Leita í fréttum mbl.is

Krækjur á sunnudegi; sólarlag evrunnar

Svipmyndir frá Evrópu (non-rúv-version): Aðlögunarferlið
 
Handelsblatt forsíða 16:17 sept 2011
 
Forsíða helgarútgáfu þýska Handelsblatt. Sólarlag evrunnar
 
Myntbandalagið sekkur
 
Hér er mín eigin útgáfa sem birst hefur hér á bloggsíðu minni annað veifið
 
Wirtschafts Woche sept 2011
 
Hér er mynd frá forsíðu þýska Wirtschafts-Woche í síðustu viku

Á Evrópuvaktinni gæla menn við þá hugsun að Bandaríkin megi muna fífil sinn fegri. Sem er ekki alls kostar rétt. Því, kæru vinir, það er Kína sem sífellt þarf að muna að fífl landsins muni stanslaust eftir því að fífil Kínverja var mun fegurri í langri og strangri sögu tímans. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hafa þau verið eins efnuð og um þessar mundir, þrátt fyrir ófarir síðustu ára. Það sama má segja um mörg önnur lönd, en bara ekki um Kína. Skortur á frelsi og lýðræði mun halda Kína föstu í járnkrumlum fátæktar. Kommúnistalönd verða aldrei efnuð. Aðeins fámenn valdaklíka þeirra. Og hún ræður.
 
DB Research; China – Not really a white knight for the eurozone 

Það er því ekki nema von að stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, sem einn og sér skuldar meira en alla landsframleiðslu Þjóðverja, skuli koma út og segja mönnum að gulir Kínverjar á hvítum hestum geti ekki gert neitt fyrir Evrópu. Þeir eiga einfaldlega enga peninga. Og síst af öllu hafa þeir það stjarnfræðilega fjármagn sem þarf til þess að bjarga Evrópu frá myrkraverkum Evrópusambandins. Þegar Bretland og Frakkland settust niður til að koma Concorde verkefninu af stað, þá settust vestanhafsmenn í Boeing hins vegar niður með reiknivélar sínar. Og þeir reiknuðu sannleikann fljótlega út; slíkt verkefni myndi aldrei borga sig. 747 ræður því loftunum enn. Sömu niðurstöðu hafa Bandaríkjamenn komist að í dag. Það mun aldrei borga sig að bjarga evrusvæðinu. Það væri glötuð fjárfesting. Því ættu menn ekki að láta glepjast og halda að heimsókn fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, á fund fjármálaráðherra evrulanda hafi ekki verið neitt annað en svakaleg, alvarleg og mikilvæg aðvörun. DB-PDF | DB-HTTP (CSS gallað)
 
The Newfoundland political history of the 1930s III
 
Staðreyndin er sú að enginn getur bjargað Evrópu. Vert er að minnast að í aðdraganda þess er Nýfundnaland misst sjálfstæði og fullveldi sitt, þá var því í fullri alvöru og edrúleika haldið fram að einræði (dictatorship) væri það stjórnarfyrirkomulag sem eitt gæti bjargað Nýfundnalandi undan skuldaklafa og því að leysast upp sem sjálfstætt ríki. Þannig voru tímarnir þá. PDF | HTTP

Á evrusvæðinu í Evrópusambandinu höfum við á innan við fjórum árum ferðast frá ímynd glæsihalla evrunnar í Brussel, og yfir í landslag örvæntingar, þar sem menn hýrast hrunhræddir innandyra í fyrirbæri efnahags- og peningamála sem smá saman er að taka á sig þá mynd er blasti við umheiminum þegar Sovétríkin féllu. Frá glæsihöllum áróðursins og yfir í rústir raunveruleikans. Þetta hægfara ferðalag hefur sljóvgað dómgreind mannanna, eins og gerðist á þeim tímum er einræði varð að fyrsta flokks stjórnarformi í hugarheimi manna á millistríðsárunum. Þetta er sá sami seigfljótandi hugarfarslegi mekanismi og fékk menn til að glápa með hægfara skilningssljóum skilningarvitum á bankakerfi Íslands og umhverfi þess, sem einstakan vitnisburð um glæsileika og snilli Íslands. Einn extra bita í einu á hverjum degi gleypti heilinn. Efir árið og árin ertu orðinn vanur raunveruleka hrunferlisins og manst ekki lengur eftir edrúleikanum. Þannig standa málin í Evrópusambandinu í dag. Hvítt er orðið svart — eða öfugt — án þess að menn hafi lagt rétta skilninginn í sjálfa litabreytinguna. Aðlögunarferlið.

Írlandi gengur ekki neitt við það sem átti að koma út úr "constructive ambiguity" tæknibrellum seðlabanka Evrópubananasambandsins, ECB: HTTP
 
 
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Horowitz 1942; Á bremsulausu píanó, eins og honum einum var lagið

Þessi maður var svo fær að hann þurfti aldrei að nota bremsurnar. Snillin var þvílík og tilfinning hans fyrir veginum og ökutækinu svo einstök að hann brunaði alla vegi heimsins hemlalaus. Holur vegarins náðu honum aldrei. Og læðst gat hann fjallvegina sem ferskur himneskur blær - þar sem aðrir bræddu út sér
 
Vladimir Horowitz 1942 
 
 
 
Vladimir Horowitz 1968 
 
 
Vladimir Horowitz 1968 
 
 



Fjármálaráðherra Bandaríkjanna aðvarar evrusvæðið: katastrófa evruloka nálgast

Þýski óttinn við þvingaða stofnun alríkis Evrópu
Tim Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna aðvarar foringjaráð angistarinnar í byrgjum evrusvæðis um katastrófíska hættu sem að fjármálamörkuðum steðji frá og á evrusvæðinu, sem að hugmynda- og peningafræðilegu hruni er komið.

Sem sagt: Helsjúkt evrusvæði og Evrópusamband þess á hengibrún hyldýpis. Og inn í kjarnaofn þann skal leiða íslensku þjóðina svo hún í clueless fjábjánalegheitum 28 prósent kjósenda geti fengið að kíkja úr sér bláu augun í blossann.

FT: Tim Geithner, the US Treasury secretary, issued a blunt warning to Europe’s leaders on Friday to stop bickering with the European Central Bank and take decisive action to tame a debt crisis that has added “catastrophic risk” to financial markets. 

Þetta er búið að eiga sér aðdraganda í 18 mánuði, en samt heldur blind ríkisstjórn með aðstoð RÚV og Baugsmiðla áfram að agítera fyrir jákvæðum áhrifum geislavirkni á Hótel Helvíti, og það undir stjórn eina yfirlýsta efnahags- og fjármálafábjána Íslandsögunnar, Össuri Skarphéðinssyni - og Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og peningadreifara almannafés.

Bankakerfi evrulanda er nú komið í öndunarvél — ekki Blaupunkt vestur í bæ — heldur seðlabanka Bandaríkjanna, The Federal Reserve. Svo allt of fáir alþjóðlegir bankar vilja lána bankakerfum evrulanda dollara svo bankar þess geti staðið í skilum við viðskiptavini, sinnt þörfum atvinnulífsins og greitt af lánum til lánadrottna (evrur að verða gagnslausar og teljast varla með lengur). 

Hvað er þessi kúgaða andlýðræðislega umsókn inn á Hótel Helvíti að gera þarna? Kunnið þið svar við því.
 
 
 
Fyrri færsla
 

Þýskaland: stærsta dagblað landsins birtir uppskriftina að úrsögn Grikklands úr evru

Stærsta dagblað Þýskalands, Bild Zeitung, birtir í dag uppskriftina á því hvernig Grikkir geti bjargað lýðveldi sínu frá tortímingu með því að yfirgefa evru og myntbandalag hennar. Uppskrift blaðsins er nokkuð á þessa leið;

1) Eftir lokun markaða á einum föstudegi í nánd á landið að lýsa yfir líklega stærsta ríkisgjaldþroti mannkynssögunnar og segja umheiminum frá því að landið muni einungis standa við og greiða helming skulda ríkisins, eða sem svarar til 175 af 350 miljörðum evra. Helming off.

2) Til að milda áföllin þyrftu markaðir í Grikklandi að vera lokaðir í nokkra daga eftir helgina. 

3) Endurfjármagna þyrfti gríska banka eins og skot. Þar gera Grikkir með því að þrýsta á CREATE hnappinn í tölvu seðlabankans sem þá er orðinn fullvalda stofnun. Einnig þyrfti einhver sem hér eigi á nafn er nefndur að vera svo vinsamlegur að endurfjármagna seðlabanka Evrópusambandsins, E¢B, í leiðinni.

4) Gjaldeyrishöft innleidd. 

5) Nýjum drachma-gjaldmiðli lýðveldis Grikkja, sem er í prentun, yrði hins vegar ekki ekið út og dreift strax í umferð, heldur yrðu núverandi evruseðlar í umferð stimplaðir með merki gríska lýðveldisins (persónulega legg ég til laser-stimplun).

6) Gengi þessa nýja gjaldmiðils fengi þá loksins að falla og koma sér í gömlu vinnufötin á ný fyrir grísku þjóðina. Núverandi verslunar-ekki-ferðir Grikkja til Kaupmannahafnar yrðu þar af leiðandi að bíða þess tíma er Grikkir hefðu raunverulega efni á þeim. Það hafa þeir ekki haft. En miklar pantanir til ferðamannaiðnaðar landsins munu brátt fara að streyma inn þegar það fregnast að Aþena er ekki lengur dýrari en París. 

7) Evrumyntum í umferð í Grikklandi myndi seðlabanki Grikkja safna inn og þær fá stöðu minjagripa (og kannski seldar ferðamönnum næsta sumar) 

Takk
*** 
 
Blaðið lætur vera að nefna herinn. En auðvitað yrði hann að vera í viðbragðsstöðu — Grikkir eiga stóran her og Íslendingar engan — og svo þyrfti að klippa á nokkrar línur til útlanda, því landið þyrfti líklega að segja sig úr Evrópusambandinu við þetta sama tækifæri. Og þá er gott að vita að Grikkland er góður meðlimur í NATO.
 
Þetta mál hef ég áður fjallað um í janúar mánuði 2010: Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu. Bild hefur líklega, eins og ég, komist í pappíra Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc ásamt viðtali Tomas Valasek við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993. 

Evrópa of lítil til að geta staðið ein. Ítalía býðst til að bjarga evrusvæðinu

Sökum mikils aðhalds, sparnaðar og ráðdeildar í peningamálum, situr Ítalía nú með trompið sem leyst getur evru-kreppuna. Ríkissjóður landsins sem rekinn hefur verið með meira en hundrað prósent öruggri skuldasöfnun síðustu tæp hundrað árin, eða svo, óx svo mikils ásmegin þegar hann loksins sameinaðist ríkissjóði Norður-Afríku árið 1861, að landið stendur nú alveg upp úr, (bls. 122).
 
Ítalía hefur allt það sem til þarf til að bjarga evrusvæðinu frá tortímingu; eða sjálfan aðganginn að Suður-Ítalíu, sem áður tilheyrði Norður-Afríku. Svona mikilvæg var þessi sundrun Norður-Afríku fyrir Evrópu. Í hlut Ítalíu féllu við þetta mikil og margslungin hlunnindi sem nú nýtast Þýskalandi á beinan sem óbeinan hátt.

Frakkland situr einnig með viss tromp á höndum sínum. Það vill gjarnan sýna Þýskalandi þann velvilja að bjarga Þjóðverjum og landi þeirra frá yfirvofandi gjaldþroti vegna Evrópu. Þetta gerir Frakkland með því að fórna tveim til þerm ostum úr minjasafni landsins. Í daglegu tali kallast þetta hin franska tenging Frakka til Þýskalands (the French Connection).

Nú sameinast evrulöndin um að bjarga Þýskalandi. Þetta þykir mönnum táknrænt aðalsmerki fyrir mikilfengleika Evrópusamstarfsins hin síðustu 50 ár, eða svo. 
 
Í kafla 3.6.3 á blaðsíðu 121 var fjallað um fall Berlínarmúrsins yfir ríkissjóð Vestur-Þýskalands, Transfer Union. Ferðalag frelsisins yfir í jöfnuðinn. Hvað nú?
 
Fyrri færsla:
 

Þýskaland: Seðlabanki Evrópusambandsins brunarústir einar. Styrjaldarhætta að myndast?

Bild- ECB rústir einar
 
Þetta er mynd frá forsíðu stærsta dagblaðs Þýskalands, Bild Zeitung, í dag. Blaðið segir að ECB seðlabanki Evrópusambandsins liggi nú sem rjúkandi rústir og spyr "hvað varð um gæslumenn myntar okkar". Kreppan hefur breytt þessari stofnun sem átti að gæta myntar okkar í brunarústir. Rekur blaðið brottför Axels Weber og Jurgens Stark sem í mótmælaskyni vegna stefnubrota eða stefnubreytinga meirihluta bankaráðs seðlabankans sögðu skilið við ECB. Bild hefur síðan eftir og ítrekar bænir Theo Waigel — fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands frá ríkisstjórnartíð Helmuts Kohl — um að leysa þurfi seðlabankann frá störfum. Hann sé ófær um að glíma við evru-krísuna. Því verki verði stjórnmálamenn að taka sig af.

Skuldatrygingaálagið á ríkissjóð Þýskalands hefur nú nær tvöfaldast. Það liggur nálægt 90 punktum, meira en tvöfalt hærra eftir atburði síðustu vikna og er nær tvöfalt hærra en á ríkissjóð Bandaríkjanna. Þetta er ekki svona af ástæðulausu.

Fjármálaráðherra Póllands, Jacek Rostowski, óttast að upplausnarferli myntbandalags Evrópusambandsins geti leitt til styrjaldar í Evrópu.
 
Mín skoðun er sú að þetta séu réttmætar áhyggjur hjá Rostowski og ennfremur að það sama geti gerst verði á einhvern hátt búið svo um hnútana að myntbandalagið haldi áfram í einni eða annarri mynd. Íbúar og kjósendur Evrópu hafa aldrei beðið um hvorki Evrópusambandið né myntbandalag þess. Bæði þessi fyrirbæri eru einkamál og einkaverk hinnar pólitísku ESB-rétttrúnaðarelítu Evrópu - og að flestu leyti í óþökk kjósenda sem aldrei var hlustað á. Nú er að koma að skuldadögunum. Brottför lýðræðis frá Evrópu er orðið augljóst opinbert mál.

Ég get ekki annað en tekið undir með einum af fráfarandi kreppuráðgjöfum seðlabanka Bandaríkjanna, David Zervos; Áföllin í Bandaríkjunum 2008/2009 voru eins og skrúðganga á sunnudegi miðað við það sem bíður Evrópu, segir hann; Alveg sama hvað, "Evrópa er búin að vera".
 
Staðreyndalisti fyrir íslensk stjórnvöld
 
Heimsálfan Evrópa er fráfarandi. Verið að afhenda heimsálfunni gullið handtak m.a. frá kommúnistum Kína. Líklegt er að meginland álfunnar breytist smá saman í blandaða svarta kínverska Matrix.
 
Evrópusambandið er misheppnað frá upphafi. Forsendur þess voru og eru enn rangar. Það skapar ekki frið, heldur skapar það ófriðarhættu. 
 
Myntbandalagið og mynt þess er algerlega misheppnað og stórhættulegt ófriðarskapandi fyrirbæri.
 
Vernda þarf Ísland gegn þeim geigvænlega dragsúgi og hættu sem mun stafa frá Evrópu næstu marga áratugi.
 
Vandamálin sem elíta Evrópusambandsins hefur skapað munu ekki hverfa. Þau eru raunveruleg og stórkostleg. 
 
Það var rétt sem Charles Gave sagði í byrjun ársins 2009; evran er Frankenstein fjármála. En ekki var hlustað á hann frekar en aðra. 
 
Krækjur
  1. Rústir ECB: Bild Zeitung
  2. Coulisses de Bruxelles; Jacek Rostowski
  3. David Zervos; The Endgame: Europe Is Finished I og II 


Angela Merkel leggur hendur á evruskuldaþróun Grikklands

Misheppnaður gjaldmiðill
 
Evru skuldavandamál Grikklands

Kanslari Þýskalands leggur mat á stærð vandamála myntbandalags Evrópusambandsins, ESB Titanic. Hún er að komast að þeirri niðurstöðu að dalverpi Evrópusambandsins er evra nefnist, sé ekki í beinu sambandi við neitt nema tómatsósu, pasta og stjórnist helst af verðþróun hrísgrjóna, en ekki súrkáls.
 
Og mótmælin fyrir utan vissan seðlabanka sem enginn nær upp til, eru að hefjast. Eggin ná líklega ekki þar upp nema í formi páskaeggja í pósti til útvaldra. Ferðaskirfstofa Evrópusambandsins, Intourist, hefur einhverra hluta vegna ekki boðið neinum þegnum ESB landa í neinar ferðir til mótmælahalda við aðalstöðvar þessa seðlabanka í Mittelpunkt Europas.  
 
Mótmæli við seðlabanka Evrópusambandsins
"Raus aus dem euro" - út úr evrunni 

Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 

Malta og óttinn

Í kjölfar lækkunar Moody's á lánshæfnismati Möltu sem rekja má beint til evruupptöku landsins — og þar með minnkandi tiltrú Moody's á greiðslugetu ríkissjóðs eyjunnar til að taka á sig og standa við fjárskuldbindingar — sagði Alfred Sant fráfarandi formaður verkamannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra þetta:
 
********* 
Ummæli Alfred Sant Malta Times of Malta 6 sept 2011
Hvað varðar evruna og myntbandalag hennar, þá hefur Malta stöðu sem stefnuþegi hjá þeim sem móta stefnuna. Þetta er sannleikurinn - hefur verið sannleikurinn - og er hann ennþá, þrátt fyrir mikinn vængjaslátt látalæta um að þetta sé einmitt ekki svona. Þetta gildir einnig um öll málefni Möltu sem snúna að umheiminum. Undir röð ríkisstjórna Möltu hefur varnargörðum þeim sem tryggja áttu þröngt rými til frávika frá sjálfstjórn þeirri sem skilgreind er í  stofnstjórnarskrá lýðveldis Möltu frá 1964, staðfastlega verið eytt, vegna þess að meirihluti fólksins á Möltu hélt orðið að eyjan gæti ekki staðið á eigin fótum. Upptaka evru var gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu ferli því þar samþykktu yfirvöld að gera okkur algerlega að stefnuþegum í stað stefnustjórnendum í mynt, vaxta og peningamálefnum þjóðarinnar. Aðalvandamálið var ekki það að yfirvöld Möltu tóku þetta skref, heldur er vandamálið það að þetta vart gert þegar það var gert - í aðgöngusáttmála Möltu inn í ESB (óafturkallanlegt). 
********* 
 
Já. Stefnuþegar fá lægra lánshæfismat því þeir eru bara farþegar. Svona er að yfirgefa fyrsta farrmými hagkerfa og lýðræðið. Þegar þokunni léttir eru falschfahrer auðþekkjanlegir. Og markaðurinn tekur þá úr umferð.
 
Þeir sem eru hræddir eru þeir sem notfæra sér þá hræðslu og ótta sem greip um sig í samfélagi Íslendinga þegar bankahrunið varð. Þeir eru hræddir um að þjóðin hætti að vera hrædd. Þeir notfæra sér óttann á meðan hann ríkir. Hafa þurfti og þarf hraðann á. Þessir þeir eru ESB-aðildarsinnar Íslands.

Evrópusambandið hefur einungis getað aukið völd sín og stækkað á meðan óttinn ríkir. Óttinn er sökkull ESB. Á honum byggir það upp sjálft sig og með honum rífur það þjóðríki landanna niður. Það er þessa vegna sem ríkisstjórn Íslands þarf að viðhalda óttanum. Viðhalda háu atvinnuleysi og viðhalda vonleysi almúgans. Það er hennar brýnasta stefna. Hennar lífgjafi.
 
Þeir sem tala um að sér sé "best borgið" einhvers staðar þurfa að umskrifa kjaftæði sitt yfir í "best borgað". Frelsi kostar mikla peninga. Það er ekki hægt að meta það og baráttuna fyrir því til fjár. Frelsið er vöðvabúnt heilans og án þess verða lönd alltaf fátæk og vanmátta. 
 
 
Krækja: Greinar Alfred Sant í Möltutíðindum; I og II - eða hér á heimasíðu Alfreds Sant THE EURO CRISIS AND MALTA (I + II)
 
Fyrri færsla
 
 

Vaxtakjör ríkissjóðs Ítalíu verri en Íslands. Franskir stórbankar að falla? [u]

Þrátt fyrir evruaðild frá upphafi, uppkaup seðlabanka Evrópusambandsins á skuldum ríkissjóða myntbandalagslanda ESB í stórfelldum erfiðleikum, eru alþjóðleg vaxtakjör ríkissjóðs Ítalíu nú orðinn miklu verri en þau eru hjá ríkissjóði Íslands með gjaldþrotið bankakerfi. Ítalía þurfti að greiða 5,6 prósent í vexti til að fá peninga að láni til fimm ára nú í morgun.
 
Finni Grikkland kaupanda að skuldum ríkissjóðs þess eru ársvextirnir aðeins 73 prósent á lánum til tveggja ára. Af Íslandi var krafist 5,2 prósenta vaxta til fimm ára.
 
(Uppfært kl. 14:36; Vaxtakjör ESB Grikklands virðast versna um tæplega eitt prósent á klukkustund og er RÚV nú með beina spegla- og reykútsendingu frá fjármálalegum ESB-stöðugleika landsins. Komið er einnig í ljós að kommúnistar Kína sem komu rúllandi inn sem PR kanínan úr siðasta hatti ítölsku ríkisstjórnarinnar, ætla engin ríkisskuldabréf að kaupa af landinu. Í stað þeirra hugnast Kínvjerjum einungis að kaupa ítölsk fyrirtæki, taka þau sundur og flytja heim til Kína, eins og örlög fransks efnaiðnaðar hafa orðið. Þannig mun Kína vinna við endurskipulaginu landsins svo styrkja megi enn frekar vonlausa stöðu þess fastar niður á evrusvæðinu)

Skuldatryggingaálagið á fjárskuldbindingar ríkissjóðs Ítalíu er nú hærra en 500 punktar. Á meðan það í örygginu hjá Íslandi fyrir utan evrusvæðið er í kringum 280 punkta.

Franskir stórbankar berjast nú fyrir lífi sínu á séríslenska öryggissvæði evruaðildar Frakklands. Verð þeirra á hlutabréfamörkuðum hrynur bara og hrynur. Fallið á síðustu þrem mánuðum nálgast nú 60 prósentin. 

Um evruloftin í séríslensku öryggissvítu Frakklands á evrusvæðinu svífa fréttir um brunaútsölu á eignum þessara frönsku stórbanka, sem hjálpa ætti upp á peningastöðu þeirra. Og auðvitað ásamt hótunum Soc. Gén. bankans til breskra dagblaða um lögsókn vegna óhagstæðs fréttaflutnings um einmitt þann banka eða annan.

Þjóðnýting franskra stórbanka með nokkur þúsund útibú á Ítalíu færist sífellt nær og nær í tíma og rúmi séríslenska gauksklukkupakka evrulands. Þegar klukkan slær Frakkland ætlar utanríkisráðherra og snillistofnfjárfestir SPRONKAUPA ÍSLANDS í evrulandi að hoppa um borð forsætisráðherra og kaupa af hluthöfum öll bréfin, sem þá loksins eru orðin einskisins virði. Þetta verður gert til þess að styrkja eiginfjárstöðu utanríkisráðherra Íslands og hlutafélags hans í forstofuráðuneyti ESB á Íslandi.

Takk
 
Fyrri færsla
 
 
 

Úr útrýmingarbúðum lýðræðis; 17 landa evrusvæðinu

Þegar grannt er skoðað, eru aðeins nokkur þvottaekta lýðræðisríki til á Vesturlöndum. Á samansöfnuðu heimskorti er þetta örmjó og lítil ræma af heildaryfirborði landrýmis jarðar. En á þessari ræmu standa þó þrátt fyrir allt eftir Bandaríkin, Sviss, Ísland*, Bretland og Noregur, svo átakanlega fá dæmi séu nefnd. Bandaríkin eru lögga lýðræðis og frelsis. Til hennar leita flest lýðræðisríki þegar virkilega á reynir. Bandaríkin eru eins konar ghostbusters frelsis, lýðræðis og kapí­talisma. Tvisvar og þrisvar hafa þau bjargað Evrópu frá sjálfsmorði og stöðvað glæpi hennar gegn mannkyninu á síðustu 100 árum. Og tvisvar hafa Bandaríkin bjargað Evrópu frá efnahagslegri örkumlun. Og sigur Bandaríkjanna yfir heimsveldi illskunnar, kommúnismanum í Evrópu, var sætur.

Þingmenn sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Þessir gerðu það ekki
Allt þetta gerðist í Evrópu vegna skorts á lýðræði og frelsi. En nú er að koma að þriðja skiptinu. Frankenstein fjármála og stjórnarfars var fyrir klikkaðra manna geðbilun klekkt út í aðalstöðvum evrópskra brjálæðinga í Brussel. Eina ferðina enn. Þessi skepna hefur verið að eyðileggja Evrópu innanfrá undanfarna þrjá til fjóra áratugi. Og nú stöndum við frammi fyrir enn einu brjálæðiskastinu. Kalla þarf ghostbusters frelsis, lýðræðis og kapítalisma á vettvang í Evrópu á ný. Fárveikt Evrópusambandið er komið í evrukrampa.

Sumir hafa verið að velta fyrir sér kostnaðinum við upplausn myntbandalagsins á hin ýmsu lönd.

Miklu auðveldara er að reikna kostnaðinn sem þegar er orðinn við sjálfa aðild landanna að myntbandalagi Frankenstein-evrunnar. Því hann er þegar orðinn og kominn inn í bókhald þjóðanna. Hér er örstuttur listi;

Bankabóla á Íslandi og síðar gjaldþrot íslensku bankanna fór fram inni í miðju Evrópusambandinu. Þetta hefði ekki gerst ef þessi erfðatilraunastöð stökkbreytinga á meginlandinu hefði ekki fjármagnað sturlun bankanna og eytt hér regluverki skynseminnar fyrst.

Bjarga hefur þurft bankakerfum margra evrulanda frá gjaldþroti. Þeim kostnaði hefur þegar verið velt yfir á heimili umræddra landa. Og sá kostnaður er geigvænlegur -banvænn í mörgum tilfellum.

Björgunartilraunir pyntinga- og raflostaaðferða í andaslitrum evrunnar, hafa einnig kostað evrulöndin mikla peninga sem þau fá aldrei aftur. 

Seðlabanki Evrópusambandsins hefur kostað þjóðirnar mikla peninga og tap hans á eftir að verða heil vetrarbraut á himni Frankensteinstjarna sögunnar.

EMS og seinna Evrusvæðið hefur hindrað og drepið hagvöxt í næstum öllum löndum myntbandalagsins í rúma tvo áratugi. Þar hafa stórkostleg tækifæri farið í súginn. Evrusvæðið dregst alltaf meira og meira aftur úr Bandaríkjunum og verður fátækara og fátækara. Massíft atvinnuleysi hefur ráðið ríkjum í ESB í 30 ár. 

Kostnaðurinn við að þrífa upp eftir eitt ábyrgðarlausasta pólitíska tilraunaverkefni mannkynssögunnar verður mikill. Þið munið fall Sovétríkjanna og kostnaðinn við það. Allt vegna fámennrar glæpaklíku sem í fóstur tók geðbilaðan draum sem troða átti í fólkið ofanfrá. Hrun myntbandalagsins verður ekki minna. Engir góðir valkostir eru í stöðunni því allt kom þetta ofanfrá.

Þegar evran fer inn í síðustu hluta upplausnarferlisins þá mun það ekki endilega gerast með einhverju allsherjarhruni. Fyrst munu bankakerfi evrulanda gera áhlaup á ríkisstjórnir evrusvæðis, þ.e. áhlaup á ríkissjóði landanna. Þeir verða tæmdir enn frekar og ýtt enn lengra út á barm ríkisgjaldþrota. Þetta er svona því gangandi gjaldþrota bankakerfi evrusvæðis hafa engan lánveitanda til þrautarvarna, því þau eiga engan ekta seðlabanka. Þeim var öllum kastað fyrir róða um leið og fullveldið í peningamálum var tekið af þeim.  

Svo koma gjaldeyrishöftin sem munu verða sett á í einu eða öðru formi. Svo verða kinnroðasveitir Brussel og ríkjalinga hennar að koma sér saman um þá illa lyktandi terpentínublöndu sem nota þarf til að reyna að stýra upplausnarferlinu á einhvern hátt. Engin lönd munu komast óbrotin út úr þessu.  

Áframhald Sovétríkjanna var ógerningur því landið var sannarlega gjaldþrota á allan hátt. Evrusæðið getur enn síður haldið áfram eins og það var skapað. Verði því hins vegar og samt sem áður haldið áfram gangandi á einn eða annan hátt, þá þýðir það kaótískar borgastyrjaldir í hlutum Evrópusambandsins. Og með litlum horfum á friði næstu nokkur hundruð árin, því það er aðeins hægt að halda myntbandalaginu gangandi áfram ef síðustu leyfum lýðræðis er eytt þar í einum grænum; þ.e.a.s nýtt einræðisveldi ESB yrði að komast á þessa 17 fætur Frankensteins.  

Frelsi kostar mikla peninga. Samúð mín er öll hjá fólkinu í lendum Evrópusambandsins sem aldrei fékk neitt um málið að segja. Þessum Frankenstein peningamála elítunnar var troðið eins og hauspokum á aftökustað yfir alla. Þetta er árangurinn; hyldýpið og svartnættið.  

Hér þurfum við ESB-aðildar andstæðingar að passa okkur á að fagna ekki neinu. Gerum alltaf ráð fyrir að áætlanir öfgasinnaðra Evrópumanna séu áfram þær sömu, þ.e.a.s. að leysa upp ríkisstjórnir og ríkisvald landa Evrópusambandsins. Það veit enginn ennþá á hvorn veginn Evrópa mun falla. Góð byrjun fyrir öfgasinnaða evrópusambandsmenn á eins konar Bandaríkjum €vrópu, væri einmitt að tortíma bankakerfum og ríkisstjórnum Evrópu samtímis í einu alls herjar hruni myntbandalagsins. Í því ferli gæti þeim loksins tekist að stofna til hins sameinaða einræðisríkis Evrópu. Þetta er "þriðja leiðin" sem loksins er hér komin "í boðið". 
 
Eins og svissneski UBS stórbankinn benti á í síðustu viku; ekkert myntbandalag sögunnar hefur verið leyst upp án þess að til einhvers konar borgarastyrjaldar kæmi í kjölfarið. Hin leiðin, að framþvinga upplausn 27 ríkja til að bjarga einu myntbandalagi sem enginn kaus, hefur aldrei áður í sögunni verið reynd. Kjölsog þess yrði enn verra.
 
Skák - og mát.
 
Við þyrftum að reyna að klippa á EES-togvíra okkar til ESB áður en tundrið í trollinu tekur okkur með. 
 
* Á Íslandi situr nú andlýðræðislegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar a la ESB. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur enn sem komið er — en þó í erfiðri helstöðu og í krafti stjórnarskrár lýðveldis okkar — náð að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar hafi verið fótum troðinn í afar mikilvægum málum undir ríkishelstjórn Íslands. Ólafur forseti hefði ekki átt séns í neinu ríki ESB. Helsta verkefni ríkishelstjórnarinnar er því að fjarlægja bæði forsetann og þá stjórnarskrá lýðveldis Íslendinga sem hann starfar undir.  
 
Financial Times fimmtudag
"A few good central bankers"
by; Izabella Kaminska 
 
Fyrir helgina sprakk Jessup Jean Claude Trichet í vitnastúkunni vegna einnar skaleysislegar spurningar frá þýskum blaðamanni; honum tókst að fá Jessup Trichet til að tala;

 

Reporter: What is your answer to German people and economists who want the return of the DM?

Trichet: You want answers?

Reporter: I think the Germans are entitled.

Trichet: You want answers? (SHOUTING)

Reporter: Germans want the truth! (SHOUTING)

Trichet: *You can’t handle the truth!*  (SHOUTING)

[pauses]…

 

Trichet: Son, we live in a world that has prices, and those prices have to be guarded by men with bonds. Who’s gonna do it? You? You, Sylvia Wadhwa? I have a greater responsibility than you could possibly fathom. You weep for Lehman Brothers, and you curse Ben Bernanke. You have that luxury. You have the luxury of not knowing what I know. That Lehman’s collapse, while tragic, probably saved banks. And my existence, while grotesque and incomprehensible to you, saves banks. You don’t want the truth because deep down in places you don’t talk about at parties, you want me on that committee, you need me on that committee. We use words like rate, target, expectation. We use these words as the backbone of a life spent defending something. You use them as a profitline. I have neither the time nor the inclination to explain myself to a man who rises and sleeps under the blanket of price stability that I provide, and then questions the manner in which I provide it. I would rather you just said congratulations and went on your way. Otherwise I suggest you pick up a Greek bond, and suffer a haircut. Either way, I don’t give a damn what you think you are entitled to! 

 

Krækjur
 
Financial Times; "A few good central bankers"
Myndskeiðið: via Reuters.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband