Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarflokkurinn hefur

Ţađ er sama hvađa álit menn hafa á stjórnmálum. Formađur Framsóknarflokksins er bjartur geisli fyrir íslensk stjórnmál. Af hverju segi ég ţađ. Jú, hann hefur endurnýjađ trú margra á flokknum. Hann ber í sér ţann hćfileika. Og ţađ er mjög mikiđ ađ hafa fyrir einn flokk.

Verđbólgnun fylgistalna er eitt. En annađ er, ađ ţađ eru ađ miklu leyti vćntingar sem stýra ţróun verđbólgu. Vćntingar. 

Hagstofa Danmerkur segir ađ 1 kg. af rúgbrauđi hafi kostađ 35 danska aura ţremur árum áđur en Danske Bank fór í gjaldţrot áriđ 1922. Áriđ 2008 kostađi 1 kg. af rúgbrauđi hins vegar 19,95 danskar krónur. Í dag er ţađ komiđ yfir 20 dönsku krónurnar. Hvernig skyldi standa á ţví í landbúnađarlandinu Danmörku. Selst ekkert? Er gírkassinn farinn?

Og af hverju er atvinnuleysi í Danmörku komiđ í átta prósent og gjaldţrot fyrirtćkja ţau mestu í sögu landsins, međ ţví ađ 621 fyrirtćki voru lýst gjaldţrota í desember. Sú tala var sögulegt Danmerkurmet. Og hví skyldu ţriđju hver húsnćđiskaup renna út í sandinn eftir ađ menn hafa međ húfu & hatt í hönd gert sér ferđ í gegnum greiđslumatarhlađborđiđ hjá húsnćđislánafyrirtćkjum, sem öll eru komin í eigu bankanna, sem eru á hausnum. En ţau voru á sínum tíma stofnuđ af fólkinu til ađ skaffa ţví sem ódýrust lán; Realkreditten svo kallađa. Og af hverju er húsnćđismarkađur landsins hruninn um marga tugi prósenta ađ raunvirđi tvisvar sinnum á 25 árum. Er hann ónýtur? Og af hverju segja svo kallađir sérfrćđingar landsins ađ stór hluti ţess húsnćđis sem til sölu er, muni aldrei seljast; aldrei. Aldrei, og međ öll ţessi góđu og öruggu 30-ára lán á bakinu.

Fyrri fćrsla

Verđtrygging skatta


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

En getur ţú sagt mér hversvegna rjómabolla sem kostađi eina krónu í Sveinsbakaríi 1950, kostar nú 33.500 krónur í dag. Er ekki ađeins meiri stjórnleysi ţar.

Ég er ekki ađ fela verđbóguna međ ţví ađ taka núllin af.

Rétt er rétt.

V.Jóhannsson (IP-tala skráđ) 11.2.2013 kl. 23:48

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sćll 

Eins og ţú sérđ af ţessu dćmi ţínu V. Jóhannsson, ţá er ekki allt sem sýnist. Ef rjómabollan kostar svona mikiđ, ţá býst ég viđ ađ engar bollur hafi veriđ á borđum neinna hér á landi í dag. En ţađ er víst ekki ţannig: ţví samkvćmt fréttum ţurfti 80 ţúsund lítra af rjóma á bollur landsmanna vikuna fyrir bolludag. Fólk virđist hafa efni ţessu. Ţrátt fyrir allt. Skrítiđ. Ţrátt fyrir krónuna.

Samt er ţađ svo ţetta kíló af rúgbrauđi Dana kostađi ekki nema 35 danska aura ţarna áriđ 1925. Danska hagstofan segir ađ ţađ verđ hafi jafngilt kostnađi upp á 8,61 danska krónu í dag. Svo virđist sem matur sé orđinn afar dýr í ţessu landbúnađarlandi Evrópusambandsins. Svo dýr ađ hann er reyndar orđinn sá dýrasti í 28 löndum ESB. Já sá allra dýrasti

Ţađ er eins gott ađ viđ erum ekki í ESB, ţví ţá ţyrftum viđ ađ flytja inn fisk okkur til matar.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2013 kl. 00:32

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér er náttúrlega skylt ađ taka ţađ fram ađ ţađ er kaupmáttur sem skiptir öllu máli í ţessari mynd. Ţađ er mjög erfitt ađ halda kaupmćtti sterkum ef samkeppnisađstađa landsins versnar og skerđist varanlega. Ţá verđur hátt atvinnuleysi landlćgt og ţađ eyđileggur sérhvert samfélag međ tímanum.

Danmörk hefur búiđ viđ krónískt hátt atvinnuleysi frá ţví skömmu eftir ađ landiđ gekk í ţáverandi EF áriđ 1973, sem síđan breyttist í EEC og sem síđan breyttist í ESB og sem nú er ađ breytast í nýtt evrópskt sovétríki.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2013 kl. 02:00

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţađ er margt ágćtt í stefnu Framsóknarmanna um ţessar mundir. En ţađ er hreinasta öfugmćli ađ kalla ţađ ţor og hugrekki ađ hafa ţá rányrkjustefnu sem flokkurinn hefur varđandi ţađ ađ klára á nokkrum áratugum helst alla jarđvarmaorku landsins međ tilheyrandi óheyrilegum óafturkrćfum umhverfisspjöllum á kostnađ komandi kynslóđa.

Ţvert á móti kostar ţađ ţor og hugrekki ađ breyta ţví hugarfari ţöggunar og grćđgi sem felst í slíkri stefnu.

Mig hefur langađ til ađ kjósa Framsóknarflokkinn sem frjálslyndan flokk alveg frá ţví ađ ég fór ađ fylgjast í ćsku međ pólitík, en ţessi flokkur virđist hafa einhvern óskiljanlegan hćfileika til ţess ađ taka ađ sérađ minnsta kosti eitt óréttlćtismál í hvert sinn, sem gerir mann fráhverfan honum.

Fyrst var ţađ kjördćmamáliđ, alveg til 1959, síđan spillingin i kringum SÍS og elskan á höftum og hagsmunapoti, og loks hin skefjalausa stóriđjustefna í sovétstíl, sem flokkinn skortir ţor og hugrekki til ađ losa sig viđ.  

Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 07:48

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ţér 

Hvađ á ég ađ segja Ómar?

Ég skrifađi: "Formađur Framsóknarflokksins er bjartur geisli fyrir íslensk stjórnmál. Af hverju segi ég ţađ. Jú, hann hefur endurnýjađ trú margra á flokknum. Hann ber í sér ţann hćfileika. Og ţađ er mjög mikiđ ađ hafa fyrir einn flokk."

Eiginlega get ég ekki svarađ ţér ţví mig skortir orđ miđađ viđ ţann raunveruleika sem ég hef upplifađ erlendis á síđustu 25 árum og ţar áđur hérlendis frá fćđingu. Og var ég fćddur og vel uppalinn á Siglufirđi. Listinn hér er ţinn frá ţessum fáu línum sem ţú skrifađir, er hreint ótrúlegur. 

  • rányrkjustefnu
  • klára helst alla jarđvarmaorku landsins
  • óafturkrćfum umhverfisspjöllum 
  • á kostnađ komandi kynslóđa
  • hugarfari ţöggunar
  • grćđgi sem felst í slíkri stefnu
  • kjördćmamáliđ
  • spillingin i kringum SÍS 
  • höftum og hagsmunapoti
  • skefjalausa stóriđjustefna í sovétstíl
 
 
Hvađa stjórnmálaflokka hefur ţú kosiđ síđan ţú varst ungur?
 
Ég minnist Framsóknarflokksins sem eins af burđarásum íslenska ţjóđríkisins. Viđ gćtum hafa orđiđ mörgu slćmu ađ bráđ hefđi ţessa flokks ekki notiđ viđ. Hann fór útaf veginum um tíma en mér sýnist hann hér vera ađ bakka kagganum í lag upp á veginn og stefna fram á viđ á ný. Dálítiđ V8 yfir honum núna. Svoleiđis gleđur mig.
 
En svona er ţetta. Ég hef aldrei unniđ hjá hinu opinbera. Kannski myndi ég hugsa öđruvísi ţá.
 
En ţér ađ segja, ţá hef ég mestar áhyggjur af hangandi formanni Sjálfstćđisflokksins sem veriđ er ađ rúlla bćđi sjón- og heyrnarskertum niđur af snúrustaura-stjórnarformennsku hans í núll-dividenta (zero) ţrotabúum í Baugsstíl. Og sem fara mun líklega ekkert annađ á líternum en ţađ sem hinn blóđrauđi spóldregill undir driftugum kagga Framsóknar ţarf ađ nota í af-stađiđ sitt á međan hann skiptir síđan yfir í yfir-stađiđ.
 
Ţetta lítur ţví ekki vel út. 
 
Kveđjur
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2013 kl. 11:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband