Leita í fréttum mbl.is

Eyðileggjandi vansköpun í turni Sjálfstæðisflokksins

Hugmynd þröngrar RIMM flokksforystu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að selja eigi Landsvirkjun, hefur endanlega sannfært mig um að hin þrönga forysta flokksins sé meira en óhæf til að leiða flokkinn til neins annars en hruns. Við þetta verður alls ekki unað.

Að framleiða rafmagn tilheyrir ekki sömu tegund af tækni og að leggja til kapalkerfi og skiptiborð fyrir símafélög. Símarekstur tilheyrir þeim hluta tæknigeirans sem fellur undir "eyðileggjandi sköpun". Í þeim hluta tilverunnar verða sífellt til ný tæknifyrirtæki sem byggja tilveru sína á því að rústa eldri tækni og byggja síðan nýja tækni upp úr rústum þeirra fyrri.
 
Á ensku er þetta kallað "a creative destruction" eða "skapandi eyðilegging" - og hún geisar á ógnarhraða í samskipta- tölvu og tæknigeiranum. Það er orðið á aðeins örfárra fyrirtækja færum að lifa af í þessum geira hinnar skapandi eyðileggingar. Fyrirtæki sem ætla að lifa af í þessum hluta hins síðasta leggs iðnbyltingar vorra tíma, þurfa að bólstra sig með svo miklum fjármunum í handbæru reiðufé að það nálgast stjarnfræðilegar upphæðir. Þannig þarf til dæmis fyrirtækið Apple Inc. að eiga um það bil 150 miljarða Bandaríkjadala í handbæru fé til að verjast því að fyrirtækið sjálft endi sem ruslahrúga á öskuhaugum hinnar skapandi eyðileggingar. Sú upphæð - og sem handbær er stjórn fyrirtækisins í reiðufé - svarar til tólffaldrar landsframleiðslu Íslendinga. Og svo er annað. Enn er óvíst hvort að þessi síðasti leggur iðnbyltingarinnar muni skila af sér neinu er kemst í líkingu við það sem fyrri leggir iðnbyltingarinnar skiluðu mannkyninu:
  • I. Fyrsti leggur: gufuafl & járnbrautir; 1750-1830
  • II. Rafmagnið, sprengimótorinn rennandi vatn, salerni, holræsi, pípulagnir, hreinlæti, fjarskipti, skemmtun, efni efnafræðinnar og bensín; frá 1870 til 1900 og sem bjó í haginn fyrir tímabilið allar götur fram til 1960, er síðasti leggur komst á fætur; III. tölvur og upplýsingatækni.
  • En það er alveg sama hve lengi við veltum okkur upp úr nítjándu öldinni; almenningur lifði, bjó og dó í fátækt. En ríkidæmi almennings í dag er afleiða hinna fyrstu leggja Iðnbyltingarinnar, og kom ekki til almennings fyrr en á okkar dögum.
  • Frá 1960 til dagsins í dag hefur hraði hagvaxtar Vesturlanda hins vegar staðið á fallandi fæti og nálgast kyrrsetningu. Hér getur maður valið að trúa á tvennt: að síðasti leggurinn - tölvur og upplýsingatækni - frá 1960 og til í dag, eigi ennþá eftir að skila okkur því besta. Að það besta sé ennþá í vændum fyrir okkur öll. Eða hins vegar - að hagvöxtur muni hverfa næstu 400 til 1000 árin eða svo. Munu tölvur og tölvutækni skila sér eins og til hefur verið sáð? Það er alls óvíst. Og ef það gerist ekki í meira mæli en hingað til hefur gerst, þá erum við í stórkostlegum vandræðum til frambúðar. Stórkostlegum vandræðum!

Um orkuframleiðslu og orkugeirann gilda allt önnur lögmál og reglur. Fjárfestingar í þeim geira eru undirstaða þess að yfirhöfuð sé hægt að byggja hér eitthvað upp í öllum öðrum hlutum samfélagsins og nýta sér framfarir.

Að framleiða rafmagn og að eiga orkufyrirtækin sjálf, er jafn mikilvægt fyrir Íslendinga eins og það er fyrir lýðræðislegt stórveldi að hafa standandi herafla til varnar gegn árásum kommúnista sem og annarra andlýðræðislegra afla. Einkavæddur private Ryan dugar ekki, eins og sagan hefur sannað.

Með því að koma með svona tillögur gerir hin þrönga flokksforysta Sjálfstæðisflokksins sig að fíflum sem engu geta af stað komið öðru en þrotabúskap.
 
Sjálfstæðiflokkurinn verður að fá nýja forystu. Það er lífsspursmál. Fólk með leiðtogahæfileika verður að bjóða sig fram til forystu fyrir flokkinn og taka áhættu. Ellegar pakka saman fyrir full og allt. Færa þarf fórnir. 

Fyrri færsla
 

Framsóknarflokkurinn hefur

Það er sama hvaða álit menn hafa á stjórnmálum. Formaður Framsóknarflokksins er bjartur geisli fyrir íslensk stjórnmál. Af hverju segi ég það. Jú, hann hefur endurnýjað trú margra á flokknum. Hann ber í sér þann hæfileika. Og það er mjög mikið að hafa fyrir einn flokk.

Verðbólgnun fylgistalna er eitt. En annað er, að það eru að miklu leyti væntingar sem stýra þróun verðbólgu. Væntingar. 

Hagstofa Danmerkur segir að 1 kg. af rúgbrauði hafi kostað 35 danska aura þremur árum áður en Danske Bank fór í gjaldþrot árið 1922. Árið 2008 kostaði 1 kg. af rúgbrauði hins vegar 19,95 danskar krónur. Í dag er það komið yfir 20 dönsku krónurnar. Hvernig skyldi standa á því í landbúnaðarlandinu Danmörku. Selst ekkert? Er gírkassinn farinn?

Og af hverju er atvinnuleysi í Danmörku komið í átta prósent og gjaldþrot fyrirtækja þau mestu í sögu landsins, með því að 621 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota í desember. Sú tala var sögulegt Danmerkurmet. Og hví skyldu þriðju hver húsnæðiskaup renna út í sandinn eftir að menn hafa með húfu & hatt í hönd gert sér ferð í gegnum greiðslumatarhlaðborðið hjá húsnæðislánafyrirtækjum, sem öll eru komin í eigu bankanna, sem eru á hausnum. En þau voru á sínum tíma stofnuð af fólkinu til að skaffa því sem ódýrust lán; Realkreditten svo kallaða. Og af hverju er húsnæðismarkaður landsins hruninn um marga tugi prósenta að raunvirði tvisvar sinnum á 25 árum. Er hann ónýtur? Og af hverju segja svo kallaðir sérfræðingar landsins að stór hluti þess húsnæðis sem til sölu er, muni aldrei seljast; aldrei. Aldrei, og með öll þessi góðu og öruggu 30-ára lán á bakinu.

Fyrri færsla

Verðtrygging skatta


Verðtrygging skatta

Þegar rætt um verðtryggingu vona ég að sem flestir geri sér grein fyrir því að átt er við verðtryggingu fjárskuldbindinga með veði í fasteignum. Ekki er átt við verðtryggingu skatta né það að verðtryggja ætti útgjöld ríkissjóðs, sem síðan lentu á herðum skattgreiðenda landsins. Bæði er sjór ýfist innan sem utan landamæra hans.

Ég vona líka að í þessari umræðu geri menn sér grein fyrir því að hægt er að framkalla stórkostleg eldsumbrot í allri eignamyndun og kynda undir sögulega fjármálalegan óstöðugleika hinna stærstu fjárfestinga almennings á hinni lífslöngu ævi flestra.

Einnig vona ég að menn séu það vel að sér í fjármálum að þeir viti hvað það er sem heldur verndarhönd yfir verðmyndun á húsnæðismarkaði almennings og styður við stöðugleika hans. Það er til lítils að krefjast afnáms endurgreiðslna raunvirðis ef það verður til þess að húsnæðismarkaður kollsteypist sífellt í kjölfar slæmrar stjórnunar í ríkisfjármálum eða vegna áfalla erlendis.

Allir ættu að muna að vaxtakjör sjálfs ríkissjóðs lýðveldisins myndar hið peningalega gólf undir þeim vaxtakjörum sem almenningur býr við á hverjum tíma. Geti ríkissjóður Íslands til jafns við önnur ríki heimsins ekki gefið út og tekið á sig verðtryggðar fjárskuldbindingar, sökum heimatilbúins fáránleika þingmanna sem skora vilja kassann í næstu kosningum, þá mun það bitna illilega á íslenskum almenningi um langa framtíð. 

Einnig vona ég að menni geri sér grein fyrir því að greiðsluþol ríkissjóðs mun minnka til muna ef þær kröfur verða gerðar til hans að hann einn bæti þiggjendum verðmætatap. Líklegt er að sú krafa muni koma upp er allt áður fast að rótum er brunnið. 

Hér til fróðleiks er hægt að nefna að tillögur Morgans Stanley frá 2007, til úrbóta á meiriháttar verðflökti á fasteignamörkuðum í Evrópu og víðar, eru þær, að verðtrygging fjárskuldbindinga til fasteignakaupa verði tekin upp sem vernd gegn síendurteknu verðhruni fasteigna og ógnarflökti greiðslubyrða.

Sumir halda að verðtrygging sé það versta sem hægt sé að búa við á fasteignamarkaði. En það er mikill misskilningur. Til eru miklu miklu verri hlutir. Og þjóðhagslega hundrað sinnum verri hlutir fyrir alla.

Því ættu menn að hugsa sig tvisvar um áður ein þeir kjósa yfir sig stjórnmálaflokk sem boðar afnám verðtyggingar. Afleiðingin gæti orðið sú að um afnám þekkts raunveruleika yrði að ræða fyrir þá sem hafa haft fyrir því að festa fé sitt í svo kölluðum föstum eignum sem ekkert geta flúið. Á frönsku kallast fasteignir: immobilier. Það er gott orð að muna þegar menn hyggjast vernda eigur sínar; en ekki annarra. 

Finna þyrfti svo þann sem uppfann 40-ára löng lán. Hverjum gat dottið slíkt í hug?
 
Fyrri færsla
 

Moodys breytir í jákvætt. Vond frétt fyrir allar Samfylkingar og Vinstri græna

Moody's changes outlook on Iceland's Baa3 rating to stable from negative
 
 
Eins og Davíð Oddsson sagði að myndi gerast. Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu hefur minnkað óvissuna. Þetta smá kemur í baráttu fólksins gegn umboðslausri ríkisstjórn Samfylkinga og Vinstri grænna.
 

****************

 

Frétt Seðlabankans: "Matsfyrirtækið Moody‘s hefur í dag breytt horfunum á Baa3 lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar eru áfram óbreyttar.

 

Ákvörðun Moody‘s um að setja horfurnar aftur í stöðugar byggir á því dregið hefur úr þeirri áhættu sem fylgdi úrskurði EFTA-dómstólsins í janúar. Sá atburður leggst á sveif með öðrum jákvæðum þáttum í þróuninni á Íslandi síðastliðna 12 mánuði að mati fyrirtækisins."

Sjá hér álit Moody's: Moody's Investors Service: Rating Action: Moody's changes on Iceland's Baa3 rating to stable from negative .pdf

 
****************
 
Nú er það mest hin pólitíska óvissa og áhætta (risk) sem er aðal vandamálið framundan. Það vantar sterka ríkisstjórn með fólkið á bak við sig; "A strong democratic political mandate. The General Will of the People." Og að hin ólöglega Evrópusambandsumsókn umboðslausra þingmanna —undir handjárnaglamri— verði þar með kistulögð fyrir fullt og allt.
 
Þessi jákvæða frétt kemur sér afar illa fyrir ríkisstjórnina sem er hin eina raunverulega snjóhengja hangandi yfir landinu og sem fólkið þarf að óttast.
 
Tilurð, tilvist og valdataka nýrrar sterkrar ríkisstjórnar með fólkið og þjóðarviljann á bak við sig, í nýjum þingkosningum, mun sjálfkrafa aflétta þeim höftum sem þarf að aflétta. Nema að því tilskildu að sitjandi ríkisstjórn hafi á kjörtímabili sínu átt scumbag-viðskipti við erlenda lánadrottna frá andlýðræðislegum ríkjum eða átt fjármálaleg viðskipti við peningalegan félagsskap bandítta af verstu sort. En þá kemur einnig sterk ríkisstjórn sér afar vel svo Lýðveldið geti notað hinn streka framkvæmdaarm fullveldisins; íslenksu krónuna, sem magnþrungið vopn sjálfstæðs ríkis.
 
Fyrri færsla
 
 

mbl.is Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs batnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamatsmenn DDRÚV á fjalli

Ísland:

Fréttamatsmenn DDRÚV á fjalli mátu almannavarnir á Íslandi í aðalfréttum sínum svo, að skattamál sérstaks valdatíma saksóknara yfir öllu, séu ofar á blaði en hörmulegt andlát Íslendings af slysförum í túnfæti stofnunarinnar. Mér blöskrar sovétsviðsetning þessi á raunveruleika lýðveldisins. Hvar er samúð og virðing þessarar stofnunar fyrir landi og þjóð? Hvar er glöggskyggnið? Ég er miður mín yfir að þurfa að minnast á þetta af þessu sorglega tilefni. En einhver verður að segja stofnuninni þetta.

Útlönd:

Raðtengdar pólitískar hvellhettur á höfðum forhertra forsprakka Evrópusovétsambandsins halda áfram að balkanísera sérstaka hugmynd þeirra um Evrópu. Teppabombað meginland þeirra er orðið þannig, að nýleg ákvörðun seðlabanka hinnar seinni tilraunar Þýskalands með lýðræði í frumstæðri mynd, fellur í opinn og hitnandi jarðveg þar í landi. Þessi ákvörðun hins tvíhöfða seðlabanka helstu myntfetishista heimsins, um að sækja gullforða sinn úr 50 ára vörslu Bandamanna, þykir marka sérstök tímamót í svarti framhaldssögun Evrópu í sundur á sjálfri sér. Hún styður við þá söguskoðun elítu Sondervegaðra þríhyrndra Þjóðverja í efra veldi, að peningakerfi Evrópu sé jafn ónýtt og lýðræði þess. Alveg jafn handónýtt og hið fyrra lýðræði landsins var, sem í veldisrústum afglapa tendraði hina (þ)ákölluðu "réttmættu stöðu" stöðugleikans í Evrópu. Ja, we export das badedaz von stäbilitet til annarra landa. Enda hefur lýðræði og frelsi aldrei notið sérstakra stjórnarfarslegra vinsælda í stærstum hluta hins djúpa og dökka megnlands Evrópu. Það skorar þar allt niður í 20 prósent á vinsældalistanum yfir vel þekkt stjórnarför meginlandsins.
 
"Stjórnun" 
 
Dell mun vera í þann mund að skila hluthöfum í fyrirtækinu peningum sínum úr ýmsum áttum. Tölvufyrirtækið Dell Inc. hættir þar með að vera almenningshlutafélag. Skyldi sérstakur raunveruleiki DDRÚV þar með taka í notkun gjallvarpið? Og nú eru rúmlega sex ár liðin frá þessu:

"There's no chance that the iPhone is going to get any significant market share. No chance." Sagt þann 29. júní árið 2007:  
- - Steve Ballmer, forstjóri Microsoft Inc. (og Longhorns, já, ég bíð ennþá) ®Fuji film

Tíminn líður hratt. Spurning er hvort hann rennur út.
 
Fyrri færsla
 


Höfuð undir hendi gangandi um götu hér og þar

Fáninn 

Ég vona svo sannarlega að Uffe Ellemann-Jensen & Co gangi nú um götur Danmerkur með hauspoka, efir þvætting þeirra um Icesave og ríkissjóð lýðveldis Íslendinga, í kjölfar hins fyrsta bankahruns þess.

Þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafi kosið rangt, þá ber að bæta þeim ummælum við ákæruskjal þjóðarinnar á hendur henni. 

En þegar forsætisráðherra Íslands segir við útlönd að kjósendur hafi valið versta möguleikann í kosningum sem haldnar eru í skjóli stjórnarskrár Lýðveldisins, þá lýsir það annað hvort eða bæði; geðbilun eða óafsakanlegri fyrirlitningu hennar á leikreglum lýðveldisins. Þar dæmir hún sig núll og void.

Svo þegar Ögmundur Jónasson í annað skiptið á kjörtímabilinu kemur sem hróðugur ráðherra fram í útsendingum útvarpara DDRÚV og stælir sig þar af að hafa rekið opinbera starfsmenn bandaríska lýðveldisins úr landi, þá verða allir menn þessa lands að muna, að á vegum og í skjaldborgar skjóli Ögmundar, starfrækir erlend og nýuppslegin evrópsk sovétríkjasamsteypa pólitíska áróðursdeild sína hér á landi og þiggur ríkisstjórn hans fé til áróðurs, neðanjarðar- og umbyltingarstarfsemi á Íslandi af sömu stofnun. Þvert á reglur lýðveldis Íslendinga. Og þvert á samþykktir flokks hans. 

Þingmaðurinn Ögmundur Jónasson sótti um inngöngu í Evrópusambandið. Ekkert umboð frá kjósendum Lýðveldisins hafði hann til þess. Þessa umsókn á umsvifalaust að draga til baka. Tafarlaust!

Vont mun svo oft og því miður versna.


Uppkast mitt á hinn versta mögulega stað eins þess versta sem við höfum séð

Á meðan DDRÚV og Áfram hópurinn slétta spor sín - kasta ég hér nokkrum endurminningum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra upp á veg hennar og þáverandi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra vegagerðar Samfylkingar Vinstri grænna - frá sunnudegi hins 10. apríls 2011 - og hins vegar sunnudegi Steingríms þann 10. mars 2010
 
Berlingske Tidende sunnudaginn 10. apríl 2011
Þetta er fyrirsögn Berlingske Tidende þann 10. apríl 2011. Þar segir Jóhanna Sigurðardóttir ESB-Samfylkingarforsætisráðherra Össurar ESB Skarphéðinssonar og Steingríms ESBJ. Sigfússonar, hins Vinstra græna, að íslenska þjóðin hafi kosið það versta yfir sig með því að standa á rétti sínum og verjast fjandsamlegum árásum og ofríki stjórnmálamanna erlendra ríkja —sem öll eru í uppleysandi Evrópusambandi við og gegnum hvort annað— gegn Íslandi. Það versta sem gæti gerst er að rétt skuli verða rétt fyrir íslensku þjóðina. Að með lögum og reglum Stjórnarskrár Lýðveldis Íslendinga, skuli lýðveldi það, standa til handa og fyrir alla Íslendinga sem bjargfast heimili að eilífu.

Í hverju málinu á fætur öðru er ríkisstjórnin opinberuð sem öflugasti fjandmaður þjóðarinnar, en ekki talsmaður hennar. Ríkisstjórnarlaust land væri betra en þessi verri helmingur þess versta sem stjórnmál geta mögulega boðið upp á. Ríkisstjórnin er fullkomlega umboðslaus og þjáist af dómgreindarskorti sem gerir hana óhæfa við stjórnun ríkisins. Hún er þjóðhættuleg. Jafnvel geðbiluð. Hugsið alvarlega um það. Sá frelsandi möguleiki virðist líklegri með degi hverjum sem líður. Slíkum möguleika ber öllum að taka alvarlega og jafnframt fagnandi. Rannsóknar ætti að krefjast. Stjórnarskrá Lýðveldisins þolir ekki að slíkri rannsókn sé slegið á frest endalaust.
 
Forsætisráðherra Íslands í nokkrum erlendum fjölmiðlum þá:
 
======
Johanna Sigurdardottir said the results were disappointing but she would try to prevent political and economic chaos ensuing. She said the repayment dispute would now be settled by a European trade court—which could impose harsher terms on Iceland than those rejected in Saturday's vote | Wall Street Journal 
======
Prime Minister Johanna Sigurdardottir called the results disappointing.  She has said a "no" vote would result in political and economic chaos (Þvert á það sem hún sagði á árinu áður) | Voice of America.
======
The Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has predicted "political and economic chaos as a result of this outcome", but did not say if the government would resign | Sky News
======
Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection meant "the worst option was chosen" and had split the country in two | BBC
======
“This matter will now be settled in the European Free Trade Association’s court,” Prime Minister Johanna Sigurdardottir said in comments broadcast by RUV, immediately after the first results were published | Bloomberg 
======
The worst option was chosen. The vote has split the nation in two,” Jóhanna Sigurdardóttir, prime minister, told state television, saying it was fairly clear the “no” side had won. [. . ] The prime minister, who had predicted a No vote would cause economic uncertainty for at least a year or two, did not say whether the government planned to resign | Financial Times
====== 
 
Um það bil 1000 aðrir fréttamiðlar vitnuðu í orð forsætisráðherra Íslands þennan apríl mánuð árið 2011.
 
Árinu áður sagði Steingrímur J. Sigfússon allra herja ráðherra gegn Íslandi — og sem þá óvart var fjármálaráðherra — eftirfarandi:
  • Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa kosið um Icesave í dag
  • Hann beri meiri virðingu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum en svo
  • Steingrímur benti á að það væru fáir sem vildu taka að sér að vera fjármálaráðherra á Íslandi á þessum tímum
  • Nú þyrfti að endurreisa landið og klára Icesave málið því fyrr kæmi fjármagn ekki inn í landið.
  • Jóhanna sagði þessa töf á málinu vera dýra og tilefni væri til að rannsaka hversu mikið hún hefði kostað.
Og Áfram-DDRÚV sléttar spor sín
 
Framhaldið á þessum ógeðfellda farsa á árinu 2010 má lesa hér: Hjónin Honecker snúa aftur og stórframkvæmdir hefjast loks á Íslandi
 
Það nýjasta er þó Castro.
 
Fyrri færsla
 

Tímakaup

Í fjögur ár hefur ríkisstjórnin keypt sér tíma. Keypt sér fjögurra ára tilvist fyrir sjálfa sig með fullkomlega ráðhertum svikum við kjósendur Lýðveldisins. Keypt sér til sólundunar fjögur ár af dýrmætum líftíma Lýðveldis Íslendinga, sem stofnað var til á Þingvöllum þann 17. júní 1944.
 
Keypi ríkisstjórnin svikin fyrir einmitt hart skaffaðan sjálfstæðispening þjóðríkis Íslendinga. Og hefur þar með misnotað og sólundað helstu auðæfum þess, sem er sjálft hart unnið frelsi, fullveldi og sjálfstæði það er forfeður okkar sköffuðu. Ríkisstjórn Samfylkinga og Vinstri grænna er tvísleginn svitabaðaður túlípani í vaxtarækt aumingjaskapar og svika.

Botnfrosið skautavell hinnar pólitísku kreppu, sem með svikum varð til í kjölfar eins bankahruns, dansar ríkisstjórnin um á illa fengnum skautavöldum. Forsætisráðherrann er botnfrosið skautasvellið sjálft og sem dag fyrir dag í fjögur ár hefur þykknað með pólitísku froðugubbi Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar í botnlausri —en vottaðri— heimskuleðju Össurar Skarphéðinssonar utan ríkis ráðherra. Skaðræðið er daglega baðað með kastljósi kommúnistaávarps DDRÚV.

Í lítilli smámunnalegri allzheimsvök skautasvellsins, siglir um sjálfa sig hér-stubbuð flokksforysta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með í engri stöðu heldur engu. Hún er fleytt gúmmíönd. Bótoxbundin hún sjálfvirkt blés út sjálfa sig; er bankinn sökk. Hún unni ekki afkomu sjálfsins. Því er dividentinn eitt þrotið núll. Ein andvök
 
Við þurfum andvörn.
 
Fyrri færsla
 

Slæm hönnun og enn verra útlit

Hönnun snýst um sköpun einhvers sem virkar vel. Þessu má ekki rugla saman við útlit. Illa hannaða sköpun er ekki hægt að gera betri með bættu útliti. Vond hönnun er og verður vond, sama hversu vel hún lítur út. 

Evrópusambandið er vond hönnun. Ríkisstjórn Íslands er vond hönnun. Í það heila má segja að öll tilbrigði sósíalisma sé sama slæma hönnunin með mismunandi ljótri ásýnd. Virkar alltaf illa ef hún á annað borð virkar. Virkar þó aldrei í reynd. Skaðar hins vegar alltaf fólkið og tortímir þolanlegri tilvist mannanna í sköpunarverkinu. Erfðafræðilegt misfóstur.
 
Barátta frjálsra engilsaxneskra hægri manna sýnst alltaf um þetta. Baráttuna gegn heimsveldi hins slæma - og fyrir því góða.
 
Fyrri færsla
 
 

Evrópusambandið krabbameinsvaldandi mein

Hlutfall atvinnuleysis í 28 löndum ESB október 2012

Mynd: Úr svartbókhaldseríu hagstofu ESB.
Nýjasta myndin í þessari fjöldaseríu Evrópusovétsambandsins er útkomin; out now! 
 
Fyrstu tíu árin efaðist maður. Á fimmtánda árinu varð efinn að vissu. Evrópa er virkilega með krabbamein og það heitir Evrópusambandið. Næstu tíu árin fóru í að loka niður, pakka saman og að læra að lifa með tuttugu og fimm ára tómið og koma sér burt. Já, ég eyddi tuttugu og fimm árum á meginlandi Evrópu. Þessi heimshluti varð að einu stóru æxli undir og fyrir tilstilli fótaburðar nómenklattúru Evrópusovétsambandsins. Og ekki mátti heimshlutinn við meiru af því sama sem þar hafði svo oft farið fram - og alltaf aftur - upp á bak hennar. Restin, fimm hundruð milljónir manna, komast þó ekki. Svo mikið er víst. 

Stofnfélagar í Vinstri grænum hvelli eru nú að komast á fjórtánda árið í sjúkrasamlagi sínu við formann þann. Þeir eru að nálgast fimmtán ára vonbragðið. Bráðum verður líkneskið byggt og leshringlaga bekkur stofnaður; bæði fyrir framan og aftan samfylkt kremlið. Umhverfis blámennin úr glæplygasagnfræðum Maxíms af Gortkví er byggt.

Írinn Kevin O’Rourke segir einmitt í bloggfærslu þriðjudagsins að Evrópusambandið sé krabbameinssjúklingur. Atvinnuvonleysið er þar svo algert, svo krónískt og svo ólæknandi. Sjúkrahús Evrópusambandsins var hins vegar opinberlega útskýrt fyrir almenningi sem meðferðarstofnun við hjartaáföllum. Þar liggur hún öll í meðferð við hjartadauða á meðan krabbameinið breiðir sig út um allan líkama hinna tuttugu og átta útlima sem verið er að skera af, því þeir standa á útendaborðhaldi ESB-ríkisstjórnar Össurar Jóhönnu Steingríms. Fyrirmyndin er Coma. Lygaþvættingur frá upphafi. Evrópusambandið er upphafið handfangið á endaloki Evrópu.

Á meðan skriftar einn og oft sami evrusjúklingurinn í skyggnilýsingum fyrir lesendum hins eina dagblaðs landsins, að allir þeir sem læsir eru, séu einmitt fábjánasöfnuðurinn sjálfur. Að það sé íslenska krónan sem sé satan (í oss). Ekki kom nú meira í ESB-bleyju þeirra í þetta skiptið. Þessa þrúgandi útskitnu. Í tveggja herbergja vosbúð sambandsins, með tuttugu og sex klósettum, lyktar illa

"I was interested to see a Bible by your bed. You actually find time to read it?"
 
"I sure do. Every goddamn day."
 
- George S. Patton 
 
Fyrri færsla
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband