Leita í fréttum mbl.is

Lífið eftir japönsku og Evrópusambandið

Mannfjöldaspá Japans
 
Mynd af svartri framtíð. Lífið eftir japönsku
 
Mannfjöldaspá fyrir Japanska hagkerfið næstu 95 árin. Þessi spá jafngildir því að Íslendingar allir yrðu aðeins um 100 þúsund talsins eftir 95 ár. Þegar faðir minn góði og nú sálugi fæddist árið 1921, voru Íslendingar um það bil 94 þúsund talsins. Þetta var fyrir aðeins 92 árum síðan. Þegar ég fæddist árið 1956, eða 35 árum síðar, vorum við Íslendingar orðnir 159 þúsund talsins. Í dag eru við Íslendingar um 315 þúsund manns. Þetta kallar maður framfarir og að eiga sér bjarta framtíð

Það leiðinlega við þessa japönsku mynd er eðlilega það, að fyrir Japani þýðir þetta endalok velmegunar. En svona og álíka verður ástandið í flestum ríkjum Evrópusambandsins. Ömurlegt framtíð er í vændum fyrir flest ríki Evrópusambandsins vegna Evrópusambandsins
 
Það er ógerningur að snúa þessari þróun við nema á hundruðum ára. Þannig virkar útsæðislíkan bænda fyrir Homo Sapiens (e. farmers seed model). Að finna eina konu á frjósemisaldri á þessari mynd mun kosta mikla leit. Ef konur geta flúið svona samfélag þá munu þær örugglega gera það. Þær munu að minnsta kosti ekki vilja fæða börn inn í svona ruglað samfélag. Þær fara í verkfall. Já, japanskar konur fóru í verkfall. Nútíminn kom aldrei til þeirra; Life After Japanese 
 
Vísitala raunverðs húsnæðis frá 1. ársfj 1970 = 100  til 4. ársfj. 2008 Japan - Þýskaland - OECD lönd
Mynd; þróun raunverð húsnæðis í Þýskalandi, Japan og hins vegar meðaltalsþróun OECD-landa frá 1970

Ef Árni Páll Árnason, formaður Sakfylkingarinnar, hefur náð það langt í Evrópusambandssjúkdómi flokksins, að hann fái hjartaáfall er smjör hækkar um 0,1 prósent á tuttugu ára fresti, þá ætti hann samstundis að flytja til Evrópusambandsins og leggjast þar inn á stærsta öldrunarhagkerfi veraldar. Að búa til verðbólgu krefst nefnilega lífs og krafta
 
Öldrunarhagkerfi Evrópusambandsins í praxís
 
Þróun fólksfækkunnar í Þýskalandi sem hófst árið 2004 nf
 
Þú ert mjög ungur maður. Þú stendur fyrir framan gamla niðurslitna íbúðarblokk með 2000 íbúum. Fjórar milljónir samskonar íbúða hafa verið rifnar niður á síðustu árum. Þær voru orðnar tómar. Þú ert að leita að einni konu á frjósemisaldri. Á hve margar dyrabjöllur þarftu að hringja til að finna þessa einu konu á frjósemisaldri í byggingunni? Vegna þess að þú ert í Þýskalandi þá þarftu að hringja á margar margar bjöllur áður en ein frjósöm kona svarar kalli þínu. Þetta er svona, því að Þýskaland er öldrunarhagkerfi og næst stærsta elliheimili veraldar. Aðeins Japan er meira gelt
 

Þýskaland - Atvinnuleysi 1980 - 2011 - 30 ár í ESB nfÞú ert mjög ung kona. Þú býrð í þessari íbúðarblokk ásamt 1999 öðrum íbúum. Þú ert að bíða eftir því að einn ungur maður hringi einmitt dyrabjöllu þinni. En þegar þú loksins hittir unga manninn þinn, þá er samt afar ólíklegt að þú viljir eignast með honum afkvæmi. Ástæðan er sú að þú býrð í öldrunarhagkerfi sem á litla framtíð fyrir sér. Nútíminn kom aldrei til þín því þú fæddist of seint og í geldu þjóðfélagi. Þú veigrar þér við barnseignir því að þú ert einmitt úr fjölskyldu sem átti næstum engin börn og þú veist hvað bíður þín. Þú veist að í samfélagi þínu hefur massíft fjöldaatvinnuleysi verið ríkjandi í meira en 30 síðastliðin ár

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 

Það er því ólíklegt að ungi maðurinn sem hringir bjöllu þinni geti fengið launaða atvinnu fyrir fertugt. Að minnsta kosti ekki það vel launaða að hún geti réttlætt þann munað að stofna með honum fjölskyldu og eignast börn. Laun þín duga ekki og jafnvel þegar laun hans bætast við þín þá duga þau ekki heldur

Fólkið í landi þínu hefur aðeins fengið 5 prósent launahækkun á síðastliðnum 15 árum, samtals. Milljónir fjölskyldna þar sem báðir eru útivinnandi þurfa samt félagsmálahjálp því að engin lágmarkslaun eru í landi þínu. Þetta er Þýskaland í hnotskurn. Það er eitt af 25 deyjandi öldrunarhagkerfum Evrópusambandsins. Það er í eilífri innvortis gengisfellingu gagnvart öllum öðrum evruríkjum. Lækka laun, lækka endalaust kostnað, því eftirspurn eftir vörum þess getur aðeins komið til landsins frá ungum kaupsterkum neytendum úr öðrum þjóðfélögum. Innlensk eftirspurn er því miður dáin - til frambúðar

Þingkosningar í landi þínu eru orðnar þannig að miklu meira en helmingur kjósenda eru orðnir sextugir og eldri. Þarfir þínar eru hvorki hjólastóll né hjúkrunarpláss. Þig vantar vinnu, mannsæmandi laun, barnaheimili, bjarta framtíð og umbun fyrir að hafa fætt nýjan skattgreiðanda inn í þjóðfélagið. Að fara á kjörstað og kjósa í Þýskalandi er eins og fyrir 12 ára gamlan dreng að fara í sjómann við sextugan. Vægi ungs fólks í baráttunni er orðið þannig

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár
Þér er sagt að þú búir í þeirri "eimreið" sem "knýja á Evrópusambandið". En er það rétt? Og hvert á að knýja ESB? Leiðin inn í samfélagslegt helvíti er því miður einstefna eimreiðar þinnar. Ástandið í næsta nágrenni þínu er jafnvel enn verra. Þarna í Póllandi og Austurríki við hliðina á þér. Öll Austur-Evrópa er svona líka og enn fátækari. Fyrir sunnan Alpafjöll er ástandið síst betra og jafnvel að sumu leyti ennþá verra. Ef þú vilt eignast framtíð þá verður þú einfaldlega að flýja heimsálfuna. Enda er það einmitt það sem fólk gerir, ef það getur. Ef þú ætlar að vera um kyrrt, þá þarftu að byrja að spara saman fyrir ellinni um leið og þú ert orðin 12 ára. Þú ert fædd á meginlandi tapara. Því miður

Þú þekkir söguna mjög vel og veist að fjárfestar hafa ekki áhuga á deyjandi eignum. Þú munt ekki verða sá kaupandi að ríkisskuldabréfum Þýskalands sem landið þarf á að halda. Tíminn er naumur því útreikningar lánshæfnismatsfyrirtækja sýna að ríkissjóður Þýskalands verður einmitt orðinn gjaldþrota árið 2060. Kominn í ríkisgjaldþrot vegna ellilífeyrisskuldbindinga og uppþornaðra kistulagðra skattatekna. En það er einmitt þá sem þýska hagstofan spáir því að þjóðinni muni hafa fækkað um 20 milljón manns. Mannfjöldi svarandi til tæpra Norðurlanda horfinn. Þú munt kjósa með fótunum, flýja ef þú getur og neita að taka þátt í þessum hildarleik glataðrar framtíðar í Evrópusambandinu. Hildarleikurinn í ESB fer brátt að verða líkamlegt vandamál (sem þýðir bæði; physical & fiscal problem)
 
Vandamál af þessu tagi lagast ekki næstu 500 árin. Reynsla Evrópu af Svarta Dauða í lok miðalda sannar það. Mannfólkið vex hægt. Og það vex bara alls ekki við rangar aðstæður. Það forðar sér ef það getur
 
Þróun fasteignaverðs í öldrunarhagkerfum Evrópusambandsins á næstu 40 árum 
 
Svona mun þróun fasteignaverðs verða í Evrópusambandinu á næstu 40 árum ef marka má rannsóknir Bank for International Settlements (BIS) árið 2010:
 
BIS Demographic impact on housing
 
Lækkun á næstu 40 árum:
  • Portúgal: 85 prósent lækkun
  • Spánn: 75  prósent lækkun
  • Grikkland: 75 prósent lækkun
  • Þýskaland: 75 prósent lækkun
  • Ítalía: 70 prósent lækkun
  • Austurríki: 60 prósent lækkun
 
Athugið að hér er þróun fasteignaverðs í Austur-Evrópu ekki með í myndinni en þar verður ástandið ennþá skelfilegra en í gömlu kjarnalöndum Evrópusambandsins. Hér er skýrslan frá BIS
 
1000 gjaldþrota verslunargatan í Japan
 
Svona líta sumar verslunargötur úr í öldrunarhagkerfum. Myndin er frá bakhlið gjaldþrota verslunargötu í einu fremsta öldrunarhagkerfi heimsins; Japan - og er fengin að láni úr greininni: þúsund gjaldþrota verslunargatan
 
Óðaöldrun (e. hyper ageing) hinna barnlausu samfélaga Þýskalands, allrar Suður-Evrópu, allrar Austur-Evrópu, Eystrasaltsríkja og Japan er ekkert grín. Hver vil fjárfesta í deyjandi eignum?

Úr þættinum dauði Evrópu í dr.dk
 
Svona lítur niðurrif þriggja miljóna þýskra íbúða út. Glæsileg þróun í hinu útflutningsháða öldrunarhagkerfi Þýskalands. Myndin er úr þættinum "dauði Evrópu" sem sýndur var í danska DR2 sjónvarpinu árið 2009. Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er að deyja: sjálft fólkið í ESB. Mikið verða þingkosningar spennandi í svona samfélögum þar sem 70 prósent kjósenda verða komnir yfir sextugt. Um helmingur kjósenda í Þýskalandi eru orðnir sextugir nú þegar
 
Þýskaland; öldrun samfélagsins
Þýskaland; mynd úr öldrunarhagkerfi (DR2)
 
Þýskaland; öldrun samfélagsins 2
Þýskaland; mynd úr öldrunarhagkerfi (DR2)
 
Hér endar sagan um Evrópusambandið
 
- þar sem nýi heimurinn hefst 

Þetta hér fyrir neðan mun hins vegar áfram verða mikilvægasti staður veraldar um alla fyrirsjáanlega framtíð. Það er að segja; um aldur og ævi
-
Bandaríska þjóðríkið
 
 
Gettysburg-ræða Abrahams Lincolns forseta Bandaríkjanna; repúblikani (R)
***
1972; Johnny Cash flytur
- þá kannski? í tilefni af komandi 200 ára afmæli Bandaríkjanna
  
 
Fyrri færsla
 
 

mbl.is Hætta á japönsku ástandi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband