Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Byggðastefna höfuðborgarsvæðisins gangsett

Jæja. Þá er í verk sett stærsta byggðastefnuklambur Íslandssögunnar. Reykjavík og nágrenni hennar er með aðstoð stjórnmálamanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks reynt að bjarga frá sjálfskaparvítinu sem þar varð til

Reynt er nú að halda svæðinu í byggð með því að skattleggja þrotin þrotabú höfuðborgarsvæðisins og þann fjármálatengda atvinnurekstur sem enn er uppistandandi í rústum Reykjavíkur & Co - og svo náttúrlega þá sem aldrei dönsuðu brjál

Og hvergi annar staðar í Íslandsögunni en einmitt á þessu eina eina höfuðborgarsvæði landsins, hefur annað eins byggðastefnuverkefni í verk verið sett. Neðan- og uppúr þessari holubjörgun brunarústa höfuðborgar landsins, stingst svo tindur manngerðs eldgoss Kredithörpunnar, sem enn ein nýmálaða nýskelfing ekki-fjármunamyndunar stjórnmálamanna staðarins

Já, þetta er sjálft "borgríki" xD fulltrúans, höktandi um á brauðfótum, enda algerlega nýfætt fyrirbæri Íslandsögunnar. Skjálfandi fótalaust og blautt á bak við bæði eyru

Helstu útflutningsafurðir höfuðborgarsvæðisins eru íslenskir ríkisborgarar. Og sem ekkert fæst fyrir á útflutningsmörkuðum, nema kröfur. Við skulum ekki minnast hér á allt innflutningstapið

Ef "borgríki" Reykjavíkur og nágrennis heldur áfram á þessum nótum, þá mun það af stað koma forsendubraki- og brestum alls þjóðríkis Íslendinga. Þetta vitið þið vel kæru stjórnmálamenn, sem hér eruð að yrkja atkvæði ykkar á kostnað annarra. Ef þið hins vegar vitið þetta ekki, þá eruð þið afglapar

Af svona byggðastefnu ykkar leiðir:

****

  • Verðbólga verður meiri. Það þekkja þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu því þeir hafa knúið verðbólguna áfram með eins konar hurðaskellum
  • Bólumyndun í hagkerfinu verður eðlilega meiri
  • Nýsköpun verður minni því of margir hugsa eins við svipaðar aðstæður
  • Samkeppni minnkar því svæða- og héraðsöfl landsins eru orðin geld
  • Fjölbreytni minnkar því svo fáir vita um alla möguleikana annars staðar. Þeir eru í hjörð sem bítur gras á sama bala á sama stað
  • Fákeppni innanlands og eignaupptaka fyrir utan ferkílómetrana fáu verður ráðandi
  • Samfélagið verður vanskapað, visnar og gæti veslast upp
  • Landið verður tekið af okkur og aðrir munu nema það 

****

Hefði byggð landsins ekki verið svona illa fyrir komið sem einu stóru sogandi svarholi á sama stað, þá hefði þetta ofanritaða aldrei getað gerst. Hið fyrir all nokkru hafna náttúrleysi þessa svarthols mun sjálfkrafa —og endanlega— binda endingar á þjáningar þess. Það verður eins steingelt og öll önnur "borgríki" eru

Það eina sem getur bjargað Reykjavík & Co er að taka höfuðborgartitilinn af henni og flytja hann ásamt þingstað þjóðarinnar, stjórnsýslu landsins, ráðuneytum þess og Seðlabankann norður á Akureyri, vestur á Ísafjörð eða austur á Seyðisfjörð. Þá hefði þessi rústaði staður í það minnsta smá séns og að einhverju öðru að keppa en því að hurðarásaklappa sjálfum sér og öllu landinu í lás

Ekki myndi ég lána þessum stað einn tíkall —kæmist ég hjá því— undir skuldahvatningarstefnu stjórnvalda þessa borgríkis

Fyrri færsla

Þýskaland felur skuldbindingar ríkissjóðs í skattaskjólum


Þýskaland felur skuldbindingar ríkissjóðs í skattaskjólum

Mynd úr; Der Spiegel 49 2013
 
Der Spiegel 49 2013 - Toxische Brühe - Als Bun­des­fi­nanz­mi­nis­ter nutzte Peer Steinbrück 2006 eine irische Brief­kas­ten­fir­ma zum Schuldenabbau
 
Í aðdraganda þess er evrunni var sleppt lausri sem pólitískum merði hins farlamaða Þýskalands og hins sósíalistíska x-elítuliðs Frakklands yfir lönd Evrópusambandsins árið 1999, fóru fram hin ótrúlegustu svikráð ríkjanna í þeim tilgangi að blekkja alþjóðlega fjármálamarkaði undir “hæfniskröfu-tímabili” ríkjanna upp í hina hápólitísku þriggja fösuðu ERM-mynt þeirra, ECU og evruna, frá 1994 til 1999 (the Convergence Criteria Period)

Nú hefur Der Spiegel grafið það upp að fleiri hundruð þúsunda starfsmanna lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs Þýskalands voru fluttar úr landi með aðstoð fjármálasérfræðinga til felustaða í skúffufélögum í skattakerfi Írlands. Tilgangurinn var að fela hallarekstur ríkissjóðs Þýskalands og skatta-fjármagnaðar skuldbindingar hans inn í framtíðina

Þangað voru skuldbindingar þýska ríkisins fluttar árið 1999 af fyrst þáverandi fjármálaráðherra Þýskalands, Hans Eichel, sem lærði samhæfðar Hegelskar Karl Marx doktorsgjörðir sínar sem pólitíska heimsspeki og stjórnmálafræði hins stígandi Evrópusambands í háskólanum í Marburg. Og sem er sú evrópska hámenntun er gerði hann þar með hæfan til að taka við embættinu af þá afsögðum Oskar Lafontaine, fjármálaráðherra sama lands, árið 1999
 
Þarna sat Hans Eichel og flutti lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs Þýskalands sem áttu að fjármagna lífeyrir starfsmanna Deutsche Bundespost, sem svo var klofið upp undir feluleikjum í þrjár frá-sölueiningar þýska ríkisins. Summa frásölunnar rann niður í svarthol ríkissjóðs Þýskalands til fegrunar þjóðhagsreiknings hins að þrotum komna ríkissjóðs þess 

Árið 2005 kom síðan geislabaugaður arftaki Hans Eichel til valda undir nafninu herr hagfræðingur Peer Steinbruck. Hann varð forfallinn fjármálaráðherra Angelu Merkel kanslaraínu Þýskalands frá Austur-Þýskalalandi og sá ráðherra hennar sem þá tók við þessum földu og skattaskýldu lífeyrissjóðum starfsmanna þýska ríkisins, sem ásamt fótum troðnum 2004-aðvörunum þýska seðlabankans, var troðið niður í púðurdós Merkels yfir meginlandi Evrópu
 
Peer Steinbruck sat á hinum földu skattaskýldu lífeyrissjóðum í skattakerfi Írlands fram til ársins 2009, er herr doktor í lögum Wolfgang Schäuble leysti hann af hólmi og tók við sem fjármálaráðherra yfir hinu morkna Þýskalandi Angelu Merkels frá DDR og nú því sem næst öllu meginlandi Evrópu

Í millitíðinni hafa tekjurnar af þessum földu lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna Þýskalands í skúffufélögum þess á Írlandi, verið leynilega notaðar til að fjármagna björgun Dexia-bankans sem eftir þá björgun var sagður skothelt traust fjármálastofnun, en sem nú liggur algerlega gjaldþrotin brunarúst stjórnmálamanna þvers á landamærum handjárnaðra láglanda við Þýskaland

Fjármálaráðherrar Þýskalands hafa verið öflugustu gagnrýnendur á skattakerfi Írlands og sömu aðferðir gríska ríkisins, sem af þeim sökum liggur nú sem ein samfelld logandi brunarúst eftir 31 árs rústunaraðild landsins að þessu Evrópusambandi Karls Marx Hegels og hins þjóðríkisbanandi immaterielle Lennonska fyrirbæris; er Immanuel Kant nefnist
 
Í augum uppi og framundan liggur nú erfið langvinn en ákaflega langþráð sameining Evrópusambandsins við móðurjörð Sovétríkjanna í austri. Þar mun það með tímanum opna landfræðilega stærsta sjónarfarslega misfóstur veraldar
 
Samhæfingin —the coordination— hefur þegar farið fram; svæðin voru stjórnarfarslega forfeðruð fyrir og eru nú stjórnsýslulega konvergeruð undir structural reforms —eru óendanlega skipulagsbreytt —meðal annars með hinum súrefnisdrepandi styrkjaskólpveitum byggðastefnu Evrópusambandsins; sem frá upphafi á laggir var sett til höfuðs þjóðríkinu
 
Fyrri færsla
 

Fullveldisdagurinn: "setti allt sitt traust á alþýðuna"

 

Fáninn

Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918.

"Jón Sigurðsson taldi sér það til mests gildis mörgum árum síðar, að hann hefði afstýrt innlimun Íslands í Danmörku árið 1851." 

"Hann býst við að til pólitískra tíðinda dragi á Íslandi og skyggnist um eftir liði í landinu til þeirrar baráttu sem framundan er."

Sverrir Kristjánsson - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar - setur allt sitt traust á alþýðuna - bls liii 53

Mynd; úr bók Sverris Kristjánssonar - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar

- setur allt sitt traust á alþýðuna -

Mikið eigum við Jóni Sigurðssyni að þakka. Hann lét ekki leiða sig inn á hið gráa svæði embættismanna. Mikilleiki Jóns Sigurðssonar forseta var einstakur. Hin víðfeðma stór-sýn hans var sem lindin svala, kristaltær og algerlega einstök. Og stefna hans ógnarstór. Bjargföst frá örlátu upphafi - og áfram alla hina löngu erfiðu leið

**** 

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekkert umboð frá Íslendingum til að senda neina umsókn inn til Evrópusambandsins, fyrir hönd Íslands. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsóknina verður umsvifalaust að afturkalla og draga alveg til baka. Óhæfuna og svikin gagnvart þjóðinni verður algerlega að afmáð og þau verða að hætta. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka, fella niður og afmá - og rífa verður aðlögunarferlið og undirróðursverk þess af Lýðveldinu með lagabandormi

Þeirri íhlutunarstofu sendisveinaveldis Evrópusambandsins á Íslandi sem hér blandar sér í bæði stjórnmálaumræðu sem og líf íslensku þjóðarinnar og sem heldur uppi starfsemi hér á landi, verður að loka tafarlaust. Evrópusambandinu og skósveinum þess verði gert að loka áróðursskrifstofu sambandsins hér á Íslandi strax

Og önnur umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur — ég endurtek; má aldrei aftur — koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið og þar með í skrefum lagt niður. Þetta mál er þess eðlis. Ekkert þessu minna er hægt að sættast á

Sterk rök og hjartahreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast

Fyrri færsla

Hin köldu kol ritvélaiðnaðar Þýskalands 


Hin köldu kol ritvélaiðnaðar Þýskalands

Sagt er að í því landi séu 14 af hverjum 100 brúarmannvirkjum lífshættuleg, því brýrnar eru svo úr sér gengnar og niðurslitnar. Hraðbrautir Þýskalands eru heldur ekki lengur hraðbrautir. Þær eru niðurslitnar gardínubrautir fyrir kúluritvélasala

Fátækt í Þýskalandi eykst hröðum skrefum, segir þýska hagstofan. Og stutt er að bíða þess að bleyjusala til gamalmenna Þýskalands yfirstígi bleyjusölu til barnafjölskyldna, eins og gerst hefur í systur-öldrunarhagkerfi Þýskalands, Japan. Já, hér er Sober Look
 
so much so that the downward effect on rates from elderly purchases has a bigger impact than purchases by the Bank of Japan
 
Engum börnum verður brátt fyrir að fara í þessum stærstu óðaöldrunarhagkerfum veraldar. Úr þessum kraftaverkum tveggja elítuvelda mun svo brátt koma á markað ný tegund salernispappírs, sem framleiddur verður úr ríkisskuldabréfum þeirra til notkunar innanlands

Þó svo að fjöldi manna með atvinnu hafi aukist um þrjár milljónir manns í Þýskalandi frá árinu 1991, þá eru unnar færri vinnustundir í hagkerfinu í dag, en þá. Og mestur hluti aukningar í fjölda starfa eru láglaunastörf. Atvinnustig skítverka í hagkerfinu hefur aukist og það þýðir meiri sjálfsagaða fátækt. Svona svipað og margir Íslendingar sem ætla að verða nýfátækt að bráð með aukinni ferðaþjónustu við fyllta frystigáma af fátæku fólki sem hent er niður til landsins úr fljúgandi sporvögnum

En jafnvel þessi síðasti sjúss þýska öldrunarhagkerfisins er nú þurrausinn, því nú eru lélegustu láglaunahlutar Austur-Þýskalands jafnvel ekki nógu ódýrir til að halda hnöppum ritvélaiðnaðar Þýskalands niðri, svo þrykkja megi áfram stórtöluna núll á massífa launaseðla þýska iðnaðarins til flestra, nema banka- og exportelítunnar og europhiles. Þarna gengur allt samkvæmt þýskri jobwunder-áætlun
 
Krækja: DW
 
Fyrri færsla 


Kínverjar höggva við garð frelsisins - sem tryggt hefur öryggi Japans

 

Mynd: B52-Stratofortressa Bandaríkjamanna flýgur táknrænt hjá og vinkar aðvörun niður til Berlínar á Kyrrahafsleið sinni til friðarvarðstöðu fyrir meðal annars hið auma og útflutningsháða öldrunarhagkerfi Þýskalands. Bandaríkjamenn einir hafa varðveitt friðinn á útflutningsmörkuðum Þýskalands í samfellt 68 ár

Financial Times; A pair of American B52 bombers flew across disputed islands in the East China Sea on Monday, just days after China claimed the area as its own “air defence identification zone”

Hin samfellda 68 ára varðstaða Kyrrahafsflota Bandaríkjamanna sem tryggt hefur opnar siglingarleiðir og frjáls viðskipti í veröldinni og sem Bandaríkjamenn í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari tóku sérstaklega að sér að vernda —svo tryggt yrði meðal annars aðgengi vissra frjálsra Asíulanda á borð við Japan að heimsviðskiptum— er þannig innréttuð að þar skiptir fjöldi herskipa meira máli en samanlagður fjöldi uppistandandi viðskiptabanka veraldar

Á mánudaginn —eins og venjulega hin síðastliðin sjötíu ár— flugu B-52 Stratofortressur bandaríska lofhersins í alþjóðlegu loftrými yfir nokkrum eyðieyjum í austurhluta Kínahafs, sem nokkur Asíuríki og þar með talið Kína, gera samtímis tilkall til. Og þarna munu Stratofortressur bandaríska lofhersins halda áfram að fljúga um loftin blá, eins lengi og Bandaríkjamenn vilja og kjósa það

FT: The Chinese claim is part of a broader push by Beijing to assert greater control over the seas that surround it and to push back against American influence in the western Pacific where the US Navy has been dominant since the end of the second world war 

Út um alla eldavél kommúnistískra klaufhala Kína hefur nú runnið út það óða spældamanns egg til ófriðarins, að alla leið þaðan skuli Kína nú reyna að pota spjótum kommúnismans upp og niður í varðstöðuveggi Bandaríkjamanna umhverfis frelsið á höfum úti. Segja loftpressur kínverska kommúnismans, að eyjarnar tilheyri frá og með nú ókjörnu klíkuveldi kommúnista Kína —og svo einnig— að þeir hafi þegar gert ráðstafanir til að eigna sér loftrýmið

Gera má nú ráð fyrir því að in-terror-nationallans steyttu-hnefar rauðgrænna komma um allan heim, muni fagna aðgerðum kínverskra yfirvalda og jafnvel símhringja hinn fræga steyttra-hnefa söng þeirra inn til fröken Angelu Merkel af DDR. Lekandi símanúmer hennar er enn það sama og á meðan DDR var: 0 telos, 0 ethos, 0 demos. Svarar þá gengisfölsk sogsvirkjun evrusvæðis Þýskalands í síma hennar neðan úr kassa ríkissjóðs

Ísland; Sendiherra Bandaríkjanna kveður

Luis E. Arrega, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, skrifar hjartnæma kveðju til Íslendinga, þar sem hann lýsir djúpum vináttutengslum þjóðanna. Hann þakkar Íslandi og Íslendingum fyrir að opna arma sína og leyfa sér og sínum að upplifa hina einstöku íslensku þjóðarsál. "Við erum heppin að telja okkur meðal vina ykkar," skrifar sendiherrann á bloggsíðu sinni | Mbl

Við þökkum sendiherra Bandaríkjanna fyrir dvölina og frelsið sem Íslandi vannst með sterkum stuðningi Bandaríkjamanna árið 1944, er þjóðríki okkar Íslendinga varð loksins fullvalda sjálfstætt lýðveldi, eins og Bandaríkin einnig eru. Aðeins 69 ár eru liðin frá því að þeim ótrúlega áfanga okkar var náð

Fyrri færsla

Lífið eftir japönsku og evrópusamböndsku


Lífið eftir japönsku og Evrópusambandið

Mannfjöldaspá Japans
 
Mynd af svartri framtíð. Lífið eftir japönsku
 
Mannfjöldaspá fyrir Japanska hagkerfið næstu 95 árin. Þessi spá jafngildir því að Íslendingar allir yrðu aðeins um 100 þúsund talsins eftir 95 ár. Þegar faðir minn góði og nú sálugi fæddist árið 1921, voru Íslendingar um það bil 94 þúsund talsins. Þetta var fyrir aðeins 92 árum síðan. Þegar ég fæddist árið 1956, eða 35 árum síðar, vorum við Íslendingar orðnir 159 þúsund talsins. Í dag eru við Íslendingar um 315 þúsund manns. Þetta kallar maður framfarir og að eiga sér bjarta framtíð

Það leiðinlega við þessa japönsku mynd er eðlilega það, að fyrir Japani þýðir þetta endalok velmegunar. En svona og álíka verður ástandið í flestum ríkjum Evrópusambandsins. Ömurlegt framtíð er í vændum fyrir flest ríki Evrópusambandsins vegna Evrópusambandsins
 
Það er ógerningur að snúa þessari þróun við nema á hundruðum ára. Þannig virkar útsæðislíkan bænda fyrir Homo Sapiens (e. farmers seed model). Að finna eina konu á frjósemisaldri á þessari mynd mun kosta mikla leit. Ef konur geta flúið svona samfélag þá munu þær örugglega gera það. Þær munu að minnsta kosti ekki vilja fæða börn inn í svona ruglað samfélag. Þær fara í verkfall. Já, japanskar konur fóru í verkfall. Nútíminn kom aldrei til þeirra; Life After Japanese 
 
Vísitala raunverðs húsnæðis frá 1. ársfj 1970 = 100  til 4. ársfj. 2008 Japan - Þýskaland - OECD lönd
Mynd; þróun raunverð húsnæðis í Þýskalandi, Japan og hins vegar meðaltalsþróun OECD-landa frá 1970

Ef Árni Páll Árnason, formaður Sakfylkingarinnar, hefur náð það langt í Evrópusambandssjúkdómi flokksins, að hann fái hjartaáfall er smjör hækkar um 0,1 prósent á tuttugu ára fresti, þá ætti hann samstundis að flytja til Evrópusambandsins og leggjast þar inn á stærsta öldrunarhagkerfi veraldar. Að búa til verðbólgu krefst nefnilega lífs og krafta
 
Öldrunarhagkerfi Evrópusambandsins í praxís
 
Þróun fólksfækkunnar í Þýskalandi sem hófst árið 2004 nf
 
Þú ert mjög ungur maður. Þú stendur fyrir framan gamla niðurslitna íbúðarblokk með 2000 íbúum. Fjórar milljónir samskonar íbúða hafa verið rifnar niður á síðustu árum. Þær voru orðnar tómar. Þú ert að leita að einni konu á frjósemisaldri. Á hve margar dyrabjöllur þarftu að hringja til að finna þessa einu konu á frjósemisaldri í byggingunni? Vegna þess að þú ert í Þýskalandi þá þarftu að hringja á margar margar bjöllur áður en ein frjósöm kona svarar kalli þínu. Þetta er svona, því að Þýskaland er öldrunarhagkerfi og næst stærsta elliheimili veraldar. Aðeins Japan er meira gelt
 

Þýskaland - Atvinnuleysi 1980 - 2011 - 30 ár í ESB nfÞú ert mjög ung kona. Þú býrð í þessari íbúðarblokk ásamt 1999 öðrum íbúum. Þú ert að bíða eftir því að einn ungur maður hringi einmitt dyrabjöllu þinni. En þegar þú loksins hittir unga manninn þinn, þá er samt afar ólíklegt að þú viljir eignast með honum afkvæmi. Ástæðan er sú að þú býrð í öldrunarhagkerfi sem á litla framtíð fyrir sér. Nútíminn kom aldrei til þín því þú fæddist of seint og í geldu þjóðfélagi. Þú veigrar þér við barnseignir því að þú ert einmitt úr fjölskyldu sem átti næstum engin börn og þú veist hvað bíður þín. Þú veist að í samfélagi þínu hefur massíft fjöldaatvinnuleysi verið ríkjandi í meira en 30 síðastliðin ár

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 

Það er því ólíklegt að ungi maðurinn sem hringir bjöllu þinni geti fengið launaða atvinnu fyrir fertugt. Að minnsta kosti ekki það vel launaða að hún geti réttlætt þann munað að stofna með honum fjölskyldu og eignast börn. Laun þín duga ekki og jafnvel þegar laun hans bætast við þín þá duga þau ekki heldur

Fólkið í landi þínu hefur aðeins fengið 5 prósent launahækkun á síðastliðnum 15 árum, samtals. Milljónir fjölskyldna þar sem báðir eru útivinnandi þurfa samt félagsmálahjálp því að engin lágmarkslaun eru í landi þínu. Þetta er Þýskaland í hnotskurn. Það er eitt af 25 deyjandi öldrunarhagkerfum Evrópusambandsins. Það er í eilífri innvortis gengisfellingu gagnvart öllum öðrum evruríkjum. Lækka laun, lækka endalaust kostnað, því eftirspurn eftir vörum þess getur aðeins komið til landsins frá ungum kaupsterkum neytendum úr öðrum þjóðfélögum. Innlensk eftirspurn er því miður dáin - til frambúðar

Þingkosningar í landi þínu eru orðnar þannig að miklu meira en helmingur kjósenda eru orðnir sextugir og eldri. Þarfir þínar eru hvorki hjólastóll né hjúkrunarpláss. Þig vantar vinnu, mannsæmandi laun, barnaheimili, bjarta framtíð og umbun fyrir að hafa fætt nýjan skattgreiðanda inn í þjóðfélagið. Að fara á kjörstað og kjósa í Þýskalandi er eins og fyrir 12 ára gamlan dreng að fara í sjómann við sextugan. Vægi ungs fólks í baráttunni er orðið þannig

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár
Þér er sagt að þú búir í þeirri "eimreið" sem "knýja á Evrópusambandið". En er það rétt? Og hvert á að knýja ESB? Leiðin inn í samfélagslegt helvíti er því miður einstefna eimreiðar þinnar. Ástandið í næsta nágrenni þínu er jafnvel enn verra. Þarna í Póllandi og Austurríki við hliðina á þér. Öll Austur-Evrópa er svona líka og enn fátækari. Fyrir sunnan Alpafjöll er ástandið síst betra og jafnvel að sumu leyti ennþá verra. Ef þú vilt eignast framtíð þá verður þú einfaldlega að flýja heimsálfuna. Enda er það einmitt það sem fólk gerir, ef það getur. Ef þú ætlar að vera um kyrrt, þá þarftu að byrja að spara saman fyrir ellinni um leið og þú ert orðin 12 ára. Þú ert fædd á meginlandi tapara. Því miður

Þú þekkir söguna mjög vel og veist að fjárfestar hafa ekki áhuga á deyjandi eignum. Þú munt ekki verða sá kaupandi að ríkisskuldabréfum Þýskalands sem landið þarf á að halda. Tíminn er naumur því útreikningar lánshæfnismatsfyrirtækja sýna að ríkissjóður Þýskalands verður einmitt orðinn gjaldþrota árið 2060. Kominn í ríkisgjaldþrot vegna ellilífeyrisskuldbindinga og uppþornaðra kistulagðra skattatekna. En það er einmitt þá sem þýska hagstofan spáir því að þjóðinni muni hafa fækkað um 20 milljón manns. Mannfjöldi svarandi til tæpra Norðurlanda horfinn. Þú munt kjósa með fótunum, flýja ef þú getur og neita að taka þátt í þessum hildarleik glataðrar framtíðar í Evrópusambandinu. Hildarleikurinn í ESB fer brátt að verða líkamlegt vandamál (sem þýðir bæði; physical & fiscal problem)
 
Vandamál af þessu tagi lagast ekki næstu 500 árin. Reynsla Evrópu af Svarta Dauða í lok miðalda sannar það. Mannfólkið vex hægt. Og það vex bara alls ekki við rangar aðstæður. Það forðar sér ef það getur
 
Þróun fasteignaverðs í öldrunarhagkerfum Evrópusambandsins á næstu 40 árum 
 
Svona mun þróun fasteignaverðs verða í Evrópusambandinu á næstu 40 árum ef marka má rannsóknir Bank for International Settlements (BIS) árið 2010:
 
BIS Demographic impact on housing
 
Lækkun á næstu 40 árum:
  • Portúgal: 85 prósent lækkun
  • Spánn: 75  prósent lækkun
  • Grikkland: 75 prósent lækkun
  • Þýskaland: 75 prósent lækkun
  • Ítalía: 70 prósent lækkun
  • Austurríki: 60 prósent lækkun
 
Athugið að hér er þróun fasteignaverðs í Austur-Evrópu ekki með í myndinni en þar verður ástandið ennþá skelfilegra en í gömlu kjarnalöndum Evrópusambandsins. Hér er skýrslan frá BIS
 
1000 gjaldþrota verslunargatan í Japan
 
Svona líta sumar verslunargötur úr í öldrunarhagkerfum. Myndin er frá bakhlið gjaldþrota verslunargötu í einu fremsta öldrunarhagkerfi heimsins; Japan - og er fengin að láni úr greininni: þúsund gjaldþrota verslunargatan
 
Óðaöldrun (e. hyper ageing) hinna barnlausu samfélaga Þýskalands, allrar Suður-Evrópu, allrar Austur-Evrópu, Eystrasaltsríkja og Japan er ekkert grín. Hver vil fjárfesta í deyjandi eignum?

Úr þættinum dauði Evrópu í dr.dk
 
Svona lítur niðurrif þriggja miljóna þýskra íbúða út. Glæsileg þróun í hinu útflutningsháða öldrunarhagkerfi Þýskalands. Myndin er úr þættinum "dauði Evrópu" sem sýndur var í danska DR2 sjónvarpinu árið 2009. Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er að deyja: sjálft fólkið í ESB. Mikið verða þingkosningar spennandi í svona samfélögum þar sem 70 prósent kjósenda verða komnir yfir sextugt. Um helmingur kjósenda í Þýskalandi eru orðnir sextugir nú þegar
 
Þýskaland; öldrun samfélagsins
Þýskaland; mynd úr öldrunarhagkerfi (DR2)
 
Þýskaland; öldrun samfélagsins 2
Þýskaland; mynd úr öldrunarhagkerfi (DR2)
 
Hér endar sagan um Evrópusambandið
 
- þar sem nýi heimurinn hefst 

Þetta hér fyrir neðan mun hins vegar áfram verða mikilvægasti staður veraldar um alla fyrirsjáanlega framtíð. Það er að segja; um aldur og ævi
-
Bandaríska þjóðríkið
 
 
Gettysburg-ræða Abrahams Lincolns forseta Bandaríkjanna; repúblikani (R)
***
1972; Johnny Cash flytur
- þá kannski? í tilefni af komandi 200 ára afmæli Bandaríkjanna
  
 
Fyrri færsla
 
 

mbl.is Hætta á japönsku ástandi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið hefur öngvan bakkgír

Þeir sem halda að Evrópusambandið hafi bakkgír, þekkja veirubúgarða sambandsins ekki nógu vel. Til dæmis er Frakkland ekki eitt land heldur að minnsta kosti tvö lönd. Vert er að minna á það að landamæri ríkja meginlands Evrópu eru pólitískt hugtak. Þvert á þau og undir þeim öllum liggja ósýnilegir valdaþræðir meginlandsins, sem lítið sem ekkert hafa breyst hin síðustu mörg hundruð ár

Perversar pólitískar hugmyndir hinna á bakvið liggjandi valdavefja meginlandsins, eru á fullu að spinna þann vef sem brátt mun hóta því að hálfbyggt -halfway house- hús Evrópusambandsins verði látið hrynja ofan á borgarana, en sem aldrei hafa beðið um þetta hús. Svo mun sami doktor og síðast, koma og segja þeim að aðeins sé hægt að verða-ekki-undir þeirri brunarúst, með því að verkið sé klárað. Klára pakkann. Að slagharpa einræðisins verði kláruð

Allt hið stóra samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum er þegar til staðar í Evrópusambandinu. Því hefur verið komið í verk. Það eina sem þarf að gera er að fjarlægja fólkið. Og það gerist sjálfkrafa, eins og flestir vita, er húsum þjóða er abstrakt komið fyrir í abstrakt valdastrúktúr keisaravelda. Og þau - hafa öngvan bakkgír

Fyrir sovétborgarana var Stalín fjarlæg ósnertanleg abstraktion. Það sama gildir í Evrópusambandinu. Það er fjarlæg ósnertanleg abstraktion í lífi borgaranna: hundrað prósent ókjörið og fimm hundruð prósent óábyrgt gagnvart öllum borgrum þess; an Empire

Þessa vegna er þjóðríkið heilög stofnun

Fyrri færsla

Góð grein Ragnars Önundarsonar um Eatwell lávarð 


Góð grein Ragnars Önundarsonar um Eatwell lávarð

Þessa grein Ragnars ættu allir að lesa.

Hún heitir: "Fullsaddir af Eatwell lávarði og hugmyndum hans" - og er á blaðsíðu 21 í Morgunblaðinu í dag. Hér er ein málsgrein greinarinnar: 

- Allt er þegar þrennt er: Við bárum gæfu til þess með Neyðarlögunum að blanda ekki ríkisábyrgð inn í einkaréttarleg vandræði erlendra lánardrottna, sem farið höfðu offari í stjórnlausum lánveitingum sínum til íslenskra einkabanka, fullkomlega skeytingarlausir um hag okkar. Þjóðin bar í annað sinn gæfu til að hafna hugmyndum um ríkisábyrgð á Icesave deiluna. Í bæði skiptin glampaði á rústfrítt stál með áletruninni "AGS". Nú læðist freistarinn enn að okkur, að þess sinni klæddur kápu Eatwell lávarðar og enn erum við beðin að rétta fram hendurnar. Við erum hins vegar fullsödd af endalausum hugmyndum um ríkisábyrgðir. Hann má vel eta þær ofan í sig. Það eru önnur úrræði nærtækari fyrir stjórnvöld fullvalda ríkis.

Amen!

Og góður er líka leiðari dagsins í sama blaði

Hér er tengt efni, fyrst úr Kredit-Gale-Anstalt-Hörpunni í Reykjavík, þar sem öllum er hollt að hlýða aftur á Simon Johnson "- (fjármála)heimurinn er ekki vinur ykkar"

Ásamt löngu masi fjármálaráðherra Íslands um hinn sama Eatwell disk lávarðarins á Bloomberg í gær. Að sjálfur fjármálaráðherrann skuli láta hafa sig út í þetta. Það er ofar mínum skilningi. Þetta er varla góðs viti. Hvað skyldi nú vera í þetta skiptið?

Fyrri færsla

Hagræðingarskróp ríkisstjórnarinnar frá pólitík


Hagræðingarskróp ríkisstjórnarinnar frá pólitík

Kreppuþróun evrusvæðis Evrópu núna og Stóru kreppunnar 1930 í Evrópu

Einstakt afrek Evrópusambandsins

Mynd Paul Krugman; alelda kreppuferli evrusvæðis Evrópusambandsins er verr statt en 1930-kreppuferlið sem leiddi Adolf Hitler til valda í Evrópu

Þetta er alveg með eindæmum

Sitjandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var kosin til valda fyrir hálfu ári síðan. Hún var ekki kosin til valda til þess að hagræða sjálfri sér í stólunum sem síðasta ríkisstjórn lak niður úr, eftir að hún sem samfelld klesst óværa hafði hangið þar sem lús á þjóðinni í fjögur ár. Hin nýja ríkisstjórn var til dæmis alveg sérstaklega kosin til þess að afmá óhæfugjörninga fyrri stjórnar er varðar svikaumsókn Íslands inn í Evrópusambandið

Hvernig má það vera að ríkisstjórnin er ekki búin að draga til baka og afmá þá umsókn sem vegna kosningasvika fyrri ríkisstjórnarflokks var send inn til Evrópusambandsins? Varla eruð þið ennþá að telja upp úr kössunum í Stjórnarráðinu? Hvað á þetta hangs að þýða? Þið eruð að skrópa í vinnunni ykkar. Skrópa frá pólitíkinni. Hættið vinsamlegast að hagræða í hillum og komið ykkur að verki. Hættið að hagræða kosningaúrslitunum. Og hættið að hagræða umboði þjóðarinnar!

Minnimáttar How do you like Iceland hagræðingar-fitl ykkar við innflutt McKinsey-leikföng í kornflekspökkum, er alls ekki ekki nóg; heldur einskær flótti. Fullkomin ráðdeild í rekstri ríkissjóðs er algerlega sjálfgefin stærð er þið sækið ykkur umboð frá þjóðinni í alþingiskosningum. Hún er algerlega sjálfgefin og hana þarf ekki að nota sér til framdráttar að neinu leyti. Hún er það minnsta sem vænst er af ykkur

Það virkilega erfiða sem þið verðið gera umfram það að sýna sjálfgefna ráðdeild, er að lenda ekki í vanskilum með eyðsluskyldur ykkar gagnvart þjóðinni sem kaus ykkur til valda. Stjórnmálamenn mega ekki lenda í vanskilum með þær skyldur, því þið hafið því miður innréttað svo stórkostlega pólitíska einokun á lífsnauðsynlegum sviðum, að þar hefur almenningur enga valkosti. Hann er neyddur til að nota hið opinbera. Þvingaður til þess. Ykkur ber því skylda til að misnota ekki þessa pólitísku einokun, ykkur sjálfum til pólitískrar framfærslu. Að þið notið ekki hið opinbera sem dópsölu á kjósendur, því þá deyr lýðræðið hægfara dauða

Af hverju er til dæmis ekki búið að loka Ríkisútvarpinu DDRÚV? Hvað er þessi afvegaleiddi fimmti flokkur að gera ríkisrekinn á herðum Íslendinga? Og af hverju er brunalið ykkar í Brussel ekki þegar lagt niður og kallað heim? Af hverju er þið svona hræddir að þið þorið ekki að sinna skyldum ykkar við kjósendur? Hvað er að? Kostar það ykkur kannski svona persónulega mikið að gera fyrst það sem ekkert kostar; að afmá umsókn Íslands inn í Evrópusambandið og að rífa ólöglega aðlögun umsóknarinnar af Lýðveldinu

Ætlið þið nokkuð að kafna á því méli sem þið hafið nú í munni. Blásið þó! Til þess voruð þið kosnir. Og notið síðan tíma og krafta ykkar í að koma í veg fyrir að þannig kosningakæfing geti komið fyrir kjósendur lýðveldisins aftur: Að þingmenn misnoti ekki æðstu stofnun íslenska lýðveldisins til að þjóna sér, en ekki kjósendum. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, en ekki öfugt. Þetta er algerlega númer eitt. Þessu er ekki hægt að hagræða

Fyrri færsla

Gripið til varnar-gengisfellinga í Tékklandi 


Gripið til varnar-gengisfellinga í Tékklandi

 “for as long as needed”

- segir seðlabankastjóri Tékklands

Seðlabanki Tékklands felldi gengi koruna um 4,4 prósent í gær og er þetta mesta fall koruna á einum degi. Tilgangur gengisfellingarinnar er að hindra innflutning á verðhjöðnun (deflation) frá evrusvæðinu. En þar er að myndast stærsta eignaniðurfall veraldar. Tékkneski seðlabankinn hótar að prenta endalaust magn peninga til að hindra það að niðurfallssýki evrusvæðisins sturti landinu með sér til þess vítis sem akfeitt hefur nú fest sig í hásæti klikkunarsvæðis evrunnar (EMMA; European Monetary Madness Area) | Bb

“The power is unlimited,” Guillaume Tresca, a Paris-based strategist at Credit Agricole SA, wrote by e-mail yesterday. “They can theoretically print as much koruna as they want.” 

Í Danmörku hafa konur í höfuðborg þess lands varla lengur efni á að kaupa sér nýja skó. Skósalan er hrunin um 39 prósent í höfuðborginni frá árinu 2007 og fatasalan í sömu borg er fallin um 17 prósent. Miðjóskar konur ganga nú mun betur til brottfara Danmerkur úr heimi skynseminnar yfir til ERM-II klikkunarsvæðis ESB. Ekkert má gerast í Danmörku sem ruggað getur hallamælishæli fastgengis dönsku krónunnar | DST

En um þessar mundir eru lánshæfnismatsfyrirtæki að bora rannsóknargöt á fyrirkomulag skuldabréfaútgáfu danska húnsæðislánakerfisins (realkredit), sem svo undurfurðulega er sú mesta í Evrópu. Er eins-árs binding vaxta húsnæðislána —þ.e. endurfjármögnunaráhætta þeirra— talin geta kollvarpað Danmörku yfir í ríkisgjaldþrot ef vextir á alþjóðlegum lánamörkuðum hækka skyndilega, um til dæmis 4 til 5 prósentustig

Standard & Poor’s, which warned in July that a failure to reduce issuance of one-year bonds could lead to downgrades, said it is looking at the proposal. Moody’s Investors Service, which has also criticized Denmark’s short-term mortgage bonds for introducing refinancing risks, is analyzing the proposal, it said last week

Danska ríkisstjórnin sem engan hagvöxt án húsnæðisbóla hefur getað búið til í landinu frá árinu 1978, er nú að reyna að redda málunum með því að láta eins-árs lánin sjálfkrafa breytast yfir í 25 til 30-ára lán á nýjum 6 til 8 prósent raunvöxtum, ef til skyndilegra vaxtabreytinga kemur | Bb

En við það mun Danmörk einnig hengja sjálfa sig og landið rúlla í þrot, því ekkert má nokkru sinni gerast innanborðs í þessu ríki sem ruggað getur háls-nef- og eyrnabandi þessara peningapólitísku afglapa umhverfis hina handjárnuðu dönsku krónu, sem hlekkjuð er við súrkálsstauramynt Þýskalands

Upphæð sem svarar til rúmlega hálfrar billjónar danskra króna er nú úti að synda á vöxtum til eins árs, only. Þetta svarar til alls gjaldeyrisforða Danmerkur sem þó aldrei má nota í neitt nema til að verja fastgengið. Öll komandi áföll fjármálakerfisins munu því alltaf undir öllum kringumstæðum verða þjóðhnýtt um skuldumvafinn háls dönsku þjóðarinnar, sem nú skuldar mest allra þjóða af ráðstöfunartekjum sínum vegna húsnæðislána

Samt er landbúnaðurinn og arðsemi dansks matvælaiðnaðar löngu dauður í þessu landi. Hann var drepinn með ESB-aðild landsins og undir drepsótt ERM-fyrirkomulagsins, af því að forsætisráðherra landsins sagði eftirfarandi við dönsku þjóðina árið 1986: "Evrópusambandið er steindautt"

Danmörk getur ekki varið sig eins og Tékkland, því gengið er farið. Allt sogast því niður til Þýskalands og austar; matvælaiðnaður, landbúnaður, iðnaður og svo sjávarútvegurinn sem er ESB-dauður. Meira að segja hefur leifunum af skógarhöggi og viðhaldi skóga í landinu eftir storma, fyrir lögnu verið úthýst til láglaunalanda. Á meðan horfa atvinnulausir danskir skógarhöggsmenn niður í tómið og hugsa til heljar við Randersfjörð

 

Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu: núna og frá 1983 

Fyrri færsla

Brennið þið eignir og brennið þið launin 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband