Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland: Seðlabanki Evrópusambandsins brunarústir einar. Styrjaldarhætta að myndast?

Bild- ECB rústir einar
 
Þetta er mynd frá forsíðu stærsta dagblaðs Þýskalands, Bild Zeitung, í dag. Blaðið segir að ECB seðlabanki Evrópusambandsins liggi nú sem rjúkandi rústir og spyr "hvað varð um gæslumenn myntar okkar". Kreppan hefur breytt þessari stofnun sem átti að gæta myntar okkar í brunarústir. Rekur blaðið brottför Axels Weber og Jurgens Stark sem í mótmælaskyni vegna stefnubrota eða stefnubreytinga meirihluta bankaráðs seðlabankans sögðu skilið við ECB. Bild hefur síðan eftir og ítrekar bænir Theo Waigel — fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands frá ríkisstjórnartíð Helmuts Kohl — um að leysa þurfi seðlabankann frá störfum. Hann sé ófær um að glíma við evru-krísuna. Því verki verði stjórnmálamenn að taka sig af.

Skuldatrygingaálagið á ríkissjóð Þýskalands hefur nú nær tvöfaldast. Það liggur nálægt 90 punktum, meira en tvöfalt hærra eftir atburði síðustu vikna og er nær tvöfalt hærra en á ríkissjóð Bandaríkjanna. Þetta er ekki svona af ástæðulausu.

Fjármálaráðherra Póllands, Jacek Rostowski, óttast að upplausnarferli myntbandalags Evrópusambandsins geti leitt til styrjaldar í Evrópu.
 
Mín skoðun er sú að þetta séu réttmætar áhyggjur hjá Rostowski og ennfremur að það sama geti gerst verði á einhvern hátt búið svo um hnútana að myntbandalagið haldi áfram í einni eða annarri mynd. Íbúar og kjósendur Evrópu hafa aldrei beðið um hvorki Evrópusambandið né myntbandalag þess. Bæði þessi fyrirbæri eru einkamál og einkaverk hinnar pólitísku ESB-rétttrúnaðarelítu Evrópu - og að flestu leyti í óþökk kjósenda sem aldrei var hlustað á. Nú er að koma að skuldadögunum. Brottför lýðræðis frá Evrópu er orðið augljóst opinbert mál.

Ég get ekki annað en tekið undir með einum af fráfarandi kreppuráðgjöfum seðlabanka Bandaríkjanna, David Zervos; Áföllin í Bandaríkjunum 2008/2009 voru eins og skrúðganga á sunnudegi miðað við það sem bíður Evrópu, segir hann; Alveg sama hvað, "Evrópa er búin að vera".
 
Staðreyndalisti fyrir íslensk stjórnvöld
 
Heimsálfan Evrópa er fráfarandi. Verið að afhenda heimsálfunni gullið handtak m.a. frá kommúnistum Kína. Líklegt er að meginland álfunnar breytist smá saman í blandaða svarta kínverska Matrix.
 
Evrópusambandið er misheppnað frá upphafi. Forsendur þess voru og eru enn rangar. Það skapar ekki frið, heldur skapar það ófriðarhættu. 
 
Myntbandalagið og mynt þess er algerlega misheppnað og stórhættulegt ófriðarskapandi fyrirbæri.
 
Vernda þarf Ísland gegn þeim geigvænlega dragsúgi og hættu sem mun stafa frá Evrópu næstu marga áratugi.
 
Vandamálin sem elíta Evrópusambandsins hefur skapað munu ekki hverfa. Þau eru raunveruleg og stórkostleg. 
 
Það var rétt sem Charles Gave sagði í byrjun ársins 2009; evran er Frankenstein fjármála. En ekki var hlustað á hann frekar en aðra. 
 
Krækjur
  1. Rústir ECB: Bild Zeitung
  2. Coulisses de Bruxelles; Jacek Rostowski
  3. David Zervos; The Endgame: Europe Is Finished I og II 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að þetta sé rétt hjá Pólverjanum, þ.e. gæti orðið stríð í Evrópu.

Ef það er ekki vegna Evrunnar, þá verður það örugglega, þegar ungt og atvinnulaust fólk rís upp í ríkjum ESB.

Eggert Guðmundsson, 15.9.2011 kl. 16:19

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þAÐ ER MERKILEGT HVAÐ MIKLUM FJÁRMUNUM ER VARIR FRÁ íSLENSKA rÍKINU- ( öSSURI ) TIL AÐ GANGA INNÍ ÞESSA BRUNARÚSTASTEFNU- ÞAÐ VERÐUR STRÍÐ- !  hVERSVEGNA SJÁUM VIÐ EKKI KANADA OG ÞEIRRA ÖRUGGU MYNT ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.9.2011 kl. 17:00

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið. 

Já. Hér er hægt að geta þess Eggert að ungt fólk í Evrópu er einmitt atvinnulaust vegna evrunnar.

Hin menntaða og sorglega Íslandssaga um Kanadadal, kæra Erla, er því miður þessi: Er Kanadadalur ónýt mynt?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2011 kl. 19:32

4 identicon

Hvenær ætla ESB-sinnar að kveikja á því að þetta er búið spil? Unga fólkið í ESB-löndunum er svo sannarlega búið að vera að mótmæla ástandinu sbr. uppþotin í London og víðar fyrir einhverjum mán.

Guðrún Skúladóttir (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband