera í gengis og peningamálum Írlands

Something will have to give in the long run

(uppfært, gleymdist)

Peningakerfið á evrusvæði virkar ekki því millibankamarkaður evrusæðis hefur ekki virkað síðan kreppan skall á. Hann virkar einungis innan hvers evrulands fyrir sig en ekki á milli þeirra. Ástæðan er sú að um er að ræða peningakerfi með 14 seðlabönkum með 14 ríkissjóði og ríkisfjárlög þeirra á bak við sig. Lánveitendur vilja helst vita hvort skuldunautar þeirra verið á lífi þegar greiða á lán til baka. Þeir treysta ekki bönkum annarra ríkja og sérstaklega ekki ríkja sem stefna í greiðsluþrot. Næsta skref er því að sameina ríkisfjárlög allra landa myntsvæðisins. Það er eina leiðin til að fá myntbandalagið til að virka. En fyrst þarf að leggja ríkin niður í smá skömmtum. Þetta er stefna "federalista" innan ESB. Allt er þetta gert til að bjarga myntsvæðinu frá hruni. Núna er búið að smygla áhættutöku einkageirans á evrusvæði (bankana) yfir á ríkissjóði landa myntbandalagsins. Þetta gerðist þrátt fyrir Maastricht sáttmálann og er algerlega bannað samkvæmt honum. Núna er því myntbandalagið kol ólöglegt og hefur í reynd brugðist þegnum þess algerlega. Það er krypplingur núna og virkar sem steinn um háls hagkerfa myntbandalagsins   

Írar meiga ekki prenta peninga lengur. Það er þeim bannað. Þeir misstu réttin til peningaútgáfu þegar þeir hentu írska pundinu fyrir borð og fengu evrur sendar frá Þýskalandi í staðinn.  

Írar tóku upp evru því þeim var sagt að hún væri svo góð. Hún var í tísku þá. En núna er ekki hægt að losna við hana. Aldrei.  

Írar horfa aðgerðalausir á hamfarirnar vegna þess að þeir geta ekkert gert. Sumir hagfræðingar hafa lagt til að Írland fari íslensku leiðina. Hendum evrunni 

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum 

Það sem olli þessum ósköpum var peningastefna seðlabanka Evrópusambandsins á Írlandi. Sú stefna bjó til grunn og farveg ófara Írlands með neikvæðum raun-stýrivöxtum á Írlandi í mörg ár. Nánar um þetta hér: Hugleiðing um raun-stýrivexti 

Írland getur ekki lækkað stýrivexti á Írlandi því stýrivöxtum Íra er stjórnað í Frankfürt í Þýskalandi. Þeim er stjórnað af Þjóðverjum og Frökkum og alveg gersamlega án tillits til þarfa Írlands. Þegar stýrivextir þurfa að hækka í Þýskalandi og Frakklandi á næstunni munu þeir bráðnauðsynlega þurfa að lækka á Írlandi. En, því miður, ekkert geta Írar gert í þessu, annað en drepist.

Nei, hér er ekki um fullvalda ríki að ræða. Hér er um lands-hérað í stórríki Evrópusambandsins að ræða. Hérað sem er að missa fullveldi sitt í smá skömmtum. Írland er á leiðinni til að verða nýlenda aftur.

Tengt efni

Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands

Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs

Valdataka Brussel 

Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland

Hætta í ESB eða verða gjaldþrota segir írskur hagfræðingur 

Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru 

Fyrri fræsla

Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir þetta ekki líka að lágskattastefna virkar ekki, eins og ný-frjálshyggjan hefur boðað?

Er Írland ekki dæmi um að það sem Richard Porter hefur kallað "Race to the bottom". Samkeppnis yfirburðir sem byggja á lágskattastefnu eru dæmdir til að mistakast því það er alltaf einhver sem getur boðið lægra. 

Dæmi Írlands ásamt fleiri Evrópuríkja sýna að til þess að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf þá þarf að hafa góða breidd. Á meðan Ísland hafði bankamenn og braskara, þá hafði írland bna fjárfesta sem lokuðu sjoppunum sínum þegar kreppti að.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Magnús og takk fyrir innlitið

1) Írland er í slæmum málum vegna þess að það ræður engu um stýrivexti og peningapólitík í landinu. Það var þetta sem bjó til vandræði Írlands. Það voru ekki lágir skattar, heldur neikvæðir raunstýrivextir sem bólugrófu efnahag Írlands. Síðustu skattabreytingar á Írlandi voru framkvæmdar fyrir 9 árum síðan.

2) Þegar fjármálakreppan skall á fóru ríkisstjórnir á evrusvæði og ESB út í það að yfirbjóða hverja aðra með ríkisábyrgðum. Það ríki sem bauð mestu og bestu ríkisábyrgðina kom í veg fyrir að fjárfestar rifu út peninga sína í hlutabréfum fjármálastofnana. Komu í veg fyrir total meltdown. Þetta geisaði eins og efnahagleg borgarastyrjöld innan evrusvæðis. Fjármagnið fluttist til eins og foss í skjól bestu ríkisábyrgðanna á meðan hrunið geisaði. 

Árangurinn er svo sá að írska ríkið situr núna uppi með allt bankakerfið og fasteignaveðlán þess í atvinnuhúsnæði.  En núna vill náttúrlega enginn snerta á þessu bankakerfi. Það er eitrað. Baneitrað. Lágir skattar hafa ekkert með þetta mál að gera.

Það væri hinsvegar ráð að leggja skatt á innflæði og útflæði peninga. Ég held að sú verði raunin þegar til lengri tíma er litið. Lönd þurfa á þolinmóðu fjármangi að halda. Þetta er nú þegar komið á í sumum löndum Asíu. Tími algerlega frjálsra og óheftra fjármagnshreyfinga er á enda kominn að mínu mati. Enda mun millibankamarkaður aldrei verða samur aftur svo þar verður sennilega enginn til staðar til að fjármagna svona flóð og fjöru fjármagns.  

Svipað hefur einnig gerst í háskattalandinu Danmörku. Allur sá framgangur sem varð í efnahag Danmerkur undanfarin ár var tengdur fasteignabólu. En þá fór atvinnuleysi í Danmörku undir 6% í fyrsta skiptið í 30 ár. En nú er allt sprungið ó loft upp  og allt bankakerfið komið undir vængi ríkisábyrgða því annars væri það algerlega gjaldþrota. Ekki einn extra kassi af vörum og þjónustu er framleiddur eða fluttur út. Þetta var hreinræktuð fasteignabóla sem blés upp efnahaginn í skamma stund.  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.11.2009 kl. 13:28

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Alltaf undrast ég meir og meir á því að þú virðist ekki geta hugsað þér að búa annars staðar en á svæði Evrópusambandsins. Flokkast þetta undir málsháttinn "þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur?"

Miðað við þínar lýsingar þá eru Evrópusambandslöndun skelfilega stödd og nánast að hruni komin, þú ert kannski að reyna að bjarga málunum?

Varðandi Írland. Þú segir að Írar "prenti" peninga sér til bjargar. Það geta þeir ekki gert því þeirra gjaldmiðill er Evran. Hér var á ferð einn fremsti hagfræðingur Írlands nýlega. Hann sagði að Írar mundu komast úr úr vandanum ekki síst vegna þess að þeir eru í Evrópusambandinu og hafa Evru sem gjaldmiðil

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.11.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Lágskattastefna Íra er skynsamleg og enginn skaðvaldur. Það eina sem getur aukið skatttekjur ríkisins er aukin verðmætasköpun, en ekki hærri skattar. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegum rannsóknum sem Kurt Hauser gerði. Hann notaði upplýsingar frá IRS í rannsóknum sínum, sem spanna marga áratugi.

Lykilatriði er að lágmarka atvinnuleysi og helst útrýma því, enda er það dýrasta og skaðlegasta eitrið í hagkerfinu. Ég hef einmitt skoðað lögmál Hauser's og sett í samhengi við "race to the bottom" sem Magnús nefnir (ætlunin var að birta bloggfærslu um það fljótlega).

Innan ESB hefur gengið illa, vægast sagt, að minnka atvinnuleysi. "Race to the bottom" gæti því hæglega verið heitið á stefnu Evrópuríkisins í atvinnu- og efnahagsmálum. Það er alla vega mjög lýsandi.

Haraldur Hansson, 30.11.2009 kl. 17:47

5 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sigurður Gretar,

þetta var hámenntaður stjórmálafræðingur kostaður af ESB. Sjá viðtalið við hann í gær.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/2009/11/29/

Hér eru frekari upplýsingar um hann.

http://www.ucc.ie/en/government/Staff/DrAndrewCottey/

Enn snillingurinn frá ESB dreginn á flot!!

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 30.11.2009 kl. 19:06

6 identicon

Þakka svarið

Írar notuðu skattastefnu sína til þess að lokka að erlenda fjárfesta, sem tókst lengi vel og lagði grunn að efnhagslegri velgengni þeirra. En í draumi sérhvers manns liggur fall hans falið, þetta fjármagn sem fossaði inn í krafti hagstæðs skattaumhverfis gat líka fossað til baka, sem og það gerði.

Sú spurning sem liggur á mér er sú hvort það sé hollt að sækjast eftir stefnu sem jú vissulega gerir gott betra í góðæri, en vont verra í harðæri? Draga lágskattar að sér of fljótandi fjármagn þ.e. braskara? Er þá ekki "plain vanilla" bankastarfsemi sú hollasta sem völ er á? Þurfum við á fjármálalegum tortímingarvopnum eins og afleiðum að halda?

Þegar evran var sett af stað þá var hún á pari við dollar, en síðan kom Bush jr. og byrjaði að safna skuldum sem svo lækkuðu verðið á dollaranum. Þegan skúrkar í James Bond vilja fá greidd í € í stað $ með þeim punkti að "the dollat just ain´t what it just to be". Er evran þá ekki fórnarlamb eigin velgengni?

Með ativnnuleysið - Skipulag vinnumarkaða í stóru evrópskuríkjunum er eflaust stærri skaðvaldur atvinnustiginu en gjaldmiðla vandamálið. Því réttindi vinnandi fólks eru mikli meiri en þeirra sem ekki eru vinnnandi.

Á Spáni hefur verið mikil umræða um kosti hins danska "flexicurity"kerfis þ.s. auðvelt er að segja upp fólki en hið opinbera skaffar öryggiskerfið. Lausnin liggur í því að gera fyrirtækjum ódýra að ráða og reka fólk eftir þörfum - síðan þarf hið opinbera að hafa tryggingar að baki, sem kostar skatta.

Haraldur, Magnus Blomström hefur skrifað áhugaverðar greinar um áhrif skatta á beinnar erlendar fjárfestingar. Vert að kynna sér þeir, því miður er ég ekki með linkanna eins og er. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:38

7 Smámynd: Jón Þór Helgason

Það gekk svo vel hjá írum að draga að fjármagn þar sem að fjárfestingar þar sem að Evran hélt gjaldmiðlinum niðri!  Hefði írska pundið verið hefði það hækkað við meiri fjárfestingar og því dregið úr vilja fjárfesta til að fara inn með fyrirtæki.   Staðan hefði verið betri en hún er í dag.

Þetta leiddi af sér hækkun launa og enn meiri fasteigabólu en ella hefði verið.  Vissulega hefðu þeir getað farið framhjá þessu kerfi með að taka erl lán á eignirnar eins og íslendingar, ungverjar og fleyrri lönd gerðu.   Áhrifinn hefðu þó verið takmarkaðri en það fárviðri sem gegnur yfir landið efnahagslega í dag.

 Vandamál vinnumarkaða í Evrópu held ég sé meira hvað bæturnar eru háar miðað við lágmarkslaun.   Síðan er of erfitt að segja upp fólki sumstaðar allavegana.  Ef hægt er að ráða mann tímabundið og segja honum upp fyrirvaralítið kemur sveigjanleiki. 

Fyrirtæki ráða jú fólk í vinnu til að græða, en ekki til að sinna samfélagsþjónustu.  Sveigjanleiki eykur því atvinnuna en ekki öfugt.  

Spánn er bara með gjaldmiðill sem hentar honum ekki. það er vandamálið.  Þeir fengu rant atvinnustig þar sem ríkar þjóðir Evrópu sáu ódýrar eignir sem voru ódýrar þar sem laun voru lág.  Síðan hækkaði allt þar og bankar hættu að lána. Þá kom í ljós að atvinnulífið stendur ekki undir þessum launakröfum.

 Með hvort Evran sé fórnarlamb eða ekki þá er svarið það að styrking sé pólitísk góð en efnahagslega slæm. 

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 1.12.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband