Leita í fréttum mbl.is

Brenniđ ţiđ eignir og brenniđ ţiđ launin

Nú hefur Evrópusambandinu tekist ađ endurskapa grunninn ađ 1930-ađstćđunum á meginlandi Evrópu á ný

Í verđbólgu vilja allir bara eiga eignir. Enginn vill eiga peninga eđa óverđtryggt fé. Bankar lána ţá frekar og gleđilegra út úr hirslum sínum, ţví ţeir vita ađ peningarnir eru betur komnir í eignum og atvinnusköpun, en heima í banka. Eignasöfn bankanna hafa ţađ gott ţví veđin verđa meira virđi. Ţau tapa ađ minnsta kosti ekki verđgildi sínu, svo lengi sem atvinnustigiđ ţurrkar ekki út lánstraustiđ til landsframleiđslunnar, sem ađ hluta til er pantsett fyrir erlendum lánum ríkissjóđs
 
Hófleg verđbólga er merki um líf. Merki um ađ eitthvađ sé ađ gerast í hagkerfinu, sé pening hent út í ţađ. Ađ ţađ myndist bylgjur í vatninu ţegar steini er í ţađ kastađ; ađ dýnamíkin virki. Ađ hagkerfiđ sé ekki frosiđ eđa jafnvel ríkisvćtt í hel

Örvćntingarfull stýrivaxtalćkkun ECB-sogrörsseđlabanka Ţýskalands ofaní allt evrusvćđiđ og ERM-lönd í síđustu viku, er eitt stórt neyđaröskur yfir ţví ađ 1930-tilvistarkreppa evrusvćđisins sé nokkuđ hćrra gengin í stigmögnunarfasa sínum en menn létu sig halda (e. escalating existential crisis)

Ţessi ákvörđun um lćkkađa stýrivexti var neyđaröskur í myrkrinu innan úr apabúri evrunnar, ţar sem verđhjöđnun er orđin útbreidd og breiđir sífellt meira og meira undirliggjandi úr sér í fjármálakerfum myntsvćđisins

Bankarnir á evrusvćđinu grafa á fullu í sundur peningasvćđi evrunnar samkvćmt 1914-reglunum um skotgrafir međfram landamćrum ríkja ţar sem ađrsemi og ávöxtun er úr ţeim horfin. Ţađ gera ţeir međ ţví ađ loka e. cross-border-lending peningasvćđis-landamćrum sínum og hrúga eingöngu ađ sér glommum af fé niđur í kjallara sína og útlána engum neitt. Ţetta gera ţeir til ađ mćta í kjöllurum sínum ţeim eignabruna sem orđinn er -og sem sífellt meiri verđur - og sem gerir ţar međ veđin ţeirra sífellt verđminni, samstíga ţví ađ verđhjöđnunin flettir greiđslugetunni ofan af óttasturluđum lántakendum, sem bćđi eru launţegar og atvinnurekendur, og sem fá minni og minni laun í minni poka sína, til ađ borga međ ţeim stćrri og stćrri skuldir, af verđminnkandi eignum, međ ţessum lćgri launum og ónýtri arđsemi í pokanum.
 
Enginn vill í dag kaupa ţađ sem á morgun verđur ódýrara og svo koll af kolli. Eignir launţega og fyrirtćkja og ţar međ sjálf veđ bankanna brenna upp og smám saman kvikna hinir gömlu og eđlislćga rotnu eldar elda út um alla Evrópu. Ţetta tókst. Evran virkar! Geđbilun ESB er ţingupplýst! Hún logar!

Hafa menn ţví nú hafiđ umrćđur um ađ ţjóđnýta öll bankakerfin í öllum löndum evrusvćđisins, samtímis. Gefum Daniel Gros orđiđ. Svo er bara beđiđ eftir . . tja . . ţiđ vitiđ eftir hverju: Andsvarinu!
 
Lenín í gömlu Sovétríkjunum
 
Til hamingju NSU; New Soviet Union
Og til hamingju EMMA; European Monetary Madness Area
 
Brenniđ ţiđ eignir og brenniđ ţiđ launin
 
Fyrri fćrsla
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband