Leita í fréttum mbl.is

Fullveldisdagurinn: "setti allt sitt traust á alþýðuna"

 

Fáninn

Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918.

"Jón Sigurðsson taldi sér það til mests gildis mörgum árum síðar, að hann hefði afstýrt innlimun Íslands í Danmörku árið 1851." 

"Hann býst við að til pólitískra tíðinda dragi á Íslandi og skyggnist um eftir liði í landinu til þeirrar baráttu sem framundan er."

Sverrir Kristjánsson - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar - setur allt sitt traust á alþýðuna - bls liii 53

Mynd; úr bók Sverris Kristjánssonar - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar

- setur allt sitt traust á alþýðuna -

Mikið eigum við Jóni Sigurðssyni að þakka. Hann lét ekki leiða sig inn á hið gráa svæði embættismanna. Mikilleiki Jóns Sigurðssonar forseta var einstakur. Hin víðfeðma stór-sýn hans var sem lindin svala, kristaltær og algerlega einstök. Og stefna hans ógnarstór. Bjargföst frá örlátu upphafi - og áfram alla hina löngu erfiðu leið

**** 

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekkert umboð frá Íslendingum til að senda neina umsókn inn til Evrópusambandsins, fyrir hönd Íslands. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsóknina verður umsvifalaust að afturkalla og draga alveg til baka. Óhæfuna og svikin gagnvart þjóðinni verður algerlega að afmáð og þau verða að hætta. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka, fella niður og afmá - og rífa verður aðlögunarferlið og undirróðursverk þess af Lýðveldinu með lagabandormi

Þeirri íhlutunarstofu sendisveinaveldis Evrópusambandsins á Íslandi sem hér blandar sér í bæði stjórnmálaumræðu sem og líf íslensku þjóðarinnar og sem heldur uppi starfsemi hér á landi, verður að loka tafarlaust. Evrópusambandinu og skósveinum þess verði gert að loka áróðursskrifstofu sambandsins hér á Íslandi strax

Og önnur umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur — ég endurtek; má aldrei aftur — koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið og þar með í skrefum lagt niður. Þetta mál er þess eðlis. Ekkert þessu minna er hægt að sættast á

Sterk rök og hjartahreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast

Fyrri færsla

Hin köldu kol ritvélaiðnaðar Þýskalands 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Landsöluliðið, þrátt fyrir lítið vit í heild, skilur allavega að það ætti að halda sig í burtu úr þessari síðu, ellegar drukkna eða vera beinlínis kaffært.  Takk, Gunnar, fyrir enn einn nauðsynlegan fullveldispistilinn.

Elle_, 1.12.2013 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband